Heimskringla - 22.06.1899, Blaðsíða 2
HEIMSKKINÍtLA 22. JÚNÍ 189lJ.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. 81.50
um érið (fyrirfram bor(;að). Sent til
íslands (fyrirfram borgað af kaupend-
um blaðsins hér) $1.00.
Psningar seudist í P. 0. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Order. Bankaávísanir á aðra banka en í
Winnipeg að eins teknar með afföllum
It. L. lín 1«! niiison,
Útgefandi.
OfHce : 547 Main Street.
P O- BOX 305-
Horfurnar.
Eins og því verður ekki leynt>
sem Ijösið skín á. eins verður því
ekki lengur leynt að Greenway-
stjórnin er á völtum fótum. Hún
riðar í valdasessinum og ber þess
öll merki, að hfin muni ekki lifa
fram yflr næstu fylkiskosningar. Við
ljós þekkingar og reynslu er húp nú
orðin svo illa þokkuð hjá öllnm þorra
kjósendanna í þessu fylki, að vér
teljum engin líkindi til að hún fái
lengur staðist. Það var hvortveggja
að Mr. Greenway lét þess getið i
ræðu, er hann hélt í liberalfélaginu í
þessum bæ, fyrir nokkrum mánuðum,
að hann hefði nú haldið völduin hér
í fylkinu eins lengi eins og vana-
lega yrði hlutskifti dauðlegra manna,
enda hefir hann þá verið farið að
gruna það sem hann hefir sfðan hlot-
ið að fá nálega fulla vissu fyrir, að
kjósendurnir eru orðnir sárleifir á
honum og stjórn hans. Hann hlýtur
að vita það nú, að 8 af ráðgjöfum
hans eru þegar svo gott sem fallnir
í valinn, sem sé, hann sjálfur í Moun-
tain, íkm. Rebt. Watson, í Portage
la Prairie og Hon. John Cameron í
Suður Winnipeg, og þó ekki sé nein
veruleg vissa fyrir því að fjórði ráð-
gjaflnn, Hon. H. M. Mc.VIilIan verði
lagður að velli í Mið Winnipeg, þá
er þó svo mikið víst að h'kurnar
benda flestar í þá átt. Enskumæl-
andi fólk hér í fylkinu hefir að mjög
miklu leyti breytt skoðunum sinum
á Mr. Greenway og stjðrn hans, síðan
síðustu fylkÍ8kosningar fóru fram.
Það iná virðast undarlegt, en þó er
það satt að í síðustu tveimur fylkis-
kosningum, leitaði Greenwaystjórnin
ekki atkvæða fólksinsá i.einu sjórn-
fræðislegu spursmáli, og við síðustu
kosningar beitti hún ekki fyrir sig
nema einu einasta máli, skólamálinu.
Allar athafnir stjórnaiúnnar vorii
huldar í skugga með því eina máli.
Menn voru æstir svo sem mest mátti
verða móti mentamálaaðferð kató-
líka, og svo tókst þessi æsingatil-
raun vel, að mikill fjöldi manna sem
alt að þeim tíma höfðu fylgt con-
servatívum, sneru ger3amlega á moti
þeim flokki og gengu í lið með
stjórninni. En nú eru liðin hartnær
4 ár síðan þetta skeði. Á þessu
tímabili hefir skólalögum fjdkisins
verið þannig breytt, að þar sem áður
voru sérstakir skólar fyrir katólíka
þá eru nú —að heita má—sérstakir
skólar fyrir hvern útlendan þjóð-
flokk í fylkinu. Því svo er ákveðið
í lögunum að þar sem 2d börn af
saina útlendum þjóðflokki eru í ein-
um skóia, er sfjórnin skyldug til að
veita þeiin kennara af þeirra eigin
þjóðflokki, ef aðstandendur barnanna
æskja þess, og sá kennari rriá einnig
veita börnum trúfræðislega tílsögn í
hálfan klukkutíma á dag. Náttúr-
lega hafa katólíkar þessi sömu rétt-
indi. flnþaðeralt annað en lofað
var við kosningarnar, því þá átti
að aftaka alt það sem var sérstakt
við skóla þeirra, bæði hinar sérstöku
kennslubækur og trúfræðina. En
hvortveggja hafa þeir- enn þá, og til
þess að geta gengið á bak loforða
þeirra, er stjórnin gaf kjósendum,
þá var ð hún að gera það í blóra við
aðra þjóðflokka með þv[ ótilkvödd
og óbeðin að veita þeim sömu rétt-
indi. Þe3si framkoma stjórnarinnar
í skólamálinu, heflr íylkisbúum Iík-
að stórilla. Þeir sem trúðu loforð-
um hennar um síðustu kosningar
hafa mætt vonbrvgði, og hafa, bæði
vegna þessa og vmis annars vegna,
snúist á nióti hennij ekki að eins
þeir, sem ííður voru conservative,
heldur líka niargir áhrifamiklir
menn sem hafa verið liberal. Þetta
hefir án efa rnikla þýðingu í næstu
kosningtun. En svo er annað atriði,
serri ekki er minna umvert. Liber-
alar hafa sjállir jútað að þeir hafl
náð völdum hér fyrir þann stuðning
er þeir fengu frá conservativemönn-
nm, að þeir hafi haldið völdum í öll
þessi ár, fyrir náð þessara sömu
manna. En nú geta þeir ekki leng-
ur haft nokkra von um þetta. Eins
og kunnugt er, hefir conservative-
flokkurinn í þessa fylki nú þann for-
ingja sem, auk þess að vera allra
manna vinsælastur, er líka alla
manna kunnugastur stjórnmálum,
sem vænta má, þar sem hann ólst
upp hjá föður sínum sál. Sir John A.
Macdonald, sem var ríkisstjórnarfor-
maður heilan fjórðung aldar. Con.
servativeflokkuriun ber hið fyllsta
traust til Hon. Hugh J. Macdonald.
Hann er vel lærður og mikilsmetinn
lögfræðingur og hefir sjálfur verið
ríkisþingmaður og ráðgjafi í Ottawa-
sfjóminni. Undir þessum foringja
er conservativeflokkurinn fullkom-
lega sameinaður, og viss um sigur.
Allir þeir sem áður voru conserva-
tivar eru það nú aftur undír forustu
Hon. Hugh J. Macdonalds, að undan-
teknum einstöku mönnum eins og t.
d. Mr. Ashdown, H. M. Howell og
nokkrum slíkum mönnum. En svo
þekkjum vér persónulega marga
menn sem áður hafa ætíð verið lib-
eral en segjast nú ekki lengur geta
fylgt flokki sinum, hvorki Greenw'ay
eða Laurier. Það má því búast við
að hér verði greinileg stjórnarskifti
við þessar næstu kosningar. Ilávað
inn af fylkisbúum er farinn að líta
svo á að það sé kominn tími til að
skifta um stjórn.
Til íslenzkra kjósenda í þessu
fylki vildum vér segja það eitt, að
vér sjáum engin hyggindi eða fram-
tíðarhag fyrir þá i þvi að sýna sig ó-
sanngjarnlega andvíga conservative-
flokknum. Menn géta átt það eins
víst, eins og það að dagnr kemur á
eftir nóttu, að conservative-flokkur-
inn er á leið til sigurs, ogað sá flokk-
urinn tekur næst við stjórn þes«ia
t'ylkis. Consei'vativefiokkurinn ber
það traust til íslendinga að þeir hiti
ekki leiðast af rógburði keyptra
kosningaskúma eða loforðum, sem
hér eptir eins og hingað til, inunu
reynast tál. Conservativeflokkurinn
treystir því að íslendingar skoði
fylkismál með skynsemd og sann-
girni og greiði atkvæði samkvæmt
sannfæringu, uin meira biður hann
ekki, eftir meira eða öðru vonar
haiin ekki af nokkrum kjósanda.
Með úrslit þeirra atkvæða sem bygð
eru á þessum grnndvelli gerir hann
sig hjartanlega ásáttan.
Fyrirlestur
um verðmæti lands og vinnu.
Ilerra W. A. Douglas frá Toronto
hélt nýlega mjög fróðlegan fyrirlest-
ur um þetta efni hér í bænum, og
prentum vér hér útdrátt úr honum,
lesendum vorum til fróðleihs og
skemtunar. Mr. Douglas mæltist á
þessa leið :
“Grundvallaratriði kristindómsins
eru viðarkend af öllum sem skilja
þau. Ilverjum mun detta í hug að
neita því, að réttlæti ætf.i að vera
ráðandi afl í viðskiftum vorum hverj-
um við aðra, að öll siðmenning vor
ætti að byggjast á ströngum réttlæt-
ishvötum, og að mannfélagið ætti að
vera gagnsýrt af ást til náungans.
En hver getur sagt að kristindómur-
inn sé eins og hann ætti að vera ?
Jafnvel þær þjóðir, sem stæra sig af
framförum í siðmenningu og stuðn-
ingi kristindómsmála, sýna oss þess
óræk merki, að þær geta ekki lifað
samkvæmt lögmáli bróðurkærleikans
eða jafnvægi réttvisinnar. Tökum
til dæmis New York borg, hina
stærstu borg í þessu landi, og skoð-
um ástand íbúa hennar. Hver mundi
þora að segja, að það væri kristin
borg ? Éar hefi þekt þessa borg í 40
ár, og veit að niðiirlæging íbúanna
er jafnmikil nú, eins og hún var fyr-
ir hálfri ðld, aðein« miklu víðtækari.
Fyrir 40 árum síðan var kostbærasta
húsið þar §250,000 virði og fólk borg-
aði 25c. hver fyrir að fá að skoða
rað. En eftir fá ár var bygging
ressi rifin niður og annað hús bygt
rar, sem kostaði eina miljón dollars.
Þegar ég var þar síðast, fyrir fjórum
árum, þá sá ég þar vfir 20 hús í röð,
sem kostuðu yfir miljón dollars.
Þannig hefir mismunurinn á milli
hrevsa fátæklinganna og halla auð-
mannanna aukist að stórum mun.
Þeir ríku hafa orðið ríkari en fátæk-
lingarnir eru altaf jafn fátækir. Þeir
geta ekki orðið fátækari. 0g hver
einasta borg í landinu ber á sér sömu
merkin. Leyfið mér nú að benda
yður á nokkur söguleg sannleiks-
korn, sem sýna oss, hversvegna á-
standið heldur áfram að vera þannig.
Árið 1740 var hezta stál sém þá
var notað á Englandi, búið til af
Hindúum og kostaði §50,000 hvert
tonn. En klukkusmiður einn, að
nafni Huntsman, gat eftir 7 ára til-
raunir búið til betra st'd, sem þá
kostaði aðeins §500 hvert tonn. En
hundrað árum síðar fann Bessemer
nýja aðferð, sem lækkaði verð á stáli
frá §300 hvert tonn, niður í §50.
Þannig hefir framleiðslukostnaður á
stáli lækkað úr §50,000 niður í §500
og síðast niður í §50, eða einn þús-
undasta part af því sem það áður
kostaði.
Baðmullar og ullardúkar, sem fyr-
ir 100 ávum kostuðu §5, fást í dag
fyrír 12 cts. Vöruflutningur, sem
snemma á þessari öld hefði kostað
auð fjár, fæst nú fyrir nokkra dollara.
Fyr á tímum gátu að eins auðugir
menn eignast myndir af sjálfum sér,
en nú geta myndasmiðirnir tekið
myndir af 1000 manns í einni svip.
an. Áður fyrri þurftu stjörnufræð-
ingar að eyða mörgum árum til þess
að ná uppdrAttum af afstöðu stjarn-
anna, en nú þurfa þeir ekki annað en
le»ta myndavél sína við sjónaukann,
og á tveimur klukkustundum geta
þeir fengið nákvæmari uppdrætti af
himinhvolfinu, en þeir gátu áður feng-
ið með margra ára erfiði.
Næst vil ég benda yður á afbrygði
þau sem verka í gagnstæða átt.
Árið 1620 kostaði landið sem borg
in New York nú stendur á §24, svo
að maður sem vann í 24 daga fyrir
§1.00 á dag, gat þó keypt fyrir það
fé alla borgarlóðina. En með vax
andi fólksfjölgun heflr land þetta sí-
felt aukist í verði, þar til nú að það
er 100 millíón sinnum meira virðien
það var þá. Verð landsins í heztu
pörinm borgarinnar er nú 10 mílj.
dollara hver ekra, og það er einn
blettur þar í borginni, suðaustur-
hornið á Broadway og Wall stræti,
sem eigandinn hefir neitað að selja
fyrir $40,000 hvert fet, eðasemsvar-
ar 17 milj. dollars fyrir eina ekru.
Hann vill fá §20 miljónir fyrir ekr-
una. En þessi upphæð er svo stór,
að skilningur vor á bágt með að
grípa hana. Handverksmaðurinn
sem vinnur fyrir §500 á ári, mundi
þurfa að vinna í 40,000 ár til þess að
ná þessari uppliæð. En árið 1626
gat óbrotinn verkamaður keypt alt
hæjarstæðið fyrir 24 daga vinnu !
Sérhver önnur stórborg hefir líka
sögu, aðeins í smærri stíl. Bæjar-
stæðið sem Boston stendur á, kostaði
§150 árið 1635. En nú er þetta sama
land virt á 500 miljónir dollars.
Borgin Buflfalo var fyrst bygð árið
1800. Þá var það land nær því
einskis virði. Nú er það virt á 400
miljónir dollars. Toronto var bvgð
um sama leyti. Nú er það bæjar-
stæði metið á 100 milj. dollars. En
þó skarar Chicago langt fram úr öll-
um þessum borgum. Árið 1830 var
íbúatalan þar 50 manns. En á 70
árum hefir fólkstalan aukist svo, að
nú eru þar meira en tvær milj. íhúa
og árleg fólksfjölgun er þar nú rúm
100,000. Annað slíkt dæmi er ekki
til í allri sögu mannkynsins. Árið
1830 kostaði liezti fjórðungur úr ekru
5ar eina 20 dollara, en í dag er sarni
bletturinn metinn §1,250,000. Land-
ið hefir því á lítið meira en 60 árum
aukist í verði 60 þúsund sinnum, eða
sem næst þúsund sinnum á hverju
ári, og samt gera menn þar verkföli
til að heimta 5 centa kauphækkun
um klukkutímann
Verð landsins sem Chicagoborg
stendur á getur ekki verið mikið
innan við eitt þúsund miljónir doli-
ars og árleg verðhækkun þess er um
50 miljónir dollars. Af þessu sj'iið
)ér, að landið hækkar stöðugt í verði
með geysihraða, en vinnan lækkar
að sama skapi. Það fer sitt í hvora
áttina.
Með auknum og endurbættúm til-
færiun getum vér lækkað verð á stáli
og ullarvarningi, vöruflutningum og
prentun. Þetta eru nauðsynjar fram-
leiddar með vinnu. Það er að eins
með því að nota vélar í stað mann-
afla, að vér getuin gert þessa undra-
verðu lækkun á verði nauðsynjanna.
En þegar vér förum að athuga verð
landsins, hvort sem það eru borga
eða smábæjalóðir, með hverjum ráð-
um getum vér lækkað verð þeirra ?
Enginn maður heflr enn þá getað ráð-
ið þá gátu. En við sérhverja umbót
sem gerð heflr verið á flutningafær-
um í landinu, heflr flutningskaupið
stigið niður.
Hversvegna er þessi mikli munur
á verði vinnu og landi ? Hversvegna
fáum vér nú stál fyrir §50 sem eitt
sinn kostaði §50,000? Og hvers-
vegna verðum vér nú að borga tíu
miljónir dollars fyrir eina ekru af
Iandi, sem drottinn gaf oss í fyrstu
fyrir alls ekkert ?
Ástæðan er mjög einföld. í fvrra
tilfellinu höfum vér ofgnægð. Með
umbættum tilfærum getum vér fram-
leitt tifa.lt, hundraðfalt og f sumúm
tilfellum þúsundfalt við það sem áð-
ur var. Þetta orsakar samsvarandi
verðlækkun. En þegar um land er
að ræða, þá á hið gagnstæða sér stað.
Fyrsti maðurinri sem kom til New
York, hafði 1000 ekrur handa sjálf-
um sér. En nú eru þar í sumum
pöi tum horgarinnar 1000 manns á
einni ekru. Eftir því sem íbúunum
fjölgar, eftir því verður minna land
fyrir hvern einn. Eftir því sem í-
búatalan eykst, eftir því fjölga hús-
in og aukast vörurnar, en landið
skiftist í smærri og smærri hluti.
í öðru lagi getum vér séð annan
mismnn á þessari verðmætisaðgrein-
in<r. Vér getum hæglega séð hver
hefir komið húsi þessu og húsmunum
í það verð sem það er í. Það eru
verkamennirnir. En hver heflr á-
kveðið verðið á því landi sem þessi
borg stendur á ? Hver getur sagt
“ég ákveð verðið á þessari lóð.” Eng-
inn maður getur gert slíka staðhæf-
ing. Húsin, vörurnar og uppskera
landsins er ávöxtur af dugnaði ein-
staklinganna, en verðmæti landsins
er komið undir ábúendafjölda. Sér-
h ver okkar getur sagt: “c'g hjó þenn-
an hlut til.” En þegar um verð
á landi er að ræða, þá verður að nota
orðið “vér”—allir sameiginlega—höf
um komið landi þessu í það sem það
nú er í. Ennfiemur getum vér séð
annan mismun. Tðkuin ti! dæmis
að vér hættum að yrkja landið, fiætt-
um að framleiða uppskeru. að búa
tilföt; hættum að byggja hús og
matreiða. iíver verður afleiðingin.
Á minna en tveim árum mundnm
vér verða afmáðir af jæssum hnétti.
Alt mannkynið, hversu ríkt sem það
er, og hversu þægileg framleiðslufæri
sem vér höfum, lifum jafnan þannig,
að vér höfum aðeins “til hnífs og
skeiðar”, og erum aldrei fjær hung-
urdauða en svo sem svarar tveggja
áraalgerðum uppskerubresti. Vinnu-
framleiðslan er mkmörkuð og eyði-
legging undirorpin. Náttúrulögmál-
ið er ósveigjanlegt.. Hún gerirenga
ráðstöfun fyrir iðjuleysingjum. Það
mannfélag sem hættirað starfa, hætt-
ir um leið að vera til.
[Niðurlng næst.]
Stríðið á Philippine-
eyjunum.
Blaðið “Mail and Eirjpire” (Toronto)
segir um hernað Bandamanna á Philip-
pineeyiunuin : "Hermann Bandaríkj-
anna berjast hraustlega þar eystra. En
það er altaf að koma betur og betur í
Ijós, að þegar Spánn seldi þessar eyjar í
hendur Samúel fruenda, þá fékk hún
honum þá eign til umráða. sem hann
hefði betur án verið. Það er nú orðið
nær því heilt ár síðan Aðmiráll Dewey
mölbraut og brendi gömlu spönnku dall-
aria hjá Cavita og altaf síðan hefir verið
uppihaldslaus styrjöld* þar á eyjunum.
Siðasti bardaginn, sem háður var á
fimtudsgirm var. var e'iimitt A þessum
SÖrnu stöðvuin, rétt hjá Cnvita. ou' l'á
köstuðu uppre'Starrnenn spieng.kúluni
sliium alla leið inu í skipakviav Banda-
manna. Það er antiseð að nppreistar
menn eru ennþá vel lifandi oir að þeii
haldast enn vrð á gömlu stö’vunum,
rétt í kringuin Cavita og Maniila. Það
er jafnvei sagt að þeir hufi í. [ðasta bar-
dtgannm skotið lietnr og haft betri
sijórn en í mdangerignuin bardöguin
Og það sem meira er um vert, þeir virð-
ast vera vel búnir að vopnum og vistum
og fallbyssur, sem menti héldu uð þeir
hefí’u alls ekki, eru nú farnar að gt ra
Gash Coupons.
83.00 í peningum gefnir fyrir alls ekki
neitt. Th. Thorkelsson, 589 Ross Ave,
G. Johnson, cornet Ross & Isabel Str.,
og Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa
þessar Coupons og gefa viðskiftamönn-
um sinum þær fyrir hvert lOcenta virði
sem keypt er í búðum þeirra og borgað
út í hönd. Coupon bækur fést í þessum
búðum, eða hjá
The Buyers and Merchants
Benefit Association,
Room N Ryan Blk. 490 Main Street
vart við ,-ig í hersveitum þeirra. Sá
grunur er ósjálfrátt að vakna, að þessir
skrælingjar séu ekki algerlega vina eða
hjálparlausir, og að þeir muuu eiga ein-
hversstaðar hauk í horni meðal útlendra
þjóða En hvað sem um það kanii að
vera, þá eru kringumstæður Banda-
manna þar eystra alt annað en öfunds-
verðar. Fyrst er það, að óvinirnir eru
heima hjá sér, og eru um fram alt annað
gefnír fyrir óeirðir. Sambúnaður þeirra
víð Spánverja var nokkurskonar hern-
aðarskó'i fyrir þá. Ekki heldur skortir
þessa menn kænsku eða hugrekki.
Bandamenn geta barið á þeim í dag en
á morgun eru þeir aftur á vígvellinum
eins og ekkert sérlegt hefði komið fyrir
þá. Uppreistarmenn eru í felum í öll-
um sfnum hernaði, og þó hægt sé að
reka þá á flótta með samvinnu stór-
skotaliðs og fótgöngudeilda, þá verður
það að eins gert með því móti, að það
lið bíði mikið manntjón, og þegar svo
eyjarskeggjar flýja. þá er það að eins
stuttan spöl, og að bard ganum af-
stöðnum sækja þeir aftur á gömlu
stöðvarnar. Að handsama þessa eyjar-
skeggja virðist vera svipaðeins og mað-
ur skyldi reyna að halda kvikasilfri
milli fingra sinna Óvinirnir eru auð-
sjáanlega bæði framtakssamir og skarp-
ir, en þeir af eyjarskeggjum sem látast
vera vinveittir Bandamönnum, sitja í
rauninni á svikráðum við þá. í bar-
daganum á dðgunum létust vinveittir
eyjarskeggjar ætla að leiðbeina Banda-
mannaheideild að komast í skotfæri við
óvinina, en yfirgáfu þá svo í miðju kafi
í skógarbrúskum nokkrum, þar sem
þeir voru í hinni mestu hættu og urðu
að berjast hraustlega til að hafa sig
þaðan, og létu þar nokkra menn á víg
vellinum. Bhilippine eyja hlutinn af
hernaðarleiðangri Bandamanna er orð-
inn mjög alvarlegur, og mikill hluti
Bandaiíkjaþjóðarinnar er farinn að sjá
það, að ef eyjarskeggjar eru í raun
réttri eins andvígir því að láta þá
sijórna sér, eins og raun virðist vera á
orðin, þá sé það helzt til heimskulegt,
að eyða fé og mönnum til þess að kúga
þá til undirgefni. En samt er Banda-
mönnum nú ómögulect að draga sig til
baka. af því að eyjarskeggjar geta ekki
stjórnað sér sjálfir. Þessi eyjaklasi
þarf að hafa staðfasta og ráðsetta stjórn
en hana fá þeir ekki frá sjálfum sér.
Það virðist veia dálítið einkennileg af
leiðing af afskiftum Bandamanna í
Cubamálinu. og sein þeim tókst svo vel
að greiða úr, að þeir eru nú neyddir til
að berjast við villiþjóð í annari heims-
álfu, þvert ofan í Muriroe .'egluna, og
við þá sem ekki voru upphaflega máls-
aðilnr i ágreiuinguum milli Spánar og
Bandamanna, og hafa þar á ofan litla
vori uin bráðan sigur, en geta þó ekki
haft sig á burt með heiöri.’'
Dánarfregn.
Hór með tilkynnjst vinum og vanda.
n önnum. að suuriudaginn 28, Maí síð-
astl. andaðist að heimili sínu rmlægt
Vestfold P. O. í Grunnavatnsbygð,
Halldói s Jónssonar Guðný Signiunds-
dóttir úr lungnatæringu, eftir lang-
varandi þjáningar.
Guðný sál. var 57 ára gömul; fædd
í Austurgörömn í Kelduhverfi í Þing-
eyjarsýslu í Septembermánuði 1842.
Hún var tvígift, fyrst (á í.slandi) Daní-
el Sigurðssyni, sem hún misti þar eftir
18 ára hjónaband. Með honum eignað-
ist hún 3 börn; 2 af þeim dóu ung, en 1
lifir enn, Daníel Daníelsson, sem nú á
heima í Winnipeg. Árið 1878 flutti hún
til Ameríku tneð eftirlífandi manni sín-
um, Halldóri Jónssyni. og giftust þau
í Septemhern.án. s. á. Með honum
eignaðist hú" 2 dætur. Guðmundu og
Jónínu, sein báðar eru hjá föður sínum.
Eg reyni ekki að lýsa æfiferli né
mannkostum Guönýjar sál. Allir sem
þoktu hana, vita hver hún var, en þeir
sem ekki þektu hana, en kunna að lesa
þetta, hóldu að ég skrifaði hól, ef mér
tækist að lýsa rótt, og veittu orðum
mínum ekki eftirtekt.
]>ess vil ég að eius geta, að ekki
mun annarar manneskju meir saknað
af öllum í heild sinni í þessari bygð, en
hennar.
» K. S.
DR. J. J. WHITE,
Tarnilæknir,
dr«gur og gerir við teunur eftir nýjustu
aðfnrð ár als sárs"lika, og- ábyrgist alt
verk þókimnlega af hendi leyst.
Hornið á Main og MarketSt. Winnipeg.
Strersta Billiard Hall í
Norð vestrlandinu.
Fjögur "Pool”-boið og tvö "Billiard”-
borð. Allskonar vín og vindlar.
I.ennoii & llebb,
Eigendur.
Braud!
Brauð af öllum tegundum og úr
bezta efni, flutt ókeypis að hvers manns
dyrum. Það er a.kunnugt, að brauð
vor eru hin ágætustu, hvað efniog bök-
un snertir, og það er einmitt þetta, sem
hefir komið brauðverzlun vorri á það
háa stig sem hún er á.
Biðjið keyrslumenn vora að koma
við í húsum yðar. Það borgar sig ekki
fyrir yður að baka heima, því vér keyr-
um t.il yðar 30 lirnml fvrir einn
ilollnr.
W. J. BOYD.
Aniiy and IVavy
Heildsala og smásala á
tóbaki og vindlum.
Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla-
byrgðir sem til eru í þessum bæ, og selj-
um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum
vér meiri verzlun en nokkur annar.
Vér óskum eftii viðskiftum yfar.
II. Brown & Co.
541 Main Str.
á horninu á James St
DREWRY’S
Family porter
er alveg ómissandi til að styrkja
og liressa þá sem eru ináttlitlir og
uppgefnir af erfiði. Har.u styrkir
laugakerfið, færir hressr.adi svefn
og er sá bezti drykkur sám hægt
er að fá handa mæðrum uieð börr?
á brjósti. Til brúks í hpimahús-
um eru hálfmerkur-flösk inar
þægilegastar.
Eflward L. Drewry.
Iledwood & Empirc Breweries.
Sá sem býr til hið nafntogaða
GOLDEN KEY BRAND
ERATED WATERS.
Canadian Pacific
RAILWAY-
EF ÞU
heflr í hyg-gju að eyða
vetrinum í hlýrra lofts-
lagi, þá skrifaðu oss og
spyrðr. um farnjald til
California,
Hawaii-eyj an n a,
J apan,
Bermuda og
Vest-Indía eyjanna,
eða heim til gamla landsins
Niðursett far.
Snúið ykkur til næsta C. J . R. uro *
bodsmanns. eda skrifid til
Robert Ktrr,
Traffic Manáger,
Winniprg, Man.
Nortlierii Paciíie R’y
Samadags tímatafla frá Winniþeg.
MAIN LINE:
Morris, Emerson. St.Paul, Chicago,
Toronto. Montreal, Spokane, Tacoma,
Victoria. San Francisco..
Fer daglega........ 1,00 p. m.
Kemur „ ........... 1,50 p. m.
PORTAGE BRANCH
Portage la Prairie and inte-
rmediats points .........
Fer dagi. nema á sunnud. 4,54 p. m,
Kemur dl. „ „ „ 10.45 a.m.
MORRIS BRANDOF BJIANCh!
Morris, Roland, Miame. Baldr,
Belmont. Wawanesa, Brandon
einnig Sonris River Brancli,
Belmont til Elvin........
Lv. Mon.. Wed., Fri..10,55s,m.
Ar. Tu<*s. Tur., Sat. 3.55 p.m.
CHAS S. FEE. H. SWiNFORD,
G. P. & T. A .St.PauI. Genei al Agent.
Portago Ave., Winnipeg.