Heimskringla - 27.10.1898, Blaðsíða 4
HElMS&RDrdtA, 27 OKTOBER 1698,
Hurra Fyrir l/etrinum
Húrra fyrir yfirhöfnunum, hlýju fötunum,
húfunum, vetlingunum, nærfötunum, og
öllu sem hjálpar til að halda manni hlýjum.
Hér er búðin sem er troðfull upp undir loft
af allskonar karlmanna og drengjafatnaði.
Altsaman það bezta í landinu, og það sem
mest á ríður : með undur lágu verdi.
Tbe Commonwealth,
HOOVEE <Sc OO.
CORNER MAIN STR. & CITY HALL SQUARE.
Winnipeg.
Hinn Almenni þakkargjörðardagur
fylkisins í ár er ákveðinn þann 24, Nóv.
Hr. B. F. Walters skrapp suður trf
Dakota í síðustu viku og bjóst við að
verða þar 10—12 daga.
Bankaránið hér í Winnipeg er enn í
leynd ; hvorki þjófarnir né þýfíð hefir
fundist, að því er almenningi sé kunn-
ugt.
Lesið auglýsinguna frá Palace
Clothing Store hér í blaðinu. Landi
vor G. G. ísleifssorr vinnur þar, og
býðst til að gefa íslendingum sérstök
ágætis kaup.
21. þ- m. gaf séra Hafsteinn PéturS-
son saman í hjónaband hér í bænum
Mr. Magnús Kaprasiusson og Mrs.
Guðnýju Jónsdóttir Norðman, bæði
til heimilis í Westbourne, Man.
Tólf ungir uppvöðslusekkir voru
nýlega kallaðir fyrir lögreglurétt hér
og sektaðir fyrir Ijótt orðbragð og önn-
ur strákapör á götum bæjarins. For-
eldrar íslenzkra barna ættu að sjá til
þess að þau komist ekki í greipar laga-
anna fyrir ljótt orðbragð eða ósiðsemi.
Hinn frægi dáleiðari, Prof. McEwan
dáleiddi konu nokkra hér í síðust.u viku
sem ætlaði að láta draga úr sér 9 tenn-
ur. Hún hafði áður ekki þolað að láta
draga úr sér eina einustu tönn. en er
hún hafði dáleidd verið, kendi hún ekki
minnsta sársauka á meðan dregnar voru
úr henni 9 tennur.
“The Morning Teiegram’’ hafði á
laugardaginn var myndir af drengjum
þeim sem bera blaðið út hér um bæinn,
20aðtölu, og voru þar þessir íslend-
ingar : Marino Hannesson, Vilnjálmur
og Tryggvi Olson, Alex og Lárus
Finney, Friðrik Bjarnason og Ólafur
Johnson. Myndimar eru skírar og vel
prentaðar á eóðann pappír og eigulegar
fyrir aðstai dendur drengjanna.
Skemmtisarakoman sem auglýst var
í siðasta blaði að yrði haldin í íslenzku
kyrkjunni á Kate Str. nú í kvöld, hefir
verið frestað þar til riæsta mánudags-
kveld, 81. þ. m. Samkomunefndin von-
aBt til að íslendingar sæki þessa sam-
korau vel, Prógrammið er auglýst á
öðrum stað hér í blaðinu og bendir til
góðra skemmtana, og svo er ókeypis
veitingar á eftir.
Bæjarssjórnin hefir ákveðið að selja
við opinbert uppboð þann 10. næsta
mánaðar, ýmsar lóðir hér í bænum sem
skattar hafa ekki verið borgaðir af.í
síðastliðin tvö ár.
Atkvæðagreiðslan i Manitoða 'um
vínsölubannið er nú auglýst, og sýnir
hún, að 12,867 atkvæði voru greidd með
banninu, en að eins 2,955 á móti því. —
Sagt er að fleirtala með vinsölubanninu
i öllu ríkinu muni vera um 14,000.
Minneota Mascott getur ,þess að
séra Jónas A. Sigurðson hafi ætlað að
messa í íslenzku kyrkjunni í Minneota
síðastl. sunnudag. Hann mun því um
það að vera kominn heim til safnaða
sinna úr íslandsferðinni.
Nokkrar islenzkar kcnur hafa tekið
sig saman um að boða til álmenns fund-
ar meðal íslenzkra kvenna hér i bænum
á Unity Hall, þriðjudagskvöldið 1. Nóv.
næstkomandi, til þess að ræða um og
ksma á samtökum til þess á einhvern
liátt að hafa saman peninga til almenna
spítalans hér, sem tillag frá íslending-
um. Þær óska eftir að sem flestar kon-
ur sæki þennan fund. Fundurinn byrj-
ar kl. 8 e. h.
Vér höfum fengið skeyti frá hr. 8.
Thorwaldson, Akra, N. D. ,þar er hann
skýrir oss frá, að hann hafi beðið ritstj.
Lögbergs að afhenda oss grein þá frá
honum viðvíkjandi heimferðarmálinu,
er stóð í síðasta Lögb. Hr. Thorwald-
son hafði ætiast til að þessi grein kæmi
út í báðum blöðunum samsinnis, og
treysti á drengskap kafteinsins að skila
oss henni. En dánumaðurinn hefir
enn ekki gert það, Vér vildum minna
menn á það, sem framvegis vilja senda
oss eitthvað til birtingar í blaðinu, að
trúa ekki ódreng þessum fyrir þvi, en
senda það beina boðleið til vor : P. O.
Box 305,
Það sorglega slys vildi til í Argyle-
nýlendunni á fimtudaginn 13. þ m., að
Skapti, 20 ára gamall sonur Skapta Ara-
sonar þar í byggð, misti annan hand-
legginn í þreskivél sem hann var að
vinna við á landi Hernits Christopher-
sonar, Handleggurinn fjórbrotnaði. og
varðað taka hann af fyrir ofan oluboga
og gerði Dr. Cleghorn á Baldur það á
laugardaginn var. Slys þetta er þeim
mun tilfinnanlegra, þar sem hinn ungi
maður er fyrir því varð, er alment tal-
inn einn hinna efnilegustu pilta þar i
sveit.
$10,00 föt, hvergi betrí en hjá
Coninionwcalth.
Þeir herrar John Winram og J.
McKissock eru í undirbúningi með að
sækja um kosningu sem bæjarfulltrúar
fyrir Ward 4.
Nýr brunnur hefir verið grafinn hér
utarlega i bænum, nokkuð á aðra mílu
frá hinum nýju sláturhúsum þeirr Gor-
dons, Ironsides & Fares, og er það talið
bezta vatnið sem enn hefir fundjst hér í
bænum, og svo er vatnsmagnið mikið,
að það fyllir 5 þumlunga pípu, sem er
vídd brunnsins, og spítist 4 fet i loft
upp úr pipunni. Það á að leiða vatn
þetta niður í bæinn nú í haust,
Skemtisamkoman, sem Fort Rouge
konurnar ætla að halða á Albert Hall
þann 11. Nóvember næstkomandi til
arðs fyrir Tj^dbúðina, verður að lík-
indum með þeim betri, sem íslendingar
hafa hafa haldið hér i langan tíma, eft-
ri því sem própramið — sem prentað er
á öðrum stað í klaðinu— tilvísar. Það
er vonandi að þessi samkoma verði
fjölmenn og Tjaldbúðinni til væntan-
legs hagnaðar.
Á spitalanum í Winnipeg voru síð
astliðna viku 160 sjúklingar — 87 karl-
menn, 48 konur og 26 börn; þar að auki
gengu þangað daglega 40 menn tillækn-
inga.
Það fer að líða að þeim tíma að vé r
íslendingar verðum að halda samkomu
eða samkomur til inntekta fyrir þessa
svofnun. Það er margt af voru fólki,
sem árlega nýtur mikils góðs af þessari
stofnun, og það er óhjákvæmileg skylda
vor að sýna ' henn’ allan þann sóma, er
efni vor og ástæður leyfa,
fc>:Það fór að vonum, að ritstj. Lögb.
lét þess getið í blaði sínu að það hefðu
orðið útgefandaskifti að Heimskringlu.
En satt að segja höfðom vér ekki búist
við því að sú breyting mundi olla hon-
um eins mikillar ógleði, eins og raun
hefir á orðið, eftir grein hans að dæma.
Vonandi er nú samt að hann reyni að
bera harm sinn í hljóði og sætti sig við
orðin hlut. Það er hvort sem er engin
hætta á þvi að vinir hans gefi honum
það að sök, þó Greenway-klikkunni
ekki tækist að kaupa blað vort upp með
húð og hári svona rétt fyrir kosningar.
Vér ætlum oss annars sem sjaldn-
ast að svara illgirnis-þvættingi Lög-
bergs í vorn garð, en láta safnast fyrir,
og húðstrýkja svo hundspottið á fjós-
loftinu bara einstöku sinnum.—Ritstj.
Það má svo heita að í síðastliðnar
6 vikur hafi verið sífeidar rigningar, og
hefir þetta ollað miklum skemdum á
hveiti og heyi og mest á garðávöxtum.
Hveiti er eflaust nú orðið talsvert
skemt víða í stökkum og hey eru sum
staðar sögð hálfeyðilögð, enda kostar
nú ton-ið hér í bænum um $15, og er
það | pörtum meira en það er vant að
vera um þennan tima árs; sama er að
segja um kartöflur, þær kosta um 60
cents hvert bush. i stað 25—30 cents,
sem er vanaverð þeirra hér á haustin.
Liklegt þykir þó að verð á heyi og
garðávöxtum lækkiaftur í verði þegar
þornar upp og flutningar til bæjarins
verða hægari. Það er ætlað að þessar
sífeldu ibleytur nemi als, að minsta
kosti, 1 millíón dollars skaða hér i
Manitobafylki. En tæpast getur sú
áætlun verið bygð á neinum náhvæm-
um útreikningi.
Hvergi fallegra hálstau í bænum
en hjá Commonwealth.
Borgid
Heimskringlu.
SKÁLDSAGA eftir Snæ Snæland,
sem heitir “Valið”, er undir prentun.
Verður fullbúin og til sölu í Nóvember
mánaðarlok. Hún verður 8—9 arkir á
stærð, í 8 blaðabroti og koatar 50 cents
í kápu. Söguna má panta á skrifstofu
Heimskringlu og Lögbergs og hjá Kr.
Ásgeir, 350 Spence St.
Þessir utanbæjarmenn hafa komið
við á skrifstofu Hkr, síðastliðna viku :
Eiríkur Jóhannsson, Húsavík ; Dan-
íel Daníelsson, Jón Stefánsson og Ás
mundur Einarsson, Gimli ; Eiríkur
Hallson, Mary Hill; Gísli Gíslason og
Guðmundur sonur hans,' Geysir ; Krist-
ján Skagfjörð, Hallson, N, D.; Sveinn
og Páll Guðmundssynir og Grímur
Scheving, Lundar.
Enginn selur betri drengjafðt en
Commonwralth,
Hra. Páll Magnússon, kaupmaður
í Vestur Selkirk, áminnir hér með ís-
lendinga alvarlega um að muna eftir
því, að hann hefir enn þá útsölu á hin-
um alþektu, ágætu Raymond sauma-
vélum, sem hann selur ódýrar an nokk-
ur annar umboðsmaður Raymondfé-
lagsins. Verðið er $30, $32,50, $36, og
Frophead-vélar á $40 og $50. — Það
kostar ekkert að skoða vélarnar.
Til athugunar fyrir þá sem fást við
húsabyggingar, er þess getið í Free
Press, að hra. J. Thompson greftrunar-
stjórí hafi keyrt um Ross Ave. hér í
bænum að næturlagi fyrir nokkrum
mánuðum síðan, 'og í myrkrinu keyrði
hann yfir haug af byggingarefni, sem
náði út á götuna, og braut við "það
kerru sína og meiddi sjálfan sig. Hann
stefndi svo húsasmiðnum og fókk $35
skaðabætur og málskostnað, — Það
kom fram i réttinum, að byggingamenn
hafa samkvæmt lögum engan rétt til
þess að skilja nokkurt byggingarefni
eftir úti á strætum bæjarins, og að sé
nokkurt slíkt efni skilið þar eftir, þá
er það fþeirra skylda að sjá svo til að
vegfarendur bíði engan hnekki við það
hvorki á nótt eðw degí. Bygginga-
meDn eru ábyrgðarfullir fyrir öllum
slysum, sem kunna að verða af hirðu-
leysiþeirra í þessu efni.
/stenc/ingar !
Þér ættuð að koma sem fyrst og
skoða okkar miklu og ágætu byrgðir af
karlmnnnafatnaði, sem vér seljum nú'
við svo makalaust lágu verði. íslend-
ingurinn <<iiidm. <4. Isleif'sNon
vinnur í búðinni og hefir leyfi til að
selja yður íslendingum með sérstaklega
lágu verði. Hann getur t. d. klætt yð-
ur alveg frá hvirfli til ylja í hlý og góð
vetrarföt fyrir aðeins $11 til $12. Þér
ættuð að koma sem fyrst og sæta þess-
um góðu kaupum meðan þau er að fá.
Paiace...
Clothing Store
HOHSTG- <fc oo.
458 riain St.
Milli McDermot og Bannatyne.
Þið þurfið ekki nema einusinni að
kaupa í “Cheapside” tiljað sannfærast
um að þið gerið þar betri kaup en í
nokkurri annari fata- skó- eða álnavöru-
búð hér í Winnipeg. Fjöldi af íslend-
ingum hefir verzlað við oss þennan yfir-
standandi mánuð, og játa allir að það
sem við segjum um varning okkar í ís-
lenzku blöðunum, sé ekkert auglýsinga-
húmbúg, heldur hreinn og beinn sann-
lelki, sem allir geta reitt sig á.
GEO. H. RODGERS k CO.
CHEAPSIDE.
578 og 580 Main Str.
N.B.—Landi ykkar og vinur, hr. C. B.
.lnliliM, afhendir í búðjnni.
Dr. M. B. Halldorson,
—IIENSEL, N.-DAK.—
Skrifstofa uppi yfir Minthorn’s
- lyfjabúð.
Maurice’ 5 Opið dag og nótt
Agætt kafli Restaurant.
517 MAIN STR.
Þið fáið hvergi jafngóðar og ódýrar
máltiðir í bænunj.
'naurice Nokes
eigandi.
Kliptu þetta út
SJBRSTAKT VBRD A
BBZTU BANDARIKJA
HARD OG LINKOLUM
Með því að framvísa þessari auglýsingu til
The Winnipeg Coal Company,
á horninu á Higgins og May-strætum.
TELEPHZONE 700
AI3AMS BRO’S,
CAV^LIER, IST-
Selja allar tegundir af HARÐVÖRU, stórt og smátt, alt sem ykkur vanhagar
um. Svo hafa þeir einnig alt það sem vanalega er selt í stærstu og fullkomn-
ustu harðvörubúðum. Sérstakleg bjóða þeir ykkur SJALDGÆF KJÖRKAUP
Hitunarofnum og Eldamaskínum.
Þeir hafa meiri og betri byrgðir af þeim en nokkur annar í Pembina County.
ADAMS BRO’S,
Cavalier, N. II.
——11
BECHTEL & PRATT,
fl^ HCNTCO. N. = DAK.
Verzla með ™
Alnavöru. Matvör, Stígvél, Skó,
Fatnað, Hatta, Húfur og allar
mögulegar tegundir af Harðvöru
Þeir hafa betri vörur og selja þær með lægra verði en nokkrir aðrir í nágrenn-
inu. Sérstaklega óska þeir eftir verzlun íslendinga. Gleymið þeim ekki.
Bechte/ & Pratt,
E; Gleymið ekki %
því, að nú bjóðum við ykkur ágæt kjörkaup :
Karlmanna yfirskó (gum).§ I .<M) —gf
g- Kvenna “ “ 25e.
f- Karlmannahanskar. fóðraðir ......... 50c. ~~g
f- Drengjahanskar. fóðraðir. 50c.
g— Karlmanna Gauntlet vetlingar ..,... 1.50 15
Fóðraðir reimaskór úr mjúku leðri 1.50
f- Kvenna slippers, ágætar. 40c.
Við höfum aldrei haft eins mikið af vetlingum
og hönskum að velja úr, og eins alt annað.
E. Knight Ö* Company |
£ 851 Main St. ^
ImlUitiUu.tiUiitiiuiiiiUttiUi.itUiiiilUiíiUiilUJ.iÚUiWtill
— 34— ‘ —39— —38— - 35 —
manna með sér í baráttunni og gangi þeim vel,
þá er nafninu enn þá breytt og eru þeir þá kall-
aðir byltingamenn. Senor Preston; ég er bylt-
ingamaður, af _því að guð er með málefni mínu,
og af því að ég berst með meiri hlutanum og
hann mun að lokum sigur vinna”.
Þegar morgunverði var lokið, var Preston
fengin vindill, sem hann hafði engan slikan fyrri
reykt, og settist hann hjá foringjanum á vegg-
svalarpallinn undir hinum breiðu og skugga-
sælu blöðum hinna tignarlegu pálma. Og þar
naut hann í næði hinnar yndislegustu stundar,
sem hann hafði lífað síðan hann kom til Cúba,
Allan þenna tíma hafði Anita ekki látið sjá
sig, en brátt kom hún og fylgdi henni móðir
hennar, og hafði hún náð sér aftur eftir hina illu
meðferð, sem spönsku hermennirnir höfðu sýnt
henni. Þakkaði hún þá enn að nýju Ameríku-
manninum fyrir alt það sem hann hafði gert fyr-
ir hana og bróður hennar.
“Þú hefir ekkert sagt mér, senor, hvað þú
ætlar að gera”, sagði hún, “en trauðla er nokk-
uð það, sem þú getur beðið frænda minn um, að
hf' '1 veiti þér þaðekki. Það þýðir lítið að ég
t jóði 1 ér þjónustu mína, því að þú nefir frelsað
líf -Ot, og bróður mins, og þú átt því heimtingu
& öllu sem ég get gert fyrir þig”. Svo hneigði
hún sig og fór i burtu. »
“Jæja þá, senor”, sagði Garcia, þeg%r þeir
voru orðnir einir eftir, “ef að þú vilt segja mér
hvað ég geti gert fyrir þig, þá er ég reiðubúinn
að gera það”,
Stundarkorn sat Preston þegjandi og var
svipur. Allir ættmenn hans höfðu verið útlag-
ar gerðir eftir seinustu uppreistina, og það var
lífsháski hinn mesti fyrir hann að hætta sér til
Cúba aftur, en það var [ást hans og trygð við
málstað ættlandsins, sem dró hann þangað.
Hættan var eins og kryddmeti, sem gerði lífið
sætt og unaðslegt fyrir Pancho, og hann var ein*
lagt á ferðum að leita að háskanum og hættun-
um. Preston hafði fengið mestu mætur á hon-
um í Mexico og þessa vináttu sína endurnýjuðu
þeir aftur á eyjunni Cúba, sem nú var að því
komið 'að yrði lögð i eyði.
Pancho var alveg meðvitundarlaus þegar
þeir reistu hann við og báru hann að veggsvöl-
unum, en þar heltu þeir í hann fáeinum dropum
af brennivíni og fór hann þá fljótt að rakna við
og ná sér aftur.
Þegar hann sá Preston lúta að sér, þá brosti
hann. __
‘ Ég dvaldi heldur lengi”, tautaði hann á
ensku,‘en ég vildi teygja þrjótana nógu langtsvo
að þeir fengju að heyra englana hans Manúels
syngja. Einn þeirm hitti mig í öxlina áður en
ég reið inn í skóginn”,
í herbúðum Garcia, sem hann kallaði La
Voela, var nóga l'eknishjálp að fá, [og var Pan-
cho veitt þar iijúkrun hin bezta. Að hálfri
stundu lið' ,'ar hann farinn [að geta talað
svo allir skiu • Kúlan var skorin úr, og var
hann þá úr hæjtu allri. en hann vjr órór mjög,
er hann vissi ' ’ mn væri ófær til ferða um
nokkurn *'
“É on :nn hingað miklu fyr,
Maðurinn var Francisco De Costa, vinur
Prestons, h&nn Pancho.
4. KAFLI,
Óleysta gátan.
Undireins og Pancho reið inn á umgirta
svæðið, þekti Preston hann. Hann hafði ekki
búist við honum svona fljótt, og þó mátti hann
vita það af viðkynningu þeirra í Mexico áður
fyrri, að Pancho var einhver hinn ötulasti, djarf-
asti og hraustasti maður, sem hann nokkurn-
tima hafði séð, og hnnn hafðí verið fullviss um
það, að hann myndi koma til sín við fyrsta tæki
færi.
Pancho er spönsk stytting af nafninir Fran-
cisco. og maðurinn sem gekk undír því nafni,
og hér erlýst, hafði að erfðum fengið alla beztu
eiginleika hins kúbanska föður og ameríkönsku
móður. Hann var ’fæddur í Cuba, alinn upp og
mentaður í Bandaríkjuuum; af náttúrunni gef-
inn fyrir að fára land úr landi og ævintýramað
ur mikill, því að hann barst út í eitt ævintý ið
á eftir öðru, Hann hafði ákaflyndi, snarræði oh
hörku að erfðum frá föður sínum, en fríðleika og
drengilega framgöngu frá móður sinni. Og var
hann því betur af náttúrunni gerður en flestir
menn aðrir. Heita blóðið og ákafi Cúbamanna
var blandaður hinu rólega, kalda, útreiknandi
geðslagi Ameríkumanna. Var liann maður svo
gerður, að bros hans var hættulegra en reiði-
í þungum hugsunum, en þegar hann leit upp á
ræningjaforingjann aftur, þá var hann ráðinn í
þvíhvaðhann skyldi gera.
“Ég get ekki talað eins skýlaust við alla eins
ogégætla að tala við þig, senor”. mælti liann,
“en óg þarf að hafa trúnaðarmann í landi þessu,
sem ég geti treyst að muni hjálpa mér, Ég þyk-
ist ekki þuifa að biðja þig að þegja yfir því sem
ég segi þór ?”
“Það skal geymt hjá mér, sem væri ég dauð-
ur”.
“Gott og vel. Eg er hingað sendur í leyni-
legum erindagerðum.Ég er fulltrúi stjóroarinnar
i föðurlandi míuu, og erindi mitt er, að kynna
mér út i hörgul alt um uppreistina, eins og hún
er nú og eins og líkindi eru til að hún verði eftir-
leiðis. Það er tilgangur mínn, að komast eftir
því, hver og hvernig freisishreyfingin hafi verið
stofnuð, og hvaðp, líkur séu tilþe&s, að hún muni
sigursæl verða. Eg þarf því að sjá foringjana
og hafa tal af þeim, og eins og ég get, að vinna
hylli þeirra og tiltrú, svo að öll þau atriði séu á-
reiðanleg, sem ég fæ að vita. Og það er áform
mitt að verða svo gagnkunnugur öllum mála-
vöxtum, að ég geti séð fyrir hvernig alt muni
ganga í eitt eða jafnvel tvö eða þrjú ár”.
“Hvernig ætlar þú svo að nota það sem þú
þannig fær að vita ?”
“Skýra yfirmanni mínum frá þyí”.
“í hvaða tilgangi?”
“í þeim tilgangi að menn geti fyrirfram
ráðið í hvað muni fram fara”.
“Ég skil það. Svo að Bandaríkjastjórnin
geti gert okkur alla hluti ómögulega ?”