Heimskringla - 15.09.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 15.09.1898, Blaðsíða 2
A áiMSRKÍN(íLA 15. SEPTEMBER 1898 ferð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til Islands (fyrirfram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum B. F. Waltf.rs, Útgefandi. Office : Corner Princess & James. ■ p.o BOX 305 Vtígiin Vrss afi nú er farið að n'dg is1' p.inn títn i r.ð kosningar fara fram í Bandaríkj m im, og þar sem að mjcig lítið heyrist talað um þau spursmál, sem hinir sterku pólitísku flokkar þar — Demokratar og Repú- blikar hafa barist um áður, svo sem tollmálið og silfur-frísláttumAlið, þi datt oss í hug að lesendum vorurn kynni að þykja fróðlégt að vita hvað sum helstu blöð Bandaríkjanna álíta að muni verða málefnið, sem geri úrslitin við næstu kosningar. Þó vér séum Demókrat sjálfir og vitum með vissu, að fleiri af kaupendum vorum fyrir sunnan landamærin til- heyri þeim flokki, þá ætlum vér samt, til þess að höndla málefnið sem allra sanngjarnlegast, að taka grein um þetta málefni úr blaðinu Providence Journal, sem gefið er út í bænum Providence í Rode Island- ríkinu, og er talið Irezta og útbreidd asta Kepúblíka blað í öllum New England ríkjunum. Greinin er sem fylgir : “Það getur farið svo, að við höf um þvðingarmíkið spursmál til þess að skera úr við kosningarnar í haust, þrátt fyrir alt. Hinir leið- andi menn beggja pólitísku flokk anna, eða að minsta kosti þeir skjm sömustu þeirra, álíta að gömlu spurs málin, sem áður hafa verið á dag- skránni, hafi algerlega verið sett til hliðar, af viðburðum þeim sem hafa leitt af stríðinu, og ómögulegt yrði að setja flokkatakmörkin nákvæm- lega, viðvfkjandi þeim málefnum sem iiertá. iyóðiná, í heiíd sinni, og sem beinlínis hafa leitt af ófriðnurn; og enn fremur, að mjög ervitt yrði að flnna nokkurt það málefni, til þess að bera fram fyrir kjósendurna, sem gæti gert steika hreyfingu á fjöldann. En nú btur útfyrir að við munum hafa það mál til með- ferðar sem snertir hvern einasta borgara Bandaríkjanna, og ef það mál er höndlað eins vel og hægt er af mótstöðumönnum McKinley, þá má búast við stórkostlegum breyt- ingum í Washington. Málefni þetta er afleiðingin af hinni svívirðilegu óreglu sem heflr átt sér stað í her- máladeild Bandaríkjanna, og sem hefir að óþörfu fært veikindi og alls konar harðrétti í herbúðir liinna hraustu meðbræðra vorra, og sem hefl^ orsakað dauða þeirra í hundr- aða tali, úr drepsóttum og hungri. Það er enginn efl á þvf að hin ameríkanksa þjóð heflr mjög sterka tilflnningu fyrir þessu máli, og að hún er tilbúin svo fljótt sem sannað verður hver sé ábyrgðarlegur fyrir þessari vanvirðu, að gefa dómsorð sitt á skýlausan og ótvíræðan hitt, og hegna þeim seka eins þungt og mögulegt er. Þessi tilflnning í huga þjóðarinnar veitir Demikrötum það tækifæri, sem þeireflaust kunna að nota, og sem þeir þegar hafa sýut í nokkrum rfkjum að þeir ætla að nota. Þannig samþyktu Demókratar í Wisconsin á útenfningarfundi sínum sem þeir héldu f Milwaukee fyrir skömmu sfðan, eftir fylgjandi grein, sem þeir um leið gera að einkunnar- orði sínu í næstu kosningum : “Við ásðkum algerlega hermála- deildina fyrir skeytingarleysi og glæpsamlegt framferði, sem hefir átt s ir stað gagnvart hinum hugdjörfu hermönnum vornm, bæði f herbúð- unum og á orustuvellinum frá hendi eigingjarnra ‘contractara1, fákunn- andi og lítt æfðra lækna, og dramb- samra tilfinningarlausra hershðfð- ingja, sem náð höfðu tign sinni að eins fyrir tilstilli pólitískra vina. Við skuldbindum okkur til og lofum hér með hinum hraustu sjó- og land- hermönnum okkar, sem lifa að loknu stríðinu, að við skulnm veita alt vort fylgi til þess, að hinum seku verði hegnt“. Þessar sakargiftir eru nokkuð stórtækilegar, en alt um það mun þessi skuldbinding Demókrata vekja mikla eftirtekt, og það að verðugu, og hún óefað dregur að sér þúsundir atkvæðisbærra manna. Sama daginn og Demokratarnir í Wisconsin sýndu sig þannig sem djarfmannlegir mótstöðumenn Mc Kinley stjórnarinnar á þessu máli, þá samþyktu flokksbræður þeirra í New Hampshire eftirfylgjandi grein, sem þeir ætla að bera fram sem merki sitt í næstu kosningum. “Við vörpum í skaut hinni göf- ugu og þakklátu þjóð, hermönnum þeim sem voru kallaðir í stríðið við Spán, við aumkum og samhryggj- umst með öllum þeim, sem hafa lið- ið og líða kvalir og svívirðingu, sem beinar afleiðingar af hinni maka- lausu vanþekkingu og ófyrirgefan- lega skeitingarleysi hermáladeildar- innar og stjórnarinnar yfir höfuð, og við heimtum nákvæma rannsókn, og að þeim mönnum verði vægðarlaust hegut, sem hafa svívirt föðurlandið með flokksfylgi og fégirni. Þetta eru þung orð, en kringum stæðurnar leyfa þau. Og enginn efi er á því, að Demókratar í fleiri ríkj- um feta í fótspor þessara flokks- bræðra sinna, Ekki heldur er neinn efl á því, að það er ótvíræður vilji þjóðarinnar að hermáladeildin fái að standa reikningskap á gerðum sínum. Hvort þetta getur orðið sig- urvænlegt flokksspursmál, er undir því komið, hvort þjóðin álítur stjórn ina ábyrgðarlega fyrir verkum einn- ar deildarinnar. Við megum vera vissir um það, að ef Demókratarnir hafa nóg vit til þess að sleppa að miklu leyti hinum eldri þrætumálum og liagnýta sér það sem nú býðst þeim, þá fá þeir þúsundir atkvæða með þingmanna- efnum sínum, sem annars hefðu ver- ið greidd með mótstöðumönnum þeirra, nema fyrir gerðir Mr. Al- gers. Áreiðanlega er ekkert afl, nema sérstök bliridni og rammasta flokks- elska, sem getur hamlað því, að þjóðin sýni vantraust sitt á stjórn- inni og formanni hennar með at- kvæðum sínum. Það er ekkert ó- réttlæti í því að láta forsetann bera ábyrgðina með ráðgjafa sínum, af hinu voðalega ásigkomulagi, sem að prívat menn af eintómum mannkær- leika eru nú að reyna að bæta >úr. Forsetinn er sá rétti yflrmaður her- máladeildarinnar,eins og allra hinna stjórnardeildanna, og Alger er að eins umboðsn aður hans, jafnframt og hann er ráðanautur hans. Honum var sagt, þegar hannútnefndi þenna mann—og hann heflr vafalaust vit- að það sjálfur líka—, að haun væri ekki hæfur til þess að gegna þessari stöðu á friðartímum, hvað þá et í ó- frið færi. Samt sem áður veitti for- setinn Alger embættið—að eins fyrir pólitiskar ástæður. Því skyldi þjóð in þá ekki nú heimta reikningsskap á gerðum forsetans ? Þess utan hef- ir hann haft bezta tækifæri til þess að taka eftir allri framkomu Algers meðan hann var að búa undir stríð ið, meðan á því stóð, og síðan það endaði Hans afskiftaleysi af fram- ferði ráðsmanns síns sannar að hann hafl verið því samþykkur. Forsetinn heflr enga ástæðu til þess að vonast eftir að sleppa undan hinni voðalegu ábyrgð, sem hvílir á stjórn hans, gagnvart hinum deyj- andi og dauðu het’mönnum, sem þann dag í dag hefðu verið hraustir og heilsugóðir, og reiðubúnir til þes á ný að verja föðurland sitt, ef þeir hefðu ekki vei ið kvaldir og myrtir af skeytingarleysi og vankunnáPu undirmanna hans“. Vér höfum séð mi.rg hinna stærri og betri Repúblíka blaða í Bandaríkjunum, og nær því undan- tekningarlaust taka þau í sama strenginn hvað þessu máli viðvíkur. Það er líka hreint enginn vanþiirt, þvf meðferðin á hermönnum þessum gengursvo fram úr öllu hófi, að það er orðin regluleg þjóðarskömm. Ef það hefðu eingöngu verið flokksblöð Demókrata, sem lítu svona á málið, þá hefði verið auðgert að segja að það stafaði af flokkshatri, og að það væri að eins pólitisk veiðigildra. Þess skal einnig gctið, Demó- krötum til verðugs heiðurs, að úr öllum þeiro ríkjum, sem vér höfum haft fregnir um, hafa þeir gert líkar samþyktir þei n, sem gerðar voru i Wisconsin og New Hampshire. Það er vonandi að } essi giein geti orðið til þess að opna augun á þeim sem ekki eru orðnir algerlega steinblind- ir flokksmenn, og að þeir sjái sinn eiginn sóma og þjóðar sinnar mest- ann f því, að varpa þeirri stjórn fyr- ir borð, sem metur meira pólitíska kjúklinga sína, heldur en líf með- bræðra sinna, og heiður og velsæmi þjóðarinnar. Fornmenjar í Mexieo Rústir mikillar borgar í efstu fornöld, er sýna háamentun. Þjóð, sem þolir samanburð við þjóðir austurálfu. Marshall Saville heitir maður, ameríkanskur n&ttúrufræðingur, og var hann nýlega svo heppinn, er hann var i Mexico, að rekast á rústir borgar einnar mikillar, einhverrar höfuðborgar frá því löngu—löngu fyrir að nokkrar sögur hófust. Er það hin forna borg Zepoteca-þjóð- flokksins, sem vafalaust hefir verið hin lang mentaðasta þjóð, er bygt hefir Ve3turheim áður en Norður- álfumenn komu þangað. Þar fann hann einnig ákaflega mikið af rúna- letri á steinum og byggingum merk- ara en nokkurt annað rúnaletur, er enn heflr fundist í Ameríku, og mörg önnur merki íann hai.n þar um stórkostlega og víðtæka mentun. Er fræðimaður þessi sannfærður um það. að þegar menn eru búnir að rannsaka þetta til hlýtar, þá hljóti menn að viðurkenna að Zepoteca- þjóðin hafl verið búin að ná fult eins mikilli mentun eins og hinir fornu þjóðflokkar Indlands, Chaldeu eða Egyptalands. Saville var þar á ferðum í rannsóknarerindum náttúrufræðinga að safna fáséðuin gripum og ýmsu þvílíku, og varð hann þá var við leifar af heilum hóp af pýramldufh hjá Xoco. Eru tveir hinir mestu þeirra, hin svokölluðu teocalli, og er það orð úr tungumáli Azteca, og þýðir “guðagraflr”. Ákaflega mik- -ill skógur var á þessum stöðum og stóðu rætur trjánna langt í jörðn niður og höfðu sumstaðar brotist í gegnum steingólfin og sprengt þau sundur, og mátti þar flnna mikið af brotum, leirkerasmíði og þessháttar fornleifum. Þá var Það dag [einn, er Saville var að leita fyrir sér nokkuð norður af pyramída-hópnum, að hann kom á bala einn litlu hærri en sléttan var umhveríis og vaxinn þéttum kjarr skógi. Hann greiddi svo skógar- flækjuna sundur sem hann gat, og fór að skygnast um, og sá hann þar þá brot af leirkerum og öskuhrúgur miklar. Tekur hann svo leirkera- brotin og fer að skoða þau, og sér þá af gerð þeirra að þau höfðu legið þarna óhrærð í mörg hundruð ár, og hafði þessi ákaflega þétti skógur skýlt þeim fyrir stormum og regm, því að þar komst regnið varla gegn- um skóginn, svo var hann þéttur. Fær hann sér fljótt mölbrjót og reku og fer að grafa þarna og kemst nið- ur þrjú fet, þar kemur hann á hellu; kallar hann svo á verkamenn sína og ryðja þeir burtu skógnum og moldinni og sjá þá að hella þessi er sementsgólf eða sementsþak. Brjót- ast þeir svo í gegnum það og koma þá á steinvegg mikinn, liengu þar á veggnum leirker mikil, og undir hverju þeirra var líkneski úr steini, rauðum á lit, og höfðu geymst svo vel í hinu þurra lofti, að það var eins og hefðu þau verið nýmáluð. Þegar þeir grófu niður betur, sáu þeir að það sem þeir höfðu vegg ætlað, var dyrabyrgi og fuadu þeir dyrnar, en fyltar voru þær upp með feikna bjargi af kvernsteini og fylt að utan með smærri steinum, en se- mentað yfir svo að götin voru loft- ?étt; komst þar hvergi loft inn. Var syllan yfir dyrunum steinn einn mikill af gosgrjóti, sex feta langur og 18 þuml. þykkur, og utan á hon- um öllunf voru einlagar rúnir ein- hverrar mentaðrar þjóðar. Aldrei fyrri höfðu fundist jafnmerkilegar eða fullkomnar rúnir í Ameríku. Tók Saville þá mót af steini þessum og öllum dyrunura, og er hann nú að fást við að rannsaka þetta^oftir mót- unum og ætlar að taka af þeim önn- ur mót og senda þau hinuin fræg- ustu rúna- og fornleifafræðingum, svo einskis verði ófreistað að reyna að lesa rúnirnar, Þegar þeir voru búnir að brjót- ast í gegn um dyrnar, komu þeir inn í gröfina sjálfa. Voru þar mál- verk á múrunum. Konumyndir sveipaðar blæjum, lágu þar á bæn. Þrjú voru skot út í múrinn, og voru þar hauskúpur og önnur bein; voru þar als bein af 10 mönnum. Öll voru beinin máluð Ijósrauð eins og líkneskjurnar, sem þeir höfðu séð utan á dyrunum. Segir Saville að rauði liturinn hafi verið sorgarlitur Azteca. En það að beinin voru öll máluð, sýnir að lioldið hafði alt ver- ið skaflð af þeim áður en þau voru látin í gröfina. En merkilegast af öllu f gröf þessari voru þó rúnirnar. Líktust sumar þeirra nokkuð “Maya’-rúnun- um (gömluin rúnum á tungumfili Maya-þjóðflokksins), sem víða hafa fundist á öðrum stöðum í Mexico, en þó standa þessar rúnir framar öllum öðrum rúnutn, sem í Ameríku hafa fundist. Ætlar Saville að rúnirnar séu að meira eða minna leyti ljóð- rúnir. Ilið næsta, sem Saville skoðaði var Xoco-grafhellinn. Helli þann fann Sologuren doktor, nafnfrægur mexikanskur fornleifafræðingur og safnari fornleifa árið 1886. Inn í hellir þenna braust Saville um hlið- ardyr, sem enginn vissi af áður og þurfti hann að brjótast gegnum fjög- ur gólf, frá 2—3 þuml. á þykt, úr á- kaflega hörðu hvítu sementi. Fann hann þar mjög einkennilegt bygg- ingarsnið, og af myndum þeim og öðru sem þar fanst inni, virðist svo sem uppruni trúarbragða Zepoteca- manna sé líkur trúarbrögðum á austurlöndum. En þó er nú ótalin uppgötvunin sem vísindamennirnir telja mesta og markverðasta af öllu saman, en hana gerðu þeir, er þeir voru við gröft þann, er áður er getið, Fundu þeir ræsispípu eina úr “terra cotta“- leiri, og lá hún frá haugum þessum útámörkina; voru stúfarnir í pípu þessari nokkur fet á lengd og féllu ágætlega saman. Gátu þeir fylgt pípunum töluverðan kafla, þá slitn- uðu þær í sundur, en svo fundu þeir þær spölkorn í burtu og fylgdu þeim upp á fjall eitt bratt og mikið og þar fann Saville ákaflega stórt musteri með tignarlegum súlnaröðum um- hverfis. Var musterið sjálft hið feg- ursta. Hafði þeim veitt ervitt mjög að fylgja pípunum jafnlanga leið gegnum afarþétta skóga upp brekk- ur og fjallshlíðar, en liklega hefði musterið aldrei fundist, ef að þeir hefðu ekki rekist á pípurnar, svo var það þakið þéltum og hávöxnum skógi. Borgin hafði staðið efst á tindi fjallsins, en brekkurnar niður höfðu verið gerðar að hjöllum með manna- höndum, hver hjallurinn niður af öðrum, en tindurinn hafði verið slétt- ur og víggirtur svo að hann var ó- vinnandi. Musterið var Ijómandi fallegt. En andspænis því, á breiðu sléttunni efstu, voru rústir af leik- húsum, höllum og öðrum stórbygg- ingum. Strætin og göturnar voru alveg eins og þau höfðu verið fyrir mörgum, mörgum hundruðum ára. Hér á þessu fjalli með hjöllunum miklu höfðu menn loks fundið hina týndu höfuðborg Zepoteca-þjóðarinn- ar mænandi yflr landið. En Zepo- tecaþjóðin hefir á sínum tíma að lík- indum drotnað yflr allflestum þjóð- um meginlands þessa og sjálfsagt verið fremri öllum þeim í fögrum listum, mentun og iðnaði. Sem vígi var borgarstæðið ágætlega valið fyr- ir höfuðborg á hinum róstusömu tím- um, sem þá hafa vafalaust verið. Það var alveg óvinnandi. Fjallið stend- ur þar sem þeir mætast dalirnir þrír Oaxaca, Etla og Jalplan. Mátti því þaðan sjá í allar áttir og halda það- an vörð yfir öllu landinu 1 kring. “í suðurenda borgarinnar,” segir Saville, “fundum við hól einn mik- inn, 1000 feta langan og 300 feta breiðan, voru hliðarnar múraðar upp og rið eitt úr steini upp að ganga. Heflr það máske verið musteri eitt ákaflega stórt, eða þyrping af opin- berum byggingum. í hinum enda borgarinnar var hvylft ein álíka mik- il ummáls og hefir það að líkindum verið leikvöllur eða fundar- eða bænastaður. Frá löndum MINNEOTA, MINN., 4. ^SEPT. 1898 (Frá fréttaritara Ilkr.). Tíðarfar ; 19. f. m., að kveldi dags æddi hér yfir ofsa þrumuveður með á- köfu regni og hroða norðvestanvindi. Gerði veður það töluverðan skaða á kornstökkum. Hjá Isleudingum gerði eldur ekki skaða nema hjá Ola Sigfius- syni; hjá honum brunnu upp4hveiti- stakkar. — Nú fyrirfarandi hafa verið ákafir hitar; um og yfir 100 stig i skugga. — Plæging og þresking oru nú hér í hæsta gengi. Heyafli hér í bezta lagi; afrakstur allra korntegunda meirí en í meðallagi. —Hveiti á hraðri leið niður á við á markaðinum (gull-postular heldur fá- orðir nú). Burtflutningur: I vor fóru þeir vestur á Kyrrahafsströnd, Jón Jóseps- son og Guðjón Toinasson, og nú eru nýfnrin, Ingibjörg Arngrímsdóttir. kona Jóns. ásamt börnum þeirra, og Tómas Pétursson og koria hans Anna Arnadóttir. Þau búast við að setjast að þar vestra. Herra Vilbjálmur Schram fór héð an burt ekki alls fyrir löngu, en hvert er mönnum hulið. Orsökin er sögð sú, að ung stúlka hér fer uú kona ekki ein af völdum hans. Mönnum er farið að verða tíðrætt um deilu ykkar Lögbergs ritstj.; búast við að heyra getið um einvíg þá og þegar. Og þar eð engar sannauir duga við Lögberg, virðist hólmganga raeð sverðum eða byssum, eða berum hnef- ura, vera þrauta-úrræðið. Vér erum þess fullvissir að flokksmaður vor sigri í því, eins og hann hefir ætíð sigrað með pennanum. FRF.TTAGREIN FRÁ BRANDON. Hinn 18. Ágúst síðastl. hélt “Bróð ernisfélagið” í Brandon 10 ára afmæli sitt. Bauð félagið öllum Islendingum, sem í bænum voru. Fimm manna nefnd var kosin til að standa fyrir sam komunni, og voru það: H. Lindal, G. E. Gunnlaugsson, B. Benediktsson ungfrú F. Thorvaldson ogG, J. Aust- man. — Samkoman byrjaði kl. 9 að kvöldinu með glymjandi söng frá ís lenzka söngflokknum. Þá hélt herra Lárus Árnason ræðu um bindindi, svo voru sungnar solos af Hirti Lindal, G, J. Austman og ungfrú Thorvaldson. Eftir það talaði G. E. Gunnlaugsson, og skýrði frá ástandi félagsins og að- gerðum þess síðan það hófst. Hér skal þess að eins g^tið. að félagið hefir á þessu tímabili gefið: Til Brandonsafnaðar $100 Til sjúkra félagslima 50 Til jarðarfara 20 Til hjúkrunar sjúkra meðlima $75—100 Ræðumaður lýsti þvi yfir, að ó- mögulegt væri að gera nákvæman reikning yfir hjúkrunarkostnað og þess háttar, sem ekki kemur fram [í beinum peningum. Þá var enn sungið.51 Næst flutti hra. B. Benediktsson tölu, er væntan- lega birtist prentuð síðar, að efninu til. Eftir það var sungið,’^og’ næst talaði hra. H. Lindal fyrir minni kvenna. Söngur. Þá var kvæði flutt af herra B. Benediktssyni. Svo’kom söngflokk- urinn á ‘programmið’, og hófst þá líka dansinn, sem stóð yfir til kl. 2 um morguninn. Eftir það ’fóru menn að smá týnast heim til sín. uánægðir að sjá, eftir góðar veitingar og geðuga skemtan. Norna-Gestur. Tekjur af vínverzlun. Tekjur þær sem Canadastjórn fékk af vinverzlun árið frá 1. Júlí 1895 til 30. Júní 1896, eru settar fram í eftirfylgj- andi töflu : Tollur & innlendum vörum, Canadiskir áfengir drykkir $4.029.359 Maltdrykkir.............. 775.354 Leyfisgjöld. Leyfisgjöld víngjörðamanna 2.500 Leyfisgjöld maltgjörðamanna 6.200 Tollur á aðfluttum vörum. Öl, bjór, vin og allskonar á- fengir drykkir........ $2.242.763 Malt....................... 8.391 Allar tekjur af vínverzlun $7.071,315 Þessi upphæð er hér um bil $1.37 á hvert mannshöfuðí ríkinu. Það er álit- ið, að hér um bil 32c. á höfuð séu fyrir Kennara vantar við Baldnr skóla fyrir Októbsr, Nóvimber og Desember þ á , fyrir það fyrsta. Umsækjendur get.i þess hve mikið kaup þeir vilji hafa, og livaða prófseinkunn þeir hafi. Kennsla bj'rjar 1. Október. Tdboðunum veitir undir- skrifaður móttöku til i4 Sept., kl. 12 á hádegi, Hnausa. Man. 17. Aug. 1898. 0. G. Akraness Sec. Treasuier Baldur S. D. EDMUND L. TAYLOR, Barrister, Solicitor &c. Rian Block, 492 Mai.n’ Street, IVlNN’IPEG. Ábyrgðir ao þola hvaða eldbað sem er. Állar stærðir. Fyrir $15,00 og upp. Komið inn og skoðið þær eða sendið eí'tir príslista. Kar! K. Albert, Western Agent. ilfllVliicessSt,, Wiunipeg. á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLareil Bl'O’s, eigendur. Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cavalier, X. Ilak. PAT. JENNINGS, eigandi. Nationel Hotel. Þar er staðurinn sem öllum ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegasta og skemtilegasta gestgjafahús í bænum. FmmIí ad eins $ I .OO a ilag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. IIENRY McKITTRICK, —eigandi.— Góðir landar! Komið á hornið á King & James St. Þar er margt sem ykkur girnir að sjá. Þar fáið þið alt sem lítur að hús- búnaði, svo sem RÚMSTÆÐI með öllu tilheyrandi, HLIÐARBORÐ, ný og og ;ömul, STOLA, forkunnar fagra, MATREIÐSLUSTÓR af öllum mögu- legum stærðum, OFNAR og OFNPÍP- UR, ljómandi LEIRTAU, og margt fleira sem hér yrði of langt upp að telja. Alt þetta er selt við lægsta verði. Við yonum að þið gerið okkur þá ánægju að koma inn og líta á samsafnið áður en þið kaupið annarstaðar, og þá sjálfsagt að kaupa ef ykkur vanhagar um eitthvað. Gætiðaþess að kaupa ekki köttinn i sekknum. Yðar þéuustu reiðubúnir Pálson & Bárdal. MciHÍiiigar! Lítið á eftirfylgjandi verðlista á hinni nafnfrægu Lisk’s Blikkvöru, sem er ábyrgst að riðga aldrei. Ilún fæst í harðvörubúðinni hans TRUEMNER, . ^ i Cavalier. Mr. Truemner ábyrgist vöruna sjálfur og lofar að gefa ykkur nýjann hlut fyrir sérhvað eina sem þið kaupið af Lisks Blikkvöru og sem riðgar hjá ykkur með sómasamlegri brúkun. Áður seldar Nú á 16 potta fötur 90 cts. 67 cts, 14 potta fötur 75 “ 55 “ 12 potta fötur 70 “ 52 “ 14 “ “ með sigti $1.10 78 “ 17 potta diskapönnur 90 ct. 70 “ No. 9 þvatta Boilers $2.50 $1.90 J. E. Truemner Cavalier, N-Dak.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.