Heimskringla - 15.09.1898, Blaðsíða 3
J3 EÍMSKRIN6LA, 15. SEPTEMBER 1898
vínföng.sem eru notuð í þjónustu lœkn-
isfræðinnar, aflfræðinnar og vísináanna
og að tekjur fyrir vínverzlun til drykkj-
ar séu hér um bil 85.400.000, eða um
81.05 á. hvert mannshöfuð í landinu.
Það hefir áður verið sýnt fram á
það (Lögberg 8. þ. m.), að þeir sem
drekka þessa áfengu drykki, borga
$39.879.854 fyrir þá, og að landið missir
alla þá peningaupphæð, sem er borguð
fyrir þá. Ef þessi verzlun er stöðvuð,
þá verður þjóðin í heild sinni $39.870.854
ríkari eftir eitt ár, en hún hefði verið ef
vínverzlunin hefði haldið áfram. Á 10
árum mundi þessi breyting auka auð
þjóðarinnar um meira en $400.000.000.
Hér i er fólgið svar upp á spurning-
una : “Hvernig fer með tekjur ríkis-
ins?” Það er erfitt að innheimta pen-
inga frá mönnum sem eru fátækir. Með
því að gera þjó'ina efnaðri, gerum vér
léttara að ná upp tekjum ríkisins. Blað-
ið Globe i Toronto setur málið skarplega
fram 19. Maí 1897 með þessum orðum :
“Gjaldþol skattgjaldenda er eigi
komið undir tölu greinanna í toll-
eða skattskránni, heldur undir tölu
og auð skattgjaldenda. Af þessu leið-
ir, að hin ríkistekjulega afleiðing af
vínsölubanni verður að dæmast eftir
því, hvernig þessari spurningu er
svarað: “Mun vínsölubannið auka
eða minnka skattgildan auð þjóðar
innar.” Ef auðurinn vex, þá verður
hægt að bera greiðlegar útgjöld stjórn-
arinnar eins og öll önnur gjöld.”
Vínsalan rænir oss miklu meiru en
upphæð þeirri sem drykkirnir sjálfir
kosta. Það hefir verið sýnt fram á, að
vegna ofdrykkjunnar missum vér tfuk
þessa árlega meir en $100.000.000 á ýms-
an óbeinan hátt. Vínsölubann mundi
auðga landið og ríkara land mundi láta
í té meiri ríkistekjur.
Fyrir mikið af þeim peuingum sem
yrði forðað frá að vera eytt fyrir drykki
mundu aðrar tollskyldar vörur verða
keyptar, og þar kæmi þegar fram nýjar
rikistekjur. Ríkisþingstíðindi Englands
sýna, að þegar stjórnin á hallærisárum
Trlands lokaði víngerðahúsunum, þá
keypti írska þjóðin meira af tei, sikri,
fötum, járnvöru o. s. frv. heldur en á
nægtaárunum og mjög auknar tekjur
voru innheimtar af þessum vörum.
Þegar bindindishreyfing hins mikla séra
Matthew náði hæsta stigi.þá féllu árleg-
ar tekjur af áfengum drjTkkjum afar-
mikið. en allar árlegar tekjur, sem inn-
heimtar voru, urðu samt £90.000 meiri
en venja var til.
Það gæii verið að þingið þyrfti að
setja ráð til að geta mætt tekjuhalla um
eitt eða tvö ár, en brátt mundum vér
sjá auknar tekjur streyma inn frá ham-
ingjusamari og auðugri þjóð. Það er
létt að borga skatt, þegar til er nægð af
peningum til að borga með.
Það hefir verið bent á margbreyttar
aðferðir til þess að rikistekjur þær sem
nú koma frá vínverzluninni, verði bætt-
ar upp, þegar vínsölubann er orðið’að
lðgum. Það er eigi tilgangurinn með
grein þessari að mæla fram með ein-
hverri sérstakri aðferð. Það má treysta
þinginu til þess að ná upp tekjum ríkis-
ins á þann hátt, að þær verði sem mest-
ar og um leið skattálögurnar sem létt-
bærastar fyrir þjóðina. Sumar af þeim
bendingum sem hafa verið gerðar, eru
hér samt sem áður lagðar fram til fróð-
leiksauka.
Það mætti ná upp allri tekjuupp-
hæðinni með beinum skatti. Og þá
mundi þjóðin þurfa að borgaeinn sjötta
hluta þess, sem hún borgar nú fyrir
áfenga drykki. Hún hefði þannig 5/6
hluta eftir og j'rði í heild sinni meira en
$30.000.000 ríkari en hún nú er. Og við
auð hennar mundi árlega bætast nýar
$30.000.000. Beinn skattur er samt sem
áður ein af þeim aðferðum, sem hægt er
að nota til þess að ná upp tekjum rík-
isins.
£ cents tollur á sikurpundið, 7 cts. á
pundið af tei, kaffi og cocoa og 16 cts, á
tóbakspundið, eftir því sem þessar vör-
ur eru brúkaðar. mundi nema framan
greindri upphæð, $1.05 á höfuðið eða til
samans $5 400,000.
Stjórnin gæti tekið að sér vinverzlun
þá, sem er lej'fð i þjónustu læknisfræð-
innar, aflfræðinnar og vísindanna, og
haft allan ágóða af henni. Það er álitið
að tekjur af þeirri verzlun mundi nema
hér um bil $4.000.000. Það mundi verða
áreiðanlegasti vegurinn til að fá hreint
vín í meðul o. s. frv.
Ef þ^ssi aðferð væri höfð, þá mætti.
ná upp þeim 3 milj. sem vantaði upp á
núverandi tekjur af vinverzlun, meðþví
að leggja 30 centa innlendan aukatoll á
hvert tóbakspund, eftir því sem sú vara
er nú brúkuð.
Sömu upphæð mætti einnig ná upp
mað sérstökum aðfluttningstolli er
nærni 4£ centi af hundraði af verði alls
varnings sem tollur er nú borgaður af.
Eftir “preferential” tollaðferð mælti
ná upp þessari upphæð með aukatolli,
er næmi 7£ centi af hundraði af verði
þess varnings, sem er fluttur inn frá
öðrum löndum en Bretlandi. Þannig
yrði tollur á öllum vörum frá Bretlandi
óbreyttur.
Þar sem það er augljóst, að tekju-
hallinn yrði að eins um stundarsakir,
og að auðugra land mundi brátt bæta
upp það, sem vantar á tekjurnar, þá
mætti mæta þessum bráðabyrgðar
tekjuhalla með því að taka sérstakt lán
eins og á sér stundum stað þegar ríkið
kemst í óvænta þröng.
Alt það sem hefir verið sagt til að
sýna, að þjóðin mundi verða ríkari og
að ríkistekjurnar mundu í raunog veru
vaxa en ekki minka, ef vinsölubann
kæmist á, er öfluglega staðfest af fram-
burði margra mestu fjárhagsfræðinga
heimsins. Tveir ágætir fjármálaráð-
gjafar Breta komast þannig að orði í
ræðum sínum um þetta efni:
W, E. Gladstone : Herrar mínir.
Þér þurfið eigi að gera j'ður áhyggju-
fulla viðvíkjandi tekjunum. Tekiu-
spurningin getur aldrei staðið í vegi fyr-
ir nauðsj'nlegum umbótum. Auk þess
veit ég hvernig hægt er að ná upp tekj-
um, þegar ég hefi bindindissama þjóð,
sem eigi sóar arði vinnu sinnar.
Sir Stafford Northcote: Ef tekj-
urnar minka við auknar bindindisvenj-
ur, þá mundi sá auður er sú brej'ting
færði þjóðinni, algerlega skyggia fj'rir
þá tekjuupphæð sem nú kemur af vín-
tollinum, Og ekki að eins mundum vér
með ánægju horfa á, að sú tekjugrein
minkaði heldur mundum vér finna á
margan hátt að fjárhirslan mundi eigi
bíða skaða af því tapi, sem hún yrði fyr-
ir í þessari grein.
Sir A. T. Galt, Sir Leonard Tilley,
Hon. G. W. Ross, Hon. Geo. E. Foster
og margir aðrir stjórnmálamenn í Ca-
nada hafa með sterkum orðum látið
sömu skoðun í ljósi. Hon. Geo. E.
Foster setti einu sinni fram hina afar-
miklu eyðslu og eyðing, sem vínverzlun-
in hefði bakað landinu um nokkur und-
anfarin ár, og bætti hann svo þessum
orðum við :
Það er undur, 5að land vort skuii
njóta nokkrar velliöunar með slíkri
hræðilegri ej'ðslu. Ef eyðsla þessi gæti
hætt, þá mundi Canada ekki þekkja
sjálfa sig eftir 10 ár, svo velmegandi og
auðug mundi hún verða orðin,
Við annað tækifæri talaði liann um
afleiðingar þær sem vinsölubannið
mundi að líkindum hafa á ríkistekjurn-
ar, og komst hann þannig að orði:
Þó að bein inngjöld af þessari verzl-
un yrðu vissulega strykuð út af ríkis-
tekjuskrá vorri, þá mundi verzlun
landsius yfir höfuð ogalmenn velgengni
og velmegun þjóðarinnur vaxa svo mjög
að inngjöldin í öðrum greinum rikistekj-
anna mundu vaxa í sama hlutfalli, og
eftir fj'rsta árið eða svo mundu ríkis-
tekjur vorar frá skattgjaldendum alls
eigi hafa minnkað.
FÍNSÖLUliANNIt) HOUGAK SIG.
GrETA SELT TICKET
Til vesturs
*
Til Kooteney plássins, Victoria, Van-
couver, Seattle, Tacoma, Portland og
samtengist trans-Pacific-línum til Ja-
pan og Kina og strandferða- og
skemtiskipum til Alaska. Einnig
fljótasta og bezta ferð til San Franc-
isco og annara Californiu staða; Pul-
man-vagnar alla leið til San Francis-
co. Fer frá St. Paul á hverjum mið-
j'ikudegi. Þeir sem fara frá Manitoba
ættu að leggja af stað sama d*g. —
Sérstakur afsláttur (excursion-rates)
á farseðlum alt árið um kring.
Til suðurs
Hin ágæta braut til Minneapolis, St.
Paul, Chicago. St. Louis o. s. frv.;
eina brautin, sem hefir borðstofu og
Pullmans svefnvagna.
Til austurs.
Lægsta fargjald til allra staða í Aust-
ur-Canada og Bandarikjunum í gegn
um St. Paul og Chicago eða vatnsleið
frá Duluth. Menn geta haldið stanz-
laust áfram, eða geta fengið að
stanza í stórbæjunura ef þeir vilja.
Til gamla landsius
Farseólar seldir með öllum gufuskipa-
línum, sem fara frá Montreal. Boston
New York og Philadelphia til Norð-
urálfunnar; einnig til Suður-Ameríku
og Ástraliu.
Skrifið til eða talið við agenta North-
ern Pacific járnbrautarfélagsins, eða
skrifið til
H. Swinford,
General agent.
WINGIPEG - - - MAN.
r
FYRIR
FJÖL-
SKYLDR
Heimavinna
Við viljum fá margar fjölskyldur
til að vinna fyrir okkur heima hjá
sér, stöðugt eða að eins part af
tímanum. Vinnuefnið sem við
sendum er fljótlegt og þægilegt.og
sendist okkur aftur með pósti þeg-
ar það er fullgert’ Hægt að inn-
vinna sér mikla peninga heima hjá
sér. Skrifið eftir upplýsingum.
THE STANDARD SUPPLY CO.
Dept. B., — London, Ont.
1
Þegar þú þarfnast fyrir (álerangn
----þá farðu til-
iixnviAixr.
Hann er sá eini útskrifaði augnfræðing-
ur af háskólanum í Chicago, sem er her
í vesturlandinu. Hann yelur gleraugu
við hæfa hvers eins.
W. R. Inman & Co.
WINNIPEG, MAN.
Maurice^ Opið dag og nótt
Agætt kafli Restaurant.
517 MAIN STR.
Þið fáið hvergi jafngóðar og ódýrar
máltiðir í bænum.
ITaurice Nokes
eigandi.
Til skiftavina.
Ég er nýhúinn að fá miklar byrgðir
af Roger Bros. silfurtaui. Omögulegt
er að fá heppilegri brúðkaupseða afraæl-
isgjafir, en eitthvað af því. Komið inn
og skoðið vörurnar hvort sem þér ætlið
að kaupa nokkuð eða ekki.
Munið einnig eftir
að R. Branchaud, úr- og gullsmiður i
Cavalier, N. D., gerir betur ag ódýrar
við úrin, klukkurnar eða gullstássið
j'kkar heldur en nokkur annar.
R. Branchaud,
Cavalier, N. Dak.
POLYNIGE OLIA
--læknaR-
BAKVERK, HÖFUÐVERK
OG ÖLL ÞESSKONAR VEIKINDI,
GIGT OG MELTINGARLEYSI.
Þessi nýja franska uppfinding hefir
verið brúkuð og sýnt góðan árangur á
Bellevue spítalanum í New York, How-
ard spítalanum í Philadelphia,Maryland
og John Hopkins háskólunum í ÍBalti-
more, bæjarspítalanum i Montreal og
mörgum öðrum spitölum í stórborgum.
Það sem læknirinn segir.
John Hopkins University,
Baltímore, 5. Apríl 1897.
Reynsla sú sem hefir verið gerð hér á
spítalanum, undir minni umsjón, ,á
Polynice Oliu. hefir gefist ágætlega. Ég
ráðlegg því öllum að brúka hana við
allri gigt.
(Undirskrifað). Dr. F. L. ROGER.
POLYNICE OLIA
sendist — flutningsgjald borgað — við
móttöku verðs 50c., af hinum nafnfræga
franska læknir,
Dr. A. Atexandre,
1218 G Street, N. W.
Washington, D.C., U.S.A.
B. G. SKULASON
ATTORNEí AT LAW.
Stærsta Billiard Hall í
Norð vest i landinu.
Fjögur “Pool”-boið og tvö “Billiard”-
borð. Allskouar vín og vindlar.
liCiinoii & Hebb,
Eigendur.
Mauliattan Horse and Cattle Food
er hið bezta þrifafóður handa gripum.
Tilbúið af R. H. Peel, Winnipeg, Man.
Mr. Gunnar Sveinsson mælir með
þessu gripafóðri.
SKRIFSTOFA í BEARE BLOCK.
(itrand Forlts, Ji. 1>.
ROMIÐ inn hjá Harry Sloan,
EESTÁBRiNT
Dunbar hefir umsjón j-fir vinföng-
unum, oz þið fáið meifa fyrir pen-
inga ykkar hjá honum en nokkrum öðr-
um í bænum.
John O’Keefe,
prófgenginn lyfsali,
CAVAVIER, N-D.
Sloans Restauraiit
—523 Main St.—
Meðöl eftir læknisfyrirskrift afhent
á hvaða tíma sem þarf.
Búðin opin nótt og dag.
Ganadian Pacific
RAILWAY-
John O’Keefe-
Steinolia
Ég sel steinolíu hverjum sem hafa vill
ódýrara en nokkur annar i bænum. Til
hægðarauka má panta olíuna hjá G.
Sveinssyni, 131 Higgin Str.
D. McNEIL,
38 MCDONALDST.
Ef þér viljið fá góð og ódýr
Vinföng
Þá kaupið þau að 620 llain St.
Beztu Ontario berjavín á $1,25 gajlonan
Allar mögulegar tegundir af vindlum,
reyktóbaki og rej'kpipum. Verðið mis-
munandi eftir gæðum, en alt ódýrt.
Beliveau & Co.
Corner Maine & Logan Str.
DREWRY’S
Family Porter
er alveg ómissandi til að styrkja
og hressa þá sem eru máttlitlir og
uppgefnir af erfiði. Hann styrkir
taugakerfið, færir hressandi svefn
og er sá hezti drykkur sem hægt
er að fá handa mæðrum með börn
á brjósti. Til brúks í heimahús-
um eru hálfmerkur-flöskurnar
þægilegastar.
Eflwarð L. Drewry.
Redwood & Empire Breweries.
Austur yfir stórvötnin Mikið niður-
sett fargjald.
Þessí gufuskip fara frá Fort William.
Alberta hvern Föstndag
Athabasca hvern Sunnud.
Manitoba hvern Þriðjud.
Lestin kemur frá Winnipeg til Fort
William kl. 8.50 e. h. hvern Fimtudag,
Laugardag og Mánudag.
Klondike
Beinaleið með C. P. R. til
Wraipl. Glenora o[ Stapaj
S. S. Tartar og Athenian.
Hin stærstu skip sem höfð eru ti
Yukon ferða, sérstaklega til þess ger,
Þau sigla fré
VAFCOUVER og VICTORIA.
hvern laugardag
Skrifið eftir bókinni sem lýsir Yukon-
héraðinu, telur upp siglingadaga og geí
ur aðrar áætlanir og upplýsingar.
Allir umboðsmenn þessarar brautar
geta selt ykkur farseðla, sem innibinda
bæði máltíðir og rúm.
Snúið ykkur til næsta C. P. R. ma •
boðsmanns. eða skrifið til
Robert Kerr,
Tratíic Manager,
Winniprg, Man.
Norttieru Paciíic R’y
" OSÆE! TABLE.
MAIN LINE.
Sá sem býr til hið nafntogaða
GOLDEN KEY BRAND
ERATED WATERS.
Grand Pacific Hote/.
K. P. O'Honolioe, eigandi.
Ágæt herbergi og öll þægindi sem beztu
hotel geta veitt. Beztu vín og vindlar
Warket S<reet, Gegnt City flall
---WJNNIPEG. MAN,-----
Alrr. | Arr. I
l,00a 1.30pWinnigeg
7,55all2 OlaiMorris
5,15a ll,00a Emerson
4,15a'10,55a Pembina
10,20p 7,30a Grand Forks
l,15pl 4,05a Wpg Junct
I 7,30a Duluth
8,30a Minneapolis
8,00a
10,30a
St. Paul
Chicago
Lv
l,05p
2,32p
3,23p
3,37p
7,05p
10,45p
8,00a
6,40a
7,15a
9,35a
Lv
9,30a
12,01p
45p
15p
05p
130p
MORRIS-BRANDON BRANCH.
OLI SIMONSON
MÆLIH MEÐ SÍNU NÝJA
Arr. Arr. Lv
ll,00a l,25p Winnipeg l,05p
8,3ðp li,50a Morris 2,35p
5,15p 10.22a Miami 4,06p
12,10a 8,26a Baidur 6,20p
9,28a 7.25a Wawanesa 7,23p
7,00a 6,30a Brandon 8,20p
1
Fæði $1.00 á dag.
1.
718 Haiii 8tr.
Lv
0,**
8.30a
5,115a
12, Op
9,28p
7,00p
PORTAGE LA PRAIRIE BRAÍSCH.
C. S. FEE, H. SWINFORD.
Fen.Pass.Ág.,St.Paul. Gen.Ag.,Wpg.
-108 —
el er lögregluspæjari”, spurði hún, “því viljið
þið þú taka hann fastan ?”
- Hér var úr vöndu að ráða, en Basil lét sér
ekki bilt við verða.
"Þeir sem hjálpa lögreglunni fá oft sam-
vizkubit áður en verk þeirra er fullkomnað”,
svaraði hann. “Þeir svíkja þá bæði okkur og
félaga sina”.
Þetta svar nægði Sofíu Karr, Hún trúði
þvi að Michael Strelitz hefði svikið þau, og nokk-
ur augnablik reikaði liugur liennar mdli ástar og
haturs. Svo sneri hún sér að Pashua með leiftr-
andi augum.
“Svikarinn á enga vægð skilið og skal ekki
heldur boðin", hrópaði hún. “Hann hefir óhult
fylgsni hér nálægt. Þess vegna fór ég hingað —
til þess að geta verið nálægt honum”, .
“Hvar hefir hann þó faliðsig?” spurði Pa-
ehua.
“í hvisi frænda síns, Gregorj7 Orfanoffs”,
Pashua og Basil litu forviða hvor á annan.
“Gregory Orfanoff veit ekkert um þetta”,
mælti stúlkan. “Húsið er stórt og eru þar mörg
herbergi mannlaus, sem enginn kemur nokkurn-
tíma í. Strelitz kafteinn hefir leynigöng að fara
um inn og út á bakhlið hússins. En takið þið
mig í burtu áður en þið hafið hendur á honum.
Ég vil aldrei sjá hann framar”.
“Þú skalt ekki þurfa að sjá hann”, svaraði
Pashua. “Þú ska.lt verða flutt burtu ásamt fé-
laga þínum eins fljótt og mögulegt er. Ég kem
aftur á augabragði”, sagði hann svo við Basil
og menn sína. “Geymið fangana vel”. Svo
— 109 —
hvarf hann skj’ndilega úr herherginu og gekk
hratt ofan tröppurnar.
Á strætinu framan við húsið hafði safnast
fjöldi fólks. Hafði hvellurinn af skammhj'ssu-
skotunum dregið menn þangað og þar á meðal
varðmenn tvo eða þrjá og voru þeir að skipa
mönnum með mj-ndugri raustu, að hver skj-idi
fara heim til sín, Varð Pashua glaður við að
sjá varðmennina og lét þá þegar fara að starfa
og sendi annan eftir sleða. Kom hann aftur að
vörmu spori með sleða einn. er hanu iiafði fund-
ið á næsta stræti.
Borikin og Sofía Karr voru nú tekin út úr
húsinu, fjötruð þungum hlekkjum og iátin fara
upp í sleðann í skj’ndi. Fóru tveir menn Pash-
ua og einn varðmaðurinn með þeiin í sleðanum
og óku í fiugferð til lögreglustöðvanna.
Spottakorn elti mannþj'rpingin sleðana á
hlaupi og notaði Pashua sér það, til þess að fara
með Basil og tvo varðmenn niður strætið í átt-
ina til Orfanoff-hallarinnar. Þegar þangað kom
var þar enginn maður úti fyrir, og er þeir ná-
kvæmlega höfðu njósnað þar í kring, læddust
þeir fram með hliðinni á húsinu og komust inn í
garðinn að aftanverðu.
I garðinum voru runnar miklir og nokkur
stórtré, Umhverfis garðinn var múrveggur
ekki hærri en svo að léttfær maður gat klifrast
j’fir hann, í horninu þar sem múrgarðurinn
kom að húsinu stóðu fáein greinamikil og há
furutré, voru þar gluggar nokkrir á húsinu og
létt að komast að þeim fyrir vínviðarflækjur
þykkar, sem læstu sig um snagana i veggnum.
— 112 -
þar sem hann sá Nataliu óttaslegna horfa fram
á milli tjaldanna.
Eftir uppástungu Pashuá fór Gregory Or-
fanoff ekki lengra. Það Jvar hyggilegra að láta
liann vera þar eftir, ef slagur kynni að verða.
Lubin fór svo á undan félögununi um gang einn
iangann miili herbergja, er ekki höfðu opnuð ver-
ið mánuðum sáman. Skoðuðu þeir eitt, á eftir
öðru af þessum rikulega búnu, en rykugu lier-
bergjum.
Loksins komu þeir til svefnherbergis gamals
sem sýndi að nýlega hafði þar verið rótað til, og
þegar Pashua reyudi hóglega að opna dyrnar að
næsta herbergi, þá gat hann það ekki.
Við þetta brá Lubin. “Það er einhver inni
þarna”, hvíslaði hann. “Hann hefir læst hurð-
inni að innan. Flýtið j'kkar, eða hann sleppur.
Á heiberginu eru tveir gluggar þeim megin sera
veit að garðinum”.
Lagði þá Pashua eyrað við skráargatið og
lieyrði einhverjar litlar hrej-fingar,
“Opnaðu dyrnar, kafteinn Strelitz”, kallaði
Pashua snögglega. “Það er ekki til neins fj’rir
þig að verjast. Ég (hefi menn með mér og við
erum vel vopnaðir. Ég er lögregluspæjari og
er að leita frétta, en ekki komiun í þeim tilgangi
að taka þig fastan, Ef að þú gengur að kostum
okkar, þá skaltu laus látinn undireins”.
“Ilann segir satt, Michael”, Ihrópaði Basil
hárri röddu. Þekkirðu mig ekki ? Eg er Basil
Marlott. Það bezta sem þú getur gert, er að
gefast upp”.
Það er vafasamt hvort Michael Streiitz
— 105 —
gróf upp kassa með sprengikúlum i kjallaranum
þar sem þeir höfðu haldið fundi sina.
Alt til þessa vissi enginn af sambandi Mieha
els StreUtz og samsærismannanna, nema þeir
Pashua og Basil, og þetta ætluðu þeir að hag-
nýta sér, svo framarlega sem Pashua kæmist að
því hvar kafteinninn feldi sig. Hann byrjaði
leitina þegar um kvöldið, og fór Basil hálfnauð-
ugur heim til sín, til að bíða þar uppfj’llingar eða
þá ej'ðileggingar vona sinna.
Firatudagurinn og föstudagurinn liðu svo að
ekkert bar tiljtíðinda. Basil fór ekkert út úr
húsinu, Haun hafði engar fréttir fengið af Pa-
shua, og þegar föstudegínum lauk í mj'rkri og
kafaldssnjóhríð, þá var hann að verða vonlaus.
En sigurinn var nær en hann liugði, Klukkan
sjö um kvóldið kom Pashua. Og í gegnum all-
an þumbaraskapinn skein ánægjau út úr honum.
“Búðu þig hlýlega”, sagði hann, “og kondu
með mér. Ég hefi fundið fylgsni Sofíu Karr. Og
hefi verið að leita að því i tvo daga”.
Skömmu siðar voru þeir fótgangandi að
stríða á móti storminum. Og sjálfsagt i Jhálfan
klukkutíma fóru þeir um stræti þar sem Basil
var með öllu ókunnur. Loks nam þó Pashua
staðar, blístraði lágt og komu þá tíl hans tveir
menn að vörmu spori.
"Þessir piltar leggjaengan tálma á veg okk-
ar”, hvíslaði hann að Basil, “en við þurfum
þeirra kanské við”.
Gekk Pashua syo á undan og sneri inn í
strætj eitt mjótt, en Basil kannaðist víð að það
var Gorokliavaya, og þótti honuin það undar-