Heimskringla - 29.09.1898, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.09.1898, Blaðsíða 2
á-;xsní:lííGLA i'O. september iscs Heimskringla. Verd blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 Arið (fyrirfram borgað). Sent til nds (fyrirfram borgað af kaupend- una blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum B. F. Walters, Útgefandi. Office : Corner Princess & James. P.O BOX 305 yinnumála-þingið. Winnipegbær var í síðustu viku heiðraður með því, að hið árlega verkamannaþing Canada var þá hald ið hér. Samkomustaður þeirra var þinghúsið og á fylkis^tjdrnin þakkir skilið fyrir þá viðurkenning sem hún sýndi félagsskap verkamanna með því að lána þeim þinghúsið til funda- halda. Það er íslenzkt máltak : “Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi’’ Eins er það ætíð að koma betur og betur í ijós hér í landi, að vínnuiýð- urinn er smámsaman að öðlast þá viðurkenning sem hann hefir ætíð átt með réttu, að hann sé það afl sem að miklu leyti ráði htgum lands og þjóðar, og eftir því sem verkamönn- um lærast betur samtökin, eftir því verður þeim auðfengnari sigurinn yflr auðvaldinu, ef slikur sigur er annars mögulegur. Það eitt er víst, að sá flokkur manna sem eiginlega tilhevrir hvorki vinnulýðnum né auð- valdinu—og sá flokkur manna er æði stór í hvaða landi sem er—hann er yfirleitt hlyntari verkamönnum, enda eru margir menn i þessum flokki sem vel mega teljast með verkamönnum, þótt þeir vinni ekki fyrir vissum ákveðnum daglaunum, svo sem kaupraenn og þeir er stjórna hinum ýmsu iðnaðarstofnunum iands- ins. Enda hafa margir slíkir menn hafið sjálfa sig upp úr hinu hvers- dagslcga striti hins óbreytta verka- manns og náð núverandi stöðum sín- um fyrir sérstaka hæflleika, sem þeir með iðni og ástundun hafa leitt I Ijós og knúð aðra til að viðurkenna. Þessir menn kannast vel við kjör þau sem verkamenn verða að búa við, og þeir eiga líka að sjálfsögðu sinn fulla þátt í þeirri vaxandi við- urkenning, sem verkamannaflokkur- inn er að ná. og sem svo Ijóslega kom fram við þetta nýafstaðna verka- mannaþing. Fulltrúunum var veitt- ur frjáls aðgangur að þingsal fylkis- ins, þeim var haldin veizla af bæjar- fulltrúunum á bæjarins kostnað. Ýmsir málsmetandi bæjarmenn tóku þátt í umræðum, og einn af mikil- hæfustu lögmönnum i>æjarins hélt þar fyrirlestur um verkamannamál. Þetta þing var skipað fulitrúum frá verkamannafélögum í öllum pörtum Canada, og þótt þeir sætu á ráðstefnu í rúma viku, þá varð engin þurð á mélefnum. Það var tátt sem á ein- hvern hátt snertir eða getur snert hag verkamanna, sem þeir létu sig ekki skifta. Margar at ræðum þeirra voru skarpar og skýrar og sýndu bjeði þekkingu ræðumannanna og á huga fyrir málefninu. Vér setjum hér nokkur helztu málin sem þingið hafði til meðferðar. Þau voru þessi : 1. Að foreldrum sé gert að skyldu a láta börn sin ganga á skóia, og að þeim sé veitt kensla og fjækur ókeypis. 2. Að það skuli vera lögákveðinn 8 stunda vinnudagur og að eins 6 vinnudagar í hverri viku. 3. Að stjórnin skuli hafa skoðunar- gjörð á ölium vinnustofnunum. 4. Að öll störf fyrir hið opinbera skuli unnin fyrir dagkaup. 5. Að ákveðið sé hvað skuli vera lægstu daglaun erfiðismanna og skuli því hagað samkvæmt fram- færslukostnaði í hverju héraði. 6. Að allar járnbrautir, málþræðir, vatnsleiðsluútbúnaður og lýsing skuli vera eign hins opinbera. 7. Að skattlögunum sé breytt þann- ig, að álögum sé létt af iðnaði, en færðar yflr á landeignir. 8. AðSenatiðséafnumiðmeðlögum 9. Að innflutningur Kínverja til Canada sé algerlega bannaður. 10. Að sameiginlegt iðnaðarmark sé sett á allar tilbúnar vörur, þar sem því verður við komið. 11. Að það sé afnumið að leyfa börn- um innan 14 ára aldurs að vinna í námum eða á verkstæðum, og að kvennfólki sé einnig fyrir- boðið að vinna við þessar stofn- anir eða hvar annarsstaðar þar sem vinna þeirra kemur í sam- kepni við handiðnavinnu karl- manna. 12. Að afnumið sé það skilyrði, að menn verði að eiga fasteignir til þess að geta gegnt opinberum 8törfum. 13. Að það sé gert að skildu að leggja alla misklíð milli verk- gefenda og vinnuþiggjenda í gjörðardóm. 14. Að fulltrúar til þings og sveita- stjórna séu kosnir með hliðsjón af kjósendafjölda. 15. Að hin sameinuðu félög verka- manna séu mótmælt því, að framleiðslu af vinnu fangelsis- lima sé leyft að keppa við frjálsa og heiðarlega vinnu. Ýms smærri mál voru tekin fyrir á þessu þingi, svo sem það, hvernig farið hefði verið með verkamenn á Crows Nest brautinni á síðastliðnum vetri; hvernig vinnu væri hagað í námunum í British Columbia; hvern- ig haga skyldi hegning við þá menn sem oft eru dæmdir til fangelsisvistar fyrir samskonar lagabrot, o.fl., o.fl. Flest voru málin rædd meira af forsjá en kappi, og þó kom það fyrir á þinginu að fulltrúar voru annað tveggja of ókunnugir þeim málum sem þeir gerðu að umræðuefni, eða að þeir höfðu ímyndaðan hag stéttar- bræðra sinna svo mjög fyrir augum, að þeir gáfu sér ekki ráðrúm til þess að athuga málin með þeirri stiliingu sem slíkum þingum sæmir. Sem dæmi upp á-þetta má nefna það, að einn fulltrúi gerði uppástungu uro það á þinginu, að lagður skyldi nef- skattur á hvern íslending, ungan sem gamlann, er flytti hingað til lands framvegis, og skyldi sá skattur nema frá $5(J til 8500 á hvert net. Slíkar uppástungur hljóta að vera sprottnar annaðhvort af stöku þekkingarleysi —sem ekki ætti að eiga sér stað þar sem fólk vort er nú búið að dvelja hér í landi rúman fjórðung aldar og er alstaðar vel virt meðal þeirra sem færastir eru að dæma um það—eða að þær stjórnast af heimskulegu þjóð ardiambi. En hvor sem orsökin kann að hafa verið, þá er hin beina og óhjákvæmilega afleiðing sú, að raenn tapa áliti á hæfileikum þeirra manna sem þannig koma fram, og menn tapa virðingu fyrir ráðsálykt- unum slíkra þinga. En virðing og traust almenningser afarnaúðsvulegt fyrir vöxt og viðgang og heppileg afdrif verkamannamálsins í þessu landi. Yukon-hnevkslið- Talsvert alvarlegt inál er nú á prjónunum út af hneykslanlegri svik semi f embættisrekstri embættis- manna Laurier-stjórnarinnar í Yu- kon. Því hefir verið haldíð fram af mörgum Liberal-blöðum, að svo lengi sem ekki kæmu fram neinar á- kveðnar sakargiftir móti neinum si-r- stökurn embættismanni, þá væri eng- in ástæða til að trúa öllum þeim sög- um, sem á síðastl. 10 mánuðum hafa stíjðugt borist frá gulllandinu um hin dæmafáu og stór-hneykslanlegu fjárglæfrabrögð stjórnar-þjónanna. Þessum ofsóknum heflr verið svarað af blöðum þeim sem gefin eru út f Dawson City, og þar sagt, að hægt væri að sanna mörg tilfelli þar sem menn hefðu verið neyddir til þess að borga frá 810 -15 fyrir að fá að- gang að hliðardyrum á skrifstofu gullumsjónarmanna þar, til þess að fá sig skrifaða fyrir námulóðum sín- um, og að þeir sem neiti að láta þannig rýja sig til bagsmuna fyrir embættismennina, séu látnir eiga sig og megi þeir oft bíða marga daga við frarodyr skrifstofunnar án þess að fá þar inngang. Einn þessara manna kemur nú fram og gerir á- kveðna sakargift á hendur stjórnar- jjónum þessum. Hann heitir John Ðonnelly, og á námulóð á Bear Creek. Hann hefir geflð eiðfast vott orð um, að hann hafi orðið að borga dyraverði við hliðardyrnar á skrif- stofu gullumsjónarmanna 84, til þess að fá að komast þar inn og tala við Mr.'Fawscett. En hann var sfðar látin tapa þessari námulóð fyrir sviksemi eða samsæri embættis- manna Jþar. Mr. Donnelly hefir nú ritað blaðagrein um þetta mál, og segir þar: -‘Þann 10. Ágúst mældi ég út og merkti mér námalóð á neðri hluta nr. 2 á Bear Creek. Sama kvöldið fór ég til Dawson City, en fór aftur út á námalóð mína þann 11. og var þar til þess 13., að leita að gulli. Þann dag tók ég eftir manni, sem gekk um námalóð mína, en veitti honum að öðru leyti enga eftirtekt, þar til hann var farinn. En þá fann ég svo sem tveimur tímum síðar, að hæll hafði verið rekin niður í lóð mína, og var nafnið á honum svo illa ritað að ég gat ekki lesið það. Eg brá strax við og fór til Dawson City, og þann 15. heppnaðist mér að komast inn á skrifstofu Mr. Faw- cetts gegnum prívat dyr, og sagði hann mér þá blátt áfram, að náma- lóð mín væri ótekin. En til þessað ég gæti orðið skrifaður fyrir henni, yrði ég að fara út og eiga á sömu hættu og aðrir að fá aðgang að skrif stofunni. Eg beið því í þyrping- unni úti fyrir framdyrum skrifst. í fimm daga—frá 15.^-20.—og gat aldrei komist inn fyrir dyrnar. Eg sneri því til baka út á námalóð mína og leitaði þar að gulli, til þess 24., fór ég þá aftur til Dawson City og komst inn í skrifstofuna, með því að borga lögregluþjóni, sem varði þær $4. Þetta var þann 26. Eg bað um að fá mig ritaðann fyrir lóð minni, ög var mér þá sagt að búið væri að taka liana, og að það hefði verið gert þann 12. Ágúst, af Wm. H. Alramsky. Eg veit ekki hver þessi Ambrosky er, en eg veit það, að þeir merkjahælar sem ég rak nið- ur í námalóð mína þann 10. Agúst, er þeir einu sem þar hafa verið Pekn- ir niður, að undanteknum þeim eina liæl sem náunginn skildi þar eftir þann 13.—daginn eftir að bækurnar sýna að námalóðin var tekin”. Þetta cr að eins eitt af þeim mörgu dæmum um óregluna þar nyrðra; en sjálfsagt verða þau dæmi mörg, sem þannig verða sýnd og sönnuð, ef stjórnin fæst nokkurntíma til þess að setja rannsóknamefnd til þess að yfirvega gerðir þjóna sinna þar í landi, eins og mörg blöð í landinu eru nú farin að heimta að hún geri. Síðasta D'igberg heflr langa grein um Fred Wade, einn af löggæzlu- mönnum stjómarinnar í Yukon, og heldur blaðið því fram, að aðferð hans og framkoma þar hafl í alla staði verið afsakanleg og leyfileg og réttlát. En það líta ekki allir sömu augum á silfrið. Lögberg er víst hið eina blað í landinu sem hefir Iiælt þeirri aðferð Wade’s, að rétt áður en hann lagði af stað til heimferðar frá Yukon, lokkaði hann fregnrita blaðs- ins “New York World” inn í vöru- geymsluhús þar í bænum og barði liann til óbóta fyrir eitthvað sem hann hafði sagt um Mr. Wadeíblaði sínu. Þegar menn nú gæta þess, að Wades sérstaka embætti í Yukon var að vera þar ríkislögsóknari, þ. e. að sækja að lögum þá menn sem verða á einhvern hátt brotlegir við þau, þá er annað eins og þetta blátt áfram svívirðilegt. Því í staðinn fyrir að gegna embættisskyldu sinni eins og heiðarlegum manni sæmdi, þá heflr Wade orðið sjálfur fyrstur manna sekur um það, er hann var settur til að hegna öðrum fyrir. Þetta kallar Lögberg í alla staði leyfilegt, réttlátt, heppilegt og þakk- lætisvert.—Þetta er Liberal siðfræði! Þær fréttir berast nú í blöðun- um, og eru sagðar áreiðanlegar, að Mr. Edward D. Selff, fortnaður fyrir Cassier Central járnbrautinni, hafl fastlega ákveðið að byggja járnbraut frá Glenora að Dlease-vatni, áleiðis til Yukon-landsin nú strax að vori, og hefir hann nú þegar serit hóp af mönnum til þess að mæla út brautar stæðið, og eiga þeir að mæla alla leið að Teslinvatni, þangað sem brautin er síðarmair fyrirhuguð. Mælingamönnum þessum kvað bera saman um að landið milli vatnanna sé að mestu slétt og mjög hentugt til brautalagningar. Mr. Selff heflr fengið leyfl frá British Columbfa- stjórninni að leggja braut þessa, og eru því allar líkur til þess, að hún komist á án þess að Canadaríkið sé rænt 5,000,000 ekra af bezta gull- námalandi, til þess að koma henni í gegn, eins og tilraun var gerð til með braut þeirra Mackenzie & Mann í fyrra. “íslandsféndur.” ii. Bragar-borgun til “Foxwarren”-flóns- ins eða tuddans í Tóugerði. “Heimskan tryllir galinn glóp góðra liylli vikinn, eý þú ei fyllir þrœla hóp, þd er eg illa svikinn.” 0Í8LI t SKÚRÐUM. Tóugerðis-tnddi á ný treður ‘Lygabelginn’,* hann þar veður höku i heimsku-þvættings-elginn. Óðar-dellu argur þar út úr hellir munni, en hálu’ á svelli háðungar heimskur skellur klunni. Fokreitt er nú flónið mér fáum út af stökum; fyrir þær mig hrígslum ber bygð á engum rökum. Fláráður með flentan kjaft, fiónsku níði beitti ættlandið, sem allan kraft ómenninu veitti. Óþolandi eg það mat engu sliku’ að svara, annars trúað einhver gat óhræsinu rara, Enbitið illahefirhann helgur sannleikurinn, svarið mitt er segja vann, sannar það 'Belgurinn’. Óþokkum svo öllum fer, er þpir sannleik mæta, því sekur þegar uppvís er, ei raá lengur þræta, Andans-sjónir öfugar íslands-fjandinn hefur. skakkar því og skaðlegar skoðanir út gefur. Natans leiður sonar son synda feðra geldur, hann er, ‘sem að var til von’, varmenskunni seldur. ‘Glópaflog’ * og gráa lund, gikkshátt, falsoglýgi, aulinn fékk sem erfða-mund alræmdu frá þýi. Óhróðrar þó uglan ljót að mér brigslum hreyti, eg það hræðist ekki hót, eða skoðun breyti. Reið þó hafi ræfils-grey reynt minn sóma’ að skerða, samt mig hefir sakað ei, og svo mun enn þá verða. Að svo mæltu eg það ráð afglapanum veitf, að hann framar Isaláð aldrei níði beiti. En vilji’ hann lengur við mig kljázt, vart ég griða beiðiet illgjarna við aula’ að fást enda þótt mér leiðist. Jóh. Ásg. J. Líndal. “Islandsféndur,” ín. Tuddinn f JTóugerði “afklæddur, hirtur og settur í gapastokkinn”. Eins og marga raun reka minni til, þá gat ég um það í 35. nr. Hkr, þ. á,, að annríkis vegna væri mér því miður ómögulegt að svara strax þriggja dálka dellu ‘Foxwarren’-flóusins í 17. nr, Lögh. þ. á., en að ég ‘með leyfi ritstj. Hkr., 'ætlaði mér við fyrstu hentug- leika að stinga viðeigandi bita upp í hið sí-spúandi gleiða gin þess’. En — Dregist hefir það nú langt of lengi, að lagða þetta Tóugerðis-flón; á því bið ég afsökunar mengi, ekkert þóað hlytist af því tjón. Orsökin var annríki og fleira, en ekki það mér væri svara vant; en um slíkt þarf svo ekki að tala meira, úr því flónið loksins fær á trant. Ég skal taka það strax fram, að mér dettur ekki í hug að fara að svara orði til orðs hinni rammvitlausu upp- hrópana- og hornklofa saurinda’-grein Tóugerðis-tuddans. Því fyrst og fremst er ekki nema nokkur hluti hennar stýl- aður til mfn, heldur er meginið af henni aulalegar afsakanir fyrir óafsakanlegu frumhlaupi flónsins á fósturjörð sína, þar sem það (flónið) að ástæðulausu geystist fram úr greni sínu með gikks- hætti og geypi-niði um Garðarseyna, bæði í bundnu og óbundnu máli, og svo ærumeiðandi óhróðursdylgjum um alla þá Vestur-íslendinga, sem sent hafa blöðum á íslandi fréttabréf og fræði- greinar, en ég get auðvitað ekkert tek- ið til mín af því góðgæti, af þeirri ein- földu ástæðu, að ég hefi aldrei sent rit- gerðir af neinu tagi til blaðanna á ís- landi, Og í öðru lagi er þessi ‘saur- indagrein tiónsins um ísland, sem hin * Stökur þessar fæddust flestar und- ireins og ég hafði lesið ‘saurinda’-grein Tóugerðis-tnddans í 17. nr. Lögbergs (o; ‘Lygbelgsj þ. á., en með því að ég hugsaði mér strax að rita dálítinn greinar-stúf með þeim, en hefi ekki haft hentugleika á því fyrr en nú, þá hefir það dregist þar til nú að senda þær til prentunar. — J. Á. J. L. * Tóugerðis-tuddinn kannast manna bezt við orð þetta og þýðingu þess, og —þeim er nóg sem skilur. — J. A, J. L. fyrri, langt fyrir neðan alla gaumgæfi- lega gagnrýni, enda þótt ég á hinn bóg inn áliti það alls ekki rétt, að slikum og þvílíkum piltum sé liðið alveg átölu- laust að vaða uppi að ástæðulausu með þDrsalegasta óhróður og illkvittnis-lyg- um um ættjörð'na. Og það er því að- allega fyrir þá ástæðu, sem ég vil ekki láta þennan níðþvætting ‘Foxwarren’- flÓDSins fara alveg þegjandi fram hjá mér. I þessu sambandi get ég ekki stilt mig um að benda á þann eftirtekta- verða sannleika, að ritieinhver Vestur- Islendinga um atvinnumál, ástand og afkomu roanna m, m. hér í Vesturheimi í hlöð á Islandi. að þá skuli æfilega nokkrir fsl. náungar hér vestra verða öskrandi vondir út af því, hversu sönn og sanngjörn sem greinin, sem um er að ræða, annars kann að verra, að eins ef hún er -kki full sf lofi og dýrð um alt og alla hér vestra; með öðrum orðum : ef hún er ekki útmetið inntiutningaagn. Greinin er þá sögð að vera eintómar ýkjur og lýgi, og höfundur hennar, hver helzt sem hann er, er húðskamm- aðnr ofan fyrir allar hellur; haun á að vera alþektur óþokki og erkilygari, er enginn trúi né treysti til neins, en allir forðist og fyrirlíti o. s. frv.. og í einu orði að segja, er reynt að ganga svo frá honum, aðhanneigi sér ekki framar uppreistar von, þori ekki fyrir sitt lif að segja nokkurntíma nokkurt orð op- inberlega æfilangt! En þó að vissir þokka piltar hér vestan hafs — og ,-iem vanalega eru hinir sömu og mest út húða þeim löndum sinum hér vestra. sem eitthvað sézt eftir í blöðunum á Is- landi—, sé einlægt öðru hverju að rita hið heimskulegasta níð oglygar um Is- land og íbúa þess, um alla framfara við leitni þeirra og þekkingu, bæði í and- legum og verklegum efnum — segi t. d. að landar heima ‘kunni ekki einu sinni að moka með reku”, hvað þá annað meira —, og um efnahag þeirra og á- stand yfir höfuð, þá kemur það næst- um aldrei fyrir. að nokkur Vestur-ís- lendingur segi nokkurt orð ættlandi sínu og ibúum þess til varnar, * og má það þó mjög undarlegt lieita, Ástæðan fyrir þessari, svo að segja eilífu, óþolandi þögn, þegar um það er að ræða, að taka málstað föðurlandsins, er þó að mínuáliti ekki sú, sem ýmsir kunna þó að ímynda sér, að allir Vest- ur-íslendingar, eða þvf sem næst, séu þessu ævarandi ættjarðar-níði samþykk ir, þó, því miður, að sorglega margir af þeím muni vera það, og að sumum þeirra þyki jafnvel aldrei nógu mikið af skömmum og níði sagt um Island og Austur Islendinga, heldur mun þögnin hjá flestum aðallega stafa af því, að þeir, auk þess að hafa lítinn tíma til ritstarfa, veigra sér við að fara í blaða- deilur við þessa ‘íslands-féndur’, vit- andi það fyrirfram með vissu, að ætt jarðar-óvinirnir mnndu beita sömu æru leysis aðferðinni við sig, og þeir beita ætíð og æfinlega við þá landa hér, sem orðið hafa svo óheppnir(?) að eitthvað hefir birzt eftir i blöðunum á Island' viðvíkjandi Vesturheimi, og sem ský' t er frá hér að ofan. Ég hygg annars að íslendingar (þeir af þeim sem gera það) sé hér um bil þeir einu menn, af öllum hinum mörgu, mönnuðu þjóðflokkum í allri Norður-Ameríku, já. í öllum hinum mentaða heimi, sem tala smánarlega illa um ættland sitt, að minsta kosti hefi ég aldrei orðið þess var, hvorki í ræðu né riti, að aðrir gerðu það, heldur þvert á móti, því allir sem ég hefi heyrt eða séð minnast á ættland sitt, hafa gert það með viðkvæmni og virðingu, eins og líka öllúm heiðvirðum mönnum sæmir. Þeim Vestur-íslendingum til íhug unar og eftirbreytni, sem gert hafa sig seka í því. að tala illa og fyrirlitlega um fósturjörðu sina gömlu og það sem henni tilheyrir. set ég hér dálítinn út- drátt úr mjög eftirtektaverðri ritgjörð, sem hið ágæta blað Jóns Ólafssonar Nýja Öldin, flytur þ. 21. og 28. Maí, og sem tekin er eftir “Ringeren”, dags. 8. Jan. þ. á. Lautenant einn í Bandaríkjahern- um 1806, Philip Nolan að nafni. var dæmdur til æfilangrar útlegðar frá Bandaríkjunum fyrir ógætilegt orð, er hann talaði um þau fyrir herdómi, [sem haldinn var í Adams-vígi f Bandarríkj- unum yfir honum, Aaron Burr ófursti o. fl. Orðin sem Nolan, í unggæðislegri ofsabræði sagði um Bandarikin fyrir herdóminum, voru þessi: “And- skotinn taki Bandaríkin. Ég vildi ég hefði aldrei heyrt þau nefnd á nafn”. Nolan marg-iðraðist þessara óviturlegu bráðræðisorða sinna; og eitt sinn sagði hann við lautenant einn á Bandaríkja herskipi, sem hann var þá fangi á, með- al aunars þessi orð: "Hafið mætur á sifjaliði yðar, gleymið sjálfum yður og gerið alt fyrir heimilið og ættjörðina. Talið um hana * Ég mun hafa verjð fyrsti íslend- ingurinn hér vestan hafs, sem leitaðist við, þó í smáum og ófullkomnum stýl væri, að taka málstað íslands og Aust- ur-íslendinga. Það var hér á árunum, þevar ‘uppblásturs’-níðið dundi sem dauðaþruma yfir land og lýð, sællar minningar [Sbr. grein minni: ‘Nokkur orð um efnahag og framfarir’, í 18. nr. 2. árg. Lögb. 1889]. Síðan man ég ekki eftir að aðrir hafi gert það í vestur-ísl. blöðum, en þeir Olafssynir, Jón ritstj. og Einar, og nú rétt nvl. B. F. Walt- ers, núverandi ritatj. Hkr, — J.Á.J.L. \ Fullkomnasta ! Fataverzlun % % t % * X bænum. bæði smásala ogheildsala $ Alt nýjar vörur, ekki melétnar eða * gatsiitnar af að tíækjast á búðar- F á hillunum. Komið nllir og sann- fc 3 færist, og njótið hinna beztu kjör- i, ® kaupa sem nokkru sinni hafa boð- w ist í þessum bæ. Við höfum allt ^ sem að fatnaði lítur, stórt og smátt r Munið eftir nýju búðinni. fr (t EASTERN | CLOTHINQ HOUSE |t tj WlIOLESALE & RETAIL. |t | _570 Main Str.— ^ J. (■ensoi', eigandi. Jfc W W S. Gudmundson, Notary Public. Jlonntaín. Ri. Ilnk. * •%-•■»- Útvegar peningalán ge.vn veði í fasteignum, með lægri rentu en alment gerist. Svo að þeir sem þurfa að fá peningalán eða að endurnýja lán.á löndum sín- um í haust, geta sparað sér pen- inga með því að finna liann eða skrifa honum áður en þeir taka lán hjá r j A skrifa honum áður en þeir taka A x lán hjá öðrurn. \ Maurice' s Opið dag og nótt Agætt kafti Restaurant. 517 MAIN STR. Þið fáið hvergi jafngóðar og ódýrar máltíðir í bænum. flaurice Nokes hafið þið bráðum nóga, og þá ættuð þið að muna eftir fallesra guílstázinu hjá honum R. BRANCHAUD. Ekkert uema það allra. vaudaðasta fæst hjá honum. Hann ábyrgist sjálfur alt sem hann selur ykkur. Og þá vitið þið hve vel bann gerir við alla hluti. Það borg- ar sig ekki fyrir ykkur að kaupa jafn- dýran varning hjá þeim sem ekki vilja ábyrgjast hann sjálfir. R. Branchaud, Cavalier, N. Dak. ficíor Siifcs. Ábyrgðir ao þola hvaða eldbað sem er. Allar stærðir. Fyrir $15,00 og upp. Komið inn og skoðið þær eða sendið eftir príslista. Kart K. Atbert, Western Agent. 1481’riníCNsSt., Winnípei*;. Brunswick Uotel, á horninu á Main og Rupert St. Er eitt hið ódýrasta og bezta gistihús í bænum. Allslags vín og vindlar fást þar mót sanngjarnri borgun. McLaren Dro’s, eigendur. Munið eftir Því að beza og ódýrasta gistihús (eftir gæðum), sem til er í Pembina Co. er Jennings House, Cavalier, N. Dak. F. E. RENAUD, e'gandi. Nationel Hotel. Þar er staðurinn sem öllura ber saman um að sé hið ódýrasta og þægilegastaog skemtilegasta gestgjafahús í bænum. Fiedi ad eins #1.00 a dag. Ágæt vín og vindlar með vægu verði. Munið eftir staðnum. NATIONAL HOTEL. HENRY McKITTRICK, —eigandi.—

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.