Heimskringla - 22.06.1899, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.06.1899, Blaðsíða 1
XIII. ÁR NR. 37 Heimsknngia. WINNIPEG, MANITOBA 22. JtJNl 1899. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Eldur kom upp í niðursuðuverk stæði í Vancouver og brann þa? til ösku á 45 mínútum ásamt með mörg- öðrum húsum þar í grendinni. Skað- inn metinn $76,000. Voðalegur hagl og regn stormur æddi yfir Wéstminster bæinn á mánu- daginn var og fylti hús og götur bæjar- ins með aur og leðju og alskonar óhrein indi, sem runnu ofan frá fjöllunum, sem eru bak við bæinn. Urðu sumir húseigendur fyrir $1000 skaða hyer, við flóðið. Enn eitt þorp — Herman—í Ne- braska rikinu gjöreyddist á þriðjudags- kvöldið var. Fellibyl sló niður í bæ- inn, sem hefir um 800 íbúa, og gjör- eyddi hvert einasta hús í þorpinu og drap yfir 100 manns. Láu mannabúk- ar eins og hráviði á götum úti innan um timburrusl úr húsunum. Þessi stormur æddi yfir allan norðurhluta Ne braska. Áreiðanlegar fréttir segja að An- tonio Luna. hershöfðingi uppreistar- manna á Filippineyjunum, hafi verið myrtur af lífvarðarforingja Aguinaldos. Luna hafði farið á fund hershöfðingj- ans, og spurði einn af herforingjunum hvort hann væri heima. Hinn kvaðst ekki vita það. Luna þótti þetta svar heldur ókurteist og ávítaði foringjann fyrir það, en hinn svaraði með skamm- byssuskoti, og féll Luna þar og fylgd- armaður hans fyrir spjótum varðmann- anna. Þykir þetta hið mesta illvirki.— Uppreistarmenn eru nú að fjölmenna fyrir sunnan Manila, og er ætlað að þeír hafi í hyggju að ráðast á bæinn. Virðast þeir vera að safna nýjum kröft um og eru hinir áfjáðustu í aðsókninni gegn Bandamönnum og gera talsverð spell í liði þeirra. Washingtonstjórnin er í þann veginn að senda herauka austur þangað, því Otis vill, eins og áður hefir verið um getið, hafa þar að minsta kosti 35,000 hermenn til yfir- ráða. Að Bandamenn séu þar ekki alveg einráðir, má marka af því, að General Lawston með 3000 menn háði bardaga við upprejstarmenn, en gat ekki þokað þeim meir en 500 yards til baka frá stöðvum sínum á heilum degi. Tals- vert mannfall varð af báðum flokkum. Annars er mjög líklegt að mannfall Bandamanna sé eitthvað meira en frétt ir fara af. því þeir, en ekki uppreistar- menn, hafa umráð yfir málþráðum og senda þær fréttir um ástandið þar eystra, sem þeir álita óhjákvæmilegt að kunngera. Má og vera að stjórnin á- líti sér engan hag í því að gefa of ná- kvæmar fréttir af örðugleikum her- manna sinna þar eystra. Það gæti haft illar afleiðingar fyrir hana um næstu forsetakosningar. Annar ráðgjafi Ontariostjórnarinn- ar |hefir verið dæmdur úr sæti í West Huron í Ontario fyrir mútugjafir. Ékki ber það vott um kosningaskýrlífi Liber- ala. En Lögberg þegir. Stórkostlegur fellibylur með r -gni æddi yfir part af Minnesota og Wiscon- sin þann 12. þ. m., sérstaklega yfir bæ- ina Hastings. Minn.. og Hudson og New Richmond, Wis. Það er talið víst að 250 manns hafi farist í síðast- nefndum bæ og margir létust í bænum Hastings. Frá Lacrose, Wis:, er sagt, að hinn skaðlegasti bylur sem komið hefir í 17 ár, hafi ætt þar yfir landið og gert feikna tjón. Járnbrautarbrýr sóp- uðust af grunnmúrum sínum og teinar brautanna skoluðuot burt af iöngum pörtum. 50 fjólskyldur urðu að flýja hús sín, en kvikfénaður drukknaði í hundraða tali. Lestagangur á braut- um er mjög óreglulegur og sumstaðar algerlega stanzaður. Svipaðar fréttir koma frá Wniona og Minneapolis. í síðarnefndum bæ er bylur þessi talinn sá versti í mannaminnum. Svo er að sjá á blöðunum, að hin fyrírhuguðu jarðgöng milli Englands og írlands muni kosta um $60,000,000. Gángin eiga að verða 25 mílur á lengd, og skuiu grafin undir sundið milli laud- anna, en þar er 85 faðma dýpi. Ná- lega allir mestu stjórn- og hermáia- menn á Englandi eru hlynlir þessu fyr- irtæki, ' og það verður fljótlega lögð fram formleg áskorun til þingsins um að veita stjórninni fé tilað framkvæma verkíð. Blaðið Montreal Witness sagði ný- lega: “Nábúar vorir eru farnir að fá hugmy nd um kostnaðinn við það að halda hermenn á vígvelli, og er það nokkuð sem þeir hafa ekki vitað um 1 heilan mannsaldur, þó að eftirlauna- listinn hafi stækkað, en minkað ekki síðan á dögum þrælastríðsins. Aður en stríðið við Spán byrjaði, höfðu Bandamenn 25,000 fastahermenn, og var herkostnaður þeirra $4J milíón á mánuði. En á árinu, sem endar 1. Júlí 1899, er herkostnaðurinn talinn að verða um $240 milíónir, eða $20 milíón- ir á mánuði. Hér við má bæta sjó- flotakostnaðinum, $75,000.000; ekki er þó hér með talin áætlun um aukakostn- við land- og sjóherinn. Blaðið Mail aud Einpire skýrir ný- lega frá því hvernig Liberalar fóru að vinna kosningarnar í West Elgin í On- tario. Maður er nefndur Duncan Bole, hann var innflutninga umboðsmaður stjórnarinnar í Sault St. Mary-hérað- inu. Hann var settur kjörstjóri í einni kjördeildinni, og var hann tekinn fast- ur eftir kosninguna, fyrir að hafa breytt atkvæðaseðlum íkassannm. Var hann við fyrsta próf látinn laus gegn allháu peningaveði til tryggingar því, að hann mætti fyrir æðri rétti og verði mál sitt þar. En þegar til kom, var hann strokinn, og urðu ábyrgðarmenn hans ;að borga ábyrgðarféð. Á kjör- stöð þeirri, er maður þessi var settur yfir, áttu Liberalar von á 4 fleirtöJu, en fengu 85. Báðum flokkum kom þetta jafn óvart og rannsókn var hafin. 84 Conservatívar sóru að þeir hefðu greitt atkv. með flckksmanni sínum, en úr kassanum hjá Bola komu að eins 42 Conservatíva atkvæði. Bole vissi skömmina á sig og kom ekki tii dóms- ins, en lét ábyrgðarmenn sína lenda 1 skaðanum. Enginn veit enn hvar þessi Liberal atkvæðaþjófur er niður kominn. 3000 verkamenn við járnbræðslu- verkstæðin í Denver, Pueble og Lead- ville, gerðu verkfall á fimtudaginn var. Það var búist við að flest eða öll járn- bræðsluverkstæði i Colorado verði að hætta vinnu innan fárra daga, og verða þá um 30 000 manna atvinnulausir. Óánægja út af kaupgjaldi ei orsök til þessa mikla verkfalls. Dupnj'-stjórnin á Frakklandi hefir hefir sagt af sér. M’ Poincare hefir verið kvaddur til að mynda nýtt ráða- neyti. Hann á að verða stjórnarfor- maður og hermálastjóri. Svertingi einn i New Orleans, Ed- ward Gray að nafni, var kærður fyrir þjófnað, sem hann var sagður að hafa framið í fyrra. Fyrir dóminum komu engarsannanir fram gegn honum, og var lianum slept. En hópur manna tók hann og hengdi upp i tré. Þetta er talið hið mesta illvirki, og hefir lög- reglan ákveðið að láta hegna þeim, sem sekir eru um þennan glæp. Haglstormur skall yfir svæði hjá Sinclair P. O. á sunnudaginn var, en engar skemdir hafði það gert á ökrum, að eins brotið rúður í húsum, og er þó stormur þessi talinn sá mesti, sem þar hefir komið í mörg ár. Frétt frá Dawsan segir Yukonána auða þar þann 17. Maí. Þá vor 92 stórir bátar hlaðnir með fólk og vörur á leiðis frá Lake Bennett til Dawson. Ottawastjórnin er að ’gera ráðstöf- un til þess að hægt verði að kaupa á- byrgð á peningabréf, sem send eru með póstum, svo að sendandi geti fengið alt að $25 útborgað úr rikissjóði fyrir hvert tapað bréf, eftir því hve mikið bréfið hefir inni að halda. Þetta er nauðsynleg ákvörðun og verður eflaust vél þegin af þjóðinni. Lawton hershöfðingi, með 3000 her- mönnum. barðist við 4000 uppreistar- merin í Cauite-fylkinu í síðustu viku, og vann frægan sigur. Herdeildir hans drápu, særðu og tóku til fanga um 1300 manna, enhinir liörfu ðuundan. Banda- menn náðu þar 3 fallbyssum og miklu af skotfærum. Skip Bandamanna höfðu hjálpað ‘landher Lawtons með því að senda sprengikúlur inn í her- deildir uppreistarmanna, og má víst al- gerlega þakka þeim að Bandamenn unnu svo mikinn sigur. Menn eru nú í mestu ákefð að byggja Dawson City upp aftur eftir brunann mikla, sem getið var um hér 1 blaðinu. að þar hefði orðið í vor. ;Sög- unarmylnurnar eru látnar ganga dag og nótt. Það er sagt að útþvottur úr námunum þar sýni miklu meira gull en menn höfðu vonast eftir. Þær fréttir bárust með gufuskip inu Cnpiland. sem kom til Vancouver 15. þ. m. frá gulllandinu nyrðra, að Altinhéraðið í norður B. C., sé miklu gullauðugra en menn hafa gert sér van- ir um. og vissu þó allir að það var auð- ugt námahérað. Maður að nafni Bert Farrar tók úr námu sinni 7 pund af gulli á 4 dögum. Hann fann einn mola er vó 1 pund og3 únzur. John Stan- ley fékk $18 úr einni pönnu af sandi, og 4 menn tóku á hálfum degi $62 úr öðrum námum. Einn maður fékk $27 á hálfum degi úr námalóð sinni. Svo margir gullmolar finnast á stað þessum, að hann er kallaður "Nugget Point”. Það er sagt að gull finnist í öllum þeim námum, sem enn þá hafa verið unnar í þessu Altinhéraði. Northern Pacifíc-járnbrautarfélag- ið .liefir lækkað farþegja fargjald á brautum sínum í Manitoba úr 4 centum niður í 3 cent á roíluna. Þessi far- gjaldslækkun verður gerð 1. Júlí næst- komandi, og Mr. Svinford, aðalungboðs- maður félagsins segir að þessi niður- færsla sé gerð af frjálsum vilja og án nokkura utan að komandi áhrifa, til þess að fargjald í þessu fylki geti verið í samræmi við það, sein þaðer annars- 3taðrr ^fylkinu. C. P. R. félagið hefir lofað að byggja 20 mílur af Great North West Central járnbrautinni á þessu ári. Shaugh- nessy, hinn nýi forseti félagsins, hefir gefið skýlaust loforð í þessa átt. Congressmaður Richard B. Bland andaðist að heimili sinu nálægt bænura Le Canon, Mo., þann 15. þ. m. Hann var áhrifamikill maður í þjóðmnlum Bandaríkjanna. Oraniumannafélagið ákvað nýlega á fundi í 7’oronto, að framvegis geti enginn sá maður orðiðfélagslimur, sem hafi atvinnu við tilbúning eða sölu á öli eða vini. Er þetta talin mjög eftir- tekt.averð ákvörðun og bendir hún ijós- lega á þau vaxandi áhrif, sem vínbanns félögin eru farin að hafa á þjóðlíf þessa lands. Senatið í Michigan samþykti ný- lega lagafrumvarp með 2o atkv. móti 3, sem leyfír sveita- og bæjastjórnum að ná saman nauðsynlegum inntektum með því að Ieggja skatt á land, að eins eftir virðingarverði þess. Þetfta er samkvæmt Henry George hugtnynd- inni um “Single Tax”. Til þess að þetta geti orðið gert, verður 1/5 af öll- um kjósendum einnar sveitar að biðja um að það sé borið undir atkvæði sveit- arbúa, hvort skattar sveitarinnar skuli lagðir á á þennm hátt, ogsé það sam þykt af sveitinni, þá skal það gert með þessu fyrirkomulagi, yrðuþá allar vör- ur og byggingar skattfríar, General Gomez hefir samið svo um við . Brooks, herstjóra Bandamanna á Cúba. að hann (Gomez) skuli hafa fullt vald til þess að búa til nýja skrá yfir þá hermenn þar á eyjunni, sem eigi til- kall til borgunar, en sem ekki voru á fyrstu nafnaskránni, og einnig yfir þá, sem ekki hafa enn þá fengið fullnaðar- borgun, Bandamenn hafa lofað að borga öllurn uppreistarmönnum þar kaup sitt að fallu, og fæða þá þar til búið er að fullgera nafnaskrár Gomez og borga þeim kaup sitt samkvæmt þeim. Lögreglustjórnin í Chicago hefir látið taka manntal þar í borginni, og sýnir það tölu borgaibúa að vera 2,088,043. Samningar eru nú gerðir milli Eng- lands og Bandaríkjanna um bráðabyrgð ar landamerki milli Alaska og Cannda, og er svo að sjá sem Bandaríkin hafi haft hið bezta hlutskifti. Allur Limi- Canal er viðurkendur að vera í Banda- ríkjunum. Nánari fréttir koma vænt- anlega um þetta málefni síðar. M Poinc.are hefir reynt að nij’nda ráðnneyti á Frakklandi, en ekki tekist það. Um miðjan þennan mánuð hröpuðu 4 námamenn ofan í námagöng í nám- unni Black Sturgeon, nálægt Rat Port- age. Læknar foru strax á stað og þetta fréttist. Náma þessf er um 2 milur frá Rat Portage. Námagöngin eru um 200 fet á dýpt, og hljóta menn- irnir annaðtveggja að hafa hrapað til dauðs, eða vera stórmeiddir. Fyrir skömmu síðan kom skip til Vancouver með gullsand, sem er um $150,000 virði. Gullfarmur þessi kemur frá Daw son City og gulllandinu þar í’knng. Um 50 farþe^ jar voru með skipinu, og (eru þeir eigendur þessara auðæfa. Á leið- inni mætti Dirigo Hurnbolt, skipinu sera fyrir nokkru siðan festist á Chath- am Point klettinum. en hefir losað sig aftur. Einn af farþegjunum, að nafni Da- vis, skýrir frá, að rétt áður en hann hafi farið úr Dawson City, hafi fyrsta gull’est Alex. McDonalds verið að koma ofan fjallshlíðina. I lestinni hafi verið um 40 múlasnar, og hafi verið þungklyfjaðir af gulii. Þetta er fyrsta gullflutningalestin úr einni námalóð McDonalds. í E1 Dorado námunni. Verkfallið á Grand Trunk járn- brautinni er endað. Félagið hefir látið tilleiðast að veita mönnuœ sinum það sem þeir báðu um. Það hefði verið betra fyrir báða málsparta, ef félagið hefði séð sóma sinn i því að veita ósk- um verkamonna sinna áheyrn fyrri. En "betra er seint en aldrei”. Sú frétt kemur frá Ottawa, að stjórnin ætli að leggja fram á þessu þingi $200,000 til þess að gera við Rauðárstrengina, og að það sé fyrir- hugað að byrja strax á því verki. Vínvinir unnu stóran sigur yfir bindindismönnum í Bronce County, Quebec. Scott-lögin hafa verið þar í gildi nokkur ár, en nú var gerð til- raun til að fá þau lög afnumin með at- kvæðum fólksins. Stjórnarráðgjafar frá Quebec og Oattwa unnu með bínd- indismönnum og viðhaldi laganna. En vínvinir urðu yfirsterkari, svo nam 500 við atkvæðagreiðsluna. Tillagan. 17. Júni er kominn á knén, hann kollsteypist að ár úr fári. Það var myndarlega gert af Argyle- búum að hætta við alt hátíðarvesen í ár í sambandi við 17. Júnf. Og sökum þess að það eru virðingarverðir menn sem þar eiga hlut að málí, þar sem þessi 3. manna nefnd er, þá er það þess vert að maður athugi enn einusinni hvernig alt stendur. En eins og flestum er kunnugt áður, þá virði ég ekki 17. Júní málið sjálft nokkurn hlut—varla þess að tala um það. Mér verður þá fyrst, að leita að á- stæðu fyrir því, hversvegna Argyle- menn taka nú beizlið út úr bikkjunni og hætta við alt hátíðahald. Er það af því, að slíkt hafi kostnað í för með sér ár eftir ár ? Nei, því þar eru menn vel efnum búnir, og þessi nefnd ein hefði getað haldið jafnstórt boð og Hjaltasyn- ir forðuio, án þess að hallast. Ekki er það heldur af því, að fólk þar vestra kæri sig ekki um eða vilji ekkihafa einngleði og skemtidag á sumr- inu, sem stefni i áttina til íslenzkrar þjóðminningar. Nei, langt frái, þar er glaðværð nóg til, þar er þjóðminning og ættjarðarást skráð jafndjúft á hjörtu karla og kvenna sem annarstaðar hjá oss Yestur-Islendingum. En af hverju er það þá,? Það er til skammar að þrengja ' 7.júní upp á fólkið þegar til lengdar lætur Þétta sjá forkólfar málsins og vilja því heldur hætta við alt hátíðahald. og vilja svo reyna með lempni og flaðri að fá aðra til að hætta við það líka. Sann- leikurínn er það, að einnig i Argyle er almenningsviljinn mjög skiftur milli beggja daganna. 2. Ágúst og 17. Júni og er það þó aðalplássið þar sem flugan hefir fengið mestan vind undir vængi. Ég hefi á síðastl. vetii talað við mjög skilríka og merka menn, bæði frá Selkirk og Brandon, og það er alveg Sama sagan,—undirbúningsfundir, lak- lega sóttir, 17.Júni haft þarmeiri mála- skúma og þessvegna þvælst i gegn. Þcg- ar'ég svo undanskil þetta 17. Júní félag sem svo kallar sig, hér í Winnipeg, með Sigtrygg og Lögberg í broddi fylkingar, þá eru allar aðalstöðvar upptaldar. Og gætum svo vandlega að þessu öllu sam- an, brjótum það til mergjar, og hvað kemur þá í ljós ? Sundurlyndi og skift- ar skoðanir i þeirra eigin flokki. sem þeir kalla með sér. Því er viti næst fyrir þá að hætta nú alveg við alt 17. Júní brask. Það er það eina sem þessi Argylenef nd gat gert sér til sóma. Eða hvað svo sem mundi hún semja við oss 2. Ágústmenn, ef þetta annars getur náð til vor, sem ég er ekki vel búinn að átta mig á? Mundi hún vilja eða þora að halda'því fram, að þjóðminningar- hátiðír vorar 2 Agúst hafi frá upphafi verið þjóðflokki vorum til rainkurmr í augum innlendra manna? Eg býst ekki við því. Og hafi það hingað til verið sko'að vansæmislaust, og meira að segja til sóma, af öllum réttsýnum mönnum, hvað hefir þá alt, þetta brask aðþýða? Það er gersamlega ómögu legt að verja það, ef þrjóskulaust er á litið og með viti og sanngirni. að 17. Júní hátíðahöldin eiga alt vansæmið (ef um vansæmi er að ræða). Þaðan stafa öll brotalöm og bláþræðir, sem komnir eru á þjóðminningarbandið, — vina og tiygðabandið, sem á að tengja oss saman og endurnýjast þennan dag. Ég geng moð vilja framhjá sögu- viðburðunum í þetta sinn. Ég hefi áð ur um það skrifað og 2. Ágúst hefir miklu meira gildi nú sem fyrri, og eins það, að ég vil halda mig sem næst þjóð- minningardeginum heima á Fróni. En að segja það manni, sem er jafnkunnug- ur og ég er öllum kringumstæðum til lands og sjávar á íslandi, að 17. Júní muni verða frekar valinn. það er bláber vitleysa og ekki til neins. Það er að vísu óþægilegt fyrir þá heima að missa dag frá slættinum, en samt verður það óefað fyr gert, en að 17. Júní verði val- inn. Að þessi virðuglega nefnd hafi nokkra nýja Kruggspá að opna fyrir oss, get ég ekki skilið. Það er búið að tgka til alira vopna sem hægt er að beita, ogekkieftir annað en grautar- þvörur og mykjnkvíslir. Og ekki mun það hafa neina þýðingu fyrir þá vitring- ingana að vestan, að reyna að bysahér með þessa svefn- eða dauða-tillögu sina Við vitum hvaðan fluga sú er komin og hvað felst á bak við hana, og höfum “ráð und rifi hverju” gegn þesskonar “sendingum.” Það er engin rotnun í félagslikama vorum 2. Ágústmanna, og vér erum einfærir um að halda góðan og sómasamlegan þjóðminningardag nú sem fyrri. Þið hinir eruð hjartan- lega velkomnir að vera með og hjartan- lega velkomnir að draga ykkur út úr, ef ykkdr finst það betur sæma. Svo hefi ég úttalað til nefndarinnar aðsinni. Mennina virði ég, en málefni þeirra ekki. Skrifað í Winnipeg 17. Júní. Lárus Guðmundsson. Langar vikur. Flestir íslendingar, sem búa hér í fjarlægðinni frá íslenzku blaðastöðvun- um, munu hálfgert hlakka til mánu- daganna. Ef alt er með feldu, geta þeir átt von á Winnipegblöðunum. Ég skal ekkert um það segja, hve margir kunna að þrá "Lögbergið”, og þvi síður að ég vilji geta upp á, hvað mönnunum geti gengið til að vilja sjá blaðið. Hitt er víst, að margir lesa það eins og hjartnæmar kvöldhugvekj- ur. En það verða stundum langar vik- urnar milli þess,sem sómablaðið kemur. Það fer eftir því á hvaða stigi þunginn er. Þó má ekki kvarta yfir því, að það eigi næði fullum tíma í tvö síðustu skift- in. Fyrra blaðið tíutti þá talsvert eftir ritstjóra Hkr. — tekið upp úr The Morning Telegram —, og er þaðvíst hið eina sem ég man eftir aö ég liafi lesið með ánægju í Berginu. Síðara og seinasta blaöið hafði fremur lítið í fróttum að segja, að und- anteknum íslandspóstum. Þetta litla brot af ræðu fjármálaráðgjafans, Mc- Millans, er þesseðlis, að það gagntekur ekki hjörtu allra íslendinga, sem búa hér við Kyrrahafsströndina—að minsta kosti. Mér finst að hver óvalinn fjósa- drengur mundi geta gert svipaða út- reikninga eins og þessi herra Millan. Ef t. d. að drengur hefði 3 kýr að sjá um» og hann svo ímyndaði sér, að 3 gætu bætzt við. þá væri ósköp auðvelt fyrir snáðann að segja: "3 og 3 eru 6”. Og “þá hefi ég sex kýr í fjósi”. Millan segir: “160 mílum verði bætt við” (brautina), og ‘ 9o mílum verði bætt við” o. s. frv., og “þá höfum vér 1024 mílur af járnbrautum, sem minnis- varða um starf vort í þessa átt”. Ég sé engan annan mun á drong og Millan. heldur en þann, að Millan stingur þessu að náunganuin, eins og ofboð litl- um þingboðsseðli, svona rétt á undan kosningum, en drengur margfaldar kussur/ rétt út í bláinn. Aðra villu rak ég mig á í þessu seinasta Lögb., sem betur færi að eng- an vilti. Þar er getið um “Deadman’s Island” * rétt úti fyrir Victoria”. Það hefði farið betur að segja: rétt úti fyrir Vancouver-bæ, því eyjan situr þar enn þá, þrátt fyrir öil ólætin í Joseph Mar- tin. Það hefði jafnvel verið skárra en ekki neitt, að segjast ekki yita lifandi baun um hvar á hnettinum að eyjar- skömmin væri. Það er bágt fyrir fólkið að fá ekk- ert í saryinn, eftir langa vikna föstu. Heimskringla fylgj,r allvel tíman- um og lestaganginum. Það er mál manna að hún hafi stigið síu fræggstu spor undir núverandi ritstjórn. Slíkt má að minsta kosti í emni grein sanna: Hún virðist að nokkru leyti hafa “kent gömlum hundi að sitja” — á sér. Eg vildi óska að Kringlan bærist heldur hratt fram yfir næstu fylkis- kosninga>- í Mauitoba. Því máli verð- ur fylgt af sterkum áhuga af öllum fjölda manna. sem gjarnan vilja verða af með "synda: oka” gamalla fjárplógs- manna, — syndapokana, sem hann guð- hræddi Magnús mintist á einu sinni, svo undur samvízku kramur. Ég skildi það svoleiðis, að hann vildi htlzt láta flytja þá veg allrar veraldnr á "ösnu”, eða “fola klyfbærrar ösnu”. Vict , B. C., 9. Júní 1899. J. E. Eldon. gpring Stock Vér höfum nú fengið mestu fyrni af vor- vörum, svo sem gólfteppum, olíudúkum gluggatjöldum o. s. frv. Axmln.ster, K iilderminster og Vel vet gólfteppi beint fr London. UiiÍMiis og YVoors beint fr verksmiðjunni. Gólfteppi sniðin og lögð niður 6- keypis. Komið og skoðið þessar vörur Gibsons Garnet Store. 574 Hlaiii Str. Telefón 1176. Þorsteinn Erlingsson. (Ort haustið 1897). Enginn betri óðsmiður er á fósturláði, en hann Þorsteinn Erlingsbur, andans búinn dáði. bannleiks-ástin áfram knýr endurbóta manninn, hræsni, lýgi og heimska flýr, heim er færir sanninn. Kyrkjuna hann kemur við, kreddutrúar þvaður, og klerkunum ei gefur grið gáfu og dirísku maður. Mannfélagsins meinin ljót mærðsnillingur þekkir, og við þeira líka veit hann bót, veröld hann ei b ekkir. Það ei finnast margir menn mæring þessum líkir, heiminum því hlotnast enn helst til fáir slíkir. Auðnist lengi ættarjörð afbragðsmannsins njóta, en hans fræga óðar-gjörð ódauðleik mun hljóta. Þingi íslands það var smán Þorstein launum svifta, en moka fé í margan klán * —misjöfn þess er gifta. íslendinga þjóðar-þing Þorstein launa ætti, ef það hefir einskilding án sem vera mætti. Jóh, Áso. J. Lindai,. *) Clown (frb. klán). Skrípaleikari, trúður, kjáni, búri, dóni o. fl. J. Á. J. L. Úr bréíi af Hólsfjöllum, skrifað fyrsta sumardag isíðastliðinn. ...... í vetur raátti heita góð tíð fram í góu lok. Gekk þá veðurátta í norðrið með frosthörkum og fannkomu; og þó fannkoma hafi verið mismunandi annan daginn meiri, en hinn minni, þá þákomu aldiei góðviðris dagar allan einmánnð. Ekki eru sýnileg tákn þess að bati sé í núnd. Þetta tíðarfar er eitt hvert það harðasta, sem menn muna eftir, um þetta leyti árs. Á tveimur bæjum hér á Fjöllum er sauðum hleypt ut .endrum og sinnum. Hestar sem gengið hafa uti á Austurfjöllum eða Mý vatnsöræfum í nokkia næstliðna vet- ur, eru nu teknir í hús í síðustu vetrar- viku. Hér á Hólsfjölb'.in eru menn alment byrgir með hey, og munu sumir gefa fram yfir fardaga, þó inni standi. Það er sagt skart um hey á Jökuldal og austur undan. 3(X) gemlingor voru rekuir úr Mývatnssveit austur i Fjalla- gjá um daginn, og vakta þá 3 menn. Sagt er að ekki hafi anna ð legið fyrir gemlingunum heima, en hnífurinn. En hart mun um jörð í Fjallagjá, þar er búið að taka vana útigönguhesta af fjöllum, fyrir h.igleysur. — Nokkrir eru sagðir heylausir og heytæpir í Axar- firði og Kelduhverfi. og hvergi heyrast góðar fréttir að um þessar mundir. Nokkuð heti ég fengið af blaðinu Heimskringlu. Þó hefi ég ekkert nú- mer séð af síðasta árgangi á rnilli þess 5. og 27. Einn stranga hefi ðg séð af Lögbergi (4 5 bföð). Því er fleygt hér fyrir, að Lögberg liggi í sekkjavis suður í Reykjavík, siðan i fyrra, og sumir geta þess til. að það komi norður fyrir land í sumar, þá eimskipalestir verða sem tiðastar. Margir held ég hafi gam- an af að sjá blöðin yukar að vestan. Sumar ritgerðir i Heimskrin|.lu þykja góðar, og margir hafa gaman af neðau- málssögunum í vestan blöðunum”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.