Heimskringla - 12.01.1899, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.01.1899, Blaðsíða 2
HMMSKKINííLA 12. JANÚAR. 1892. Ferð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupend- um bldðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. 0. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum It. Ii. BnldwIiiMon, Útgefandi. Office : Corner Prinoess & James. P.O- BOX 305- Kjörskrárnar. Þeim sem geta litið óhlutdrægt á pólitisk málefni, virðist koma saman um það, að kjörskrárnar í Manitoba þurfi talsverðra breytinga við til þess að geta heitið sæmilegar. Marg- ir hafa kvartað sárlega undan þeím, kvartað undan því hve sviksamlega þær væru gerðar <>g að sviksemin kæmi aðallega fram í því, að þær væru gerðar algerlega núverandi fylkisstjórn í hag, bæði með því að þar væru settir, ekki einasta allir þeir menn sem þar ættu að vera og væru fyigjandi að málum hinni nú- verandi fylkisstjórn, heldur einnig margir fleiri sem alls ekki ættu þar að vera að réttu iagi, en sem þannig mætti nota til að greiða atkvæði með stjóminni á kjördegi. Og á hinn bóg- inn hefir þeim verið fundið það til foráttu, að mörg hundruð nöfn þeirra manna sem að réttu ættu að vera á þeim, væru þar alls ekki, af því að það var vitanlegt, að þeir voru Con- servativar og andstæðingar fylkis- stjórnarinnar. Liberalar sjálfir, eða þeir af þeim sem ekki eru blindaðir af flokksof- stæki, segja kjörskrárnar ófullkomn ar og játa að sjálfsögðu að það geti komið fyrir yflrsjónir hjá þeim sem taki þær saman, þannig, að þeir “af vangá” kunni að sleppa af þeim nöfn- um sem þar ættu að vera, og ef til vill hafa þar nöfn sem ekki ættu þar að vera. En um þetta sé ekki að fást, því slíkt geti hent hvern mann, hversu varasamur sem hann sé. Og því verður ekki neitað að það er viturleg vörn í þessu frá stjórnar- sinnum. En hinsvegar er það eftir- tektavert, að þessi “vangá” í undir- búningi kjörskránna fyrir síðustu fylkiskosningar var svo ei&hliða, að menn freistuðust til að álíta að hún væri gerð með ásettu ráði. Til dæmis má geta þess, að af 30 mönnum sem unnu þá á Ogilvies- millunni hér í bænum voru að eins 3 á kjörskrá, en 2'/ voru þar ekki og áttu þeir þó allir rétt á að vera þar. Þetta var stór “vangá” og þeim mun einkennilegri sem það varð sannað, að þeir þrír menn sem á listanum voru, voru allir liberalar og þeireinu liberalar sem þá unnu á miilunni, af þeim sem höfðu atkvæðisrétt, en hin- ir 27, sem fyrir stjórnarþjónustulega “vangá” voru sviftir atkvæðisrétti, voru allir andstæðingar stjórnarinn- ar. Að önnur eins “vangá” og þessi hafi verið alveg óviljandi, er meira en mannlegur breiskleiki getur feng- ið sig til að trúa, og þó að það væri mögulegt að þetta hefði verið óviija- verk, þá er ýmislegt annað sem styð- ur þá skoðun, að það hafi verið að undirlagi stjórnarinnar og með fulln vitund hennar, að kjörskrárnar voru þannig sviknar og falsaðar um þvert og endilangt fylkið. Til dæmis var í Norður-Winnipeg kjördæminu um 400 Conservative kjósendum bókstaflega stolið af list- anum, og þar á meðal valinkunnum efnamönnum, sem jafnan hafa verið á kjörlista síðan Winnipeg varð til, svo sem Thomas Taylor, sem í mörg ár var bæjarfulltrúi og síðan borgar- sfjóri í tvö ár samfleytt. En það var nauðsynlegt að viðhafa þessa ‘vangá’ við tilbúning listanna til þess að gera stjórninni mögulegt að fá sinn stuðningsmann kosinn þar. Hið sema átti sér stað í mið- og suður- Winnipeg, þótt í miklu smærri stíl væri, að nöfn Conservafiva voru að ástæðulausu tekin af listanum, en liberalir kjósendur voru þar allir, með örfáum undantekningum bg sumir þeirra voru skráðir tvisvar <>g einstöku þrisvar, og þar á meðal tveir íslendingar. í Morris kjör- dæminu voru um 00 fullveðja kjós- endur teknir af listanum, “af vangá” og voru margir þeirra bændur sem voru búnir að búa þar á sínum eigin löndum í 18 ár, og höfðu jafnan áður verið á kjörlista. En þessi “vangá” var alveg nauðsynleg til þess að geta komið stjórnarsinna þar að. I Stone- wall var hin sama stjórnarþjónustu- lega “vangá” viðhöfð í stórum stíl. Ekki einasta voru Coservativar þar settir af listanum og þar með rang- lega sviftir atkvæði, heldur voru og um 40 manns settir þar á kjörlista sem aldrei höfðu haft heimili í kjör- dæminu og áttu þar engar eignir. En þessir menn komu þar á kjörstað á kjördegi og greiddu allir atkvæði —“af vangá”—með stjórnarumsækj- anda, annars hefði hann tapað kosn- ingunni eins og hinir aðrir jtjórnar- sinnar í þeim kjördæmum sem nefnd hafa verið. í Brandon voru um 400 góðir og gildir Conservativ kjósend- ur strykaðir af listanum, og má svo sem nærri geta að það var ekki fyrir annað en “vangá”. Svipað þessu átti fér stað í ýmsum öðrum kjör- dæmum, en alt var það uáttúrlega af “vangá” gert, þótt það vildi svona tjl, að þeir sem slept var af listanum í hverju tilfelli væru Conservativar, en þeir sem settir voru á listana væru liberalar. Það er margra manna trú, að Con- servativar hefðu unnið síðustu kosn- ingar ef kjörlistarnir hefðu verið rétt og sanngjarnlega tilbúnir og þeim leyft að hafa atkvæðisrétt sem að réttu lagi áttu heimting á því og hin- um slept sem ekki áttu þar að vera. Af þessari ástæðu er það Conserva- tivi flokkurinn hefir nú látið það boð út ganga til allra stuðningsmanna sinna, að þeir, hver einn og eimisti, geri alt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að slík “vangá” geti átt sér stað við næstu fylkiskosningar, að sjá um það að hver einasti atkvæðisbær maður, hvort sem hann er Conservative eða Liberal, sé settur á listann og þannig gert mögulegt að njóta þeirra mann- réttinda sem þeir eiga heimting á. Þá fyrst og fyr ekki getur almenn ingsviljinn komið í Ijós og þeir menn haldið völdum sem hinir sönnu kjós- endur vílja veita þau. Menn geri svo vel að muna þetta þegar næstu fylkiskjðrskrár verða samdar. Garpar í vígamóð. Noregur og Svíþjóð eru ósátt og er talið líklegt að ófriður kunui af að hljótast. Noregur neitar að hafa það merki á fána síuum er tákni sam- band við Svíaríki og nú á nýársdag- ínn drógu þeir upp flagg sitt með úrnumdu svenska sambandsmerkinu Norðmenn vilja óvægir slíta alt sam- band við Svía og það er haft á orði að hinir áköfustu frelsisvinir Noregs hafi þegar gert tilraun til þess að fá úr svenska hernum hvern einasta norskan mann. Ástæðan sem Noreg- ur heflr fyrir þessari óánægju, er grein ein í stjórnarskipunarlögum sambandsins, sem heldur þeim ráð- gjafa sem hefir á hendi stjórn utan- ríkismála beggja þjóðanna, ábyrgð- arfullum gagnvart svenska þinginu að eins, án þess að nokkurt tillit sé tekið til vilja norska þingsins. En Svíar á hinn bóginn eru óánægðir út af því, að Noregur hangir í gömlum^ úreltum lagastaf og samkvæmt hon- um neitar að leggja fleiri menn til sameiginlegrar herþjónustu, heldur en þeir gerðu fyrir rúmum 70Járum. Noregur leggurtil alls 25,000 manns en Svíariki 100,000. Til soetta er stungið upp á þvf, að Noregur leggi þann mannfjölda til hins sameigin- lega hers beggja þjóðanna, sem því landi að réttu beri samkvæmt fólks fjölda, en að Svíar á hinn bóginn gangi inn á það, að hinn norski ráð- gjafl hafi jöfn völd við hinn svenska ráðgjafa í öllum utanríkismálum. Hér við situr. Norðmenn kaupa vopn og vistir í stórum stíl og vilja hvergi þoka fyrir Svíum. Jónas Hall að Garðar, {4. D„ gerir kunnugt, að hann lánar pjeninga gegn fasteignaveði. Hann afgreiðir lánin fljótt og vel og sparar löndum sínum allan lögmannskostnað og bíður þar að auki lægri um rentu en nokkur annar í Norður Dakota. Landar ættu að muna að fynna hann fyrstan allra manna, hvenær sem þeir þarfnast skildinga. Frá alsleysi til auðæfa. Lítil saga. Hinn einkennilegasti maður sem ég mætti á ferðum mípum um Mið Ame- riku,” sagði major Edward M. Powell í blaðinu “New York Sun,” var Don Juan Knight í 01uatemala-borg. “Eg sá hann nokkrum sinnum í Guatemala og kyntist honum þar og kom heim í hús hans sem er nálægt borginni og virtist mér hann mjög þægilegur mað- ur í viðmóti. Æfisaga hans var mér sögð af heilli tylft af gömlum Guatemala borgurum. og er hún svona : Juan Knigt er spánsktjnafn og þrð, ir4öara Jón Höfðingi, og maður sá sem ber þetta nafn sem hefir svo mikla þýð- ingu hjá fólkinu í Guatemala, er svert- ingi, og var fæddur i þrældómi í Mis- sissippi—það er að segja, báðir foreldr- ar hans voru í þrælahaldi þegar hann fæddist. Allir menn, en þó sórstaklega verzl- unar- og peningamenn um alla Mið Arneríku þekkja Jón Höfðingja. Fólk- ið í Guatemala segir hann eigi hálfa fimtu millión dollars. En þeir sem minst vilja gera úr auðlegð hans segja hana vera bara rúmar 3 milliónir. En svo er þess að gæta að hefði hann ekki orðið fyrir óhöppum i sambandi við raf- sporvagnafélag þar í borginni, fyrir einu ári, þá hefði hann nú í dag átt hálfa aðra millión dollars meira en hann á nú. Jón Höfðingi er um 5 fet og 10 þuml.áhæð og vigtar 160pund ogersvo bjartur yfirlitum að fæstir mundu telja hann negra, ef ekki væri hárið til að segja söguna. Kann bæði ensku og frönsku mjög vel, les allar heimsins frétt>r daglega on er stoltur mjög af Bandavíkjunum. í öllum líkamshreif- ingum er hann fljótur og fullur ákafa, og altaf vinnur hann mikið þrátt fyrir það þótt hann sé ríkur. Hann hefir nú í tökum heila tylft af fyrirtækjum sem öll miða til þess áð auka auðlegð hans ennþá meira. FólkiðíGuatemala segir að árlegar inntektir Jóns Höfð- ingja séu um $400,000, og af þeim eyðir hann árlega yfir $100,000 til þess að halda hús sitt, þvi að hann og fjöl- skylda hans lifir kónga lifi og bæði hann, kona hans og börn gefa árlega ríkmannlega til fátækra. T. d. má nefna að á siðastl. vori gaf Jón Höfð- ingi $5000, það er jafnt $2,300 í Banda- ríkja dollurum til þess að hjálpa til að koma á hlutaveltu til arðs fyrir fátæka konu í Guatemala, Hinar miklu inntektir þessa auð- uga svertingjakoma frá kaffi og Banana- ökrum og gullnámum hans, og eignum sem liggja 1 bankastofnunum, gufu- skipum og skipalendingaeignum. Haldi hann áfram að græða í næstkomandi 20 ár, þá bætir hann á þvf tímabili öðr- um 2 milliónum við eign sína. Hann er sífelt að fást við ýms gróðafyrirtæki og hefir mikinn hagnað af því, Heimili Jóns Höfðiugja er staður sem allir ferðamenn gera sér far um að skoða. Það er hér um bil 3 mílur fyrir vestan hinn gamla hægláta strjálbygða bæ. Húsið er tvíloftað og stórt ummáls meðyfir30 stórum herbergjum. Mið Ameríkumenn, sem eru auðugir, hafa yndi af þvi að hafa rúmgóð herbergi í húsum sínum. Aðalstofan f húsi Jóns Höfðingja er 70 fet á hvern veg og hin önnur herbergi eru í sömu hlutföllum. Húsið er búið með hinum ríkulegustu húsmunum í öllum herbergjum. Þar eru “Satin” og “Mahogony” “sofar’, skrautleg “Fortopiano’s” og stórkost legir speglar hanga víða á veggjunum. þeir eru frá Páris og gólfteppin frft New York. Herbergin f húsi Jóns voru prýdd af mönnum sem hann pantaði frá New Oreans til að vinna það verk, og voru þeir við þann starfa í fulla ö máuuði. Borðstofan hefir hlotið að kosta stórkostlega mikið fé, svo er hún fögur. Veggirnir eru úr póleruðu og útskornu Mahogony og gólfið lagt með hioum fágætustu viðartegundum sem til eru f Mið Ameríku. Stórir skraut- legir speglar hanga þar á öllum veggj- um. Það er óhugsanlegt að það sé til fegurra eða kostbærara gólf í nokkru húsi í Bandaríkjunum. Listigarður- inn umhvergs húsið er um 2 ekrur að stærð. Hann er skipaður mörgum myndustyttum úr marmara, sem bún- ar hafa verið til í Frakklandi og á ítal- fu. Þar má og líta ffnar gangtraðlr, blómreiti, aldinabrúska og ýmisleg smá skrauthýsi. Æfisaga Jóns Höfðingja er saga drengs sem fæddur er í þrældómi en hefir vaxið upp til metorða og mikilla auðæfa með þeim áhrifum sem því fylgja. í sumum tilfellum sýnist þetta mjög ótrúlegt en enginn i Guatemala efast um að það sé svo. Jón Höfðingi þekti aldrei föður sinn, því að hann var seldur með hóp af öðrum þrælum og sendur með þeim til Georgia, nokkr- um mánuðum áður en Jón fæddist. Móðir hans var “Mulatto” kona sem gekk i arf til tóbaks-akra eiganda nokkurs, að nafni Daniel Upton í Dade- ville Tallapoosa County í Alabama, Jón segir að Upton hafi verið mentafús og góðgjarn maður, sem hafi farið vel með þræla sína. Kona hans var áður skólakennari og trúði hún að rétt væri að menta og varðveita fólkið sem var eign og í þjónustu mannsins hennar. Upton hjónin skoðuðu hrælahald sem samkvæmt ritningarboðorði. Mrs. Upton átti bróður sem hét Jón S. Knight eg litli svarti drengurinn þegar hann fæddist í hrörlegum kofa í útjaðri akursins einn góðan vormorgun 1844, var látinn heita í höfuðið á honum. Drengurinn var greindarlegur og fram- faramikill, og Mrs. Upton tók eftir því að hann veitti framúrskarandi ná- kvæma eftirtekt öllu því sem hún kendi sínum eigin og systur sinnar bömum. ' Á sumrum þegar verið var að kenna börnunum úti á svölum hússins, þá sat Jón einhverstaðar á hlaðinu þar úti, en svo nálægt að hann gat heyrt það sem börnunum var kent. Ákafi drengsins að ná í upplýsingar um öll möguleg efni var svo mikil að Mrs. Upton tók það fyrir að kenna honum sjálf, þar til hann nafði náð nægilegri þekkingu til að geta lært án tílsagnar. Og síðar þegar drengurinn stálpaðist meira, þá tók Mrs. Upton á ný að kenna honum. Það var þessi grund- völlur til mentunar sem Jón fékk hjá húsmóðir sinni sem öll síðari gæfa hans bygðist á. Þegar hann var orðinn nógu gamall til að vinna þá gekk hann á akurinn með móður sinni og hinura öðrum þrælum húsbóndans. En* hon- um voru veittar sérstakar frístundir á kvöldin svo að meðan félagar hans voru látnir gera húsverkin heima fyrir eftir að hið vanalega dagsverk var afstaðið. Þá var Jóni leyft að lesa og menta sig. Þesar Jón var 16 ára gamall þá var hann álitinn mesta mansefnið af negr- um sem til voru í Tallapoos County. Mr. Upton dó um þetta leyti og þegar eigur hans voru seldar í Nóvember 1860 þá var Jón seldur með hinum eignun- til Hannibal M. Judson fyrir $1,600 og var það álitið afarhátt fyrir negra á þeim árum. En slafadrengir sem gátu lesið og skrifað voru í hærra rerði en hinir sem ekkert kuenu. Jón fór með sínum nýja húsbónda til að vinna á baðmullarakri hans í Alabama ríkinn. Árið eftir byrjaði þrælastríðið og Mr. Judson fór í stríðið og barðist með sunnanmönnum. Hann gerði Jón að fyrirvinnu á ökrum sínum og lét hann taka á móti öllum afurðum þeirra og selja þær til New Orleans, Þegar'hús- bóndi hans kom til baka úa stríðinu kvaðst Jón vera orðinn frjáls maður og gekk hann þá úr vistinni og fór [fót- gangandi til New Orleans, og var það í fyrsta sinni á æfinni að hann hafði komið út fyrir landamerki húsbænda sinna- Þar komst hann i uppskipmnar- vinnu hjá manni sem verzlaði með aldini og hafði viðskifti við mann í Mið Ameríku. Hann hélt saman kaupi sínu, og græddi fé nokkurt. Það var í Júní 1866 að húsbóndi hans sendi hann til Yucatan til þess að hafa um- sjón með að vörur þær sem hann keypti og sendast áttu til New Orleans, væru rétt pakkaðar og undirbúnar til flutn- ings. Fyrir þetta verk fékk Jón i kaup $25 um vikuna. Auðlegð Jóns höfð- ingja byrjaði frá þessum tíma. Hann vann 1 ár í Yucatan og sparaði hvern pening sem hann gat komist yfir. Hann var farið að dreyma um framtíð- ina þegar hann sjálfur yrði aldinasali upp á eigin reikning, Hann frétti um hina stóru auðugu landfláka sem væru svo aðdáanlega hentugir til aldina- ræktar, fyrir sunnán San-Cristoval i Guatemala héraðinu, og þangað fór hann og settist þar að. Þarna var staðurinn fyrir Jón, duglegir hygnir mentaðir menn voru þar ekki á hverju strái í þá daga, Þar var stjórnarbylt- ing um þetta leyti og Jón notaði tæki- færið til þess að koma sér vel við nýju stjótnina. Hann bauðst til að fara til New York og fá þar menn til þess að að lofast til að kaupa tveggja millión dollars virði af aldinum frá Guatemala héraðinu árlega, ef hannfengi í staðin 50,000 ekrur af landi sem væri hæfilegt til aldinaræktnr. Guatemala stjórnin gekk að þessu boði, og innan 3 mánaða voru samningaruir fast og löglega bundnir. Þetta var upphaf þeirrar verzlunar sem siðan hefir aukist mikil- lega og er nú orðin margra millión dollars virði árlega. Þessi reynsla opnaði augu Jóns fyrir enn þá stærri möguleikum, svo að á síðari árum fékk hann ýmisleg mikils verð hlunnindi hjá stjórninni með því að leiða henni fyrir sjónir hve mikill hagnaður það væri fyrir Guatemala héraðið að stunda aldinarækt' og selja vörurnar í Bandaríkjum. Aldinasalan til Bandaríkjanna fór stöðugt vaxandi svoað “Orange”, “Banana” og "Pine- apple” akrar Jón uxu fimmfalt í verði á 4 árum. Árið 1871 var Jón stærsti vinnuveitandinn í öllu Norður Guate- mala. Hvítir menn voru í vandræðum að fá negrana tilað vinna svo að nokkru liði yrði, en reynsla Jóns kom honum þar í góðar Þarfir. Hann þekti tökin á landsmönnum sínum og notaði vel þá þekkingu bæði fyrir sig og þá. Hann var orðinn ríkur og yfir 80 ára að aldri þegar hann giftist ungri konu í Istapa og sú gifting hefir orðið til þess að margfalda auðæfi hans. Fyrir 20 árum fékk hann auðmenn í austur Bandaríkjum til þess uð leggja fé sitt í kaffirækt i Guatemala og lagði sjálfur 150,000 í það fyrirtæki. Stjórn- veitti honum mikilsverð hlunnindi í þóknunarskyni fyrir það að hann kom auðmönnum til að leggja fé fram til að bæta atvinnu vegi í landinu. Kaffi- ræktin reyndist mjög ábatasöm í 12 ár, og er sagt að Jón og þeir félagar hafí framleitt og flutt út meira kaffi á þeim árum en nokkurt annað fél; þar í landi, Með næg efni og góða starfshæfi- leika tókst Joni að koma á fót ýmsum öðrum mikilsverðum stofnunum. Hann fór til Philadelphia og samdi um að senda þangað vissa þúsunda fetatölu af "Mahogony” á hverju ári í 10 ár.: * Að því búnu keypti hann heilar landspyld- ur þar sem bezti “Mahogony” viður óx bæði í Guatemala og Nicoragua, og á þessu timabili varð hann annar stærsti '1 Mahogony”-viðarsali í heimi.'Jj Alt sem hann tók fyrir hepnaðist ágætlega og fiann græddi á tá og fingri. Þyngsta mótlætið sem fyrir hann kom var dauði Rufino Barrios landsstjórans í Guate- mala, hann féll í bardaga 1885.^. Hefði Barrios tekizt að sameína öll fylkin í Mið Ameríku þá hefði það meira en tvöfaldað allar eignir Jóns í verði og gert hann einn af allra áhrifa mestu munnum í Mið Ameríku. I félagi með Barrios myndaði hann félag það sem lagði nina fyrstu mál- þræði í Guatemala, Hann fékk ame- ríska kaffiræktarmenn tíl þess með sér að byggja járnbraut er tengdi saman Mexico-flóann og Guatemala. \ Fullkomnast \ Fataverzlun * * * * * j bænum, bæði smásala og heildsala | ^ Alt nýjar vörur, ekki melétnar eða T * gatslitnar af að flækjast á búðar- F 4 hillunum. Komið ullir og sann- I j færist, og njótið hinna beztu kjör- t * kaupa sem nokkru sinni hafa boð- F * ist í þessum bæ. Við höfum allt k ’ sem að fatnaði lítur, stórt og smátt F Munið eftir nýju búðinni. EASTERN CLOTHINQ HOUSE Wholesalb & Retail. —570 Main Str.— 4j J. (icnser, eigandi. k X I t m' í S. Gudmundson, Notary Public. llonntain, N. I)nU. Útvegar peningalán gegn veði í fasteignum, með lægri rentu en alment gerist. Svo að þeir sem þurfa að fá peningalán eða að endurnýja lán á löndum sín- um í haust, geta sparað sér pen- inga með því að finna hann eða skrifa honum áður en þeir taka lán hjá öðrum. - m t t Nú er tíminn fyris ykkur að dusta rykið og rusiið úr skápunum ykkar, og fylla þá svo aftur með nýtt leirtau frti Cfhiiin Hall. Þar fáið þið beatan, ódýrastan og margbreyttastan varniirg í bænum. CHINA HALL, 572 Maiii Mt. ROMIÐ inn hjá Ilarrv Sloan, “:“rbC EESTÁURÁNT Dunbar hefir umsjón yfir vinföng- unum, og bið fáið meira fyrir pen- inga ykkar hjá honum en nokkrum öðr- um í bænum. Sloiins Kestaiirant —523 Main St.— í nokkra mánuði eftir dauða Barrios var útlitið þar f landi mjög ískyggilegt, og það var haft á orði að Jón væri um það bil að verða gjaldþrota, En þá rakst hver hepnin áhann eftir aðra og hann græddi auðfjár á stuttum tfma. 1886 kom það upp að í klettagöngum þeim, sem i nokkur ár [hafði verið að bora og sprengja til þess að leggja járnbraut þar um, voru málmar í grjót- inu. Jón hafði að vísu fengið gull á þennan hátt í uokkur undangengin ár, en ekki nóg til þess að hann sæi sér fært að leggja fé í námagröft. í sfðastliðin 10 ár hefir Jón Höfðingi fengið meira gull ur námum sínum en nokkur ann- ar maður f allri Mið Ameríku að undan- teknum tveimur í Honduras og einum í Costa Rica. Jón hefir jafnvel uppgötv- að vélar til þess að mylja grjótið úr námum sínum, hann hefir latið byggja sporvegi sem eru sérstaklega hans eigin uppfinding, frá námunum þangað sem grjótmylsnuvélar hans eru. Með þessu sparar hann sér einn fimtapart af vinnu- launum þeím sem hann yrði að borga ef hann hefði ekki þessa sporvegi. Landar hans og aðrir f Mið Ámerfku standa undrandi yfir því hve miklu þessum manni hefir tekizt að koma f verk með atorku og verkhygni, og hve mikið fé hann hefir grætt á fáum árum, með lítilli mentun og als engu stofnfé. VIDARSALA Við undirskrifaðir töknm að okkur að selja fólki allskonar eldivið, kol og is. Allar pantanir afgreáddar fljótt og áreiðanlega. JÓN BJÖRNSON, 61S Elgin Aye. BRYNJÓLFUR ÁRNASON. 235 McGee Str. Járnbraut tii Nýja-lslands Nú kvað vera orðið víst, að járn- braut verði lögð til Nýja-íslands, en af því að nú er7alt frosið og snjór kominn, þá þykir ilt að eiga við hana í vetur. En í þess stað ætlar Mr. Mills að láta luktan 0g vel hitaðan sleða verða á fljúgandi ferðinni í vet- ur í hverri viku, alla leið frá Winni- peg til Islendingafljóts. Ferðum verður þannig hagað, að sleðinn fer frá Wpeg kl. 2 til Selkirk á sunnu- dag, og frá Selkirk á mánudags morg- un kl. 8 og kemur til íslendingafljóts á þriðjudagskveld. Fer þaðan á fimmtudagsmorgun kl. 8, og kemHr til Selkirk kl. 6 á föstudagskveld og fer til Wpeg næsta dag. Heldur til að 605* Ross Ave. íslendingur keyrir sleðann, Guðm. Christie; hann er góð- ur hestamaður, glaðlyndur, gætinn 0g reglumaður. Reynið hvernig er að ferðast með honum. Yðar einlægur, Mills. Hangikjot til Jólanna og Nýársins. Ég undirskrifaður hefi til sölu allra frægasta hangikjöt af feitum dllkum, sem ég sel við afarlágu verði. Alt er flutt heim til kaupendanna strax og um er beðið. Þeir sem heima eiga utan- bæjar þurfa ekki annað en senda mér postspjalds-pöntun og verður það þá þegar sent til þeirra. En betra er að gefa sig fram sem fyrst áður en byrgð- irnar ganga upp. Herra P, J. Thomp- son vinnur í búðinni of afgreiðir skifta- vini fljótt og vel. TH. GOODMAN. 539 Nellie Ave. Winm* pes;.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.