Heimskringla - 13.04.1899, Side 2
HEIMSKKIJNULa 13. APKIL löaa.
Deimskringla.
Verð blaðsins I Canada og Bandar. $1.50
um'árið (fyrirfram borgað). Sent til
Ifdands (fyrirfram borgað af kaupend-
um blaðsins hér) $1.00.
Peningar seudist í P.O. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Order. Bankaávfsanir á aðra banka en í
Witinipeg að eins teknar með afiföllum
B. L. Baldwinson,
Útgefandi.
Office : 547 Main Street.
P.O- BOX 305-
Mutual Reserve.
Hr. W. H. Paulson heflr ritað all-
langt erindi í sfðasta I/Jgberg, til
▼arnar þessu margumrædda félagi,
og er það fallega gert af honum, 6r
þvf hinn nfiverandi umboðsmaður
þess ekki sá sér fært að gera það,
eða einhverra orsaka vegna lét það
ðgert. En ekki getum vér hrósað
Paulson fyrir það að honum hafl htpn-
ast tilraun sfn, eða að hann hafl I
nokkru hrakið það, sem vér höfum
áður sagt um félagið. Engin tilfærð
tala eða staðhæflng er hrakin og eng-
ar nýjar upplýsingar eða óyggjandi
sannanir færðar fram—eins og lofað
var áður í Lögbergi—til að sýna það,
að félagið sé ekki stöðugt að þrosk-
ast niður á við, eins og vér höfum
sannað með óhrekjandi tölum úr
skýrtlum félagsins sjálfs og Stjórnar-
tfðindunum. En eigi að síður er við-
leitnin allrar virðingarverð, og ætti
bæði félagsstjórnin og hinir hrumu
og aðframkomnu félagslimir að vera
honum þakklátir fyrir þau hughreyst-
ingarorð, er hann flytur þeim um til-
trú sína til félagsins, og um það, hve
vel því hafl farist við landa vora á
liðnum tímum. En ætli þeir verði
ekki æði margir, sem ekki álíta þetta
“óyggjandi sönnun” fyrir ótvílugum
styrkleik félagsins fjárbagslega eða
lífvænleik þess f framtíðinni. Enda
er ómögulegt að álykta svo, þegar
málið er skoðað hlutdrægnislaust við
ljós þeirra sannana sem þegar eru
frarakomnar og ekki er mögulegt að
hrekja. En þessar sannanir eru :
1. Að verksvið félagsins hefir
stórlega minkað á síðastliðnum fjór-
um árum, en þó einkum á síðastl.
tveimur árum. Þetta hefir verið
sannað svo óhrekjandi, að allir hlut-
aðeigendur hafa orðið að játa það.
En minkandi verksvið félagsins er
einmitt vottur um vaxandi vantraust
almennings á því.
Paulson hreyft við og hefði það þó
verið sannarlegt góðverk gagnvart
félagsmönnum, úr því að aðrir hafa
ekki treyst sér til að eiga við þau.
Við dánarkröfu Stubbings hefir
hann ekki hreyft. Heflr líklega ekki
treyst sér til þess. En með dánar-
kröfu Awrey fer hann ekki sem allra
réttast—(sjálfsagt óviljandi)—að því
leyti, að viðurkenningin frá umboðs-
manni Mutual Reserve f Hamilton er
skilyrðislaus viðurkenning, sem ber-
lega tók það fram, að ábyrgð Mr.
Aureys væri í fullu gildi. Þetta er
lfka mjög skiljanlegt, því hann hefði
tæpast farið að borga hátt á þriðja
hundrað dollars, ef hann hefði ver-
ið látinn skilja að ábyrgðin yrði ekki
borguð ef hann dæi. Þetta atriði er
•terklega tekið fram í bréfi Ontario
þingmannanna, sem um leið taka það
berlega fram, að með því að neita
borgun þessarar kröfu, þá hljóti fé-
lagið að tapa tiltrú almennings. En
svo er Awrey krafan ekki sú eina
sem þannig heflr verið farið með.
Slíkar kröfur má flnna i hnndraða-
tali, og höfum vér talsverðar upplýs-
ingar um sumar þeirra, svo sem um
Seay-kröfuua, þar sem $500 voru
borgaðir fyrír $2000. Það væri fróð
legt að vita, hvers vegna félagið
borgar part af fjölda mörgum kröfum
ef það skuldar ekki neitt. Það væri
ekki að fara frómlega með annara fé.
Meðferðin á Morey-kröfunni ber með
sér svo glögg merki ranglætis, að það
þarf að vorri hyggju meira en litla
óskammfeilni til að réttlæta gerðir
félagsins í sambandi við hana. Það
var $5000 dánarkrafa. Hvers vegna
bauð félagið fyrst $1500 og síðan
$2500 tíl að “settla” hana, ef krafan
var ekki réttmæt ? 0g hvers vegna
sagði embættismaður félagsins ekkj-
unni, að félagið borgaði aldrei nema
helming af slíkum kröfum, og að einn
fugl 1 hendi væri betri en tveir í
skógi ?
Þegar þessu er svarað viðunanlega,
þá má vera að vér finnum ástæðu til
þess að tala frekar um boi ganir þess-
ara dánarkrafa. Það, að dánarkröf-
ur Islendinga hafa hingað til verið
borgaðar að fullu, sem að jafnaði eru
tiköluloga mjög smáar, sannar alls
ekki að allar kröfur þess séu borgað-
ar að fullu.
Um “Ljóðmæli”
eftir
JÓIIA NN MA ON ÚS BJAIINA SON.
ísafjördur 1898.
2. Að varasjóðurinn er allur eydd-
ur og verður því ekki notaður til að
halda uppi ábyrgðum manna, eftir
vist áratímabil, eins og b*ði Mr.Paul-
son og aðrir töldu fólki trú um að
mundi verða, þegar þeir voru að
lokka fólk I félagið.
3. Aðalsjóður félagsins hefir mink-
að stórkostlega, hvernig sem á er lit-
ið, og hvaða reikningsaðferð sem er
viðhöfð, og bendir það á alt annað en
glæsilega framtíð, og gefur félags-
mönnum litla von um hagsmuni af
því að hanga í félaginu, sérstaklega
þegar tekið er tillit til þess, að
4. Iðgjöldin hafa hækkað stórum
á síðastl. ári, og mönnum - er tilkynt
af félagsstjórninni að þeir megi búast
við enn meiri hækkun framvegis.
Þessi hækkun iðgjaldanna er svo
mikil, að félagið kveðst hafa meiri
inntektir nú en Það hafði fyrir tveim-
ur árum, þrátt fyrir það þótt gild-
andi lífisábyrgðir þess hafl lækkað á
þessu tímabili um 36 miljónir dollars
Hækkunin nemur $5.03 á hverja
$1000 af 270 miljónum, eða sem næst
$1,350,000 á árinu, svo að ef hækk-
unin hefði ekki verið gerð, þá hefði
félagið nú efiaust verið gjaldþrota.
Fyrir árum síðan gisti ég nótt hjá
einsetumanni langt úti í óbygðinni
vestrænu, einum þessum forkólfl ný-
bygðanna, sem landnámshugurinn
sendir út til að skygnast um eftir
bólstað, en sem láist að hverfa aftur
með fréttirnar. Hrafnarnir, sem þeir
Flóki og Nói sleptu af skipi, gleymdu
eins að fljúga til baka, úr frelsinu og
landrýminu. Arkirnar héldu líka
horfinu á eftir þeim, og hlutu að lenda
við sömu ströndina. Það var að eins
sá dvalarmunur, sem seglið, er flytur
fjðlmennið, er seinfærra en værgur-
inn, sem ber einstaklinginn.
Þessi drottinn yflr “fuglunum I
loftinn og dýrunum á jörðunni,” var
hinn heimamannlegasti. Einkum
reyndihanntilaðveraræðinn. Hann
“kunni sig” enn þá, mundi sveitasið-
inn og bæjabraginn: að tala, að eins
að tala, að tala sem mest. Hann
fann samt til þess, að sér hafði förl-
ast þessi þjóðlega íþrótt; málbeinið
hafði stirnað. “Æ, er það ekki von,”
sagði hann, “ég sem hef verið hérna
í níu ár og ekki hitt mann að máli,
nema endur og eins. Mér finst stund-
um ég hafi gleyint að tala.”
5. Óborgaðu dánarkröfurnar liafa
vaxið um helming á síðastl. ári og er
það ills viii. En þó nokkurnvegin
eðlileg afleiðing af
6. Vaxandi dauðsföllum I félag
inu, og þau aftur afleiðing af óná-
kvæmni þeirra sem eiga að rannsaka
heílbrigðisástand þeirra sem ganga í
félagið. Við þetta bætist
7. Vaxandi stjórnarkostnaður.
Þ;tta atriði er að því Ieyti eftirtekta-
vert og ískyggilegt, að það er sam
fara minkandi verksviði félagsins.
Þetta er óeðlilegt ástand undir góðri
og ráðvandri stjórn.
Engu af þessum atriðum hefir Mr
Það er hjá mér gestur í kveld,
Ljóðmælin hans Magnúsar Bjarna-
sonar. Eg ætlaði að vera heima-
mannlegur og segja um þau nokkur
orð. En það er fyrir mér eins og ein-
setumanninum, mér finst stundum ég
hafl gleymt að tala ! Andleg ein-
vera kennir manni tvent—að njóta
hugsana sinna, og þegja.
Það er líka örðugra að lýsa skáld-
skap Magnúsar en margra annaía;
hann liggur enn þá einhvernveginn
svo inn á landamerkjum dags og næt-
ur. Það er auðvelt að segja að dag-
urinn sé glóbjartur og nóttin bik-
svört. Um blæinn á hálfbirtingunni
brestur mann orð og samlíkingar.
Ef ég man rétt, hefi ég einhvern-
tíma lesið erindi eftir skáldið Long-
fellow, sem á íslenzku irði nálægt
því að vera kveðið svo:
Þá grípur mig angurværð einhver,
En ástríðulaust og svo milt
Og sorginni álíka áþekk,
Sem úðinn og regnið er skylt.
Þessi “ástríðulausa angurværð,” er
einkennið á besta skáldskap Magnús-
ar. Hann er enginn víkingur, sem
býzt við að sigla hvert haf og taka
strandhögg á hverju nesi.
Hann er frumbýlingur, sem rækt-
ar blðmsturgarð inni í skóginum á
vatnsbakkanum, og flnnur til þess að
jarðvegurinn er enn of rætinn og
skuggarnir af trjánum of þéttir.
Magnús er framar öðru, skáld ís-
lenzka innflytjandans á nýbýlisárun-
um—góðmannlegur talsmaður hins
óharðnaða og niðurbælda. 011 kvæð-
in framan af bókinni, sem byrja á
“Hann langar heim” og enda á
“Húðarklárinn,” eru með því marki
brend. Þau eru líka frumlegustu
ljóð Magnúsar, heimajörð hans sjálfs,
I óbygðum vesturíslenzkrar ljóða-
gerðar.
Það er enginn efi á því, að Magnús
á við nýkomna vesturfarann, þegar
hann ávarpar mann með þessu fa.ll-
ega erindi, seinast í kvæðinu, -‘Hann
getur verið jafningi þinn” :
Með háðbrosi horflr þú á,
Inn hikandi, ferðlúna mann —
Þó stóðstu þar einnig sem stendur
hann nú
Eins stúrinn og klæddur. sem hann.
Það er af því jarðvegurinn er enn
of rætinn, skuggarnir af stóru trján-
um of þéttir, að “fjölskyldufaðirinn
framandi í ókunnu landi, verður að
moka mold og leðju og sandi, unz
hann lokar aflvana augum.”
Einkenniskvæðin í þessum flokk
eru, “íslenzkur sögunarkarl I Vest-
urheimi”—innflytjandinn í borginni,
og “Grímur frá Grund”—vesturfar-
inn, seztur að úti á landinu.—Ef til
vill, er fyrnefnda kvæðið auðkenni-
legra. “Sögunarkarlinn” þekkir
hver Vestur-íslendingur, sem í bæ
heflr komið, á sjálfum sér eða öðrum,
þó Magnús einn hafl komið honum á
framfæri hjá bókagyðjunni. Hann
er íslendingurinn
Sem eitt sinn var efnaður þó,
og öðrum lét skýla sitt þak,
en heflr á gamalsaldri “vilst hér á
land.” Fjögur börn sín hefir hann
mist—hann á að vísu eitt eftir, en
það er verra en að vera barnlaus.—
Sjorinn við fsland hefir tekið dreng-
ina hans alla, þrjá; svo kemnr hann
hingað með Björgu og — Katrínu,
sem hann
Unni heitast, því yngst hún var
af öllum börnunum fimm ;
en “þvottahúsið” og loftslagið “svo
þurt og kalt” hafa lagt hana í gröf-
ina. Björg hefir vilst út í líflð frá
honum, eins og hann sjálfur til Vest-
urheims. Hann er nú sjötugur;
börn, vinir og frændur “eru frá,”
hann er “einn og fáráður.” Kjörum
sínum lýsir hann svo :
Kg hef ráfað með sögina og saghest
inn minn,
, eins og sauður um graslausan mó,
Eg hef læðst, eins og þjófur, og skim-
. að og skýgnst
inn í skot hvert og afvikna kró,
hvert hvergi væri eldivið að sjá, sem
hann mastti saga fyrir “þóknun” því
samkepnin um þetta sultarbrauð og
kauprögunin er uú orðin svo mikil,
að hann oft “má labba þegjandi burt.”
Þó hefir hann “fyrirhitt hjartagott
fólk,” sem heflr boðið honum “brauð
og smér,” gefið honum “frakka” og
“skó,” svo hann “má ekki segja, að
euginn sé til sem aumki sín báglegu
kjör.” Þetta er alveg íslenzk sann-
girni við heiminn, sem nærri hver
lesari felst á. Þó finst mér þ e 11 a
einmitt veikja áhrif kvæðisins, með
að deyfa dálítið" tilfinninguna fyrir
einstæðingsskapnum. Lýsingin er
dagsanna, á hugsunum fjöldans, ég
veit það, en mér flnst skáldskapnum
stuudum ofboðið, með að krækja inn
hvern hversdagssannleik. Undan-
tekning frá hinu algenga getur ver-
ið eins sönn, en átt betur við andann
I einhvei ju kvæði. Niðurlagið á þessu
kvæði er sérlega fallegt :
Hér hými’ óg sem stormherin, af-
gömul eik,
sem enean á laufRaðan kvist.
“Grímur á Grund” er eitt með bezt
kveðnu kvæðum I bókinni, sem öll
eru tilgerðarlaus og flest létt og þíð.
En Grímur er fáséðari maður í ný-
býlislífinu en “Sögunarkarlinn.”
Ekki svo að skilja, að hann sé óeðli-
legur, en Magnús getur ekki gripið í
hann við nærri hvern eldiviðarhlaða
og sýnt okkur hann. Hann er und-
antekningin frá hinu almenna, og
tegri og sannari maður fyrir það.
Grlmur nemur land I skóginum, með
konu og barni. Hann syngur og
hlær og riður mörkina, uns hann
hefir “breytt sérhverri laut I engi”
og er orðinn “gildur bóndi.” Þá
kemur dauðinn og tekur frá honum
konuna og barnið. Hann grefur þau
við húsið sitt, í garðinum sem hann
hafði sjálfur rutt. Hann riður skóg-
inn og ræktar garðinn sem áður, en
nú er hann þögull. Grannar hans
bjóða honum til sín, en hann bendir
þeim á graflrnar. Hjá þeim er hans
eina heimili og ættjörð, frá þeim get-
ur hann ekki flutt. Koflnn hans
stendur enn hjá “lundinum við læk-
inn,” en nú eru þrjár grafir I garð-
inum, því nú hvílir Grímur þar sjálf-
ur, en Vorið ræktar garðinn.
Ég vil geta þess, að það hettr ver-
ið sagt í viðræðum, að Magnús hafl
stælt þetta kvæði eftir “Þorgeir í Vík”
eftir Ibsen. Hver er þá lífæðin í
þessum tveimur kvæðum ? Þó at-
vikum svipaði einhverstaðar saman,
gerir það lltið til. Það er endur-
minningin sem gerir Grím að
einræningi. Það er hefndar.
girnin sem gerir Þorgeir í Vík
það. Kona og barn Þorgeirs svelta
I hel, og sjálfur verður hann margt
að líða, af völdum eins manns. Þetta
sezt að honum, hann hálftryllist.
Seinna færir atvik Þorgeiri þennan
mann upp I hendurnar, með konu og
barni, þar sem hann á vald á lífi
þeirra, einmitt á þeim stað sem forn-
ar minningar særa hann til að hefna
sín. Stríð hans við sjálfan sig er óg-
urlegt. Hann hefnir sín að nokkru
leyti, en ekki blóð fyrir blóð. Göf-
uglyndið vinnur sigur liann getur
ekki fengið af sér að fyrirfara ba r n-
inu. Það var “hún, sem aðbjarg-
aði bezt,” segir Þorgeir sjálfur, þeg-
ar öllu var lokið. Sama yrkisefni
og Ibsens, hefir látið Hall Caine,
Manarskáldi, haldast það vel uppi að
rita sögu eftir sögu, með sömu manna-
einkunnum I, líkum viðburðum.svip-
uðum leikslokum, nærri endurprenta
sjálfan sig stundum, án þess það sé
Ibsensk stæling.
Kvæði Magnúsar og Ibsens eru
ekki líkari en fellibylurinn og and-
varinn. Ilebreski sjáandin varðekki
guðs var f storminum né eldingunum
—en I blænum. Það er skáldskapur
I storminum og eldingunum hjá Ibsen
og blænum hjá Magnúsi, óstældur
hjá báðum, þó hann berist gegnum
sama loftið.
Samt sýnisl mér ofurlítill brestur í
gullið—einn smágalli á þessu prýðis-
fallega kvæði. Hví ekki það?
Drackmann sér ekki þörf á, að alt sé
svo “spegilslétt,” skáldið sé svo líkt
sjónum. Hannes Hafsteinn íslenzk-
ar þá hugsun svo, að það spilli litlu
þó skörð séu milli fjallanna, svo “sól-
in skíni fegur þar á milli.” Skarðið
I Grím á Grund, er endurteknu hend-
ingarnar, um hvað “enskum” þótti
um hann. Það varð skáldtízka fyrir
nokkru að kveða með viðlagi, eins
og gömul þjóðkvæði eru gerð. Eigi
það að fara vel, verður það því að
eins, að skáldið nái merg kvæðisins,
dýpsta anda þess, svo að segja, upp I
tvær eða þrjár hendingar. Hvert
erindi vex upp af þessum kjarna.
Álit enskra, er öldungis ekki llflð og
sálin I kvæðinu um Grlm. í sumum
erindunum brýtur lýsingin á því
nærri bág við virkileikann. Enskur
almenningur—reyndar hver alþýða
sem vera skal—myndi hálfgert álíta
Grím geggjaðan sérvitring fyrir ein-
þykni hans. Hann er það ekki I aug-
um Magnúsar, né okkar sem lesið
höfum kvæðið; en einmitt sá sjónar-
munur er bilið milli hversdagsmanns-
ins og skáldsins. Mér flnst stundum
sem Bandaríkjamaðurinn vildi segja:
Það erum við sem sköpuðum heiminn;
það sem áður var gert vóru að minsta
kosti mestu handaskol. Og að Bret-
inn hug'si sér: Það erum við sem
viðhöldum heiminum ; það yrði Ijóta
sleifaralagið á því, ef England slepti
hendinni af honum. Að Magnús trúi
hinu sama eða dekri við þelta sjálfs-
álit, dettur mér ekki í hug. Það er
Ijóst, að með viðlaginu ætlar hann
ekki að segja annað, en að Grímur,
íslendingurinn, hafi verið vel virtur
erlendis, slíkir hafi kostir hans verið.
| Þetta er að eins sngt dálítið of oft.
Það er nærri eins og jafnlítill galli
sé valla umtalsverður.
Ekki man ég til að ég hafi séð
söknuði lýst öllu viðkvæmara, né í
látlausari orðum, en Magnús gerir í
kvæðinu “Systir mln” ;
Skrúði er klæddur skógurinn !
Og skrauti þakin grund,
Mér flnst sem það beri alt fölari svip,
en í firra, i þetta mund.
Þvi dagarnir virðast mér daprari nú
og daufari birtan af sól
Og skuggarnir lengri—sem liða með
yfir lautir grænar og hól. [hægð
í golunni heyrist mér grátstuna löng,
er glugganum þýtur hún hjá,
Og kvakið fuglanna kemur til mín
eins og kveinstafir—runnanum frá.
Systir mín elskuleg, systir mín góð,
nú svifin á burt er þín önd.
í svarta nökkvann þu settist svo ung,
og sigldir að ókunnri strönd !
Að ókunnu ströndinni, ómlausu,
sem enginn kemur frá.............
Aldrei hæðist Magnús að heimin-
um, en hann segir stundum frá þvl
sem er kýmilegt. Er ekki skilnaður
elskendanna broslegur, sem unnust-
inn segir frá, I vísu úr kvæðinu,
“Sjómannasöngur” :
.....Ég fór um borð með fullan kút
—Mér fanst ei vert að spara—
En stúlkan veifði vasaklút
Og vildi með mér fara....
“Voðalegt eitur í víninu bjó,” er
trauðlega rétt fyrirsðgn yfir vísu, sem
lýsir jafn meinlausri glaðværð og
þetta erindi:
Vér hugsuðum ekkert um kúgun og
kvöl,
Vér kváðum þá lítið um mannanna
böl.....
Vér vórum svo frjálsir og fyltumst
móð
Vér fundum að í oss var konungablóð.
Spaugilegast er kvæðið : “Sagan
er sönn.” í upphafi búa íslendingar
I “kærleik” og “bróðerni” niður í
Nýja-Islandi. Svo verða þeir þreytt-
ir á róseminni, eins og allir skapaðir
hlutir verða; til að hrista hana af
sér hugkvæmist þeim samt ekki
vænna ráð en það, “að troða skóinn”
hver af öðrum, “hefja deilur” og
vera “drjúgir.” Út úr því dreifast
þeir “frá hafl til hafs.”
Og þá skeðu trygðrof og bindindisb/ot
Og blaðstjórarígur og safnaðaþras;
Þá heyrðist plskrað um peningaþrot
Um pilagrímshrakning og giftingaflas
—En heimurinn veit það að sagan
er sönn..........................
Hverjum dettur ekki I hug sagan um
aldingarðinn Eden ogafleiðingarr.ar?
Heflr þú nokkru sinni setið einn I
húsi, út I eyðiskógi, þegar óveðrið
ríður hjá ? Loftið yfir þér hrekkur
þér við með drunum og hvellum, eins
og stjörnurnar séu að springa. Nið-
myrkrið grúfir fast og þétt, sem það
muni merja alla hluti saman. Storm-
urinn öskrar og þýtur úti fyrir og
smellir að þér fingrunum gegnum
rifurnar. Við og við blossa leiftrin
gegnuin skóginn framundan. Kol-
svartar eikur skjálfa upp við bálið,
eins og völvur á seiðhjalli. Eftir
nokkur augnablik er öllu létt. Þú
sérð engin vegsummerki þess sem á
gekk; enginn friðarbogi I lofti,
hvergi regndropi á grasinu. Þú
hafðir að eins staðið á öndinni nokk-
ur augnablik. yfir því, að eitthvað
vofeiflegt myndi ske.
Það er til skáldskapur sem snertir
mann svipað. Skynjanin handsam
ar hann ekki, tilflnningin glöggvar
sig ekki á honum. Kraftar hans
lýsa sér I augnabliks ástandi, engum
greinilegum áhrifum. Þannig er t.d.
Hrafninn, eftir Edgar Poe. Reynt
heflr verið að þvinga fyrirtáknun út
úr því kvæði, en það er rangt. Ilrafn-
inn táknar ekkert, skeð né ókomið,
fremur en Opinberunarbókin. Það
er skáldskapur eins og hafgnýrinn,
það sem þér heyrist hann segja, eru
raddir I huga sjálfs þín.
í Ljóðmælum Magnúsar er eitt
kvæði skylt þessum skáldskap. Fyr-
irsögn þess er “Morðið.”
Austur á Þjóðverjalandi kvað 3káld
eitt sinn hafa verið uppi, Hinrick
Heine, Gyðingur að kyni. Skáld-
skapur hans hefir verið unnusta
þeirra allra, Jónasar, Kristjáns og
Hafsteins, þó það verði ekki alstaðar
sannað bréílega. Magnús yrkir til
Hænis ástakvæði I hans eigin stíl,
“Með Heinrick Heine I skóginum.”
Það sýnir bezt hve bjartanlega Magn-
ús elskar skíildskapinn. I þvl eru
þessar innilegu vísur :
....Fé af mér Gydingar p;ræddu
Ob cerðu mÍR alslausan heima—
F.n vegna þín, vinur ininn, Heine
Vil ég þeim rangindum gleyma.
Mér farnaðist illa meðFrökkum
Fyrrum, þá óg var drengur— _
En af þvi þú undir þér hjá þeim
Ei fi ég það ekEi lengur .
Anrars finst Magnúsi hið sama
baga þá Heine báða, þeir hafi ekki
--------... , a
skap til að “lúta Karli konungi
heimska.”
Þunglyndinu er vel lýst, l seinasta
erindinu;
Skip minna vona er skriðið hjá—
A skerjum við Gröf mun það lenda.
Eitt andvarp, í samlíkingunni sem
bezt á við: strandinu. Seinni helm-
ing sama erindis hefi ég gert að sér-
stöku kvæði, og raula það svona, eft-
ir Heine en ekki Magnúsi: Mín
brennivlns-samvizka’—og dill-um-dá
—Og dansinn—er bráðum á enda.
Ég geri það til að láta I ljósi mi»-
þóknun mína á “chn”-hljóðinu,í öðru
eins orði og “chnedderedeng” I þýsk-
unni er.
Málið á Ljóðmælum Magnúsar, er
víðast svipað og á þessari vísu eftir
hann:
Eg man við gengum hlið við hlið
Og hlupum margan langan sprett ;
Um fagra skóginn fórum við
Svo frjálst og létt.
Þeim, sem ekki finna sjálfir hue
lipurt þetta er orðað, verður málfræð-
ingur að segja það, en ekki ég. Vest-
uríslenzkum blæ kann að bregða fyr-
ir á örfáum stöðum. Er t. d, “Vort
litla skólahús” ekki óviðfeldið, þar
sem rím þó ekki hindrar ? Ég veit
það ekki, en mér finst ég lesa ensku :
“Our little schoolhouse.”
Spámaðurinn kvartaði yflr þvl
forðum, að búa meðal fólks sem hefði
“óhreinar varir.” Hvað ætli að til-
sagnarlaus unglingur, alinn upp <
Vesturheimi við íslenzkuna þar, gæti
þá sagt ? Sá veit bezt sem reynir.
Það er meiri furða, hve gott mál
Magnús kann.
Það eru auðvitað ensk áhrif sem
koma íslenzku skáldi til að kveða
þannig .-
Það heyrist ekki til kýrklukknanna
Þó komið sé undir nótt.
Jafnvel fyrirmyndar Ijóðskáld ensk,
kveða stundum svona, og enginn flnn-
ur að; menn læra svo fallegan lestur
að ekki ber á svona misfellum. En
fyrst og fremst tekur sá sem íslenik
braglist lætur vel, langt niður fyrir
sig að grípa nokkru sinni til enskrar
framsetningar, og svo steytir nærri
hver íslenzkur lesari á þessu, þó
ekki sé frægt til frásagna um menn,
sem jafn alment þekkja vel staflna.
Bótin er, hjá Magnúsi kemur þetta
örsjaldan fyrir. Þetta er kannske
eina dæmið.
Aðeins í tveimur eða þremur stöð-
um verða Ijóðstafir ekki samróma.
Annað dæmið er þetta : Enn er
þ-jóðarandinn þ-ungur, Þ-röngsýnt
enn er fólkið víða. Það er nærri eins
og gjallrunninn málfræðingur hefði
rjálað við þetta, svo málbótalítið er
hljóðfegurð spilt. Maður getur lesið
annaðhvort svona : Enn er þ-ungur
þ-jóðarandinn, þ-röngsýnt enn er
fólkið víða—eða: E-nn er þjóðar-
a-ndinn þungur, E-nn er fólkið
þröngsýnt víða, og engu orði breytt.
En—Gyðiiigar sögðust ekki hafa
vald til “að dæma nokkurn mann.”
Islendingar mega ekki dæma skáld-
skapinn heldur, eftir kveðskapnum
eingöngu, þó þeir séu þar flestum
þjóðum rétthærri. En þó svo væri,
þyrfti Magnús lítið að kvíða sér.
----Litlu eftir að ég kom hingað
til lands, fyrir 25 árum síðan, las ég
nokkuð sí því sem enskir og norskir
landnámsmenn rituðu hér, snemma
á sinni landnámsöld, en nú fyrir
löngu síðan. Mikill andlegur dauð-
ansmatur flnst mer það nú, í sam-
bandi við það sem liggur eftir þessa
fáu Islendinga, á fyrstu áratugum
frumbýlingsskaparins hér. Þó var
þessu haldið á lofti og haft I metum
sem ekkert var I, sem berandi væri
saman við t. d. Fyrirlestur séra Haf.
steins um Canada, eða Ljóðmælin
hans Magnúsar, svo ég nefni það sem
mér dettur fyrst I hug. Mér er ant
um sæmd okkar Vestur-íslendinga,
og þvl eggja ég menn á að kaupa
Ljóðmælin hans Magnúsar. Ekki í
gustukaskyni—það tel ég óhappa-
verk, að biðja beininga fyrir leir-
burðinn—heldur sökum þess, að
kverið eitt er þess virði, og engum
stendur'nær að meta það en Vestur
íslendingi. Um hann eru beztu kvæð-
in I því kveðin. Magnús hefir þegar
sýnt að hann er skáld. Hann er
maður framúrskarandi bókhæfur og
vel að sér, ungur og sjálfmentaður
eins og hann er. Bókmentir, einkum
skáldskapur, er líf hans og sál. Það
út af fyrir sig, gerir reyndar engan
að skáldi—en það er frjór jarðvegur