Heimskringla - 01.09.1898, Page 4

Heimskringla - 01.09.1898, Page 4
HMMSKfílNðLA, 1. SEPTEMBER 1698. Winnipeg. Sóra M. J. Skaptason talar á sunnu- dagskvöldið í Unítarakyrkjunni um verkamannamálið, Mrs. B. F. Walters og börn þeirra hjóna fóru suður til Pembina á þriðju- daginn. Dvelja þau þar syðra viku eða hálfsmánaðar tíma. Hr. Sigurður J. Vídal frá Breiðuvik í Nýja Islandi, er nýkominn til bæjar- ins til að leita sér hér atvinnu að vanda um nokkurn tíma að haustinu. Herra Jón Halldórsson frá Nar- rows kom til bæjarins á mánudaginn. Hann stanzaði hér lítið, en hélt til sinna gömlu á?thaga, Pembina, N. D. Fimm stúlkur geta fengið fasta vinnu við að læra að sauma, nú þegar, hjá MRS. BURT, 458 Balmoral Str. Winnipeg. Ef einhver kynni að vilja selja land hér nálægt bænum, eða víxla því fyrir hús og lóð í bænum, þá getur ritstjóri Hkr. vísað á mann sem vill kaupa land hér nærri. Thomas Paulson og kona hans, í Fort Rouge, mistu einkadóttir sina, tveggja mánaða gamla, á mánudags- morguninn. Dauðamein hennar var magakrampi. Hr. Karvel Halldórsson frá Gimli var hér á ferð í bænum fyrir helgina ; hann hélt vestur í land og ætlaði sér að fá þar atvinnu fj-rir sig og hesta sína við uppskeru og þresking. Mig “vantar” unglingsmann sem náttúraður væri til að læra bakaraiðn. Listhafandi skrifi eða snúi sér til G. P. Thobdarson, 591 Ross Ave. íslendiugur hér í bænum, að nafni Brýnjólfur Árnason, sem á heima á Water Str., datt af hestbaki á laugar- dagskvöldið og viðbeinsbrotnaði. Þegar síðast fréttist var hann í góðum aftur- bata. Hra, Eyjólfur Eyjólfsson kom heim úr Alftavatnsnýlenduferð sinni á laug- ardaginn. Sama daginn komu 17 Álft- vetningar til hæjarins; meðal þeirra voru þeir herrar: Jón Sigurðsson, Ólafr Magnússon og Björn Jónsson. Eitt- hvað 8 af mö'inum þessum fara til Da- kota í þreskivinnu; nokkrir verða eftir hér í bænum við vinnu, en sumir af þeim fara i vinnu hjá bændum hér. 27. Ágúst gaf séra Hafsteinn Pét- ursson saman í hjónaband Mr. Sigurð Jónsson Olson og Miss Ingibjörgu Björnsdóttir, bæði til heimdis hér í Winnipeg.— Þann 28. gaf hann saman í hjónaband Mr. Oddgeir Helgason og Miss Málfríði Jónsdóttir, bæði til heim- ilis hér í bænum. — Þann 29. gaf hann saman í hjónaband Mr. Sigurð Jónsson, Baldur, Man., og Miss Ingibjörgu Clem- ensdóttir frá Winnipeg. Stórstúkuþing Independent Order of Foresters, í Toronto, samþykkti á föstudaginn var að kvennfólk skyldi eftirleiðis fá inngöngu í félagið jafnt og karlmenn ; tillagan kom frá aðalyfir- manni félagsins Dr. Oronhyatekha og voru 116 atkvæði með henni en 13 á móti. Einnig samþykkti stórstúkan að hækka mánaðargjöld allra þeirra sem hér á eftir ganga í félagið ; en þeir sem þegar eru gengnir inn borga að eins sitt vana gjald. Félagið ætlar sér í sambandi við þetta að veita peninga- lega hjálp þeim sem eru allra elztir í fé- laginu. Hr. Jóhann Bjarnason héðan úr bænnm, lagði af stað á þriðjndaginn var suður til New York ; býst hann við að verða þar í vetur og læra þar fyrstu undirstöðuatriði höfuðskeljafræðinnar. Hann hefir fengið þar inngöngu á mjög góðann skóla í þeirri grein, sem heitir : “American Institute of Phrenology.” Jóhann Bjarnason er greindur maður vel, og viljum vér óska aðhonum endist efni til að geta mentað sig sem bezt. — Utanáskrift hans verður : 27 East 21st Street, New York City. Sérstök kjörkaup á drengjafötum hjá Commonwealtli. Það gleður oss sannarlega að sjá það, ad vinur vor J. M. Chisholm, sem undanfarandi tvö ár hefir verið ‘Regis- ter of Deeds’ fyrir Pembina County, skuli ætla að sækja um það embætti aftur í haust. Vér viljum gefa honum vor beztu meðmæli; fyrst og fremst hefir hann staðið snildarlega í stöðu sinni og fært því opinbera meiri pen- inga fram yfir allan kostnað við em- bættisfærslu sína, heldur en nokkur fyrirrennari hans hefir gert, ;og svo hefir hann ætíð sýnt lipurð og nærgætni við alla sem hafa þurft að leita upplýs- inga viðvíkjandi einhverju í skrifstofu hans. — Vér getum því óhikað búist við því af löndum vorum í Pembina County, að þeir veiti Mr. Chisholm fylgi sitt og atkvæði, þegar til kosn- inga kemur. Allar mögulegar tegundir af strá- höttum hjá (Jommonwealth. Eins og auglýst var fyrir tæpu ári siðan keypti ég útistandandi skuldir gamla Heimskringlufélagsins á eftir- fylgjandi pósthúsum: Brú, Baldur, Bel- mont, Grund, Glenboro, í Manitoba. Enn þá hafa margir ekki borgað, og eru því nú vinsamleg tilmæli mín, að þeir borgi sem allra fyrst annaðhvort til mín eða innköllunarmanns míns, hr. Andrésar Jóhannessonar, Brú P. 0., Man. Það er einmitt næstkomandi mánuði, sem þægilegast er fyrir bænd- ur að ljúka þessum litlu skuldum, eins og þeim sem hér er um a' ræða. Og ég vona að þeir sem skulda mör þar vestra, verði búnir að borga mér alt fyrir lok Októbermánaðar. Ef einhverjir bágra kringumstæða vegna ekki geta borgað á þessum tíma, geta þeir samið um borgunina við hra. Andrés Jóhannesson, Það er svo hægt fyrir þá að ná til hans. Hann hefir innköllun skuldanna á hendi til Októ- bermánaðarloka. Eftir það tekur ann- ar að sér innköllun þeírra, ef þörf ger- ist. En ég vona að þess þurfi ekki. Winnipog, 30, Ágúst 1898. „ J, V. Dalmann, Vér höfum verið að líta eftir því f Lögbergi, hvort það segði ekkert við- víkjandi hinum komandi útnefninga- fundi Repúblíka í Pembina Co. Vér álítum sjálfsagt að þar sem blaðið er að töluvert stórum paiti eign Repúblíka fyrir sunnan landamærin, að það mundi þá vilja styðja að málum þeirra yfir höfuð, og að það mundi taka sér- stakt tillit til þeirra manna, sem virt- ust vera betur hæfir en aðrir til þess að leysa opinbert starf af hendi, og að það myndi hvetja lesendur sína þeim meg in linunnar til þess að veita mönnum þeim fylgi. Vér gátum þess ekki als fyrir löngu að Daníel J, -Laxdal í Cava- lier hefði verið tilnefndur i nokkrum blöðunum fyrir sunnan sem mjö^ heppilegur til þess að sækja um ríkis- lögmannsembættið í haust, undir merkj um Repúblika, og að eflaust væri hann langfærasti maðnrinn sem þeír hefðu, og í stuttu máli sagt, sá eini sem þeir hefðu. Oss liggur það ekki mjög þungt á hjarta, hvort Mr. Laxdal nær útnefningu og kosningu eða ekki, því hann er andstæðingur vor i Banda- ríkja pólitík, en alt fyrir það vildum vér sjá um, ef hægt væri, að hann fengi sæmilega viðurkenningu hjá löndum sínum. Þetta höfðum vér- gert og virtist það því heldur ódrengilegt af ritstjóra Lögbergs að þegja þetta alveg fram af sér, því þó hann lesi ekki og sjái ekki neitt af blöðum úr Pembina County, þá fékk hann þó undirstöðuna í Hkr., og ofan á hana var honum ó- hætt að byggja, því hún var traust. Svo var það heldur ekkert nema rétt meðal húsbænda hlýðni, þó hann hefði gjammað eitthvað fram í pólitikina, þar sem að maðurinn lifir ekki á öðru en því sem drýpur úr hinum pólitisku pýngjum beggj’a megin línunnar. Þú verður ánægður með sjálfan þig ef þú kaupir fötin þín hjá doinmon- wcalth. Þar sem vinsölubannsnefndin hér í bænum hefir keypt nokkur hundruð eínt. af Hkr. til útbýtingar gefins, þá geta þeir sem ekki kaupa blaðið fengið þetta blað og tvö þau næstu ókeypis, með þvi að snúa sér til eftirfylgjandi manna : B. D. Westman, Churchbridge ; Thor. Breckman, Lundar; N. T. Snædal.Otto; Ingim. Ólafsson, Westbourns ; H. H. Lindal, Brandon ; St. Ó. Eiríksson, Husavík; Pétur Bjarnason, ísafold; Sv. Thorwaldson, Icel. River; J. B. Skapta- son, Hnausa; Thomas Björnson.Geysir; Hjörleifur Björnson, Árnes ; Guðm. Fjeldsted, Gimli; Björn Jónsson, West- fold; Bergþór Þórðarson, Hekla; Andrés Jóhannesson, Brú; Kr. Dalmann. Bald- ur ; Magnús Jónsson, GJenboro ; Hall- dór Magnússon, Grund ; Matth. Þórð- arson, Selkirk ; Jón Sigurðsson, Mary Hill; Magnús Tait, Sinclair. Framfarir. Það mun vera nýnæmi hér eystra, og reyndar víðar hér á landi, að sjá hesta ganga fyrir plógi, en svo langt er þó nú komið hér upp á Héraði. Jónas Pálsson búfræðingur frá Ólafsdal hefir verið fenginn þaðan að vestan fyrir til- stilli Rúnólfs Bjarnasonar á Hafrafelli og búnaðarfélags Fellnamanna, og færði hann með sér plóg og öll áhöld. Með Jónasi hefir unnið að plægingunni Jón Stefánsson Þingeyingur, og hefir mönnum að sögn geðjast vel að starfi þeirra, en nauðsynlegt telja þeir að mennirnir gætu verið 6 saman að vinn- unni, svo hestaflið yrði notað að fullu. Eiðaskóli kvað og nú hafa fengið sér plóg frá Ólafsdal. — [Eftir Bjarka.] [Vér tökum þessa litlu grein upp til þess að sýna mönnum, að ekki er þó örgrant að framfaratilraunir eigi sér stað á Islandi, þrátt fyrir slettur, róg og ósannindi Lögbergs í gagnstæða átt. Það blað er æfinlega svo makalaust tindilfætt, og hleypur eins og hundur með stolna hnútu, í hvert sinn er það getur grafið upp einhverja sögu, sanna eða logna, sem ófrægir ísland og á- standið þar, en. aldrei nokkurn tíma verður því sómablaði(I) að geta nokk- urs þess sem menn þar heima eru að reyna að gera til framfara og umbóta. Sigtrygg Jónasson mætti með réttu kalla ættjarðarníðing. — Ritstj.]. Nýkominn Bjarki segir lát tveggja merkismanna á Aust- ^rlandi, þeirra Snorra Viium, verzlun- unarstjóraá Seyðisfirði (andaðist 28. Júlí, 47 ára að aldri), og séra Jóns Jónssonar á Hofi í Vopnafirði. Tíðin hafði verið mjög köld og ill á Austurlandi í byriun Agúst, stinn- ings bylur með snjókomu til fjalla. Bjarki skýrir frá því, að Elísabet Jóns- dóttir í Winnipeg hefir safnað hér og sent heim 810,75 til styrktar hinum fyr- irhugaða spítala á Seyðisfirði, og þakk- ar spítalanefndin fvrir sendinguna. Yfirlýsing. Eg Klemens Jónasson lýsi hér með yfir því, að ég er sáttur fullum sáttum við húsfrú Kristinu L. Gunnarsdóttir, og þar af leiðandi lofa því að svara ekki grein hennar til mín í Heimskringlu. Ég Kristín L. Gunnarsdóttir lýsi hér með yfir því að ég er sátt fullum sáttum við hr. Klemens Jónasson. Selkirk 27. Ágúst 1898. Klemens Jónasson. Kristín Lilja Gunnarsdóttir. Yínsölubannið. Það virðist nokkuð einkennileg grein í næst síðasta blaði Hkr., No. 45, með fyrirsögninni: “Vínsölubannið,” undir- ritað I. B. Höfundinum er það áhugamál, að kjósendur greiði atkvæði sín með vín- sölubanni án þess þeir athugi tekjuhalla stjórnarinnar, sem vitanlega af því leið- ir, eða skifti sér af því hvernig hún nær því fó út hjá gjaldþegnum ríkisins, þó hún innleiði þá tekjugreín með fjár- glæfraspili við almenning, sem í engu sé siður siðspillandi eða glæpsamleg eymda framleiðsla fyrir þjóðina, en vín- ið, bara að sú tekjugrein nefnist ekki vinsöluleyfi, Væri ekki heppilegra fyrir gjald- þegna Canada, áður en þeir greiða at- kvæði sín. að fá upplýsingar fjármála- ráðherrans og stjórnarinnar, hvaða tekjugrein hún ætlar að láta koma í stað vínsöluleyfisins og ágóða af fram- leiðslu áfengra drykkja er fellur í ríkis- sjóð? Er það leyndarmál, sem núverandi Canadastjórn má ekki láta kjósendur og gjaldþegna ríkisins vita fyr en þeir eru flæktir og fastir í neti hennar, hvernig hún bugsar sér að jafna tekjuhalla þann er vínsölubannið orsakar ? Þó vínsölu- og framleiðslubann á- fengra drykkja komist á að nafninu til, þá verða aldrei svo hörð og nákvæm og smásmugleg lög búin til, er komi alger- lega i veg fyrir nautn áfengis innan Canada, svo lengi sem þær þjóðir sem vprzla við Canada gjöra ekki svipaðar tilraunir, og verður þvi þessi fyrirhug- aða fijóðarvelferð langtum argari af sið- ferðisglæpum en það fyrirkomulag sem nú á sér stað. Landsjóður tapar miljónum dollars við að afnema áfengis tekjugreinina, gjaldþegnar landsins gremjast yfir vax- andi álögum, en vínnautn verður háska- legri í öllum tilfellum en nú er alment. Gjaldþegn Canada. íslendingar athugið Þrátt fyrir hið afarháa verð á mjöli, þá sel ég nú (í hálftunnum) tví- bökur 12c. pundið og hagldabrauð á 8c. pd. Eg legg og sjálfur til tunnuna alveg ókeypis G. P. Thordarson. Dr. M. B. Halldorson, —HENSEL, N.-DAK.— Skrifstofa uppi yfir Minthorn’s lyfjabúð. EDMUND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor &c. Rian Block, 492 Main Strebt, Winnipeg. Heyrnarleysi og suða fyrir eyrum læknast —með því að brúka— Wilsons Common 5ense Ear Drums Algerlega ný uppfindingf frábrugðin öllum öðrum útbúnaði. Þetta er sú eina áreiðanlega hlust- pípa sem til er. Omögu- legt að sjá hana þegar búið er að látahana í eyr- Hún gagnar þar sem læknarnir geta ekki hjálpað.—Skrifið eftir bækling viðvikjandi þessu. Verðið er, með full- komnum útbúnaði, $5.00 parið. Karl K. Albert, P. O. Box 589 503 Main St.- WINNIPEG, MAN. K. B. Pantanir frá Bandaríkjunum afgreiddar fljótt og vel. Þegar þið’ skrifið þá getið um að auglýsingin hafi verið í Heimskringlu. *######################### # # # # # # # # * # # # # # Fleury Þar er staðurinn sem kjörkaupin fást. Hann er nýbúinn að kaupa mikið af karlmanna, drengja og st.úlkna “BICYBLE CAPS.” hvítum og bleikum. Þessar húfur eru ljómandi fallegar, og kosta aðeins 25c. Einnig mikið af nærfötum, 85c, parið. Ljómandi hálsbindi, 2£c. og yfir. Karlmanna og drengja stráhattar; 25c. og yfir. 13. W. 564 Maiit Street Beint á móti Brunswick Hotel. P. S. Að eins fáeinir klæðnaðh eftir af hinum ágætu “S. B. square cut front” fötum- Bæði svört og grá,—al-ull. Að eins $10,00 # # * # # # # # # # # # # # ########################## ########################## # # f # * # # # # # f # f # # Hvitast og bezt ER— Ogilvie’s Mjel. Ekkert betra jezt. # # # # # # # # # # # # # # # # ########################## r S: Við höfum haft svo mikið að gera, að við höfum ekki haft tíma til ; að breyta auglýsinbunni okkar. En af því að við höfum dálítið hlé 7 þennan morgun, þá grípum við tækifærið til að þakka íslendingum fyrir góða og mikla verzlun. Um leið viljum vér sýna yður fáséða prísa á nýjum og góðum skóm. No. 6, 7, 8,—50c. No. 2, 3, 4,—80c. “ 9, 10,' 11,—60c. “ 5, 6, 7,—90c. = “ 12, 13, 1,—70c. Sumt af þessum skóm eru nógu stórir lianda fullorðnum mönnum Z Allskonar kjörkaup hjá okkur þessa dagana. | E. KNIGHT & CO. 351 Main St. íimmmmmmumMmi'MmimummÉ — 90 — matsöluhúsi Kriloffs. En mölin í ganginum kcað við af þungu fótataki. Menn voru að kalla hver til annars í lágum, grimdarfullum róm. 9. KAFLI. Pashua vissi ekkert hvað segja skyldi ura / svik Kriloffs, svo hafði hann þótzt viss um manninn. En nú var -enginn tími til þess að geta sér til hver orsökin væri, Flóttamennirnir voru ákaflega illa staddir — það var engin sjáan- leg von að þeir slyppu. Nihilistarnir myndu einskis láta ófrestað að framkvæma morðráð sín. Þeir vissu það vel, að þeirra eina von var að ná lífi þeirra Pashua og Basils; að öðrum kosti myndi lögreglan hafa hraðar hendtir að kyrkja samsærið og samsærismennina. . En Pashua var maðnr kænni en svo að hann eigi hefði vanalega tekið eftir landslagi þarna þegar hann var þar á ferð um daga. Og þó að gangurinn væri að eins opinn í annan endann og og múrveggur á þrjár hliðar, þá mundi hann þó eftir að til vinstri har.dar lá úr rangala þessum gangur með þaki yfir, og voru þar vagnar dregn ir inn í timburgarð nokkurn; en gangur sá var lokaður með vængjahurð og slagbrandur að inn- an. Að brjóía það hlið upp myndí útheimta lengri tíma en flóttamen'nirnir höfðu yfir að ráða. Þegar þeir voru orðnir vissir um að hvergj var hægt fram að komast, þá nam Pashua stað- ar við vegginn þvert yfir ganginn og setti Basi) að baki sér. — 95 — “Get ég nokkuð hjálpað þér hér aðofan”, kallaði Basil hvatlega. “Nei”, hrópaði Pashua. “Það er ómögulegt. Þú hefir engan kaðalspotta, og ég get ekki klifr- ast upp dyrnar. En í guðanna bænum, Dmitri, vertu fljótur !” Basil sneri sér við og staulaðist í myrkrinu yfir herbergið að glugganum hinummegin, sem sást rétt grylla í. Hann rak sig ,á eitthvað og marði höfuð sitt, og tvisvar skall hann endilang- ur[á rykugt gólfið. En loksins komst hann að glugganum og rykti í einu inn neðri gluggan- um. Fann hann þá hið svala næturloft streyma inn úr timburgarðinum, sem hann að eins óljóst sá móta fyrir. Hann vatt sér yfir sylluna og hlustaði snögg ast, heyrði hann þá smellina af skotum úr skammbyssu Pashua, er þeir rufu þögnina. Næst kom org eitt mikið og svo tvö skot. Basil lét fallast niður og kom létt tiljarðar, en valt þóum koll við fallið. Reis hann skjótt á fætur, og sá þá að i.ann var í opinu á göngunnm, sem vögnunum var ekið inn um. Stökk hann þegar inn í myrkrið og rak sig loksins á liliðið hinum- meginn, Að utan voru óhljó og læti. blót og for mælingar, org af reiði og sársauka, og skamm- byssuskothvellir á milli. Basil þuklaði fyrir sér um timburhurðina, þangað til hann fann slána. Hann ýttí henni úr grópinu og í öðrum rykk reif hann upp hurð- ina öðrummegin, og kom þá inn reykjarmökkur og Pashua með, sneri hann sér við í dyrunum og hleypti seinasta skotinu á aðsækjendurna. Svo — 94 — “Ég get það ekki”, kallaði Basil niður til hans eftir litla stund. “Hann er vel læstur. Hvað á ég að gera?” “Hérna, taktu við þessu”, svaraði Pashua, “og lemdu inn gluggann”. Og um leið fleygði Pashua bareflinu upp, og greip Basil það með annari hendi. “Alt er enn í kyrð”, bætti Pashua við. “En við fyrsta höggið koma morðingjarnir þjótandi á okkur eins og blóðhundar. Hér er ekki nema um eitt að gera. Þegar þú kemst inn í herbergi þetta, þá skaltu mölva gluggann hinummegin— það hlýtur að vera gluggi þar—, og stöktu ofan í garðinn. Hlauptu svo eftir ganginnm og taktu slána frá hurðinni. Én á meðan ætla ég að stöðva þorparana með skammbyssunni minni, Ef að mér hlekkist eitthvað á, þá skaltu ekk bíða og hætta lífi þínu. Farðu yfir timburgarð- inn til árinnar og þaðan beint á lögreglustöðv- arnar — A! hér koma þeir. Lemdu, Jemdu inn gluggann, Dmitri !” Basil hlýddi þessu þegar. Hann hólt sér - sylluna meö annari hendi, en í hinni hafði hann bareflið og laihdi inn gluggann. Það heyrðist smellur vlð hvert högg og riiðurnar brotnuðu mjölinu smærra. Svo braut hann umgerðina á eftir, og stökk inn í herbergið. Hann sneri sér við og horfði út. Á steinj gólfinuí ganginum heyrði hann hlammið undan fótunum, er mennirnir hlupu, en reiðiorgin bergmáluðu frá einum veggnum til annars. Fyr- ir neðan sig si hann Pashua óglögt standa and- vígan hinum aðsækjandi óvinum. — 91 — “Hérna koma morðvargarnir”, tautaði Pas hua. “Við erum í vanda staddir. Samt er eKki enn þá kominn tími til að gefast upp. Þessi skammbyssa getur bjargað okkur — nema þeir séu því fleiri. Vertu að baki mér meðan ég er áð skjóta á þá”. “Nei, ég ætla að hjálpa þér”, hrópaði Basil. “Fáðu mér bareflið. Ég ætla að lemja því í höf- uðið á hverjum þeim sem kemur nógu nærri. En getum við ekki ruðst fram rangalann og komist út á strætið ?” “Nei”, svaraði Pashua, um leið og hann rétti fólaga sínum bareflið. “Ekki nú, að minsta kosti. En við skulum bíða við og sjá hvernig á- hlaup þeirra fer. Því koma þorpararnir ekki. Þeir eru svo miklar lyddur, að þeir eru aðbíða til að auka mannafla sinn”. Að líkindum yar því þannig varið, því að þó að ljósið væri horfið og lágu hvíslandi radd- irnar heyrðust vel, þá sýndust mennirnir halda kj-rru fyrir. Enn þá hafði Pashua ekki komið til hugar að saga Kriloffs væri lygi ein frá upphafi til enda. Hann hélt að samsærismennirnir allir hefðu komið til fundar, og að hann á næstu augnablikum mundi sjá þá þyrpast inn í rang- alann. Hefði Pashua vitað hið sanna, þá hefðu þeir Basil og hann getað rutt sór vog um rang- alann og náð strætinu heilir á liófi; því að óvinir þeirra voru ekki nema fjórir, og tveir þeirra voru þegar lamaðir. Það má eins vel geta þess hér, að það var kona sem ruglaði öllum áformum Pashua. Þessi

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.