Heimskringla - 01.09.1898, Blaðsíða 1
I
neimsknngla.
XII. AR
WTNNIPEG, MANITOBA 1. SEPTEMBER 1898.
NR 47
Frjettir.
MarkverÖustu viðburðir
hvaðanæfa.
Eitt af blöðunum í Madrid á Spáni
segir, að mynduð sé þríeining til sókn-
ar og varnar milli Spánverja, Frakka
og Rússa. Blaðið segir enn fremur. að
þetta samkomulag sé að þakka ötulleik
hinsFranska stjórnarformanns Hana-
taux, og að sambandið sé myndað mest
til þess að vinna á móti Þjóðverjum í
Morocoo héraðinu, og til þess að styðja
Spán, hvað víggirðingarnar snertir í
nánd við Gibraltar, og sem Bretar
höfðu fundið að ekki als fyrir löngu.
Nefndin sem stendur fyrir hinni
miklu svningu í Omaha, Nebraska. hef-
ir boðið prinsinum af Wales , McKinley
og ráðaneyti hans að vera viðstaddir
nokkurskonar friðarhátíð, sem haldin
verður í sambandi við sýninguna, frá
10,-15. Október. Það er sagt ekkert
ólíklegt að allir þyggi boðið.
Mikið af spAnsku hermönnunum
frá Cuba er nú kotnið heim til Spánar,
Láta þeir í ljósi óáuægju sina yfir því
að Santiago skyldi vera gefin í hendur
Bandamönnum. Þeir segja nú að víg-
in hafi nær því verið óvinnandi. Reiði
Spánverja bitnar sjálfsagt á yfirhers-
höfðingjanum,
Antonio Piza vellauðugur Spán-
verji sem hefir átt heima í Porto Rico,
var búinn að mynda félag þar, áður en
stríðið byrjaði, sem eingöngu hafði það
fyrir auguamið, að ofsækja alla Ame-
ríkumenn á eyjunni og myrða þá ef
mögulegt væri. Þessi maður varð nú
að flýja Porto Rico undir eins og Spán-
verjar mistu yfirráðin þar, og flúði
hann til Bandaríkjanna og kom tíl New
York á föstudaginn. Fréttin segir að
hann sé hálfsraeikur um sig, iafnvel í
Bandaríkjunum, þó hann nú skjalli
Ameríkumenn fram úr öllu hófi.
Kafteinn Philips á skipinu Texas
t sem nú hefir verið útnefndur "Commo-
\h ' af f-5rse*a Bandaiíkjanna. er skip-
^(^-ftdur yfirmaður yfir öllum norður-At-
lantshafsflotanum, sem aðmíráll Schley
var jrfirmaður yfir áður en stríðið byrj-
aði. Hann á að taka upp bústað sinn
á skipinu New York, og verður það
tíaggskip hans. Aðmiráll Sampson er
útnefndur af forsetanum einn af nefnd-
armönnum þeim sem eiga að'sja um
burtflutning Spánverja af Cuba og
Porto Rico.
Samningar hafa verið gerðir milli
stjórnarinnar í Venezuela og fólks út-
tíutningafélags a Italíu þess efnis, að
þetta félag á að senda 3000 fjölskyldur á
næstu þremur árum til Venezuela;
stjórnin lofar að gefa hverri fjölskyldu
15 ekrur af góðu landi, en félagið á að
leggja til hús og byggingar allar sem
þurfa og einnig vinnudýr ; eftir 4 ára á-
búð verður þetta alt eign innflytjandans
Forseti McKinley er búinn að út-
nefna alia nefudarmennina. sem
eiga að mæta sáttanefnd Spánverja í
París 1. Okt. Það eru þeir utanríkis-
ráðnerra Day, senator C. K. Davis fra
Minnesota, senator W. P. Fry frá
Maine, Whitelaw Reid fra NewYork,
og háyfirdómari Wliite.
Þrjú þúsund tons af frosnu keti
voru sehd frá Queensland til Manila
með gufuskipum nú fyrir skömmu.
Kptið var virt á »807,500.
Einn af hinum frægu "Rough
Riders," lautenant Wm' Tiffany frá
New York dó í Boston tveimur dögum
eftir að hann var fluttur í land af skipi
því sem flutti herdeildina frá Santiago.
Hann hafði legið í guluvoikinni en var
þó á batavegi. Læknirinn sem stund-
aði hann, sagði að hann hefði boinlínis
daið úr hungri, ekki vegna þessaðhann
hefði engann mat fenííið, heldur hefði
maturinn verið svo slæmur og ónota-
legur fyrir sjúkling, að hann hefði ó-
mögulega gotað nærst af honum. —
Tiffany þessi er af beztu eettum í New
York.
Þrjú smáríkin i Suður-Ameríku:
Salvador, Eonduras og Nicaragua,hafa
myndað samband, sem þau kalla
"Bandaríkin í Mið-Ameríku". Nefnd
sú sem var tilnofnd af ríkjum þ(
til þess að semja stjórnarskrá fyrir þau
hofir búið til og samþykt st jórnarskra.
Síðan hafa uokkrir af þessum nefndar-
mönnum vorið tilnefndir til þoss að
stjórna þessum ríkjum, þangað til að
forseti og þingmenn verða kosnir í
haust í Desember. Er ætlast til að þeir
taki við embættum sínum 1. Marz 1899.
Þeir sem nefndir hafa verið til stjórnar-
innar þangað til, eru þeir: Augel, Ag-
art, Salvador, Golligos, Mannuel, Co-
rone og Matze.
Á sunnudaginn hélt gufuskipið
Candi k stað frá San Fransisco með
deildirnar A B og D af 1. New York
herdeildinni til Honolulu, sem eiga »ð
setjast þar að. Þar að auk fóru með
skipinu nokkur hundruð hermanna, er
fara til Philippine-eyjanna og eiga að
halda vörð yfir einni millíón dollars, er
sendar eru til Meritts og Deweys, til að
borga með hermönnum sínum.
Sir Thomas Lipton, hinn mikli
enski te-kaupmaður, hefir gefið 810,000
til hinna veiku og særðu Bandfkríkja-
hermanna. "Býður nokkur beturV"
Nikulás keisari á Rússlandi hefir
látið utanríkisráðherra sinn, Count
Muravieff, tilkynna sendiherrum allra
þjóða í Pétursborg, vaðhann (keisariun)
sé mjög mikið með því að fríður og ein-
ing geti ríkt yfir alla veröld, og að hann
vilji gera sitt til að það ásigkomulag
geti orðið staðfest, og að þjóðirnar geti
minkað hinn mikla herkostnað sem
þær hafa á hverju ári. Hann álítur að
yfirstandandi tími sé mjóg heppilegur
til þess að koma þvi í gang. Hvernig
sem þessu ávarpi frá keisaranum er
varið, þá hefir það vakið mikla eftir-
tekt á meðal Evrópuþjóðanna. Keis-
arinn virðist vera mjög einlægur í
þessu efni og vilja að alþjóða fundur
geti orðið, sem höndli um þetta mál, og
leiði það til lykta. Talið er víst að
Þýzkaland og Frakkland muni taka í
sama strenginn fljótlega. I sambandi
við þetta er þess getið, að Pavloff sendi
herra Rússa í Kina, hafi verið skipaður
sendiherra þeirra í Corea, og að M. de
Giers, sem nú sem stendur er í Brasi-
líu, verði sendiherra þeirra í Kína.
Ekkert merkilegt hefir gerzt enn
þá á fulltrúafundinum i Quebec, að
minsta kosti fær almenningur ekkert
nýtt að heyra. Fulltrúarnir hafa setið
í hverju gildinu á fætur öðru, er þeim
hafa verið haldin þar eystra.
Eitt gufuskipið frá St. Michael
kom með um 250 menn frá Klondike til
Seattle a þriðjudaginn. Um $á millí-
ónir höfðu þeir með sér í peningum og
gullsandi.
Allir helztu verzlunarmennirnir i
Manila hafa sent ávarp tíl Salisbury
lávarðar þess efnis, að biðja hann að
sjá um að Phílippine-eyjarnar leggist
ekki aftur undir Spán, heldur annað-
hvort að þær verði sjálfstætt ríki eða
verði undir vernd Bandaríkjanna. Þeir
segja að stórmikil ;framför eigi sér
strax stað, af því að Bandamenn halda
verndarhendi yfir bænum.
General Merritt hefir lagt af stað
frá Manila og heim til Bandarikjanna.
Hann mun halda beina leið til Chicago;
þar bíður kærasta hans eftir honum og
ætla þau að gifta sig það fyrsta. Síðan
fer Mt^rritt með sáttanefnd Bandaríkj-
anna til Parísar, á hann sjálfsagt að
gefa þar allar nauðsynlegar upplýsing-
ar viðvíkjandi Philippine-eyjunum. —
Dewey á að sjá um eyjarnar í f jarveru
Merritts.
Ungur Frakklondingur, að nafni
Charles H. T. Brouard, veðjaði 25,000
frönkum við einhvern samlanda sinn,
að hann skyldi geta gengið alla leið til
Klondike frá New York. Fra Paris
lagði hann af stað 23. Maí og átti hann
að vera kominn til Kloudike innan 8
mánaða frá þeim degi. Mr. Brouard
verður einnig að hafa ofan af, fyrir sér
á leiðinni, því peningalaus fór hann á
stað og hvergi má hann þiggja peninga
gefins, Þessi ungi maður er góður
málari og vanur blaðamaður, svo hon-
um verður ekkert ervitt að vinna sig
áfram.
Breska stjórnin ætlar að senda eina
herdeild fótgönguliðs og nokkrar deild-
ir stórskotaliðs til Halifax, en tvær
herdeildir fótgönguliðs og nokkrar
deilclir stórskotaliðs eiga að fara til
Vancouvttf. Það h'tur út fyrir að Bret-
ar ætli sér að anka að mun hermanna-
fjölda sinn í Cunada.
Miss Flora L. Shaw, fréttaritari
fyrir blaðið London Times á Englandi,
or nú á heitnleið frú Dawson City. Hún
or ná eini kvennmaður, sem þangað
hofir farið som fréttaritari.
50,000,000 Bushels
ÁætAuð uppskera af korntegundum af sléttunum í Mani-
toba í haust.
Hveitiuppskeran áætluð yfir 25.000.000 bnshels.
uppskera 17 bushel af ekrúnni.
Meðal
Eins og venja er til, hefir nu stjórn-
in gefið út skýrslur og áœtlanir um
uppskeru hér í fylkinu í haust. Þess-
ar skýrslur fara venjulega mjög
nærri sanni, en þó eru Aætlanirnar
venjulega gerðar heldur of líígar, en
of haar. Stjórnin hefir umboðsmenn
hingað og þangað út um fylkið, og
gera þeir áætlanir um uppskeruna
tvisvar á sumrinu, fyrst nokkru efcir
sáningu, og aftur rétt um eða fyrir
uppskeruna.
Hinir aköfu þurkar seni gengu
framanaf sumrinu, hafa talið og skcmt
æðimikið fyrir jarðrirgróðanum á
sumum stöðum hér í fylkinu. En
aftur á móti hafa frost, hagl og aðrar
plágur tæplega gert vart við sig hér
á þe; su sumri, og eru því horfurnar,
þrátt fyrir regnskortinn framanaf,
framúrskarandi góðar.
Vér setjum hér flætlun um upp-
skeru hinna ýmsu korntegunda, eins
og hún er í skýrslum stjórnarinnar,
og má þó, eins og vér sögðum ííður,
eflaust gera ráð fyrir að áætlunin sé
of lág. Samandregin í aðalupphæðir
er áætlunin á þessa leið :
Ekrur undir Uppskeran
sáning. samt., bush.
Hveiti......1.488.232......25.! 128.166
Hafrar...... 514.824......18.02
Bigg........ 158.058 ..... 1,611.81 1
Hör......... 25.000...... 350.000
Rúgur...... 3.198...... 79.950
Baunir...... 1.598...... 33.474
Ef til vill hafa kostgæði jarðvegs-
ins hér í Manitoba aldrei komið jafn-
skýrt í Ijos cins og einmitt á þessu
sumri. Um saningartimann í vor
var veður að vísu mjög gott og hent-
ugt, en í m&nuð til sex vikur eftir
símingu kom varla deigur dropi úr
lofti, og mjög víða byrjaði enginn
verulegur gróðurfyr en seint í Júní,
svo að þar til í fyrstu viku Júlímán-
aðar voru horfurnar alls ekki væn-
legar. En þá byrjuðu ákafir hitar
með gróðrarskúrum á milli, og síðan
hefir gróðurinn verið í sannieika
undraverður. Og bændur sem hafa
búið hér í fylkinu yfir 20 ár, láta í
ljðsi undrun sína yfir hinni dæmafáu
þroskun allra sáðtegunda á jafnstutt-
um tíma.
Ýmsar góðar bendingar eru í
skýrslu þessari, svo sem það, að
bændur hvervetna eru alvarlega á-
mintir um að leggja sem bezta stund
á að uppræta alt illgresi á löndum
sínum og koma í veg fyrir að það
festi rætur og breiðist út.
Yfir höfuð virðist vera óhætt að
segja, að þetta ár muni eitt með
beztu hagsældarárum fyrir bændur
hér í fylkinu, og er slíkt vel farið og
væri óskandi að fleiri slík færu á eft-
ir, því "bóndi er bústölpi og bú er
landstólpi," og hljóta allir góðs af'
að njóta er landbfmaðurinn gengur
að óskum. Gripamarkaóurinn var
óvenjulega arðsamur hér í vor, og
hveitiverðið þ& afarhátt, og þótt bú-
ist sé við fremur lágu verði á hveiti
hér í byrjuninni í haust (50 til 55 c.
bushelið), þá mft búast við að það
hækki þegar framí sækir.
Aðal lýðsúrskurðar-nefnd
Manitoba-fylkis samþykkti
eftirfylgjandi yfirlýsingu á
síðasta fundi :
Vil vínsölubanns-manna i Manitoba:—
í mörg ár hafa meðhaldsmenn vin-
sölubannsins barist af miklu kappi á
móti verzlun áfengra drykkja, sem er
landsins viðbjóðslegasta skömm. Loks
er nú sá ákveðni boðskapur látinn út
ganga, að þann 29. September næstkom-
andi vorði greidd atkvæði. í Canada um
þetta mikilvæga þrætuefni, og er oss
þannig veitt afarmikið tækifæri og afar
mikil ábyrgð. Samtök eru bráðnauð-
SN-ulog hvervetna í fylkinu, og þegar
svona mikið er i veði, ætlast guð og
landið til að sérhver maður og kona
geri skyldu sína. Hvert einasta at-
kvæði sem er með vínsölubannin^u verð-
ur að greiðast.og til að fá því framgengt
verða menn áð leggja á sig einlæga og
vitnilega vinnu. Sjáið um að strax
verði gerðar ráðstafanir i yðar i>yggðar-
lagi til að vokja áhuga manna, wtja
hina hálfvolgu inn í ástandið, koma á
góðum samtökum og fa saman, nioð
haganlegri aðferð, nægilegt fé til þess
að borga nauðsynle?ann kostnað. Fylk-
i'sfundurinn vildi, að $10,000 yrði safn-
að, þar af $2000 í Winnipeg. Af því.
sem safnaðist úti í byggðunum, skyldi
vissum skerf haldið eftir til nauðsyn-
legrar brúkunar þar, en hitt sondast að-
alframkvæmdarnefndinni í ^Vinnipeg,
sem kostnaðurinn við atkvæðasöfnun-
ina mundi aðallega hvfla a.
\'ór megum búast við mótspyrnu
hvar sem vór förum. IVjálsræðis post-
ulamir nuinu halda þvi fram, að stjórn-
in þurfi enga heimild til að akveða hvað
roaður meai drekka, fremur en hvað
maður megi borða. Ef iriotm borðuðu
eittlivað það, som gerði þá viðurstycgi-
livetti þá til glæpa og gorði þá 6-
sjálfbjarga, þá hefði ríkið fult vald til
að banna slíka fæðu. Hið óeðlilega ein-
staklings sjálfræði, sem sumir kalla
frelsi, verður að beygja sig fvrir ment-
un þjóð.uma, og á því verða öll lög að
byggjast.
Menn munu benda á réttindi þau
sem vissum mönnum hafa verið veitt.
Engum eru veitt réttindi til að meiða
náunga sinn eða gera honum skaða, og
líf og velferð þjóðfélagsins er meira
virði en eigingjörn löngun einstakra
manna til þess að græða fé á. niðurlæg-
ingu ogóhamingju annara. Ríkiðkveð
ur upp dauðadóm yfir morðingjum, án
þess að veita skylduliði þeirra nokkrar
fjármunalegar skaðabætur. Engu síð-
ur hefir ríkið fullan rétt til, ef því'sýn-
ist, að kveða upp dauðadóm yfir glæp-
samlegri atvinnugrein, án þess að veita
þeim mönnum, sem af henni hafa lifað.
nokkrar skaðabætur.
Ennfremur verður sagt, að menn
verði aldrei neyddir til að hlýða vínsölu-
bannslögunum, og þess vegna ættu þau
ekki að verða samþj^ít. Það má benda
óvinum vínsölubannsins á, hve mikil
fjarstæða slíkt hlýtur að vera, ef þeir
um leið reyna að sýna, að slík lög skerði
frelsi einstaklingsins. því verði menn
ekki neyddir til að hlýða þeim,þá skorða
þau ekki frelsi þeirra. Þeir geta haldið
fram hverri röksemdaleiðslunni sem
þeim lóknast bezt, en ekki báðum án
þess að gera sig hlægilega. En vór áh't-
um, að þeir menn sem halda því fram,
að lögum, sem eru í fullu samræmi við
guðs vilja og byggð á v lja þjóðarinnar.
verði ekki fullnægt undir stjórn Breta,
bafi lesið brezku söguna skakkt og séu
hinir beztu þjóðareinkunmim Breta
ókunnugir. L5gunum gegn manndráp-
um og þjófnaði er ekki æfinleiia strang-
lega beitt hjá óendurfæddum þjóðum,
en engir mannvinir fara fram á, að þau
lög verði þess vegna numin úr gildi.
Olíklegt er, að skynsamir menn
haldi því alvarlega fram, að tekjumissir
sá, sem af vinsölubanninu leiðir, ætti
að aftra oss. Þœr '< eða 0 miljónir doll-
ara sem vinsal&n gefur af sér, er að eins
snaánaunir á móti 40 miljónum dollara,
sem Canadamenn eyða fyrir víndrykkju
og sem mundi ganga til ýmsra iðnaðar'-
greina i landinu. að vór ekki tölum um
allan þann kostnað, sem mundi létt af
dómsmáladeildum stjórnanna o. s. frv.
Gladstone, hinn óviðjafnanlegi fínans-
fræðingur, sagði : "Tekjuspursmálið
má aldrei standa í vegi fyrir siðferðis-
legum umbótum." og ennfremur :
"Komið þór á bindindi í landinu og ég
skal sjá um tekjurnar."
Við svona þýðingarmikinn og alvar-
legan snúningspunkt, þegar kristnir
menn hafa að miklu leyti framtíðarfor-
lög landsins í hendi sér, þá eiga þeir að
sýna. að kristindómur þeirra sé ekki
nafnið tómt. Hér er um rétt og rangt
að velja. I sumum tilfellum getur
mönnum virst vinsælla og hentugra
fyrir sig að fylgja mótstöðuflokknum ;
en það er orðið "rétt" en ekki orðin
"vinsælt og hentugra," sem gera mann-
inn mikinn, og enginn verður mikill án
þess að leggja nokkuð á sig. Sé vín-
drykkjan skaðleg fyrir manninn, and-
lega og líkamlega, og leiði hún ógæfu
yfir heimilin, þá er rétt að lata hana
hætta, eins og það er rétt að uppræta
drepsóttir og ráða óargadýr af dögum.
Fólk sem á þessum hættulegu tímum
bíður þess, að það sé dregið til að gera
skyldu sína, er ekki sannir lærisveinar
frelsarans, sem, þrátt fyrir allavofsókn-
ir og hættur, v.-nn verk föður sins ; og
þeir feta ekki í fótspor postulanna, sem
sögðu heiminum stríð á hendur fyrir
hans málefni.
Gnægð af bestu og ákveðnustu vín-
sölubanns-bókvísi hefir verið útbúin til
styrktar málefninu, og geta menn feng-
ið slík rit hjá Dominion Ailiance í Tor-
onto, með því að skrifa þeim. Þeir sem
vilja fá sýnishorn handa ræðumönnum.
eða til þess að fá einhverjar upplýsing-
ar, snúi sér, með bréfi, til ritarans, sem
gefur utanáskrift sina hér neðanundir.
Fyrir hönd lýðsúrskurðar-fram-
kvsemdarnefndar fylkisins.
Rkv. J. M. A. Soence, ritari,
Rev. R. G. MacBeth, formaður.
266 Selkirk Avenue.
Winnipeg, 12. Ágúst t898.
Islcndingadagurinn.
Það er orðið allmikið kappsmál
um hann, eða hefir verið nú um tíma;
en máske rénar það nú nokkuð þar
til menn fara að hugsa um Islend-
ingadaginn að ftri. En ef ekkert
verður nó gert í míilinu þangað til,
þá má búast við að síðari villan verði
argari hinni fyrri.
Þetta mál átti og þurfti aldrei að
verða kapps eða ágreiriingsmál. 2.
Águst var og er sjíilfsagður og sjálf-
kjörinn þjóðminningardagur íslend-
inga, bæði austan hafs og vestan, af
ástæðum sem búið er að margendur-
taka í blöðunum, og sem'öllum em
Ijósar. Heima & Islandi er þetta að
vísu ekkcrt ítgrciningsmál, en menn
virðast þar ekki vera komnir á rétta
skoðun um þýðing þcssa hatíðahalds,
og þess vegna er það víða út um
landið mjög & reiki. I Reykjavík,
höfuðstað landsins, cr h&tiðin árlega
haldin hinn rétta dag, 2. Agúst.
En hveis vegnaernú þessi ágrein-
ingur orðinn svona svæsinn hér
vestra J> Sumir halda þvi fram að
ástæðurnai' sóu fiokkadráttur í trú-
m&lum og pólitík meðal ísleodinga i
Vinnipeg. En þetta er með öllu
rangt. Ilann er til orðinn fyrir per-
sónulega óvild, stórbokkaskap og
heimsku einstakra manna. Fyrstu
upptök að baráttunni gcgn 2. Agúst
var úlfúð og hatur við ritstjóra Jón
Ólafsson, sem var aðallivatamaður að
hinni fyrstu þjöðhátíð Islendinga hér
vestra, og hélt fram 2. Agúst sem
sjálfsíigðuni degi til þess eins og rétt
var. Ef Jón Ólafsson hefði í byrjun
haldið fram t. d. 1T. Júní, þá er óef-
að að 17. .lúnímenn sem nú kalla sig
myndu þá hafa itlitið 2. Agíist liinn
cina rétta r^ag og barist ótrauðir fyr-
ir honum, enda haft þá bina réttu
hlið malslns. Kn það íitti nú ckki
fyrir þeini að liggja.
Að elns cin astseða scm fram hefir
komið fyi'ir því, að einhver annar
dagur en 2. Ágúst sé heppilegri til
hátíðahaldsins, er t«kandi t.ii greir.a
að sumu leyti, nefnilegá sn, að 2.
Ágúst sén annir mauna hvað m<
En við nakvæmari athugun verður
þe.ssi ástæða mjög auðvirðilcg. Að
færa dnginn sökumþcss að menn hafi
svo mikið að gera 2. Ágúst, það lysir
ekki mikilli alvöru fyrir þýðingu
frelsisins, en íí hinn brtginn lýsir það
göinlum íslenzkum grntarskap og
síngirni, sem Islendingar hér í Iandi
ættu ekki að leggja í vana sinn við
slík hátíðahö'ld. Það mætti alt eins
vel stinga upp á að færa Jóladaginn
og halda hann t. d. í Maí sökum þess
að þa væri hlýrra í veðri.
Þá eru ástæður þeina 17. Júni-
manna með 17. Jftní sem Islendii.ga-
degi, sem þeir hafa sett í samþykkt
sína 1. Jání síðastl. Þœr eru aðal-
lega tvær: sú fyrri að þann daghafi
hið fyrsta alþingi Islands verið sett á
Þingvelli árið 930, og hin íslenzka
þjóð því viðurkend sem þjóð. í
fyrsta lagi hafa nú þessir góðu herr-
ar engar áreiðanlegar sannanir fram
að bjóða fyrir því, að 17. Júní 930
sé sami dagur og 17. Júní nú, og í
öðru lagi er sú írægð og það frelsi
fyrir löngu tapað. Og ennírcmur :
skyldi nokkurn nölifandi mann langa
eftir líkri stjórn á fslandi nú og þá
var, þrátt fyrir það þótt fsland væri
ekki háð útlendu valdi ? Að líkind-
um langar ekki alþýðuna cftir því.
Hin íslenzka þjóð er heldur ekkivið-
urkend sem þjóð fyrir það að hún
hafði alþingi a Þingvelli og lýðveld-
isstjórn í fornðld, heldur miklu frem •
ur fyrir sínar bókmentir. Þarna eru
fjögur atriði sem hvort fyrir sig sýna,
að meðhald 17. Júnímanna með þeim
degi fyrir þjóðminningardag, er að
eins þýðingarlaust rugl. Ilinn síð-
asti frelsisdagur hverrar þjóðar er
sjalfsagður þjóðminningardagur. —
Segjum t. d. að Bandaríkin skyldu
tapa frelsi sínu og yrðu að lúta út-
lendri kúgun um tvær, þrjár eða
fleiri aldir, en næðu svo aftur frelsi
sínu í flestum höfuðatriðum, segjum
2. Ágúst eitthvert ar. Myndu þeir
þá halda þjóðminningardag sinn 4.
Júlí ? Eftir kenningu 17. fúnímanna
ættu þeir að gera það !! En það er
hætt við að þeir hetðu aðra skoðun á
því, og héldu eftír það þjóðminning-
ardag sinn 2. Águst, og færðu hann
heldur ekki fram í Júní, þótt sumir
hefðu mikið að gera í Águst.
Þá er hin ástæðan með 17. Júní sú
að hann sé fæðingardagur Jóns Sig-
urðssonar. Þetta ersannarlega vand-
ræðaleg ástæða, og að eins sagt til að
segja eitthvað, því meining er engin
með því, að lítilsvirða og fyrirlíta
verk, eða avöxt verka, Jóns Sigurðs-
sonar, sem er stjórnarskráin frá 1874
eða það frelsi sem íslcndingar nú
hafa í stjórnmálum, en látast þ<5 vilja
halda almennan þjóðminningardag í
minningu þess að hann fæddist. Það
virðist eitthvað bogið við það, og
þess munu vart finnast nokkur dæmi
meðal annara þjóða, — eða þá hins,
að halda árlega hátíð í minningu
fomrar (her)frægðar, sem fyrirlöngu
er töpuð !
Ég er sannfærður um, að margir
sem hafa léð eða liðið að nó'fn sín
væru sett undir samþykt 17. Júní-
mann'a, hafa litla sannfæring fyrirað
síi hlið mftlsins sc rétt, heldur aðeins
gert það af blindu flokksfylgi eða til
að kaupa á sig frið.
ílinn cini rétti vegur í þcssu máii
—nú sem komið er—virðist mér vera
s't er Mr. Jónas J. Hunford gerir til-
lögu um í Ileimskringlu 28. Júlí
síðastl., nefnilega sá, að safna at-
kvæðum almennings ftt um allar
byggðir íslendinga, sem væru svo
scnd vissri nefnd manna í Winnipeg
í lokuðum umslögum, sem einhvern
tiltekinn dag teldi svo.atkvæðin, og
auglýst; svo atkvæðafjöldann, sem
livcr dagurinn fengi, í blöðnnum.
Atkvreðagreiðslan færi áuðvitað fram
um 2. Ágúst og 17. Júní.
Eins og nú er komið málinu, cr
það almcnningur scm úr á að skera,
en enginn sérstakur flokkur manna.
Viner P. O., 27. A
Jón Kristjanssok.