Heimskringla - 06.04.1899, Page 1
i
XIII. ÁR
Frjettir.
Morkverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
í vikunni sem leið sprakk eim-
skipið Kowena Lee og sðkk á sömu
stund, á Mississippifljótinu. Sagt er, að
aextíu menn hafi verið á því, og aðeins
tveir kornist af. Skipið var fermt járn-
brautarteinum.
I Ástralíu eru ákaflega miklir hitar
um þessar mundir. Akrar og engjar er
uppskrælnað af þurki, og hafa leitt af
því vand' seði mikil. Þessi hitaalda sem
þar geysar nú, er einhver sú versta sem
þar hefir komið, eftir þvi sem blaðið
Sydney Mail segir frá. Það segir að
sauðfénaðnr hafi drepist i miljónatali,
og svo hundruðum þúsunda skiftir af
nautgripum og hestum, af þurki. Á-
stand bændanna er því hörmulegt, og
er því spáð, að ekki rigni að sinni. Oras
ið er skrælnað af hitunum og ár og læk-
ir uppþornaðir. Sumir sem búnir voru
að þræla i 20 ár og koma upp gripa-
stofni og þolanlegu heimili, eru nú orðn-
ir skepnulausir alveg, en skógareldar
hafa gersamlega efðilagt heimili þeirra.
Síðusti fréttir segja að þessi voðahiti
hafistigið 168 gr. á móti sólu.
Kapteinn Oliver, á skipinu Emee
hefir til sýnis hryggjarlið og hans af
sjóhöggormi, veiddum á eyjunni Lee-
warron suður i höfum. Undraskepna
þessi hafði tvö höfuð, sem líktust hross-
höfði. hárgaða húð og fax. Hún var 60
feta löng og vó 70 smálestir. Árin
1848, 1877 og 1897 sáu sjófarendur sjó-
höggorma, sem þeir lýstu svipað þassu.
En sögusögnum þeirra var ekki trúað
fyrri en kapteinn Oliver kom til Sydney
með þessar sannanir, sem áður eru
nefndar.
Á föstudaginn var (81. Marz) var
Bandaríkjaflaggið dregið npp kl. 10 f.
h. í borginni Malolos, á Filipine-eyjun-
um. Malolos er að mestu leyti bruunin
og eyjarskeggjar flúnir þaðan. Banda-
menn mistu einn hermann, en firatán
særðust, þá þeir tóku Malolos.
28, Marz kom hraðskeyti frá hers-
höfðingja Otís, til Washington, erhljóð-
ai; þannig:
“Manila 28. Marz,
Hershöfðingi McArthur háði harða or-
ustu framan við Marilao seinnipartinn í
gær. Suður-Dakota deildin sýndi ljóm-
andi framgöngu undir forustu Frost. á
móti herdeildum Aguinaldos, er komu
frá Malolos. Bandamenn hrökta mót-
stöðumenn sina til baka með miklu
mannfalli. Aðstoðarforingi Lien og
undirforingjarnir Adam og Morrison og
fjórir hermenn úr málaliðinu (leigðir
hermenn), féllu úr ofannefndri herdeild.
Undirforingi McClelland og 22 úr mála-
liðinu særðust. Manntjón okkár í gær
var mest í þessari herdeild. Viðgerð á
járnbrautinni, sem annars gengur fijétt
og vel, hamlaði töluvert aðgerðum hers-
höfðingja McArthur. Herdeildunum
líður vel og eru hugrakkar og vongóðar
Miklir brunar og eldar eru nú hér um
héruðin fyrir norðan.”
Eimskipið Stella, sem flutti far-
þegja milli Southamton og Channel Is-
land, strandaði 81. f. m. á klettum við
Alderney. Það var kolniða þoka. Gufu-
ketillinn sprakk og skipið sökk óðara.
Strandferða eimbáturinn Lynx, er
flutti þessar voðafregnir, frelsaði fjóra
báta með 40 mðnnum á. Alt útlit er
fyrir að um 100 menn hafi drukknað.
Undirskipstjórinn, sem var einn af
þeim sem Linx bjargaði, segir að bátur
hlaðinn af fólki, hafi lagt af stað frá
Stellu, áður an hann yfirgaf hana, en
hann er hræddur um að sá bátur hafi
farizt á klettunura, sem eruþar alt í
kring, af þvi þokan var svo dimm. —
Annað gufuskip hefir náð bát, sem 65
farþegjar voru á; þar af 20 konur. Um
210 farþegjar voru á Stellu, og ætluðu
áð skemta sér um páskana á Ghannol
Island, sem er í sundinu á milli Eng-
lands og Frakklands.
Nú ar sagt að það hafi ekki verið
®ema 148 farþegjar á Stellu, og skips-
höfnin 42 menn, og ekki muni hafa
dfukknad nema 75 menn.
Fyrsta hraðskeyti, sem sent hefir
verið án málþráðar og prentað hefir ver
kom útiblaðinu Times i Lundún-
*m 29. f. m. Það var sent á millum
Suður-Foreland og Bonlouge Sur-Mer.
Það er sagt að þessi nýja hraðskeyta-
aðferð hafi tekist mæta vel. Það á að
halda áfram þessum málþráðalausu
hraðskeytatilraunum um nokkurn tima
ýfir sundið millum Frakklands og Eng-
Heimsknngla.
WINNIPEG, MANITOBA , 6APRIL 1899. NR. 26
lands. Önnur stöðin er í Tineocux við
Boulouge. en hin við vitastöðina syðst á
Foreland. Fjarlægðin er 32 mílur. Til-
raunirnar hafa heþpnast ágætlega, og
þessi nýja aðferð reynst auðveld. Sig-
nor Marconi, sem þessi hraðskeyta að-
ferð er kend við, sér sjálfur um þessar
tilraunir.
í Philadelphia gerðu 3000 múrarar
verkfall á laugardaginn var. Verkfall
þetta orsakaðist af því, að verkhafend-
ur þar vildu ekki skrifa undir skjal, er
ákvað kaupgjald múraranna þettasura-
ar.
Um2000 járnnámamenn, sem unnu
íFossel, Musioda, Redding, Wades Cap
og Alice í Alabama, gerðu verkfall á
laugardaginn. og kolanámamenn í Har
grave, Bell Ellen og Bibh héraðinu.
Orsökin er sögð að vera ónákvæmni og
ruglingur á fyrirkomulagi kaupgjalds-
ins.
Finnar vilja fara að losast undan
yfirráðum Bússa, og kjósa að fá sjálf-
stjórn. Þeirhafa leitað til Englands
og jafnvel til Bandarikjanna í þessu
efni, oger útlit fyrir að báðar þessar
stórþjóðir muni veita þessu máli gaum.
Páfinn hefir verið veikur um lang-
an tíma af krabbameini. Læknar hans
tóku dauða skinnfliksu 2. þ. m. af sár-
inu, sem að undanförnu virtist vera
nær því gróið. Páfinn var þá svo hress,
að hann talaði við starfsmenn sína,
Mrs. Joseph Brown i Chicago rak
eiginmann sinn í gegn undir borðum 3.
þ. m. Brown hneig strax dauður nið-
ur. Kvennvargur þessi var strax tek-
in og sett í fangelsi. Orsökin til þessa
var sú, að húsbóndinn fann eitthvað
lítilsháttar að því hvernig á borð var
borið.
Vopnabúnaðnr Norðmanna er sagt
að bendi sterklega á, að þeir ætli að
berjast við Svía.
Á sunnudaginn var hiti og bliðasta
veðurí Salina i Kansas. Um kvöldið
fór hitamælirinn að falla. Daginn eft-
ir var komin moldviðris srórhríð. sem
ollað hefir tjóni á fénaði, semekki var í
húsum inni.
Svar frá Commercial.
[Eins og vér lofuðum í síðasta blaði
þá setjum vér hér þýðing af grein þeirri
sem kom út í Commercial, og sem er
svar gegn grein Mr. Eldridge um Mu-
tual Beserve-félagið.
Greinin hljóðar þannig] :
“Vér endurprentum þessa viku
bréfið frá Geo. D. Eldridge — varafor-
seta Mutual Beserve fálagsins, sem var
svar móti yfirliti um ástand félagsins,
er vér birtum í The Commercal þ. 18.
Febrúar síðastl. Tölurnar i Commer-
cial voru teknar úr Stjórnarskýrslun-
um fyrir árin 1896 og 1897 og frá aug-
lýsingum félagsins, eins og þær hafa
verið birtar ymsum blöðum fyrir árið
1898. Tölurnar í Commercial voru þar
nákvæmlega samkvæmar tölum þeim,
sem hafa verið gefnar út^af stjórnend-
um félags þessa.
Mr. Eldridge heldur því fram, að
nálega hver staðhæfing í Commercial
sé ósönn. Vér höfum farið gætilega
yfir allar tölurnar, og fínnum að þær
hafa verið rétt tilfærðar i fyrri grein
vorri. Félagið heldur þvf fram, að
eignirnar fyrir 1898 séu reiknaðar eftir
öðrum mælikvarða. en þeim er notaður
var á fyrri árum, og að í þessu sé fólg-
in sú lækkun, sem virðist hafa orðið á
eignum þess. The Cemmercial skýrði
það ljóslega f grein þeirri sem félagið
er að mæla á móti, að tölurnar yfir
eignir félagsins fyrir 1897 hefðu verið
mikillega færðar niður af Insurance
Commissioner fyrir New York-rfki. Ef
að tölurnar yfir eignir félagsins fyrir
1897 hafa verið auknar (padded), þá er
það ekki vor skuld. Vér tókum þ»r
í einlægni eins og þær voru lagðar fyrir
almenning af félagsstjórninni En þó
að vér tökum tölur félagsins um skulá-
lausar eignir fyrir 1897, þá er samt
hægt að sýna stórt tap þess.
Mr. Eldridge lýsir tölum vorum í
Commercial, um ástand 'élagsins, vís-
vitandi röngum. Hann segir: Félag-
ið hefir ekki sagt að skuldir þess við
árslok 1897 væru $1,644,988”. Svo vér
notum orðfæri Mr. Eldiidge þá segj-
um vér, að þetta sé ótakmörkuð ósann-
sögli, því að á blaðsíðu 517 í stjórnar-
tiðindunum yfir ábyrgðarfélög stendur.
að skuldir félagsins við árslok 1897 hafi
einmitt jverið $L,644,988. En vera má
að félagið hafi svo margar útgáfur
af skýrslum fél., að hann hafi í ó-
gáti hlaupið yfir þetta árlðandi atriði.
í alvöru talað. Þegar hann ber-
lega neitar öðru eins atriði og þessu.
Hvað getum vér þá álitið um hans aðr-
ar staðhæfingar, viðvíkjand' ástæðum
fyrir minkandi verksviði félagsins og
sjálfviljugri minknn eignanna. Eða um
ceitun hans um að dauðsföllin fari
fjölgandi að tiltölu við meðlimatöluna.
Vér ætlum ekki að Jeltast við neitanir
Mr. Eldridge meira í þetti sinn, af því
að aðal mergur málsins snýst um h n
fyrstu tvö atriði, viðvíkjandi eignum
og skuldum. en síðar má vera að vér
tölura frekar um þetta, eftir því sem á-
stæður krefjast þess”.
Þessi grein, þó hún sé stillilega rit-
uð, sýnirl. að ritstj.blaðsins Commer-
cial tekur ekkert aftur af þvi sem hann
hefir sagt um Mutual félagið. 2. að
Mr. Eldridge liggui á sínu eigin bragði,
að því er snertir skýrslur og bókfærslu
félagsins.
Gesturinn
Hún legst eins og lífsvon í geðin,
Hún leysir út fjötraðan dug,
Hún yngir upp andann, sem gleðin,
H ún örfar hvern hug;
Hún teygir úr taugum,
Hún tömleikann styttir, hún léttir
hvert spor—
Hún skfn út úr almenningsaugum :
Kún andheita, fjöruga VOR.
Hún breiðir út blómstrin í haga,
Á bjarkirnar hengir hún lauf;
Hún skenkir oss skínandi daga
Fyrir’ skammdegis gauf—
Að gleðja og græða
Hvert grasstrá og mannshjarta,
komin til vor
Er unnusta ástar og kvæða:
Hún andheita, fjöruga VOR.
Stephan G. Stephansson.
----T » --------
Nátthrafnarnir.
Náhrafnar að náum sitja,
Nóra, kroppa, töngla, bíta;
Augun fyrst úr öllum slita,
Garnir svo í gogginn fitja.
Stokknir upp á steinaltari,
Stara yfir líkabunka,
Græðgislega gorhijóð krunka;
Kvikt er blóð í klóarfari.
* *
*
Sjáðu þessa svörtu poka,
Sviplíkasta þjóðarböðlum.
Heimskunnar á heima-stöðlum,
Dreyra þinn og merg þeir moka.
Þér f augu sá þeir sandi,
Svo þú verður alveg blindur.
—Vanþekkingin vitið bindur—
Þú ert viltur vegfarandi!
Mýraljós þú ert að elta,
Alla lífsins þokudaga.
Að þér gys og dár svo draga
Þeir í skarni, þér sem velta.
í þér sjálfum sérðu aldrei
Sólarljós, því ertu viltur
Trúarvingull, kraddu hvyltur,
Tældur ertu tómu skvaldri.
Ekkert veiztu af þvf, sauður,
Að þeir hold af beinum naga,
Eða þrælka þig og jaga.
Þóttú liflr, þú ert dauður.
Niðjar þínir ánauð erfa,
Er þú fyrir þræla seldir,—
Annað þótt þú heimskur héldir.
Eins og þér mun að þeim sverfa.
Rfstu upp úr dauða-dvala,
Djörfung hafðu til þess maður!
Neyttu orku nývaknaður,
Að HUGSA um það sem hinir tala.
* •»
■*
Heyr þú!—okkar heimskingjanna
Hirðir, sem þig lætur kalla—
Þetta er sagt við einn og alla :—
Hættu að bulla, seg hið sanna !
—St. F.
Tungan.
Tungan er veröld, fölsk og flá,
Foráttuéjór með hvirfilvindum.
Vellandi hver, sem fellur frá
Flóðalda stór, og kvik af syndum.
—St. F.
Meistaraverkin.
Svo að fullkomnist safnaðanna trú
Saman prestarnir ættu strax að vígja,
Jöfnustu verur jarðarinnar nú :
Jónasar sálma og messuformið nýja
Andinn má víkja helgum fyrir hljóm,
Hjörðina þarf að temja eftir nótum.
Heldur það vinst ef hjörtun eru tóm,
Hásæti páfans standi á mörgum fótum
Drotnunargirnin dýrðleg verður þá,
Dregur upp segl f vanþekkingar
höfum.
Krist'ndómslífið, kólnað sinustrá,
Kölkuðum líkist dauðramanna
gröfum.
Fariseara flokkur getur þá
Fagnandi litið yfir skeiðið runnið.
Ó, mikla starf og miklu laun, að sjá
Munnflapurs trúin hefir sigur unnið !
—Vestri.
Frá Alberta,
Tindastóll, Alta, 25. Marz 1899.
Húsbruni varð hér f gærdag 24. þ.
m. íveruhús Mr. Björns Björnssonar
hér f nýlendunni brann til ösku. Torf-
þak hafði verið á þúsinu og hey næst
rjéfrinu, sem eldurinn hafði læst sig
eftir út frá ofnpípuuni, en þegar það
sást, varð ekkert aðgert Ætlaði hóndi
að reyna að bjarga innanhúsmununum,
en varð frá að hverfa, og flúði með
konuna og börnin á næsta heimili.
J. K.
Frá Cuba.
Dr. John Lyng, sem fyrrum iðk-
aði læknisstörf f Kensington, Minn.,
en réðist sem herlæknir við 2. deild
sjúkrahússins á Cuba, í Desember í
fyrra, og starfaði þar til snemma í
næstliðnum mánuði, er nú kom-
inn til Chieago aftur.
Hann segir að Cuba sé að inörgu
leyti fallegt land, þótt loftslagið
sé ekki holt fyrir Norðurlandabúa.
Hitinn getur orðið ákaflegur þar, en
loftraktim er þó enn þá verri. Alt
sem úti er yflr nóttina verður gegn-
rennandi af náttfallinu, og oftast er
klæðnaður manna svo blautur á
morgnana, að það má vinda hann.
Heilsuástand Bandarikjahermann-
anna var þolanlegt. Samt gerði ból-
an töluvert vart við sig á meðal
þeirra. Herlæknar Bandaríkjanna
létu því bólusetja bæði hermennina
og þá eyjarskeggja, sem þeir náðu til
Eyjarskeggjar voru ófúsir að þola
slíka sáralækninga aðferð, en til að
stemma stigu fyrir þessum sjúkdómi,
varð að bólusetja þá, hvert þeir vildu
eða vildu ekki.
Á gulusótt bar ekki mjög mikið.
Hún gerði dálítið vart við sig, við
böfnina í Havana. Aftur var þar
allmikið um sjúkdóma þá, sem vont
loft og eiturkend uppgufun valda.
A Santiago-ströndinni er næstum ó-
mögulegt að lifa án kínalyfsins, bæði
fyrir norðurlanda og suðurlandabúa.
Bústaður læknisins var í Címa-
dosde, Marianao, hér um bil 9 mílur
frá Havana, en lest rann á millum. á
hverjum hálfum klukkutíma, svo
hann var venjulega f bænum. í bæn-
um er atvinnurekstur ofur daufur, og
ekki eru Ameríkumenn enn þá byrj-
aðir á verzlun að neinum muu. Þó
eru þar fáeinar drykkjukrár og spila-
hús.
Innlendir verzlunarmenn og
prangarar eru alt öðrn vísi í háttum
og siðum, en vér eigum að venjast f
Ameríku. Þeir hafa aldrei fast verð
á neinu, heldur dagprísa, og þeir
heimta tíu sinnum hærra verð fyrir
allar vörur hjá þeim, sem þeir álíta
útlenda, hverrar þjóðar sem þeir eru.
Cubamenn eru ótrúlega latur þjóð-
flokkur. Þeir sitja allan tfmann og
reykja vindlinga sfna, og það sýnist
vera það eina, sem þeir hugsa um.
Lægsta stéttin er hér um bil óbland-
aðir svertingjar, og er töluvert milli-
bil á milli þeirra og svertingjanna
hér í Ameríku. Þeir eru ósköp fá-
fróðir, enda man ég ekki eftir að
hafa séð nokkura stofnun á Cuba,
sem í nokkru lfktist alþýðuskóla.
8árafáir af þeim kunna’rað]f lesa eða
skrifa. Hin betri stétt [fólksins er
spænsk að uppruna, og stendur að
öllu ofar. Er það kurteist og gest-
risið fólk, enda hafa margir af þeim
fengið töluverða mentun, annaðhvort
á Frakklandi eða í Ameríku, en
þungt er þeim um að vinna.
Það er farið að hreinsa til og lag-
færa í Havana nú. Cubamenn eru
farnir að gera við gömul og fallin
hús, þó hægt fari, og farið að búa f
húsum, sem hafa staðið í eyði um
mörg ár.
Ameríkumenn eru að rífa niður
kofa og hreysi í elzta hluta bæjarins,
þar sem ekki heflr verið þrifið eða
hreinsað neitt til í síðastliðnar þrjár
til fjórar aldir. Svo bræða þeir yfir
rú8tirnar með tveggja feta þykkri
kalkhúð, til að burtrýma pestollandi
efnum og uppgufun. Ef hægt væri
að hreinsa eins til í höfninni og þar í
kring, sem er viðbjóðslegasta pestar-
bæli, þá myndi gulusóttinni verða
að miklu burtrýmt úr bænum.
Ameríkumenn halda nú götunum
hreinum og þokkalegum. Eg verð
að segja það, að ég varð alveg hyssa
að sjá sumar göturnar hér í Chicago.
Ef þessi bær lægi nokkurum breidd-
arstigum sunnar, og væri ekki I ná-
lægð við heilsusama Michigan stór-
vatnið, þá væri öldungis ómögulegt
fyrir fólk að búa í öðrum eins óþrif-
um og hér eru.
Ég sá varla nokkuru tíma drukk-
inn Cubamann, en það er líka það
eina sem þeim verður sagt til hróss.
Herafli Cuba er 15,000 manna að
tölu. Þar eru 6000 hershöfðingjar,
undirforingjar og sveitarforingjar.
Þessi hershöfðingjasægur er eins
skrautlegur og hægt er að hugsa sér.
Þeir eru þ&ktir á brjóstum og bökum
með gullstássi, stjörnum og heiðurs-
merkjum. Allir eru þessir foringjar
fýknir í feitustu embætti og hæðstu
völd, og um fram alt í afarskraut-
lega einkennisbúninga. Þeir hafa
enga samvizku af því, hvað alt þetta
er dýrt fyrir almenning.
Remnants.
Til þess að rýma til fyrir nýjum
vörubyrgðum, sem nú hrúgast
til vor daglega, þá seljum vér
nú alla gólfteppa-afganga fyrir
25 ct.
Yarðið. Van&verð á þessum
gólfteppum er 40c. yrðið og yfir
Gibsons Carpet Store,
574 Main Str.
Telefón 1176.
í Havana er dæmalaus sægur af
betlurum. Ilvergi getur maður set-
ið í 5 mínútur svo að þessi aragrúi
umkringi mann ekki. Betl er þar
meira vani en veruleg þörf, þvl allir
nauðlíðendur, sem snúa sér til emb-
ættismanna Bandaríkjanna, geta
fengið fæði.
Þar á höfninni var fjöldi af norsk-
um eimskipum og bar einna mest á
norska fánanum, af öllum fánum.
(Kr. Á. B, þýddi.)
Auglýsing.
A. B. McNichol Esq.
Winnipeg.
Kæri herra : Hér með votta ég
Mutual Reserve felaginu þakkir minar
fyrir fljóta skilagrein á dánarkröfuskýr
teinum No. 301,223, sem konan mín
sál. hafði í félagi yðar. Og sömuleiðis
fyTÍr þá $100, sem félagið borgaði um
leið og hún dó, og fyrir $900, sem mér
voru borgaðir þremur mánuðum fyrir
gj&lddaga.
Gerið svo vel og meðtakið þakklæti
mitt fyrir skilsemina, um leið og ég
óska félagi yð&r alls þoss bezta í fram-
tíðinni.
Yðar einlægur,
A. S. Bardal,
Winnipeg, 29. Marz 1899.
Hurra fyrir
Holbrook =<
i Cavalier.
Vorvörurnar eru komnar !
Komið nú þegar einn og allir og notið hin ágretu kjörkaup er vér
bjóðum. Vér höfum nú stækkað búð vora um 45 + 20 fet, og höf-
um nú þá stærstu búð, sem til er fyrir norð&n Grafton. Búð vor
er nú full alla le.ið frá kjallaragólfi og upp undir þak, með nýjum
og ágætum vörum, er vér seljum með sérstðkum kjörkaupum.
Vér höfum bætt stórum við húsbúnaðardeildina, og viljum selja
yður vörurnar úr þeirri deild fyrir aðeins hálfvirði, mið&ð við
verð annara, sem selja samskonar vörur.
Gefið þeim engan gaum, sem þykjast selja við lágu verði fyr-
ir peninga út í hönd. í fyrsta lagi er engin þannig löguð kúð til
hér í bænum, sem einvörðungu selji móti peningum út í hönd. í
öðru lagi þörfnumst vér peninga engu síður en aðrir, og viljum
og skulum selja að minsta kosti jafn ódýrt fyrir peninga út í hönd
eins og nokkur önnur búð I Dakota. í þriðja lagi kaupum vér og
seljum margfalt meira en nokkur önnur búð I bænum, og af þvf
að vér kaupum svo afarmiklar vörubyrgðir í einu, þá getum vér
keypt og selt ódýrara en aðrir. Munið vel eftir þvf, hversu allar
vörur voru dýrar hér í Cavalier, áður en Holbrook byrjaði á verzl-
un þar.
Komið sem fyrst og náið í vorvörurnar áður en aðalstraumur-
inn byrjar.
10 Sápustykki fyrir 25 cents.
25 centa virði af “Catsup” fyrir 15 cts.
18 pd. af hreinsuðum rúsínum fyrir $1.00.
13 tegundir af kaffi, mjög ódýrt.
Soda 5 cents. — Stívelsi 5 cents.
25 centa virði af brauðgeri fyrir 15 cts.
10 centa virði af sagógrjónum fyrir 5 cts.
Og yfir hðfuð mesta feikn af kjör-
kaupum í öllum deildum f búð vorri.
C. A. Mrook & Co.
Cavalier, N.-Dak.