Heimskringla - 29.09.1898, Blaðsíða 1
Heimskringia
XII. ÁR
WINNIPEGr, MANITOBA 29. SEPTEMBER 1898.
NR 51
M~
'Ví
Holbrook
Stora Deilða-liuð,
CAVALIER, N. D-
Heildsala og
Smásala.
Eruð þið að líta eftir stöðum
þar scra þið getið gert alla
haustverzlun ykkai', þW sem
þið getið fundið óþrjótandi vðf-
Ubyrgðír til að velja úr, og þar
sem þið getið sparað frá
10 fil 50 pc-
á hverju sem þið kaupið ? Þið
eruð öll að líta eftir lúnum "al-
máttuga dollar." Það eru þrír
vegir til þess að eignast hann :
Vinna, Stela, Spara.
Ef þlð getið sparað einn dollar,
þá er það mikið léttara lieldur
en að láta vöðvana eða heilann
þurfa að vinna til að eignast
hann. — Við höfum
$40.000
virði af haust og vetrarvarningi
sem við keyptum að afstöðnu
stríðinu tyrir sérlega líigt verð.
Það var ekki hægt að kaupa
vöru- fyrir sanngjarnt verð á
meðan á stríðiuu stöð, svo við
um hvoi'ki til New
i u'k eða Cl
kaupa haustvörur vorar, fyr en
að stríðið var á enda. Og af-
leiðingin er sú, að nú getum
við sýnt ykkur 50 pc. meiri
vó'rur en nokkru sinni áður, og
25—50 pc. ódýrari en nokk
ur keppinautur vor getur boðið.
Við komumst í kynni við
fata-verksmiðju í Chicago sem
var að hætta við verzlun, og
þar keyptum vér stórkostlegar
byrgðir af hinum allra bezta
Fatnadi
og fengum það íyrir 33i—50%
lægra veið en mögulegt er að
fá það fyrir annarstaðar. Vér
keyptum álnavöru og kvenn-
yflrhafnir með jafn lágu verði.
Hið sama má segja um skó,
nærfatnað, grávöru og í sann-
leika um allar vörur vorar.
Það er ómögulegt að segja
ykkur hér alt sem mætti segja
um vörubyrgðir vorar, en mun
ið að eins eftir því, að hjer
býðst ykkur betra tækifæri en
þið haflð haft í mörg ár til þess
að kaupa BEZTUog NÝUSTU
vörur, af hvaða tegund sem
er, fyrir mikið lægra verð en
nokkru sinni áður.
Það er sama hvar þið eigið
heima í Pembina County, þa
borgar það sig fyrir ykkur að
kom og verzla við Holbrook
Við setjum hér að eins lítið sýn-
ishorn af prísum okkar í mat-
vörudeildinni:
18 pd. Rasp. sykui' $1.00
16 u molasykur 1.00
1 " Stívelsi 5c
1 " Soda 5c.
1 " Laxdós lOc.
15 pakkár kafflbætir 25c.
40 st. aí' g'óðri sápu 99c.
10 pund af kaffi 98c.
!
Síðar auglýsum vér verð á öðr-
um vöruteguhdum. — Farið
ekki fram hjá staðnum.
r
Cavalier, N. D. J
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Frá Cayenne á Frakklandi berast
þær fréttir. að uppreist mikil hafi verið
hafin af óbótamönnum þar í fangahúsi
bæjarins. Þeir réðust á og yfirbuguðu
gæzlumennina, fóru siðan í fylkingu og
brutust inn í vopnabur stjórnarinnar
og höfðu þaðan með sér það af vopnum
og skotfærum er þeir álitu sig þurfa.
Líklegt þykir að þeir muni næst ráðast
4 aðalfangelsi stjórnarinnar þar og
leysa þaðan út 4000 fanga. Herdeilil
stjórnarinnar þar í bænum hefir sent
hraðskeyti til Parísar og beðið um liðs-
aíia þaðan. En búist er við að það lið
muni koma of seint til Cayenne til þess
að hindra væntanleg hriðjuverk fang-
anna.
Dreyfus er í varðhaldi á Djöflaeyju
skammt undau landi frá Cayenne, þar
sein uppreistin hófst, og af því að búist
er við að óaldarseggir þessir muni gera
tilraun til að leysa iiann úr varðhaldinu
þá er líf hans talið í mikilli hættu, því
stjórnin hefir lagt svo fyrir gæzlumenn
hans, að þeir skuli tafarlaust skjóta
hann ef nokkur tilraun sé gerð til þess
að ná honum úr varðhaldinu.
Það er nú sagt áreiðanlegt, að yfli
500 af þeim rúmlega 1000 skjölum sem
notuð voru til þess að ná sök og dómi á
hendur Dreyfus, hafi verið fölsuð. HT
alræmdi major isy hvað
flúið Frakkland og komist til Lundúna
og þaðan opinberaði hann þessa skjala
fölsun. Ýmsir fleiri, svo sem þeir P.
Lebbois óg Picquart, eru nú undir á-
kærum í þessu sambandi, og talið víst
að þeir muni sekir fundnir.
Það þykir merkilegt sem komið
hefir í ljós viðrannsóknirer gerðarhafa
verið í sambandi við skýrslur yfir stríð-
ið milli Bandaríkjanna og Spanar. Það
þykir sannað að litlir og meðalstórir
menn þoli betur þreytu og vosbúð held-
Því er einnig haldið fram að sjálfboðar
úr bæjum þoli betur alla sh'ka Areynslu
og reynist þrautseigari miklu heldur en
þeir stærri og sterkari sem komið hafa
beint utan af landsbj'gðinni. Þutta
þykir að vísu nokkuð undarlegt, en það
er samkvæmt þeirri reynslu sem menn
þóttust fá í þrælastríðiríu forðum.
Þeir Filopo Agonoello og Joes Lopes,
sem Aguinaldo.foringi uppre'staimanna
á Philippine eyjunum, hefir sent á fund
Bandaríkjastjórnarinnar, komu til San
Francisco 22. þ. m. Ekki vildu þeir
segja hvað það væri sem þeir ætluðu að
erindreka fyrir hönd félagsbræðra sinna
en gatu þess, að uppreistarmennirnir
vonuðu að fá eyjarnar viðurkendar sem
óhúð lýðveldi áður langir tímar liðu.
Fréttir frá Havana segja, að nú
séu uppreistarmenn a Cuba orðnir þæg
ari viðfangs en þeir hafa nokkru sinni
áður verið síðan uppreistin hófst þar
Þeir búast ekki við að Cuba verði inn
limuð í Bandaríkin sem afleiðing af
stríðinu, en þeir hafa þá von að þegar
Bandamenn eru búnir að reka Spán-
verja úr landi þar, þá muni þeir koma
á skipulegri sjálfstjórn þar og viður
kenna Cuba sem óháð lýðveldi. Þetta
er þeirra einlæg ósk og vona þeir að fá
hana uppfylta. Þeim þykir sennilegt að
Bandamenn muni a endanum viður-
kenna þá stjórn sem uppreistarmenn
settu þar á stofn fyrir tveimur árum.
En ekki búast þeir við að geta fengið
þessu framgengt nú strax. Eins og nú
stendur leggja þeir alla áhersluna á að
geta sýnt og sannað fyrir Bandamönn-
um, að þeir séu færir um að stjórna sér
sjAlfir. Cubastjórnin er nú að búa sig
undir nýjar kosningar, og er talið víst,
að núverandi forseti, Maso, muni verða
endurkosinn.
Það kom sá kvittur upp fyrir
nokkrum vikum, að McGuire dómari
yfir Yukon umdæminu, hefði svo sví-
virt stöðu sína, sem dómari og þar með
dómsvaldið í þessu landi, með því að
gerast fréttaritari fyrir Toronto Globe,
eitt aðal tíokksblaðið i Canada, að haim
væri ekki framvegis hæfur til að skipa
þar dómarasess. Dómarínn hefir nú
játað sök sína, og er kominn heim aft-
ur. En í hans stað er settur dómari
Dugas, og er hann nú á leið til Dawson.
Þetta er í fyrsta sinni í sögu Canada,
að dómari 'hefir gert sig sekan í því að
vanyirða þannig stöðu Bi'na.
Þess er getið i blöðunum, að ungur
maður að nafni F. A. Bowers fra Bel-
videre, 111., hafi uppgötvað aðferð til
þess að búa til egg úr kúamjólk, og að
egg þessi séu að gerð og smekk rojög
lík náttúrlegum hænueggjum. Þau
voru fyrst sýnd á héraðssýningu í bæn-
um í Boor-County fyrir nokkrum dög-
um og reyndust þar svo vel, að sterkt
félag heflr verið myndað til þess að búa
til þessa tegund af eggjum, og er saet
að þau geti orðið seld fyrir 6 cents
tylftin. Því er haldið fram, að til als-
konar bökunar sé hin nýja eggjateg-
und fullkomið ígildi hinna nátturlegu
eggja. Reyndar hefir Bowers ekki en
þá haft hentugleika á að búa til skurm
utan á eggin sín; en hann lofar að láta
það ekki dragast lengi.
Sykur sem fæða. Það hefir verið
reynt á, Þýzkalandi, að hermenn hafa
þolað bæði hungur og kulda þeim mun
betur sem þeir hafa neytt meira sykurs
Ekki heldur hafa þeir verið eins þost-
látir eins og hinir, som hafnað hafa
sykrinu. Það er því staðhæft af merk-
um þýzkum læknum, að sykur sé hin
ágætasta og hollasta fæða, og só á eng-
an hátt orsök í hinni vaxandi tannpínu
sem svo mjög þjáir hina núverandi
kynslóð.
Nýdáinn er C. M. Cameron, hinn
nýi governor í Norðvestur Terrioriun-
um. Hann verður jarðsður í Godridge
í Ontario.
Frá Kínaveldi berast þær fréttir,
að til stríðs geti leitt milli Engiendinga
og Rússa. Það er kunnugra en frá
þurfi að segja, að það er engin sérleg
vináttf n 'ili þessara stórvelda svona
undir niðri. Bæði hafa afarmikinn
mannafla og herútbúnað. Rússland
hefir meiri landher heldur en England,
en Jón boli hefir aftur í öllum höndutn
við andstæðinga sína á sjónum, því að
floti Breta er hinn langstærsti í heimi.
Það er engin hætta & því að þessi veldi
fari að sækja hvort annað heim svona
að ástæðulitlu. En það er austur í
Kínaveldi, sem hætt er við slysum.
Bretar og Rússar keppa þar hvorir við
aðra og báðir reyna að hafa sem allra
jórnarfar þeirrar þjóðar
m% cr svo aa sjá neiii
Rússinn ætli að bola Bretum út þaðan,
með hjálp gamla Li Hung Changs. —
Það sem síðast og mest heflr borið á
milli þessara ríkja er þannig til komið,
að fyrir nokkrum vikum síðan hafði
keisarinn i Kina rofið samning, sem
búið var að gera um peningaframlag
frá brezku auðmannafélagi til járn-
brautalagningar þar eystra, og var
gamla Li Hung Chang kent um samn-
ingsrof keisarans, og sagt að hann
hefði þar unnið með Rússum, sem
höfðu náð samningnum við keisarann
um peningalán til brautarinnar. Bret-
um líkaði gabbið illa, og skipuða sendi-
herra sínum í Kína, Sir Claude Mc-
Donald, að heimta skilj'rðislausann
rekstur Li Hung Changs frá utanríkis-
deildaimálum. Það fór svo að keisar-
inn lét i þessu efní undan Bretum.
Hann svifti Li Hung Chang tigninni,
og ákvað þa að halda áfram með hina
upprunalegu samninga stna við enska
félagið, en láta Rússann sitja á hakan-
uro. Rússinn snerist vel við ölln þessu
og kvað [sér ekki hafa í hug komið að
styggja Jón Bola á nokkum hátt eða
að rýra að nokkru leyti áhrif hans á
stjórnina í Kína.
En svo kemur það nú upp úr kaf-
inu, að keisarinn er kominn frá völdum
og ekkja fyrra keisarans tekin við.
Hennar fyrsta verk var að setja gamla
Li Hung Chang í sína fyrri stöðu með
öllum þeim völdum er hann áður hafði
við utanríkisdeildina og í stjórn lands-
ins á annan hútt. Þetta er híð stór-
feldasta kjaftshögg á Breta, sem ganga
að því gefnu að alt sé gert að undirlagi
Rússa, og bætir það ekki vinskapinn
milli þessara þjóða.
En atriði það sem hið, ef til vill,
yfirvofandi jstrið hangir á er það, að
maður einn í Peking hefir verið hand-
tekinn og dæmdur til dauða fyrir að
vera formaður í morðtilraun við keisar-
ann. Virðist það, af óljósum fréttum,
að líkt hafi átt að fara með bióður
hans, en brezki sendiherrann hafði lagt
svo fyrir, að hann skyldi ekki vera
handtekinn á skipi Breta, þar sem hann
náðist. Út af þessu eru miklar óeirð-
ir oghafa Rússar boðið drottningunni
að ljá henni 10,000 hermenn til þess að
halda friði í Peking, ef hún álítur það
nauðsynlegt. En Bretar hafa svarað
með því að senda herskipaflota inn 4
höfnina við Pekin, og gefið skipun um
að láta ekki rússneska hermenn lenda
þar,
Verzlunarhlunnindi þau sem Lau-
rierstjórnin veitti Englandi, með því
að uppbefja verzlunarsamninga þá er í
gildi voru milli Canada og Þýzkalands.
hefir nú haft þau áhrif, að Canada hefir
tapað allri kornverzlun við Þýzkaland.
Verzlunarmannasamkundan í Montre-
al hefir geflð út skýrslu um þetta efni
og er þar sagt, að á sumrinu 1897 hafi
Canada sent til Þýzkalands
5B5,000
909,000
760,000
98.000
80,000
bush.
af
hveitikorni
höfrum
rúgi
ertum
bankabyggi
og þar að fcuki yfir 1 millíón bush. af
canadiskun* korntegundum. sem sent
var frá Po: tland, Maine. En nú er sú
verzlun alv.ig rþotin. Xstæðan er sú,
að til þess :ið borga fyrir samningsrof-
in, hefir ni Þýzkaland sett innflutn-
ingstoll á canadiskar korntegundir, er
nemur
bush.
9
9
1
5
24
11
cents
af
hveitikorni
rúgi
höfrum
ertum
mais
bankabyggi
Theodore Rosevelt, foringi Rough
Riders. hefir verið útnefndur af Repú-
blíkum í Ntfw York -til þess að sækja
um ríkisstjóraembættið.
Bretar eru að senda fleiri hermenn
til Kríteyja-. Þeir ætla sér, sem líka
er rétt, að lufa nægan mannafla þar til
þess að geta neytt Tyrki til hlýðni, ef
á þarf að hr.ída.
Valhöll
heitir nýja húsið á Þingvöllum. sem nú
er fullreist og vígt var á laugardaginn
var. Þar var þá saman komið eitthvað
nálægt 100 ínanns, flestir úr Rvik og
nokkrir úr Þingvallasveitinni og sveit-
unum þar í kring. Hafði verið ráðgert
að hakia þar skemtisamkomu húsvígsla
daginn, úr því að ekkert varð úr Þing-
vallafundark.>sningunum. En daginn
á undan v b^»drungaveður og fóru því
færri austur héðan sunnanað, en ella
mundu hafa farið. Framan af laugar-
deginum var gott veður, en eftir miðj-
an daginn gerði rigningarsúldu og
spilti hún fyrir skemtuninni. Bene-
dikt Sveinsson, fyrv. sýslumaður, vigði
húsið með ræðu og kvað það fyrst og
fremst til að vera fundarliús handa
þjóðlegum samkomum á Þingvelli, en
skyldi einnig notað til gistingar út-
lendum ferðamönnum......
Húsið er enn eígi fullsmíðað að
innan. Það er bygt í kross. f roiðju
er salur 12X12 alnir og 9 álnir á hæ?
og er sérstaklega ætlaður til uð vera
f undarsalur. Ut frá honum a tvo vegu
liggja útbyggingar, nokkru lægri,
10 X 9 X 7 41. hver og er gangur eftir
báðum endilöngum, en beggjamegin
við ganginn eru sma herbergi, ætluð
ferðaraönnum, í öðrum enda (i herbergi,
en í hinum 1, og að auki herbergi handa
húsverði. Útihús fylgir og er skírt
Valhallardilkur; þar á að vera eldhús
og geymsluhús fyrir farangur ferða-
manna.
I salnum eiga að koma bekkir
hringinn í kring og svo smáborð með
stólum til og frá um gólfið. En ekki
verður húsið útbúið til að taka á móti
gestum fyr en næst.i vor. Þa er og
ráðgert að útvega 2 báta á Þingvalla-
vatnið ferðamönnum til skemtunar.
(Eftir ÍSLAND).
Democratic-Independent
County Convention.
Utnefningafundur Democrata og
Independents i Pembina County var
haldinn í Crystal. N. D., þann 20. þ. m.
Voru þar útnefndir menn til þess að
sækja um hin ýmsu County embætti í
kosningunum sem fara fram í haust 8
Nóyember. Fundur þessi var mjfig vel
sóktur þegar tekið er tillit til þess, að
þetta er einmitt sá tími árs, sem menn
alment eru mestum önnum kafnir.
Sýnir það ljóslega áhugann sem menn
þar syðra hafa fyrir málum sinum, að
margur bóndinn fór frá hveitiþreskingu
heima hjá sér, til þess að geta tekið þátt
í ákvörðunum þeim sem fundurinn gerði
Óhætt er-að fullyrða að sjaldan hafa
betri og heiðarlegri menn veriðútnefnd-
ir til að sækja um hin opinberu embætti
í Pembina County, heldur en nú ; og
þar að auki hafa margir þeirra haft
þessi embætti t't hendi áður, og hafa náð
tiltrú og hylli almennings fyrir heiðar-
iega framkomu hvívetna og ágæta emb-
ættisfærslu. Þessir voru útnefndir fyr-
ir hin ýmsu embætti :
J. M. Chisholm, Register of Deeds,
Donald Thomson, Auditor,
Robt McBride, Treasurer,
Wm. Rene, Clerk of the Distr. Court,
E. W. Commy. Jttdge of Prob. Court,
Fred J. Farrow, Sberiff,
Wm. McMurchie, States Attorney,
J. M. Coulter. Superint. of Schools,
Dr. Suter, Coroner,
F. E. Hebert. Surveyor,
Sama dag og á s»ma stað fór fram
útnefníng á þingmannaefnum fyrir 2.
kjördæmið. Var Mr. Weis frá Crystal
útnefndur til þess að sækja um efri-
deildar þingmensku, en þeir Mr. Van
Camp frá St. Thomas og landi vor hr,
Stefán Eyjólfsson frá Garðar voru út-
nefndir til að sækja um þingmansstöðu
í neðri deildinni.
Vér vonumst fastlega eftir að allir
þessir menn nái kosningu í haust. Vér
vitum að þeir eru hver um sig færir um
að leysa þann starfa af hendi. sem þeír
blíkar mega leita vel í Pembina County,
ef þeir eiga að geta boðið kjósendum
jafn vel valið lið á kosningaseðlum sín-
um. Vér höfum enn ekki frétt hverjir
hafa verið útnefndir af repiiblíkum til
þess að sækja um þessi embætti,—út-
nefningafundur þeirra var haldinn á
þriðjudaginn,—svo vér bíðum með að
segja meira um þá sem í vali eru, þar
til vér getum borið saman baða flokk-
ana.
Fróðlegt sendibréf
frá hr. B. B. Gíslason,
Sem nú er í her Bandaríkjanna á Philip-
pine-eyjunum.
LESID!
Önnur hrúga af hinum makalausu
Swandown rnn"~r B
Blankcts ' J ¦%/^
nýkomið til vor Æ a ^P^^v^
— kosta að eins Æ ^L^ ^B^ •
Einnig þung og
góð vetrar teppi—(þau vigta 7 pund).—
Þau komu beina leið frá verkstæðinu,
og við seljum þau að eins eina viku fyrir
$2.50
Þetta er ekkert auglúsinga-agn. Komið
og skoðið það sem vér höfum á boðstól'
um. Það borgar sig fyrir ykkur.
GilisoB Caipet Store,
574 Main Str.
Old Qlory and her
brave Defenders
ernafnið á ljómsndi royndabók, sem
innihfldur roöig hundruð égætar ljós-
myndir, bæði af öllum herskipuro
Band arikjanna, með nák^amri lýsingu
af þeim, stærð, ganghtaða, vojnum og
mönnum o. s. frv., fjölda af kortum og
206 ljósmyndir *af mönnunum sem fór-
ust með \ heiskip'nu Maine, og öllum
helztu hershöíðingjut iim i sjó- og
landhernum. Bókin kostar að eins 50
cents.— Ljémandi ljóí-myiidir af hetj-
unum Dewey, Hobson og Schley; allar
fyrir 25' centg. K-wnnfólkið ættiað
senda eftir'pakka af yndælum silkipjötl
um, ágætum í "Quilts". Stór pakki
fyrir 12 cts., 3 fyrir 80 cents. Mynda-
bókin, Ijósmyndirnar 3 og 3 pakkar af
silki, alt fyrir 91. Ég borga burðargjald,
Sendið peninga ávísun, silfur eða
frímerki, til
J. LAKANDER.
Maple Park Kane Co. Ills., U. S. A.
Niðurlag.
Innlimttnarmálið í Bandaríkin er
nú efst á dagskrá á Hawaii-eyjuuum og
virðíst það að vera hið eina opinbera-
mál sem fólkið hefir mikinn áhuga fyrir.
Eg vona að óskir þeirra um að komast
í sambandið hafi nú þegar verið uppfylt-
ar. því mér virðist alt mæla með því.
Hagsmunir Bandaríkjanna í því út af
fyrir sig að nota eyjar þessar sem flota-
stöð, hafa komið vel í ljós síðan stríðið
hófst. Bandaríkin hefðu staðið illa að
vigi með að sækja Philippine-eyjarnar
hervaldi, ef þeir hefðu ekki getað notað
Honolulu-höfn til að ferma skip sin
nauðsynlegum kolabyrgðum, því jafn-
vel með þessum hlunnirdum hefir það
komið fyrir, að J að hefir orðið að draga
bryndreka þeirra helming leiðarinnar
frtí Honolulu til Manila, af því að þeir
rúmuðu ekki nægan kolaforða til að
komast alla leið. Þessar eyjar eru hinn
þægilegasti áfangastaður til Austurálf-
unnar og hafa þær hið allrá bezta skipa-
lagi.
Að því er snertir verzlun eyjanna,
þa heíir sykur verið þeirra aðal verzlun-
arvara að undanförnu, en það er nú
orðin almenn skoðun, að katíiræktin
verði framvegis helzti atvinnuvegurinn,
þó það hafi að undanförnu verið ræktað
að eins í smáum stíl eina og allir aðrir
jarðarávextir. "Lemons" og "Oranges"
sem hægt væri að rækta þar, hafa verið
aðfluttar frá Bandaríkjunum í stórum
stíl. Jarðrækt m& heita að vera hér i
barndómi, eins og sjá má afþví, hve
miklum framförum sykurræktin hefir
tekið á síðustu árum. Arið 1875 var öll
sykuruppskeran þar metin a eina milj.
dollars, en 1897 var hún orðin 11 milj.
dollara virði. Landslagið á eyjunum
gerir allskyns jarðrækt mögulega. Hið
laga sléttlendi og frjósömu dalverpi eru
ágætlega fallin til að framleiða allan
jarðargróða. En hið innfædda fólk,
sem aðallega fæst við landbúnað, skort-
ir bæðt hentugar akurvrkjuvélar og
nanðsynlega þekking i búnaði. Væru
eyjar þessar í höndum þji .cföi
bæði peningalegann kraft og nauðsyn-
lega þekkingu, þá er vafalaust að þaðr
mætti gera þær mjög arðsamar. Lofts-
lagið er hér hið tikjósanlegasta, því eyj-
arnar eru á útjaðri hitabeltisins ; þarer
engin hætta á frosti og ákafir hitar eru
þar óþekktir. Meðalhiti í Honolulu er
um 72 stig á Fahrenheit, minstur hiti
51 og mestur hiti 88 stig.
Þann 5. Jú.í höfðum við 'Di
Parpde" og var það hin mesta skemtun-
rja, og gátu blöð þeirra
um það næsta morgun, að hin træga
18. Minriesota heideild hefði haft æfingu
og sýnt það Ijóslega, að það væru engar
ýkjur þó sagt væri, að hún væri hin
æfðasta deild í her Bandaríkjanna.—
Hvernig þykir þér svona hól?—Þann 6.
Júlí vorum við í heimboði upp á þing-
húsvellinum. Voru þar reist borð fyrir
3000 manns og höfðum við þar hina
ágætustu veizlu. Það mun mega full-
yrða, að Minnesotamenn fluttu þaðan
á burt með sér hinar hugðnæmustu end-
urminningar um Honolulu.
Föstudagsmorgun 9. Júli léttum
við akkerum og héldum í haf á leið til
Manila. En við vorum tæpast komnir
út á haf þegar vélin í "Indiana" bilaði,
svo að við urðum að snúa til baka og
bíða eftir að gert yrði við hana, og tafði
það okkur þar til kl. 2 næsta dag. —
Ferð okkar hingað hefir gengið slysa-
laust að öðru leyti ; hiuir léttvængjuðu
fuglar sem fyrst fylgdu okkur eftir hafa
fyrir löngu yfirgefið okkur og snúið til
heimkynna sinna, en öJdurnar sem hafa
svipuð áhrif á okkur eins og þó við sæj-
um raðir af girðingastaurum, P'n
ur enn samferða. Við eyðuin dóRUijum
í að lesa og nokkrir una sér við spil,
Kvöldin líða fljótt við söng hermann-
anna og hljóðfæraslátt. Kl. 10 er kall-
að til kyrðar og fra þeirri stundu heyrist
hvorki stun né hósti í þessari hafborg
okkar. Svona líður tíminn dag eftir
dag og einlægt er hin sama tilbreyting-
arlausa ritsjón—ekkeit nema himinn og
haf.—Hér verð ég að bætta að sinni, en.
bæti við fáum orðum þegar við komum
til Manila.
31. Júli—Skip okkar er stansað rétt
úti fyrir Manilavík, hér um bil 45 roílur
frá borginni. Okkur hefir verið sagtað
skila öllum bréfum okkar. þvi að líklegt
væri að ferð gæfist bráðlega til Banda-
ríkjanna. Ekkert markvert hefir borið
við, nema aö einn af félögum okkar úr
"B"-deildinni hefir dáið ; hann dó úr
hjartveiki 27. Júlí, kl. 4 e. h., og kl. 5-
var lík hans sokkið i hina votu gröf.
Það er hið eina dauðsfall sem komið
hefir fyrir á þessari sjóferð okkar. Við
erum allir frískir og þess albúnir að
leggja til orustu hvenær sem vera skal.
Ég verð nú að hætta í þettasinn.erf
skal rita þér siðar við tækifæri. Berða
kveðju til allra vina og kunningja.