Heimskringla - 25.08.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 25.08.1898, Blaðsíða 2
jIjLMSRRÍNGLA, 25 AUGUST lð98 Beimskriiiffla, Varð blaðsins í Canada og Bandar. $1.80 am árið (fyrirfram borgað). Sent tu íslands (fyrirfram bor„-að af kaupend- uoa blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order Begistered Letter eða Express Moncy Order. Banka’ivísanir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með ailollutn B. F. Walters, TJtgefandi. Office: Corner Prineess & James. P.O- BOX 305 Porto Kico. Þar sem karlinn “Uncle Sam” er nú um það bil að eignast eyju þessa, þá er vel við eigandi að gefa lesend- um vorum dálitla hugmynd ura hve mikilsverð eign það er sem þeir af lesendum vorum sem eru fdsturbörn hans eiga nú arfsvon í. Eignin er þeim líka ennþá dýrmætari vegna þess, að ekki þurfti að leggja mörg mannslít í sðlurnar til að ná henni, og svo líka vegna þess, að um leið og eyjan verðttr eign Bandaríkjanna, losast hinir margþjáðu íbúar hennar undan hinni svívirðilegu kúgun Spánverja. Það eru því ckki ein- ungis Bandarfkin sem hafa auðgast við að fá yfirráð cyjanna, heldur hafa hinir langþjáðu aumingjar sem þar búa, grætt svo mikið við það, að þeir geta ekki ennþá ímyndað sér alla þá blessun sem það hefir í fcir með sér, að verða fósturbörn þessa mikla lýðveldis. Eyjan Porto Rico er um 100 mílur á lengd og 40 mílur á breidd. Þó hún sé ekki stærri en þetta, þá er þar þó mjög margbreytilegt loftslag og landslag, án efa margbreytilegra en á nokkrum öðrum bletti jafnstórum. Fjallaklasi liggur frá strönd til strandar, frá austri til vesturs, og á austurhluta eyjarinnar eru þau víða nm 4000 fet á hæð. í gegnum þessi fjöll skerast afardjúpir vatnsfarvegir þvert yfir eyjuna, frá Atlantshafinu að norðan, og suður í Caribiska hafið að sunnan, eru um 40 af þessum ám svodjúpar, að smáskip geta farið •ftir þeim næstum inn í miðbik eyj- arinnar. Hinar aflfðandi sléttur sem liggja frá fjöllunum að norðan, eru álitnar með frjósömustu blettum hnattarins; þær hafa veitt ríkuglega' uppskeru rr.eð lítilfjörlegri ræktun ; á þessum parti eyjarinnar er mátulegt regn- fall, og mjög reglubundið. Sunnan við fjöllin er þurkur og þurviðri meiripart ársins, enda er þar lítið ræktað án vatnsveitinga ; það hefir líka vakið undrun hjá þeim sem hafa ferðast í Porto Rico, að svona mikill mismunur á vætu og þurk skuli geta átt sér stað á ekki stærra svæði. Spánverjar hafa aðallega yrkt landið nú í síðustu 400 ár. Þegar þeir komu þar, yfirunnu þeir og eyðilögðu fólk það sem þar var fyrir, og sem hefði vafalaust notað betur hinn ríka jarð- veg á Porto' Rico en Spánverjar hafa gert, og enn þann dag í dag er að eins lítill hluti af þvf landi sem er ágætis framleíðsluland, ræktað af Spánverjum. I'essi vanræktun staf- ar mikið af því að góðar brautir eða þjóðvegir hafa ekki verið gerðir til sjóstaðanna, þar sem hægt er að selja afurðir landsins fyrir þoianlegt verð. En þrátt fyrir alla þessa örðug- leika, allar þessar tálmanir, haía í- búarnir á Porto Rico framlcitt svo margbreyttar afurðir landsins, að furðu gegnir. Þeir hafa frainleítt: þess að auka hinur afarmiklu tekjur sínar þaðan. Spánska stjórnin hefir haít full um- ráð og eignarrétt yfir saltnámunum 4 eyjunum, svo alt sem eyjarskeggj- ar hafa getað treyst á fyrir utan jarð- yrkju sína, eru hinir afarmiklu frum- skógar, þar sem gróa meira en 500 mismunandi trjátegundir, og sumar af þeim nijög svo dýrmætar. Það sem mest hindrar trjáviðarsöluna, er járnbrautarleysið, því í alt eru að eins um 100 mílur af járnbrautum á eyjunni, og aðalvegir þar eru keyrslu brautir sem liggja til höfuðstaðarins og þær eru víða mjög ómerkilegar, Það er enginn efi á því sam' að Bandaríkin bæta úr þeim átakaniega skorti á járnbrautum áður en langt líður, og auka og margfalda með því framieiðsla alla. Porto Rico hefir um 800,000 íbúa sem flestir eru makalausir ræflar hvað búnað snertir. Um 450,000 af þeim eru hvítir menn kallaðir eða Spánverjar, en hitt eru múlattar og negrar, og má því nærri geta hvern ig búskapur fer þeim úr hendi. Gizk að er á að einn áttundi af öllum hvít- um mönnum a eynni geti lesið móð- urmál sitt, en því nær enginn getur skrifað það. Alt fyrir það hefir eyja þessi borgað Spánverjum 3 miljónir dollara í skatt á hverju ári, og efna hagur hennar samt heidur þokast áfram nú á síðustu árum. Höfuðbærinn San Juan er víggirt- ur bær, en víggirðingarnar eru gam- aldags mjög, en samt má búast við að þær verði látnar standa fyrst um sinn, þar eð fróðlegt er að kynnast sem bezt þeim útbúnaði, sem Spán- verjar hugðu að verjast með gegn Bandaríkjamönnum. Þegar þau hafa verið grannskoðuð, mun engann furða þótt Spánverjar gæfust upp að óreyndu, þegar þeir sáu einbeittan áhuga Bandamanna. San Juan var upphaflega varin af miklum grjótvegg, sem náði alla leið strandlengis frá Morro Castle til San Cristobal, og álitu Spánverjar það óvinnandi vígi. En þeir gleymdu að íhuga það, að þessi veggur var bygður 1584, ag því vart eins traustur og þurfti, til þess að þola árás frá nútíðar bryndrek- um Bandaríkjanna. Yfir það heila tekið er Porto Rico mjög arðsöm viðbót við Banda- ríkin, og vafalaust verður hún dýr- mætasti parturinn af öllu því sem þeir fá frá Spánverjum, og mikið verður fyrirhafnarminna og þægi- legra að stjórna Porto Rico heldur en Cuba eða Philippine-eyjunum, því þar eru engir innfæddir ofstæk- is forsprakkar, sem vilji setja sig upp á móti vilja Bandaríkjamanna, þrátt fyrir það þó þoir sjái að alt er gert þeim og löndumþeirra til góða. r Y estur-Islendingar. Ræða flutt á IslendinRa-deginum í Winnipeg 2. Ágúst 1898. Eftir Einar Ólafsson. sykur, kaffi, tóbak, hrísgrjón, bóm- ull, mais, appelsínur, bar.anas, ejipli, og fjölda af öðrum jarðávöxtum, fyr- ir utan hunang og coco-hnctur. Þeir grafa npp og selja salt eir.s mikið og sykur, og þeir sclja marmara og grjót til bygginga. Einnig er feng- in vissa fyrir því, að fjalllendið þar geymir mikið af gulli, silfri, kopar, tini, blýi og jirni; en íbúarnir hafa hvorki haft þekkingu eða dugnað til þess að n'. þe.-sum rikdómum náttúr- unnar 4 vald si*t. Af útfluttum vörum frá Porto Rico hafa Bandai íkin kcypt mikið meira en n kkur öimur þjóð, og mikið, meira en Sp'mveijir sjdíir. Sp'n-, verjar hala vanalega keypt hér um j bil sjðtta part aí öllu því sem eyjaii! framleiðir, cn sfðan sctt voðalcga h i- Herra forseti. Heiðruðu tilheyrendur Það er óþarfi fyrir mig að vera fjölyrtur, þar eð svo margt er búið að segja hér á undan mér, enda líka farið þið nú að þreytast 4 að sitja og hlusta, sem vonlegt er. an hóp þeirra sem ég á að tala um, stóran hóp karla og kvenna, sem eru ekki einungis reiðubúin að heyra það sem sagt verður, heldur líka að leggja dóm á það. Ég er hálf hikandi, það er hálfvegis á mér óstyrkur, og mér liggur enda við að vera dálítið feim- inn frammi fyrir öllum þessum skara. Er það ekki von ? Mér finst það kveða svo mikið að vkkur í dag. Mér finnst enda að þið vera svo átak- anlega falleg einmitt núna, svo átak- anlega tilkomumikil, að mér liggur við að stanza og horfa í stað þess að tala, stanza og fullvissa sjálfann mig um, að það sé veruleiki sem hér ber fvrir augun, en ékki eitthvað annað. Jú, það er veruleiki í því sem hér ber fyrir augað í dag—mikilfengleg- ur og eftirlektaverður veruleiki. Hér er hugvekja fyrir hvern hugsandi mann, og hughreysting fyrir hvern íslending, sem fylgzt hefir með í landnámssögu íslendinga í Ameríku. Þessi blikandi augu og björtu andlit, þessi myndarlegi svipur og marg- breytti, ríkmannlegi klæðnaður, framkoman, látbragðið og bragurinn sem hvílir yflr öllum liefir sin ó- gleymanlegu áhrif á hvern sem fær þann lieiður, að standa fáein augna- blik frammi fyrir þessum hóp og virða ha-nn fyir sér; og honum dylst ekki að þetta eru alt vottorð—vott- orð náttúrunnar um dyggilega hlut- töku í stríðinu fyrir breyttum högum og bættum kringumstæðum ; alt tekj- ur sem eiga að hæta fyrir alla svita- dropana sem vætt hafa hrár land- nemans,—allar þær þrautir og alt það andstreymi sem vesturfarinn hefir svo oft orðið að ganga í gegn- um, síðan hann lenti við strendur þessarar miklu álfu, snauður að fé en ríkur af vonum. Það eru gjöld fjöl- skyldumannsins, sem af umhyggju fyrir skuldaliði síuu tókst á hendur að heyja einvígi við náttúruna í ókunnu landi; gjöld móðurinnar sem fylgdi honum hugrökk til hólmsins þegar börnin hennar báðu um brauð en lítið var fyrir hendi annað en steinar; og gjöld hvers einstaklings, sem hefir unnið sig áfram í einhverri nytsamri atvinnugrein, verklegri eða bóklegri. Það er söguhrot skráð á hvert einasta andlit Vestur-íslendinga og það bezta er, að það er undantekn ingarlítið brot úr framfarasögu mann- kynsins, stutt að vísu, og varla sýni- legt hinum mikla umheimi, en engu að sfður eftirtektavert og þýðingar- mikið. Og hver er sönnunin hér? Samanburður—samanburður á Vest- ur- og Austur-Islendingum. Getur ísland gripið upp af handahófi svona álitlegan hóp karla og kvenna; hefir það á reiðum höndum, hvar sem litið er, svona mannvænlegan og mynd- arlegan svip, svona djarft og óþving- að upplit; getur það hent 4 svona smekklega og ríkmannlega klædda -yni og dætur, og yfir höfuð að tala, getur það sýnt eins mikil merki lífs- nautnarinnar eins og birtast hér í dag og eins og sýnileg eru víðast hvar á meðal Vestur-íslendinga ? Eg vildi að ég gæti sagt já, en ég má til að segja nei; til þess að bera sannleik- anum vitni verð ég að segja nei. ísland þyrfti að vinza úr hjá sér til æss að standast samanhurðinn, þrátt fyrir það þótt starfstimi þess sé meira en þúsund ár, en starfstími Vestur íslendinga að eins rúmur fjórðungur aldar. Þetta er ekkert skrum eða geyp, heldur sannleikuriun—óhrevt- hafi meðal annars lagt til hlekkina í það ; það er ekki alt fyrir eigin fram takssemi að þeir eru komnir þetta á veg; þeir eiga ekki alt hrósið þó þeir eigi allan hagnaðinn. Það eru utan- aðkomandi áhrif sem hafa verkað 4 Vestur-íslendinga ásamt löngun sjálfra þeirra til að verða fyrstir hinna fyrstu ef mögulegt væri. Það er fyrir þessi áhrif, jafnhliða land- kostum þessa lands, að þeir bera al- ment höfuðið hærra og taka húfuna sjaldnar offin, heldur en frændur þeirra fyrir austan hafið. Við erum komin inn í hringiðu hins ensku mæiandi heims, við erum snortin af iiinum sístarfandi, fyrirhyggjusama og kjarkmikla Engil-Saxneska þjóð- flokki,—frændum okkar til forna, þjóðflokkinum, sem veltir á undan sér langstærstu bylgjunum 4 mannlífsins sjó, að ég ekki taki mér orð annara í munn og segi: þjóðflokkinum sem ‘ Ber á herðum heimsins framtíð alla.” Við erum komin í náið samband við hann, bráðum runnin saman við hann, og það er meðal annars fyrir áhrif hans á aðra hlið og móttækilegleik okkar á hina, að úr hlekkjunum hefir orðið sverð. anlegur, ósveigjanlegur sannleikur. Minni íslands er búið og minni En þrátt fjrir þetta dettur mér ekki Vesturheims sömuleiðis. Eins og sæmir og venja er til, heflr gainia fósturlandsins fyrst verið minst, þá nýja fústurlandsins, og seinast er þá komið að okkur sjálfum— Vestur- íslendingum. Við höfum nokkurs konar heimboð i dag, og gamla og nýja fosturlandið eru boðsgestimir. Fyrir þeirraskálum mælum við fyrsti en íyrir skál veizluhaldarans s'ðast. Það er minni veizluhaldarans sem rnér hefir verið trúað fyrir að flytja í dag -rninni Vestur-Islendinga, ogég hefi lofast til að gcra tilraun ril þcss þó ég finrii glögt að það er ekki vandalaust, að ég ckki segi hreint og beint að það séu Ijón á vegintrrn. ís- larnl he.íir iilustað á sína ræðu með ánægjusvip og er auðvitað þakklátt, en lítur ekki upp. Vesturheiumr er á þevtingsferð eins og vant er, og er óðara rokinn af stað rneð allar krás- irnar sem liann fékk, en hér stend an útflutniiigstol! !. hir.n p.n tinn t'1; é-g enn þft, augliti til auglitis við stór- í hug að segja að það hafi verið kjarn- inn úr íslenzku þjóðinni sem hingað iiefir fiutt. Mér dettur ekki í hug að hræsna svo fyrir okkur sjáifum, Vestur-íslendingum, að ég segi, að það hafi verið gáfaðasta, þrekmesta eða framtakssamasta fóikið sem hing- að kom, beldur fólk eins og alment gerist, Btult og fiamtakssamt fólk og innan um það hengilmænur og ráð- leysingjar—ménn sem að altaf héldu böfðinu hátt og höfðu fyrir vegvísi Iivern frelsisgeisla sem á lofti s&st, og menn, sem hognir undir álögum sjílfra sin eða annara fylgdust nieð ■ mikln þjóðum seni af því þeir vissu að þeir gátu ekki j Norður-Amei íku, og farið ver en þeir voru komnir. En hér sönnuðust sem oftar orð skáldsins: "Ok jafnvel úr hlekkjnnum .«jóð» má sverð í sannl.-ilis og fielsísins þjónustu geiö.” En það eru ekki Islendingur einir Við komum hingað flest fákunn- andi í því sem nauðsvnlegt var að kunna í þessum nýju átthögum, og þó einkanlega í því verklega. Við vissum ekkert um jarðrækt, ekkert um járnbrautagerð, lítið um húsa- smíði og byggingar, kunnum engri gufuvé) að stýra, höfðum því scm næst enga þekkingu á því sem veru- legum iðnaði tilheyrir, og sumir sögðu að við kynnum ekki að moka. Með fuilhraustan líkama og full- hrausta sál gátum við ekki jafnast við þá sem við áttum ýmist að keppa við eða vera í verki með, því höndin var lítt æfð í starfi hins stórvirka heims, og hér var við Grettistök að fást. En landinn nýkomni stóð við og horfði á um hríð, hugsaði sig um og sá, að hér var um tvent að velja : annaðhvort að falla í valinn sár og sundurtættur af þessum tveimur vörg- um sem siðmenningin ávalt leiðir sér við hlið, og sem bera þessi tignu nöfn: "Vaxandi þörf ” og “Aukin samkeppni," eða þá að standa upp og stríða. Hann kaus hið síðara, því það var eðli hans nær, en það eðli var hálf-mosavaxinn arfur frá liðinni tið. Og svo tók hann þá rekuna, reyndi að ná á henni réttum tökum, og fór að moka. Þrautin var unnin og svo fóru leikar, að landinn mok- aði einatt meiraen kennarinn—‘beit’ kennarann í að moka,” svo ég segi það & okkar máli. Hann sá nú að íleira mundi sér fært ef hann reyndi, og hann færði sig upp á skaftið. Hann rendi augunum frá rekunni yfir allar þær atvinnugreinar sem í nánd voru og reyndi að setja á sig vinnuaðferðina við hverja eina, því honum var orðið það Jjóst, að það var skilyrðið fyrir því að fullnægja kröfum tímans, og allar voru atvinnu- greinarnar jafnheiðarlegar þegar á alt var litið. Hann rcyndi að fá stöðu þar sem hann gat, með sína fljótfengnu og ófullkomnu þekkingu, og afleiðingin er sú, að íslendingar hafa náð starfa við fjölda margar af þeim atvinnugreinum sem til eru í þeim hluta Canadaog Bandaríkjanna sem þeir búa í; sumir eru sj dfum sér ráðandi, og aðrir eru í þjónustu einstaklinga, félaga eða hins opin bera. Margir hafa náð góðnm tök- um a rekunni og aðrir eru að læra það; og sú er komandi tíð, að ekki verður séð hvort það er Saxinn eða Islendingurinn sem á rekunni iieldur. En þó miklu sé til leiðar komið, þá er mikið eftir ógert, og á það ætlaég að biðja.ykkur að lofa mér að minn- ast lítillega. Byggðir íslendinga í Ameríku eru víða blómlegar, og bera vott uin iðju- senú og dugnað; verklcgri þekk- ingu böfum við náð í niörgum grein- uin, og almenn bókleg fræðsla, eink- um hiunar yngri kynslóðar, er stór- um hætt; hugsunarliátturinn hefir breyzt ogsjónin skerj>zt. í öllu þessu höfum við dregið dám af hinuin ráðandi eru í yflr höfuð get- j um við nú sagt, að við höfum náð j svo miklum þroska í verklegri og ! b ikleg' i fræðslu, að við getum bjarg- ast sóniasamlega, samkvæmt inerk- ! ingu þess orðs hér, og cnda liíað d i- 11 ítið “fiott.” En þegar iitið cr í pyngjuna, h'aðséstþá? í flestnm sem hafa soðið saman sverðið, þóþeir[tilféllum fáeinir skíldingar, nægilcgt skotsilfur til nokkurra daga, en óvíða, ég vil segja hvergi, auður, eftir mæli- kvarða þessa lands, og atvinnugrein- arnar sem íslendingar stunda eru með fáum undantekningum, hinar arðminni atvinnugreinar landsins Það var þetta sem mig langaði til að draga fram, og eins hitt, hve nauðsynlegt er að gera hér umbætur. Ef við eigum að geta staðizt sam- anburð við hinn enskumælandi lýð ; ef við cigum að geta notið þess álits og haft þau áhrif 4 þjóðlífið sem okk- ur ber eftir mannfjölda, þá megum við ekki gera okkur ánægð með að skipa hið óæðra sætið, né heldur að hafa að eins nóg til að lifa sómasam- lega. Nei, við verðum að komast eins langt í hverri grein eins og kom- ist verður, eins langt eins og nokkur maður kemst,—undir því er álit okk ar og líðan komin. Þíð ungu menn og ungu konur sein berið á herðum framtíð íslend- inga í þessu landi, þið verðið að fylgjast með öllum lireyfingum hins stórvirka umheims. Þio verðið að taka ykkur stefnu og fyigja henni eftir beztu tongum. Þið verðið að leggja stund á að fullkomna ykkur svo í hverri atvinnugrein sem þið takið fyrir, að þið standið jafníætis hverjum öðruin sem þá atvinnugrein stundar; og þið þurfið að ganga á skólana, sem öllum standa opnir, og læra a!t—alt sem þið hafið tíma og tækifæri til að læru, ekki til þess að verða gikkir og líta niður á þá sem hafa haft minni tækifæri en þið, held- ur til þess að læra að hugsa rétt, skilja rétt, haga _ykkur rétt, og vinna —já, vinna rétt,—til þess að ávinna ykkur þá fegurstu titla sem fáanleg- ireru: "fullkominn maður” og “full- komin kona.” Við þessa titla er vel- ferð mannkynsins bundin, og þegar þið eigið þá með réttu, þá er hinum íslenzka þjóðflokki í Ameríku borgið. Það eru tvö öfl sem mestu ráða í heiminum, í sambandi við framsókn mannkynsins,en þau eru vit og auður. Þessi öfl þurfum við að höndla, því með þeim er sigurinn vís, en án þeirra ekki; þau eru skilyrðið fyrir því að komast í fremstu röð, og í fremstu röð ætlum við að komast, þó það kosti tíma og erfiði að komast þangað. Það er fásinna að telja sér trú um að þau séu þýðingarlítil þessi öfl, og að það sé til eitthvað annað, enn göfugra, sem meiru varði, því einmitt þessum tveimur öflum er vel- ferð mannanna að meira eða minna leyti háð,—þau eru moldin sem lífs- blómin fá þroska sinn úr, og án þeirra mundu þau fölna í æsku eða verða fótum troðin—deyja áður en þau sjá sól og iifa að eins til að syrgja forlög sjálíra sín. Það er þetta sem mig langaði til að innprenta ykkur svo ógleymanlega að ykkur liði það aldrei úr minni. Það eru forlög ykk- ar að þurfa að bera ykkur saman við fólk sern hefir ráð á báðum þess- um öflum í storum stýl. Það eru for- lög ykkar að þurfa að keppa við fólk sem hefir höndlað þessi öfl, og til þess að standast samanburðinn og til þess að dragast ekki aftur úr f strfð- inu fyrir tilverunni, þurfið þið að höndla þau iíka,— þurfið að fylla pyngjuna ef inögulegt er, og þóeink- um og sér 4 lagi að höndla svo mikla þekkingu f öllum greinum, að þið getið staðið jafnfætis hverjum sem þið mætið, í hvaða grein sem er; kappkostð að verða fullkomnir menn og fullkomnar konur, og gleyma þvf ekki, að af tvennu nauðsynlegu er menntunin auðnum framar, því auð- urinn glatast einatt áður en okkur varir, cn menntun og vitsmunir verða ekki tekin frá þeim sem þeim hefir náð. Við höfum tök 4 að höndla þessi lífsskilyrði ef við leggjum okkur al- varlega eítir þvf, og allflest höldum við réttri stefnu og altaf er töluverð- tir skriður á. Það er lika sannast að segja hraðbyri ef að er gáð; en margir sigla enn með rifuðum segl- uin, og þvi er nú ver. Ivippið rifun- um úr, dragið upp í topp, og inunið og kveð;ð vegalj.íðin sein Jón Ólafs- son gaf öllum Islendinguin : "Vér tikuluni ei æðrast, þóttinn komi siór, Þó að endur og sirin gefi’ á bátinn. Nei, að halda sitt stryk. vera’ i hætt- uiini stór Og hoifa’ ekli’ uin f-xl—|raö er mftt- iun.” lidw SiltÓ. Abyrgðir að þola hvaða eldbað sem er. Allar stærðir. Fyrir $15,00 og upp. Komið inn og skoðið þær eða sendið eftir príslista. Kari K. A/bert, Western Ageut. 148Prlnces«8t., Winnípeg. Bruiiswick íiotcl, á horninu á Main og Rupert St. • Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús i bænum. Allslags vfn og vindlar fást þar mót -amigjarnri borgun. McLaren Jiro’s, eigendur. Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sein til er í Pembina Co. er Jennings House, Cavalier, Y. I>ak. PAT. JENNINGS, e^gandi. National Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegastaog skemtilegasta gestgjafahús í bænum. Fæ<li ad eins $ S .OO a <lag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK, —eigandi.— Góðir landar! Komið á hornið á King & James St. Þar er margt sem ykkur girnir að sjá. Þar fáið þið alt sem lítur að hús* búnaði, svo sem RÚMSTÆÐI með öllu tilheyrandi, HLIÐARBORÐ, ný og og gömul, STÓLA, forkunnar fagra, MATREIÐSLUSTÓR af öllum mögu- legum stærðum, OFNAR og OFNPÍP- UR, ljómandí LEIRTAU, og margt fleira sem hér vrði of langt upp að telja. Alt þetta er selt við lægsta verði. Við vonum að þið gerið okkur þá ánægju að koma inn og líta á samsafnið áður en þið kaupið annarstaðar, og þá sjálfsagt að kaupa ef ykkur vanhagar um eitthvað. Gætið þess að kaupa ekki köttinn i sekknum. Yðar þénustu reiðubúnir Pálson & Bárdal. Isleiidiiigar! Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Hún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar N ú á 16 potta fötur 90 cts. (57 cts 14 potta fötur 75 ** 55 11 12 potta fötur 70 " 52 • i 14 " “ með sigti 81.10 78 t» 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 it No. 9 þvatta Boilers 82.50 81 .90 J. E. Truemner Cavalier, N-Dak. 4 skilai ekki nð örvænta. :ið lendingunni og þi þítrf Knii])ið þér gott brauð ? I>Hð er spurning sem hver lieimil- isfaðir ætti að íhuga nú, þegar brauð er svo ódýrt, ekki ncma 5-0 c. breudid. Því þá ekki að kanpa það bezta bia' ð smn búið er td i Canada, sem er áreiðanlega brauðið hans Boyd’s Þá fyrst fiutiur þú misimininn seni t-f á brauðutn ýrasra bakaia. ICtill ð n nliVfirn nf Irpirr.rum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.