Heimskringla - 06.07.1899, Page 1

Heimskringla - 06.07.1899, Page 1
XIII. ÁR WINNIPEGr, MANITOBA 6. JtJLÍ 1899. NR. 39 Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. í Colyert í Texas kom meira of- viðri en þar liefir komið í nœstliðin 7 ár, 1. þ. m. Ár og fljót fiæddu yfir alt og gerðu ærin spell á býlum og eign- um. Tðluvert margir menn fórust í í flóði þessu. 5 lík hafa fundist og eru það blökkumenn. Fjöldi af húsum f neðri hluta bæjarins ColvOrt flutu burt, ogjárnbrautarbrýr færðust úr skorð- um og flutu burtu. Eftir viðbúnaði lögreglunnar að dæma, hefir kapt. Dreyfus komið til Brest á Erakklaldi 30. ;f. m. Það er sagt að hann verði kominn til borgar- innar Rennes um kl. 2 f. m. 1. þ. m. í næstliðinni viku dó á Michael- sjúkrahúsinu í Ottawa ung stúlka, að nafni A. Pollard. Hún hafði nýlega komið inn á sjúkrahúsið og dó þar und- ir áhrifum karbólsýru, sem henni hafði verið gefin inn í ógáti. Hjúkrunar- konan gaf henni karbólsýru í staðiun fyrir sulphur. Hjúkrunarkonan tók strax eftir að hún hafði vilst á meðöl- um, og kallaði læknir til aðstoðar, en það varð um seinan, enda þó hann ■gerði alt sem í hans valdi stóð til að hjúkra sjúklingnum. Sjúklingurinn dó 2 stundum eftír að hann hafði neytt meðalsins. Sjúkrahús þetta er róm- versk kaþólskt. þó mótmælanda trú- mönnum sé leyfð þar innganga. Sjúkra- konurnar eru nunnur á þessu sjúkra- húsi. og láta sér mjög ant um alla sjúklinga. Sjúkrakonan, sem varð þetta á, hefir unnið þar í síðastliðin 7 ár, og er þetta í fyrsta sinni, sem hún hefir farið með röng meðöl. Hún er hálfgeggjuð á geðsmunum síðan þessi atburður kom fyrir. Allir sem fara með meðöl, skyldu gæta sin alvt rlega að meðhöndla meðöl fyrir sjúklinga. Eftir hraðskey ti að dæma, sem ný- lega er komið frá Jóhannesberg í Suð- ur-Afriku, þá ætlar einveldismaðurinn Kruger að taka til yfirvegunar um- kvartanir og óánægju útlendingr í Jo- haanesburg og þar í kring. Og allar likur mæla með því, að útlendingar fái að 'minsta kosti atkvæðisrétt. Þeir sem hafa gerst borgarar þar fyrir árið 1890 munu fá nú þegar borgaraleg rótt- indi ásamt fleirihlunnindum, sem borg- arar ríkisins. Mánudaginn 30. f. m. ætlaði ein- möstruð skúta, að nafni “Nora”, sem að eins ber 8 smálestir, að leggja á stað í afar langa sjóferð. Hún ætlaði sem sé að fara frá Victoria til Parisar. Skipshöfnin á þessari litin skúti er að eins 3 menn. Það er kapteinn McCord, ritstjóri British Columbia Workman J. C. Voss, og eigandi Victoria og Queens hótels. Þegar þessi skipshöfn hefir dvalið 3 .nánuði i Paris, setla félagar þessir að fara kringum heiminn og ætla að vera komnir heim aftur til Victoria eftir 1 oghálftár. Klukkan 8 að morgni 30. f. m. var Donaid Perrier hengdur í fangagarðin- um, af hengingarmanninum Radcliffe, í New Westminster. Perrier varð vel við dauða sínum. Hann vaknaði kl. 3 um nóttiua, ’kveikti vindling með mestu ánægju og talaði um alla heima og geima við fangavörðinn. Klukkan 7 um morguninn drakk hann kaffibolla, en neitaði morgunverði. Við yfirfanga vörðinn sagði hann: Eg er mjög á- nægður, og er ekki óánægður við einn eðaneinn. Þegar alt er reiðubúið, þá dey ég ánægður’’ Það siðasta sem hann sagði var: “Þetta er of fast; þið meiðið mig”. Kaþólski presturinn Bruneau fyliídi honum til aftökustað- arins. Þegar hann var kominn upp á aftökupallinn, féll hann á kné og baðst fyrir og meðtók síðustu fyrirgefningu kyrkjunnar. Síðan stóð hann á fætur og kysti skriftaföður sinn mjög bljúg- ur, ásamt krossmarki hinnar heilögu meyjar Maríu. Síðan dó hann rólegur og hugrakkur. Kjördæmaskifting Dominionstjórn- arinnar er ekki gerð til þess að koma jðfnuði á fulltrúatölu i þingínu, sara- kvæmt fólksfjölda, þannig, að JáKveðin kjósendatala í^einum parti landsins hafa sömu málsvara eða fulltrúatöln í þinginu, eins og jðfn kjósendatala í öðr um iandspörtum. heldur er hún miðuð við það að hafa sem flesta fulltrúa fyrir fæsta kjósendur í þeim héruðum, sem teljast Liberal, en fæsta fulltrúa fyrir þá staði, þar sem kjósenduVnir yfirleitt eru Conservatívar. Til dæmis má geta þess, að 28,231 kjósendur í Norfolk eiga að fá 2 fulltrúa á þing, en 29,970 kjós- endur í Lincoln eiga að eins að fá 1 þingmann. I Brant fá 33,364 kjosend- ur 2 fulltrúa, en í Toronto fá 40,000 kjósendur að eins 1 fulltrúa. Parry Sound hefir 1 þingmann fyrir 13,778 kjósendur, en Welland með 30,305 kjós- endur hefir líka 1 fulltrúa. York hefir 3 þingmenn fyrir 57,890 kjósendur, en Simcoe hefir sömu þingmannatölu fyrir 78,000 kjósendur. • Af þessu sést, að hugmyndin er að hafa sem flesta þingmenn fyrir fæsta kjósendur í Liberal kjördæmum, en sem allra fæsta þingmenn fyrir flesta kjósendur í þeim kjördæmum, sem þekt eru að því að vera Conservatív. Þetta er samkvæmt stefnu Mr. Tarte. Hann hét því í fyrra að sniða Ontario- kjördæmin svo að þau yrðu Liberal framvegis, .eins og Quebec. Að morgni 3. þ. m. var Flanegan senator skotinn við Poishatten dóm- húsið í Richmond. Sá sem skaut Flanegan er Pilkington fylkisdom- ari. Þeir sóttu siðastliðið haust um embætti þetta báðir, og hefir síðan ver- ið fjandskapur milli þeirra. Nú nýlega var maður að nafni Alex. Jester ákærður fyrir að hafa drep ið Gates nokkurn —er það gamalt morð mál—og settur inn i Mexico. Þessi á- kærði maður er ellihrumur og veikur, svo það varð að bera haun úr vagnin- um inn í fangaklefann. Síðan hann var látinn þai inn, hefir hann verið svo þjáður, að ekki er kægt að rannsaka mál hans, og dregur af honum meira og meira. Hann kveðst vera alveg saklaus af þessu máli, sem hann er kærður fyrir, en kveðst hafa gifst þris- var. Nelson sá sem tók hann fastann, segir að enginn efi sé á því, að fanginn sé maðurinn, sem braust út úr fanga- húsinu þar fyrir 28 árum síðan. Jest- er segist enga peninga eiga, og geti því ekki tekið málafærslumann til að verja mál sitt. Hann eigi enga frændur né vini. svo hann segist engan eiga að, nema guð, sem hann hafi nú þjónað trúlega i fimtíu ár, og sem kveðji sig heim þá og þegar. California-herdeildin bjóst til heim- farar frá Filipineyjunum hér um dag- inn. Þegar eyjarskeggjar sáu hana búa sig til burtferðar, héldu þeir að Bandamenn væru að flýja, og réðust á þá, drápu einn mann og særðu tíeiri. Bandamenn hröktu þá auðveldlega af höndum sér. 3. þ. m. brann i Chicago þríloftuð bygging, sem pappírsfélag átti. Á verkstæði þessu unnu fjöldamargar stúlkur, sem voru þar að vinnu sinni í byggingunni þegar eldurinn byrjaði, og komust þærekkiút, nema að fleygja sér út um gluggana. Sjö fleygðu sér í einu út um glugga og meiddust þær allar mikið. Robert Hawkins, svert- ingi, náði 15 stúlkum ofan af þakinu óskemdum, og þurfti hann þó bæði að sækja þær í gegnum eld og reyk. Svert- ingi þessi þykir drengilega dugað hafa vesalings stúlkunum. 4 stúlkurnar eru ófundnar enn þá og 2 verkamenn. Á þriðjudagskvöldið kom hraðskeyti frá Ottawa hingað. bvo hljóðandi: Það hefir verið kvikt á C. P. R- brautar- Stöðvunum hér í dag. 9 aukalestir, sem flytja innflytjendur, hafa farið hér fram hjá. Átta af þessuna lestum hafa Doukhobors og Galiciumenn skipað ein- göngu. Doukhobors dvöidu hér að eins stutta stund. og var asi á þeim að komast sem allra fyrst til fyrirheitnu heimkynnanna i vestrinu. I hverri le°t eru 10 vagnar, en fólkstalan er 3500 í alt. Napoleon Richer heitir maður. Það var hann sem keyrði t jaldkerann í Carlton-héraðinu, Cowan að nafni, á- samt syni hans, þegar þeir urðu fyrír járnbrautarlestinni, sem gengur á milli Arnprior og Parry Sound, sem þeir þáðir biðu bana af. Richer meiddist einnig mikið, en er nú búinn a? ná heilsu aftur. Hann hefir nú höfðað mél á hendur brautarfélaginu og heimt- ar $20,000 í skaðabætur. Dreyfus heldur nú til í bænum Runnes á Frakklandi. Það er sagt að enginn geti trúað hvað mikill dauða blær hvílir yfir bæ þessum síðan Drey- fus kom þangað. Svo sem engir vissu um það, þegar nefndin sem skipuð hafði veríð til að veita honum móttöku, fór á fund hans í fangahúsið. Eins vissu mjög fáir um, þegar kona hans heim- sótti hann í fangelsinu 4. Júlí. Samt er bærinn fullur af leynilögregluþjóu- um. Mathieu Dreyfus heimsótti bróð- ir sinn í fyrsta sinni 4. þ. m., og töl- uðu þeir saman i hálfan klukkutima. Yorkvæði 1899. eftir Guðmund Friðjónsson. [Þessi kvæði, og fleira, sendi skáldið Heimskringlu til birnngar.—Itilstj.] I. HARÐINDI. Hvar er vorsins milda móðir ? Margir stara, daprir, hljóðil- yflr Mjallar ægislóðir, augum mæna fram á höf, —-upp í himins hrímgrá tröf. Röðul kringja rósaglóðir. Rán er bakka falin allar götur inn í hvíta dalinn. Alt frá turnum hamrahallar huldar eru lendur allar þéttu lagi þykkrar mjallar; þar er hvergi mun að sjá. Alt er snjóhvítt: gnýpa og gjá. Þar sem nið’r af hæðum hallar hengjuskaflar liggja. Svangar rjúpur svala rekkju byggja. Snjótitlingar hoppa á hlöðum, hnipra sig á veggjaröðum, hysmi og sáld úr horfnum töðum hirða þeir og matast skjótt —hverfa þegar nálgast nótt. Þegar ársól geislum glöðum greiðir för á snæinn Eru þeir komnir aftur heim á bæinn. Lóur, stelkar, gæsir ganga gaddinn beran daga langa, liggja niðri, hýma og hanga, hópa sig við lind og dý ; teygja sig í slor og slý. Hljóð er sveitin hvít á vanga, hljóðar lindir allar. Áin þegir undir lási Mjallar. Allar hlöður eru tómar, Altaf sama fregnin hijómar. Hlákuvona dauðadómar daga og nætur láta hátt. Nú er á Heljar-Hjalla kátt. Sunna snæinn litverp Ijómar leidd í úlfakreppu. Himininn ber á herðum élja- skreppu. Erfiðlega allar nætur eru háðar draumaþrætur ; á því ráðast engar bætur. Enn er blikan rauð og grá; illúðleg og undra þrá. Sunnanvindur, farðu á fætur ! fram til leiks og þarfa. Hér er mikið—hér er nóg að starfa. Sunnangola, fljótt á fætur ! færðu okkur raunabætur, hlákudaga og hiýjar nætur, hjáfarskúr og sólarljós, hvíta lilju og rauða rós. Fljúgðu um snjógar fjallarætur, findu rinda kalinn. Leiktu þér og láttu roðna dalinn. Sjáðu, Drottinn, sauði þína: senn mun hjörðin líö týna. Mætti nv ei miskunn sýna ? Mér flnst þessi refsing ströng —ef ’ún harðnar: alveg röng• Láttu blessað Ijós þitt skína. Lúkt upp sólarskála —salnum bláa, er sunnanvindar mála. II. BATINN. Ó, þú ijúfi elfarniður, yndisþýði lóukliður, innilegi árdagsfriður: ykkur flyt ég þennan brag. —Gott er að lifa glaðan dag.— þegar áin ísnum ryður, upp á bakka og skvettir ólund minni alía jafna léttir. Skortir nv ei líf né leika : léttfær skýin norður reika, hröð í förum hvergi skeika, hraðbyr sigla um röðuldjúp, björt og rauð í bláum hjúp. Um þau sólarieiftur leika. Ljósgljá blámar fjöllip, sólargulli sáir niður á höllin. Móðubláum, löðulrauðum rindum, börðum gróðursnauðum hálsum, ásum hnjóta auðum hlákan gefur augnamerð. Nú er alt á flugi og ferð. Veitir fylli svöngum sauðum; svelgur elfar drynur. Grjót og klaki niður úr hömrum hrynur. Seitluveita úr hlíða höllum hjúfrar fram af brúnum öilum; möl og leir úr melahjöllum með 8ér niður á sn jóinn ber; niður í ána fús hún fer. Bálhvít auðnin fram á fjöllum fieygir geislum meiddum beygðum, klofnum, brotnum, feld- um, deyddum. Áin bröltir, beijar, niðar, byltir sér og veltir, iðar. Fossinn gráa lokka liðar —lætur glymja hörpuslátt; sýnir list og mikinn mátt. Æðarkollan fús til friðar fleygist undan straumi. Blikinn fylgir; bæði móka í draumi. Þar má líta ótal endur una sér við bakkastrendur, jaka marga rísa á rendur, rekast saman, gnauða hátt, bresta sundur, brotna smátt. Geisli hver frá sólu sendur seiðir mjöll í strauminn ofan úr brekku inn í strengja- glauminn. Þúsund linda þýður niður, þúsund lækja munarkliður hógvær, Ijúfur hljóðs sér biður, heyrnarskynjuú dáleitt fær, niðar, ymur nær og fjær. Sérhver buna rás sér ryður rakleitt niður í dalinn —niður á sléttu sem er flóði falin. Duldra strengja hörpuhljóma heyri ég í lofti óma. Horfi ég inn í helgidóma —liorfi meðan gefur sýn, hlusta þar til heyrnin dvín. Augað lítur undur-ljóma inn í sólarskála —salnum bláa er sunnanvindar mála. “Gripið úr lausu lofti” sem hér er prentað neðanmáls í blað- inu, er tekið úr Heimskringlu, sem landar okkar gefa út í Winnipeg í Canada. I því eru svo margar ó- falsaðar perlur, að Bjarki gat ekkert jafngott fundið til að setja neðan- máls sem þessar vísur. Það er sárt að vita að allra frumlegasta skáldið sem nú yrkir á íslenzka tungu, skuli vera svo lítt þekt hér. Að vísu hef- ir Stefán Stefánsson látið nokkur kvæði í Bjarka og Nýju Öldina, en bæði er það lítið og hvergi nærri það besta af því sem hann heflr kveðið. Það heflr staðið í Heims- kringlu og Öldinni I Winnipeg, Þetta er ekki sagt til þess að benda á þessi smáljóð hér fyrir aftan, því sá sem ekki flnnur perlurnar í þeim af sjálfum sér, á ekki skilið að sjá þessar perlur né aðrar. En það er sagt til að benda mönnum á þau rit, sem Ijóð Stefáns finnast í og sérstak- lega á Heimskringiu, sem hann mun hafa ort mest í og er að öðru leyti gott blað og frœðandi. Meg- um við ekki bráðum fara að eiga von á kvæðasafni eftir Stefán. svo mikið og ágætt sem hann hefir kveðið. (Eftir Bjarka), [Vér þökkum ritstjóra Bjarka fyrir þessi hlýyrði til vor. Þau ættu að minsta kosti að vigta á móti tólf álna langri skammagrein í Lögbergi. —Ummælin um Stefán skáldið eru í rauninni ekki þakkarverð, þvi hver sem hlutdrægnislaust minnist á ijóða- gerð hans, hlýtur að ljúlta á hana lofsorði, ef hann annars heflr nokk- urt vit á Því, hvað er skáldskapur. —Já, hvenær megum við eiga von á Ljóðabók þinni, Stefán ?—Ritstj.] Martin svarti. 28. f. m flutti Liberal-málgagnið Free P ess svo hljóðandi grein um hinn alnemda landhlaupara, Jos. Martin, er nú skipar dómsmAlaráð.'jafasætið í British Columbia. Vancouver, 27. Júní. Ferðamaður sem kom hiugað í dag, skýrir frá þvi, að utn alt fjTlkið sé ekki talað um ann- að, en hegðun og framkomu dómsmála- ráðgjafans Joseph Martins, i veizlunni í Rossland síðastliðna viku. Ræðan sem hann hélt þar, hafa blöðin þagað um, sn almenningur hefir mikið um hana að segja. Hantt lýsti veizlutestunum sem “hobos" (durnamenni) og lýsti þvi yfir að hann ætlaði að láta stryka yfir þær $30.000, sem áætlaðar hefðu verið til dómhússins i Rossland, ’og er það tekið illa upp. En það sem kátlegast þótti af öllu. var audstæðisleg framkoma hans gagnvart Bandamönnum. Margir af gestnnum, sem viðstaddir voru, eru nafntogaðir Ameríkumenn, og þar af voru tveir lögfræðingar úr Bandarikj- unum. Innihald ræðunnar er óhæft að birtast á prenti, og veitendur mættu ónotum Éfyrir frammistöðu sina. Að lokinni ræðunni var hann rekinn út úr húsinu, og slapp hjá meiðingum fyrir tilhlutun lögreglustjórans. Mr. In- gram, er fyrrum var í Winnipeg. mað- urinn sem útnefndi Mr. Martin, og á heima í Vancuuver, segir nú, að hann gæfi honum ekki atkvæði á morgun, og einn og allir segja að dagar hans séu taldir í British Columbia. Það eru ekki hans pólitisku mótstöðumenn, heláur hans eigin menn, sem láta í ljós hinn megnasta viðbjóð gagnvart hon- um. Þetta bírtÍBt nú hér i Winnipeg Liberalblöðunum um “Svarta Joe“. Oðruvísi var honum borin sagan fyrir að eins þremur árum siðan, þegar ver- ið var að ginna og tæla menn til að kjósa Martin. En þetta er ekki eins dæmi nú, og þau verða óteljandi bráð- um hvaða menn su nir þessir Liberölu menn eru. “YÍÐA KOMA HALL- ‘ GrERÐI BITLINGAR.” Heiðraði ritstj. Viltu gera svo vel að ljá eftirfylgj- andi línum*rúm í Heimskringlu. Samkvæmt bréfi, er ég hefi nýlega meðtekið fráJ. W. Robertson, Clark of Registation, sé ég að einn náungi hefir fundið köllun hjá sér til að leggj a inn kröfu um að nafn mitt yrði stryk- að út af kjörskrá í Dauphin. Auðvitað hefir hann ekki getað fært neina lög- mætar sannanir fyrir því, að nafn mitt ætti þar ekki heima, en hann mun hafa verið orðinn þess var, að ég var ekki Liberal. Ura það er ekki að efast, að hann hefar álitið að ég hafi verið búinn að vera nægílega lengi í kjördæminu til þess að hafa fylsta rétt t.il að vera þar á kjörlista, þar sem ég var buinn að vera þar á 9. ár samfleitt, alt fram á síðasta mánuð áður en maður var útnefndur til að sjá um tilbúning þessara kjörlista, því hann áleit að maður einn.sem hafði verið að eins 2 mánuði í sama kjör- dæmi, fyrir síðustu fylkiskosningar, hefði fylsta rétt til að vera þar á kjör- lista og greiða þar atkvæði, og þó að hann væri aftur fluttur burt nærfel; 3 mánuðum áður en kosning fór fram, og þann tíma sem hai-in var innan kjör- dæmis, verið þar að eins vegna þess að hann hafði þar atvinnn þessa 2 mánuði, vitandi það, að hann færi að þeim tíma liðnum heim til sín þangað sem hann átti kosningarétt og þar sem hann einn ig var settur á kjörskrá. Það er ekkert vafa-spursmál hvað þessum náunga hefir gengið til þess að fá nafn mitt strykað út; auðvitað ekk- ert annað en það, að liann héldi við fornan vana sinn, aðreyna við hvert tækifæri að gera öllum þeim, er leyfðu sér að hafa einhverja aðra skoðun, en þá sem hann segir þeim að hafa, alt það til bölvunar, sem hann getur. Að ég hefi ekki getið um fieiri sem settir voru á kjörskrá í Da.uphin-kjördæmi fyrir síðustu fylkiskosningar af Liber- ölum, og sem engan rétt höfðu til að vera á kjörlista, kemur ekki til af því, að ég viti ekki um fleiri. Það voru nokkrir settir á lista og fengnir til að greiða Borrows atkvæði. sem voru annaðtveggja ekki búnir að vera nema nokkuð á annað ár i rikinu, eða innan við tvítugt. Ég læt þetta nægja að sinni. Winnipeg, 30. Júni 1899. N. T. Snœdal. Brandon Business Tax Þess var getið hér í blaðinu fyrir nokkrum mánuðum. að Brandon-bær hefði látið það boð útganga, að hann gæti ekki borgað skuldir sinar, og var það sama sem gjaldþrota-auglýsing. Þetta spurðist illa fyrir, og var bæjar- stjórninni Alasað mikið [fyrir þetta til- tæki, i mörgum blöðnm landsins. Það var álitin vanvirða fyiir Manitobafylki, að annar eins bær og Brandon er nú orðin. Annar stærsti bærinn i fylkinu SJAIÐ! Til þess að selja alt sem enn er óselt af okkar miklu byrgðum af Muselin gluggatjöldum, þáseljum viðnú alt sem enn er óselt af þeim, fyrir að eins helming vanaverðs. Allar aðrar vörur seldar með samsvarandi atslætti $3.00 gardínur fyrir $1.50. $1.50 gardínur fyrir 75 c. 574 Miiin Stv. Telefón 1176. skyldi láta sér detta í hug að neita að borga löamæt skuldabiéf sín og bera það fyrir að hann væri ekki svo efnum búinn að hann gæti mætt skuldakröf- unum á gjalddaga. Þettá vissu allir að var ástæðulaus fyrirsláttur af bæjar- stjórninni, og það var henni sagt skýrt og skorinort af öllum blöðum þessa- fylkis, sem nokkuð mintust á málið. En bæjarstjórnin sat víð sinn keip.Hún ritaði eigendum skuldabréfanna og kvað bæinn of fátækan til að borga skuldabréfín eða rentur af þeira. Húd bað um afslátt á rentum og uppgjöf á parti af skuldum bæjarins. Eigendur skuidabréfanna svöruðu skjótlega skýrt og skorinort að þeir gæfu ekkert upp, hvorki af rentunum né skuldabréfunum og að þeir mundu heimta rétt sinn til bor gunar með lögum, ef nauðsyn krefði þess. Síðan hefir ekki frétzt neitt um þetta mái. En alt bendir til þess, a& bæjarstjórnin hafi séð sig um hönd, og ákveðið að borga skuldirnar samkvæmb löglegum skuldbindingum bæjaríns. En af þessu hlaut að leiða hækkun skatta álaganna á Brandonbúa, og nú er það líka framkomið, því að bæjarstjórnin þar hefir nú samþykt aukalög um að leggja “Business” skatt á íbúa bæjar- ins. Þetta er einskonar atvinnuskatt- ur og er lagður á veizlunarmenn, fram- leiðendur (Manufactors), [lækna lög- fræðinga og aðra slíka menn. Skattur- inn er ákveðinn 12J pc. af þeirri upp- hæð, sem menn borga í leigu um árið, Þannig yrði sá maður sem borgar $100 um raánuðinn í leigu fyrir búð sína eða verkstofur, að borga $8 um mánuðinn. eða $96 um áríð í þessa sk uld Þessi hugmynder tekin éftir mönnum í Mont real, sem kom slíkum skatti þar á fyr- ir nokkrum árum, þegar sá bær var í peningakröggum, og þaö varð nauð- synlegtað að auka inntektir bæjarins með nýjum álögum á íbúana, Þessi aðferð hefir gefist vel í Montreal, og er það vonað að hún gefist einnig vel f Brandon, Þessi skattur er óneitanlegæ nokkuðhár.en hann er vinsæll af al- menningi, af því hann kemur beinlínis niður á þá sem eru góðum efnum bún- ir. En vænta má samt að það verði um þennan skatt eins og aðra, að hann kemur óbeinhnis níður á almenningi. Það er óneitanlega hyggilegra og drengilegra af Brandonbúum að gera allar heiðarlegar tilraunir til þess að mæia skuldumsínum, þó þeir þurfí að leggja nokkuð á sig til þess að stamla í skilum, heldur en að gefa sig upp sem gjaldþrota, áraeðan eignir og inntektir hrökkva fyrir skuldum og útgjöldum. —Að Brandon bær eigigóðaog mikla framtið fyrir liöndum, fyrir því er ekki að eins von, heldur miklu freinur full og áreiðanleg vissa. Hér með anglýsist, að þeir sem vilja gera tilboð i að fá að hafa einka- leyfissölu á íslendingadaginn 2. Ágúst næstmomandi, verða að senda skrifleg tilboð því viðvíkjandi í lokuðu umslagi, og merkt utan á umslagið: Veitirigatil- tilboð. Öll slík tilboð verða að vera korain til undirritaðs fyrir 20. Júlí næstkomandi og verða þau þá opnuð öll í einu i viðurvest nefndarinnar. Winnipeg, 2S. Júní 1899. B. L. BALDWINSON.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.