Heimskringla - 01.06.1899, Síða 4
HEIESKRINGLA, 1. JÚNÍ 1899.
Frjettir fyrir folkid!
Eigendnr “Cheapside” búðanna, kunngera hér með vinum og viðskiftamönnum sínum, að
vegna þess að leigumáli þeirra er nú um það útrunninn þá búast þeir við að verða að flytja úr þessum velþektu “Cheapside”-búðum, og bjóða þeir þess vegna fólkinu
allarvörur, um §40,000 virði, með stórum afslætti. Yörurnar samanstanda af álnavöru, karlmanna og drengjafatnaði—sömuleiðis karlmanna nærfatnað, skyrtum, flibbum
hálsbindum, sokkum, böttum höuskum og stígvéla og skófatnaði. Sala þessi er nú byrjuð og þeir sem koma fyrst hafa úr mestu að velja. Tefjið ekki.—Hundruð manna
og kvenna sækja nú búðirnar daglega, rífa út vörurnar fyrir hálívirði og senda svo kunningja sína til að sækja meira. — Mr. C. B. Julius vinnur í búðum vorum og hefir
fult umboð vort til þess að sinna þörfum Islendinga og sjá um að þeir fái þau mestu kjörkaup sem hægt er að gefa, á öllum vörum er þeir kaupa.
RODGERS BROTHERS & COMPANY, 578 og 580 Main Str.
Winnipeg.
Galiciu-morðingjarnir Czuby og
Guezczak voiu hengdir á laugard. var.
<«ott fæði, húsnæði og þjónusta
fæst keypt að 538 Ross Ave.
Friðrik Th. Svarfdal.
Hr. Halldór Valdason frá Brandon
flutti sig og fjölskyldu sína hingað til
bæjarins fyrir skömmu síðan.
Árni Freemann, Ingimundur Jóns-
son og Björn Jónsson, allir frá Vestfold
P.O, voru hér í bænum í fyrradag.
Nýjar kartöflur fást á markaðinum
hér í bænum fyrir $5.00 bushelið eða 3
pund fyrir 25c. Ekki er bitinn gefinn.
Nýlega hefir verið stofnaður barna-
skóli að Tindastól í Alberta-nýlendunni
og er hr. Jón Kjærnested kennari þar.
Á sunnudaginn var gaf séra Haf
steinn Pétursson saman í hjónaband að
539RossAve,, hr. Zofanias Þorkelsson
og Mrs. Jóhönnu Maríu Friðriksdóttir.
Herra Bjarni Magnússon hefir leg-
ið hættulega veikur í lungnabólgu í
rúmar 2 vikur. Hann er nú á batavegi
og mun vera úr allri hættu Dr. Ólafur
Björnsson hefir stundað hann.
Trésmiðaverkfallið hér í Winnipeg
er nú loks á enda. Báðir málspartar
hafa komið sér saman um að leggja á-
greiningsatriðin í gjörðardóm þriggja
óvilhallra manna og hlýta úrskurði
þeirra. «
Fellibylur snerti bæinn Melita í sið-
ustu viku og gerði nokkrar skemdir á
húsum. Er þetta að því leyti merki-
legt, að slíkir fellibyljir eru mjög sjald-
gæfir í Canada. í>að eru mörg ár síðan
slíkur bylur hefir komið hér í Canada.
Oss barst svo mikið af auglýsingum
í þetta blað, að vér urðum að rýma í
burtu neðanmálssögunni. Kaupendur
eru beðnir aö forláta þetta; í næsta
blaði minka auglýsingarnar aftur og
þá kemur sagan.
Þar sem í siðasta blaði var getið um
sendinefndina frá Dakota sem nú eru í
landaskoðun hér í Canada, þá láðist að
nefna einn sendimanninn, Kristján
Jónsson á Hensel. Hann kom tveim
dögum síðar en hínir hingað til bæjarins
en varð þeim svo samferða héðan vestur
til Edmonton.
Mr. ísaac Campbell, sá sem búist er
við að sæki um ríkisþingmensku fyrir
Winnipegbæ undir merkjum Laurier-
stjórnarinnar, sagði á almennum fundi
25. þ. m., að hann hefði yissu fyrir því,
að Ottawastjórnin ætli að einhyerju
leyti að sinna óskum bæjarbúa með að-
gjörð á St. Andrews strengjunum á
þessu þingi. —Kosningar í nánd !
Mr. Wm. White, forstöðumaður C.
P. R. félagsins nér í bænum hefir til-
kynt það blaðamönnum hér, að C. P.R.
félagið ætli bráðlega að láta byggja
stórt og vandað hótel hér í Winnipeg
Ekki vildi hann segjahvar í bænum það
ætti að verða,\en lét líklega yfir því. að
undirstaðan mundi verða bygð í sumar
og húsið svo klárað að Sri.
I siðustu viku komu hingað til bæj-
arins þeir Sveinb. Sigurðsson, Bessi
Tómasson, Kristján Vigfússon, ísleifur
Guðjónsson og Jón Jónsson Þistilfjörð
allir frá Shoal Lake nýlendunni. Voru
þeir að fljtja hr. Bessa Tómassou, ein-
hvern bezt metna bónda þar, hingað til
bæjarins, og er hann að flytja sig alfar-
inn norður til Mikleyjar. — Fréttir úr
nýlendunui sögðu þeir þær helztar, að
vatnið stendur nú hærra á löndum
bænda en nokkru sinni áður. Þeir eru
farnir að sannfærast um það þar ytra,
að það þarf meira en margsvikin loforð
fylkisstjórnarinnar á nndan hverjum
kosning'um til þess að ræsa fram vatn
iö og þurka upp votlendið, svo þeir geti
haldist við á heimilum sínum.
Eiríkur Guðmundsson og Björn
Jónsson frá Lundar, og Jón Hannes-
son frá Vestfold,- voru hér í bænum í
gærdag.
The Morning Telegram kom út í
gærmorgun í stærra broti en áður, um
56 dálka blað, fult af fiéttum og fróð-
legum ritgerðum.
Kjörlistinn fyrir Mountain kjör-
dæmið er nú prentaður, og hafa “Gritt-
ar” laumað inn í hann 100 nöfnum síð-
an kl. 12, á miðnætti, 16. Maí síðastl.;
þar af 34 íslenzkum. “Grittar” mega
vera rólegir yfir þvi, að það verður lit-
ið nákvæmlega eftir þeim nöfnum í
tæka tíð fyrir kosningarnar.
Fyrirlestur sá um stríðið á Cuba
sem hr- Jón Gíslason í Selkirk auglýsti
í síðasta blaði, verður. eins og þar er
auglýst, haldin 7. næsta mán. Þessari
samkomu var frestað til þess að koma
ekki í bága við Forestersamkomuna,
sem haldin var i gærkveldi. Menn ættn
að fjölmenna á þessa samkomu hr. Jóns
Gíslasonar.
Þessir Ný-íslendingar voru hér á
ferð um helgina : Stefán Sigurðsson og
Jósep Skaptason frá Hnausum, Krist-
ján Pálsson frá Gimli, Valdimar Jóns-
son, P. C- Jónasson, Stefán Guðnason
Jón Gunnarsson og Bergþór Kjartans-
son. Ennfremur Mrs. Anna Nordal frá
Hnausa, og verður hún um kyrt hér í
bænum um tíma.
Hr. Einar Gíslason, bókbindari,
hefir tekið að sér útsölu á Bjarka fyrir
mína hönd, og bið ég alla kaupendur
blaðsins, sem hafa skift við mig, að
snúa sér til hans framvegis því viðvíkj-
andi. Utanáskrift hans er : Room 12
Rorie Block, Winnipeg.
Magnús Pétursson.
Meinleg prentvilla hefirorðið í kvæð-
inu : “Ekki að lúffa” í 81. tölubl. Hkr.
í fyrsta erindi. öðru vísuorði, hefir ei
prentast fyrir er og á upphaf vísunnar
að vera svona :
Ei lúffa, sem hundur, mín hugdjarfa
Þjóð,
Er heimskir og ósvífnir dónar
Þér vanheiður sýna á vestrænni slóð.
Við undirskrifaðir höfum fundið
hvað það er ósæmilegt að halda áfram
þeim óvana sem átt hefir sér stað, með
að opna búðir okkar og pósthús á helgi-
dögum, hvenær sem æskt hefir verið.
Við höfum þvi komið okkur saman um
þábreytingu f framtíðinni, aðopnaekki
til viðskifta á helgidögum fyrir kl. 2 e.
h. Eftir þann tíma erum við viljugir
til að opna ef þörf gerist, án þess þó að
við skuldbindum okkur til að gera það,
nema eftir kringumstæðum.
E. H. Bergmann, Garðar, N.D
póstafgreiðslumaður.
Elis Thorwaldson. Mountain.N.D
póstafgreiðslumaður.
Thompson & Wing, Mountain,
per M. Stefánsson.
P. J. Skjöld, Hallson, N. D.
Póstafgreiðslumaður.
S. Thorwaldson, Akra N. D.
Póstafgreiðslumaður.
pLEURY
HEFIJR MEÐAL ANNARS :
Baðmullar nærföt 25c. og yfír
Balbriggan “ 50c. “
Merinoullar “ 50c “
Ullar-nærföt “ $1.00 “
Hálsbindi fyrir alla 5c. “
Cashmer-sokkar 25c. “
Hvítar skyrtur 50c. “
Mislitar skyrtur 50c. “
Prjónapeysur 25c. “ 4
Hjólreiðahúfur 25c. “
Hjólreiðafatnaðgr $3.00 “
Takið eftir stráhöttunum hjá oss alla
næstu viku.
D. W. Fieury,
5<»4 Jluin Sti't'et.
Andspænis Brunswick Hotel.
Herra Magnús (Egilsson) Brandson !
frá Chicago, kom hingað snögga ferð á
mánudaginn var í kynnisför til föður
síns og syskina hér í bænum. Hann er
vélfræðingur eg vinnnr fyrir “Fraser & '
Chalmers” mikla námavélafélagið þar. ,
Mr. Brandson er mjög efnilegur maður !
og hefir af sjálfsdáðum rutt sér góða |
braut í þessu landi. Hann fer heimleið-
is aftur á morgun.
Blaðið St. Paul "Globe”, dags. 16.
Maí, skýrir frá því, að hr. Christian H.
Richter, sem íslendingar hér í bæ þekkja
síðan hann hafði hér heimili fyrir nokkr
um árum, hafi nýlega gengið að eiga
ungfrú Theresu A. Lavin, frá Long
Prairie, Minn. Stúlka þessi er mentuð
vel, af góðum þýzkum ættum og vel
fjáð. Um 50 manns voru í veizlunni og
lætur blaðið mikið af því, hve alt hafi
verið ríkmannlegt og skemmtilegt. Hin
ungu hjón búa i St. Paul. Vér óskum
þeim til lukku og langra lífdaga.
Þeir herrar Jón Hannesson og
Guðm. Andrésson gera allskonar “Silver
Plating” á borðbúnaði, sem farinn er
að láta ásjá. Vér höfum séð handa-
verk þeirra, og getum borið vitni um
að þeir leysa þetta verk mjög vel af
hendi. Hlutirijir líta út rétt eins og
nýir eftir að þeir hafa “forsilfrað” þá.
Þeir gera alt undur ódýrt. íslendingar
ættu að fara með gömlu skeiðarnar sín-
ar og gafflana til þeirra og láta þá gera
þá skínandi eins og skærasta silfur. Þá
er að hitta að 179 Lombard Street.
Vér höfum verið beðnir að geta þess
að sjúkranefndin í Good-Templarstúk-
unni Heklu samanstendur af: Ingvar
Búason, Pétur Thompson, Guðmundur
Johnson, Miss Kristín Anderson, Miss
Guðrún Jóhannsdóttir og Mrs Sigur-
björg Helgadóttir. Nefndin heldur
fundi sína á hverju fimtudagskveldi á
skrifstofu Mr. Guðmundar Johnson á
horninu á Ross og Isabel St. Stúkan
biður þá, sem hafa einhver mál að
flytja fyrir nefndinni, að koma fram
með þau á fundum hennar á fimtudags-
kvöldum.
Enn fremur óskar stúkan að þeir
sem enn þá ekki hafa svarað spurning-
um hennar í sambandi við bindindis-
málið, vildu gera það sem allra fyrst.
Enn þá hafa að eins 14 af 38 mönnum
svarað, purningabréfum, sem þeim
voru send.
Viðurkenning.
Herra ritstjóri :—
Viljið þér gjöra svo vel og lofa blaði
yðar, Heimskringlu, að flytja fyrir mig
innilegt þakk’æti til hinnar “Óháðu
Reglu Skógarmanna” (Independent
Order of Foresters), fyrir ágæta og
greiða borgun á lífsábyrgð mannsins
míns sáluga, að upphæð $1000. Hann
dó, eins og áður hefir verið frá skýrt.
11. þ. m., en ávísun á peningana fékk
ég þann 26. þ. m., eftir að eins 15 daga.
í sambandi við þetta finn ég ástæðu til
að þakka stúkunni Isafold, sera gerði
sér far um að flýta fyrir þessu, og eins
fyrir alla hluttekning og velvild, sem
ýmsir meðlimir stúkunnar hafa sýnt
mér.
Winnipeg, 29, Maí 1899.
Mrs. Anna Gíslason.
Lítil athugasemd.
Herra ritstj
Eg vil biðja yður að ljá eftirfylgj-
andi línum rúm í blaði yðar.
í 29. nr. Hkr. er dálítill útdráttur
úr fylkisreikningunum fyrir árið 1898, og
við tölulið 2913 stendur: S. Friðfinsson
o.fl., vegagerð við íslendirigafljót$53,00.
Þetta er ekki rétt. E« vann að þess-
ari vegagerð og voru mér ekki borgaðir
$53,00, heldur að eins $30.00 (skrifa og
segi þrjátíu). Meiri peningar hafa ekki
komiö i míria vasa eða manna þeirra,
sem unnu þetta verk uydir minni upa-
sjá.
Eg hlýtaögera þessa athugasetnd,
einkuin gagnvart þeim n önnurn, sem
únnu hjá mér. því rétt erbezt., os kem-
ur í veg fvrir misskilning.
Geysir P O., Man., 15. Maí 1899.
S. Fribkinnsson.
Free Press getur þess í gærmorgun
að það slys hafi viljað til í Selkirk, í
fyrradag, að Walter Sigurðsson hafi
handleggsbrotnað þar við sögunar-
myllu.
Herra Jónas Brynjólfsson lagði af
stað, að líkindum alfarinn héðan, vest-
ur til Cooteney námahéraðsins á sunnu-
daginn. Bjóst hann við að reyna
lukkuna þar, fyrst um sinn að minsta
kosti.
Concert og Social.
hefir kvennfélag Tjaldbúðarsafnaðar
fimtudaginn 8. þ. m. í Tjaldbúðinni.
Gott prógram verður auglýst í næsta
blaði. Á samkomunni koma fram
menn, sem aldrei hafa komið þar fram
fyrr.I
Peningum þeim sem inn kunna að
koma á samkomunni, ver kvennfélagið
til þess að hjálpa söfnuði sínum áfram.
i kvöld!
Eins og áður hefir verið auglýst,
verður ókeypis skemtisamkoma haldin
í Unity Hall í kvöld. Verður þar til
skemtunar: ræðuhöld, upplestur og
söngur. Ágætur enskur söngmaður
syngur þar tvær solos. Einnig verður
þar Tombola, og gefst mönnum þar
kostur á að eignast marga ágæta muni
fyrir lítið sem ekki neitt. Allir eru
boðnir og velkomnir. Inngangur og
skemtanirnar — alveg okeypis. —
Samkoman byrjar kl. 8
í kvöld.
Uppynging.
Vinsæl uppgötvun er það sem J.
R. Haisley og A. C. Wiener, j rófessór-
ar við læknaskólann í Chicago, hafa
gert, og haldiO leyndu fyrir almenningi
þar til fyrir fáum dögum, að þeir
kunngerðu það fyrirheiminum, að þeir
hefðu fvndið upp nýtt og áðar óþekt
ráð til þess að yngja upp gamalmenni
á tveimur mánuðum. Þessi uppyng-
ing karla og kve nna er gerð með því,
að sprauta innundir húð þeirra kyrtla-
safa úr ungum dýrum; helst geítum.
Uppgötvun þessi var gerð fyrir ári
síðan, en hefir ekki veriö gerð opinber
fyr en nú, af því að prófessorarnir hafa
verið önnrim kafnir að gera tilraunir
bæði á mönnum og hundum. Dr, Hai-
ley sprautaði nokkru af safa þessum í
14 vetra gamlan hund, og varð hann
eins fjörugur eins og hvolpur innan
tveggja mánaV. TiÞaunir hafa og
verið gerðar á gömlum mörinum og
konum, 1 neö líkum afleiðingutn og á
hundinum.
RoyalOrownSoap
$65.00 Nevv William Drop
Mead saumavje!ar.
Gefnar f'yrir sápubréf. 3 vélar
gefnar á nverri viku fyrir ROYAL
CROWN sápubréf og “Coupons.”
Biðjið matvfjrusala yðar um
ROYAL .CIiOWN “Coupon” með
hverjum 5 stykkjum af ROYAL
CROWN sápu með bréfum á.'
Fyrsta vélin var gefln mánu-
daginn 16. Janúar.
Engum sem vinnur á sápugerð-
arverkstæðinu verður leyft að keppa
um þessar vélar.
DR. J. J. WHITE,
Tannlæknir,
dregur og gerir við tennur eftir nýjustu
aðferð ár als sársauka, og ábyrgist alt
verk þóknanlega af hendi leyst.
Hornið á Mainog MarketSt. Winnipeg.
Woodiie Restaurant
Stærsta Billiard Hall í
Norð vestrlandinu.
Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”-
borð. Allskonar vín og vindlar.
I.ciinoii & Hebb,
Eigendur.
H. W. í\. Chambre,
landsölu- og eldsábyrgðar-
umboðsmaður
373 Main St., Winnipeg'.
Mjög ódýrar bæjarlóðir á Sherbrook St.
50+Í32 fet. Verð að eins $200.
Peningar lánaðir móti veði í bæjarlóð-
um og bújörðum. Lán sem veitt eru á
hús í smíðum eru borguð út smátt, eft-
ir því sem meira er unnið að smíðinu.
Eldsábyrgð. Hús til leigu
Bicycles.
Þér ættuð að koma og sjá Thistle og Fnlton hjólin. Þau eru áreiðan-
lega einhver þau fallegustu sem nokkurn tíma hafa verið flutt inn til Winni-
peg. Þau eru einhver þau léttustu, en þó sterkustu hjól sem búin eru til i
Bandaríkjunum. — Fentlierstone hjólin (sömu sem í f.yrra voru kölluð
“Duke” og “Duchess”) reyndust ágætlega í fyrra. Það er óhætt að renna
þeim^ á hvað sem er, þau eru næstum óbrjótandi, og þarf því ekkert að kosta
upp á þauí aðgerð. — KlondiKe hjólin eru mjög góð fyrir jafnmikla pen-
inga. Þér gætuð ekki fengið betri kaup þótt þér senduð eftir hjóli sjálfir til
Stórborganna í Bandaríkjunum eða Canada. Verð að eins $28.50 fyrir borgun
út í hönd.
B. T. Bjornson.
Corner King & Market Streets.
H. Bjarnason, Glenboro, umboðsmaður fyrir Argylebygð.
WELLAND VALE BICYCLES
Eru beztu hjol sem buin eru til i Canada.
KEÐJULAUSIR, PERFCT,
GARDEN CITY, DOMINION. h>35'00
Og yfir.
Áðar en þér kaupið reiðhjól á sumrinu ’99, þá gerið svo vel að Iita
á hjólin okkar. Þau hafa allra nýustu “Twin Roller” keðju, “Internal
Expanders”, færanlcg handföng, “Crank hangers”-ístöð í einu stykki og
sjálf-ábornings ása. Eftir að hafa skoðað hjólin okkar nákvæmlega,
munuð þið sannfærast um að við erum á undan öðrum hvað snertir til-
búnjng reiðhjóla I öllu Canadaríki.
Umboðsmenn í Winnipeg
TURNBULL & MACMANUS*
Umboðsmaður í Vestur-Canada 210 IlcDermott Ave.
Walter Jackson,
P. O. Box 715 VVinnipeg.
THE WELLAND VALE MANUF. CO.
St. Catberlnes, Ont.
Ef þér yiljið fá yður ágætan alfntnað þá komið til vor. Vér búum tilallan-
fatnaðinn sjálfir og getupn þi í Abyrgst að hann fari vel o t só úr góðu efni.
Takið eftir þesmin verðlista :
Vaðmáls alfatnnðuv frá $3.50. Nhv.v Blue alfatnaður frá Í6.50.
Svört. ullarföt f>á 6 50.
Vér höfum nríklar hyr^öir að vclja úr með hvnða sniði sem þér óskið.
J GENSER, eigandi.
McCLARY’S FAMOUS PRAiRIE-
Þetta er sú bezta eldnstó í lamlinu, hún bakar Pyramid af brauðum”með'
jafnlitlum eldlviö og aðrai stór baka að ems fáein brauð. Hetír sérstök þæg-
indisvo sera hitamæli í bökunarhólfinu er sýnir hitann áieiðanlega, bökunar-
ofn úr stáli meö fódruðu eldgrjóti, liakar með þriðjungi minni eldivið en nokk-
ur önnur stó. Hreint luft geugur um ofninn ott gerir brauðm holl og ljúfeng.
Kaupið McCláry’s eldstó ef þér viljið beztu stá. Ef§ kai pmaður yðar hefir
hana ekki þá ritið oss.
The McClary Mfg. Co.
WINNIPEG, MAN.