Heimskringla - 01.09.1898, Síða 3

Heimskringla - 01.09.1898, Síða 3
HEIMSKRINGLA, 25. AUGUST 1898 Salli. Lögberg andar alla stund óþef,—blandið vömmum, þessi fjandi flakkar grund með flag-Tryggs handaskömmum Ég hafði, sannast að segja, ætlað mér" að sneiða mig alveg hjá mann ræflinum honum Sigtryggi Jónassyni svona fyrst um sinn. ef hann hefði haft vit á að halda kjafti og erta mig ekki á ný. En síðasta útgáfa skeinis- blaðsins hans hvetur. mig til að strjúka skinninu ofurlitla ögn. Ég skal játa að ég er ekki allra manna meirastur eða viðkvæmastur í sumum greinum, en þó segi ég það satt að mér rann sárt til rifja eymdarástand þessa andlega votúts, þegar •'hunda- dagalokin” nálguðust, og bjálflnn hafði ekki unnið fyrir einum einasta dal af öllu því fé, er honum stóð til boða síðastliðinn vetur, til þess að sanna, þótt ekki væri nema eitt ein- asta orð af öllum þeim níðingslegu út- gáfum, er hann hefir vikið mér í róg- burðarmálgagni sínu. Ég vissi vel, að stundum var heldur bágt til bjargar þar í Skunka-koti og skuldir ekki æfin- lega greiddar á réttum gjalddaga, þess vegna mundi honum varla veita af .að fá svo sem dollarsvirði. Nú, ég segi ykkur það satt, konur og menn, að ég hefði gjarnan viljað komast hjá að handleika fúlmennið núna. en vegna fólksins verð ég að rjála dálítið við garminn. Það hefir líka einhvernveginn hitzt svo á, að blaðræfillinn gengur hóti nær sannleikanum, en nokkru sinni áður, það ég man, í örfáum atriðum, og tek ég þau helst til greina. Skal ég þá fyrst taka það upp, sem Tryggur miunist á í ‘hugleiðingum’ sín- um, að þegar skotið var 'saman $60 fyr- ir Sigríði systur mína, mun ég að eins hafa haft handbær 25 cents, til þess að leggja í þann sjóð, En því leynir skít- hællinn, þótt máské viti, að það var ég, er skömmu áður gaf henni arfshlut þann, er mér félst til eftir Baldur sál. bróður minn og gekst fyrir því að öll systkin mín gerðu hið sama. Ég hefi ekki fest á band, þótt ég hafi einhverju fleiru vikiðhenni; það var ekki ne ma skyldugt. En aulanum ‘trygg’ kem- ur þetta mál alllítið við, þvi þakklæt- ið fyrir samskotin til Sigríðar eiga þau presthjónin, séra Jón og Lára. Þá segir’ “hugleiðinga’-tryggur : “Kona Jóns Eldons hefir lengst af séð fyrir sér og börnunum sjálf. Vér (!) höfum það. meira að segja, fyrir satt, að hún hafi borgað manni sínum húsa- leigu”. Þá er nú mannhrakið kominn inn í heimilislífið. Einskis lætur ó- þokkinn ófreistað. Jæja, látum þetta vera. Ég ætla ekki að þjarka neitt um fyrri part setningarinnar. Það eru fullmargir dánumenn, sem vita hvern- ig ég breyti við börnin mín og hvort ég gleymi föðurskyldunni, enda eru börn- in mór of ‘helgur dómur’ til þess að setjast í samband við varmenskuþvætt ing Taðhaugs-tryggs. Til seinni liðar- íns svara ég þessu: Það er engin ný- ung hór í landi, þótt séreign eigi sér stað meðal hjóna, jafnvel þó samkomu- lagið sé stórslysalaust, og ‘hjónasæng- ín óflekkuð’. Lögbergs rati hefiróvilj- andi haft það rétt eftir einhverri slúð- urkerlingu, að Mrs, Eldon hafi, eftir samkomulagi, undirgengist að gjalda mér húsaleigu meðan hún bjó út af fyrir sig. En aftan í þetta mætti svo hnýta öðru náskyldu atriði: Það þarf hvorki ég né aðrir að fást um barna- uppeldið og eignasambandið hja Sig- .tryggs hjónaparinu, þar eru engin efni til, — engin hús — ekkert að leigja — engin börn (Sbr. “Klenódí”: “Gagns- ieysingi hvítum konum”). Þá kemur smiðshöggið. Tryggur staðhæfir að herra Á. Friðriksson neití því, að hann hafi gefið mér $2, sem standa á samskotalistanum til mín í Hkr.— Þetta veit ég um dalaloforðin: Herra Gunnlaugur Helgason, út- hlaupari Mr. Á. Friðrikssonar, kemur einn góðan veðurdag á fund Mrs. A.E. Eldon og tjáir henni að stórkaupmaður Á. F. bjóði Eldonshjónunum $2 úttekt úr búð sinni, nær sem vera vilji, og í hverri helzt vöru er þau þörfnuðust. Tilboðinu hefir að vísu enu þá ekki ver- ið sætt, og verðuf ekki, ef það sannast að hr. Á. F, hafi séð sig um hönd og til- boðið hafi að eins verið rasgjöf. Fraravegis stendur í ‘textanum’, “það er sagt” — þetta er alþekt lijálp- arorð allra erkilygara og mannorðs- þjófa — “að Eldon eigi peninga úti í lánum”. Þetta vita allir, kussi! En Eldon skuldar líka peninga, nú orð- ið. Og jafnaðarreikningurinn segir, því miður, Jað Eldon hafi enga $800 til að bjóða Lögbergs-hundsspottinu í annað sinn. Hvað útistandandi skuld hjá Mr. B. F. Walters viðvíkur, þá fer þú þar með lygar, eins og vant er, Tryggur. Það hefir verið svoleiðis lagað, Tryggur minn, síðan ég man eftir mér, að ég hefl haft nokkuð af peningum f veltu, bæði sem ég átti sjálfur og aðrir, er trúðu mér fyrir að ávaxta þá. Þeim hefir æfinlega verið skilað til eigenda, þegar þeir hafa krafist, og það á alt annan hátt, heldur en hundruðin sem þú þvældir út úr Gísla Olafssyni um árið — þú manst, líklega ! Já, ég tek það upp aftur, Sigtrygg- ur mínn, að það er hálfleiðinlegt, áð hafa ekki nóg af sallannm og verða því að þiggja samskot, Þó gerðu þeir það, Gunnar Héðinn og Njáll, þegar í raun- ir rak. Og ólíkt er það, að taka við fé úr frjálsum höndum, háttstandandi og göfugra manna, eða liggja bundínn á forugum stjórnarbás og muðlaí sig af stolnum stjórnar-stabba alt hvað af tekur, eins og þú hefir or.ðið að gera, æði lengi, aumingja bjórvembillinn !" Hugleiðingar þínar fjalla eitthvað um það, Sigtr. miun, að ég hafi “sví- virt kyrkjufélagið og hina kristnu!!? kyrkju í heild sinni”. Ég held þvert á móti að ég hafi gert ísl. lút. kyrkjufé- laginn hið stórfeldasta gagn sem hugs- ast gat, með greininni sem ég ritaði þér á síðastl. vetri, því eftir það vitkaðist kj-rkjuráðið svo, að þú varst útrekinn og sviftur öllu haldi á þeirri trúarbragðaverzlun. Fólkið trúði auð- sjáanlega orðum mínum og vissi vel, að þú varst æruleysls ugla, sí-fremjandi falskan vitnisburð og lygar. Fólkið vissi vel að ég var svo féglöggur, fað ég mundi ekki fara að kasta 300 dollars svona rétt út í bláinn. Allir vissu að ég stóð eins og vant var föstum fótum á ritvellinum, og þar með var augljós úrskurður fenginn um að þú hefðir af mannvonzku, öfund, hefnigirni og lyga sýki látið allan óhróðurinn flakka um mig, sem áður hafði staðið í saurblað- inu Lögbergi. Og nú ertu að þuma upp nýja hundafit og ætlar að villa al- menningí sjónir á því, að ég sé í veru- legri neyð staddur, sem þó hefi gegnum gengið tvær eldlegar stórhríðar á tíu mánaða tímabili. Hver af öllum ís- lendingum, vestan hafs, mundi vera al- mennilega sjálfstæður eftir svo grimm- legar eyðileggingar ? Kg held fáir. Þú lætur sem þú mundir hafa slegist í lið með mannvinunum, sem hafa sýnt mér liðveizlu. Jú, það er Ofboð líklegt. Þú skyldir þá ekki hafa með rakkafylgd þinni runnið másandi og hvásandi hús úr húsi, til þess áð leitast við að koma í veg fyrir ’að góðir menn gætu notið veglyndis sins. Nei, þú hefir engan garpskap til þess að sýna nokkura mannlund, enda hefði ég ekki viljað þiggja eitt einasta sent sem í boði var fyrir þínar tillögur. En óbáint gagn getur það orðið mér, að þú heldur fram svívirðingarháttum þínum, því hver einn einasti maður. sem yfirlítur ill- girnislestur þiun í Lögbergi, undir nafninu “Hugleiðingar”. verður að játa, að hér er hinn stórfeldasti mann- hatari á vaðbergi. Menn munu þakka þér “reisuna’, með því að lengja dálítið samskotalistann. Alt sem þú þvættir um samband mitt við Heimskringlu, vonast ég eftir að ritstjóri þess blaðs reki eins greini- lega ofan í þig, eins og hann hefir jafn- an gert, þegar þú hefir verið að ausa úr forinni Sigtryggs skömm. Máské við skröfum saman síðar. J. E. Eldon. Númer 33, 34, 37 og 41 af þessum árg. Hkr. verða keypt á skrifstofu Hkr. Þeir sem eiga þessi blöð og vilja selja þau, eru beðnir að senda þuu til vor sem allra fyrst. OMIÐ inn hjá Harry Sloan, EESTADRANT Dunbae hefir umsjón yfir vínföng- unum, og þið fáið meira fyrir pen- inga ykkar hjá honum en nqkkrum öðr- um í bænum. Sloans IManrant —523 Maia St.— GETA SELT TICKET Til vesturs * Til Kooteney plássins, Victoria, Van- couver, Seattle, Tacoma, Portland og samtengist trans-Pacific-línum til Ja- pan og Kína og strandferða- og skemtiskipum til Alaska. Einnig fljótasta og bezta ferð til San Franc- isco og annara Californiu staða; Pul- man-vagnar alla leið til San Francis- co. Fer frá St. Paul á hverjum mið- vikudegi. Þeir sem fara frá Manitoba ættu að leggja af stað sama dag. — Sérstakur afsláttur (excursion-rates) á farseðlum alt árið um kring. Til suðurs Hin ágæta braut til Minneapolis, St. Paul, Chicago. St. Louis o. s. frv.; eina brautin, sem hefir borðstofu og Pullmans svefnvagna. Til austurs. Lægsta fargjald til allra staða í Aust- ur-Canada og Bandaríkjunum í gegn um St. Paul og Chicago eða vatnsleið frá Duluth. Menn geta haldið stanz- laust áfram, eða geta fengið að stanza í stórbæjunum ef þeir vilja. Til gamla landsins Farseólar seldir með öllum gufuskipa- línum, sem fara frá Montreal. Boston New Ýork og Philadelphia til Norð- urál/unnar; einnig til Suður-Ameríku og Ástralíu. Skrifið til eða talið við agenta North- ern Pacific járnbrautarfélagsins, eða skrifið til H. Swinford, General agent. WINGIPEG - - - MAN. iHeimavinna FYRIR FJÖL- SKYLDR ! Við viljum fá margar fjölskyldur til að vinna fyrir okkur heima hjá sér, stöðugt eða að eins part af | tímanum. Vinnuefnið sem við sendum er fljótlegt og þægilegt.og sendist okkur aftur með pósti þeg- ar það er fullgert' Hægt að inn- vinna sér mikla peninga heima hjá sér. Skrifið eftir upplýsingum. THE STANDARD SUPPLY GO. Dept. B., — London’, Ont. Þegar þú þarfnast fyrir I lernngn ----þá farðu til- nxnvrAM. Hann er sá eini útskrifaði augnfræðin^- ur af háskólanum í Chicago, •sem er her í vesturlandinu. Hann yelur gleraugu við hæh hvers eins. \V. K. Tiiman & Co. WINNIPEG, MAN. Maurice ^ y Opið dag og nótt Agætt, kafíi Restaurant. 517 MAIN STR. Þið fáið hvergi jafngóðar og ódýrar máltíðir í bænum. ITaurice Nokes eigandi. Til skiftavina. Ég er nýbúinn að fá miklar byrgðir af Roger Bros. silfurtaui. Ómögulegt er að fá heppilegri brúðkaups eða afmæl- isgjafir, en eitthvað af því. Komið inn og skoðið vörurnar hvort sem þér ætlið að kaupa nokkuð eða 'ekki. Munið einnig- eftir að R. Branchaud, úr- og gullsmiður í Cavalier, N. D., gerir betur ag ódýrar við úrin, kþikkurnar eða gullstássið ykkar heldur en nokkur ajinar. E,. Branchaud, Cavalier, N. Dak. PÖLYNICE OLIfl -LÆKNAE-- BAKVERK, HÖFUÐVERK OG ÖlL ÞESSKONAR VEIKINDI, GIGT OG MELTINGARLEYSI. Þessi nýja franska uppfinding hefir verið brúkuð og sýnt góðan árangur á Bellevue spítalanum í New York. How- ard spítalanum í Philadelphia.Maryland og John Hopkins háskólunum í Balti- more, bæjarspítalanum í Montreal og mörgum öðrum spítölum í stórborgum. Það sem læknirinn segir. John Hopkíns University, Baltímore, 5. Apríl 1897. Revnsla sú sem hefir verið gerð hér á spítalanum, undir minni umsjón, ,á Polynice Olíu, hefir gefist ágætlega. Ég ráðlegg því öllum að brúka hana við allri gigt. (Undirskrifað). Dr. F. L. ROGER. POLYNICE OLIA sendist — flutningsgjald borgað — við móttöku verðs 50c., af hinum nafnfræga franska læknir, Dr. A. Atexandre, 1218 G Street, N. W. Washington, D.C., IT.S.A. ffloiine Restaurant Stærsta Billiard Hall í Norð vestrlandinu. Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”- borð. Allskonar vín og vindlar. liennon & Helib, Eigendur. Manhattan Horse and Cattle Food er hið bezta þrifafóður handa gripum. Tilbúið af R. H. Peel, Winnipeg, Man. Mr. Gunnar Sveinsson mælir með þessu gripafóðri. John O’Keefe, prófgenginn lyfsali, CAVAVIER, N-D. B. G. SKULASON ATTOKNEl AT LAW. SKRIFSTOFA í BÉARE BLOCK. (■raml Fork$, \. I) China Hall Nú eru ny.ju vörurnar okkar komnar. Makalaus kjörkaup og mikið til að velja úr. China Hall Ó72 Maln «t. L. H. CC)MPTON, ráðsmaður Meðöl eftir læknisfyrirskrift afhent á hvaða tíma sem þarf. Búðin opin nótt og dag. John O’Keefe- Steinolia Ég sel steinolíu hverjum sem hafa vill ódýrara en nokkur annar í bænum. Ti! hægðarauka má panta olíur.a hjá G. Sveinssyni, 131 Higgin Str. D. McNEIL, 38 MCDONALDST. Ef þér viljið fá góð og ódýr Vinfong* Þá kaupið þau að (Í2II llain Sl. Beztu Ontario berjavín á $1,25 gallonan Allar mögulegar tegundir af vindlum, reyktóbaki og reykpípum. Verðið mis- munandi eftir gæðum, en alt ódýrt. Beliveau & Go. Corner Maine & Logan Str. DREWRY’S Family Porter er alveg ómissandi til að styrkja og bressa þá sem eru máttlitlir og uppgefnir af erfiði. Hann styrkir taugakerfið, færir hressandi svefn og er sá bezti drykkur sem hægt er að íá handa mæðrum með börn á brjósti. Til brúks í lieimahús- um eru hálfmerkur flöskurnar þægilegastar. Edward L. Drewry. liedwood & Empire Breweries. Sá sem býr til hið nafntogaða GOLDEN KEY BRAND ERATED WATERS. Grand Pacific Hotel. R. H. O'llonolioe, eigandi. Ágæt herbergi og öll þægindi sem beztu hotel geta veitt. Beztu vín og vindlar. Wiirket Sfreet Gegnt City flall ---WlNNIPEG, MAN.----- OLI SIMONSON MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA Skandinayian Hotel. 718 9Vain 8tr. Fæði $1.00 á dag. Canadian Pacific RAILWAY- Austur j-fir stórvötnin Mikið niður- sett fargjald. Þessi gufuskip fara frá Fort William. Alberta hvern Föstndag Athabasca hvern Sunnud, Manitoba hvern Þriðjud. Lestin kemur frá Winnipeg tii Fort William kl. 8.50 e. h. hvern Fimtudag, Laugardag og Mánudag. Klondike Beinaleið með C. P. R. til Wraniel, Gleiara oi Skapaj S. S.-Tartar og Athenian,- Hin stærstu skip sem höfð eru ti Yukon ferða, sérstaklega til þess ger, Þau sigla frá VAFCOUVER og VICTORIA. hvern laugardag Skrifið eftir bókinni sem lýsir Yukon- héraðinu, telur upp siglingaílaga og gef ur aðrar áætlanir og upplýsingar. Allir umboðsmenn þessarar brautar geta selt ykkur farseðla, sem innibinda bæði máltíðir og rúm. Snúið ykkur til næsta C. P. R. um • boðsmanns. eða skrifið til Robert Kerr, Traffic Manager, Winniprg, Man. Nortlieru Paciíic R’y ‘r CME TABLE. MAIN LINE. Alrr. 1,00a 7,55a 5,15a 4,15a 10,20p l,15p Arr. l,30p Winnigeg 12,01a'Morris ll,00ajEmerson 10,55a Pembina 7,30a Grand Forks 4,05a|Wpg Junct 7,30a|Duluth 8,30a Minneapolis 8,00aiSt. Paul 10,30a|Chicago Lv ' l,05p 2,32p 3,‘23p 3,37p 7,05p 10,45p 8,00a 6,40a 7,15a 9,35a Lv 9,30a 12,01p 45p 15p 05p 130p MORRIS-BRANDON BRANCH. Arr. ll,00a 8,30p 5,15p 12,10a 9,‘28a 7,00a Arr. I l,25p Winnipeg ll.ðOaj Morris 10,22a Miami 8,2Qa|BaJdur 7,25a, Wawanesa 6.30a Brandon Lv l,05p 2,35p 4,06p 6,20p 7,23p 8,‘20p Lv 9.30p 8.»0a o.llöa 12, Op 9,28p 7,00p PORTAGE LA PRAIRIE BRANCH. Lv. 4,45 p.m 7,30 p.m Winnipeg Port laPrairie | Arr. 1 12,55 p.m. 9,30 a.m. C. S. FEE. H. SWTNFORD. Fen.Pass.Ag.,St.Paul. Gen.Ag.,Wpg — 92 — 'kvennmaður var kona Kriloffs. Hún var stór kona vexti, og líkari karli en konu að burðum og miklu svæsnari Níhilisti en Kriloff sjálfur. Þegar hún sá Pashua koma hvað eftir annað í matsöluhúsið, þá fór hana fþegar að gruna margt og lét það í ljósi við Borikin undireins og hún gat við komið. Var Terroristi sá fljótur til *ð fá grun um að svik væru í *afli, og bar það á Kriloff og gekk svo liait að honum, að hann ját- ;aði alt saman. En Borkin þekti vel til lögregl- unnar og þóttist viss um að Pashua væri einn í þessu, en lygi Kriloff fullan með sögum um spæj ara, sem hann hefði í nágrenninu, Og með því að hanntreysti þessu. þá lofaði hann Kriloff því að hann skyldi leyna samsærismennina svikum ‘hans, ef að hann ginti Pashna þangað, sem hann gæti drepið,hann. Eins og við var að búast var Kriloff fús á að ganga að öllu þessu og fram- kvæmdu þeir ráð sín, eins og að framan er sagt. En Pashua hafði lieyrn svo næma, að þeir komu ekki fram vilja sínum. En til allrar ógæfu grunaði flóttameunina tvo ekkert um þetta. Og meðan þeir biða þatna óttaslegnir í endanum á rangalanum, 'þá voru morðingjarnir rólegir að búa sig undir að ljnka verki sínu, og þóttust vissir um að missa ekki af mönnunum, sem þeir ætluðu að ráða af dðgum. Alt til þessa hafði Basil ekki séð hve illa þeir voru staddir. Það sem hann hugsaði mest um, var það, hvort Michael Strelitz myndi sleppa eða . exki. En Pashua var vel vakandi fyrir hætt- unni sem yfir þeim vofði. Hann var að velta jþví fyrir ,’sér ofur rólega, hvort þrir tnyndu — 93 - sleppa eða ekki, og komst að þeirri niðurstöðu að allar líkur væru á móti þeim. En þegar svo tíminn leið, að ekki komu morðvargarnir, þá fór hann að líta betur í kring um sig. Og það fór betur að hann gerði það. Augu hans vöndust brátt myrkrinu og sá hann þágluggaeínn utan á múrveggnum fáein fet fyrir ofan dyrnar inn í timburgarðinn. Gluggi þessi hlaut að vera S herbergi þvi sem lá uppi yfir ganginum, Litill vonarneisti flaug í huga Pashua. I flýti sagði hann Basil frá því er hann hafði vís- ari orðið. “Þarna getum við sloppið burtu”, hvíslaði hann. “Farðu upji á axlir mér og reyndu að ná upp í gluggann”. Hann hallaði sér svo upp að hliðinu og á sömu stundu var Basil kominn á herðar bonum. I fvrstu leit svo út sem tilraun þessi myndi á- rangurslaus verða, því að Basil náði ekki upp í gluggann, þó að hann rétti upp hendina; hann skorti liálft annað fet til þess að ná upp á glugga silluna. En brátt fann hann með hendinni múr- stein einn lausann. Hann þreif í hann og náði honum út og stakk í vasa sinn. Svo hénk hann þar á báðum höudum, en stakk fætinum í rifu milli hurðarinnar að ofan og múrveggsins. Svo herti hann sig upp, henti sér upp á við og náði í gluggasylluna fyrir ofan sig, og þóttist vel hafa geit. Þar hékk hann stundarkorn jiangað til hann var búinn að koma báðum fótum í rif' una ofan við hurðina. “Optiaðu glugg'inn fljótt”, sagði Pashua. ‘ tiipjum okki missa eitt a »lii Jil V”. — 96 — skeltu þeir hurðinnj aftur og lagðist Basil á hana. “Fáðu mér slápa fljótt!” hrópaði hann. En til allrar ógæfu hafði Basil kastað slánni niður, svo gegar hann var búinn að finna hana, þá vár það orðið of seint. Morðingjarnir voru smátt og smátt að hrinda upp hurðinni. Basil lagðist á liana með Pashua og reyndu þeir báðir i einu að loka heuni, en það var ekki til neins, og þuml- ung’fyrir þumlung var henni ýtt lengra inn í ganginn. “Það er ekki til neins !” lirópaði Pashua. “Yið verðum að hlaupa. Við kunnum að sleppa H»eð því að hiaupa fiam með viðarhlöðunum. Ertu tilbúinn? Hana”. Þeir stukku alt í einu frá hurðinni, sneru við og hlupu inn ganginn. en liurðin kastaðist í veggina beggja vegna. og morðingjarnir ultu inn með orgi miklu. Þeir voru þrír, þvi að hinn fjórði lá á steinunum úti með kúlu í skrokknum. Basil stökk beint af augum og hélt að félagi sinn væri rétt á eftir sér. Úr myrkrinu í gang- inum koin liann út i gaiðinn og var þar litlu bjartara. Voru þar hlaðar miklir af plönkum og trjám alla vega Hann smang um mjó göng á milli þeirra^yrst til hægri og svo til vinstri handar og íótalkróka, sem hann varð alveg viltur í. En hann hélt fast um bareflið sitt. Leit hann um öxl sér og sá þá að hann var einn; og varð forviða . Nú liafði hann ekki öðrum að treysta en sjálfum sór, ef að hann ætti burtu að komast, og liklega sæi hann Pashua aldrei fram- ar Hiamti. l.tli lögregliispæjarinn hafði að - 89 — En kjdfan reið á handlegg honum svo að small í, og hnífurinn féll glamrandi niður á mölina, en Kriloff ralt upp hljóð við sáraaukann, Alt þetta skeði á fáeinum augnablikum. Pashua greip þvi næst tiþBasils, sem stóð agn- dofa fyrir aftan hann, og hvíslaði að honum: “Skammbyssuna þína fljótt!” Basil fekk honum vopnið þegar, en var þó ekki búinn aðátta sig á því hvað gerzt hafði. “Iíananú, hlauptu upp á lif eða dauða, en dettu ekki”. Hlið við hlið stukku þeir fram hjá Kriloff og þutu niður rangalann og stefndu—að þeir ætl- uðu—fram ájstrætið. Birtan var ekki meiri en svo, að þeir sáu lóðrétta veg.eina báðumegin. En í þetta skifti hafði Pashua vilzt, og það illa. Þegar hann var að snúast á hæl móti mönnun- um sem réðust á haun, hafði hann orðið áttavilt- ur. Hann var að flýja heint í burtu frá stræt- inu, sem liann hafði komið frá inn í rangalann. Þessi misgrip sáu ekki flóttamennirnir strax Þeir hlupu áfram eins hratt og þeir gátn og á hverju augnabliki bjuggust þeir vfö að komast út á strætið. En alt í einu ráku þeir sig á háan múrvegg þvers fyrir ganginum, og náiuu þar staðar, því að þeim var með öllu ómögulegt að komast lengra. En fljótt sáu þeir hvílíkur yoði var á feið- um. Rangalinn var lokaður. Þetta var end- inn á lionum. Flóttamennirnir ^sneru undireins við. Ein- li versstaðar i míðjum ganginum sáu þeir Ijós skína út um opnar dyr eða glugga — líklega á

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.