Heimskringla - 06.07.1899, Page 2

Heimskringla - 06.07.1899, Page 2
heimsrrinola 6. júlí i»5»y. Verð blaðsins í Canada or Bandar. $1.50 am árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfrain borgað af kaupend- am blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. O. Money Order Registered Letter eðaExpress Money Order. Banbaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með affollum B. L. Kaldn inNnii, Utgefandi. gef'a íslendingum og öðrum enn eina sönnun fyrir því hve undur skírlíflr Liberalar eru í kosningum og hve mikla óbeit þeir hafa á þvf að nota peninga til atkvæðakaupa; eða hitt þó heldur. Það voru góð samtök meðal þessara manna. Sumir höfðu það er Office : 547 Main Street. P O- BOX 305- "Viðbjóðsleg kosninga svik í West Elgin. Þau stórkostiegrustu kosninga svik, sem enn þá hafa komið upp í Canada, voru framin af Liberal flokknum I West Elgin kjördæminu í Ontario. Mr. McNish, umsæk^ andi fyrir Liberalflokkinn, var af kjörstjóra sagður kosinn fulltrúi fyr kjördæmið. En Conservatívar vissu að ekki var alt með feldu við þá kosningn, og skutu því úrskurði kjörstjóra fyrir dómstólana. Það vorn fyrir hendi nægar sannanir fyrir því, að atkvæði voru keypt þar í hundraðatali og $100 borgað fyrir sum þeirra af Liberölum. Það sóru nokkrir menn það fyrir rétti, að þeim hefði veric borgað $100 seðlar fyrir atkvæði sín, en gátu þess jafn framt, að þeir hefðu þá haldið að það væri að eins $1 seðlar, en það sem lakast var, var það, að sjálfur umsækjandinn, McNish, var meðsek- ur í þessum glæp, og borgaði sjálfur fyrir sum af atkvæðunura lianda sér Þetta var auðvitað fangelsissök fyrir manninn, ef hann léti málið ganga til dóms, án þess að segja af sér Hann tók því það ráð að rita synda- játningu sína og flokks síns í 7 lið- um og sendi hana til form inns Con- servatívaflokksins- I þessari játn- ingu segir hann meðal annrrs : 1. Mikill fjöldi manna var sér staklega sendur inn í þetta kjördæmi af mönnum, 6em unnu fyrir Liberal- flokkinn, með þeim ásetningi að þeir tækju þát: í kosningunni með Mc- 'oru hðfð þar um hönd af sumum af þessum mönnum til þess að vinna kosninguna. 2. Ýmsir af þessum mönnum unnu ólöglega sem kjörstjórar við ko3ningarnar, og að minsta kosti í þremur tilfellum unnu þeir undir nöfnum þektra manna þar í kjör- dæminu. 3. í mörgum kjðrdeildum kjör- dæmisins voru sviksamleg brögð höfð í frammi í sambandi við af- hendingu atkvæðakassanna og tölu atkvæðanna. 4. Pað var mikill fjöldi manna sendir inn í kjördæmið með þeim á- kveðna ásetningi, að þeir skyldu greið i atkvæði undir nafni annara manna. Þessir menn unnu verk sitt með til tilhjálp stjórnarþjónanna. 5. Tala atkvæðanna eins og kjörstjóri sagði þau vei a, voru langt um fleiri en öll lögmæt atkvæði, er g 'cidd voru með McNish. 6. Mikill fjöldi þeirra atkvæða sem greidd voru fyrir McDierinid (umsækjanda Conservatlvía) voru á æinhvern sviksamlegan hátt skemd svo, að úrslit kosninganna virtust öðruvísi en þau voru. 7. Það eru gildar ástæður til að ætla að það megi sanna þær sakar- giltir á umboðsmenn McNish, að þeir hafl hylmt í húsum sinum marga af þeim aðsendu mönnum, er borguðu stórar peniuga upphæðir til manna, til þess að fá þá til að greiða atkvæði með McNish. Svona er þá syndajátning þess manns, sem kjörstjóri sagði að hefði unnið kosninguna, en sern ekki var ko3Ínn, þrátt fyrir öli keypt atkvæð og þrátt fyrir það, að mikill fjöldi manna voru iátnir greiða atkvæði, sem engan rétt höfðu til þess. Að McNish ritaði nafn sitt undir slika jitningu um Ieið og hann gaf upp þingsætið, er full sönnun þess að hann heftr verið í nauðum stadd- ur. En þetta voru skilmálarnir, er honum voru settir til þes3 að kom- ast hjá í'angelsisv'ist fyrir svikin. Þó ^ún sé ekki Iöng þessa játn- ing, þá er húu þó næg til þes3 að verk, að snuðra upp mannrolur, hægt væri að kaupa, fyrir hundrað dollars hvern; aðrir voru faldir I vissum húsum, með peningaskrín ur, til þess að borga $100 seðla þeim ræflum, sem teymdir voru til að Þiggja mútufé, og seija drengskap sinn. Aðrir voru notaðir til þess að fara inn að kosningaborðinu og sverja það, að þeir hétu vissum nöfnum og hefðu ré t til að greiða atkvæði, og greiddu þau svo með stjórninni. En þegar hinir réttu kjósendur gáfu sig fram síðar um daginn, fengu þeir ekki að greiða atkvæði; var þeim sagt að það vær búið að greiða þau undir þeirra nöfnum, og svo var ekki meira um það. Enn aðrir höfðu það verk, að gerast kj'irstjórar undir fölskum nöfnum, til þess að þeir gætu unnið hlutverk sitt vel og dyggilega það, að ónýta atkvæði Conservatíva, þeírra, sem þeir gátu ekki hindrað frá að kjósa og til að oftelja atkvæði 8tjórnarsinnans. Þessi heiðarlegi mannflokkur er sá hinn sami, sem vann við kosning arnar í West Huron og South Ont. Það eru Liberalar í húð og hár með öllum þeim einkennum, sem tilheyra þeim flokki. Margir pessara manna eru nú flúnir og flnnast hvergi. En v^ra má að þeir komi fram í næstu fylkiskosningum í Manitoba, til að vinna fyrir Greenway. Það er hvort sem er “fé fóstra líkt“. ‘Sækjast sér um líkir‘. Blaðið Colonist í Vancouver, B. C., flutti nýleica greinarkorn um fylkis stjórnina þar, og se«ir það meðal ann Nish, og ýmisleg sviksamleg brögð ars' Astand fylki.-ins er orðið mjö,c al- varlej?t o<; fer daRlega vaxandi. Vinna er hætt i námum Víða í fylkinu og verzhin á námalóðum er í rénun. Náma lóðir, sem búið er að vinna í. lækka nú dardega i verði en stjórnin, bún stendur aðgerðalaus og horfir á eyði- leg.aingutia. Langt sé það frá þessu blaði að ýkja að nokkru leyti hið aumlega á- stand. Það skyldi gleðja oss stórmikið ef það væri betra en það er. En það er sú mesta fásinna að neita að viður- kenna ástandið einsog það er, og að þ 'ð fer nú daidega versnandi. Ekkert er gert til þess að ráða frara úr vand- ræðunnm. Ekkert stjórnarblað segir eitt orð nm þetta, þó þau viti af mörg hundruð mönnum vinnulausum og námalóðum fylkisins sí-lækkandi í verði. Blað fjármálaráðgjafaris ræðir ura útlenda pólitík og blað dómsmála ráðgjafans ræðir um verðlaunaslags- mál. En hverju öðru geta menn búist við frá blöðum sundurlindra ráðgjafa. Starfsemi fylkisins er að fara í hund- ana meðan Cotton og Martin berjast um völdin. Hvorugur þeirra hefir þrek til þess að segja satt, af ótta fyrir því, að þeir kunni a tapa atkvæðum við það hjá vissum flokkum manna í Vancouver. Auðvirðilegra stjórnarfar hefir aldrei þeks* hér í fylkinu. Vér höfum gott fylki, íen það fær ekki að njóta sín vegna óstjórnar og vanhugs- aðra laga. Ástæðan er auðsæ. Þeir Cottcn og Martin láta sig engu skifta um hag fylkisbúa, ef þeir að eins geta haldið völdum. Til þess að geta komið Martin frá embætti, þá lætur Cotton alt hlaupa á reiðanum, til stórskaða fyrir þá ereiga hlut að raáli, en á hinn bóginn er Mar- tin reiðubúinn að kollvatpa fylkinu al- gerlega, ef hann að eins getur komið Cotton fyrir kattarnef. Öll stjórnar- klíkan ætti að rekast ftá völdum, því þeir bera allir jafnt Abyrgð á þeim shaða, sem nú I>egar er otðin. Unnið á móti bind indi í Quebec. Það hefir lengi legið grunur á þvi að Laurier, Tarte og aðrir franskir ráð herrar í Ottawastjórninni hafi haft út sendara um alt Quebecfylki, til þess að vinna á móti bindindismálinu í undir búningnum við atkvæðagreiðsluna um það uiál í Septembsr siðastl., og víst um það, að það var eina fylkið í ríkinu sem hafði fleirtölu atkvæða móti vfn banninu. En það var ekki fyr en við uinræður ísenatinu um daginn, að það kom reikning8léga i Ijós, hve undur vel hafði verið unnið jmeð vínnautnarhlið- inni. Eftirfylgjandi tafla sýriir hvernig sumar kjördeildir greiddu atkvæð: móti bindindismálinu : atkv. á kjörskrá atkv. greidd L’ Hslet 82 77 Maisonneuve 141 139 Megantic 97 97 Stjanes MontCNoIO 92 88 M <( „ 57 101 98 ii 11 „62 151 148 Port Neuf 83 80 Chicautinni 11 10 Gaspe 40 37 Beauharnois 118 119 Qnebec Centre 101 103 Quebec West 115 116 Tafla þessi sýðir, að vel hefir veri unnið inóti bindindinn þar eystra, þar sem í þessum kjördeildura nAlega öll atkvæði, sem á kjörlista voru, komu fram við kosninguna, og í sumum kjör deildum komu—eins og taflan sýnir— fleiri atkv. fram, en til voru kjósendur til að greiða þau. Það er lítil furða, þó að hægt sé að vinna við kosningar, þeg- ar svona rækilega er unníð. Þetta ætt að minsta kostí að vera i.óg til þess að keuna bindindismönnum enn þá bet.ur en nokkru sinni áður að treysta ekki um of glæsilegum lofoiðum. Quebec f.ylkisbúar fylgja vel forkólfum síuuiri. DH. J. J. WHITE, Tannlæknir, drogur og gerir við tennureftir nýjustu aðferð ár als sárs 'uka. <>g ábyrgist alt verk þóknanlega af hendi leyst. Hornið á Main og Market St. Winnipeg. ísland frjálst. Eitt cr það sem íslendingum mun lengi hugðarmál: Það er frelsi Is lands. Á því hvílir sómi vor ogvel ferð, og fyrir þvi stríðum vér, þótt oss greini á um útbúnað og stefnu En þegar stórstraumar viðburðanna o g felligarðar félagshreyflnganna ætla að kasta oss á blindsker, þá er ekki um aðra stefnu að tala, en móti straumi o(j vimli. Og skori mannfélagið oss á hólm og æfðir vígagarpar segi við einhvern okkar: Þú skalt reyna afl og vitsmuni við oss, ella heita hvers manns níðingur,” )á hirðum vór ekki um liðsmun, en eynum hvað vér getum. Svo er og stjórnarstríði fslands farið. Nú er tíminn ; nú er tækifærið til að sýna h vort við viljum heldur heita þý en frjálsir menn. ÍSLANDI ER BOÐIN BEITA. Landsmönnum er boðin bjórkolla fyr ir frumrétt sinn; þeim er boðinn embættlingur fyrir sjálfstjórn ; þeim er boðið að gefast upp skilmálalaust. Hvað heflr ísland með ráðgjafa í Kaupmannahöfn að gera ? Það á þar helzt til marga ráðgefendur nú. Geta Islendingar ekki átt um mál sín við konung sjálfan og við Landshöfð- ingja, fulltrúa hans ? Eða þurfa ís- lendingar, gamlir Iýðstjórnarmenn, að sækja ráð til Dana, sem sjálf- ir eru f pólitiskum ógöngum ? Ráð- gjafatilraunin hefir geflzt misjafnlega erlendis. Stærstu og frjálsustu ný- lendur heimsins, Canada og Ásiralía, hafa engan ráðgjafa f rfkisráði Breta. Þær láta sér nægja að hafa sinn umboðsmanninn hver í Lundún- um, eins og öðrum höfuðborgum. — Ætti Island að þurfa sérstakan ráð- gjafa fremur en þær ? Ónei. Þessi ráðgjafamynd er bara sökkill við far- ið, sem á að festa ísland við Dan- mörku. TILBOÐIÐ ER ÓHEILT þvf, ef Danir vildu af heilura hug viðurkenna réttindi íslands, þá hel'ði þeir fyrir löngu síðan gefið þvf sjálf- st.jórn. En vilji þeir ekki viðnrkenna sérréttindi Islands frekar, (eins og brcf r&ðgjafans danska til dr. Valtýs sýnir), svo er þetta ráðgjafafrumvarp humbug. Það er agn til að fleka ísland. Því næði frumvarpið laga- gildi og sendi Island fulltrúa sinn & ráðstefnu Dana, sem danskan ráða- naut, svo yrði Island um leið dönsk þinghá, þ. e. danskt kjördæmi, háð grundvallarlögum Danraerkur, sem alls ekki viðurkenna sérréttindi fs lands. Þar með væri frelsisbaráttu íslendinga lokið, og heillár aldar verk ónýtt. Æskjum við þeirra málalykta ? Viljum við heldur vera ' öðrum háð og skuldbundin, en frjáls ? Er okk- ur sama þótt frændfólk okkar sé rænt eignum og umráðum sinna eig- in landa og ýmsir flæmdir í útlegð ? Skiljum við ekki lengur hvað sjálfs forræði íslands þýðir ? Eða er oss sigið svo blóð fyrir augu, að vér hirð- um ekki framar hvort vér verðum ánauðugir ogeinskis metnir eða sjálf- stæð þjóð ? GETUR ÍSLAND EKKI VERIÐ FRJÁLST ? Er oss íslendingum ekki viðreisn- ar von ? Þá hefir oss illa förlast þróttur undir umsjá Dana og aga kyrkjunnar. Því á meðan Island var að mestu heiðið, hélt það sóma sínum og frelsi um nærri fjögur hundruð ár; nú er það selstöð .út- lendra, er segjast leggja þvf 60,000 króna styrk á ári,—endurgjald kalla þeir það 'ekki—og íbúatala landsins er vart § þeirra er var í fornöld, né \ hennar, þótt Vestur íslendingar séu meðtaldir. Það er satt, oss hefir förlast undir verndarvængjum Dana, og vér stöndum ekki vel að vígi. En eigi að sfður er oss viðreisnar von ísland þarf ekki altaf að vera selstöð, né íslendingar þegnar útlendra.— ísland á til þ<rr auðlindir er geta framfiert tíu sinnum, já, hundrað sinnum flcira fólJc cn þar býr nú og vér œttlerarnW getum hvið svo um, að ckki Hði margir tugir ára áður þ«ð verði frjálst. Við þegnar og flæmingjar, einar 75 til 90 þús undir, öll fátæk og fákunriandi, við getum byrjað að endurreisa félags skipun, efnahag og uppfræðslu okk ar á meðal, svo við verðum sjálfstæð ef við eruin heilhuga og samtaka Já, cf. I n er ekki tortrygni, sund urlyndi og þrákelkni búin að festa alt, of djúpar rætur í félagslífi Islend inga, til þess að þeir geti orðið sam huga og samtaka í noklmi? Nei Þessi alræmdu lundkenni okkar hverfa um leið og við byrjnm fyrir alvöru að íhuga, hvcrnig við getum slitið ánauðar og fátæktar fjöturinn sem bindur okkur við hraun Islands og við útjaðrana erlendis. Þvi um leið og vér íhugum, að vér eigutn öll fyrir sömu réttindum að stríða, sjá- um að véreigum fyrir satnciginlcg- um hagsmunum að vinna, og ásetj um oss að neyta vorra beztu krafta til að verða öðrum óháð, svo hverfur tortrygnin og sundurlyndið og þrá- kelknin, en tiltrú, samlyndi og vel- vild koma í þeirra stað. Skammirn- ar og eymdin hverfa í húmið við kyrkjugarða og spítala, en velvild og hagspeki bera þann ávöxt, að ekki þarf lengi að rýna eftir því, hvaða erindi við höfum átt í heiminn. Við getum verið frjáls, af því við höfum sérstakt verk að vinna VIÐ ERUM EINING. Jú, falleg eining erum við, tvístr- aðir/eins og sauðir og félausir eins og rakkar. Og samt erum við ein- ing, þjóðareining: því vér berum allir sömu einkenni, vér niælum á sama máli, eigum sama æskudraum g höfum eitt æflverk að vinna. Vér erum sérstakur, einrænilegur hópur í mannfélaginu, en helzt til fáliða, svo fáliða. að við megum einskis kraftar missa, og vér stríðum, nauð- ugir viljugir, fyrir tilveru vorri sem jjóðflokkur. Saga Islendinga er ein löng Grettisssga. Við verjum eyna ennþá—verjum hreysið. Það er líkt um Islendinga eins og unglingana er sögurnar segja að hafl legið í öskustó um mörg ár, og orðið að fara úr föðurgarði til að verða nýtir menn. Við höfum fyrir löngu siðan yfirgefið ættland og frændur og komið ferðlúin til Rögnvaldar konungs rlka, og æskt að ganga í hirð hans. En hann hefir skipað oss bekk hinn óæðra frain við hallar- dyrogbeðið oss vinna þrautir nokkr- ar. Þá fyrstu að rvðja skógarmörk, sem enginn annar treystist til að ryðja, og reisa þar liú ; þá aðra, að binda úlfinn Angurboða, er grandað hefir svo mörgum hlrðmönnum kon- ungs ; og þá þriðju, að vinna orminn Álfrán og ná fé því er hann gevmir. Að þessum kostum höfum vér geng- ið og fyrsta þrautin er unnin. Vér höruin bygt Markland. Fjöfnrinn á úlfinn er í smiðum og orminn iðbjarta getum vér fundið. Vér eigum þrjá kjörgripi að föðurleifð : —óskastein mjalldriflnn, sá gefur oss fæðu, klæði og skýli; armbaug sleginn segulloga, hann gefur oss afl og vísar oss veg; og hulinshjálm, sveiptan sigurrúnum og feiknstöfum, liann veitir oss sigur. En enn þá eigum yér sæti með veg- farendum og hirðmenn kýma að brautíngjagervum vorum. En vér köstum þeim ekki fyrri en hraunið er orðið að akri, úlfurinn bundinn og “Aldeyfir” veginn, en Rögnvaldur skipar oss öndvegi. Vér höldum strikinu jiar til sigurinn er unninn. EN SVO ER AÐ SÆTTAST. Við hverja ? Þá sem verja okkur veg ? Veltum heldur steininum frá. Okkur er boðið að sættast við bræð- ur, sem hafa rænt okkurarfl og halda okkur sem þjónum. Ónei. Við treystum ekki glepsandi vargi né flá- ráðum óvini. Uppá hvaða skilmála eigum við annars að sættastr Þá, að ræninginn haldi því sem hann hefir ? Þá, að Danir eigi ísland og hafl öll umráð yfir því framvegis? Það væru sættír og það á sögulegum grundvelli. Landnáma segir um þá Ingólf eitthvað á þessa leið : ‘ Ok sættust þeir at þat, at Ingólfr skyldi láta af hendi lönd sín ok fara ór landi.” Eiga fslendingar að fara að dæmi Ingólfs? Þeim er boðið að af- sala sér öllum rétti til sjálfsforræðis, og að biðja drotna sína að eiga alt land og umráð. Svona bæn er sagt að fái áheyrn. Þessi afsölun á að fylp-ja lagafrumvarpi um, að stjórnin í Danmörku taki sér til aðstoðar aukaráðsmann frá íslandi, (sem þá sækir sjálft ráð til Dana), til þess að hún þurfl ekki eins mikið á Alþingi að halda. Svona, segja sáttamenn, á að fara að því að blíðka Dani, til þess að samkomulag komist á. Svona eiga Islendingar að gefa Dönum það sem þeir hafa rænt, af því Danirneita að gefa það til baka, nema í smáölm- usum. Og til þess að fá ölmusurnar, verða fslendingar að venja sig á að biðja, því 75 þúsundir geta ekki var- ið rétt sinn, segja þeir, gegn 3 milí- ónum. Eins og höfðatalan geri rangt rétt eða rétt rangt! Eins og íslend- ingar geti nokkurntíma mistrétt sinn ti! sjálfstjórnar, nema þeir af frjáls- urn vilja afsali sér honum. Nei, það er ekki sorgarspil þetta,—það er bara “kómidfa” : Að sættast. Hdborn hitnnarvel Þannig löguð sætt væri þjóðar- skömm, fyrir Dani jafnt og fslend- inga. Því hún sýndi að fslendingar væru orðnir kærulausir bjánar, ogað Danir notuðu sér eymd þeirra. Þar með væri frelsi fslands jarðseit, og ríki Dana liengdur mylnusteinn um háls. Séum vér þá óvinir fslandsog Danmerkur, svo sættumst fölskum sáttum; en séum vér það ekki, svo sættumst ekki fyr en þessir bræður vorir breyta við oss eins og göfugum bræðrum sæmir. Verjum oss. Krefj umst þess að mega standa bræðrum vorum við hlið, sem jafningjar, ekki sem skjólstæðingar þeirra og þegnar þegnanna. Virðum sjálfaoss ogaðra sem vitiborna og stöðuglynda menn. STRÍÐUM, VINNUM vorri þjóð. Ó að vér værum þjóð ! Reynum að verða þjóð ! Ekki með þvf að ögra dönum né hóta þeim að- skilnaði. Það fer óþarfl. Því síður með því að sýna konungiJDanmerkur lítilsvirðing,—hann heflr oft sýnt að hann ann íslandi frelsis og vildi gjarnan hjálpa nauðstöddum—heldur með því að cfla svo félagsskap cfnahag og uppfrœðslu vor A mcð- al, að Dðnum sJciljist það að rér hvorlci viljum né þurfum að vcra slcjólstœðingar þcirra og þcgnar regnanna,- viljumengin bönd önn- ur en velvildar og jafnréttis. Vinnum þá af af alhuga og sam- liuga að eigin raálum. Sýnum að vér séum enn sama fólkið og bygði hraun Islands í fornöld og að við höfum lært nokkuð í einverunni. Brjótumst í gegn, höggvum okkur braut. — Frændþjóðirnar biða þess að við reis- utn okkur úr duftinu, og sjálf finn- um við enn þrótt til að sigra, og vit- um að við höfuin sérstakt verk að vinna, það, að sýna hvað vtlcnd- ingarnir gctn-l Strfðum og vinnutn svo ísland verði frjálst og æskudraumar þess rætist. liitað í París lf Júnf 1899. FrImann B. Andersox. Er sú bezta viðarbrennsluvél sem til er. Ciare Brothers <fc co. Eldstór, hitunarvélar og hitaleiðarar 180 Market St Win^iipejj Ódörasti staðurinn í bænum. Cash Coupons. $3.00 í peningum gefnir fyrir alls ekki neitt. Th. Thorkelsson, 539 Ross Ave, G. Johnson. corner Ross & Isabel Str., og Th. Goodman, 539 Ellis Áve, hafa þessar Couj o is og gefa viðskiftamönn- um sínum þær fyrir hvert lOcenta virði sem keyj t er í búðum þeirra og borgað ut í hönd. Coupon bækur fást í þessum búðum, eða hjá The Buyers and Merchants Benefit Association, Room N Ryan Blk. 490 Main Street H. I/V. A. Chambre, landsölu- og eldsábyrgðar- umboðsmaður 373 Main St., Winnipeg. Mjög ódýrar bæjarlóðir á Sherbrook St. 50+132 fet. Verð að eins $200. Peningar lánaðir móti veði í bæjarlóð- um og bújörðum. • Lán sera veitt eru á hús í smfðura eru borguð út smátt, eft- ir því sem meira er unnið að smíðinu. Eldsábyrgð. Hús til leigu Army and Navy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér liöfum þær bezt.u tóbaks cg viridla- byrgðir sein til eru í þessum bæ. og selj- um þær ódýrara eu aðrir. Enda gerum vér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskurn eftii viðskift'un yfar. f. BíöWfl & Co. 541 Main Str. á horninu á James St Canadian Pacific RAfLWAY- EF ÞIJ hefir í hyggju að eyða vetrinum í hlýrra lofts- lagi, þá skrifaðu ossog spyrðr. um farnjald til California, Hawaii-eyjanna, Japan, Bermuda og Vest-Indía eyjanna, eða heim til gamla landsins Niðursett far. Snúið ykkur til næsta C. i!. R. um - boðsmanns. eða skrifið til Robert Kerr, Traffic Manager, Winnipro, Man, rn Pacific R’y Samadags tímatafla frá Winniþeg. MAIN LÍn¥! Morris, Emerson. St.Paul, Chicago, Toronto. Montreal, Spokane, Tacoma, Victoria. San Francisco. Ferdaglega......... l,00p. m, Kemur „ ........... 1,50 p.m. PORTAGE BRANCH. Portage la Prairie and inte- rmediat.s points ...... Fer dagl. nema & sunnud. 4,54 p. m. __Kemur dl. „ „ „ io,45 a. m.' MORRIS BRANDOFkBRANCH.~~~ Morris, Roland, Miame. Baldr, Belmont. Wawanesa, Brandon einnig Souris River Branch, Belmont t.il Elp-ín...... Lv. Mon.. Wed., Fri..10,55a.m. Ar. Tu<»8. Tur . Sat. 8.55 p.m. CHAS. S. FEE. H. SWiNFORD, G. P. A. T. A.,St.Paul. General Agent# Portago Ave., Winnipeg.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.