Heimskringla - 20.04.1899, Síða 1

Heimskringla - 20.04.1899, Síða 1
/ ileimsknngia. XIII Xr WINNIPEG, MANITOBA, 20. APRIL 1899. NR. 28 Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Hafþráður milli Ástralíu og Eng- lands er nú ákveðið að skuli lagðurínn an skamms tima. Stjórnirnar í Ástra- líu, Englandi og Canada hafa komið sér saman um að borga kostnaðinn við þráðarlagninguna, þannig: að Ástralía borgi 4/9 af öllum kostnaðinum, Cana- da 2/9 og England -3 hluta. Það er tal- ið víst, að þráðurinn borgi sig ekki 3 fyrstu árin, og hefir þvi stjórnum þess- um að sjálfsögðu komið saman um að srandast tapið sem búist er við að leiði af þessu fyrirtæki á fyrstu árunum. Það er búist við að þráður þessi kosti um 10 millíónir dollars. Það lítur út fyrir að Dreyfusmálið sé nú komið i það horf, að hinn kærði vei ði bráðlega sýknaður af kærum þeim sem bornar hafa verið á hann og gerðu hann útlaga. Blaðið Figaro i Paris prentar nú daglega alla þá vitna- leiðslu, sem fram kom í máli þessu fyr- ir ónýtíng&tdómnum þar. Þessar upp- lýsingar hafa þaa áhrif, að sannfæra þjóðina æ betur um saklej’si Dreyfusar og allar æsingar út af pví máli eru nú hjáliðnar, að því er séð verður. Dupuy stjórnarformaður lætur þess getið, að þegar ónýtingardómendur hafa kveðið upp dóm sinn, þá muni stjórnin gera gangskör að þvi að finna hina sönuu sakamenn í máli þessu. Carolina Ansell dó í London vit- skertraspítalanutn 11. þ. m. Henni var send sætabrauðskaka, sem systir hennar bjó til og var eitur í kökunni. Við rannsókn þessa máls kom það i ljós að systirin sem bjó til kökuna, hafði tekið lífsábyrgð á systur sina á spital- anum. Kona þessi var tekin föst og kærð fyrir morð, en dómur er ekki enn þá fallin í máli heunar. Það var borgunardagur 11. þ. m. hjá Alena Gordo timburfélaginu í bæn- um Alena Gorde. um 70 milur fyrir norðan E1 Paso, í Texas. $50,000 voru í fjárhirzlunni. En rétt áður en mönn- unum yr«*i bor-gað, gengu tveir meun (nautaliirðar) upp að skrífstofuþjónin- um og settu hlaðna riffla að höfði hon- um og heimtuðu peningana. Maður- inn kaus að halda lífi, og lét af hendi peningana. Mennirnir stukku á hesta sína, sem biðu þeirra úti fyrir dyrun- um. og hlej’ptu burt, Þeim var síðar veitt eftirför, en landslag er þar hrjóst- ugt og mishæðótt. og eru því litlar lík- ur til að ræningjar þessir náist. Þykir þetta eitt hið djarflegasta rán, sem framiö hefir verið i því riki i síðastl. -50 ár. Mælt er að dr. Bru í Paris hafi fundið frumögn þá, sem veldur krabba- meinum í mönnum. Dr. Bru segist enn þá ekki hafa haft tíma tilað gera nægi lega ýtarlegai rannsóknir með þessa uppgötvun sina, en vouast til að geta innan fárra mánaða gefið fulla sönnun fyrir þvi, að hægt sé að lækna öll krabbamein með aðferð þeirri, er hann hefir uppgötvað. Mr. Healy fann gull á St.. Michaels eyju í Yukon ármynninu. Hann tnok- aði þar upp $600 virði af gull ai.di, með öðrum manni, á2 dögum. Aðrir metm som voru þar í gullleit fundu um $1200 virði. Fóru þeir til bygða að fá sér matvæli, og héldu svo rakleiðis aftur upp til fialla til að halda áfram leitinni. Það er í hámæli |að 4000 rússneskir Doukhobors hafi í hyggju að koma til British Coiumbia á þessu sumri. Stjórn- in í Britisli Columbia hefir /verið beðin að veita þeim þar fri heimilisréttarlönd en sjálfir ætla þeir að borga fargjöld sín og sjá um sig sjáltir að öllu leyti eftir að þeir eru hingað komnir. í síðustu viku kom skip til New York frá Filipineyjunum; flutti það 686 lík Bandaríkjamanna. Það var 3 daga verið að afforma skipið. Vinir og vandamenn hinna látnu manna voru Þar í stórhópum til að takaá móti hin- t>tn látnu og veita þeim virðulega Kreftrun. Fréttir frá Manila segja, að ávarp- ið, sem sendinefnd Bandamanna sendi og lét auglýsa um allar eyjarnar, hafi ekki að öllu leyti haft tilætluð áhrif. Að vísu eru þar mörg hundruð manna, sem einlæglega óska eftir friði 'og dag- iega yfirgefa uppreistarmcnn til þess að stunda vinnu á heimilum sínum, En samt er kraftur uppreistarmanna ekki sjáanlega í neinni afturför, og fréttir allar þaðan benda sterklega á að Banda menn séu alls ekkert. nálægt því að sigra éjrjarnar. Enda er það opinber- lega viðurkent, að minsta kosti af sum- um, herforingjum Bandamanna þar eystra, að það muni þurfa að senda þangað 100,000 hermenn. velbúna að vopnum og vistum, áðr en hægt sé að vinna eyjarnar, svo að friði verði kom- ið þar á. Upprunalega var álitið nægi- legt að hafa 12000 manna þar eystra. Það var gert ráð fyrir því að uppreist- armenn mundu sjá sitt óvænna, þegar Bandamenn fyrir fult og alt slægju eign sinni á eyjarnar. En upp- reistarmenn hafa enn ekki viljað hugg- astláta. Þeir skoða Bandamenn þar i landi sem ræningja og moröingja, sækj- andi hei skildi sína litlu þjóð, sem ekk- ert hafi til sakar unnið eða gert á hluta Bandamanna. heldur þvert á móti hjálp að þeim stórkostlega í stríðinu við Spán verja þar eystra. Það er þessi hugsjón sem vakir fyrir uppreistarmönnum og gerir það að verkurn, að jafuótt og einn fellur af liði þeirra eða yfirgefur það, til þess að stunda heimili sitt, þá koma tveir i staðinn, og meira en fylla hið auða skarð, svo aö i stað þess að minka, ejrkst uppreistarherinn stöðugt, og það þrátt fyrir hvern stórsigurinn á fætur öðrum, sem Bandamenn hafa nnnið viðsvegar uni eyjarnar. Það er þessi reynsla Bandam&nna, sem hefir sannfært þá um það, að þar sem þeir fyrir fáum mánuðutn álitu 12000 her- menn nægilegan herafla þar eystra, þá .ala þeir nú um nauðsynina á að fá þangað full 100,000 æfðra hermanna og álíta þá alveg nauðsynlega til þess að eyjarnar vinnist. Mannskaði Bandam. þar eystra af sárum eða af skoturn ó- vinanna er ekki ntikill, eins og sézt af bardaganum við Santa Cruz, þar sem að eins 6 af Bandamönnum sæiðust, en af uppreistarmönnum féllu og særðust yfi 100. En það er loftslagið, sem ger ir mest skarð i fylkingar Bandamanna þar. Það með vopnum uppreistarmanria hefir þau áhrif á Bandarikjaherinn. að það er nú miklu miuni von um bráðann sigur, heldur en var fyrir nokkrum mánuðum, nema með stórkostlega auknum herafla og ógrynni fjár. Þeg- ar t9kið er tillit til mannfallsins í her- ljði Bandamanna. veikra og særðra, og h.ns fjareko mikla kostnaðar, < oem þessi leiðangur þar eystra hefir í för með sér, þá mun flestum íinnast að það ætli að verða all dýrkeyptur sigurinn á þessntn 12,000,000 villimanna þar eystra Taflkappi Smith. Hann er íslendingur, þónafnhans bendi ekki til þess, og þeir eru marg- ir landar Vorir, sem hefðu gaman af að vita um ætt hans og uppruna. Til fróðleiks -etjum vér hér það sem vér höfum frétt um það efni. Hið rétta nafn hans er Magnú3 Magnússon, Arnasonar málaflutnings- manns, Jónssonar frá Rauðamel í Hnappadalssýslu á íslandi. Móðir Magnúsar var Ragnheiður Einars- dóttir frá Straumíjarðartungu, systir Jóhanns Straumfjörðs í Engey í Nýja- íslandi. Magnús er fæddur á Rauða- mel, en misti móður sínaer hann var 6 ára að aldri. Ettir það var hann undir umsjón .Hólmfríðar systursinn- ar, sem kom honum til menta hjá séra Þorkeli á Staðarstað, föður þeirra Eyjólfs úrsmiðs og Páls tannlæknis í Reykjavík. Magnús kom til Ame- ríku árið 1885, á kostnað frienda síns hr. Jóh. Straumfjörðs, var hann þá um 16 ára gamall. Hann dvaldi hér í Manitoba stuttan tíma og fór sfðan með hjónum að nafni Smith vestur til California, og samkvæmt ósk þeirra tók hann á sig nafn þeirra og heldur þvf síðan. Einu áriáund- an Magnúsi, kom bróðir hans Elías Magnússon út hingað, einnig á kostn- að Job. Straumfjörðs frænda síns. En brátt varð hann viðskila við ís- lendinga, og heflr verið týndur þjóð- flokki vorum nú í 13 ár, en kom í leitirnar nú á laugardagskvöldið var og hittust þeir þá bræðurnir. Þetta var fyrir milligöngu hr. Karls Ein. arsson, sem hafði þekt drengina báða er þeir voru hér í fylkinu áður.— Elías þessi gengur undir nafninu A)ex Dolman og hefðu þeir bræður því ef til vill ekki fundist eða vitað hver af öðrum, þó þeir hafi í allan vetur búið í sömu götu gagnvart hver öðrum, hefði ekki hr. Einarsson komið þeim saman, með því að sinn gekk undir hvoru nafni og Elías heflr glatað móðurm&li sínu algerlega, og enginn íslendingur kunni nokkur deili á honum, þótt hann hafl átt hér heima i bænum um nokkurn tfma, og vinni fyrir bæjarstjórnina. Þeir bræður eiga þrjár systur á Is- landi: Guðrúnu, í Reykjavík; Soffíu f Keflavík, og Hólmfríði, gifta konu á Brimhilsvöllum í Snæfellsnessýslu. Magnús Smith er um 30 ára gam- all. Hann er greindur vel og hæfi. leikamaður góður, eins og hann á kyn til. Honum lieflr nú verið boð- in staða í Montreal og er liklegt að hann þiggi hana, ef hann kemst ekki að sæmilegri atvinnu hér innan skamms. Hann lætur mjög vel af allri meðferð á sér í Montreal. Við Hafragil. Hátt við fagrar liliðar rætur Hafragili nær, Nið þar heyrast ljúfann lætur Lækjarstraumur tær. Laugamenn í lejrni bíða, Lagt er mót til rómu-hríða; Bleikir leiftra brandar kauða, Boða íeigð og dauða. Kjartan sína óttast eigi Aldurtila stund. Ekki snúa vill úr vegi Varaat þeirra fuud. Hættusporin lietju fraigri Huldust þar á banadægri. Hann sem ekkert hræðast gáði, Hugsa þannig náði : “Skyldi Bolli brautargeng' Bræðrum veita hér, Svro hanu g“ti yígs á veugi Vopnum stefnt að mér ? Eru glejmidir hreint og liorfnir Hans úr minni eiðar fornir, Er við trj'gðir okkar bundum Æsku fjrr á stundum ? Heldur skal ég hníga dauður Hér vígslóðum á, Eu svívirðing yfir haoður Ætíð be' a þá, Fagurskygðum flein ég rjóði Fósturvinar hjartablóði, Og jrfir standi ættarbaðmi I valkj’rju faðmi ”, Ættgeng lifði Egils hrej’sti. Afl og tryuðin sterk, Kjartan helzt þó hjörnum treysti, Hacaði níölngs verk. Þá í frjálsu fósturlandi Frelsið þreifst og drengskapsandi; Sú var dáð af sögu spjöldum Seinna máðaföldum. Ósvífs megir brögða brandi, Bolli stendur hjá, V'ar ei fús að val dá randi, Vildi leikinn sjá. Sóknarslögin hinir herða, Heldur nain þó torsótt verða Við þá heiju höggum skifta Hann og fjöri svifta. Þegar Bolla hönd a<\hildi Hjörvi loksins brá, Kjartan ekki verjast vildi Vopnum kastar þá. Ferleg spjöll á frænda ráði Fóru eins og Gestur spáði. Guðrún bana beðinn reiddi, Báða þangað leiddi S. S. ísFELD. SPURNINGAR OG SVÖR 1. Sp.: Barni einu, sem á franska móður og islenzk&n föður, og fæðist á Indlandshafinu, er komið í umsjá þýzkrar fóstrn, siglir til Ameríku og elst þar upp og lærir ensku, en skilur ekki mál foreldra sinna né fóstrunnar. Hvert er móðurmál barnsins? Svar : Franska. Barnið lærir ekki móðurmál sitt. 2. Sp.: Barn, sem á íslenzkann föð- ur og enska móðir, fæðist á Atlants hafinu, elst upp í Ameríku, og lærir mál foreldra sirina svo að segjajafn- hliða. Hvert er móðurmál barnsiris? Svar: Enskan. SPURNINGAR OG SVÖR. 1. Sp.: Hvað er lögraæt vigt á kalk-busheli ? 2. Sp.: Hvað er bushelsmælir stór að teningsmáli? 1. Sv. 70 pund. 2. Sv. lj teningsfet. í kössura er mæling á kalki þessi: Margfalda sam- an lengd, breidd og dýpt, margfalda ] á summu með bogdrag frá aftasta staf- inn, Talan sýbir þá bushelatöluna. SINCLÁIR, MAN , 12. APRÍL 1899. (Fiá fréttaritara Heimskrinf lu Eftir hinn langa vetur er nú vorið loksíns gengið í garð; snjórinn er óðum aðjfara, svo út lítur fyrir að sáninv byrji í næstu vikn. Heilsufar hér er alment gott.’nema hvað Kristján Jónsson er sagður tals- vert veikur. Safnaðarfólk hefir haldjð tvo fundi síðan á nýári. Á hinum siðari ákvað það að hafa sunnudagaskóla að sumri komanda, og þar kvað hafa komið til tals að söfnuðurinn gengi í Kyrkjufé- lagið á þessu ári. — Ekki hefir íslend- ingadagshaldi hér í sumar verið hreift til umræðu, eins og reyndar virðist al- staða'- (eða víðast hvar) annarstaðar vera svipað með. Skyldi Islendinga dagsiiátíðin eiga að fara að lognast út af meðal fólks vors hér í landi. Reynd- ar virðist engin ástæða vera til pess. þótt menn enn séu ekki búnir að sla föstu með daginn. Það væri annars er bj rjgð en aldrei. Þá og þegar er von á verkamönn- um að austan til að leggja járnin á þær 13 mílur af grunni, seiu eftir var af Pipstone-brautinni í haust. Talsverð- ar vónir gera menn sér um bygging N. P. brautarinnar her fyrir sunnan ís- lendiugabygðina að sumri, hversu langi sú braut verður hér suðui, er ó- mögulegt að segja um, nema ef hún yrði bvgð eftir hinni nömlu mælingar- iínu, sem það félag lét gera fyrir mörg- um ávum siðan, þá legðist brautin norð arleg.i. í Townspip 5 og svo er sagt í enskum blöðum, aðhún fari yfir Pipe- stone-grein C. P. R. hér mitt á milli og Moosefjallanna. Á öllu því svæði, sem áætlað er (og mælt), að Pipstonebrautin fari j iir, er von á miklu landnámi í vor og sumar. 500 Frakkar, tíestir frá Quebtc, er von á að setji sig niður í og í grokid við frönsku bj gðina sem er hér fyrir vestan isleuzku bygðina. I hin- um fjarlægu héruðum, Wood Mountain og VVeyburn, sem liggja á milli Moose- fjalla og 800-bi autarinnar (svæði sem P/pe.-.toiiebi autiu á að reutia gegnuin) er þe^ar byrjaður mikill innflutningur, inest ftá Ontatio. Sagt er aðN. P. Belmönt Hartny greinin verði lögð yf- iráge tt akurju k juland í Moose Monnt- ain liéraö. norðvestanverðu. Mælt er að C. P. R. hafi ákvarðað að byggja brapt sina 50 mílur eða meir að sumri k’ n. -.da, verður því, eftir útliti að dæma, mikið um atvinuu hér í sumar Ef einhverjir íslendingar hefðu ætlað sér að taka larid í nánd við járnbraut- ina, skj’ldu jieir sem allra fyrst fara að lita eftir löndum þar vestra. Járn- brautarstöðin næsta fyrir vestan Res- ton liefir veriðnefnd Sinclair, eftir póst- húsinu hér í bygðinni. Velunnarar blaðs yðar gleðjast vf- ir kaupendafjölda læss, og vona að það megi verða bezta og stæsta blaðið með- al íslendinga. Leiðinlegt er hversu enskurinu á bágt með að bert rétt frirn nafuið Heimskimgla, eftir því sem Mr. Jónasson sagði á þinginu um daginn, nefnih: ‘ Heimscriminal” Eu það lít- ursvoút, að hér só klauti geiður vilj- andi Ulaufskari. Úr bréfi fiá Victoria, B. C. 3. April ’99. Héðan ev alt hið beztu að frétta. Tíðin hefir lagast, rigniugar engar um síðustn 2 vikur. Alikil vinna byrjuð. Bæjarstjó* niu borgar $2 fyrir 9 klukku- tíma vinuu. En byggmgaformenn 25 ct-.. á klukktímanu. Heyrzthefir aó bæjarstjórnin ætli að borga $2.50 á dag við vatnsverkið; en það er víst ekki áreiðanlegt. Lítil skýring. Þess var getið í fiéttagrein frá Lundar P. O., — í Lögbergi 6. þ. m. —, að ég liefði selt svo sem ekki ueitt þar í bygðinni, eu að tveir aðrir uafngreind ir Islendingar, sem þar hefðu veric á ferð í vetur, í umboðssölueiiuduiii fyrir verkfærafélag hót í bænutn, munihafa selt töl ivert. Enn fremur er hess get ið, að Jón bóudi Sigfússon hatí selt um 20 rjómaskilvindur þar íjbygðinni. og að skilviudur séu nú til á nalega hverju heimili í nýieudunni o. s. frv. — En það er ekki gerðnein reikningsleg grein fyrir því, hveruig að 20 rjómaskilviud ur geti veriö á 50 bændaheimilum. Af því nú að þessi fréttaburður er mér að nokkru leyti viðkoinauji, og er þar til og með í sumurn atriðum ósaun- ur, og að öðru leyti villandi, þá vil ég hér með leyfa mór að gefa fáeiuar skýr- ingar í málinu, úr því að svo er komið að þess ger ist þörf. Sannleikurinn er sá; að ég hefi selt, 24 rjómaskilvindur í Posen sveit, í það heila, þar af 15í austurhluta sveitarinn- ar (Shoal Lake) og 9 í vesturlilutanum (Álftavatnsnýlendunni). — Meðal ís- lendinga í Posen-sveit hefir heria Jón Sigfússon selt í það heda að eins 9. eða allra hæst 10 rjómaskilvindur. Hvað hinir 2 tilgieindu íilendingarnir hafa selt mikið, veit ég ógjörla. enda er það þessu spursmáli óviðkomandi, Jrví þeir seldr ekki skilvindur. Enn fremur skal það tekið fram, að ég tók pantanir fjn ir 4 rjómaskilvind- um í Alftavatnsnýlendunni. eftir að herra Jón Sigfússon var nýbúinn að ferðast um alla bj’gðina m-ð sinar skilvindur og selja svo margar af þeitn sem hægt var. Það er þvi naumast j sanngjnrnt að segja, að ég hafi selt svo ! sem ekki neitt en að hra. J.S. hafi selt ] 20 skilvindur, á svo að segja hvert heiraili af 50 í nýl. Slík frásaga gefur alt annað en rétta hugmynd um um- talsefnið. Fréttaritaranum tilánægju get ég gjarnan tekið Jiað fram hér, að ég hefi selt 32 rjómaskilvinduv á vesturströnd Manitobavatns og við Narrows, auk þeirra 24, sem ég h' fi selt í Pomn-sveit, austan vatnsins. Að svo stöddu finn ég ekki ástæðu til að segja tíeira út af þessu áminsta frétta8lúðri í Lögbergi. Winnipeg, 18. Apríl 1899. S. B. Jonsson, Undir umsjón ísl. kvennfélagsins “Gleym mér ei,? Fimtudagskvöldið 27. Apríl 1899, A ALBERT HALL. Programm: 1. Samspil: W. Anderson Mrs Murrel 2. Ræða séra Hafsteinn Pótuisson; 3.. Solo. Miss A. Bovgfjörð; 4. Recitation B. J. Björnsson; 5. Solo: Dr. Ó. Stephenson; 6. Reeitation, Miss R. Egilsoti; 7. Solo: Mr. S. Anderson; 8. Upplestur: Mrs. A. Þ. Eldon; 9. Soio: Jón leilddnl; 10. Upplestur: K. Þörðarson; 11. Sarnspil W. Anderson, Mrs Merril; 12. Veitingar og dans. Aðgangur 25 cents. Remnants. Til þess að rýma til fyrir nýjum vörubyrgðum, sem nú hrúgast til vor daglega, þá seljum vér nú alla gólfteppa-afganga fyrir 25 ct. Yarðið. Vanaverð á þessum gólfteppum er 40c. yrðið og yfir 574 tlatiii Str. Telef ón 1176. £oncert Miðvikudagskvöldið 26. Apríl 1899 A Northwest Hall. Programm : 1. Music: Mrs W. Panlson, Mrs Merrel 2. Stuttur leikur; 3. Solo: Kr. Jónsson; 4. Recitation: H. Lindal; 5. Music.’ W. Andeison; 6. Kökuskurður: Sigfús Anderson mælir með þvi að gift kona sé látin skera kökuna, en Jóbann Bjarna- son mælir með því að ógift stúlka sé látin gera það. 7. Music: W. Anderson; 8. Recitation: G. Hjaltalín; 9. Solo; S. Anderson; 10. Upplestur: Mrs. V. Lund; 11. Music: Mrs W. Anderson og Mrs, Merrel. Ágóðanutn verður varið fyrir leg- stein á leiði þeirra Dr. Lambertsens og konu hans. Aðgangur 25 cents. Dr. M. B. Halldorson, —HEN3EL, N.-DAK.— Skrifstofa uppi yfir Minthorn’s lyfjabúð. Hurra fyrir Holbrook < i Cavalier. Vorvörurnar eru komnar ! Komið nú þegar einn og allir og notið hin ágætu kjörkaup er vér bjóðum. Vér höfum nú stækkað búð vora um 45 + 20 fet, og höf- um nú þá stærstu búð, senr til er fyrir noiðan Grafton. Búð vor er nú fnll alla leið-frá kjallaragólfi og upp undir þak, með nýjum og ágætum vörum, er vér seljum með sérstökum kjörkaupum. Vér höfuin hætt stórum við húsbúnaðardeildina, og viljum selja yður vörurnar úr þeirri deild fyrir aðeins hálfvirði, miðiið við verð annara, sem selja samskonar vörur. Gefið þeim engan gaum, sem þ.vkjast selja við lágu verði fyr- ir peninga út í hönd. í fyrsta lagi er engin þannig löguð búð til hér í bænum, sem einvörðungu selji móti peningum út í hönd. í öðru lagi þörfnumst vér peninga engu síður en aðrir, og viljum og skulum selja að minsta kosti jafn ódýrt fyrir peninga út í hönd eins og nokkur önnur búð í Dakota. I þriðja lagi kaupum vér og seljum margfalt meira en nokkur önnur búð í banium, og af því að vér kaupum svo afarmiklar vörubyrgðir í einu, þá getum vér keypt og selt ódýrara en aðrir. Munið vel eftir því, hversu allar vörur vorn dýiar hér í Cavalier, áður en Ilolbrook byrjaði á verzl- un þar. , Kornið sem fyrst og náið í vorvörurnar áður en aðalstraumur- inn byrjar. 10 Sápustykki fyrir 25 cents. 25 ceuta vuði af “Catsup” fyrir 15 cts. 18 pd. af hreinsuðum rúsínum fyrir $1.00. 13 tegundir af kaffi, mjög ódýit. Soda 5 cents — Stívelsi 5 cents. 25 centa virði af brauðgeri fyrir 15 cts. 10 centa virði af sagógrjónum fyrir 5 cts. Og yfir höfuð mesta feikn af kjör- kaupum í öllnm deildum í búð vorri. C. A. Holbrook & Co. Cavalier, N.-Dak.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.