Heimskringla - 25.05.1899, Blaðsíða 1

Heimskringla - 25.05.1899, Blaðsíða 1
XIII. ÁR WTNNIPEGr, MANITOBA 25. MAI 1899. NR. 33 Skagafjörður. Eftir Stephan G. Stephansson. I. Frosti' inn kaldi klauf hér fyr Klakameitlum brúnir fjalla, Hóf í fang sítt hamrastallíf, Braut upp feldar fjarðardyr. Stuðluð hjörg, sem stóðu kyr, Steiptar lét í raðir fal'.a. Opna hefur hamraþró Höggvið, eftir skemstu leiðum : Sunnan langt af hæstu heiðum Þráðbeint norður, niðrað sjó. Göng þau eru’ ei grunn né mjó, Grafin vítt með fleti hreiðum. Þar fékk errinn Ægir starf, Armi fjarðar seildist bláum Ii*n með fjallahlíðum háum, Slétti hotn og brimi svarf. Greip í ár við ós, og hvarf Útaf malarkömbum gráum. Hefilsköflutn skelti á Skiphól inn af Borgarsandi. Þar sem enn á þurru landi Spónatörin sum má sjá. Enn við Nesið unnir gljá Upp að fjalladyra brandi. Þegar ÍJIés in haga mund Hafði iokið sínu smiði: « Fjörður þessi er fjarðarprýði,” Mælti Sól, um morgunstund. " Hér að skina’ og græða grund Gleður mig, er rís úr víði.” Geislabrjóstið blítt og ótt Breiddi yfir sand og móa; Við að láta landið gróa Lagði saman dag og nótt.— Enn um vornótt vökurótt Vermir engjar, tún og flóa. Einskis staðar eins og þar Er svo nótt til yndis varið, Að hún getur komið, farið, Án þess þú þess verðir var. —Nætoreyðum æfinnar Eirði’ ei Vor við norðurhjarið. II. Komstu skáld, í Skagafjörð Þegar iyng er leyst úr klaka- Laut, og yfir túnum vaka Börnin glöð, á gróðurvörð ? Lömbin hoppa’ nm holtabörð, Heiðalóur úti kvaka. Flissa’ á brotum bláar ár, Bæjir dotta’ i grænum túnum, Vökuljósum lyftir brúnum Fjallaskagi skúrablár Beggja megin, himinhár, Hérað vefur örmum snúnum. Björt er sveit og sést til als, Sólin ríður vaðið bláa Tindastóls frá hnjúknum háa Yfrað hyrnu Höfðafjals. Eyjar, haf og hæðir dals Hyllir upp við norðrið gljáa. Kannast þú við hversu gljár, Ungra meyja er úti vaka Augað bláa, vökuspaka, Andlit fölt og fléttað hár ? Þegar yfir enni’ og brár Óttugeislar höndum taka. Öll sú fegurð unaðshljóð, Hálf er draumur þinn og þeirra; Þó er líka nokkuð meira : Önnur helftin hold og blóð, Sveipað inn í sólarglóð, Sveitafegurð, vor og fleira. Lastu inn í unglings hug, Er um nætur geymir hjarðar Fram um heiði’ og hlíðir fjarðar, Eða’ í hvamm við áarbug ? Von hans tekur vængjaflug— Vorhug sí zt um hindrun varðar. Þá er von það virðist létt: Verða stór og hátt að stefna, Hefna als sem á að hefna, Sigra, vinna sérhvern rétt— Bíddu ei æska eftir frétt Um það : hvað sé hægt að efna ! III. Afturför menn segjast sjá Sem af tímans eyðing leiði— Þetta’ ev land á þroskaskeiði, Sveit sem vöxt i vændum á. Hrjóstrin eru ei elligrá Æfimörk á visnum meiði. Þó hún virðist beinaber, Bráðum gildna vöðvar mjóir— Melur senn í grasi glóir Þegar fvltur aldur er. Hlíðabrjóstin hefjast, sér Hrósa akrar.gróðurfrjóir. Heill sé þi r sem ætlað er ^ rkja betri daga Ijóðin. Hróið landið, þroskuð þjóðin '' yllra efni færir þér. ^yrigur ei tóma von, sem vér, Morspá langa’ og trúaróðinn. IV. Komstu, skáld, í krappann þar ? Þegar Vetur veðrin snerpir, Vindinn æsir, frostið skerpir, Jökull sezt í sólarfar, Frostsins tak á túni’ og mar Tilfinningarleysið herpir. Manstu eftir aðsókn hans ? Lokar hríðahömrum fjörðinn, Hleður uppí fjallaskörðin, Byrgir myrkva bygðir lands. Eins og leyfi einkis manns Undankomu loft né jörðin. Hvergi skýli, hjálp né hlíf— Þá er feigð og fall, að verjast, Fjörlausn ein, að sœkja, berjast Einvíg djarft um dauða’ og líf— Skyldi ei sál þess sigurstýf Sem af slíkum kröftum herjast ? Heima móður hjartaslög Hristir ofsinn eins og bæinn— Yfir gluggann leggur snæinn, Felur Ijós í fannalög— Vefur örmum ungan mög. Eina huggun skaðadaginn. Skelfist veðrin voðaleg. Þrek sitt lætur þetta herða: Þar sem feður úti verða Skulu synir varða veg! Landsins hjarta á, sem eg, Æskutrú að vissu gerða. V. Namstu bylsins Bjarkamál ? Þegar hopa’ úr haugum draugar, Hristir allar lanzins taugar Hlákustormsins stóra sál. Þiðna hjörn, sem brædd við bál, Bláa jaka straumur laugar. Sprengir sundur, spentar fast, Spangabrynjur jökulfjalla, Vekur reit og rinda alla Heitum anda’ og kveður hvast; Brýtur isa, heimtar hast Hól og dal úr fleti mjalla. Veiztu hvaðan kjark hann fær ? Kraftur vors og sóiskinsdaga Til að leysa hlíð og haga Magn hans er, þó felist fjær— Líkur stormastyrkur slær Strengi yngstu landsins Braga ! VI. Sveitin glaða, gegnum þig Heilsa’ eg fósturfoldu minni! Fjörður, sem í kjöltu þinni Fyrstu gullum gladdir mig. Sem ég ei á æfistig Alveg týndi nokkru sinni. Man ég forna feðratrú, Þá, að andar heygðra hala Hyrfu’ í fjöllin sinna dala, Kæmu þaðan þá og nú. Mér finst vænleg vonin sú Viðlík fögnuð himinsala. Getur, fagii Fjörðurinn ! Minna beztu kvæða kraftur Hvorfið heim í faðm þinn aftur Þegar munnur þagnar minn ; Komið aftur eitthvert sinn Yngri, stærri, endurgkaftur ? Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Forstöðunefnd tríkissýningarinnar í Kansas hefir boðið Col. Fiunston og félögumhans.sem syntu yfir ána áLuzon á Filippineyjunuin um dagiun á mót' skothríð óviuanna, og tóku varnarvirki þeirra hjá Calumpit, ef þeir $1,000.00 vilji koma og sýna þessa hieysti sína í Arkansas meðan á sýningunni stendur i næstkomandi Október. Það er gert ráð fyrir að búa til vígi á Arkansasár- bakkanum, sem hermennirnir svo eiga að taka eftir að hafa áður synt yfir ána. Þetta mundi verða góð skemtuu fyrir áhorfendurna og gróðabragð fyrir sýningarnefndina. Hveitimillufélögin i West Superior i.Wiscorisin ríkinu, hafa "myndað félags skap, með yfir 1 millíón dollars höfuð- stól, til þess að halda mjöli sinu í sem mögulegu hæsíu verði. Verkamarina óeiröir í Little Rock, Arkansas, hafa ent með bardaua og manndrápum. Kolamenn þar höfðu gert verkfall, og voru þá fengnir nokkr- ir svertingjar frá Illinois til að fylla s öðu verkfallsmanna. Þetta líkaði þeim illa. og skutu á svertingjana, 3 þeirra féllu, en nokkrir særðust. Victoria drottning hefir fengið augnaveiki, og er uppskurður á hægra auganu talinn nauðsynlegnr til aðaf- stýra algerðu sjónle/si. Voðalegur fellibylur æddi yfir Ohio ríkið 16. þ. m. og gerði mikinn skaða á stórum partií ríkinu, í bæjum hrundu hús og fjöldi manna meiddist og nokkr- ir biðu bana; bátar og smáskip á ám og vötnum hvolfdust, og töpuðu þar margir meun lífi. Skólahús hrundu og börn meiddust og dóu i ýmsum bæjum. Lord Stafford. einn af þingmönn- um í lávarðadeildinni á Englaudi, varð undir járnbrautarlest 16. þ. m. og beið bana samstundis. Það ollir talsverðum æsingum í Lnndúnum, að 7 brezkir þegnar hafa verið teknir fastir i Johannesburg i Afríku, og kærðir um landráð. Menn þessir eru brezkir hermenn. og er sagt aðskjölhafi fundist á þeim, er sanni þá seka. Það varð bardagi á Dauðsmanns- eyjunui í Vancouver þann 15. þ. m. Mr. Ludgate, timburkonungurinn mikli frá Bandaríkjunum, sem með einhverjum brögðum hafði fengið leyfi frá Laurier- stjórninni til þess að höggva timbur á eynni. kom þangað með nokkra menn að morgni þessa dags og lét þá hefja skógarhöggið. Lögregluþjónar voru þá sendir þangað til að stöðva verkið. Ludgate varð æfur við og sló annan manninn, en varð samt tekinn og sett- ur i járn. Joseph Martin lét varpa houum í fangelsi, og hótaði að senda herflokk til að skjóta menn hans, ef þeir ekki hættu vinnu. Kvað hann eyjuna vera eign bæjarins, og er nú mál risið út af þessu. Ibúðarhús fylkisstjórans í Victoria B. C..brgnn til ösku að morgni hins 18. þ. m. Aguinaldo,foringi uppre'starmanna á Filippineyjunum, hefir sent nefnd manna til herforingja Bandamanna, til þess að leita sætta og semja um frið. Það er talið áreiðanlegt að uppreistin sé þegar á enda. 3000 bréfberar í Paris hafa gert verkfall, af því þingið neitaði að sam- þykkja lagafrumvarp er leyfði stjórn inni að hækka laun þeirra. Þær fréttir koma frá 8t. Péturs- borg, að ákaflega ríkir gullnámar hafi fundist í landeign Rússa nálægt landa- mærum Kínaveldis. Bandamenn og Frakkar hafa myndað hlutafólag og fengið leyfi til að vinna í námum þess- um. Rússar hafa gert kröfur til Kína- stjórnar um leyfi til að byggja braut frá Manckuria til Pekin. Þessari beiðni neitaði stjórnin, en Rússar kváð- ust þá mundu láta kué fylgja kviði, og myndi Kíriaveldi bíða tjón af þrjósku sinni. Lét þá Kina undan og veitti brautarbyggingarleyfið, Er þetta að- al sporið til þess að gefa Rússum nær því ótakmarkað vald þar í landi, og er svo að sjá að Bretar geti lítið aðgert, þótt þeim liki aðferð Rússa miður en vel. Þann 18. þ. m. átti alríkjafriðar- nefnd Rússakeisara að koma saman í Hague á Hollandi. Nefnd þessi á að ræða um friðarmál, og ef hægt er, að komast að samningum er lúti að því að koma í veg fyrir stríð rnilli þjóð- anna út af ágreiningsmálum þeirra. Það verða aðallega 10 mál, setu fundur þessi tekur til umræðu: 1. Samningur um að auka ekki 'her- afla til lands eða sjávar, eða fjártillög til herútbúnaðar eða kostnaðar, fyrir vist ákveðið tímabil. 2. Tilraun til þess að fiuna ráð til þess að minka heraflann og herkostnað í framtíðinni. 3. Bann gegn því að nota nokkur ný skotvopn eða sprengiefni, eða önn- ur hernaðarfæri fullkomnari, en þau sem nú tíðkast. 4. Takiiiörkun á notkun hinna kröft ugustu og áhrifamestu sprengiefna, er nú tíðkast, og forboð uin að kasta nokkrunt sprengiefnum frá loftbátuin eða á annan hátt. 5. Bann gegn notkun neðansjávar- sprengivéla (submarir.e torpedos), eða annara slíkra áhalda. 6. Samningar um að byggja ekki herskip með stálbrjótum (rams). 7. Að fylgja í sjóhernaði þeim lög- um, sem saml>ykt voru á Geneva fund- inum. 8. Um friðhelgi skipa, sem vinna að björgun þeirra, sem sigrast hafa í sjó- orustu. 9. Endurskoðun hernaðarlaganna, sem samþykt voru í Brussel 1874. 10. Viðurkenning þeirrar grundvall- arstefnu, að þær þjóðir sem vilja sæta þeim kostum geti útkljáð ágreiningi- mál sin með gerðardómi. Þetta eru þau mál, sem Rússakeis- ari vill að séu rædd af fulltrúum þjóð anna og útkljáð á þann hátt sem þeim getur komið samaii um. Það mun mega telja víst, að árangurinn af fundi þessum verði enginn; að þjóðirnar komi sér ekki saman um nokkurt veru- legt atriði; enda eru sum þeirra þannig löguð, að óþarfi er að ræða þau. Það þarf ekki alþjóðlegan friðarfund til pess að samþykkja að þær þjóðir, sem vilja geti útkljáð mál sín með gerðardómi, því þær hafa þann rétt, eins og nú er. 1. og 2. atriði farafram á að minka her- útbúnað og þar af leiðundi kostnað, er jafnan fylgirslíkum útbúnaði, en eng- ar líkur eru til þess, að allir verði á eitt sáttir í því efni. 3. 4. 5. o, 6. atriði fara fram á. að takmarka notkun hern- aðarfæra. Þao mun óhætt að fullyrða, að svo lengi sem ekki er algerlega bj-rgt fyrir möguleika til hernaðar. þá mun; þióðirnar nota þau öfl, sem þær hafa ráð á, til þess að stýðja sig að málum. Eu það má hafa umræður um þessi at- riði, og eru Sum þeirra gott kappræðu- efni. 7. 8. og 9. atriði, um alþjóða hernaðarlög, eða um lítilfjörlegar breyt ingar á þeim, gera hvorki til né frá. Ef að fundurinn getur ekki komist að neinni niðurstöðu um að koma á al- þjóða friði, og til þess eru engin likindi, þá munar minstu undir hvaða lögum bai ist er. Enda er óvíst að þær breyt- ingar sem kynnu að verða gerðar i þessa átt, verði nokkur umbót á því fyrirkomulagi sem nú er. Rétt nú þegar fulltrúar þjóðanna sitja á fundi á Hollandi, til þess að reyna aö koma á alþjóðafriði, þá eru Bandamenn að auka verkstæði sitt á Rock Island, svo að þar verð framveg- is hægt að búa til 2500 skotriffla á hverj um deni. Þeir búast auðsjáanlega ekki við miklum árangri af hollenska friðar- fundinum. Ungra manna felag eitt i Lundún- um, sem heitir ‘‘Bachelors Club”, er í erjum út af spilamensku, 93 háttstand- andi menn í félaginu; vilja láta hætta allri spilamensku í klúbbnum: segja hana vera óholla fyrir heilsu, siðferði og efnahag fólagsmanna. En 119 fé- lagsrnenn vilja láta halda spilum áiram. — Það eru auðsjáanlega þeir sem hafa unnið. en hinir tapað. UmlðOBicycle verkstæði í Banda- rikjunum hafa sameinað eignir sínar og starfsemi undir eina aðalstjórn. Með þes?ari sameiningu erbúist við að hægt verði aö minka svo kostnað við auglýs- ingar umferðarsölumanna, að ágóðinn af tilbúningi hjólanna geti orðið meiri hér eftir, en að undanförnu. Professor Commons, ’einn af fræg- ustu háskólakt-nnurum í Ameríku, hefir verið visað frá kennarastöðunni við S.yraouse háskólann, af því hann var ófáanlegur til þess að kenna þar póli- tiska hagfræði, sem umráðendur skól- ans — sem allir eru millíónerar—vildu láta kenna þar. Kolanámamenn í Belgíu hafa gert verkfall. með þeim afleiðingum, að járnverkstæði ríkisins hafa orðið að hætta vinnu vegna kolaleysis. Sú saga berst frá Vancouver, að Kinverjar þar séu að gera stórkostleg og yfirgripsmikil samtök til þess að styðja Kang Yu-Wei. stjórnmála og umbótamanninn kínverska, sem fj'rir nokkrum vikum varð að flýja land sitt vogna skoðana sinna iá stjórnmálum. Það er sagt að fimm millíónir Kitiverja í Canada, Bandaríkjunum og Astralíu, séu í þessum samtökum, og að höfuð- stóll sá sem þeir hafa til þess að vinna verkið, sé nú orðinn $60,000 000. og að af þeirri upphæð séu $57,000,000 í Ca- nada. Kang ber sjálfur kostnaðinn við þessa félagsmyndun og leggur á öll ráð Þetta mikla félag «tekur að sér að á vaxta peninga þeirra Kíaverja, sem vilja stunda verzlun eða iðnað í Astra- líu, eða Bandaríkjunum. Hugmyndin er að koma á fót þeira umbótum í Kina sem Kang hefir barist fyrir í mörg undanfarin ár. Fundur með ] eim Kruger gamla. forseta Orange fríríkisins í Afríku, og sendiherra Breta, hefir verið ákveðinn 30. þ. in.. til þess að ræða um sam- band Breta við lýðveidi Krugevs. Fund- ur þessi er afleiðing af landráða tilraun- um. er brezkir þegnar gerðu nýlega í ríki Krugers. Marion Brown. sá er skaut og drap lögretduþjón Towey í London, Ont. í fyrra, var hengdnr þar í bæuum 17. þessa mánaðar. Bandamenn hafa náð annari höfuð- borg frá uppreistarmönnum á Philipine- eyjnnum. Sanisidroer nafn þessa hæj- ar og féll hann í hendur herdeildarinnar frá Oregon undir forustuGen. LaEtou’s. Skólakennari í Derby, Conn. neyddi 8 vetra gan,lan di eng til þess að gleypa hálfa teskeið af rauðum pipar fyrir það að dre.igurinn hafði haft hljóðskraf við annan pilt í skólanum rneðan stóð á kenslu. Barnið var flutt á sjúkrahús nær dauða en lífi. Varirnar, tungan og allur munnurinn og kok barnsins brend- ist og bólgnuði svo að óvíst er er hann haldi lífi.—Kennarinn þyrfti að fá mak- leg málagjöld, Það er talið víst að allir sjálfboðar sem nú eru í Philipine-eyjunum, verði komnir þaðan áleiðis til Bandaríkjauna innan tveggja máuaða. Sjómálaráðgjafi Laurier stjórnar- innar sagði á Ottawa þingi í síðustu viku að sendiförin til Hudson’s flóans, í íyrra, hefði kostað ríkið $40,141.00* og að stjórnin hefði ekki í huga að hugsa frekar um það mál að svo stöddu.—Svo fór um sjóferö þá. Níu ára götnlum pilti var stolið úr bænóm Hatnilton, Ontario, fyrir 2 vik- ura. hann fannst nýlega í St. Louis í Bandaríkjunum, hafði hann sloppid úr höndum þeirra sem tóku hann, og komst ii,n til St.. Louis. Þjófarnir en ófundnir. Mr. Angus A. McKenzie frá Kin- cardine, Ontario, hefir nýlega ritað móður sinni bréf frá Klondike. Hann segiv: “Eg hef ætíð haft gott álit á Canadamönnum, en nú finn ég Canada- Stjórnarþjónana í Yukon þá nýðings- legustu og svívirðilegustu þjófa og ræn- ingja sem hugsast getur”. Þetta er karlmannlega og hreinskilnislega sagt. Það eina sem að þvi má íinna, er, að það er satt. Mr. R. C. Clnte, sem var settur til að rannsaka Crow’s Nest-brautarmálið i haust er leið, hetír rétt nýlega sent skýrslu sína til stjórnarinnar, og er hún ófögur með pörtum, í næsta blaði flytjum vér útdrátt úr skýrslu þessari. §pring Stock Vér ftöfurn nú fengið mestu fyrni af vor- vörum, svo sem gólfteppum, olíudúkum gluggatjöldum o. s> frv. Axiiiijister, liidilorniiiiNter og Velvet gólfteppi beint fr Lovdon. UiiioiiN og Wool’s beint frá verksmiðjunni Gólfteppi sniðin og lögð niður ó- keypis. Komið og skoðið þesnar vörur. 574 Main St*-. Telefón 1176. Frétt frá Yukon segir að 21. Apríl hafi allur aðalparturinn af Dawson City brunnið til öskn, og er skaðinn metinn 4 rollionii Dollats. Litlu síðar varð annar eldur sem eyðilagði það sem eftir var af bænum, og var skaðinn af þeim eldi metinn á eina milión dollars. bæjarbúar standa ráðþrota og ekkert getur orðið gert fyr en skipgengt er á ánni—um 1. Júlín. k. Öll matbjörg brarin. Húsaviður er mjög ’lítill og svo dýr að hann má heita ókaupandi. Óvandaðar húshurðir kosta frá 35 til 75 Dollars. óvandaðar skrár $8.00 og alt annað með tilsvarandi verði. DR. J. J. WHITE, Tannlæknir, | dregur og gerir við tennur eftir nýjustu | aöferð ár als sársnuka, og ábyrgist alt : verk þóknanlega af hendi leyst. i Horuið á Main og Market St. Winnipeg. Þurfið þér að kaupa Orgel ? Ef svo, þá kaupið hin beztu. The Doherty og Uxbridge Orgel ----hafa verið smíðuð í 25 ár- ''•^^"^Verd $60.00 og yfir Vór höfum í búð vorri miklar byrgðir af oreelum. ‘*EVANS ” ^J^-BRIDGE”, ‘ WESER BROS” og öðrnm orgelum. Mestu kjörkaup á litlum brúkuðum orgelum og pianoes. Frá $25 og þar yfir. Vægir borgunarskilmálar. Ritið oss eftir verðlista og myndabók, eða komið sjálfir og skoðið orgelin. H. B. MARCY, Tel«plioii« 470 nAIN STR. I* <>. Ilox 573 Bicycles. Þér ættuð að koma og sjá Thistlc og Fnlton hjólin. Þau eru áreiðan- lega einhver þau fallegustu sem nokkurn tíma hafa verið flutt inn til Winni- peg. Þau eru einhver þau léttustu, en þó sterkustu hjól sem búin eru til í Bandaríkjunum. — Featlierstone hjólin (sömu sem í fyrra voru kölluð “Duke” og “Duchess”) reyndust ágætlega í fyrra. Það er óhætt að renna þeira á hvað sem er, þau eru næstum óbrjótandi, og þarf því ekkert að kosta upp á þau í aðgerð. — Mlondike hjólin eru mjög góð fyrir jafumikla pen- inga. Þér gætuð ekki fengið betri kaup þótt þér senduð eftir hjóli sjálfir til Stórborganna i Bandaríkjunum eða Canada. Verð að eins $28.50 fyrir borgun. út í hönd. B. T. Björnson. Corner King & Market Streets. H. Bjarnason, Glenboro, umboðsmaður fyrir Argylebygð. WELLAND VALE BICYCLES Eru beztu hjol sem buin eru til i Canada. $35-oo KEÐJULAUSIR, PERFCT, GARDEN CITY, DOMINION. og yfir. Áður en þér kaupið reiðhjöl á sumrinu ’99, þá gerið svo vel að líta á hjólin okkar. Þau hafa allra nýustu “Twin Roller” keðju, “Internal Expanders”, færanleg handföng, “Crank hangers’-fstöð í einu stykki og sjálf-ábornings ása. Eftir að hafa skoðað hjólin okkar nákvæmlega, munuð þið sannfærast um að við erum á undan öðrum hvað snertir til- búning reiðhjóla í Tillu Canadariki. Umlxiðsmenn í Winnipeg TURNBULL & MACMANUS* Umboðsmaðm-í Vestur-Cft'iHda 310 Mellermott Ave. Walter Jackson, P. O. Box 715 Winuipeg. THE WELLAND VALE MANUF. CO. St. Catlierines, önt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.