Heimskringla - 13.04.1899, Qupperneq 1
XIII. ÁR
NR. 27
tleimskringia.
WINNIPEGr, MANITOBA, 13. APRIL 1899.
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Bandaríkjastjórnin hefir nýlega
sent Avarp til Filippineyjabúa. Það er
í 11 liðum á þessa leið :
1. Yfirráð Bandaríkjanna eru os
sknlu verða viðurkend yfir allan Filip-
ineyjaklasann, og þeir sem veita mót-
stöðu, vinna með því ekkert annað en
slöa eyðilegging.
2. Filippineyjabuum verður veitt
fullkomið frelsi og sjálfstjórn, sem sé i
samræmi við hyggilega. réttláta og
stefnufasta stjórn opinberra mála og
samkvæmt þeim réttindum og skuld-
bindingum. sem Bandaríkin bera á-
byrgð af gagnvart öðrum þjóðum.
3. Borgaraleg réttindi eyjarskeggja
verða ábyrgð og vernduð í það ýtrasta.
Vér ábyrgjumst fullkomið trúfrelsi, og
allir skulu vera jafnir og hafa j afnan
rétt f augum laganna.
4. Heiður. réttlæti og vinsemd
banna að Filippineyjamenn eða cyjar
þær, er þeir byggja, séu notaðar sem
markmið til sigurvinninga. Asetning-
ur Bandaríkjastjórnarinnar er að efla
velsæld og framfarir Filippineyja-
manna.
5. Fólkinu á Filíppineyjunum skal
veitt trygging fyi ir ráðvandri og full-
kominni stjórnarÞjóuustu. og skulu
eyjarskeggjar öðlast stjórnarembætti
þar og að svo miklu leyti sem því verð-
ur viðkomið.
6. Innheimta skattanna og annara
inntekta og notkun þeirra, skal verða
gerð á sparsamlegan hátt. og tekjurnar
innheimtar eftir sanngjörnum mæli-
kvarða. og skal verða varið að eins t’l
þess að borga vanaleg og réttmæt út-
gjöld i sambandi við stofnun og við-
haldi 8tjórnarinnar yfir Filippineyjun-
um, og til þeirra almennu umbóta, sem
hagsmunir fólksins krefjast. Inntektir
úr sérstökum héruðum notast tii ann-
ara þarfa. Með slíkri hyggilegri og
sparsamri stjórnsemí er vonað að þarf-
ir stjórnarinnai verði innan skamms
tíma þannig, að hægt verði að gera tals
verðalækkun ásköttunum.
7. Dómsmálastjórnin skal vera rétt-
lát, framkvæmdagreið og góðgjörn, og
með því móti afmá þau óþægindi, sem
eru samfara töfum, spillingu og ofbeld-
isverknaði.
8. Vegagerðir, járnbráutir og önnur
slik samgöngufæri og flutningsfæri og
önnur opinber verk, sem miða til hags-
munafyrir Filippineyjabúa skulu verða
styrkt.
9. Innlend og útlend verzlun og iðn
aður, landbúnaður og annar iðnaður,
sem lýtur að efling og framförum lands
ins, til hagsmuna fyrir þjóðina, skal
ýtarlega stutt og eflt eftir föngum.
10. Fnllkomnar fyrirskipanir skulu
gerðar fyrir stofnun alþýðuskóla, þar
sem börn íbúanna skulu verða mentuð,
og hæfilegar ráðstafnir skulu gerðar
til að koma á fót öðrum mentastofnun
um.
11. Umbætur skulu gerðar á öllum
deildum stjórnarinnar og öllum grein-
um opinberra starfa, og allar þær stofn
anir sem verða, sem miðar til sameigin
legra hagsmuna fólksins, skulu stofn-
settar tafarlaust og háðar þeim sann-
girnis og réttlætiskröfum, sem álítast
fullnægjandi þörtum fólksins og þess
hæstu hugsjónum og tilfinningum.
Með þessu hugarþeli koma Banda-
menn til Fiiippineyjabúa og hefir for-
setinn svo fyrirskipað, að sendinefud
hans geri þetta ávarp opinbert frammi
fyrir þjóðinni.
Þctta er aðalinntakið úr ávarpi
Bandamanna eins og sendinefnd þeirra
hefir auglýst það á eyjunum. Ávarpið
er undirritað af öllum 5 nefndarmönn-
unum; þar með Dewey og Otis.
Þingið f Norðvesturhéraðunum var
°Pnað 4. þ. m. af hinum nýja governor
l'oi'get. Hásætisræðan var i fylsta
•náta fátækleg Hún fjallar aðallega
um dauða hins fyrverandi fylkisstjóra
Camerons. og kunnugleik eftirmanns
'ns á þörfuwi héraðanna; um burtför
A-berdeens lávarðar, og komu Mintos
lávarðar í hans stað; að einum manni
hafi verið bætt við i stjórnarráðið; um
samdrátt fylkislaganna i eina heild;
um sameiningu 450 sveita í héruðunum
um vatnsforða fyrir ýmsar sveitir í hér
uðunum; nm kynbætur á nautgripum;
umbætur 4 kasningalögunum; um fó
félagsmyndunarlög; um íllgresi, og
ýms -önnur smá ákvæði, sera þingið
er beðið að taka til yfirvegunar.
Heilt kopar og gnll fja.ll hefir ný-
lega fundist norðarlega í British Col-
umbia, og er það talin einhver hinn
merkilegasti fundur sem nokkrar sögur
fara af.
Þessi frétt barst til Vancouver 5
þ. m. með manni, að nafni Arthur Ross
frá Winnipeg, sem hefir verið í gull-
landiuu um nokkurn undanfarinn tima.
Mr. Ross segir, að maður að nafni Por-
ter, hafi fyrstur fundið málmana i fjalli
þessu nálægt Porcupine-ánni, og segir
hann að málmurinn hafi i sér 75 per cent
af kopar og 18 p c. af gulli. Mr Port-
er hafði stykki af málmblendingi þess-
um á stærð við mannshöfuð, og neitaði
hann að þiggja $320 fyrir það.
Síðustu fregnír segja að Aguinaldo,
foringi uppreistarmanna á Filippineyj-
unum, muni hafa gefið formenskuna
frá sér, og að Lema herstjóri hafi tekið
að sér formensku uppreistarhersins —
Sama frétt segir að herskipið Charles-
ton hafi skotið á bæinn Dagupan og
eyðilagt hann.
Thomas L. Johnson, strætisbrar.ta-
kóngurinn í Cleveland, gefur það álit
sitt að þess verði ekki 'angt að bíða, að
fólk í borgum fái fría keyrslu á strætis-
vögnum, á líkan hátt og menn fá nú
bréf flutt frítt heim í hús sín. Þetta
muni verða strax og bæirnir eru orðnir
eigendur að strætisbrautum og vögn-
um innan sinna takmarka.
All-snarpar umræður hafa verið í
Ottaw»-þinginu undanfarnar tvær vik-
ur, um hið svo nefnda Yukonmál, og
er stjórninni kent um illa stjórn þar
efra. Þar á meðal:
1. að stjórnarþjónar þar heimti mút-
ur í stórum stíl fyrirhvert verk er þeir
gera fyrir námamenn þar í landi, og
sem þeir eiga að gera fyrir ekkert;
2. að glæpsamleg álýgi (black mail)
stjórnarþjónanna á námamenn, sem
báðu að rita sig fyrir námalóðum, hafi
átt sér stað;
3. að skrifstofuþjónar hafl notað
emteættislega þekkingu sína á ósann-
gjarnan og sviksamlegan hátt.
4. Lögmaðursá. sem settur var til að
aðstoða gullumsjónarmanninn, hafi
þegið laun frá mönnnm. sem höfðu
námalóðaþrætumál í gerð þess manns;
5. að umboðsraaður ríkislandanna
hafi þegið laun til að útvega leyfi, sem
hann sjálfur gaf út. og að hann hafi
notað lögregluliðið t'l þess að víkja
mönnum af þeirn löndum, sem hann
þannig leigði;
6. að landagentinn hafi haft hags-
munalega hlutdeild, ásamt öðrum
stjórnarþjónum, í því að leigja árbakk-
ann við Dawson City;
7. að ekkerthali verið gert til að
koma heilbrygöisástandinu í Dowson í
viðunanlegt hot f;
8 að pósttnál og samgöngufæri hafi
verið óþolandi;
9, að sviksemi hafi verið höfð i
frammi í sambandi við vinsöluleyfi, sem
veitt hafi verið þar í landi;
10. Sviksamleg leiga vatnsbakkans
viðDawson City, til þeirra félaga Mor-
rison og McDonalds, gangstætt rétt-
indum þeirra, sem sezt höfðu að fram
meðánni, svo að þeir félagar græða um
$80,000 á ári, á þossum leigusamningi.
11. Ásökun um að F. C. Wade og
aðrir stjórnarþjónar hafi hlutdeild í
þessum leigumála.
12. að F. C. .Witde hafi þegið mikla
peninga upphæð frá þeim fólögum fyrir
að koma þessum samningi á;
13. að F. C. Wade hafi þegið borgun
frá persónum, sem höfðu lóðarþrættimál
í gerð gullumsjónarmannsins, þó hann
værí á sama tíma settur til að aðstoða
hann og ráðleggja honum í gerðarmál-
unum;
14. að stjórnarþjónar hafi svikið
námalóðir undan W. Hustliy, A.
Brown og J. Stratton.
15. Leblance-málið.
Það var Borden þingmaður, er var
fram þassar kærur, og hélt hann þvi
fram, að ef stjórnin fengist til að setja
rannsóknarnefnd af mönnum, sem að
öllu leyti séu óháðir stjórninni eða á
hrifum þjóna hennar, þá skuli alt verða
ýtarlega sannað. En að aðalvitnin i
þessum málum þori ekki aðlátasin get-
ið undir núverandi fyrirkomulagi, af
ótta fyrir því, að hagsmunir þeirra i
Yukonlandinu yrðu tafarlaust eyði-
lagðir af stjórnai klikkunum þar. Það
er talið líklegt að stjórnin muni láta
tilleiðast að setja óháða rannsóknar-
nefnd í þessi mál. en alt er óvís: um
það enn þá.
Annar stór eldur var 7. þ. m. í New
York. Eldurinn var í þeim hluta boig
arinnar, sem auðugasta fólkið býr í.
Það er haldið að 13 manneskjur hafi
mist lífið í þessum eldi. Nokkrir meidd-
ust og einn af þeirn er talinn ólæknandi
Skaðinn er rnetinn 220.000 doliarar.
Eftir því sera Daily Mail segir 8.
þ m., hafir ítalskur hern annaflokkur
verið settur á land í Sau Mun Bay, sem
er í Chi Kiang héraðinu i Kínaveldi.
Stjórnin á Italíu hefir verið að reyna að
fá þennan stað leigðau um 99 ára tima-
bil fyrir herstöðvar og kolastöðvar.
Eftir þessu er samningutir.n kominn i
gegn.
í St. Catharii.es 7. þ. m. brann sjö
ára gömul stúlka til dauða. Hún var
að leikasér að, að brenna bein en eld-
urinn læsti sig í föt hennar og skað-
brendi hana áður en henni varð forðað.
Hún lifðí við skelfilegharmkvæli fóein-
ar klukkustundir og dó svo — Fólk
ætti ekki að leyfa börnum að fara
með eld. Slikt skeytingarleysi getur
haft hryllilegustu afleiðingar, þá minst
varir.
f East, Hadden, Conn., varð ítalsk-
ur rakari vitskertur 7. þ. m., að nafni
Antonio Grino. Hann hljóp um borg-
ina með skammbyssu og skaut inn í
flestar sölubúðir, sem voru á leið hans.
Ein kúlan hitti John Galston í höfoðiö
og beið hann þegar bana af. Þessi skot-
hrið vakti óðara eftirtekt, svo fjöldi
safnaðist utan um ítalann, tók hann og
skaut hann þegar .án dóms og laga.
Taflkappi Canada.
Landi vor Magnús Smith, frá
Winnipeg’, heflr nú unnið taflþraut
sína í Montreal og er nú viðurkend-
ur besti taflmaður í Canada.
Magnús Smith kom hingað iil bœj-
arins fyrir rúmlega hálfu árj síðan.
Hafði hann áður verið nokkur ár vest-
ur við Kyrrahaf, og æft þar mann-
tafl. Var hann færastur allra tafl-
manna þar vestra. Eftir að hafa
sigrað hina bestu taflmenn i Califor-
nia, British Columbia og Norðvestur-
héruðunum, tók hann til að þreyta
við færustu menn í þeim tveimur
taflfélögum sem eru hér í bænum.
En það kom brátt í ljós að það var
enginn sá taflmaður í þessum tveim-
ur félögum, er mætti við honum.
Þeir sem áður höfðu haldið þeim
heiðri að vera viðurkendir taflkapp-
ar, urðu nú að lúta í lægra haldi fyr
ir þessum glöggskygna landa vrorum
og skal það sagt þeim til heiðurs, að
þeir höfðu þeim mun meiri mætur á
Magnúsi, sem hann lék þá ver í tafl-
þrautunum.
Svo kom það fvrir, að það var
stofnað til almenns taflmannafundar
I Montreal og skildi þar teflt um bik-
ar einn mikinn og nafnbótina : Tafl-
kappi Canada. Taflfélögin hér geng-
ust þá fyrir því að Magnús yrði send-
ur austur á þennan taflmanna fund.
íslendingar tóku að sjálfsögðu vel í
þetta mál og Heimskringla og Lög-
berg urðu einusinni sammála. Var
svo skotið saman dálitlum sjóð í þessu
skyni, og Magnús sendur austur.
Og þetta hefir nú haft þann árangur
sem að framan er sagt, og er það Mr.
Smith og oss Islendingum öllum til
hins mesta sóma.
Á tafltundi þessum í Montreal
mættu margir menn. En lSafþeim
tefldu um taflkappaheiðurinn og
skyldi hver þeirra tefla 12 skákar.
Magnús vann 9| skák, tapaði einni
oggerði 3 jafntefli, en hvert jafntefli
er talin hálf skák á hvora hlið. Sá
sem næstur honum stóð að leikslok-
um var að eins hálfa skák á eftir.
Að unnum þessum sigri, rigndi að
hr. Smith lukkuóskum úr öllum átt-
um, og þar á meðal frá taflfélögunum
hér í Winnipeg. Framkoma hans
öll þar eystra heflr verið hin sóma-
samlegasta, og andstæðingar hans I
taflrauninni láta mikið af honuin og
telja hann vel að þeim heiðri kominn
sem hann hefir náð I þessari ferð.
íslendingar og aðrir hér 1 liænum,
sem lögðu fé til fararinnar, eiga þökk
skilið fyrir þá framtakssemi. Þeir
þurfa ekki að sjá eftir útlátunum, því
Magnús heflr unnið þjóðflokki vorum
til sóma, og sýnt og sannað það sem
margir hérlendir menn hafa áður við-
urkent, að íslendingar eru, að því er
snertir andlegt at.gervi, fullkomnir
jafnokar hinna bestu manna hér í
landi, af hvaða þjóðflokki sem þeir
eru.
Það er búist við að Magnús komi
hingað til bæjarins að austan á morg-
un, og að íslenzki hornleikaraflokk-
urinn mœti honum á vagnstöðvunum
hér. Það er og talið sjálfsagt að tafl-
félögin hór og íslendingar haldi hon-
um samsæti einhverntíma innan
skamms.
Horfum ‘ vér ekki of
mikið til baka ?
.Tá, sannarlesa horfum vér of mik-
ið á fornar bókmentir vorar. ef vér gef-
um oss ekki tíma til að horfa fratn á
við, og störfum lítið og áhuyalaust að
ný bókmentum vorum. I insta eðli
sínu er bókmentaspursmólið þýðiugar
mesta spurning íslenzku þjóðarinnar,
og íslenzks þjóðernis hvar sem það er í
heiminum. Enginn skynsamur maður
mun neita því að bókmentir hverrar
þjóðar sem er.hljóta að vera aðal leiðar-
stjarnan til frægðar og virðingar, bæði
innbyrðis og á meðal samtímis og eftir-
komaiidi þjóða, Það eru bókmentirn-
ar fyrst af öllu,, sem óvinna þjóðinni
efrirtekt og viðrkenningu annara þjóða.
Þær eru það segulafl, sem þrengja sér í
gegnum merg og bein inn i hugskotið.
Þær eru sá vafurlogi, sem aldrei slokn-
ar eins lengi og mansandinn ræður lof-
um og rikjum á þessum hnetti.
Nú um langan tíma hefir íslenzka
þjóðin átt og haft.að eins eitt heróp.sem
mentuð þjóð. Og þetta heróp bafa ver-
ið fornu bókmentirnar henn-
ar. Þær hafa verið og munu verða sú
ódáins stjarna, sem hátt á himni fræði
og snildar, lýsa yfir henni á bókmenta-
brautum mentaða heimsins
Það væri synd að segja það, að vér
Islendingar höfnm ekki starað og rýnt
á þennan goðum líka kjörgi i^> vorn
með aðdáun og athygli. Mentuðu þjóð-
ir nútímans hafa líka sumar hrósað og
lofsungið bókmentir voiar. En er ekki
alt l'ietta lof—eir:s og annara—að glepja
oss? Hefir það ekki gint og heillað oss
út frá ófrainhaldandi bókmentastai fi ?
Hefir ekki gullhannaslóttur, bæði vot
og annara, dre, ið úr oss dóð og fram-
kvæmd til bókmentastarfa nú 1 seinni
tíð? Meiri hlu-i nútímans manna mun
svara, að svo sé ekki. — Jæja, en ekki
þarf spódómsanda . ð ha'a né véfrétta
að leita um það, að eftirkomandi kyn-
slóðir munu fyrr eða síðar leggja þann
dóm á oss, sem nú lifum, að andlegar
afurðir vorar séu smóar, og eitthvað
hafi verið að, eða glapið oss. —
Það munu margir mæla. og álfta,
að forn-bókmentir vorar séu þau snild-
arverk. sem ekki sé hægt að jafnast
við, og ekki um að tala. að komast
fram fyrir. Það þarf ekki að leita
djúpt í ræðum og ritum sumra vorra
læiðustu manna, til að finna þetta álit
þeirra. Sumir af þeim hafa líka riðið á
vaðið, aðgrafa sér upp fræði og frama,
úr ‘gullaldar” mókmentum . vorum.
Þeir hafa brotið hörga og hauga, og rið
ið vafurlogann sjösinnum, til að ná
gulli og gersemum, — andlegum auð-
æfum—, út úr listaverkum fornrithöf-
unda vorra. En þó grátlegt sé frá að
segja. þá hefir erfiði og timaeyðsla þess-
ara góðu manna oft og tíðum orðið
þyngri á metaskólunum, en bókmenta-
leg listfengni og heiður. Þær Bjarma-
lands bókmentaferðir hafa farið líkt og
og fjárhald erfingja fer oft og tíðum,
sera af ríkum er kominn. Hann eyðir
erfðafénu og tfma, og situr févana eft-
ir, og hreppir hnjóð og álas.
Sá rithöfundur, sem ekki er fær að
skrifa af eigin efnum, hann er tæplega
fær um að endurbæta og auðga verk
frægra snillinga og frægðarmanna.
Að hafa og ala þá hugsun og skoð-
un, að ómögulegt sé að komast j.'.fn
langt og forfeður vorir, þó listamenn
væru, er örnurleg ineinvilla. Þjóðin
og einstaklinirurinii ættu að fóstra
hana sem alba rninst að unt er. Alt
það sem þannig er miðað við, er þó
meira. og betra, en það sem þekt var
áður. en listaverkið var gjört. Og fyrst
núeinusinni er hægt að komast fram
úr öðru, er ógæt.ast var talið á sin: i tið,
þá er það .efinn hlutur, að það er hægt
aftur. Vitaskuld er það. að mörgum
misheppnast. En möguleikinn er, þrótt
fyrir það, til eftir sem óður; þvi neitar
enginn, nema fraraúrskarandi fóbjónar.
Uin hvað sem er verið að hugsa og
tala, til óframhalds og framkvæmda,
þá er t r ú i n á möguleikann, fyrsta
og einasta atriðið. Ef sá ssm hugsar
og talar, hefir enga trú á því, sem hann
er að fara með, fþá gerði hann tiusinn-
um betur. að slíta ekki kröftum sínum
út á að hugsa og tala um það.
Það þykir engum vænna en mér
um forn-bókmentir íslendinga, sem
auðsuppsprettu og bókmenta hyrning-
arstein, til að byggjaofan ó. En séu
íslendiugar búnir að öðlast þá sannfær-
ingu, að þeir geti ekki nú og framvegis
jafnast á við þær, — og með áhuga og
vilja og orku komist. fram fvrir þær,
þá eru þær sannarlega stærsta hefndar-
gjöf og ellihörmung þjóðarinnar. Þá
er þjóðin sofnuð til fulls og alls fyrir
framtfðina, sem hókmenta þjóð.
Vér megum ekki horfa of míkið og
einverðungu aftur í löngu liðna tíma.
Vér verðum að halda áfram með hug
og dug, með lífi og sól.
Nýbókmentir vorar eru smáar, en
þær aukast ekki af sjálfu sér. Já, þær
eru of smáar. Samt mun engum sem
ber sönn kensli á bókmentir, blandast
bugur nm, að nýhókmentirnar standa
í sumum greinum jafnfætis þeim fornu.
Og þar að auki munu nýbókmentirnar
hafa enn þá meira bókmentalegt tildi
yfir 800—1000 ár hér frá, eu þær hafa
þann dag í dag. Með allri virðingu og
ást fyrir fornu bókmentunum og fornri
frægð vorra Islendinganrot, þá verðum
vér að gæta oss alvarlega, að láta þær
Remnants.
Til þess að rýma til fyrir nýjum
vörubyrgðum, sem nú hrúgast
til vor daglega, þá seljum vér
nú alla gölfteppa-afganga fyrir
25 ct.
Yarðið. Vanaverð á þessum
gólfteppum er 40c. yrðið og yflr
574 Main Str.
Telefón 1176
ekki glepja af oss vilja og framkvæmd,
starf og þrek til frama og frægðar, Vér
höfum helga þjóðarskyldu að ynna af
höndum. Og hún á að vera sem björt-
ust, og lýsa sem allra lengst fram um
ókomnar aldir, og vera minnismark
vort í augsýn eflirkomandi og betur
mentaðra kynslóða, en vér erum Vér
eigum að haldaófram, hver og einn eft-
ir megni og mæcti, að hlaða ofan á þá
undirstöðu, sem forfeður vorir hafa
svo listfengislega og rarnbyggilega lagt
grundvölliun fyrir í íslenzkum bók-
mentum. Vér megum ekki hika, ekki
standa auðum höndum, ekki grufla, og
sízt af ölln að sofa andvaralausir og
sit.ja auðnm höndum, svældir inni
blaðaieilum og lítt merku gagnrýnis-
rugli, sem nú virðisl vera hæst móðins.
En vér verðum að vanda og velja,
bæði smáu og stóru steinana er vér bæt
um við í bókmentab.yggineuna. rJá,
vér verðum að vanda efnið, lögunina
og útlitið af fremsta megni. Lóta bók-
mentir vorar stöðugt verða fægðari og
fríðari, og vera í samræmi vTið vaxandi
mentun og listþroskun tíroans.
Kr. Ásg. Bf.nediktsson.
Hurra fyrir
Holbrook <
i Cavalier.
Vorvörurnar eru komnár !
Komið nú þegar einn og allir og notið hin ágætu kjörkaup er vér
bjóðum. Vér höfum nú stækkað búð vora um 45 + 20 fet, og höf-
um nú þá stærstu búð, sem til er fyrir norðan Grafton. Búð vor
er nú full alla leið frá kjallaragólfí og upp undir þak, með nýjum
og ágætum vörum, er vér seljnm með sérstökum kjörkaupum.
Vér höfum bætt stórum við húsbúnaðardeildina, og viljum selja
yður vörurnar úr þeirri deild fyrir aðeins hálfvirði, miðað við
verð annara, sem selja samskonar vörur.
Gefið þeim engan gaum, sem þykjast selja við lágu verði fyr-
ir peninga út í hönd. I fyrsta lagi er engin þannig löguð búð til
hér í bænum, sem einvörðungu selji móti peningum út í hönd. í
öðru lagi þörfnumst vér peninga engu síður en aðrir, og viljum
og skulum selja að minsta kosti jafn ódýrt fvrir peninga út í hönd
eins og nokkur önnur búð í Dakota. í þriðja lagi kaupum vér og
seljum margtalt meira en nokkur önnur búð í bænum, og af því
að vér kaupum svo afarmiklar vörubyrgðir í einu, þá getum vér
keypt og selt ódýrara en aðrir. Munið vel eftir því, hversu allar
vörur voru dýrar hér 1 Cavalier, áður en Holbrook byrjaði á verzl-
un þar.
Komið sem fyrst og náið í vorvörurnar áður en aðalstraumur-
inn hyrjar.
10 Sápustykki fyrir 25 cents.
25 centa virði af “Catsup” fyrir 15 cts.
18 pd. af hreinsuðum rúsínum fyrir $1.00.
13 tegundir af kaffi, mjög ódýit.
Soda 5 cents — Stívelsi 5 cents.
25 centa virði af brauðgeri fyrir 15 cts.
10 centa virði af sagógrjónum fyrir 5 cts.
Og yflr höfuð mesta feikn af kjör-
kaupum f öllurn deildum i búð vorri.
C. A. Holbrook & Co.
Cavalier, N.-Dak.