Heimskringla - 27.10.1898, Blaðsíða 1
XIII. ÁR
WINNIPEG, MÁNITOBA 27. OKTOBER 1898.
NR 3
Borgid Heimskringlu.
“Gleymd er goldin skuid.”
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Sáttanefnd Bandamanna og Spán-
rerja í Paris heflr nú komið sér saman
um þetta tvent: að Bandaríkin fái al-
gerð yfirráð yfir Porto Rico eyjunum
(sú afsölun Spánverja fór formlega
fram 18. þ. m. Þá tóku Bandamenn
við eyjunum og reistu fána sinn á öll-
um opinberum byggingum og berbúð-
um eyjarinnar), og að Spánn afsali sér
öllum yfirráðum og tilkalli til eyjar-
innar Cúba. En ágreiningsefni er það ,
hver skuli taka að sér borgun á öllum
þelm millíónum dollara, sem liggja á
Cúba. Spánverjar halda því fram, að
þegar ein þjóð takivið landeignumann-
arar þjóðar, þá taki hún það eins og
það komi fyrir, með öllum sinum gögn-
um og gæðum, þess vegna liggi það
beinast við að Bandamenn taki að sér
skuldina, sem nú hvilir á eyjunni, um
leið oghún verði fengin þeim i hendur.
Þeir styrkja málstað sinn með því, að
benda á það, að þecta sé alþjóða regla,
og að þetta hafi Frakkland viðurkent,
þegar það innlimaði Savoy, þá hafi
það tekið að sér allar þær skuldir, sem
lágu á landinu, En Bandamenn svara
þvi, að þeim detti ekki í hug að taka
Cúbaskuldina að sér, enda hafi þeir ekk-
ert umboð frá stjórn sinni til að gera
það. Að vísu eru þeir fúsir til að taka
að sér sveitaskuldir eyjarinnar, því að
þær hafi orðið til fyrir varanlegar um-
bætur á sjálfri eynni, en aðal-skuldin
á Cuba hefir verið gerð til hagsmuna
fyrir Spán, sem hefir notað eignarrétt
sinn á henni til þess að hafa saman
margar millíónir dollara í eigin þarfir,
með því að gefa út skuldabréf á eyjuna,
þegar þeir gátu ekki fengið peninga
neinstaðar með nokkru öðru móti, og
það þvert ofan í viija eyjarbúa, sem
máttu til að lyggja undir sí-vaxandi og
als óþolandi skattbyrði. til þess að
borga renturnar af þessum skuldabréf-
um. Fréttin segir enn fremur, að
Bandaríkjanefndarmenn hafi neitað að
Bandankin ætluðu sér að innlima
Cuba, eða að taka við aðal-stjórn þa^ á
eynni,
Sú frétt kemur frá Paris, að Caft.
Dreyfus sé nú kominn þangað frá Púk-
ey og sé geymdur 1 Mont Valarien-víg-
inu og eigi að verða þar þangað til að
mál hansverði tekið fyrir að nýju. Það
er álitið að hann verði þá sýknaður.
Gufuskipið Chisholm, með 90000
bush. af bykki, strandaði á kletti í Sú
perior-vatninu á þriðjudaginn í síðastl.
viku. Menn allir komust af. Skaðinn
metinn $150,000.
Einkennilegt mál hefir verið höfðað
móti A. A. Bruneau, ríkisþingmanni
fyrir Richelieu kjördæmið i Quebecfylki
Hann hafði ritað bréf til forseta þings-
ins um það leyti sem síðasta þing sat í
Ottawa, þar sem hann sagði af sér
þingmenskunni, En einhverra orsaka
yegna hafði hann séð sig um hönd eftir
að liann hafði sent bréfið frá sér. og
náði því svo frá póststjórninni áður en
það komst í hendur forsetans. Nú er
honum slefnt fyrir að sitja ólöglega á
þinginu, og spursmálið sem dómstól-
arnir verða að skera ur er um það, hver
sé hinn rétti eigandi bréfsins, eftir að
það er komið úr höndum þess er ritaði
það og í umsjón póststjórnarinnar. Með
öðrum orðum, hvort póststjórnin hefir
rétt til þess að afhenda bréf, sem henni
er trúað fyrir að koma til skila, til
nokkura annara en þess, sem það er
ritað til eða nmboðsmanns hans,
Ófriðarhorfurnar milli Englendinga
og Frakka taka lítilli breytingu. Báðar
þjóðirnar hervæðast hvor í kapp við
aðra, sérstaklega að þvi er snertir all-
an útbúnað á herskipum þeirra. Lík-
legt er þó talið að sættir komist á með
þeim, og mundi það hollast og heiðar-
legast báðum málspörtum.
Indíánauppreistin á Bear Island í
Minnesota er nú um garð gengin, og
hafa uppreistarmenn verið dæmdir í
$100 sekt hver og frngelsisvist frá 2—10
mánuðir, eftir atvikum, og þykirþe -,a
léttur dómur fyrirsvo stórar sakir. •
Japanítar, sem síðan striðið við
Kínverja, haf fengið viðurkenningu um
heim allan sem framfaramikil og ment-
uð þjóð, eru nú í þann veginn að
breyta tolllöggjöf sinni og taka upp
verndartollaftefnuna. Hún á að öðlast
gildi á nýári næstkomandi.
Þær fréttir koma frá Kína, að flóð
í Yellow-ánni f Shanghai-fylkinu hafi
gjörsópað burtu þorpura í hundraðatali
og að yfir 100,000 manna séu algerlega
alslausir sem afleiðing flóðsins. Flóðið
orsakaðist af afskaplegri hellirigningu.
fólkið þyrptist til hæðanna í grend-
inni, en 2000 sópuðust út í vatnið og
letu þar lífið. Það sem gerir ska ðann
enn þá átakanlegri er það, að þetta
mikla flóð hefir gjöreytt öllum jarðar-
gróða á þessu svæði. — Það er talið vist
að ógurleg hungursneyð muni verða í
vetur 1 fylki þessu; hefir það yfir eina
millíón íbúa og er mjög þéttbygt. Er
flóð þetta talið hið langmesta og skað-
legasta sem þar hefir komið í langan
aldur.
Stjórnin á Frakklanpi hefir nú sagt
af sér, eftir að hafa orðið í minni hluta
í þinginu. Það munu vera afleiðingar
af hinni fi jálslegu þátttöku sem hún
hefir haft í Dreyfus-málinu. Þúsundir
manna höfðu safnast saman utan nm
þinghúsið og létu óðslega yfir því hve
stjórnin væri hlynt Dreyfus, en andvíg
hershöfðingjum sinum. “Hrækið á
Brisson”, var hrópað í sífellu (Brisson
er stjórnarformaður Frakklands); um
150 voru handteknir, og átti lögrsglu-
liðið og stórskotaliðið í Paris fult i
fangi með að hiidafólkinu í skefjum.
Þaðer talið liklegt að lýðveldið verði
ekki langlift á Frakklandi úr þessu, og
að konungsstjórn muni komast þar á
fót innan skams tíma. Enda muni
það máské nollast fyrir hina kviklyndu
Þjóð.
Caft. W. P. Moffett, í A Company
af fyrstu North Dakota herdeildinni,
hinni nýi umsjónarmaður fangelsa og
lögreglustöðva á Philippine-eyjunum,
hefir nýlega ritað fró'lega skýrslu um
ástandið í Manila, eins og það kom hon
um fyrir sjónir á embættis yfirlitsferð-
um hans um fangelsin, og sýnir hann
glögglega hve illa og ranglega Spán-
verjar hafa beitt valdi sínu þar á eyj-
unum. — í einu fangelsi fann hann 6
konur, sem höfðu verið settar í fang-
elsi fyrir 10 árum, fyrir að hafa sýnt
hervaidi Spánar einhvern mótþróa. Ein
kona, sextugað aldri, átti skógland virt
á $40,000. Herforingi einn hafði veitt
leyfi til að höggva skóginn á landi
þessu að konunni fornspurðn, og gengu
leyfispeningarnir í fjárhirzlu Spánar.
Konan mótmælti þessu ofbeldi herfor-
ingjaus yfi hennar prívat eignum, og
var hún þá strax orða og umsvifalaust
hneft í fangelsi fyrir þessar aðfiuning-
ar hennai við hervald Spánar, Eignír
hennar voru gerðar upptækar og seldar
til inntekta fyrír Syán. Hún hefir svo
setið þarna í fangelsinu, þar til Moffett
frelSaði hana. Aðrar 5 konur fann hann
þar í fangelsinu, sem höfðu verið settar
inn á líkan hátt fyrir mótþróa viðher-
valdið. Ein þeirra hafði ungbarn á
örmum, er hún var handtekin. Nú er
það orðínn 10 ára gamall piltur. Onnur
átti barn eftir að hún kom í fangelsið,
og er það nú einnig stálpað barn. En
ekkí höfðu mæðurnar eða börnin séð út
yfir girðingar fangahússins síðan þær
fóru þar inn, fyrr en Moffett lét þær
luusar. Fyrsta daginn slepti hann
lausum 17 kouum og 57 mönnum, og
næsta dag 101 manni, þriðja daginn 118
og fjórða dag 150 manns. Það er sagt
að fólkið tilbiðji Moffatt og að hann hafi
engan frið fyrir bænum um að hraða
rannsóknum í hinum og slíkum til-
fellum sem að framan eru talin,
Canada fer ekki varhluta af ófriðar
undirbúnings-umstangi Breta. Það er
verið að halda stöðugar heræfingar og
uppgerðar bardaga, til þess að venja
hermennina við það sem fyrir þá kann
að koma, ef þeir verða kallaðir í stríð
við Frakka. Einnig er mú verið að
bæta mönnum við í vígin við hafnar-
mynnin og að öðru leyti að gera ráð-
stafanir til varnar móti væntanlegum
ófriði.
Mikilsverð uppgötvun.
Harry De Wallace í St. Paul, Minn
hefir fundið upp verkfæri, sem kemur i
veg fyrir að lestar geti rekist á á járn-
brautum. Einkaréttinn í Canada hefir
hann selt Winnipeg-manni. Hann hef-
ir gert 150tilraunir með vél sinni á C.
P. R. brautum og hefir hún reynst svo
vel, að það er talið víst að hún verðí
notuð á hverjum einasta gufuvagni fé-
lagsins innan litils tima.
Til ritstj. Hkr.
i.
Okkar kunni orðsnillingur
er nú hér á ferð :
Eldon karlinn óðmæringur,
andans beitt með sverð.
Margvis kann frá mörgu’ að segja
úr mærum austurveg;
út úr honum ei þarf teigja
andsvör—greindarleg.
Mig kynjar ei þó fól þau fari
flöt, er níða hann,
því engan hef ég orðheppnari
enn þá fundið mann.
J. A. J. Lindal.
II.
Lista slingur lýðum hér
ljóð óþvinguð syngur;
kær oss hingað kominn er
kátur Þingeyingur.
Gáfna-fjáði garpurinn,
gleði-stráðum anda,
Eldon skráði óðinn sinn
oft, og náði vanda.
Ég fer að krefja forlögin,
fyrst hér tefja létu,
að um hann vefjist auðnan svinn,
öfl svo hefjist getu.
M. S. Olson.
N.B.—Þó fleiri stökur hafi kveðnar ver
ið í tilefni af kumu hr. J. E. Eldons
hingað til bæjarins, þá læt ég nægja
í þetta sinn þessar ofanskráðu.
Victoria, B. C., 12. Okt. 1898.
J. Á. J. L.
Ellistyrkur í Astralíu.
Þingið í New Zealand, Ástralíu.
hefir, eftir 11 daga umræður, Samþvkkt
lög um ellistyrk til gamalmenna, og eru
þetta aðalákvæði þeirra:
' Sérhver sá sem er yfir 65 ára að
aidri og hefir haft heimili í ríkinu í sam-
fleitt 25 ár, hefir góðan orðstír og inn
tektir sem ekki yfirstíga £34 ($175) um
árið, skal fá ellistyrk úr ríkissjóði sem
ekki nemi meira en £18 ($90), þannig,
að samanlögð ársinntekt hans nemi alls
£52 ($260). Séu hinar árlegu inntektir
yfir £34 en undir £52, þá skal veita upp-
hæð er geri inntektirnar alls £52. Það
er ennfremur ákveðið, að þar sem styrk-
biðjandi á eignir sem gefa af sér óvissar
inntektir, þá skal miðað við virðingar
verð þeirra til skattgreiðslu ; sé eignin
metin til skatta á £540 ($2700), þá skal
álíta að hún gefi af sér £34 árlega, og
fær þá styrkbiðjandí sitt ákveðna ríkis-
tillag $90.
Þessi stefna virðist óneitanlega
benda talsvert í jafnaðarmanna (socia-
lista) áttina, og verður að líkinðum vin-
sæl hjá öllum þeim, sem styrksins eru
þurfandi, hvað sem hinum líður.
Jxrælahald barna.
Síðustu útlendar fréttir segja, að
það sé ný-uppkomið að í St. Denis. ein-
um útjaðri Parisarborgar, só börnum
haldið i þrældómi við glasgerðarverk-
stæðin þar. Sá sem hefir börnin heitir
Vazza, og hafði hann keypt börn’n á
ítalin af foreldrum þeirra þar, fyrir 100
frún.f'’ árhtra borgun, og átti hann ’að
sjá þeim fyrir fæði og fötum, en hafa
svo allan ágóðann af vinnu þeirra,
Vozza notaði börnin til þess að bera
glóandi glerið í pönnum frá eldstæðinu
og þangað sem það var sett í steymu-
mótin og svo til baka í eldstæðin aftur,
Verk þetta er talið mjög óholt og er-
vitt, bæði sökum þyngdar glasefnisins
og vegna hitans og hættunnar, sem
fylgir meðhöndlun þessa glóandi glas-
efnis. Þó er talið að stálpaðir, hraustir
og heilsugóðir drengir þoli þetta ef vel
sé með þá farið að öllu leyti. En Vazza
kafði keypt börnin og vildi græða á
þeim. Hans eina hugsun var að fá sem
mesta vinnu fyrir sem minstan tilkostn
fað. Þess vegna valdi hann hin léleg-
ustu húsakynni handa hörnunum í
kjallara undir húsi nokkru f borginni
þar sem hvorki dagsljós né loft gat með
nokkru móti komist að; þar hafði hann
nokkur fátækleg rúmbæli, og var svo
þéttskipað í þau, að þegar eínn hópur
barnanna gekk til hvíldar frá vinnu
sinni, þá urðu hin að fara úr bælunum
til vinnunnar, þvi Vozza lét vinna uppi
halðslaust á verkstæði sínudagog nótt.
Ekki voru önnur húsgögn í herbergjum
barna þessara, heldur en rúmfletin, og
ekki fengu þau að borða nema sem
allra mínst til þess að vibhalda lífinu.
Svartabrauð var aðalfæða þeirra og
stundum súpur með ofurlitlu kálmeti,
sem drengirnir fengu að tína upp á
götum bæjarins í fristundura þeirra um
miðdagsverðartímann og á kvöldin.
Það hafði kvisast, að börnin yrðu
skammlíf hjá manni þessum. En þó
var það ekki fyr en í Marz síðastl. að
því var veitt önokkur veruleg eftirtekt,
því þá kom það fyrir að nokkrir dreng
ir hnigu niður við vinnuna af hungri og
þreytu og þróttleysi. Þeir sem sagt
horféllu. Þetta fréttu nunnur nokkr-
ar, sem voru í .klaustri skamt burtu
þaðan, og fengu þær með illan leik að
taka börnin á spitala, en þau dóu þar
eftir [stutta legu. Yfirvöld bæjarins
fóru svo að grenslast nákvæmlega eftir
um ráðsmensku Vozza á verkstæðinu
og um meðferð hans á börnunum, og
komst það þá upp, að hann hafði keypt
þau, svo sem að framan er sagt. Kona
Vozza hefir nú verið handtekin og elzti
sonur hans hefir flúið, en Vozz sjálfur
var handtekinn yfir á Ítalíu, þar sem
hann var í einni af sínum þrælakaup-
ferðum. Sakamál hefir verið höfðað
móti hjónunum, og er ekki ólíklegt að
þau fái maklega hegningu.
Til kjósenda í 2. þingkjör-
deild.
Herrar:
Ég hefi hlotið þann heiður 'að vera
kvaddur af The Independent Democra-
tic Party til þess að sækja um sæti á
löggjafarþingi Norður-Dakota undir
merkjum þess flokks við næstu ríkis-
kosningar. En vegna hinnar óhag-
stæðu haustveðuráttu, sem svo mjög
hefir tafið fyrir öllum verklegum fram-
kvæmdum á landi mínu og við bygg-
ingar, þá getur það komið fyrir að mér
verði ómögulegt að finna hvern einn
yðar persónulega að máli.
Ég notfi því þessa aðferð til þess að
mælast til þess, að þér vilduð veita
mér fylgi yðar og atkvæði við þessar
kosningar.
Þér munuð vera mór samdóma nm
það, að hver sá maður sem með alúð og
einlægni vinnur að hagsmunum Kjós-
enda sinna f þinginu, og þiggur aðeins
þá borgun sem honum ber að lögutu,
muni ekki hafa, mikið í afgangi eftir að
hafa borgað allan nauðsynlegan tilkosn-
að, og þess vegna ættu kjósendur ekki
að ætlast til þess að hann eyði miklum
tíma eða peningum til þess að sækja
kcsningar.
Það er áform mitt að gera enga til-
raun til þess að kaupa mér fylgi við
kosninguna. Ekki heldur mun ég selja
hagsmuni kjósenda minna. ef þeir veita
mér þá yirðingu að kjósa mig til þing-
setu.
Ef þér þess vegna álitið mig hæfan
til þess að vernda hagsmuni yðar og
framfylgja óskum yðar í þinginu, þá
sýnið þér sjálfum yður sanngirni
mér sæmd, með því að greiða atkvæði
yðar með mór.
Virðingarfylst,
O. VANOá'
Til hinna íslenzku kjósenda
í Pembina County.
Heiðraði herra :—
Yður er kunnugt að nafn mitt er
ennþá einusinni frammi fyrir yður
sem sækjanda um Countyreikninga
yfirskoðarastiiðuna, sem eftirmaður
sjálfs mins. Það væri mér mikil
ánægja ef ég gæti fundið sérhvern
yðar að máli fyrir kosningadag. En
skylduverk mín á skrifstofunni leyfa
mér það ekki, og þessvegna viðhef
ég þessa aðferð til að tala við yður.
Eyrir fimm árum síðan var ég kos-
inn yfirskoðunarmaður County-reikn-
inganna, með hinum mesta atkvæða-
fjölda sem nokkru sinni hafa greidd
verið við þá kosningu, og var það í
sjálfu sér það sem hver maður mætti
skoða sem merki um virðing og traust
kjósendanna. Og þegar ég tók við
embættinu, þá var það með þeim fast
ákveðna þrefalda ásetningi: Fyrst,
að með hjálp drottins skyldi ég reyn-
ast trúr og dyggur í sérhverju verki
minnar skyldu ; annað, að á öllum
tímum skyldi ég vinna verk minnar
köllunar eins vel og mér væri mögu-
legt fyrir almenning, hvers þjónn ég
er; þriðja, að kostnaðurinn við skrif-
stofustíírf mín skyldi verða eins lítill
eins og framast væri mögulegt.—
Hvernig mér hefir tekist að fram-
fylgja þessum ásetningi, það er fyrir
almenning en ekki mig að dæma um
Og ég get bætt því við, að það hefir
verið mér sérstök ánægja þegar mér
hefir auðnast að verða að liði íslend-
ingum, sem ekki hafa haft jafnmikla
þekking á lögunum eða hinni ensku
tungu, eins og margir aðrir. Og ég
hefi aldrei hikað við að taka á mig ó-
mök til þess að gera aít það sem í
mínu valdi hefir staðið, til að þóknast
þeim í sérhverju tilfelli. Og ég er
þess fullviss, að hinir mörgu íslenzku
vinir mínir bera mér vitni í þessu
tilliti.
Eg hefi verið útnefndur til þess
að sækja um þessa stöðu í annað sinn
og ef þér álítið að ég hafi int skyldu-
verk mitt af hendi sanngjarnlega að
undanförnu, þá er það mér sérstök
ánægja að mega eiga von á stuðningi
yðar og atkvæðum við í höndfar-
andi kosningar. Og nái ég kosningu,
þá vona ég að geta orðið yður jafn-
vel að meira liði framvegis heldur en
að undaníörnu.
Vonandi þess að mega njóta fylgis
yðar og atkvæða þann 8. Nóvember,
er ég yðar auðmjúkur þjónn.
DONALD THOMSON.
SPURNING: Ritstj. Hkr. Gerðu
svo vel og svaraðu eftirfylgjandi
spurningu;
Er það saklaust gaman, að fullvita
karlmaður setji á sig grímu og annan
skrimsla búning, labbi svo að húsi þar
sem veikt kvennfólk er fyrír (kl. 9 að
kveldi dags), klappi á dyr, og þegar upp
er lokið (sem kvennmaður gerði), þá að
sýna sig og hrista sig fyrir dyrum úti
og fara svo burtu án þess að vita um
afleiðingarnar, er voru þær, að kona sú
er upp lauk og sá ófreskjnna, rak upp
óttalegt hljóð og vissi syo ekki af sér
f 4 til 5 mínútur á eftir. Það bar lítið
á annari konu, er var í húsinu, í bráð-
ina, en tvö yfirlið fékk hún næsta dag
á eftir, er læknir sagði að stafaði af
hræðslu. Síðan hefir hún legið sáraum
í 8 daga og útlit fyrir að verði mikið
lengur. Spyrjandi.
SVAR: Það er hvorki gaman né
sakleysi i glæp þeim sem þú lýsir.
glæpalög Canadaveldis taka berlega
fram, í kafla 417, að sérhver sá sé sekur
um hegningarverðan glæp, og geti orð-
ið dæmdur í 5 ára fangelsi, sem hefir
grímu á andliti, eða hefir svert það, eða
á annan hátt gert sig torkennilegan að
næturlagi, án þess að hafa löglega af-
sökun. og (d) hafandi andlit sitt
hulið grímn eða svertu eða á annan
hátt gert sig torkennilegan, að degi til,
með þeim ásetningi að aðhafast hegn-
ingai verða sök.
Þ-ð er álitið að það að gera sig tor-
kennilegan að næturlagi sé í sjálfu sér
fullgild sönnun um glæpsamlegan til-
gang”.
Samkvæmt þessu virðist maður sá
lem þú getur um. vera sekur um hegn-
garverðan glæp, og mundi sæta hegn-
j?u, ef til laga færi. Svo hefir og
I l"'nan v ika sjálfsagða skaðabótskröfu
uend ’r honum, ef hún getur sýnt að
’i' oö valdur að veikihennar.
Útg. Hkr,
5PARSEMÍ
er það sannarlega að láta gólfdúka
yfir alt gólfið í húsinu .þínu, þegar
þú getur keypt ljómandi fagra olíu
gólfdúka lyrir að eins
25c.
Ferhyrnings yarðið
hjá mr
Qíbson Carpet Store,
574 Mnm Str.
Skemmti=
Samkoma
Mánudagskvöldið 31. Október, í ís-
lenzku kyrkjunni á Kate St., kl. 8 e.h.
Programm:
1. Söngur........
Manitoba College Glee Club.
2. Ræða
3. Solo
4. Söngur
5. Address
6. Solo Miss Clarke
7. Söngur
8. Address .... B. L. Baldwinson
9. Solo
10- Recitation (Jólanóttin) I. Búason.
11. Address J. Kjærnested.
12. Söngur
Veitingar.
Inngangur 25 cents.
77/ a/mennings.
Jafnframt og ég bið vora kæru
Heimskringlu að bera alúðar heilsan
mina til viðskiftavina minna víðsvegar
um landið. með þakklæti fyrir góð við-
skifti og alla alúð og gestrisni mér auð-
sýnda, þá il ég leyfa mér að minna
fólk á að ég er nú og framvegis reiðu-
búinn efns og hingað, til að afgreiða
pantanir fólks svo vel og greiðlega, sem
mögulegt er.
Hér er listi yfir fáeina af þeim hlut-
um sem ég hefi á boðstólum :
Rjómaskilvindur $50,00 og yfir
Ostagei ðarvélar $17.50 „ „
Einnig öll nauðsynleg
áhöld tilhej’randi ost og
smjörgerð.
Prjónavélar (almennu) $9,00 „ „
Prjónavélar (dýrari og
fullkomnarfÚ $15,00 til $56
Saumavélar á ýmsu verði
Þvottavélar á $9,00 og yfir
Orgel ný “ $40,00 “ “
Málvélar Edisons “ $10,00 “ “
Legsteinar “ $5,00 “ “
Og ótal margt fleira.
Eftir 2—3 mánuði býst ég við að
geta útvegað rokka á $4 stykkið. Nú
sem stendur eru rokkar alveg ófáan-
legir.
Að senda mér linu, kostar 1—3 cts,
en á því hefir margur áunnið sér fleiri
eða færri dollara.
Munið að utanáskriftin mín er:
S. B. Jonsson.
869 Notre Dame Ave, Winnipeg, Man.
Veitinaar og' Dans
halda nokkrar konur frá Fort Rouge
....á..
ALBERT HALL
Föstudagtnn 11. Nóvember 1898.
Programm:
1. Hljóðfærasláttur..............
Mr.Wm. Anderson og Mrs.MerriIÍ
2. Solo (frönsk)........Mr, Joel,
3. Tala... .Séra Hafsteinn Pétursson.
4. Solo.........Mr. Jón Jónasson
5. Kappræða.... Mr. B.L. Baldwinson-
og Mr. Stefán Thorson.
6. Duet.........Mr, Jón Jónasson
Mr. Davíð Jónasson.
7. Solo.................Mr. Ross
8. Concertina Duet...............
9. Hljóðfærasláttur..............
Mr.Wm.Anderson og Mrs Merrill
V'itingar og Dans.
Aðgangur 25 cts.