Heimskringla - 13.01.1899, Síða 2
AUKABLAÐ HEIMSKRINGLU 1899.
Canada.
Tala eftir
Sjera Hafstein Pjetursson.
Flutt í Tjaldbúðinni ‘J8. Sept. 1898.
Háttvirti forseti, heiðraða sam-
koma, konur og menn.
Fulltrúar Tjaidbúðarsafnaðar
hafa beðið mig að flytja hér tölu í
kvöld. Það er mér Ijúft og skylt að
verða við þeirri bón. Umræðuefnið
er mér lagt upp í hendurnar. Miss
Canada hefur skipað mér “að tala
um sig” í kvöld. En hún hefui'
stranglega bannað mér að tala á
“íslendingadegi” Vestur-íslendinga,
þangað til barnalegu deilum vorum
urn 17. Júní og 2 Ágúst er Iokið.
Samkvæmt þessari skipun Miss
Canada verður þetta “íslendinga-
dagstala” mín fyrir þetta ár. Ef
einhver skyldi vera óánægður með
þetta, þá sæki hann sök á hendur
Miss Canada en eigi mér. En sjálf-
ur bið ég fyrir fram þessa dómskörpu,
göfugu samkomu að dæma vægilega
um tölu mína, en taka veikan vilja
minn fyrir verk unnið.
Snemma í þessum mánuði sat ég
dag einu við lestur inn í skrifstofu
minni. Degi var nokkuð farið að
halla. Veðrið úti var bjart og hlýtt.
Það var blæjalogn og glaða sólskyn.
En alt í einu bylur sterkur vind-
gustur á framhlið hússins, svo úti-
dyra hurðin hrekkur upp. Eg stend
á fætur, geng til dyra og læt aftur
hurðina. Ég sé þá, að bréfi hefur
vesið kastað inn í anddyrið. Ég
tek upp bréfið, og sé, að það ei
sendibréf til mín. Utanáskriftin
var stirðleg og stórkarlaleg. Hvorki
frímerki né póstafgreiðslustaður stóð
á bréfinu. Ég gekk aftur inn í
skrif'stofuna braut upp bréflð og tók
að lesa. Það hljóðar þannig :
Heima hjá mér, Sept. 1898.
Samkvæmt skipun hennar há
tignar Miss Canada ertu hér með
látinn vita, að henni hefur mildilega
þóknast að bjóða þér heim til hirðar
sinnar um þriggja daga tíma. Þú
verður sóttur kl. 12 í nótt. Vertu
þá ferðbúinn. Engar afsakanir verða
teknar giidar.
Manito.
Til
Habteins Péturssonar.
Auðvitað varð ég að hlýða
skipan þessari. Ég bjó mig því til
ferðar,fór í betri fötin mín, og beið
svo þess að ég yrði sóttur. Þegar
klukkan var orðin 10 um kvöldið,
þá sótti mig svefn mikill. Ég lagði
mig upp í rúm mitt í öllum fötunum
ogsofnaði. Hvað lengi ég svaf, veit
ég eigi. En ég vaknaði við það, að
ógurlegur stormbylur skall á hús
mitt. Húsið brotnaði í spón og
sundraðist ögn fyrir ögn. Ég er
þrifinn stormörmum Manito’s, sveip-
aður skinnfeldi og hafinn hátt í loft
upp. Það var koldimm nótt. Him-
ininn þrunginn skýjum. Við og við
lýstust þau björtum glömpum, er
eldingarnar hoppuðu milli þeirra
Skruggurnar drundu hver í kapp
við aðra. ' )g hálf volgt regn streymdi
úr skýjunum til jarðar. Við ijós-
glampa eldinganna gat ég við og við
grylt til jarðar. Ég sá, að við lið
um yfir stormlamið haf, og ég fann,
að flugi voru var beint mót suðvestri.
Eftir alllanga ferð var ég lagður á
harca steinjörð, í afdrepi fyrirstormi
og regni. Ég sofnaði aftur. Hvað
lengi ég svaf veit ég eigi.
Ég vaknaði við það, að kallað
er á mig úr nokkrum fjarska. Ég
reis á fætur, kastaði frá mér skinn-
feldinum, og leit í kringum mig.
Ég er staddur í hálfopnum hellis-
skúta. Úr honam liggja allmargir
smáir afhellar til ýmsra hliða. Ég
geng út úr hellrum þessum og litast
um. Það er kominn bjartur dagur.
Og blessuð morgunsólin er að stíga
upp yflr sjóndeildarhringinn. Brenn-
heitir geislar hennar bjóða mér góð-
ann daginn. Ég sé að hellisskútinn
er austanvert á fjalltindi einum.
Aftur er kallað á mig. Ég geng á
hlóðið upp á fjalltindinn. Þar sé ég
sitja á steini barnunga stúlku. Hún
stendur upp , gengur á móti mér og
segir: “Kondu sæll, vertu velkom-
inn.” “Sæl vertu” sagð ég, og starði
svo um stund stein hissa á hana.
Uúd var mjög há vexti, en svo mög-
ur og grannvaxin, að hún virtist
veralítið annað en sinarog bein. En
andlitssvipurinn var eins barnslegur
og á 5 ára gömlu barni. Hún var
klædd í skikkju úr pálmablöðum, en
yfir herðar sínar hafði hún slegið
skinnfeldi. Honum var fest saman
í hálsmálinu með brjóstprjón úr
steini. Hár hennar, glóbjart og
mikið, féll ógreitt á herðar niður-
Það var fult af skógarbarri. Þegar
ég hafði virt hana fyrir mér um
stund spurði ég hræddur og hissa
“Hver ertu? Hvar er ég? Hvaða
dagur er í dag?”
“Ég skal reyna að svara þess-
um spurningum” mælti hún bros
andi. Taktu þér sæti á steininum
þarna. 'Svo settumst við niður á
tvo steina, hvort gegnt öðru. Hún
hugsaði sig um dálitla stund og tók
svo til máls. .
“Seinustu spurningunni er létt
að svara. Þessi dagur heitir: I gær.
En hinum spurningunum ætla ég að
svara báðum í einu :
“Ég er sú,” hélt hún áfram,
“sem sendi eftir þér, og þú ert nú
heima hjá mér.”
“Ég ski.l eigi þetta,” mælti ég,
‘ skýrðu það betur fyrir mér.”
“Eg skal gera það,” tók hún
aftur til máls. “Þegar ég man fyrst
eftir mér, dvaldi ég á dýrðlegum
stað, er ég á engan hátt megna að
lýsa. Vér vorum fimm systur. Faðir
vor var sveipaður ljósdýrð, sem vér
gátum eigi glögglega séð í gegnum.
í morgun kallaði hann okkur allar á
fund sinn. Hann sagðist ætla að
gefa oss sina bújörðina h verri. Stðan
blessaði hann oss og lét oss allar fara.
O-ýniIegir andar fluttu 033 hvei ja á
sinn stað. Ég veit eigi, hvat' syst-
ur mínar eru niðurkomnar. Nöfn
þeirra eru Asía, Evrópa, Afiíka
Ásrtalía, en ég heiti Ameríka. Loft
andar settu mig niður á fjalltind
þennan. Iíellisskútinn, sem þú sást,
er heimili mitt. Manito er vinnu-
maður minn. 0g vinnukonan mín í
dag heitir Urður.—En stattu upp og
líttu yfir landið mitt.”
Ég stóð upp og litaðist um,
fjalltindurinn, sem við stóðum á,
gnæfir upp úr fjallgarði miklum.
Fjöllin liggja til suðurs og norðnrs
svo langt, sem augað eygir. En
mlt austri og vestrí mótar fyrir
djúpum dældum. Allir fjallatind-
arnir voru berir og snjóiausir, enda
var morgunskin sólarinnar mjög
heitt. “Er þetta iandið þitt Amerika”
mælti ég. “Þetta er að eins nokkur
hluti þess” svaraði hún. “Ég á enn
þá móti suðrí afarmikið land. En
þetta er heimalandið mitt, er ég
kalla Canada. Fyrir sunnan það
og áfast við það er allbreitt land.
Þar hef ég í seli. Þá mjókkar land-
ið og verður að litlum granda. Þar
fyrir sunnan er langt og breitt land.
Þar er útibú mitt.” “Þetta er hrjóst
ugt land,” sagði ég. “Nokkuð svo,”
svaraði hún. “Kondu og skoðaðu
heimalandið mitt, áður en við fáum
okkur morgunverð.”
Hún tók í hönd mér og leiddi
mig á stað. Við stigum hnjúk af
hnjúki, þangað til við koraumý vest-
urbrún fjallanna. Þar námum við
staðar og litum niður eftir fjailahlíð-
unum. Fjöllin voru klædd hátt upp
í hlíðar skrúðgrænum mötli marg-
brcyttra skrautlegra fjalljurta. Þar
fyrir neðan tóku við fagurgrænir
skógarrunnar og tignarlegur stór-
vaxinn frumskögur. Fyrir ofan
höfuð eikanna oggegnum skógar-
limið sáum við blikandí spegilslétt
haf svo langt, sem augað eygði.
Það var dýrðlega fögur útsjón. Við
gengum alla leið niður að sjáfar-
strönd. Náttúran öli bauð Ameríku
góðan morgun. Blómin hneigðu
henni höfuð sín í morgunblænum
eikurnar veifuðu til hennar blæjum
greina sinna. Dýrin skipuðu sér
lotningarfull til beggja hliða, þar
sem braut hennar lá um. Og hval
irnir, ersjntumeð strimdum fram,
önduðu frá sér hátt og sterkt, eins og
stórskotalíð fagnar konungum. Við
stöiðum áhafiðura stund. Hún gaf
því nafn og kallaði það Kyrrahafið
Síðan gengum við aftur upp á fjalla-
brúnirnar og norður þær vestan
verðar. Alstaðar var útsýnið líkt.
En auðvitað var jurtagróðurinn og
dýralífið fábreyttara eftir því, sem
norðar dró. Tærir fjallalækir bun-
uðu allvíða niður fjallahliðarnar.
þeir söf'nuðust saman við rætur fjall
anna og mynduðu allstérar ár, er
leituðu til sjáfar. “Hvað er þetta.
Er lækurinn að brenna,” hrópaði ég
upp yflr mig, um leið og ég benti á
læk einn, er rann spölkorn fyrir
fraraan fætur mínar. “Kondu og
sjáðu,” sagði Ameríka brosaridi. Við
gengura að læknum og horfðum á
hanr: um stund. Hvert auynablik
var ár. Hver mínúta ö!d. Lækur
inn rann fram af kletti, er örfínar
gullæðar kvísluðust um í allar áttir.
Við s'iuin vatnið smátt og smátt
leysa klettinn sundur, og færa gull-
kornin með sér niður fjallahlíðina.
farvegur lækjarins var þakinn gull-
sandi, og því hafði mér sýnst lækur-
inn brenna. Ég vildi taka einn
gullmola lítinn. En hún afiraði
mér og sagði: “Snertu eigi gullið.
Það á að geymast til morguns. É?
læt tímann breiða blæju yfir, það,
þangað til maðurinn kemur og lyftir
henni með atorku og dugnaði Enn
þá er enginn maður á landi mínu og
þess vegna þarf ég eigi á gulli að
halda.” Við héldum áfram göngu
vorri. Og þegar við komum norður
á enda fjallgarðsins, þá sáum við ör-
lítið undirlendi. Þar fyrir norðan
var grunnsæfl, en lengst mót norðri
livítleitt úthaf. Hún gaf haflnunafu
og kallað íshafið.
Við snerum heimleiðis og geng-
um suður fjallbrúnirnar austanverð-
ar. Þegar við vorum nálega komin
heim til okkar, þá námum við staðar
á fjallshnjúki einum til þess að virða
fyrir okkur útsýnið. Það var nokk-
uð líkt og á vesturhlið fjallanna, en
þó hvorki eins fallegt né tignarlegt.
Fyrir neðan rætur fjallanna tók við
allbreitt haf. En fyrir ausran það
blánaði fyrir iandi. Við horf'ðum á
hafið um stund. Hvei t augnablik
varár. Hver mínúta öld. Það var
straumur í hafinu. Það streymd
alt mót norðri. Við sáum hafið þorna
upp srnátt og smátt. Fyrst skaut
upp úr hafinu skerjum. Skerin uiðu
að eyjum, hólum og öldumynduð
um hæðum. Brátt kom láglendié
milli þeirra einnig í Ijös, víðlendai
sléttur. Dýpstu álar hafsins urðu að
ám, dýpstu dældir þess að stöðuvötn
um. Smátt og smátt bárust fiækorn
in fyrir vestrænum vindblæ og með
straumi fjallalækjanna niður á lág-
lendið. Slétturnar vöfðust bráti
skrúðgrænu grasi og skógarbelti
runnu upp með fram ánum og í hlíð
um bæðanna. Dýrin fóru að dreifa
sér frá fjallahlíðunum niður á lág-
lendið. “Hvernig lízt þér á þetta
nýja land,” sagði Ameríka. “Það et'
undur fagurt og frjóvsamt land,”
svaraði ég.
Við gengmn svo heim i hellis-
skútann og fórum inn í afhellir einn.
Þar var morgunverður borinná borð.
Við sátum á steinbekk við steinborð.
Allur borðbúnaður og áhöld voru úr
steini. Til matar voru viltir skóg
ar ivextir, skógarhnetur og jurta
rætur, til drykkjar uppsprettuvatn.
Skömmu eftir morgunverð bauð
Ameríka mér að koma með sér aust-
ur um land. Ég tók boði hennar
með þökkum. Við fórum fyrst yflr
nýmyndaða dallendið. Þá tók við
hálendi, er lykur um samtengdar.
hóp, spegilsléttra stórvatna. Við
námum staðar á austurströnd lands-
ins við hyldjúpan útsæ. Ameríka
gaf haflnu nafn og kallaði Atlanzhaf.
Við störðum á hafið um stund. Það
var ókyrt og stormlamið. Þungar
öldur, knúðar áfram af austanvind-
inura bárust að strönd. Við sáum
nokkur kaupskip berast að landi.
Löskuð af ofviðri og sjógangi brotn-
uðu þau í spón við ströndina. Mann-
björg varð. Menn og komur komust
á land. Og nokkru af varningi var
bjargað. Fólk þetta voru eigi vík-
ingar og skjaidmeyjar. Það var
friðsamur kaupmannalýður. Sí sem
virtist vera foringi þessa lýðs, saf'n-
aði flokknum í kringum sig, beiddi
sér hljóðs og tók þannig til máls:
“Bi æður og systur
Mörgum sinnum hefur blessað
tunglið gengið hringi sína, síðan vér
ýttum frá Týrus og Sidon. Mörgum
sinnum hefur blessað tunglið gengið
hringi sína, síðan vér sigldum fram
hjá Herkules stöplum. Himininn
var sífelt vafinn skýjum. Stjörn
urnar, einu vegaijósin sjófarenda,
huldu andlit sín. Vér bárumst viltii
vegar um Óigandi haf- Skip vor
eru brotin. Vér fáum nldrei aftur
að líta Fönverjrland. Hér verðum
vér að láta fyrir berast á ókUnnu
landi. En mér viiðist strönd þess
brosandi og blómleg, iand þetta fag-
urt og frjóvsamt. Látum oss nema
iönd hér og unum glaðir við hag
vorn.”
Ráði foringjans var fylgt. Lýð
ur þessi tók að nema sér land. Við
horfðum á landnám þeirra um stund.
Hvert augnablik var ár, hvermínúta
öld. Við sáum landið byggjast.
Fjölinennar, blómlegar, brosandi
sveitir kvísluðust um alt láglendið
milli háisanna og hæðanna. “Þetta
er iðjusöm og friðsöm þjóð,” sagði
Ameríka, “en samt bauð ég hana
eigi velkomna í land mitt. Því ég
sé, að hræðilegar dauðarúnir eru
ristar á enni þessa lýðs.”
Við gengum svo heimleðis þög-
ul og hugsandi. Þegar við komuni
upp í fjallahlíðarnar, berast ógurleg
óp að eyrum okkar. Við litum til
norðvesiui' áttar. Við sjáum þar
velta f'ram þéttskipaða flokka villu
marina. Þeir fara í allmörgum stór-
um sveitum með allmikiu millibili.
I hægri hendi bera þeir boga, en
örvamæli í vinstri. Með hræðilegu
herópi ráðast þeir á íbúa landsins.
Þar er engin viðstaða né vörn.
Bæir og bygðir eru brenndar. Menri
konur og börn er strádrepið niður.
Orfáum er gefiðlíf',og hverfa þeirinn
í raðir fjandmannanna. Þanniglíða
“Moundbuilders” undir lok. Nokkr-
ir komast undan á flótta. Þeir hlaða
sér vígi í klettaskorum og á hamra
stöllum. Fjandmennirnir setjast um
vígin. Sum falla fyrir áhlaupi. Sum
eru tekin með brögðuro. Sumstaðar
deyja vígismenn úr hungri. Þannigr
líða “Cliffdwellers” undir lok. Villi
mennirnir vaða yfir iand alt og
kasta eign sinni á það. Ameríka
horf'ði á þessar aðf'arir með tárin í
augunum og mælti: “Þessum villu
uiörinum gef'ég nafnið Indíáuar. En
hörmuleg eruörlög mín, ef þeir eiga
að ráða og ríkja yfir landi mínu um
allai' aldir.” Hún sagði mér svo að
fara heim í liellinn og hvíla mig.
Sjálf skrapp hún af'tur austur að hafi.
Ég gekk heim í hellinn og sett
ist á steinbekkinn. Hvert augna-
blik var ár, hver mínúta öld. Ame
ríka kom heim eftir litla stund öll
grátbólgin. “Hvað gengur að þér”
spurðiég bliðlega. Þegar hún loks
gat komið upp orði fyrir ekka tók
hún þannig til máls: “Ég stóð dá-
litla stund á höfða einum á austur-
ströndinni og liorfði út á hafið.
Ægilegur norðanstormur var nýlega
genginn um garð. Það var allfnik-
ið sjóarrót og öldugangur. Ég sá
sjóhrakið skip berast að landi. Það
var skarað skjöldum og í staf'ni þcs-
stóð undur fríður og tígnarlegur
maður. Ilann hafði gullinn hjálm á
höfði. skjöld á hlið og gullrekið spjót
í hendi. Við iitum3t í augu. Blóð-
ið streymdi út í kinnar mínar. Hjart
að barðist í brjósti mér. Ég breiddi
faðminn út á móti skipinu. Ég lagði
alt seiðinagn blíðu minnar í augu
mér. Ég vildi þannig diagatil mín
þeunan goðum lfka svein. En
Manito, mikli skógarandinn, var af-
brýðissamur. Hann laumaðist aftan
að mér og tók í pilsið mitt. Hann
teygði svo álkuna fram yfir öxl mér
og blés á móti skipinu. Þá reis upp
ógurlegur boði frá landi. Skipið
snerist við. Það barst svo með
undra hraða suðaustur með landi.
Ég hljóp suður með sjónum, og sá
skipið lenda. Skipverjar stigu á
strönd, námu sér land og reistu sér
búðir og bæ. Þeir kölluð land mitl
á sfnu máli: Vínland hið góða.
Bygð þeirra manna stóð örstutta
stund. Oleljandi grúi Indíána um
kringdi þá. Þeir tóku hraustlega á
móti og ráku villimennina hvað eftir
annað af höndum sér. En enginn
má við margnum. Þeir urðu loksins
að flýja örfar Indíánanna og haida
aftur skipi sínu frá iandi. Þeir
sigldu til hafs. Á skipinu stóð nafn-
ið Island og á skildi foringjans nafnið
Leifur ftiríksson.” “Ef til vill kemur
skiþið af'tur að landi” mælti égtil að
’augga hana “Það er eigi ómögu-
legt,” svaraði hún. “Við skulum
koma austur að hafi og gá að því;
en fyrst ætla ég að búa mig og svo
skulum við hafa miðdagsverð, áður
en við förum á stað. Ameríka fór
inn í afhellir einn. Hún þvoði scr
greiddi nú hár sitt í fyrsta sim i.
8íðan kastaði hún yfli sig skrautbú-
inni skikkju úr marglitu dýraskinni.
Skikkjan var fest að framan með
krókapörum úr eiri. Hún kom svo
fram i hellisskútann og við settumst
undir borð. Á borðum var fugla-
steik, villibráð, hvítflskur og brauð
úr Indiánakorni; auk þess voru þar
ýmsir suðrænir ávextir. Til drykkj
ar var berjalögur.
Undir eins eftir miðdegisverð
lögðum við á stað suðaustur um
land. Segir eigi af ferð vorri fyr
en við komum að stóru fljóti, er
rennur rnót suðri gegnum selland
hennar. “Hvað heitir þet.ta fagra
fljót,” mæltiég. “Það er Missisippi,
faðir vatnanna,” svaraði hún. Við
fengum okkur barkarbát, lögðum í
honuin út á fijótið og iétum straum
inn bera okkur til sjóar. Fljótið
rennur út í afarbreiðann fjörð, al-
settan fögrum skrúðgrænum eyjum.
Báturinn rann fram á milli eyjanna.
líann nam staðar við smáeyju eína.
Við stigurn á land. "Ilvaða ey er
þetta,” mælti ég. “Hún heitir í dag
San Salvador,” svaraði Ameríka,
Við litum móti austri til sjóar, og
sáum þrjú skip berast að iandi fyrii
austrænum staðvindum. En á und-
an skipunum rann ineð undra hraða
skrautlegur skemtibátur að landi.
Skiautbúinn, tignarlegur maðui
steig á land. Hann gekk til okkar,
heilsaði Ameríku með knéfalli og
sagði. “Heil og sæl drotning. Ert
þú Ameríka.” “Það er naf'n mitt,”
svaraði hún. 1 En hver ert þú. Og
hvað er erindi þitt.” Hann tók
þannig til m'ils: “Nafn mitt er
Spánn. Ég ei einn af jörlum Ev-
rópu systir þinnar. Hún sendii
mig á þinn fund með kærri systui
kveðju. Henni liður mjög vel.
Land hennar er albygt, duglegum,
iðjusömum lýð. Það er orðið held
gr þröngbýlt heima hjá herni, En
Leifur Eiríksson hef'ur sagt henni,
að þú eigir mikið af óbygðu landi.
Þess vegna biður hún þig að gefa séi
dálítinn landskika.” Amerika rvar-
aði: fáir neita f'yrstu bón, Enda
er bæn systur minnar veitt. Ilún
má eiga ait útibú mitt, alt landið
fyrir sunnan granda þann, er sam
tengir meginlönd mín. Og þó hún
taki dálitla sneið norður f'yrir grand
ann, þá mun ég eigí geía iienni það
að sök. Á þessu svæði mega þegn
ar lienuar nema sér iand, hvar sem
þeir vilja-. Far þú í f'riði og fær þú
systir minni kæra kveðju mína.”
“Stórmannlega gef'ur þú” mælti
Spánn. “Lifðu heil og sœl drotning.”
Hann hljóp svo á bátsinn, Biturinii
rann með undra hraða austur um
haf og hvarf brátt sjónum.
Skipin færast nær landi Það
er skotið b ti fyrir borð af fremsta
skipinu. Foringinn stígur í bátinn
við nokkra menn. Þeir eru klæddi'
skrautlegum spönsknin einkennis
búningi. Foringinn ber merkis
störig í hendi. Á henni blaktai
merki Spánverja. B'itnum er róið
að landi. Foringinn stígur fyrstui
á land. Hann skýtur merkisstöng
inni fast á jörð niður og segir: “Héi
nem ég, Kristófer Kolumbus, land
nafni Isabellu drottningar og Ferdin
ands kaþólska.” Skipshafnirnai
koma allar í land. En komumenn
hafa þar litla viðdvöl. Þeir fara svo
ey af ey til meginlands og helga séi
land alt.
Við Ameríka fórum aftur í bát-
inn og höldum norðvestur til megin-
lands. Við skiljum bátinn ef'tir við
ströndina og göngum norður með
sjónuin. Við nemnm staðai' á hæð
einni lítilli við sjó fram. Við horf'-
um út á hafið og sjáum nökkva róið
að landi. Einn rnaður rær nökkv
anum tveim árum. Ilann rær stirð
lega og sterklega með stórum bak
föllum. Aftur í nökkvanum er hrúg
ein, hulin dýrafeldi. Nökkvinn
rennur að landi. Nökkvamaðui
stígur á land. Hann var allmikill
vexti og afardigur með stóran ístru
maga. Eigi var hann mjög skraut
búinn, en á hægri hendi bar 'uanii
af'arstórann armbaug úr gulli. Hann
gekk til okkar heilsaði Ameríku og
sagði: “Sæl vertu. Ert þú Ame
ríka.” “Það er nof'n mitt” svaraði
hún. “En hver ert þú, og hvað er
erindi þitt.” Hann tók þannig til
máls: “Nafn mitt er .)ón Boli. Ég
er einn af jörlum Evrópu systir þinn
ar, og ræð yfir auðugustu eyjum
hennar. Ég hef frétt, að þú hafir
gefið Spáni bróður mínum allmikið
land. Mér kom því til hugar að
biðja þig að gefa mér dálítinn land-
skika. Því það er orðið næsta
þröngbýlt hjá mér.” “Ég get eigi
gefið rneira land að sinni,” svaraði
Amerfka. “Ég bjóst við þessu svari”
mælti Jón Boli. “Og því ber ég
fram aðra tillögu,” hélt hann áfram.
“Þú ert óg'ft og einstæðingnr. En
ég á ungan og fríðan son. Ef þú
vilt taka hann þér til eiginmanns, þá
er máli mínu vel til lykta ráðið.
Ég tðk hann með mér og skal nú
sýna þér hann.” Jón Boli kallaði
svo út í bitinn: “Jónatan, korid'i
hingað. ’ Þá tekur hrúgan í bátn-
um að bærast. Fram úr henni skríð
ur ungur maður; hann gengur í land
og nemur staðar við hlið föður síi.s.
Það er Jónatan. Hann er unglegur,
allhár vexti, e'n rnjór og magur.
Ameríka horfði á feðgana um stund
og tók svo þannigtil máls. “Ég hef
hugsað mál þitt, Jón Boli. Eigi kýs
ég dreng þennan mér til eiginmanns.
án ég veit að þú ert alkunnur að
hyggindum, dugnaði og þreki. Ég
geri þig að ráðsmanni mínum. Og
launin fyrir ráðsmensku þina skulu
vera þessi: Þú mátt ráða öllu land-
námi í landi mínu. Og Jónatan má
búa í seli mínu og hafa sellandið sér
til afnota." “Þetta boð þigg ég moð
þökkum” svaraði Jón Boli. “Vertu
sæl á meðan, É ætla að fylgja
Jónatan mínum í selið.” Síðan
gengu feðgarnir suður með sjó og
hurfu sjónum okkar.
Við Arceríka ætluðum að snúa
heimleiðis til hellisskúta okkar. En
þegar við litum til fjallanna, þá sá-
utn við, að þar var orðin breyting á.
Um morguninn höfðu fjöllin verið
ber og snjólaus. En þegar leið
fram á dagiun, fór að í'esta snjó á
þeim. Nú iar snjór koininn langt í
hlíðar niður hæstu fjöll og hellis-
skútinn okkar kominn í kaf í snjó.
Og degi var nú tekið að halla. Ame-
ríka afréð nú að setjast að á austur-
ströndinni, Hún kallaði á Manito
og skipaði honum að byggja hús
iianda okkur. Han i b'aut nokkrar
eikur at' stof'ni og byggði okkur all-
srórt bjilkahús í skógarrjóðri einu.
Við settmnst að í húsi þessu. Jón
Boli ráðsmaður Ameríku, vann verk
sitt með mesta dugnaði. Landið
byggðist að nýju. Og frændlið og
tengdalið hans náði smátt og smátt
undir sig öllum ylirráðuin meðal ný-
lendumanna. Hann kom oft að
heimsækja Ameríku. Hafði hann
þu jafnan kaupvarn ing n eðferðis, er
hann seldi fyrirærið f'é. Hann borð-
iði ktöldverð með okkur. Drukkum
við þi te, er hanu lagði á borð
með sér.
Eftir kvöldve ð gekk Jón Boli
út, en við sátum inni og horfðum út
uin gluggann. Hann gekk suður
með sjó og mætir Jónatan á liæð rétt
við sjóinn, skamt frá húsi okkar.
Þeir fara að jagast um skuldavið-
skitti sín. Það slær í harða deilu
'iiilli þeirra, ogeykst liúnorð af orði
unz þeir hlaupa saina■> og fljúgast á.
Það verða miklar sviftingar. Jón
Boli er margfalt sterkari, en samt
getur hann eigi koinið Jónatan af
fótunum. Loks tekur karlinn að
inæðast. Jónatan sætir lagi. Hann
gengur innundir Jón Bola, leggur á
hann innanfótar hælkrók svo hart og
snögt, að karl nn skellur afcurábak
og veltur ofan hæðina og of'an í sjó.
Jónatan hljóp svo heim að húsi okk-
ar, hratt upp hurðinni og gekk inn,
með mesta írafári. “Nú er ég öllum
óháðurogsjálf'um mér ráðandi” hróp-
aði harin upp yfir sig. “Þú hefur
víst heyrt og séð til okkar Jóns Bola,
Araeríka.” “Já” svaraði húri stutt-
lega. “Gerðu sama og ég” hélt
hann áfram. “Segðu Jóni Bola upp
trú og hollustu. Svo skulum við
gifta okkur og ráða í sameiningu
landi þessu.” Hún stóð á fætur,
liorlði framan í Jónatan og sagði al-
varleg. “Nú skilja leiðir vorar
Jónatan. Ég yfirgef eigi Jón Bola í
raunum hans. Eigi heldur vil ég
eiga þig. En ég gef' þér til fullrar
eignar rellandið mitf, sem þú hefur
hingað til búið á. Það er upp frá
þessarí stundu óðalsjörð þín Farðu
uú í fríði.” “Gef'ur þú mér,” hrópar
hann afarreiður. “Ég á fandið
sj dfur með öllum rétti. Og ég skal
einnig taka heimalandið þitt. Þessi
skal kenna þér að hlýða.” Hann
reiddi u^p hnefann og ætlaði að
berja hana. Voðaleg tign færðist