Heimskringla - 12.01.1899, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.01.1899, Blaðsíða 1
XIII. ÁR NR 14 Heimskringla. WINNIPEG, MANITOBA 12, JANÚAR 1899. ^oncert og | ^eikfimi Verður haldið í Unity Hall, Þriðjudaginn 17. þ. m. Byrj'ar á slaginu kl. 8 e h. Programm: 1. Fiolin og orgelspil Anderson og Merrel. 2. Leikfimi á slökum vír Þorsteinn Baldvinson. 3 4, Iþróttir í rólum J. G. Johnson, 5. Gamansöngur, 6. Jafnvægisíþróttir J. G. Johnson, 7 Jafnvægisíþróttir sérstakar. 8. Veltingar, kast og líkarasæfingar. 9. Solo. 10. Hnefaleikur ... ...Johnson og Norman. 11. Glímur. 12. Söngur og samtal (i Tyrkneskum þjóðbúningi). Aðgangur 25 eents, Aðgönguraiðar eru til sölu hjá : Árni Frederickson, grocer Ross Ave., Stefán Jónsson, drygoods, Ross Ave. John Hall, Ross Ave. Uorst. l’orkels- son, grocer, Ross Ave. Ounuar Sveinsson, fóðursali, Higgin St. og Main St. Tórnas Polsson, Fort Rouge. Mrs. Soodraan, May St. Skrifstofa Heiras- kringlu. Skrifstofa Lögbergs. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Frá Yukon koma þær fréttir að Jack Jolly, hótel haldari í Dawson, hafi yerið hengdur án dóms og laga, eins og tíðkanlegt er í sumum stöðum í sumum stöðum i Bandaríkjum. Jolly hafði verið mesta meinhorn i mannleg- um félagsskap þar efra, og var honum gerður kostnr á að að fara þaðan með 24 stunda fyrirvara. En hann neitaði boðinu, og var svo festur upp í tré topp rétt utan við Eagle City.—Þann 12 Des. voru í Dawson 18 gráður fyrir neðan zero.—Vinnulaun í námum þar efra eru um $1.00 um tímann og fæði eða 1.50 um tíman án fæðis,—Sihjör er $1.00 pundið en hveiti er ódýrt og mikl- ar byrgðir af því.—Mikið gull hefir ný- legafundiztá ''Goldrun," "Dominion,” “Sulphur,” “Thistle” og “Carlyle” lækjunum. Herra Salomon. einn af meðlimum leyndarráðsins i Rússlandi, hefir nýlega lokið við 5 mánaða rannsökunarferð um Síberíu til að yfirlíta meðferð útlaga sem þar eru í fangelsum, og segir hann aðíVestur Síberiu séu fangelsin hrein leg og vel haldin og ekki of skípað í þeim, og meðferð fanganna allsæmileg. En í Austur Siberíu kvað hann hið mót- stæða eiga sér stað. Þar væru fangels- in eins óhrein eins og svínastíur og alt of þröngt i þeim, enda væri meðferð öll á fönguin hin grimdarlegasta, og þó var langverst í Saghallan-fylkinu. Hra. Salomon leggur það til að helzt sé hætt við að senda fólk til Síberíu, af því að sú sending hafi engin betrandi áhrif, hvorki á þá sem þangað eru sendir né heldur á þjóðlíf Rússa heima fyrir. En sé það ófáanlegt þá villhann aðmjög sé bætt um hag fanyanna þar, og að þeim sé borgað sanngjarnt kaup fyrir vinnu þá sem þeir gera þar í fangelsunum og að þeim sé veitt þar ókeypis heimilis- réttarlönd þegar fangelsistími þeirra er útrunninn. Mr. Salomon rak 2 aðal- yfirmenn og 80 undir-embættismenn úr þjónustu, fyrir ómannúðlega breytm þeirra við fangana, meðan hann var þar í landi. Hann vonar að Rússa- keisari taki tillögnr sínar til greina og láti gera mikilsverðar umbætur á stjórn fanganna og meðferð þeirra í Síberíu hið allra fyrsta. Gnfuskipið Gatania, frá Bandaríkj- um, fórst með mönnum öllum i miðju Atlanzhafi aðfaranótt 30. Desember síðastl. Gufuskipið Meshaba gerði til- raun til að bjarga því, en eftir 22 kl. stunda verk varðaðhætta við svo búið. Sjóar voru ákaflega míklir, svo að reykáfur og allar yfirbyggingar á dekki hins týnda skips höfðu sópast burtu. Náttmyrkrið gerði skipunum ómögu- legt að sjá hvoru til annars um nóttina, en nm morgunin var Cartania hvergi sjáanleg, og er talið víst að húu hafi sokkið um nóttina. Nefn manna var nýlega send til Púkeyjar til að taka þar vitnisburð Dreyfusar og með því komast hjá því að þurfa að flytja hann til Parisar, og er nú búist við skýrslu nefndar þessar- ar á hverri stundu. Það er talið víst að vitnaleíðslan verði gerð mestmegnis með málþráðskeytum—Þó það auðvitað kosti afarmikið fé—til þess að komast hjá opinberri uppreist frá óvinum Dreyfus, sem talin er sjálfsögð ef hann verðurfluttur til Parisar. Undirskýrslu nefndarinnar sem nú er að taka vitnis- burð Dreyfusar, er það komið hvert hann verður fluttur til Frakklands eða látinn sitja kyr í fangelsi sínu að svo stöddu. Það er nú almælt í brezkum blöð- um að Frakkland muni gjarnan vera fáanlegt til að selja alt tilkall til eigna sinna og réttinda í nýfundnalandi svo framarlega sem England sé viljugt til að gjalda vissa peninga upphæð fyrir þau. En ekki er þess getið hver upp- hæð sé heimtuð. Þeir Hanson bræður—auðmenn i Montreal—hafa keypt strætisbrautirn- í Havana áCuba og ætla þeir að láta vagnana á þeim ganga ineð rafafli, Raffræðing hafa þeir sent þangað frá New York, sem á að standa fyrir peim umbótum sem gerðar verða á hreyfiafli vagnanna. Dreyfusmálið er "ennþá lifandi Ónýtingardómurínn hnfir nú látiðstefna Count Esterhazy—Þeim er skrifaði falsskjalið sem felti Dreyfus—til þess »ð mæta í Paris þann 12. þ. m. og bera vitni í þessu míkla máli. Esterhazy er nú i Lundúnum á Englandi og hefir honum verið lofað því að hann skuli verða fluttur báðar leiðir frá Lundún- um til Parisar og til baka aftur á kostn- að frönsku sljórnarinnar. og að hann skuli ekki verða handtekinn meðan á málinu stðndur, eða meðan hann er sem vitni i þjónustu stjórnurinnar. En alt um það er nú karl orðinn mjög hrædd- nra sig. En þó talið víst að hann hlýðnist stefnunni. Það er á orði að British Columbia stjórnin ætli að banna innflutniug og sölu vins í námahéraðinu. Mr. ®ra- ham fer þangað norður með fult umboð til þess að sjá um að banninu sé fram- fylgt. Hann segíst heldur vilja halda víninu algerlega út úr héraðinu heldur en þurfa að biggja fangelei. Það er sagt að menn þeir í Skagway sem mest hafa gengist fyrir því að hafa þar vínsðlu, hafi verið reknir á flótta af bæjarbúum sem hafa myndað félagsskap sin á með- al til þess að halda reflusemi í bæn- um. Bæjarbúar gerðu vínmönnum þann kost að hafa sig á burtu með 30 daga fresti, eða að öðrum kc.sti að sæta afleiðingunum fyrir óhlíðni sina. Yín- menn létu sér þetta að kenningu verða og seldueignirnar og höfðu sig á burtu úr bænum innan ákveðins tíma, avoað nú er friður og rósemi og ánægja þar í hásæti. og eru bindindismenn mjög lof- aðir fyrir röggsemi þá er þeir hafa sýnt i þessu. Enn þá nýir gullfundir í Atlin hér- aðinu í British Bolumbía, íUnion'Horse’ og ‘Qaarts’ læknum sem allir renna í Surprise-vatn á Pine og Spruce lækjun- um taka námamenn út frá $12 lil $20 á dag. Þeir herrar C. P. Adams og W, Whall yfirmenn Graet Northern járn- brautarinnar hafa gert ýmsar tilraunir til þess að nota telegraph þræði járn- brautarfélagsins fyrir telephone jafnt sem telegraph og hefir þeim tekist vel að gera petta. Þeir hafa notað sama vírinn á sama tíma til að flytja bæði málþráðar- og talskeyti þannig, að á meðan verið rar að senda inálþráðar- skevti til eins manns voru þeir að tala vió animn manii og kom kvorugt skeyc- íð í bága við hitt. Þetta segja þeir að megi vel takast í hvaða veðri sem er og þó að sé hundrað mílna millibil á mílli staða sem þannig eru samtengdir. Þykir uppgötvun þessi mikils virði og til stórkostlegs hagnaðar fyrir járn- brautafélög. Fred. W. Johnson svertingi nokk- ur í Monteal vildi kaupaaðgöngumiða á leikhús þar í bænum og bauð fram pen- inga, en honum var neitað um aðgöngu af því hann var svartur að lit. Hann höfðaði þá mál mót húsráðanda og heimtaði $500.00 skaðabætur. Arche- bald dómari dæmdi húsráðandann til að greiða heimtaðar skaðabætur. Hann kvað engin lög fyrir þvi að neita negr- um jafnréttis við aðra menn sökum litar þeirra. Lesendur munu minnast þess að þess var getið hér í blaðinu fyrir nokkr- um mánuðum, að Mr. Lelland í New York hefði fundið upp og smíðað skip, sem gæti siglt jafnt undir yfirborði sjóvarins sem á þvi, og þannig orðið hið voðalegasta hættuspil fyrir óvina- skip i hernaði. En nú hefir maður að nafni Innes, Lautinant í brezka hern- um í Astralía, fundið upp og látið gera annað skip sem notað er til þess að sprengja Torpedos. Þetta skip hefir verið reynt yfir í Ástralíu í viðurvist aðal flotaforingja Breta, og segir hann svo frá, að þetta sé sú mesta uppgötvun á síðari tímun. Skipið gengur jafnt neðansjávar sem á yfirborði vatns, og má stýra þvi svo sem með þarf, láta það skríða með botni eða í miðjum sjó eftir því sem ástendurog skjóta sprengi kúlum í hvaða átt sem vera skp.1 án þess að sjáist hvaðan þær koma, Þetta skiper talið betra miklu en Holland báturinn og búist við að Bretar láti strax byggja nokkur slík skip. Það er í áformi að herfloti Banda- manna sigli í kynnisför yfir til Evrópu á komandi sumri, og er England þegar farið búa sig undir að taka á móti gest- unum, Þeim McKinley forseta og Sal- isbury lávarði kemur saman um, að það sé gott fyrir báða málsparta að Evrópu- þjóðirnar fái að sjá skip þau og menn, sem svo hraustlega og umsvifalítið ger- eyddu spanska flotanum á s. 1. sumri. Það getur gefi Evrópuþjóðunum ofur litla hugmynd um á hverju þær megi eiga von ef þær reyna að stiga á hala ljónsins eða reyna til að plokka fjöður úr Arnarvæng Jónatans frænda. Morð var framið í Chicago á föstu- dagskvölið var þannig, að 6 ræningjar ætluðu að ræna fatabúð á horninu á 21ta og Lincolnstræti. En lögreglu- þjónn EdwWallner kom þar að og vildi fanga ræningjana, en þeir skutu hann til ólífis. Nú hefur formaður lögreglu- liðsins þar í borginni, Jóeph Kipley, gefið öllum sínum mönnnm stranga skipun um það, að hvenær sem þjófar eða slagsmálahundar og aðrír alræmdir óþokkar sýni nokkurn lit á því að ó- hlýðnast lögregluþjónum og láta fanga sig móþróalsust, þá skuli þeir umsvifa- laust skjóta þá, og skjóta svo að hrífi. Með þessu ætlar Kipley að hreinsa Chi- cago af þessum óþjóðalíð, annaðhvort að iáta hann flýja úr borginní eða að skjóta þá niður sem hráyiði hvenær sem færi gefst til þess. Þessi nýárs ákvörðun þykir glæpaseggjum hin versa sérstaklega af þvi að henni fylgir full alvara, Það þykir nokkuð eftirtoktavert að samskotin á Englandi til að byggja minnisvarða yfir Mr. Gladstone eru svo lítil og koma svo seint í hendur þeirra sem standa fyrir fyrirtækinu, að það lítur út eins og að þjóðin hafi ekki met- ið æfistarf hans í þarfir föðurlandsins eins vel og væuta mátti. Það var upp- hafloga beðið um £50,000, en að eins £22,000 hafa ennþá fengist. Þetta mæl- ist þeim mun ver fyrir á Englandi, sem samskotin til minnisvarða Gordons í Afriku hafa gengið ágætlega. Kitch- ener lávarður hafði saman £100,000 á fáum dögum til að reisaGordon minnts- varða, en æfistarf Gladstones er ekki metið meira en svo, að það þykir tví- sýnt hvort hægt verði að reisa honum verðugt minnismark af þjóðarsamskot- um. Munið eftir Maine. Þessi orð voru það, sem í gegnum alt, striðið milli Bandamanna og Spán- verja. fyltu hvern einasta Amaríkansk- an hemnann liugrekki og frábærri djörf- ung, til þess að sýna heiminum hversu skaðlegir þeir gætu orðið óvinuuuiu þegar þeir ættu sér i að hefna, eins og t.d. fyrir hið voðalega illvirki sem fram- ið var þegar herskipið Maine var spreingt í ioft upp og yfir 200 saklausir hermenn sviptir lífí á einni svipstundu. Menn voru frá pví fyrsta sannfærðír um, að þeta voðaverk var af völdum Spinverja þó að hinsvegar ekki væri mögulegt að festa glæpinn við neinn vissan mann eða menn. Bandamenn héldu því fram, að Spánverjar væru áreiðanlega orsök i slysinu, en Spánverjar kváðu það hafa verið tilviljun eina. Þannig hefir málið legið þar til nú að eitt af Havanablöðunum, “E1 Re- concentrado,” flytur þá kæru á hendur spönskum dómara, að nafni Zacarias Bresmes, að hann hafi verið frumkvöð- ull að því, að herskipið “Maine” var sprengt upp á Havana hö'n, Blaðið flytur grein um dómara þennan og bendlar hann við ýmsa glæpi. Meðal annars segir blaðið 5. þ. m.: Þegar Maine kom inn á höfnina í Havana, þá sagði Bresmes opinberlega að slikt ofbeldi af Bandamönnum mætti ekki líðast án strangrar hegningar. Heitingar hans boðuðu komandi háska. Félagar hans voru Felipe Gonzales, Dion Sionega og Eusebio Azevere, ailir ofstækisfullir Ameríkuhatarar. Þessir menn gortuðu af því að Bandamenn væru í þann veginn að fá grimma hefnd fyrir ofdyrfsku sína, að vaða með herskip inn á Havanahöfn. En þó er ekki hægt að bera beina kæru á neinn nerna Bresmes. Hann og hinir áköfu Spánverjar í Luralogötu héldu leynifundi á hverju kvöldi og veit nú almenningur, að á þeim fundum var eyðilegging skipsins Maine brugguð og allur undirbúningur til þess fullkomn- aður. Kvöldið sem hin voðalega sprenging fór fram, var Bresmes staddur á Tacon leíkhúsinu með vinwm sínum. Og þeg- ar er hinn fyrsti voðakvellur heyrðist, stökk nann upp úr sæti sínu og hrópaði “Þarna fer Maine,” og drukku þeir fé- lagar kampavín þessum voðaglæp. til minningar, á meðan menn voru að spyrja sjálfa sig og aðra hvað fyrir hefði komið og hvað valdið hefði hinum mikla hvell. Það var minst á Bresmes við nefnd þá sem Bandamenu sendu til að komast eftir orsökinni til þess að skip- ið sprakk. En þá vorn ekki nægar sannanir fyrir hendi til að festa glæpinn við hann eg þessvegna voru samtök gerð til þess að láta ekki nafns hans getið i sambandi rið slysið. Cubamenn nálega undantekningarlaust álíta kær- ur blaðsins alveg sannar og ómótmæl- anlegar. Bresmes er nú sagður að fara hulduhöfði einhverstaðar yfir á Spáni. Herbúnaður Rússa. Fregnriti Lundúnablaðsins Times hefir skrifað blaði sínu frá Sebastopol og segir hann að Rússar séu að hervæð- astifkafa. Hefir þessi fregnriti ferð- ast um Rússland síðastl. 2 mánuði og hefir hann hvervetna séð þess glögg merki, aðRússar búist við ófriðáhverri stunda. Það er verið að útbúa herflot- ann i mesta ákafa, og hermálaráðgjaf- inn og aðrir ráðgjafar stjórnarinnar hafa erið að ferðast um til að yfirlita allar herstöðvar og gera ákvarðanir um aukinn mannafla og vopna og vistaforða við þær. Það hefir verið fleiri mönnum bætt við land og sjóherinn í Október og Nóvetuber síðastl. heldur en á nokkrum öðrum tveim mánuðum áður og hver herflckkurinn á fætur öðrum eru sendir til Austurálfunnar eins fljótt og hægt er að koma þeim þangað. Og einnig auka nú Rússar stórkostlega herafla sinn á landamærum Tyrklands. Rúss- ar liafa í heitingum að láta Jón Bola sveitast dýru blóði áður en þeir láti af nokkru við hann eða aðra af ítökum sín um þar eystra eða annarstaðar. Það sem Rússinn hefir, því ætlar hanii að halda. Yfir öllum þessum aðgangi Rússa eru Bretar hinir reiðustu, því læita kemur fyrir einmitt á þeim tíma þegar Rúf keisari er að senda boðskap sinn út um allan heim um að koma á alþjóða friði. En einna lakast er Engiending um við það, að Rússland er nú svo gott sem búið að ná öllum jTfirráðum í Persíu svo að “Shak”-inn þar verður að fara algerlega að ráðum Rússakeisara — Rússland hefir nýlega heimtaö leyfi til að byggja járnbraut þvert yfir Persíu frá landamerkjum sínum til Indverska hafsins. Þetta er Bretum meiniila við, en geta þó lítið að gert, því þó þeir með hó’tunum kynnu að geta komið í veg fyrir að Rússar fengju þetta leyfi hjá Persum, þá er talið sjálfsagt að Rússar mundu tafarlaust segja Persum strið á hendur og mundi það hleypa allri Aust- urálfu í afarmikið ófriðarbál. En ef mögulegt er vilja Bretar komast hjá þessu og er þess getið til, að þeir muni fara þess á leit við Rússa, að þeir skifti Persíu bróðurlega á milli sín. MINNIOTA, MINN., 7. jan. 189«. (Frá fréttaritara Hka.) Hltaf helzt hin sama öndvegis tíð, jörð marauð, andar enðrum og eins á norðan, Nýdáinn er hér Guðmundur H. Guð- mundsson, ættaður úrDalasýslu. Hann var einn af fyrstu landnámsmönnum hér. Fyrir fám dögum vildi hér til það slys, að Guðdý Árnadóttir, frá Hellis- fjörubökkum við Vopnafjörð, datt og lærbrotnaði, Hún er sögð á batavegi. Læknir vor Þórður Þórðarson reynist vel; í sumar skar hann mein úr lifrinni á Jónasi Svíndal, og græddi svo aftur að J. S. er nú frískur orðinn. Ameríkanskur læknir sr aðstoðaði Þ.Þ. við uppskurð þann álítur að Þórðarson hafi gert þar meistarastykki. Nú ný- lega skar hann upp Snæbjörn Hannes- son frá N. Dakota, það var sullaveiki er þjáði hann. S. H. er á góðum bata- vegi. Vesturbygðar söfnuður ætlar að hyggja kirkju næsta sumar. Þeir gefa þar í stórslöttum, frá $10—100 hver bóndi. Séra Björn hefir fengið mánaðar frí hjá söfnuðum sínum; sagt hann muni bregða sér til Chicago að finna forna vini, Páll Gunnlögsson. (dáinn 18. Nóvember 1898.) Eg skal bera harm í hljóði, Hjartans ljúfi ástvin góði! Kyssa þig í kveldsins óði, Kalla’ á þig við morgunsár, Hlúa’ að þér i hjarta mínu, Hugsa’ um þig und leiði þínu, Geyma þinna ljóðalínu, Lauga andvökunnar brár Mínum tárum. meðan lirynja Minna sorga, og raunatár. Þau líða þessi æfiár. Margt er sætt að muna’ og geyma, Mörgu væri lji'ift að gleyma; Huggun áður dreymda dreyma Drauma fyllta æskuþrótt. Aldrei gleymi’ eg næðings-njólu Fóvembers, þá hrannir sólu Bláar h-vítu faxi fólu. —Æ, feigðarkalda, langa nótt! Alein var ég, umhverfis mig Aðfall dauðans þungt og hljóft, Andlát þitt og eyðinótt. Svift er ég nú æfiyndi. Áveðurs í frosti’ og vindi Tómleikans á trega strindi Titra’ ég eins og kuldastrá, Dapurt finnst mér út.i’ og inni, Eyðilegt í sálu minni; Þrengir alt að þungu sinni, Þögn ognóttin dettur á. Dái’ ég þig í draUma inni ; Dreg ég huggun mína frá Helgidóm, sem hjartað á. Eg skal vona, trúa’ og treysta, Tendra mína hinstu neista; Hef ég bæn til himins reista. Heitra tára grunnur ber Bæn, sem innir andvarps-tunga Undir fargi sorgaþunga Á þessnm stöðvum dauðansdrunga. Drottinn, sem að var og er Miskunsamur guð og góður, Gefur þig síðar aftur mér, Ó, besti vinur, bið fyrir mér ! Ég skal bera harm í hljóði Hjartans ljúfi ástvin góði! Kyssa þig í kveldsins óði, Kalla’ á þig við morgunsár ; Hlúa’ að þér í hjarta miuu ; Hugsa’ um þig und leiði þínu ; Geyma þinna ljóða línu ; Lauga andvökunnar brár Mínum tárum, meðan hrynja Minna sorga’ og raunatár. Þau líða þessi æfiár. N. A. Gunnlögsson. ólund. (Eftir Huga). Ég gef ekki hót fyrir gleði né sorg, glitfagrar hallir og þéttskipuð torg; Eg gef ekki hót fyrir heiminn. Ástir og vinskap, auð eða völd. angandi morgun né friðheilagt kvöld; Það gufar alt út í geyminn. Það væri’ öllum sama þó leiddist mér líf, eða legðust að hjarta raér sorgirog kíf. Það hugsar hver um einhaginn. Því skyldi ég æðrast af ímyndun þá. ellegar rúm slíkum hégóma ljá, —ég sigli minn eigin sæinn. Það rangfærist hvert sem er margt fyrir mér og mínu’ altaf hnignandi lífinu fer, það óðar en varir mig endar, Ég get ekki hvort sem er gert nokkur skil að gagni’ eða hagnað né öllum i vil. Svo hugann ég læt hér við lenda. Þjófasagan frá Selkirk. P. Burrel, 16 —17 ára gamall, fór sem borðmaður til ekkjunnar Guðb. Goodman í Selkirk. Eftir fáa daga gengu þeir í félag til að selja hvítfisk, piltur þessi og yngsti sonur ekkjunnar, Sigurbjörn Frímann. Fiskinn keyptu þeir af Cold Storage Co. Eftir tveggja daga samvinnu slitu þeir félagið, af því P. B. eyddi sjálfur pen- ingunum og vildi engin skifti á þeim hafa. Vildu því bræður að strákur færi, en móðir þeirra miskunaði sig yfir hann og lét hann vera, því hún vissi að hann var félaus og átti engann sama- stað vísan i bænum. 19. Desember tók R. Gardner, lög- reglumaður, P. B. og setti hann inn fyrir að hafa stolið stirjukassa Strák- ur meðgekk að hafa stolíð kassanum 15, Des. og selt fiskinn 16. og 17. Kvað hann sonu ekkjunnar liafa verið í vit- oröi með sér og að Frímann hefði sagt sér að stela. Samkvæmt þessum fram- burði stráks voru þeir bræður allir sett- ir inn þann 20. Sama dag fóru kosníng- ar fram í Selkirk, Innan tíu mínútna voru þeir bræður allir leystir út á á- byrgð þeirra B. Byrons, Ó. Noidal og H. Andersonar. Stefnan var birt þeim 21. og málið kom fyrir 22. Kom það þá í ljós. ad pólitíið hafði tekið þá bræður heimildarlaust og svo drukkinn, að hann ætlaði að stjaka þeim inn um lok- aðar dyr á fangahúsinu. Engin kæra var móti þeim, enginn minsti grunur eða mögulegleiki til að þeir væru með- sekir, og þeir því fríaðir í einu hljóði. Kvöldið sem strákui-'stal kassanum, var leikritið “Esmeralda” leikið í Good- Templarahúsinu, og voru þeir bræður þar allir. Líklegt þykir að R. Gardener verði vikið frá embætti fyrir þetta. Þetta er í fám orðum sagan og sendi ég hana i Heimskringlu til þess að fyr- irbyggja misskilning og slaður. Guðjón Ingimundarson. [Vér höfum tekið grein þessa til þess að gera lesendum vorum kunnugt, að þessir islenzku drengir i Selkirk sem kærðir voru um ófrómlýndi, voru, eins °g sagan ber með sér, algerlega sýknir saka. Og úr því þeim var gerð opinber hneisa, með því að vera kærðir um með- verknað í glæp, þá er sanngjarnt að sak- leysi þeirra sé gert opinbert—Ritstj ] Þan dóu með árinu. Tveir Indíánar, karl og kona, brunnu tíl dauðs í hreisi sínu í St. Boniface á gamlárskvöld. Kofinn var gerður úr þunnum renglum og þakinn utan með tjörupappa og mokað upp að snjó. Kofinn var ekki stærri en svo að þau gátu skriðið inn í hann og haft þar of- urlítinn járnplötuofn til upphitunar. En þau vildu kveðja gamla árið á til- hlýðilegan hátt og keyptu sér 2 fiöskur af sterku víni og drukku þar til þau sofnuðu. Meira vita menn ekki, því á sunnudagsmorgun sást kofinn brunn- inn til kaldra kola og veslingar þessir með honum. Maðurinn hafði auðajáan- lega vaknað og kastað stónni út og kom ist sjálfur hálfur út úr dyrunum, en þar féll hann og komst ekki lengra. Hann var brunninn upp til miðju og konan or\n að ösku þegar komið var að kof- i aðum. Þau dóu með árinu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.