Heimskringla - 18.05.1899, Side 2
HEIMSKRINtíLA 18. MAI 189«.
Heiinskringla.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. Sl.50
nm árið (fyrirfram borgað). Sent til
Ialands (fyrirfram borgað af kaupend-
um blaðsins hér) $1.00.
Peningar seudist í P. O. Money Order
B.egistered Letter eða Express Money
Order. Bankaávísanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með afföllum
H. Ij. ItnldwiiiHon,
Útgefandi.
Office : 547 Main Street.
P O- BOX 305-
Yerkföll.
Verkfoll hafa aldrei verið jafn tíð
og stórfeld hér í Canada, sem þetta
vor. Verkíðll í Bandaríkjunum eru
einnig með meira móti. Um þessar
mundir hafa gert verkfall hér I Ca-
nada: Járnsteypumenn f Montreal
og Toronto; trésmiðir og blýsmiðir í
Winnipeg. — í Bandaríkjunum:
hveitimokarar og þeir sem vinna að
því, að ferma og afferma skip og
flutningslestir í Buffalo, N. Y., og
strætisvagnamenn í Dulutb, ásamt
fleirum verkföllum sem eru í undir
búningi og verða gerð þá og þegar.
Mjög fá af ofangreindum verkföll-
um hafa unnið algerlega enn þá, þ<5
alt útlit bendi á, að vinnuveitendur
verði að lúta í lægra haldi fyrir afli
og samtökum verkamanna.
Hér í Ameríku eru verkamanna-
félög bæði yngri og standa að ýmsu
leyti ekki á eins traustun grundvelli
eins og verkamannafélög í Evrópu.
Hér í Vestur Canada hafa sumar
verkamannadeildir alls engin félög,
en þau félög sem til eru, eru ung og
standa á veikum fótum enn sem kom-
ið, sem eðlilegt er.
En þessi verkfallsalda, sem nú er
vakin, og sem rennur eins og
hraðstreymis alda yflr landið, bendir
óefað til þess, að þeir verkamanna-
lokkar, sem engum félagsskap hafa
bundist sín á meðal, munu bregðast
vel við þessu herópi tímans. Ollum
verkamönnum ætti að vera það Ijóst,
að þeir standa andspænis auð%Taldinu
á vígvelli lífsbaráttunnar. Og þó
þeir hafl sofið að undanförnu, eða
ekki fundið kraft hjá sér til að berj-
ast með fullum hug á móti þeim, sem
þræla þá út og kúga á allan mögu-
legan hátt, þá er betra seint en aldrei
að grípa til vopna og sýna, að maður
þekki rétt sinn, og hafi siðferðislegan
kjark til að krefjast hans og taka
hann hvenær sem er. “Argur er sá
sem engu verst,” segir gamall máls-
háttu. Vonandi er að verkamenn á
þessum tímum láti hann ekki sannast
á sér.
Það ætti að vera hverjum einasta
verkamanni ljósara en flest annað 1
gegnum lífið, að í félagsskap getur
hann að eins treyst á jöfnuð og mann-
réttindi.
Það er langt frá því að verkföll
séu þjóðinni i heild sinni né einstak-
lingunum til heilla og framfara. En
á meðan að verkamannafélög eru
ekki fullmynduð, og hafa jafnvel
rarnma mótspyrnu af sumum verka-
mönnura, þá eru verkfoll oft og tíð
um óumflýjanleg. En væri allar
tegundiraf verkamönnum í réttmæt-
um allsherjar verkamannatélagsskap
þá þyrftu verkföll mjög sjaldan eða
aldrei að verða.
Þessi verkfallaalda bendir ótvírætt
á það, að þeir verkamannaflokkar
hér, sem mvndað hafa félagsskap á
meðal sín, að þeir sjá glöggvara og
skilja, hvernig auðvaldið þrengir
kjörum þeirra á allar hliðar. Verka-
inðnnum er ekki einungis þrælað út
í opinn dauðann, með öllu mögulegu
móti, heldur í þokkabót vísa vinnu-
veitendur -þeim á dyr, á sömu stund
og þeir verða vrarir við að heilsa
þeirra og krattar séu í þann veginn
að gefa eftir. Verkamennirnir eru
að eins stundarlegt fórnardýr ein-
stakra okurkarla og manníðinga.
Með öllu mögulegu móti reyna þeir
að pína þessi fórnarðýr, til þess að
græða sem flest cent um klukkutím-
ann á vinnu þeirra. Standi verka-
maðurinn ekki hörðustu þrælavinnu,
þá verður hann að fara frá verkinu
e5a falla dauður niður. Honum eru
gefin þau daglaun, sem hann og
familía hans getur narað 6, á meðan
hann «*r íullgildur í þarfir þes* sem
yfir vinnunni og [æningunum ræður.
Flestir verkveitendur leggja mikið
I sölurnar, til að fá nærri að segja fá-
gæta manníðinga til að stjórna verk-
inu og pína verkalýðinn áfram með
ofbeldi og hótunum. Þessum var-
menskufullu verkstjórum gjalda þeir
afarhátt kaup, 4—5 sinnum hærraen
verkamönnum, er oft hmga dauðir
niður við verkið eða að eins komast
heim I kofa sína til að gefa upp and-
ann. Fjöldi verkamanna á aldrei
glaðan dag alla sína ævi. Þó þeir
séu skapaðar lifandl verur—oft og
tíðum þúsund sinnum göfugri og
mentaðri en miljónaeigandinn, eða
okurkarlinn—þá hafa peningarnir
það vald, í höndum níðinganna, að
verkamanninum er breytt úr lifandi
ástandi og meðvitund, í vinnuvélar,
sem knúðar eru með einhverjum
djöfullegum ráðum og mætti til að
vinna slindrulaust, þangað til þær
eru uppunnar og eyddar.
Það er vonandi að verkföll hér f
Canada séu fyrirboði þess, að alment
komist á fót öflug verkamannafélög
hjá öllum verkamannastéttum í þessu
landi. Það er deginum Ijósara, að
þær stéttir verkamanna, sem hafa
stofnað verkamannafélög hér, og
nokkur veignr hefir verið f, hafa
stöðugt haldið kaupi sínu hærra en
hinar stéttirnar, sem staðið hafa utan
við verkamannafélög. Hér í bænum
hafa múrarar t. d. haft all-öflugt fé
lag um nokkuð langan tíma, enda
halda þeir kaupi sínu við það sama,
og hafa gott kaup.
Fari svo, að verkamannafélög kom-
ist ekki á fót alment, þá ern afleið-
ingarnar engar aðrar en þær, að
verkamaðurinn verður einlagt troð-
inn lengra og lengra ofan í vesaldóm
og ósjálfstæði, eða hann verður
flýja héðan og komast inn í verka-
mannafélagsskap annarstaðar. En
slfkt er enginn hægðarleikur, þar
sem einlægt er meira framboð til
vinnu, heldur cn vir.na til framboðs.
Vinnumarkaðurinn er víðast hvar
troðfullur af eftirspyrjendum um
vinnu í þessu landi. Það getur fal-
ist á bak við vinnuskortinn innan-
lands upphlaup og blóðsúthellingar,
ef auðvald og stjórnir taka höndum
saman. Auðvaldið reynir að knífa
kaupið niður, af því stjórnin flytur
inn í landið svo hundrað þúsundum
skiftir af fólki, sem gerir litlar kröf-
ur til daglegra þarfa, og þar af leið-
andi getur boðið sig fram fyrir svo
lágt kaup, sem þeir siðnðu þjóðflokk-
ar sem hér eru fyrir, með engu móti
geta lifað við.
En aftur á móti ef hér væru veru-
lega öflug verkamannafélög, þá hefðu
þau ráð á, ef þau legðust á eitt, að
halda innflutningum í skefjum með
því að líða ekki þær stjórnir við-
völdin, sem ekki vilja vernda at-
vinnu kjósenda sinna og síns eigin
lands.
Það er vonandi að verkamenn at-
hugi fyrst af öllu núverandi kring-
umstœður sínar, og reyni síðan að
framkvsema eitthvað til umbóta fyrir
framtíð sfna og sinna. Það dugar
tæplega um eftirkomandi tíma, að
kasta öllum áhyggjum sínum upp á
morgundaginn og lífsábyrgðarfélög-
in, þó livorutvegfja sé gott og bless-
að með öðru betra. Það er vonandi
að allir sanngjarnir og mannúðlega
sinnaðir fslendingar, gefi verka-
mannamálefninu alvarlegan gaum,
og það nú, þegaráður en alt er um
seinan. Hver einasti \rerkamaður er
skyldur að stuðlaaltsem hann megn-
ar að þessu þýðingardýpsta málefni
framtíðarinnar, hvað svo sem féndur
þess spá og prédika um þá stefnu
þeirra.
að hugsa um sanna stjórnfræði og al-
mennings heill, heldur að eins um að
ná völdum og síðan peningum almúg-
ans til umráða. Þetta er sá rauði póli-
tiski þráður, er gengið hefir í gegnum
alt þeirra stjórnarfar, og er dagvax-
andi. Vitaskuld eru einstakar undan-
tekningar frá þeesari frumreglu Liber-
ala, því engin félagsskapur er svo arg-
ur, að ekki slæðist inn i menn, sem
eru góðir og réttsýnir drengir, en áhrif
þeirra og málamiðlun verður næstum
ósjáanleg innan um stærstu fólskupör
aðalforsprakkanna.
Jafnskýr flokkskifting á meðal Li-
berala. eins og nú er, er bygð á þeirra
eigin blöðum og munnlegum frásögum
beztu manna í flokknum, oghefir aldrei
áður gengið eins langt og nú.
Eins og allir vita, sem lesa Free
Press, blað Siftons innanríkisráðgjafa
og Canadian Pacific járnbrautarfélags-
ins, þá hefir það komið svo ofstækis-
lega og óþolandi fram, nú í seinni tíð,
gagnvart rétti og velferð almennings,
að fádæmum sætir. Hinn síðri flokk-
ur Líberala, eins og nú er kallað, fylg-
ir þessu blað, eða réttara sagt. Sifton
og C. P. R- félaginu. Einn sf þeim
allra merkustu Liberölum hér, hefir
nýlega sagt viðoss: “Blaðið Free Press
viðurkennir að eins tvent, og virðist
ekki ætla að viðurkenna nokkur önnur
lög eða mannréttindi hér. Það viður-
kennir Sifton sem oinu mannveruna
hér í ríkinu, sam ðllu eigi að ráða, en
C. P. R. sem alt eigi að eiga. Þeir
setja fremstan í fylkingu I. Champbell
lögmann, sem þingmannsefni sitt.
Hinn flokkurinn, sem fylgir blað
inu Tribune, sem nú kallast Liberalar
hinir betri, kemur fram með D. Mar-
tin (bæjarráðsmann) sem þingmanns-
efni. Virðist hann og flokkur hans
vera mótsnúinn Sifton innanrikisráð-
gjafa og öllu hans háttalagi, í samfé-
lagi við C. P. R. m, fl. Þessi Martins
flokkur hefir nú að undanförnu, og er
nú Jöfluglega starfandi til hagsmuna
samkvæmt stefnu sinni og beztu þekk-
ingu, og virðist hafa mikið fylgi, efiir
sögusögn sjálfra þeirra og blaðsins Tri-
bune. Mótstöðumenn þessa flokks sýn-
astekkert geta fnndið þessum Maitin
til foráttu, nema það. að hann hafi
fyrrum verið Conservatívi. Mr. Mar-
tin er ekki þektur sem stjórnmálamað
ur. En þó hann hafi verið eittsinn
Conservatívi, og orðið siðan að uin-
skifting í pólitik, er hann ekki beint á
fellisverður vegna þesh. að flestir Liber
alar, sem nokkuð kveður að nú. hafa
upprunalega verið Conservatívar, sem
hafa síðan svikið flokk sinn og betri
sannfæringu, og flutt yfir til Liberala
flokksins, til að ná í peninga og stjórn
arvöld. Einnafþessum umskiftingum
G-reenway forsætisherrann sjálfur
eins og áður hefir verið ávikið i blaði
þessu.
íhaldsmenn (Conservatívar) hér í
Winnipeg hafa enn sem komið er tekið
öllu með spekt og stillingu, sem lítur
að þingmannsefni til Ottawaþingsins,
Þeir horfa að eins glottandi á riðlun
Liberala enn sem koinið er. En komi
þeir fram á orustuvöllinn með þing
mannsefni frá sinum flokki. þá vinna
þeir óefað, en hitt er annað’mál, ef þeir
láta svo lítið að senda mann frá aínum
flokki austur til Ottawa, því fáir girn
ast þá stöðu, að sitja undir, álögum og
fjárglæfrabraski Lauiierstjórnarinnar
sem mun vera einhver. hin glæpamesta
stjórn, sem nú er uppi.
Liberalt sainkomulag.
Síðan Ottawastjórnin lét, fara að
undírbúa kosniugalista Jhér í Winnipeg,
og gaf í skin, að þingmaður hér yrði
kosinn, ekki síðar eri í Júnimánuði
næstkomandi, hefir verið háv«ðasamt
og tiokkadráttur í herbúðum Liberala.
Þessi Liberalflokkur hér í Winriipeg
hefir aldrei verið gjálfutn sér samþykk-
ur. í jþeim flokk hafa margir þeir
pólitisku stjórnarglamrarar fylkt sér,
sem hafa verið sárþystir í metorð og
völd, og einhvernveginn hafa fengið
peninga úr vasa almennings. Þess
vegna hafa ætíð einhverjir Liberalar
orðið til að leiða sarnan hesta sína, og
Uerjast um hverthugsanlegt æti-, sem
stjórnin getur staðið af Þeir eru ekki
Fregnbréf.
Greenwood, R. C.
14. Apríl 1899.
[Niðurlag.]
Ég má til að minnast svo lítið á
þennan náma bæ.
Hann var fyrir 3
árum síðan ekki annað en stórskógur
og grjóthólar, en nú hefur hann eftir-
fylgjandi byggingar: 17 Hotel, öll
gtór, 15 smá-kaupmannabúðir, sem
flestar hafa alskonar varning. 1 stór-
kaupmannabúð (sem Vestur-ísl. kalla
heildsölubúð), og er það eina steinhúsið
sem er hér fullgert enn, ein aktýga- og
hnakkabúð, 3 skraddarabúðir, 2 smiðj-
ur, 5 eða fleiri trésmiðaverkstæði, 2
skóarabúðir, 3 bankar (en ekki gefa
þeir vöxtu af peuingum). 2 lyfjabúðir,
2 prentsmiðjur (og á sitt fréttablaðið
hvora þeirra, 1 kjötmarkaður, og á
hann kjötkongur einn, sera að hefur þá
í flestum námabæjum hér vestra og er
einráðnr um verð á þeirri vöru, 1 kirkja
og er hún kathólsk. Þar að auki eru
hér nokkrar rakarabúðir, lögmanna-
stofur, læknastarfstofur og tollheimtu-
hús og fjöldi af íbúðarhúsutn og öðrum
byggingum sem <-r þýðingarlaust ujrp
að telja. F.innig eru hér 2 sjúkrahús,
sem enean langar i að dvelja, en verður
þó oft feginn að heimsækja. Tigul.
steinn er hér búinn til af tveimur félög-
um og held ég að hvorugt þeirra bui
hann til góðan. 1 hefur verið her
sögunarmyllna og hefur hún selt timb-
ur með mjög ósanngjörnu verði.
Kaupgtald hér hefur verið frá $2.00
tli $3.00 á dag, námamenn $3.50, fæði
$1.00 á dag, en alla daga vikunnar vinna
þeir Járnsmiðir góðir $4.00, skógar
höggsmenn $3.00 til $3.50, trésmiðir
$4.00. sögunarmenn i vetur $3.50, múr-
arar $6.00, algeng vinna $2.50 til $3.00.
Mánaðarvinna hér í hænum, og eins að
aka timbri frá millunum $40.00 um mán-
uðinn og fæði, Fæði er hér um víkuna
frá $5.00—$7.00, en fæði og rúm frá
$7.00—$12.00 nú; einstðk máltíð frá 25
—50 cts. en rúni fyrir eina nótt 50 cts.
til $1.00. Ég skrifa þetta af því ég hef
fengið bréf þess efnis að austan, en
komst ei til að vera að skrifa hverjum
fyrir sig, en enginn skal taka orð min
svo, að ég sé að ráðleggja neinum að
koma hingað.
Bæjarstjárnin hér lét gera endur-
bætur alt að $20 000 f fyrra haust og
borgaði $2.50 á dag. En svo hefur hún
aftur byrjað að starfa og borgar $3.00
Ekki nenni ég að skrifa verðlista því
það yrði of langt, en—sem sagt það eru
hér allir hlutir i háu verði.
Járnbraut á að leggjast hingað á
næsta sumri, og er verið að hleypa upp
veginum fyrir hana, og sprengja í
sundur kletta beggjamegin við bæinn,
kaup hef ég heyrt sagt að þar væri $2.00
á dag og $5.00 fæði um vikuna, og fagna
margir komu hennar, því hingað til
hafp menn þurft að aka öllum varn-
ingi hingað á hestum, og hafa margir
haft atvinnu við það; en þeir sjá ei eftir
þeim ferðum, eftir þvi sem ég hef heyrt
þá tjá. Þeir hafa venjulega 12,000 pund
á og fjóra hesta fyrir, og er það þungt
æki.
Fjöldi fólks streymir hér inn dag
lega, og öll veitingahús full, og sægur
af tjöldum sett upp nú þegar.
Veturinn var mjög frostmildur,
að undanteknum tveím áhrynum, en
sem vöruðu mjög skamma stund hvort,
en töluverður snjór varð hér og mér
þykir sient vora, því nokkuð er af snjó
enn i fjöllunum, þó það eigi að heita
autt hér í kring.
Aðal skemtanir hér eru dan
drykkja og spila upp á peninga, og
margt af kvennfólki hértyggur sykraða
“harpies” (trjákvoðu) sér til ánægju
og finst mjer það hálfhlægileg sjón, að
sjá þær síjórtrandi hvar sem er, en
karlmerin reykja i frekaralagi bréf-
snitur, og sumar stulkur hef eg
séð gera það líka, en hvað um þetta,
það er altgullí samanburði viðdrykkju-
skapinn, hann er sannarleg landplága,
því að heyra útúrdrukkin mann standa
við brenni vinsborðið, grátbiðjandi veit-
arann, eins og guð sér til hjálpar, biðja
hann að gefa sér í staupinu eftir að
hafa eytt mestum eða öllum peningum
sinum, slíkter hörmnng, og síðan sjá
þessa sömu aumingja liggja í sinni
eigin spýju einhverstaðar út i skoti til
næsta morguns, þar sem þeim hefur
ruá ske verið fleigt kvöldið áður, risa
upp fremur ófrínilega útlits, og segja
hver við anntn: “I am tuff, I took too
much of the blamed stuff last night.
Oh, well let us go and have an other
drink to streighten ourselves up
Þetta láta þeir ganga þar til þeir eru
útúr aftur; ég þekki raann sem er bú-
inn að vera stöðugt fullur slðan í Nov-
ember í haust, slíkt þol er mikið.
Menn af flestöllum þjóðum hef ég
orðið var við hér en aðallega eru það
Énglar, Frakkar og Bandamenn. Og
gæti ég sagt margt um þá flesta, ef ég
vildi, en ég ætla að hafa það mjög stutt-
ort. Frakkar SPtn ég hef kynst hér eru
flestir mjög fáfróðir. Kunnr ei svo
mikið sem lesa sitt eigið mál, hvað þá
að skrifa nafuið sitt, en raargir eru þeir
mjög hrekkVitrir. Englar virðast
montnir af því að vera Englendingar
og vera ríkir. Lág hugsun finst mér
það og mér falla þeir fremur illa; en
Bandamenn eru aftur á móti þeir beztu
drengir sem ég hef kynnst hér og hvar
annarstaðar, þeir eru fullir af frelsi og
jafnaðarhugmynd og lausir við að vera
höfðingjasleikjur. Marga af þeim og
fleiri hef ég heyrt minnast á Manitoba-
stjórnina núverandi, það er Greenway
og hans forustuneyti og legáta. Þeim er
borin ljóta sagan og ber henni hvevetna
mæta vel saman.*
Það er nokkuð athugavert að hug-
leiða lífsábyrgðarsöguna, ef þú segir
hana sanna, sem eflaust er því hún er
óhrakin enn þá.
Ef umboðsroaður félagsins, hefir
verið svo vel að sér, að vita að ástand
þess var í svona illu ásigkomulagi, og
gjörir það eigin hagsmuna vegna, að
táldraga fátæka fjölskyldufeður (eða
aðra) inn i það, þá veit ég ei hver væru
makleg málagjöld fyrir hann, önnur en
þau. Þvíég veit ei hvað er hegningar-
verðara en þess háttar fiamkoma. En
*) Segðu mér eitt, hvernig stendu
á að “Lögb.” segir oftast nær sömu
söguna mismunandi við þig? Eg treysti
þvi að þú segir satt frá orsökum og at
vikum. Ogþá á ég bágt með að trúa
að “Lögb.” fari með ósatt mál, þar
sem leiðsögumaður þess er eins vel
kristinn (!) og hann segir sig að vera!
En eitt er víst að annarhvorykkar segir
ósatt, og ef það skyldi vara ritstjóri
“Lögbergs,”þá finst mér það gefa mér
tilefni að hafa veika trú á svo vel
kristnum mönnum.
ég vona að hann hafi ekkert vitað um
ástand félagsins og ef svo var þá hafði
hann engan rétt til að standa í þeirri
stöðu að minu áliti, Og ef nokkur getur
kallað þetta kristilegt hugarfar, þá er
ég svikinn lifandi og og dauður.—
Hvl eru þessir lífsábyrgðarmenn að
burðast með það, sem þeir eigi vita
hvað er? Hví lofa þeir ei almúganum
að hugsa, tala, og starfa af eigin hvöt-
um? sv« hann eigi það sem hann með-
höndlar, ég skoða það farsælast,
Sama er með stjórnvísina, hví eru
atkvæðasmalar? Hvi eru dagblöðin
flokksblöð? Eru þau það eigin hags-
muna vegna? Eða eru þau það af því
velferð landsins liggi þeim svo heitt á
sinni? Ogefsvoer, hví er þá alt svo
rotið í aðgjörðum'stjórnarinnar, eins og
þú hefur skýrt frá?
Hví getur ei “Lögb.” unnið í sam-
bandi við þig og hætt að vera flokks-
blað, og frætt lesendur sína um hið
sanna og rétta ástand svo þeir viti
meira en þeir gera.
Eg er nú búinn að vera í þessu
landi næstum tíu ár og veit ei með
vissu hvorum flokknum sé hetra að til-
heyra, og er það af því að ykkur ‘Lögb’.
ber svo illa saman, Ég hef aldrei greitt
atkvæði enn, og ég get hugsað það séu
margir landar líkir mér í þessu efni, þó
slæmt sé afspurnar.
Það virðist kann ske ei í fljótu
bragði mikið í það varið að greiða at-
kvæði, og ég get hugsrð að það séu
margir sem ekkert hugsa um það, og
aðrir sem ekkert skeyta um það þó þeir
hugleiði það. Og þeir þriðju, sem gera
það af jDersónulegri velvild að fylgja
þessum eða hinum kunningja sínum.
þeir fjórðu sem gera það eigin hags-
muna vegna, annaðhvort til að ná i
bærilega stöðu hjá þessari eða hinni
stjórninni eða því líkt, en ef þetta erýi
rétt þá er ég því öllu mótfallinn. Eg
skoða atkvæðagreiðslu þannig að hún
sé velferðarspursmál fyrir land og lýð,
bæði fyrir yfirstandi og ókominn tíma.
Það séu nefnilega niðjar og níðjarnir
sem gjalda eða njóta þessara verka, og
ætti því hverjum sannarlegum manni
að vera mjög ant að greiða atkvæði á
samv'skusamlegan hátt, hvort sem
hann er kristinn eða únítari, eða hverr-
ar svo trúar sem hann er, Það gerir
nú engan mismun, svo lengi sem ég sé
að hann breytir við aðra eins og þjóð-
skipulagið heimtar að sé breytt við sig,
þann mann kalla ég sanntrúaðann,
hvaða svo kyrkjudeild sem hann til-
heyrir. Mér finst sjálfsagt að mér sé
lofað að hafa mína barnatrú, og hví
ætti ég að vera svo ósanngjarn að lofa
þér ei að vera sjálfráð um þín trúar-
atriði; það líður öllum bezt að þeir fái
frelsi; fái að ráða sér sjálfur, og stjóru-
ast af eiginhvötum vera sjálfviljugir,
til sinnaeigin framkvæmda.
Það hafa stöku menn fundið hvöt
hjá sér til að draga hugi manna saman
hvað Islandsför nm( aldamótin snertir.
Látum það vera. Ég get okki séð nein
vandkvæði á að það geti lukkast. En
þurfum víð nokkra leiðsögumenn, eða
nefniir, til að semja um verð farseðla
eða þessháttar? Getur ekki hver einn
samið fyrir sjálfan sig, ef hann langar
til að bregða s®r heim. Einn náungi
sagði ekki alls fyrir löngu, á þessa leið:
að í forstöðunefndina þyrfti að kjósa
menn með þeim hæfileikum, sem út-
heimtast til þess starfa, En sá höfund-
ur sagði rétt áður í sömu grein, að sum
ir reki atyinnu á eigin kostnað og á-
hyrgð, og geri það þeim erfitt að fara;
aðrir hafi stöðuga atvinnu hjá öðrum,
sem geri þeim óhægt uð fara, en þetta
séu þó mennirnir sem geti farið, og um
fátæka daglaunamenn, er hafi óvissa
atvinn, sé varla að tala, því kostnaður
sá se þeim um megn. En má ég spyrja
þennan Th.: Hverja ætlar hann að
láta fara? Flestir ísl. eru fátækir dag-
launamenn. Eg er einn af þeim, og
hefi þó heitið mér þeirri ferð, að öllu
forfallalausu, og þarf engan leiðsögu-
mann, vil helzt stjórna mér sjálfur. —
Fg vildi ég mætti sjá þann hóp sem
stærstan, einkum af daglaunamönnum
og verð ég með þeim. — Að vera að
tala um svo mikla fátækt í þessu landi,
að menn geti ekki komist þessa för, það
er leiðinlegt. því ég veit ekki hvar
menn geta grætt peninga, ef ekki hér,
ef menn vilja leggja nokkuð í sölurnar.
Jæja, Hkr. kæi; óg er orðin marg-
orðari, en ég ætlaði f fyrstu; en það er
eins og hvað reki annað. En ég býst
ekki við að ónáða þig að ginni. Eg
ætla að heita á þig, að gefa þér svo-
litinn gullmola ef ég verð heppinn vest-
ur við West Fork, þrátt fyrir það, þótt
þér sé borið á brýn að vera auðvalds-
blað, og er ég þó öllu auðvaldi andvíg-
ur, enda veit ég að þú ert í allri raun
og veru það líka. Þú mátt eflaust kall-
ast frjálslynda blaðið, eftir framkomu
þinni aðdæmaf seinni tíð, því þú hefir
verndað rótt einstaklingsins, og áttu
þar stóran heiður skilið fyrir hjá öllu
góðu fólki.
Heyrðu ! Heldurðu þú gætir ekki
keypt hann “Berg” og haft hann sem
auglýsingablað í framtíðinni, og látið
hann Trygg þýða auglýsingarnar, því
hann þekki ég færastan mann til þess,
eða svo segir hann sjálfur frá, að hann
sé góður í íslenzku; nógu er hann lærð-
ur til þess, og þá tala ég ekki um nátt-
úrugreind hans, en ekki get ég skilið
að þú gefir honum meira starf, enda
verður tími hans allur upptekinn, [þar
sem hann hefir þingsetu í þokkabót, og
kosningar í nánd. Mér þykir það eins
og sjálfsagt, að hann sæki um þing-
I mensku í annað sinri, og þá tel ég alveg
j víst að hann verði endurkosinn; það
j væri, held ég, skömm að gera það ekki,
: jafnmikilhæfan þingmann og samvizku
: samann frelsisvin Og kyrkjuvin eins og
| hann er! !
Sjálf verður þú, JHkr.. að hafa Bald-
' vin eins og nú er, en 'ég lield hann hafi
of mikið að gera hjá [ér, og ef svo er,
hvernig vræri þá að .fá “Gyðinginu
Þurfið
Ef svo,
ið þér að kaupa Orgel ?
^o, þá kaupið hin beztu.
The Doherty og Uxbridge Orgel
------hafa verið smíðuð í 25 ár-
pp' Verd $60.00 og yfir
Vér höfum i búð vorri miklar byrgðir af orgelum, “EVANS
BROS ” “UXBRIDGE”, “ WESER BROS” og öðrum orgelum.
Mestu kjörkaup á litlum brúkuðum orgelum og pianoes. Frá $25
°(? Þar yfir. Vægir borgunarskilmálar.
Ritið oss eftir verðlista og mjrndabók, eða komið sjálfir og skoðið
orgelin.
H. B. MARCY,
Teleplione 80SÍ.
470 nAIN STR.
T. O. Ilox 572
sw?mmmm??????m?????wm?m???wmm??????mwm???m&£
Ruby
Foam!
Reynið það við hús- og fataþvott. Það er óviðjafnanlegt í
þvott á alt viðarverk í húsum og á húsmunum. Þér þurfið minna
af því en af nokkru öðru efni sem notað er í þvottavatn. Tvær
teskeiðar er nægilegt í eina ffitu af vatn i við allan vanalegan
þvott. Allir íslenzkir matvörusalar hér í bænum hafa Ruby
Foam í búðum sínum. Kaupið það hjá þeira, og ef það reynist
ekki eins og vér segjum hér, þá getið þér skilað aftur umbúðun-
um tii þeirra, og borga þeir yður þá aftur andvirðið til baka.—
I hverjum pakka af Ruby Foam er “COUPON.” Haldið þeim
saman, og þegar þér hafið svo margar af þeim er sýni, að þér
hafið keypt 20 pund af þeesu efni, þá fáið þér hjá oss ókeypis
einhverja eina af inyndum vorum er þér kjósið yður, og eru þær
dollars virði hver. Einnig gefum vér þriggja dollara mvnd fvr-
ir 20 “coupons” og 50 cents í peningum, eða fyrir 50 “Coupons.”
| Tlie Canadian Chciical Works.
‘.IH9 Notre Ihime Ávenue.
^iUUUUUUUiUUUiUi4iUUUUUUUM44U4444iiUUUiUiUUU4
I