Heimskringla - 06.04.1899, Side 2

Heimskringla - 06.04.1899, Side 2
iu:iM-M;i.\<;bA o. aí’í.ii C’erð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 nm árið (fyrirfram boríjað). Sent til ísktijds (fyrirfram borgað af kaupend- USQ blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist f P.-O. Money Otder Reiíistered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföilum B. I>. BnldwinMon, Útgefandi. Office ; 547 Main Street. P.O. BOX 305- Ferð til Argyle. Hún var hvorki bættuleg eða leið- inleg, ferð mín til Argyle Ég skrapp þangað vestur í erindum fyr- ir Heimskringlu, í fyrri viku, og eyddi þar 10 dögum. Ég tók mér far með Morris og Brandon grein X. P. brautarinnar, og varð ég samferða vestur séra Hafsteini Péturssyni, sem fór þangað að tilmælum lestrarfólags- ins þar, til þess að flytja tölu um ís- lenzkar bókmentir, Þegar til Baldur kom, mætti ég hr. Markúsi Jónssyni, sem um mörg undanfarin ár vann að tjalda og dínugerð hér í bænum, en býr nú á landí spölkorn f'rá Baldur, er hann keypti fyrir 2 árum. Markús hafði af hendingu frétt að ég væri kominn vestur og kom því gagngert að sækja mig, og var ég hjá honum í mesta yfirlæti til næsta dags. Markús hefir alls 480 ekrur af góðu landi. Ilann hefir bygt sér ágætt íbúðarhús á öfl- ugum steingrunni, ekki mjög stórt að vísu, en vel vandað og prýðilega búið að innanhússmunum. Er það hitað upp með hítunarvél í kjallar- anum og hið þægilegasta að öllu leyti. Umgengni var þar hin þrif- legasta utan húss og innan, og það sagði bóndi mér sjálfur, að hann mundi ekki seija land sitt fyrir SOOOO þegar hann væri búinn að búa ögn betur um sig. Markús býr rausnar- búi og verður eflaust efna og áhrifa- maður í þeirri nýlendu. Næsta dag keyrðum við yfir að ‘•Skjaldbreið, ” ^amkomuhúsi Argyle- búa, að Grund P. 0. Þar flutti séra H. Pétursson ræðu sína urn bókment- ir, og var hún mælskulega flutt og auðheyrt að ræðumaðurinn bar mjög glögt skin á málefnið. Nokkrar um- ræður urðu á eftir ræðu séra Haf- steins og tóku helzt þátt í þeim, séra Jón Klemens og Páll bróðir hans. Alment var góður rómur gerður að ræðunni og vottaði samkoman séra Hafsteini Péturssyni þakklæti fyrir komu hans vestur og ræðuna. A “Skjaldbreið” mætti ég vini minum Guðmundi Símonarsyni og fór ég þaðan með honum heim til hans og hafði aðsetur hjá honum á meðan ég dvaldi þar vestra, að undantekn- um tveirn nóttnm f Glenboro og tveim nóttum hjá hr. Jóhannesi Strang, sem keyrði mig tvo daga þar um bygðina. Hafliði Guðmundsson I Glenboro keyrði mig norður í Hóla- bygð, nokkrar mílur norður frá Glen- boro. í þessum parti bygðarinnar eru 17 búendur, og kaupa rrú 15 af þeim Heimskringlu. Þar eru þeir Magnús Jónsson (frá Fjalli), J. J. Anderson og ýmsir aðrir framfara- menn. Það eru 8 ár síðan ég ferðaðist um Argylebygð, og fannst mér nú mikið til um þær framfarir, sem orðið bafa þar í bygð á þessu tímabili. Ég kom við á flestum heimilum og mætti hvervetna ágætum viðtökum. Bænd- ur þar eru auðsjáanlega f miklum uppgangi og engan efa hygg ég á því, að þeir eru nú landríkastir allra íslendinga í Ameríku. Landeign þeirra hvers um sig er alla leið fpí 300 til 1200 ekrur. Einstöku hafa máske 160 ekrur, en þeir eru sára fáir í samanburði við hina, sem hafa margfalt meira land. Skapti Ara- son, t. d., var mér sagt að ætti um 1120 ekrur af ágætis landi. Þeir Þorsteinn Jónsson, Björn Sigvaldason og Árni Sveinsson, og máske fleiri, eiga um eða yfir 800 ekrur. hver. Stefán Kristjánsson hcfir um 960 ekrur og annað stærsta og vandað- asta húsið sem til er í nýlendunni ($2000 hús). Þessi maður er að minni hyggju mesti gróðabóndinn í nýlendunni. Hann byrjaði þar bú- skap fyrir 15. árum, þá ungur og allslaus maður, en er nú í allra fremstu röð bænda. Ég met hann, á íslenzka vísu fullra 60,000 kr. virði. Hann hefir 300 ekrur undir hveiti í sumar, og um 50 ekrur undir öðrum korntegundum. Árni Sveinsson hefir annað stærsta og vandaðasta húsið í bygðinni. Ilann s&ir í 330 ekrur nú í sumar. Skapti Arason sáir líklega í ineira iand en nokkur annar bóndi í þessari bygð, máske í alt að 500 ekrum. Ef nú þessir menn fá 30 bushel af hveiti af ekrunniogsegjum 80 cent fyrir hvert bushel, þá er það all-Jaglegur skildíngur í bú þeirra. Yflrleitt eru húsabyggingar manna í Argyle góðar. Margir hafa þeir skýli yfir verkfæri sín, og er það rétt og nauðsynlegt. Ef nokkuð mætti finna að búskap manna þar, þá er það helzt það, að bændur hafa ennþá ekki gefið sér tíma til að planta tré, hvorki til skjóls né prýðis. En mér var sagt, að menn væru nú farnir að hugsa um þetta, og að innan fárra ára mundi trjáplöntun verða almenn þar í bygðin'ni. Ég hefði haft gaman af að mega rita mikið meira um þessa ferð mína til Argyle, En aðrar annir banna það. Eg er ánægður með árangur- inn af ferðinni. Heimskringla hefir nú fltiri kaupendur í Argyle, en hún heflr nokkurntíma haft áður. Svo þakka ég mönnum þar fyrir ágætar viðtökur, óska þeim allra heilla í framtíðinni, og vona að sú verði raunin á, að þau heimili sem kaupa Heimskringlu, þurfl ekki fyr- ir það að líða siðf'erðislegt eða trúar- legt skipbrot framyflr liin heimilin, fá hana að láni hjá nágrönnunum. B. L. Baldwinson. Gimlibryg«jan. Eftir því sem nsör iiðiir fylkiskosn- ingunum, eftir því eru meiri líkindi til þess, að Ný-Islendingar geti búist við að bryggjan marglofaða verði bygð á Gimli. Fjárveiting til þessa fyrirtækis var gerð fyrir tveimur ár- um, og svo hefir peniningunum verið hampað á hinum pólitiskg öngli, scm kosningabeitu, þar til ekki verður lengur hjá því komist, að verja fénu til þess, sem það var upphaflega veitt. Landar vorir þar nyrðra, eftir nálega 23. ára landnám, eru nú auðsjáanlega í þann veginn að fá óskir sínar upp- fyltar, að því er snertir lendingar- stað við Gimlibæjarstæðið. Þetta er spor í rétta átt og verður eflaust tii þess að örfa nýlendubúa til fram- kvæmda í landhreinsun ogakuryrkju um leið og það iniðar til þess að greiða fyrir flutningum að og frá þessum parti nýlendunnar. Bryggj- ur við strendur Nýja Islands gera mönnum hægra fyrir að koma frá sér eldivið. Skógurinn getur þannig orðið að peningum jafnóðum og hann er feldur, og eiga menn þannig kost á að íá nokkuð fyrir verk sín, við að fella hann. Það heflr eflaust staðið mjög f vegi fyrir skógarhöggi þar í nýlendunni að undanförnu, að engin tæki voru til þess að bátar gætu lent við strendur nýlendunnar, til þess að flytja hann burtu. Sú tíð er nú sjáanlega að nálgast, að þessum þrep- skildi verði rutt úr vegi, og er það allra þakka vert. Auk þessa virðist það og vera gefinn hlutur, að jám- braut— hvenær sem hún kann að verða lögð norður í nýlenduna—hljóti að hafa endastöð við aðra hvora bryggjuna, að Gimli eða að Hnaus- um. Oss þykir ekki ólíklegt, að það verði bráðlega eitt af innbyrðis kappsmálum nýlendumanna, að tog- ast á um það, hvar endastöð brautar- innar skuli vera. SuðurhJatinn kýs þana eflaust að Gimli, en norðurhlut- inn, ásamt Mikleyingum, mun vilja fá brautina norður að Hnausam. Slík kepni væri mjög eðlileg og sjálf- sögð. Það má búast við því að báð- ir málspartar fylki liði og beiti öllum röksemdum til að bera hærra hlut í þessu máli. Enda er brautarmálið, næst bryggjumálinu, eitt aflangþýð- ingarmestu málum sem nýlendubúar geta haft til meðferðar. Það er eng- in hætta á því, að mál þetta verði gert að pólitisku flokksmáli, heldur verður það mál, þar sem hver partur bygðarinnar reynir að skara eld af sinni köku, samkvæmt afstöðu þeirra Mönnum er það ljóst, að þar eru me8tar iíkur fyrir framförum, þar sem brautarendinn verður, eða þar sem að menn eiga hægast með að ná til hennar. Þetta verður það sem gerir kappið. Og þá fyrst verða framfaris nýlendunnar eðlilegar og í samræmi við atorku og framtakssemi nýlendubúa, þegar brautin og bryggj urnar fylgjast að. Að þetta megi verða sem allra fyrst, er að sjálfsögðu ósk allra þeirra, sem unna nýlend- unni góðs gengis. Swan River liéraðið. Vér höfum fengið áskoranir frá mönnum suður 1 Bandaríkjum og einnig frá nokkrum hér í Canada, um að gefa í Heimskringlu ýmsar upplýsingar um Swan Eiver dalinn og landið þar umhverfis. Nú með því að vér vildum verða við þessari ósk landa vorra. en gátun á hinn bóginn ekkert sagt um hérað þetta, af eigin þekkingu, þar eð vér höfum aldrei komið þangað vestur, þá rituðum vér þingmanni Theodor A. Burrows, sem er umboðsmaður járnbrautarlandanna f þessu héraði og báðum hann um upplýsingar, og hefir hann með bréfi, dags. 21. Marz, sent oss svohljóðandi bréf: “Swan River dalurinn er, eftir járnbraut að fara, 180 mílur frá Gladstone (Gladstone er 91 mílu frá Winnipeg). Járnbrautin er nú bygð og lestir ganga eftir henni, alt að 20 mílur frá dalnam. En á komanda sumri verður brautin lengd svc að hún þá rennur inn í dalinn og eftir honum endilöngum. Vanalegt íar- gjald frá Winnipeg að endastöð brautarinnar er $0.25. Ég álít að bezt værí fyrir menn að flytja gripi sína með sér frá Dakota norður. Það jnætti koma þeim með lækkuðu flatningsgjaídi. Bezt mundi að l’eka þá til landamæranna og þaðan mætti flytja þá með járnbraut alla leið að enda Dauphinbrautarinnar. Gjaldið yrði $12 fyrir hvern gripavagn og er það mjög lAgt. Að því er snertir önnur bygðarlög en Swan Kiver dalinn, þá er auðvit- að nægilegt landrými á vesturströnd Winnipegoosis vatns og í grend við Dauphinvatn, er ágætis giipaland og þangað er enn þá ekki eins mikill straumur af innflytjendum, eins og í Swan River dalinn, og gætu því vin- ir yðar farið til þessara staða ef þeir vilja. Eg sendi yður hér með lýsingu af Swan River dalnum, sem ég samdi í fyrra og kom út í blaðinu Daupbin Press. Enn fremur er til bæklingur sem nefnist “The hard AVheat Belt ’ og fæst hann ókeypis hjá “Commissi- oner of Immigration” í Winnipeg. í þessum bæklingi eru upplýsingar um Swan River héraðið, sem ná alt fram að þessum tima.” I sambandi við þetta bréf frá Mr. Burrows, skal það tekið fram, að vér áttum nýlega tal við Mr. Sigurð Christopherson að Grund P. 0., sem hefir ferðast um hérað þetta og skoð- að það alt nákvæmlega. Hann gaf það sem álit sitt, að Swan River dal- urinn mundi nú vera svo upptekinn af landnemum, að ekki mundi leng- ur tækifæri fyrir íslendinga að ná þar í nýlendustæði, þó að einstakir menn mundu að líkindum geta náð þar í bújarðir, innan um aðra ný- Þyggja, sem þegar hafa sezt þar að. Málfrelsi og ritfrelsi á fallanda fæti í landi Jeffersons og Lincolns. Vér Ameríkumenn höfum við öll jnöguleg tækifæri hrósað þjóð vorri /yrlr þftð, r® búil varðveiti hugsan- og málfrelsi. Vér höfum talftð um heiminn með niéstu fyrrirlitningu og sagt, að þar yrði maður að tala eftir afar-gömlum og mosavöxnum reglum, svo maður kæmist ekki í ónáð hjá hinu himinborna valdi(“af guðs náð"). Því verður ekki neitað, að þetts er satt um ýms Evrópulönd. En nær er tnérað halda að á Englandi, t. d., sé málfrelsi einstakinga eins vel borgið, eins og hér á sér stað. Það er auðvitað satt, að ótakmarkað hugsanafrelsi lifir hér góðu fífi, ef hugsanirnar eru aldrei klæddar í búning orða eða verka. En ég held það saroa eigi sér stað alstaðar í heiminuoi. Vér sknlum nú atliuga hvernig málfrelsi líður hér, því ef það er gott og þjóðunum til blessunar, að hver ein staklingur bafi rétt til að klæða hugsan ir sínar í orð án þcss að liða skaða á lífi eða limum, ef hann gætir vandlega þeirrar frumreglu að brjóta ekki borg- araleg réttindi nokkurs annars með borgara, þá er það skylda vor að vaka yfir velferð þessara þegnréttinda. Aft- ur á hina hliðina, ef þftð er landi og lýð til góðs, að málfrelsi sé haft, ef það er nauðsynlegt að prestar eða fyrirleSarar sendi ræður sínar til yfirvegunar á ein- hverja skrifstofu þar til kjörna af Mc- Kiuley, Hanna & Co., áður en ræðan eða fyrirlpsturinn er opinberlega flutt, þá verðum vér fyrst og fremst að breyta stjórnarskrá vorri, en ábyrgj- ast hverjum þegni málfrelsi, .þar næst að biðja Norðu álfulöndin fyrirgefn- ingar á því, að vér höfum álasað þeim að óþörfu fyrir þá bresti, sem nú eru vorar syndir. Prof. G. D. Herron við Iowa-há- skólann, er nú orðinn alþektur um öll vestur- og míðríkin fyrir mælsku sína og einurð. Hann kallar sjalfan sig kristinn jafnaðarmann. Nú undanfar- andi hefir hann haldið marga fyrir- lestra í Chicago, undir umsjón hins kristilega borgarafélags: “TheChrist- ian Citizenship League ”, Ekki alls fyr- ir löngn fekk Dr. Thomas hann til að prédika í kyrkju sinni, kyrkju fólks- lns. Alt gekk vel. Kyrkjan var troð- full kvöld <>g morgna, þartil á sunnu- dagskvöldið var, er hann hélt fyrirlest- ur um aðfarir stjórnarinnar í síðasca strlði. Sýndi hann fram á hvernig auð félög hefðu náð stjórninni í öllum við- skiftum. Hvernig fæði hermannanna hefði verið svikið og heilsuspillandi. Hvernig líf og heilsa þeirra, er lögðu lífið í sölurnar af brennandí frelsisþrá fyrir annara liönd, hefði verið slegið til peninga af þeim er höfðu roilliónir doll, tií yflrráða Hann mintist á skýrslu hermálaráðgjafans, er sýnir að frá 1. Maí 1898 til 28. Febrúar 1899 hafa 5731 af hermönnum Bandaríkjarma dáið; að af þeirri upphæð liafa fallið í orustum 329 og dáið af sárum 125, en 5277 hafa dáið af ýmsuru kvillum, eða eins o> mörgum hættir við að kalla það: hand- vömm. Á einum stað í ræðunni sagði prof. Herron : *'Vér erurn eiðrofa þjóð Vérhöfum rofiðeiða vora við eyjar út- hafsins”. Næsta dag kemur safnaðar- nefndin til hans og biður hann að hætta, við fyrirlestra, þeir geti betur staðið sig við að hafa enga samkomu í kyrkjunni næsta sunnudag, heldur en að peningamenn yfirgefi söfnuðinn. Prof. Herron tók því vel, og safnaðar- nefndin fór heim sigrinrósandi. Næsta dag fann fréttaritari eins Chicho blaðs- ins prof. Herron og spurði liann um alla málavöxtu. Meðal annars sagði prof. Herron : “Safnaðarnefndin sam- anstendur af vönduðum mönnum. Þeim er ekki um að kenna, ekki heldur Dr. Thomas, er bað mig «0 prédika fyr- ir sig, meðan hann væri að heiman. Eg sagði þeim, að ég hefði eoga löngun til að prédika fyrir œenn, sem ekki þyldu að heyra skoðanir, sem ekki væru steyptar í þeirra sérstöku mót- um, og sem koma í bága við peninga- hagnað þeirra. Ekki neita ég þvi, að mór sýnist það ástand voðalegt, að nokkrir auðmenn skuli áskilja sér þau réttindi, að fyrirskij a hvernig boðskap- urinn skuli vera boðaður iveimur til þremur þúsundum manns á hverjum sunnudegi. Énhvernig skyldi Jólkinu líka þetta? Svona er kyrkjunni stjórn- að yfirleitt. Vesalings safnaðarnefnd- in ! Ég kenni sárt i brjósti um hana. Hún stendur ekki fyrir kyrkjuna eða Dr. Thomas. heldur fyrir dollarinn, er flestu ræður”. Þetta er málfrelsið, sem svo raikið er blásið um, Kristnum presti, sem ekki blæs í horn auðvaldsins, er sagt að þegja, eða það sem er hið sama: kyrkjunum er Iokað fyrir þeim. Kenn- ara við hina æðstu skóla er vikið frá ktvínnu, ef hann tekur hluta alþýðu, eða hnjóðar í auðkýfinga fyrir yfirgang og siðspilling. Þannig var professor Beamer vlkið frá Chicago háskólanum, vegna þess hann hélt taum verka- manna i verkfallinu mikla 1894. Einn ig var prof. Anderson vikið frá forseta- Stöðunni við Michiganríkisháskólann 1896, vegna þess að Rockefeller sagði að kenning hans væri andvíg sinni at- vinnu. Og nú er leitast við »f roál- gögnum stjów&r'nnar, stórum og smá- um, að víkja prof. 0. D. Herron frá Iowa-háskólanum vegna þess, að hann er andvígur samtökum auðmann, fjár- brögðum þeirra og mútum. Og ég býst við að honum verði veitt fararleyfa innan skams. Prof Herron segist ekki geta skilið hvernig nokkur kristinn maður geti verið ánægður með mann- f dagsfyrirkomulag vorra daga. Lika neitar hann þvú, að nokkur millíóna- eigandi geti verið sannkristinn, svo lengi, sem meðhræðnr og systur líða hungur og kulda, Þetta líkar þeim ekki, sem eiga stjórnina og löggjafar- valdið. Þeim er Mr. McKinley kallar “the Countries hest interest” landsins mesta gagn. Þessir náungar fitja upp á trýnið. Þeir eiga blöðin og mennina sem í þau rita, fyrir svo og svo mikið um vikuna. Þeir geta vel veriðheiðar- legir menn, en þeir eiga konu og börn, sem þurfa brauð; Það er því ekki spursmálið, hvað er þeirra sannfæring, heldur, hvað eigendur blaðanna vilja láta bera á borð fyrir alþýðu, og ef þeir vilja ekki gera eins og þeim er sagt, ja, þá ern nógir sem vinnunnar þurfa — þurfa brauð. Þvi var það þannig, að merkur ritstjóri eins NewYork blaðs- ins sagði í ritstjóra samsæti, er talað vor um prentfrelsi. “Það er ekkert prentfrelsi til lengur. Mór eru borgað- $150 um vikuna fyi ir að skrifa í blaðið, ekki það sem ég trúi að sé réttast, held- ur það sem auðfélögin—eigendur blaðs- ins—vilja láta lesendur blaðsins trúa. Ef ég skrifaði eina ritstjórnargrein í blaðið um opinber mál, samkvæma minnibrennandi sannfæringu, þá yrði ég næsta dag á götum borgarinnar að leita mér að atvinnu. Nú, vinir mínir, við erum allir þrælar auðvaldsins. Það er á bak við tjaldið og togar í strenginn og þ? skrifum við brennandi rítstjórn- argreinar, til að koma okkur í mjúk- inn við húsbændur vora. I einu orði sagt, vér seljum sjálfa oss, sannfæring vora, land og lýð, fyrir peninga — fyrir daglegt brauð”. Svona er það í þessu landi frelsis $3.00 $3.00 í peningum gefnir fyrir alle ekki neitt - - - Það kostar yður ekkert. Lesið þessa aug'lýsing. CASH COUPONS. Þúsundir manna hafa safnað saman þessum “CASH COUPONS” og Þér getið gert það líka. i.ftirfylgjandi skýringar sýna yður hvernig þér getið fengið ÞRJÁ DOLLARA fyrir alls ekki neitt. — -—- Við gefum hverjum sem hafa vill laglega bók með nöfnum allra þeirra verzlunarmanna í Winnipeg sem eru meðlimir í félagi okkar. All- ir þessir kaupmenn hafa þessar “CASH COUPONS” sem eru á stærð við frímerki. Þér fáið eina af þessum “COUPONS” ef þér óskið þess, með hverju 10 centa virði sem þér kaupið og borgið fyrir út í hönd. Þér lím- ið svo þessar Coupons inn í bók yðar, og er þérhafið fy!t hana, þá farið þér með hana til 'Union bankans (á horninu á Maine og Bannatyne Str.) og verða yður þar borgað f'yrir hana ÞRIR DOLLARS í peningum. Þér sjáið á lista þeim sem hér fer á eftir, að allir hinir beztu verzlun- armenn í bænum hafa þessar “Coupons”. Munið eftir því að þær fást að eins þegar verzlað er fyrir peninga út í hönd. En með því mótigetiðþér líka fengíð $3.00 fyrir alls ekki neitt. Þér fáið þá borgaða orðalaust á bankanum hvenær sem þér haflð fylt “Coupon”-bókina yðar. Þetta er gert til þess að koma á almennri peningaverzlun ístaðinn fyrir hinaskað- legu lánsverzlun. Það er hagur fyrir verzlunarmanninn og það er ekki svo lítill gróði fyrir yður. nöfn allia hinna íeiðandi kaupmanna í Winnipeg^ með hverju 10 centa virði sem þér Vér prentun hér sem gefa yður “CASH COUPON” kaupið fyrir penlnga út í hönd. BUTCHERS. H.A. Holman, 4S7 Notre Dame. Charrest & Bartram, 804 Main St. W. B. Carter, cor, Jarvis &Salter St. T. G. Dafrg, 291 Portage Ave. Horne & Thomson, 482 Portrge Ave. R. Horsley, 791 Main St. J. B. Jones & Son, 383Logan Ave. Radford & Co. 322 Notre Darae. Emery & Bonnick, 140 Higgins Ave. McCormick & Brady, 174 Isabel GROCERIES & PROVISIONS. Burke Bros. 320 Main St.. H. L. Chabot, 254 Main St. Hardy & Buchanan, Cor. Notre Dame and Isabel and 223 Market St, Horne & Thomson, 478 Portage Ave. W.R. Johnson, 255 Portage Áve. A. T. MacMillan, 489 Pacific Ave. E, Turnbnll, 676 Maine St. S. Ling, River Ave. Eort Rouge. A Gregg, 85J Higgins Ave. H. Scott & Co. 964 Main St. W. B. Carter, cor. Jarvis & Salter St. S. J. Ritchie, cor. Sargent & Young St W.Harris, 495 Alexander Ave. T. R. Foxcraft, cor, Corydon & Pem- bina St. Fort Rouge. Th. Thorkelsson, 539 Ross. T. H. Goodman, 539 Ellice Ave. R. Clark, 336 Alexander Ave. BAKERS & CONFECTIONERS, W. J. Boyd, 370 og 579 Main St. og Portage Ave west. J. Watson, 270 Portage Ave. Biðjið keirarana nm Cash Coupons. CONFECTIONERY & CIGARS. E. Torrey, Winnipeg Opera House Blk. CLOTHING & GENTS’ FURNISH’S Hoover & Town, 680 Maín St. The Manitoba Clothing Co, 586 og 588 Main St. Geo, Craig & Co. cor. James & Main St G. Johnson, cor. Ross & Isabel St. CIGARS& TOBACCOS. James Watts & Co. 474 Main St. DRUGGISTS. C. H. Cranston, 480 Main St. Rowland Dixon. 852 Main St A. Francis, 493 Notre Dame St. Colcleugh & Co,, 501 Ross Ave. BOOTS & SHOES. Thos. Lyons, 590 Main St. Burke & Co, 320 níain St. G, Johnson, cor. Ross & Isabel St. Peirce Bros. 227 Market St. W. BOOT & SHOE MAKERS AND REPAIRERS. The 20th Century Repair Shop, 206i William Ave. TINSMITHS &c. J. W. Wright, 320 Notre Dame Av«. BOOKS AND STATIONERY. W' A.Davis, 472 Main St. A. Francis. 493 Notre Dame Ave. Colcleugh & Co,, 501 Ross Ave. FANCY GOODS, TOYS ETC, Miss M. Bruce, 251 Portage Ave. FEED & GRAIN. ’l'h. Thorkelsson, 539 Ross Ave. HARDWARE, STOVES &c. W. A.Templeton, 237 Pjrtage Ave, F. W. Weir, 670 Main it. Th. Thorkelsson, 589 Ross Ave. HARNESS & SADDLERY. Peirce Bros, 227 Market St. W. MU8IC STORES. G. Cowan, 537 Main St. Turner & Co, 253 Portage Ave. DRY GOODS, MILLINERY &c. Geo, Craig & Co, cor. Main & James- Burke Bros, 322 Main St. . G, Johnson, cor. Ross & Isabel St. PICTURE FRAMING &c,- J. G. Soper, 358 Main St- DAIRIES. J. R. McDowell, Sherburn St. MERCHANT TAILORS. J. R. Mitchell, 281 Portage Ave. PHOTOGRAPHERS. Bennetto & Co. 436 Main St. Mrs. R. E Carr, 284 Main St. 8. Gray, 374J Main St. PIANO & ORGAN TUNING &c.. J. Frank Grundy, 151 James St. PRINTERS. Jerrard & Lewis, 189 Market Sl, E, TRUNKS & VALISES. Thos LyonS, 590 Main St. Peirce Bros, 227 Market St. W. G. Johnson, cor Ross & Isabel. Burke & Co. 820 Main St. TEAS, COFFEES &c. Toronto Tea. Co. (H. McBain Managei) 275 Portage Ave. CROCKERY & GLASSWARE. H. L. Chabot, 254 Main St. Th. Thorkelsson, 539 Ross Ave. WINES & LIQUORS. Beliveau & Co, 620 Main St. WALL PAPER, PAINT8 &c. T. S. Hamilton, 551 Main St. W. R. Talbot & Co, 239 Portage Ave. WOOD. M. P. Peterson, 340 William Ave, Coupon-bækur fást ókeypis á skrifstofu vorri og hjá ofantöldum kaupmönnum. The Buyers and Merchants Benefit Association, Room N. Ryan Biock, 490 Main St.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.