Heimskringla - 27.04.1899, Page 2
HEIMSRRINGLA 27. APRIL 1893.
Heiinskringla.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50
nm árið (fyrirfram borgað). Sent til
íslands (fyrirfram borgað af kaupend-
um blaðsins hér) $1.00.
Peningar seudist f P. O. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Order. Bankaávísanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með afföllum
B. L. Ttaldwinson,
Útgefandi.
Office : 547 Main Street.
P O- BOX 305-
Fylkisreikningarnir
fyrir árið 1898, eru n6 komnir fyrir
almennings sjónir. En í þessu blaði
ætlum vér ekki að ræða þá að öðru
leyti en því, er viðkemur fslending
um sérstaklega. Þessir reikningar
bera það með sér, að landar vorir
hafa ekki þegið eins mikið úr fylkis
sjóði á síðastliðnu ári, eins og á um
liðnum árum. En á hinn bóginn
hafa þeir þó samtals fengið talsverða
peninga af opinberu fé, og það sem
meira er um vert: þeir hafa—að
tveimur tilfellum undanskildum—
unnið fyrir þessum peningum. Vér
setjum hér, undir réttum töluliðum
þær upphæðir sem íslendingar hafa
fengið úr fylkissjóði á fjárhagsárinu
1898 :
14. S. Jónasson, þingkaup $600.00
53. “ ferðakostnaður frá Elgin Ave og suður
á Kennedy Str. (!!) 4.60
86. Erl .Gíslason, laun.... 88.70
»1. Joseph Polson, iaun... 73.70
92. Magnús Paulsson, laun 47.50
105. 0 S. Oli ver, laun 86,00
111. Þorv. Þórarinson, laun 88.00
428. Joseph Polson, laun... 110.00
642. Bændafélagið á Gimli 15.00
647. “ við Isl fljót 12.00
754. G.M.Thompson.prentun 38.00
755. Einar Þorkelsson o. fl.
fyrir mjólk 287.38
$38. Baldwin & Blöddal fyr-
ir myndir 2.25
873. Lögberg, dúsa 1750.00
«83. W. H. Paulson, laun 40.00
906. 0. Thorgcirson, auglýs. 10.00
940. G. M. Thompson “ 5.00
1090. Joseph Polson, laun... 42.50
1107. G. Thorsteinsson, dúsa 200.00
1139. Andrew Freeman, laun 1000.00
1145. Kristján Jóuson,kostn-
aður við fundahöld 83.00
1201. Joseph Polson, laun... 35.50
1240. J. Anderson & Co. fyr-
ir kjöt 331.75
1513. Dr.O. BjörnSon, lækn-
isvottorð 5.00
1533. Þorgeir Jónsson o. fl.
lögreglulaun 22.50
1782. G. Ólafsson. gripafóður 75.95
1784. G.Sveinson, gripafóður 26.78
2066. til 2072. Laun íslenzkra kvenna sem vinna við
opinberar stofnanir 213.50
2559. ArniReykdal, meðala-
styrkur 25.00
2740. Joseþh Polson, laun... 12.00
2913. S. Friðfinnsson o. fl.,
vegagerð við ísl.fljót 53.00
292«. B. Jóhannson o. fl., vegagerð að Gimli og
Icelandic River 396.90
2985. Joseph Lindal, o. fl.,
vinna við Posen skurð 349.18
297*. S. Sigurðson, vegagerð
tii Éisher River 300.00
Alls $6430.79
Vel má það vera, að vér höfum
hlaupið yfir einhverjar borganir til
íslenzkra kvenna sem vinna við op-
inberar stofnanir. En það er þá af
þvf, að nöfn þeirra eru svo afbökuð,
að ómögulegt er að glöggva sig á
þeim sem íslenzkum nöfnum. En
það sem þannig kann að vera van-
talið, er meira en bætt upp með þeim
$287.38, sem töluliður 755 segir að
Einari Þorkelssyni o. fl. hafi verið
borgað fyrir mjólk. Einar hefir að
eins fengið 836 af þessari upphæð,og
annar landi fékk nokkru minni upp-
næð fyrir mjóla, svoað rúmlega 8200
undir þessum lið hafa ekki gengið til
ÍBlendinga. Ekki verður heldur séð
af þessum reikningum, hve mikið ís-
lenzkir skólakennarar hafa fengið á
árinu, þvf þær upphæðir eru inni-
faldar í þeim rúmura 8158.000, sem
stjórnin hefir lagt til skólahéraðanna.
Að öðru leyti mun hér alt tilfært,
nema ef telja skal það, að vér sjáum
það ekki í reikningunum, að Heims-
kringln hafi verið borgaður þessi
81.50 fyrir síðastl. árgang, sem hún
þó fékk bankaávísun fyrir, skömmu
eftir nýárið, og hefði því sú upphæð
átt að sjást í reikningunum. En
auðvitað er þessi ónákvæmni í sjílfu
sér ekki mikils virði, því það má
setja þessa upphæð inn f reikning-
ana næsta ár, og er ekki um slíkt að
fást.
Það eru aðallega lögreglustjóra
launin til Guðna á Gimli, sem oss
finst vera óþörf útgjaldagrein, þegar
tekið er tillit til þess, að ekki eins
cents virði er unnið fyrir þeim p«n
ingum, nema lítilfjörleg atkvæða
smölun um kosningar og misbrúkun
á stöðu hans sem friðdómari, til þess
að halda lögmætum kjósendum frá
að geta greitf atkvæði. Auðvitað
getur þetta verið núverandi fylkis
stjóm dálftill hagnaður. En það
sýnist ekki alveg réttlátt að borga
fyrir það úr fylkissjóði.
Svo er dúsan til Lögbergs—hátt á
annað þúsund dollars Það er allstór
apphæð og ætti að fara langt með að
halda úti blaðinu, með þeim auglýs
ingum sem það hefir, þó engir væru
kaupendur, að minsta kosti getum
vér staðhæft það, að slík upphæð
mundi nægja til að borga alt vinnu
kaup, húsaleigu og Ijós við útgáfu
Heimskringlu. Að blaðið þarf þenn
an gífurlega styrk á hverju ári, er að
voru áliti sterkasta sönnnnin fyrir
því, að Lögberg er í raun og veru
hreppsmatur, og á sér enga uppreisn
ar von, að því er sjálfstæði snertir.
Vér vonuðumst hálfpartinn eftir
að finna í þessum reikningum ein
hverjar endurborganir hinna stolnu
íslenzku fargjalda, sem vér gátum
um í fyrra. En vér höfum ekki get
að fundið neitt af þeim. Þau eru
auðsjáanlega horfin þessi rúm fimm
og hálft þúsund dollars, sem vissir
menn voru svo firum skifti leigðir
fyrir hátt kaup, til að innheimta frá
fátækum vesturförum. Það væri
óskandi að stjórnardúsu-málgagnið
fslenzka findi skyldu sfna í því að
upplýsa fáfróðan almenning um það
hverjir séu þjófarnir að þessum pen-
ingum. Gjaldþegnar fylkisins eiga
fyllstu heimting á að fá að vita um
þetta, og þeir skulu líka—fyr eða
síðar—fá upplýsingar um það.
Til
minnis.
Það er skrítinn náungi þessi Mr.
Stevens, sem hefir umsjón á tilbún
ingi fylkiskjörlistanna í Manitou kjör-
dæminu. Hann rak um daginn Con-
servative gæzlumann út úr skrifstofu
sinni, þrátt fyrir það að Conservativ
ar hafa lagalegan rétt til að hafa eft-
irlitsmenn á öllum slíkurn skrifstof-
um, til þess að sjá urn að þessi ieigu-
tól stjórnarinnar steli ekki Conserva-
tivum kjósendum af kjörlistunum í
stórhópum og setji á þá fjölda af
mönnum, sem þar eiga engan rétt á
að vera, eins og þeir gerðu um þvert
og endilangt fylk’ð fyrir síðustu kosn-
ingar. Þessi aðferð Mr. Stevens sýnir
það Ijóslega, að hann vildi vera eínn
um hituna, hann vill ekki að gerðir
sínar séu of nákvæmlega rannsakað-
ar við tiibúning listanna. Þetta
bendir Ijóslega á það, að þessi náungi
ætli sér að viðhafa sömu aðferðina I
ár, sem beitt var hér í fylkinu við
sfðustu kosningar. Þeirætla að reyna
á þennan hátt að stela fylkinu, því
æir vita vel, að það er hið eina strá,
sem hin illræmda Greenwaystjórn
getur bygt á vonir sínar um að vinna
æssar kosningar. En þeim ætti ekki
að verða kápan úr þvf klæðinu í
ætta sinn. Conservativar munu
reyna að hafa nákvæmt eftirlit með
tilbúningi kjörskránna í öllum kjör-
dæmum fylkisins, hvað svo sem það
kostar og hverjar sem afleiðingarnar
verða. Þeir ætla að reyna að sjá svo
um, að hver einasti kjósandi, sem
hefir rétt til að vera á kjðrskrá, sé
iar, og að enginn stuldur geti átt
sér stað. Sömuleiðis ætla þeir að
líta eftir því, að ekki sé laumað inn
á listana neinum sem þar á ekki að
vera. Til þessa ætla þeir að hafa
menn á hverri kjörlistaskrifstofu um
alt fylkið, hvað sem Greenwaystjórn-
in segir eða hvort sem þeim Ifkar það
betur eða ver.
En til þess að þetta geti orðið gert
vel og trúlega, þá verða kjósendurn-
ir sjálfir að leggja hjálpandi hönd á
verkið. Þessvegna skorum vér nú
ennþá einusinni mjög alvarlega á
á alla íslendinga sem eiga atkvæðis-
rétt að lögum, að gefa sig fram í tíma
hver í sínu kjördæmi, og sjá um að
nöfn þeirra verði sett á kjörlistana og
eins það, að útvega sér borgarabréf
hið allra fyrsta, ef þeir ekki hafa
það áður. Eins vildum vér minna
landa vora á það, að þeir eru ekki
skyldugir til þess, að sýna borgara
bréf sín, þó þess verði krafist. Hver
kjósandi getur heimtað að hann sé
Iátinn leggja eið út á það, að hann sé
21 árs gamall og brezkur þegn. En
brezkir þegnar eru allir þeir sem
hafa unnið ríkinu hollustueið. Eins
má búast við því, að nöfn margra ís
lendinga verði með ásetningi rang
prentuð á listunum, og þeir svo látn
ir sverja að það séu þeirra nöfn
Þetta getur hver kjósandi svarið, svo
framarlega sem hann er sannfærðnr
um, að hið rangprentaða nafn eigi að
tákna nafn hans, því það er ekki kjós-
endum að kenna, þó að þeir sem
kjörlistana semja, stafsetji nöfn þeirra
rangt á listunum, annaðhvort fyrir
klaufaskap eða illgirni.
Svo vildum vér og biðja alla þá,
sem leita eftir að fá borgarabréf hjá
hinum ýmsu friðdómurum eða “Com
missioners” að gera oss aðvart tafar
laust, ef bænum þeirra er ekki sint
eins og vér vitum að átt hefir sérstað
við fyrri kosningar. Það er engin
afsökun, þótt friðdómari eða “Com
missioner” þykist ekki hafa nauðsyn
leg form eða tíma til að sinna um
beiðanda. Þeir eru skyldugir að
hafa þessi eyðublöð, og að sinna öll
um slíkum kröfum tafarlaust. All
ur undandráttur frá þeirra hendi er
glæpsamlegur. Vér munum reyna
að sjá svo.til, að slíkír náungar verði
látnir bera fulla ábyrgð af embættis
legri vanrækslu, að svo miklu leyti
sem því verður viðkomið. Það má
búast við því, að stjórnarsinnar beiti
öllum þeim klækjabrögðum, sem þeir
geta og þora, nú eins og að undan
ffirnu, hvar sem þeir koma þeim við
Þessvegna er það afar-áríðandi, að
eftirlitið með þeim sé hið strangasta
sem hugsast getur.
Tap Englands.
Það er nú orðið víst, að England
hefir komist í skuld á síðastl. ári, svo
nemur nokkrum miljónum dollars.
Útgjöld þess á árinu voiu það mikið
meiri en ínntektirnar. Þetta er í
fyrsta sinni I mörg ár, að stjórn Bret-
lands hefir ekki tekist að láta tekj-
urnar mæta útgjöldunum. Og þar
sem það virðist áreiðanlegt, að ekki
verði mögulegt að lækka útgjöldin
framvegis, þá eru stjórnmðlamenn
þar farnir að hugsa um með hverju
móti hægast verði að auka inntektir
ríkisins. Á 40 árum, fyrir 1868,
jukust skattar lítið á Englandi, því
að frá því nm eða stuttu eftir síðustu
alaamót, fram að 1868, var allur
sparnaður viðhafður í stjórnarfari
landsins. En eftir þýzk—franska
stríðið, þegar bæði Frakkar og Þjóð-
verjar tóku til að auka herafla sinn í
stórum stíl, og Rússland tók sér fyr-
ir hendur ýms stórvirki, sem sum eru
ennþá á prjónunum, þá varð Eng'
land annaðtveggja að dragast aftur
úr þessum þjóðum, eða að leggja
meira í sölurnar en það hafði áður
gert. England kaus hinn síðari kost-
inn og þá um leið varð það nauðsyn-
legt, að auka útgjöldin að miklum
mun. Þannig er það, að útgjöld
Englands hafa aukist um helming á
síðastl. 20 árum, en fólkstálan aukist
a$ eins um einn fimta part á sama
tímabili. Þessi útgjöld hafa stöðugt
farið vaxandi ár frá ári, og á síðast-
liðnu ári urðu þau 34^ miljón punda
hærri en árið áður. En inntektir
ríkisins hafa þó á þessum árum lítið
aukist við það sem áður var. Aðal
aukning tekjanna hefir verið frá
erfða og inntekta sköttum, en eink-
um hefir hinn síðarnefndi skattur
verið aukinn svo, að þar sem það
voru áður 3 pence, þá eru nú lögð 8
pence á hvert pund sterling i inntekt-
um manna, þegar þærstíga yfir vissa
ákveðna upphæð. Það hefir verið
siður fjármálastjórnarinnar, að auka
inntektir landsins með því, að bæta
altaf við skatta á inntektum. En nú
er þetta ekki Iengur álitið hagkvæmt
eða jafnvel ómðgulegt. Þessvegna
er nú spursmálið, sem nauðsynlegt
verður að svara bráðlega, um það,
hvaðan eigi að fá þær inntektir, sem
nægi til að mæta sívaxandi útgjöld-
um. Helzt er talað um að leggja
tolla á korn og sykur. England er
farið að komast að raun um, að frjáls-
verzlun er ekki fullnægjandi, því
nú er búið að þyngja svo byrði þjóð-
arinnar með beinum sköttum, að
hún ris ekki lengur undir þeim. Því
er búist við, að nú loks verði tekið
það úrræðið, sem hefði átt að taka
fyrir löngu síðan, að leggja tolla á
verzlunina. Það er neyðin sem
kennir naktri konu að spinna
Vopnaburður
Einars Hjörleifssonar.
Einar litli Hjörleifsson er ekki jafn
vígur á báðum höndum,—hann er
ekki maki Sigmundar Brestissonar,
Þegar hann gengur móti “forntung'
unum í skólunuin,” ber hann sverðið
í hægri liendi og heggur þá bæði ótt
og tíðum, og er vel hittinn. En þeg
ar hann skilmist við mig, tekur hann
sverðið vinstri bendi, og er þá bæði
smáhöggur og skeifhöggur.
ííann hyggur ef til vill, að sér
dugi þessi vopnaburður, þegar hann
á við mann af okkar “tagi”, (Jóns
Stefánssonar). En myndi það eigi
hyggilegra fyrir (háskóla)dilkinn, að
hafa vaðið fyrir neðan sig? Ég veit
svo mikið, að dilkum getur daprast
sundið engu síður en hagagengnu
lömbunum.
Ég hafði hugsað, að ég þyrfti ekki
að rita fleiri greinar móti E. H. út af
leirlosinu hans í “ísafold,” enda eru
hinar síðustu athugasemdir hans ekki
svaraverðar í raun og veru. En bar
dagt.aðferð þessa skriftlærða kráku
stigs-riddara er svo einkennilega
‘týpisk” fyrir suma vora svokölluðu
‘mentamenn”, þegar þeir eiga orða-
skifti við alþýðumenn, að ég álít rétt
að sýna hana í skíru ljósi.
Þar er þá fyrst til mfils að taka, að
E. H. gengur steinþegjandi fram hjá
flestum rökum mínum, sem ég hefi
fært fram gegn vöflum hans og vífi
lengjum. Og í stað þess að svara
þeim, snýr hann ýmist út úr orðum
mínum, eða gerir mér upp kenning
ar og staðhæfingar, seméghefi aldrei
látið mér um munn fara, og aldrei
komið í hug né hjarta. Þetta eru eng-
ar ýkjur, og skal ég nú færa óhlut-
drægum mönnum heim sanninn.
Hann beinist að alþýðunni fyrir
það, að fjöldi manns þykist fær til
þess að dæma og rita um alla skap
aða hluti. Þá bendi ég honum á, að
blað það, er hann starfar að, sé póli-
tisk margfætla, sem margsinnis hafi
haldið með og móti hinu sama. Þar
með var það sannað, að sjálfir leið
togar þjóðarinnar tækju sér úrskurð
arvald í málum, sem þeir annaðhvort
bæru ekki fult skyn á, eða þá að þeir
töluðu stundum móti betri vitund.
Mcr fanst það ekki sanngjarnt, að á
mæla alþýðnmanninum harðlega fyr
ir það hið sama, sem sjáifkjörnir leið
togar þjóðarinnar flaska á.
Þarna gaf ég honum E. H. utan
undir, og sjá ! Hann þegir við.
Hann sparkar til okkar alþýðu-
mannanna fyrir það, að vér ferðumst
með fyrirlestra. Þá minni ég h nn
á, að sjálfur hann hafi gert hið sama
í Ameríku.
Þarna gaf ég honum þráðbeint og
rakleiðis á munninn.
Og þá kingir E. H. bara munnvatn-
mu.
E. H. snýst í miklum móði móti
Möðruvallaskólanum, segir að “hann
fóstri framhleypnina og fítónsanda
flónskunnar” ásamt öðium jafn-ó-
vönduðum orðum um skólann og þá,
sem af honum hafa komið. Ég skal
nú hreinskilnislega viðurkenna, að
ég hefði aldrei andæft þessari Leys-
ingargrein E. H., ef hann hefði ekki
beinst þannig að Möðruvallaskólan-
um, sem hann gerði, og að okkur
Jóni Stefánssyni, sem Möðruvelling-
um. Eg hafði þar líka við góð og
gild rök að styðjast. Framhleypnis-
Akæru hans gegn Möðruvellingum
var svo auðvelt að hrekja. Eg benti
honum á, að af nál 200 nemeridum
skólans væru aðeins 3—einir þrir,
sem ef til vill væri hægt að kall há-
vaðamenn. En á móti þessum þrem-
ur nefndi ég 5 möðruvellinga, sem
eru þjóðknnnir spektarmenn; og
meginþorrinn, sem hvorki stynur
né hóstar, ber auðvitað mest og bezt
kviðinn á E. H.
Þarna hrek ég elgvaðanda Lcys-
ingarinnar með stærðfræðilegum, ó-
yggjandi rökum, sem blindum manni
hlýtur að vera bersýnilegt. Á þessu
atriði liggur E. H. kylliflatur ug ját-
ar með þögninni, að hann hafi farið
með bull og markleysu.
Nú eru taldar megin-þættirnir 1
Leysingargreininni, sem ég gerði at
hugasemdir við. Ég viðurkendi
þegar í upphafi, að 1 sumum atriðum
væri greinin vel rituð. En fram hjá
sumum bláþráðunum gekk ég þegj
andi og afskiftalaus með vilja.
Það sem svo E. H. segir um ástæð
ur mínar er helzt þetta: að þær séu
“innan tómar og kjarnlausar!” o. fl.
En sú speki og mentun sem þarf
til þess að geta sagt þetta og annað
eins!
En sá ljómi sem af vopnunum
stendur!
Magnús sálarháski hefði mátt öf
unda E. H. af bitinu!
Einn sprettinn masar E.H. um það,
að ég vilji stökkva (og stokkið sé)
yfir námsskeiðið. Þegar ég rek svo
þetta niður f hann með því, að ég
hafl aldrei talað eitt orð í þá átt,
verður það síðasta úrræði hans að
svara mér með eintómum hártogun
um og útúrsnúningum f 67. tölubl
ísaf. 1898.
Meðal annara útúrsnúninga E. H
er það, að hann vill helzt kalla það
“illkvitni” af minni hálfu, að ég get
þess til, að orsökin til þess, að E. H
helti úr skálum reiði sinnar yfir Jón
Stefánsson, hafl verið sú, að Jón
“kritiseraði” E. skáld H. E. þykist
ekkert vita til þess.
É veit það heldur ekki. En
Wilhelm agent sagði mér á n. 1. vori
á Akureyri, er við hittumst þar, að
hann hefði verið við fyrirlestur Jóns
og að hann hefði “kritiserað” E. H
Á þessu bygði ég. Og mér þótti
sennilegt, að ritstjórn ísaf. hefði bor-
ist til eyma þessi grein málsins.
Og þótt ég þekki ekki mannlegar
tilfinningar út í yztu æsar, þekki ég
svo mikið til þeirra, að ég veit með
vissu, að hverjum manni er það við-
kvæmara, að fundið sé að við hann,
en þó fundið sé að við framandi ná-
unga.
Mér fanst því eðlilegt og sjálfsagt,
að E. H. léti Jón einkum og sérstak-
lega gjalda þessar gagnrýni um sjálf-
an sig.
Það er líka kunnugt, að E. H. þol
ir manna verst gagnrýni og aðfinn-
ingar. Þegar kvæða-kver hans kom
út um árið, fann þáverandi ritstjóri
Ileimskringlu eitthvað lítilsháttar að
fáeinum atriðum ; en þá stökk E. H.
upp á nef sér og svaraði aðfinningun-
um, og er það þó talin hin mesta ó-
svinna af rithöfunduin.—Hinsvegar
ba.r þó ritstj. Heimskringlu yfirdrifið
Iof á kvæðin.—Það var því von, að
E. H. þyldi illa gagnrýni “vinnu
mannsins.”
E. H. þykist eiga bágt méð að
koma því saman, að Jón hafi unnið
sér til óhelgi, og hinu, að ekki megi
finna að við alþýðumenn, sem ha»n
segir að ég vilji ekki.
Við þetta er það fyrst að athuga,
að ég hefi aldrei kosið mig undan að-
finningum né stéttarbræður mína.
Það er sitt hvað, að andæfa manni,
sem bersýnilega vill traðka öllum
rétti alþýðunnar til þess að taka þátt
í ritstörfum, og hitt, að viðurkenna,
að einhver úr hennar flokki vinni
sér til óhelgi. Og þegar E H. þolir
ekki mótmælalaust lítilsháttar aðfinn-
ingar skarps ritdómara, sem mikið
lof fylgir, þá ætti hann að sjá og
skilja, hve eðlilegt það er, að ég þoli
ekki bótalaust eintómar skammir og
áleitni, sem mér eru sendar, og þeim
mönnum sem mér er jafnað við.
Annars þekkir E. H. Jón Stefáns-
son varla svo vel, að hann geti full-
yrt nokkuð um ómöguleika hans til
æss að segja eitthvað sem vit gat
verið í um Shakespeare. En ég þekti
manninn svo vel, að ég gat sagt það
með rissu, að til þsss var hann ekki
fær—ekki fyrir þá sök samt, að hann
var “vinnumaður”; því til eru þeir
verkamenn í Þingeyjarsýslu, sem
sagt gætu orð af viti um þennan rit-
höfund, ef þeir tækju sig til.
Kitt af því sem E. H. segir, er það,
að ég vilji að menn skrifl, skrifi; að
g hirði ekkert um, hvort nokkurt
vit sé í því, og mér finnist þarflaust
að hugsa sig um.
Hvílík ósvífni og örlygi!
Hvar og hvenær hefi ég sagt nokk-
uð í þessa átt ? Ilvað veit E. H. um
rað, hvað ég hugsa mig mikið um
eði litið?
Það er honum gott, en mér skað
laust, ef honum hefir sjaldnar orðið
klaksárt í höfðinu af heilabrotum en
Kostaboð
sem ég bauð löndum mínum í síðasta
blaði Lögbergs (en sem Heimskringla
gleymdi að taka) notuðu margir, og
þakka ég hinum sömu fyrir, ég ætla
nú aðsjá svo um að þeir sjái sér fært
að hafa góð og varanleg viðskifti við
mig í fram tíðinni með því að gefa
þeim góða og ósvikna vöru, og með
sanngjörnu verði.
Ég er nú að baka brauð úr mjöl-
inu sem er kallað Whole-wliéat
flonr það er viðurkent af læknirum
að vera hin lang hollasta brauðtegund
sem nú er á dagskrá.
G. P. Thordarson.
Undir umsjón ísl. kvennfélagsins
“Gleym mér ei”
Fimtudagskvöldið 27. Apríl 1899,
A ALBERT HALL.
3..
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
Programm:
Samspil: W. Anderson Mrs Murrel
Ræða séra Hafsteinn Pétursson;
Solo. Miss A. Borgfjörð;
Recitation B. J. Björnsson;
Solo: Dr. Ó. Stephenson;
Reeitation, Miss R. Egilson;
Solo: Mr. S. Anderson;
Upplestur: Mrs. A. Þ. Eldon;
Solo: Jón Deilddal;
Upplestur: K. Þórðarson;
Samspil W. Anderson, Mrs Merril;
Veitingar og dans.
Aðgangur 25 cents.
Sko ! Líttu á!
West Selkirk er staðurinn til að fá
allskonar járnsmíði gert betur og ó-
dýrara en annarstaðar, svo sem að-
gcrðir á vögnum “Buggies” og alls-
konar kerrum og akfærum. Einnig
járning á hestum, aðgerðir á reiðhjól-
um, saumavélum, byssum og alt ann-
að sem afluga fer af járn- og jafnvel
trétegundum. Ennfremur beztu teg-
und af steinolíu til sölu með lægra
verði en annarstaðar.
Ben. Samson,
Main Str., West Selkirk.
Native Herbs
kosta $1.00 hver kassi, það eru 200daga
skamtar. Native Herbs hreinsa blóðið
halda lifrinni í heilbrigðu ástandi.lækna
gigt og aðra þreytuveiki. Þær fást hjá
W. B. Thompson,
GLENBORO, MAN.
BRUKAÐIR BICYCLES.
Eyðið ekki peningum yðar fyrir ný
hjól. Ég get selt yður brúkuð reið-
hjól, jafngóð og ný, fyrir frá 15 til 30
dollars, sem er að eins einn þriðji
vanaverðs. Einnig kaupi ép. gömul
reiðhjól.
A. Colien, 555 Main St.
Úrmakari
Þórður Jónssou,
a«o ITIain Stv.
Beint á móti rústunum af Manitoba
Hotelinu.
Dr, M. B. Halldorson,
—HENSEL, N.-DAK.—
Skrifstofa uppi yfir Minthorn’s
lyfjabúð.
Þegar þú þarfnast fyrir (.Ieriiiign
----þá farðu til-
TlSnVLAJX.
Hann er sá eini útskrifaði augnfræðing-
ur af háskólanum í Chicago, sem er her
í vesturlandinu. Hann velur gleraugu
við hæfa ljvers eins.
\V. R. Inman & Co.
WINNIPEG, MAN.
Gash Goupons.
$3.00 í peningum gefnir fyrir alls ekki
neitt. Th. Thorkelsson, 635 Ross Ave,
G. Johnson. corner Ross & Isabel Str.,
og Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa
þessar öou; • ib og gefa viðskiftatnönn-
um sinum þær fyrir hvert lOcenta virði
sem keyr t er I buðum þeirra og borgað
út í hönd. Coupon bækur fást í þessum
búðum, eða hjá
Thé Buyers and Mercliants
Beneíit Association,
Room N Ryan Blk. 490 Main Street