Heimskringla - 13.04.1899, Blaðsíða 3
HEIMSKRÍWOCA, 13. APRIL1899.
ur til að sá skáldskapnum í. Magn-
6s heflr því skilyrðin fyrir því, að
geta orðið Vestur-íslendingum til
sóma. En séu menn einráðnir í að
koma í veg fyrir það, þá er þögn og
níska besta meðalið.
Jarðamatið okkar týnist, búnaðar-
skýrsluriiar okkar gleymast, jafnvel
kyrkjurnar okkar munu fúna. Hitt
helzt lengur uppi, hvert Vestur-fs-
lendingar hlyntu að gáfu Magnúsar
Bjarnasonar, og hvert þeir létu leiðið
hans Gests heitins Pálssonar týnast
eins og sakamannsdys.
Á páskadaginn 1899.
Stephan ii. Stephansson.
í brúðkaupi
Halldors Jónssonar og Guðnýjar
Anderson 14. Desember 1898.
Á blómlegu Wúanda setri.
Þars bróðurást hjartfólgin grær
Á heiðbjörtum hrímsvölum vetri
Er hlýjasti glaðvwrðar blær,
Þvi hér skemtir borðgesta hópur sér
inni
Við Halldórs og Guðnýjar brúðhjóna-
minni.
Allt ljósanna ljómihér skreytir
Og ljúft rennur gleðinnar hjól,
Það beztann sem varma þó veitir,
Er vonar og kærleikans sól.
Hún léttir upp anda vors langnætti
þungu,
Hún Ijómar úr brúðhjóna brjóstunum
ungu.
Og æ mun hún leið þeirra lýsa
Um lífdaga ókunnu braut,
Og beztu á verjur þeim vísa,
8vo vinni þau sérhverja þraut.
En friður og blessun frá himnanna
hæðum
Mun hag þeirra blómga og auðga þau
gæðum.
Já, blessun og hagsæld þau hljóti
Við happasælt lífdaga stríð,
Þess bygð vor og bændastétt njóti
Um blómlega ókomna tíð.
Sú hlýjasta óskin vors hjarta er þessi:
Þau Halldór og Guðnýju Alvaldur
blessi.
Sigb. Jóiiannsson.
SPURNINGAR OG SVÖR.
Sp.: Ég tók land á meðan hin eldri
landslög voru í gildi. Fyrir löngu hefi
ég fengið eignarbréf fyrir heimilisrétt-
arlandinu. En forkaupsréttarlandið
hefir legið miili hluta. Ég hefi ekki
sagt mig frá því, og stjórnin ekki opn-
að það til landtöku. Ég hefi haft öll
not af því og unnið.fyrir það 2 dags-
verk í vegabótavinnu. ■ Er óg skyldug-
ur til að vinna vegabótavinnu ? Er ég
skyldugur til að gjalda af því skóla-
skatt ?
Sv.: Þotta er eitt af þeim málum,
sem mjög er örðugt að svara. Það er
mál, sem hvorki lögmenn né dómarar
koma sér saman um. I British North
American Act, sem eru grundvallarlög
Canadaveldis, er það berlega tekið fram
að þau lönd sem eru eign ríkisins skuli
ekki vera skattskild. En svo hafa hin
ýmsu fylki búið til sérstök lagaákvæði
um þet.ta efni, og leyft, eða öllu heldur,
lögskipað syeitunum rétt til þess að
skatta lönd þau, sem búendur nota
sem sína eign, þó þau séu í raun réttri
stjórnarlönd. Stranglega tekið mun
■ekki vera hægt að leggja skatt á þau
forkauparéttarlönd, sem kaupendur
hafa ekki Jfengið eignarbréf fyrir. En
þó er mjög tvísýnt hvernig mál um
það efni mundi fara fyrir rétti og vær-
um vér dómari, mundum vér líta svo
á, að hver sá búandi sem undir kaup-
samningi slæi eign sinni á eitthvert
stjórnarland og notaði það til sinna sér
sföku hagsmuna, væri siðferðislega, og
ætti þess vegna að vera lagalega skyld-
ugur til að greiða sveitinni skatt af þvf
landi. Þetta hefir verið álit manna al-
mennt, og sanngirni, að minsta kosti,
mælir með því.
Yér vildum ráða spyrjanda til að
vinna vegavinnu sina og borga skóla-
skatt sinn möglunarlaust, nema ef
hann er fús til að standast kostnaðinn
við málsókn á hendur sveitinni og eiga
á hættu hvort hann vinnur það eða
tapar.
Ritstj.
BRÚKAÐIR BICYCLES.
Eyðið ekki peningum yðar fyrir ný
hjól. Ég get selt yður brúkuð reið-
hjól, jafngóð og ný, fyrir frá 15 til 30
dollars, sem er að eins einn þriðji
vanaverðs. Einnig kaupi ég gömul
reiðhjól.
A. Cohen, 555 Main St.
Dr, M. B. Halldorson,
—HENSEIj, n.-dak.—
Skrifstofa uppi yfir Minthorn’s
lyfjabúð.
Auglýsing.
A. R. McNichol Esq.
Winnipeg.
Kæri herra : Hér með votta ég
Mutual Reserve felaginu þakkir minar
fyrir fljóta skilagrein á dánarkröfuskýr
teinum No. 301,223, sem konan mín
sál. hafði í félagi yðar. Og sömuleiðis
fyrir þá $100, sem félagið borgaði um
leið og hún dó, og fyrir $900, sem mér
voru borgaðir þremur mánuðum fyrir
gjalddaga.
Gerið svo vel og meðtakið þakklæti
mitt fyrir skilsemina, um leið og ég
óska félagi yðar alls þess bezta í fram-
tíðinni.
Yðar einlægur,
A. S. Bardal,
Winnipeg, 29. Marz 1899.
Lestu og sendu $1.00
fyrir undravert raflækniugabelti. Það
læknar lifrarveiki og nýrnasjúkdóma,
vanalega gigt og fluggigt, flog og and-
arteppu, tæringu og afleysi. bakverk,
sljófa tiltínningu, svefnleysi, höfuð-
verk og tannpínu, hlustarverk og
hjartasjúkdóma og alla kvennlega sjúk
dóma' og taugaveiklun á körlum og
konum, á öllum aldri. Mörg þúsund
af bréfum og vottorðum sýna og sanna
töfralækningar þessa beltis. Þsð mun
bæta þér. Fáðu að eins eitt ogpióf-
aðu það, og þú munt verða standandi
hissa af verkun þess. Veikindi þín
munu hverfa sem snjórinn á brennheit-
um vordegi, og þú verður sem spánýr
maður.
Þetta undraverða raflækninga belti
er sent með pósti hvert í veröldina sem
óskaðer, að eins fyrir einn einasta doll-
ar. Þú hlýtur að þarfnast þess, ef eigi
núna, þá síðar. Vertu varbúinn að
mæta sjúkdómi þínum. Hafðu raf-
lækningabeltið á heimili 'þínu. Þú iðr-
ast þess aldrei. Sölumenn alstaðar og
ætíð ráðnir, Þeir geta auðveldlega
unnið sér inn $5 á einum degi.
Utanáskrift:
J. LAKANDER.
Maple Park, Kane Co.
Illinois, U. S. A.
Lyons
590 Main St.
Feltskór fyrir börn - - 25c.
U “ konur 25e
U “ ung-meyjar 25e.
U “ karlmenn 35c
Lægstu prísar í bænum.
Komið og sjáið sjálfir.
H. IV. A. Chambre,
landsölu- og eldsábyrgðar-
umboðsmaður
373 Main St., Winnipeg.
Mjög ódýrar bæjarlóðir á Sherbrook St.
50+Í32 fet. Verð að eins $200.
Peningar lánaðir móti veði í bæjarlóð-
um og bújörðum. Lán sem veitt eru á
hús í sraiðum eru borguð út smátt, eft-
ir því sem meira er unnið að smíðinu.
Eldsábyrgð. Hús til leigu
H. Beaudry
Q ocery Store
520 Nellie Ave.
Selur móti peningum
1 könnu af Tomatoes fyrir lOc.
1 könuu af laxi fyrir lOc.
10 pd. bezta kaffi fyrir $1.00
lg pd. af röspuðum sykri á $1.00
16 pd. af bezta molasykri á $1.00
Einnig blikkvöru og “granite” járn-
vöru með gjafverði. Allar aðrar
vörur með tilsvarandi lágu verði,
ekki að eins á laugardögum, heldur
alla virka daga vikunnar, hjá
H. Beaudry,
520 Nellie Ave.
Nú er tíminn fyris ykkur að dusta
rykið og ruslið úr skápunum ykkar, og
fylla þá svo aftur með nýtt leirtau frá
Cliina Hall. Þar fáið þið beztan,
ódýrastan og margbreyttastan varning
í bænum.
CHINA HALL,
573 Maiii St.
Royal CrownSoap
$65.00 New William Drop
Head saumavjelar.
Gefnar fyrir sápubréf. 3 vélar
gefnar á nverri viku fyrir ROYAL
CROWN sápubréí og “Coupons.”
Biðjið matvörusala yðar um
ROYAL CROWN "Coupön” með
hverjum 5 stykkjum af ROYAL
CROWN sápu með bréfum á.
Fyrsta vélin var gefin mánu-
daginn 16. Janúar.
Engum sem vinnur á sápugerð-
arverkstæðinu verður leyft að keppa
um þessar vélar.
Steinolia
Ég sel steinolíu hverjuin setn hafa vill
ódýrara en nokkur annar í bæuum. Til
hægðarauka má panta olíu.'.a hjá G.
Sveinssyni, 181 Higgin Str.
D. McNEIL,
38 MCDONALDST.
Þegar þú þarfnast fyrir (> lerangn
■ þá farðu til-
IKTMAIV.
Hann er sá eini útskrifaði augnfræðing-
ur af háskólanum í Chicago, sem er her
í vesturlandinu. Hann yelur gleraugu
við hæfa hvers eins.
W. R. Inman & Co.
WINNIPEG, MAN.
OLI SIMONSON
MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA
718 Main Str.
Fæði $1.00 á dag.
M\m Ristanrant
Stærsta Bilhard Hnll í
Norð vestrlandinu.
Fjögur “Pool”-borð og tvö "Billiard”-
borð. Allskonar vín og vindlar.
Lennon & Hebb,
Eigendur.
Ef þér viljið fá góð og ódýr
Vinfong■
Þá kaupið þau að 630 llain St.
Beztu Ontario berjavín á $1,25 gallonan
Allar mögulegar tegundir af vindlum,
reyktóbaki og reykpípum. Yerðið mis-
munandi eftir gæðum, en alt ódýrt.
Beliveau & Go.
Corner Maine Logan Str.
DREWRY’S
Family porter
er alveg ómissandi til að styrkja
og hressa þa soHl eru máttiitlir og
uppgefnir af erfiði. Hann styrkir
taugakerfið, færir hressandi svefn
og er sá bezti drykkur sem hægt
er að fá handa mæðrum með börn
á brjósti. Til brúks f heimahús-
um eru hálfmerkur-flöskurnar
þægiiegastar.
Eflwarfl L. Drewry.
Redwood & Empire Breweries.
Sá sem býr til hið nafntogaða
GOLDEN KEY BRAND
ERATED WATERS.
Kaupið, lesið og eigið Valið
Þ.vð er til sölu víðast hvar á meða
Vestmanna. Hver sem sendir mér 50
cents fær söguna fafarlaust senda með
pósti.
Kr. Ásgeir Benediktsson.
350 Spence Str.
Jakob Guðmundsson
—hókbindari—
177 K.ÍI1JJ 8tr.—Herbergi Nr. 1.
Uppi yfir verzlunarbúð þeirra
Paulson & Bárd&l.
Canadian Pacific
RAILWAY-
EF Þtf
hefir í hyggju að eyða
▼etrinutn f hlýrra lofta-
lagi, þá skrifaðu oas og
spyrðu um ftirnjald tfl
California,
Hawaii-eyjanna,
Japan,
Bermuda og
Vest-Indía eyjanna,
eða heim til gamla landsins
Niðursett far.
Snúið ykkur til næsta C. ]■'. R. um •
boðsmanns. eða skrifið til
Robert Ktrr,
Traffic Manager,
Winnipro, Man.
Nortlieni Paciflc R’y
Samadags tímatafla frá Winniþeg.
MAIN LINE:
Morris, Emerson, St.Paul, Chicago,
Toronto. Montreal, Spokane, Tacoma,
Victoria, San Francisco.
Ferdagiega........ 1,45 p. m.
Kemur „ .......... 1,05 p. m.
PORTAGE BRANCH.
Portage la Prairie and inte*
rmediats 'points ......
Fer dagi. nema á sunnud. 4,46 p. m.
Kemur dl. ,, u „ 11,05 e.m.
MORRIS BRANDOF BRANCH!
Morris, Roland, Miame, Baldr,
Belmont, Wawanesa, Brandon
einnig Souris River Branch,
Belmont til Elgin..........
Lv. Mon., Wed., Fri..... 10,40a.m.
Ar. Tu«s, Tur., Sat.... 4,40p.m.
CHAS. S. FEE, H. SWiNFORD,
G. P. & T. A.,St.Paul. General Agent.
Portage Ave., Winnipeg.
Gætið þess að þetta vörumerki sé á vindlakassanum
O g
styrkið
Iteykid
rr
Y Authonly 01 the Cjjgar MaKers' Inten
strFv Union-made Cigars.
ETRíX CllÖ CptlÍflrt lir eo«*neJ bo> titn tatc mww j Tllð-U£$ Wo'1®#,
rf \Ý1 aKWCROf THCClÚARHMfn'lNICRMTiOUlUWONgr AMnc«, m ocjgomt*- cotetté ro <***'
51 «t-»hop CobllC PR'iON.or flllHY TtNEMENT-M0USE WORKMWISHIP Thtf.fortwer(
OOPYRIOHTED
d.&utfi/V PHsident,
f C M / U of Ameritm ,
atvinnu-
stofun
vora
riié Wiiiiiipeg Fern Leaf.
Hinir einu vindlav í Winnipeg sem búnir eru til undir merkjum verkamanna-
félagsins. Handsnúnir. Að eins bezta tóbakslauf brúkað.
J. BRICKLIK, elgandi, Cor. Main og Rupert St.
Búnir til af karlmönnum en ekki af börnum.
###*####&############*#***
#
*
#
#
#
#
#
#
#
#
1
I
#
#
#
Hvitast 0g bezt
-ER-
Ogilvie's Miel.
Ekkert betra jezt.
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
##########################
%
-80 —
nr hvers vegna ég er Nihilisti. Yvonne var kæi
asta og bezta vinstúlkan, sem ég hefi nokkurn-
tíma átt. Ég elskaði hana eins heitt — nei, heit-
ar — eins og þó húnhefði verið systir mín. Og
Stanislaus bróðir hennar var unnusti minn. Við
unnum hvort öðru hugástum, og ætluðum að
giftast sama árið og Yvonne var handtekin. Og
nú hafið þér heyrt aila söguna’. Og um leið
sneri hún sér frá mér og grvifði höfuðið ofan í
svæfilinn aftur.
‘Nei, sagan er ekki fullsögð enn', mælti ég.
‘Hvað varð af herforingjanum, sem varorsök að
öllu þessu.
‘Hann kom aftur til baka’, svaraði hún, án
þess að Hta upp.
‘Hvar er hann nú ?’
‘Hann er hér’.
‘Her? í Pétursborg ?'
‘Já’.
‘Þekkið þér hann, eða sjáið þér hann nokk-
■urntíma?’
‘Já, ég sé hann oft. Hann var hérígær-
kveldi’.
‘Viljið þér segja mér nafn hans?’
'Nei’.
‘A ég að segja yður það?’
‘Þér að segja mér það ! Hvernig ættuð þér
að vita hvað hann heitir !’
‘Ég get gizkað á það’.
‘Jæja’.
'Hann er Níhilisti. Hanú er alveg nýkom-
inn aftur til borgarinnar. Hann hefir verið fjar
verandi í öll þessi ár. Og ef Stanislaus hefði
— 81 —
beðið komu hans, þá væri hann lifandi enn þá.
Þessi maður er Alexis Durnief, kafteinn í hírn-
um’.
Hún stökk upp alt i einu.
’Þér vissuð þetta!’ hrópaði hún. v'Segið
mérhvernig þér komust að því!’
‘Ég gat þess til í h iga mínum. Ég tók eft-
ir augnaráði yðar, er þér heilsuðuð honum í gær-
kveldi, og hve þrælmannlegur svipur hans var;
og er ég hafði heyrt sögu yðar, þá datt mér
hann einmitt strax í hug. Hann ermaðurinn’.
‘Já, þér hafið rétt að mæla. Það er hann’.
‘Og þér leyfið honum inngöngu í hús yðar’.
‘Ég get ekki annað. Hendur mínar eru
fjötraðar’.
‘Fjötraðar ! Með hverju móti ?’
‘Hann er Níhilisti. En jhann veit ekki ab
mér er kunnugt um allan þann þátt, sem hann
átti í þessum málum. Honum hefir verið sagt
að ég vissi það ekki (hún rétti úr sér, krefti hnef
ana og skalf af heift og bræði) — og hann er svo
ósvifinn að þykjast elska mig enn þá. og ímynda
sér að ég geti elskað hann ! Mannhrakið! Mord-
inginn!’
‘Og þér ?’ spurði ég.
‘Ég!’
Hún gekk þvert yfir gólfið, kom svo tilbaka
og studdist við legukekkinn. Nú var hún bros-
andi. Hún var búin að ná jafnvægi sínu aftur,
þótt hún væri enn fölleit og augun þrútin og
döpur.
‘Ég held að ég giftist honum’, sagði hún
stfllilega.
- 84 —
‘Segið mér aftur hið rétta nafn yðar’, sagði
hún , og vék sér fáein skref aftur á bak. “Þér
sögðuð mér það áður, en ég hefi gleymt því’.
Ég sagci henni það aftur. og hafði hún það
upp fyrir sér nokkrum sinnum. Svo leit hún
snögglega framan í mig og mælti:
‘Eru nokkur ráð tii þess að þér getið umflú-
ið morðkiær þessara manna sem hiða yðar ?’
‘Já, ég veit af einu ráði’
‘Hvað er það ?’
‘Ég get látið handtaka þá alla, þar sem þeir
eru, það er að seeja, ef þér viljið leyfa einum af
þjónum yðar að fara með bréf fyrir mig stuttan
spöl’.
'&i þeir mundu handtaka hann og lesa
bréfiðT"'
‘Já, en þeir mundu sleppa honum aftur og
láta hann fara ferða sinna, því þeir gætu ekki
séð að bréfið varðaði þá að neinu leyti’.
‘Þér hljótið þá að vera í sambandi við lög-
regluna’.
‘Prinsessa, ég hefi ekki falsað fyrir yður
neinn síðan ég kom í hús yðar’, svaraði ég kuida
lega.
‘Fyrirgefið mé'-, Mr. Derrington; ég skal
aldrei rengja yður framar. Eg skal ijá yður
sendimann’.
‘Þér gleymið einu, prinsessa’.
‘Hvað er það ?’
'Hættan fyrir sjálfa yður’.
‘I hvaða hættu er ég ?’
‘Ef þessir menn eru handtekair, þá munu
vinir þeirra bráðlega renna grun í, að þér hafið
ljóstað upp um þá’.
— 77 —
þola á þeirri leið, og hvernig þú varst vonsvik-
inn, er þú loks komst til eyjarinnar Saghalien.
Og alt af lúpaðist hann lægra og lægra niður
f stólínni, og bjóst við að þú á hverju augnabliki
mundir hleypa af skammbyssunni og senda hann
þrælmennið, til heljar. Ó, þú píndir hann og
kvaldir svo, að hann hefar aldrei tekið út aðra
eins sálarangist, jafnvel þó þéi tækist ekki að
drepa hann.
Svo hafðir þú upp fyrir honum hægt og stilt
söguna um hina löngu leit þina eftir Yvonne aft-
ur á bak og áfram um hinar dauðlegu eyðislóttur
Síberíu. Og loks sagðir þú honum frá hinum
hræðilegu endalokum, — er þú fanst Yvonne og
myrtir hana sjálfur.
Þú smáfærðir þig nær honum, á meðan þú
liafðir upp þessa sögu.
Tvisvarsinnum var klappað á dyr, en í hvor«
tveggja skifti hræddir þú hann til að kalla
fram fyrir og skipa að ónáða sig ekki.
Og loks sagðir þú honum svo hvernig þú
hefðir komist til Pótursborgar aftui. og hvers
vegna þú hefðir slegið því svo lengi á frest, að
drepahann. Þig langaði til að ná í hitt þræl
mennið og drepa þá helst báða í einu. Svo róttir
þúfram handlegginn, settir byssukjaftinn fast
upp að andlitinu á honura. rakst upp voðalegan
vitfirringshlátur, — og hleyptir af’.