Heimskringla - 03.08.1899, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.08.1899, Blaðsíða 2
HEIMSKRÍNGLA 3. ÁGÚST 1890. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 nm árið (fyrirfram borgað). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P. O. Mouey Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar með afföllum K. L. KiildwiiiHon, Útgefandi. Office : 547 Main Street. P O- BOX 305- Síðasta trjörræðið. Það er enginn efi á því, að kjósend- urnir í Manitoba muna Greenway stjórninni gjörræði það er hún beitti með hinum glæpsamlega samningi við Manitoba norðvestur járnbrautar- félagið, rétt áður en síðasta þingi var slitið. Þetta mál var barið áfram svo að segja umræðulaust og án þess að gefa þingmönnum eða þjóðinni nokk- urn tima til að athuga það, eða afleið- ingar þær, er þe.-si samningur hefir í för með sér fyrir fjárhag fylkisins. Af því að íslenzka míitumálgagniö sljórnarinnar hefir ekki fundið köllun hjá sér tii að kynna íslenzkum kjós- endum mál þetta að neinu leyti, eða afreksverk Greenways í sambandi við það, þá viljum vér nö segja sögu þessa eins og vér vitnm hana réttasta og leggjum það svo undir dóm kjós- endanna, hvort þeim finst ekki ástæða til að andmxla gerðum stjórnarinnar í þessu máli. Árið 1885 veitti Norquaystjdrnin þessu járnbrautarfélagi (Manitoba Northwestern) peningalán að upphæð $787,240.67. Var lán þetta veitt með því skilyrði, að félagið lengdi braut sína allmikið á næstu tveim árum, að það borgaði fylkinu 3% af árleg- um inntektum sínum og að auki 5% árlega vexti af allri lánupphæðinni. Enn fremur veðsetti félagið fylkis- stjórninni 789,120 ekrur af landi til tryggingar því, að alt lánið með vöxtum vrði endurgoldið að fullu innan 25 ára frá lántökudegi, eða ár- ið 1910. Það var og samið um það, að jafnóðum og félagið seldi eitthvað af löndum sínum, skyldi stjórnin fá $1.00 með áföllnum rentum, fyiir hverja ekru sem það seldi, og sú upphæð reiknast sem atborgun af láninu. Enn fremur var það í samningnum milli félagsins og stjórnarinnar, að fylkisstjórnin skyldi hafa fullan rétt til þess, í 25 ár, að selja svo mikið af löndum félagsins sem hún gæti, fyrir ekki minna en $2.50 hverja ekru, og skyldu allir þeir peningar sem stjórn- in þannig fengi, ganga til afborgun- ar á láninu. En ef skuldin væri eigi að fullu greidd með vöxtum eítir 25 ár, þá mátti stjórnin ganga að veðinu og selja öll lönd félagsins, eða svo mikið af þeim.sem nauðsynlegt væri til þess að fullnægja lánsamningnum, fyrir hvaða verð sem þá væri hægt að fá fyrir þau. Með þessum samningum hafði fylkisstjórnin örugga trygging fyrir hverjum einasta dollar, sem hún hafði lánað félaginu, þar sem hún hafði meira en eina ekru af landi fywrhvern doliar sem upphaflega var lánað, fékk 5% í vöxtu af lánfénu og að auki 3% af öllum inntektum félags- ins og svo $1.00 með áföllnum vöxt- um fyrir hverja ekru sem félagið gæti selt af lóndum sínum á 25 árum, og þess utan mátti stjórnin halda eftir öllum þeim peningum, er hún fengi fyrir þau af löndum þessum, er hún gæti selt á þessu tímabili, og að síð ustu mátti hún við enda lántímabils- ins ganga að öllum þeim löndum, sem félagið kynni þá að eiga óseld, og selja þau fyrir hvaða verð sem feng- ist gæti fyrir þau, til skuldalúkning- ar við fylkissjóð. Það er tæplega hægt að hugsa sér öruggari trygging fyrir nokkru láni, heldur en þessa. Það má svo heita að hagurinn væri allur fvlkis en ekki félags megin og engum manni hefir nokkurntíma dottið í hug að halda því fram, að fylkið væri í nokkurri minstu hættu að tapa svo mikið sem einuin dollar aí þessu láni. Þess vegna kom mönnurn það mjög á óvart, þegar Greenway, í lok síð- asta þings, kom frain með sainning, sem hann var búinn að gera við stjórnendur lélag-i Jiessa, um fulia Irkuð hefði áð- i m a að'etta væri 1 lúkning á þessu láni 11 árum áður en hinn upphaflegi lánr'mningur gerði ráð fyrir, án þess af ur verið getið ur vændum. Og * svo va/;[eenway ákafur, að hann lét haJda g Agfundi síðasta daginn er ^ .þess , , . er Pmgið sat, tiX t að berja mál hptto t Vt j - petta / gegn mef kvæðamagm .hundtryggra manna sinna, ,án þess að þjóð væri geíiö nokkurt að athuga þýðingogafleiðingarþessa samnings. Samningnr Greenways við félagið er í stuttu máli þessi: raðrúm til' Hann samþykkir, fyrir hðnd stjórn- arinnar og fylkisins, að þiggja frá fé laginu 542,560 ekrur af landi, sem fullnaðarborgun á skuld þess við fylkið, sem nú er orðin, með rentum, alls $1,221,000. En þar eð fylkið hafði veðskýrteini fyrir 160,000 ekr- um meira af landi, en Greenway tek- ur nú sem fullnaðarborgun á þessari skuld, þá hefir hann samið um að af- henda því veðskuldabréf sín fyrir þessum 160,000 ekrum, án þess að eitt einasta cent komi fyrir þær í fylkissjóð. Þessi samningur þýðir því í sann- leika það: 1. Að fylkið kaupir 542,560 ekr- ur af landi frá M. N. W. járnbrautar félaginu fyrir $2.25 hverja ekru. Enn eitt sýnishorn. Þeir sem lásu Lögberg fyrir síð- ustn Dominionkesningar, muna ef- laust eftir því, að þar var mikið tal- að um það sem blaðið þá nefndi glæpsamlega eyðslusemi Conserva- tive stjórnarinnar l Ottawa, er út- gjöld ríkisins á einu ári voru $38 milj. Þetta var talin óþolandi skatt- byrði á þjóðinni og það var rækílega brýnt fyrir mönnum, að ef þeir að eins greiddu atkvæði með liberölumt svo að þeir kæmust til valda, þá mundi eyðslusemin taka enda og skattarnir minka. Þetta var vorið 1896. Nö eru 3 ár liðin síðan og eftir áætlun Laurierstjórnarinnar fyr- ir komandi fjárhagsár, þá heflr hún nú rutt í gegnum Ottawaþingið fjár- veiúngum sem nema $56 miljónum, eða 16 miljonum meira en Conserva- tiva stjórnin lét sér detta í hug að eyða á nokkru einu ári. Þetta er míljón dollara útgjöld um hverja viku í árinu, rúm $150,000 á hverjum sólarhring, eða um $16,000 um hvern klukkutíma I árinu. Svo er búist við að ennþá verði bætt við útgjöldin svo að þau þokist upp í $60 miljónir alls. En nú steinþegja liberölu blöðin um eyðslusemina, þótt útgjöldin sé" um 40 af 100 hærri og skattarnir á þjóðinni þeim mun þyngri nú en áður. 2. Að fylkið tapar rúmum $60,000 á ári um næstkomandi 11 ár af vöxt- um sem félagið hefði orðið að gjalda fylkinu ef upphaflegu samningarnir hefðu verið látnir standa, og 3. Að Greenway kastar í félagið 160,000 af landi sein fylkið hafði veðskuldabréf fyrir og sem, áður en næstu 11 ár eru liðin, má uieta að minsta kosti $3.00 hverja ekru. Þetta er sama sem uppgjöf tilfélags- ins á $480,000, eða sem næst hálfri milión dollars, án þess að fylkið fái nokkuð í aðra liönd. Svona er nú saga málsins í fáum orðum og svona er sanngirm Green- way’s við félagið. Hvað honum hef- ir gengið til að gera þennan samning er ekki Ijóst að öðru leyti en því, er hann sagði sjálfur í þinginu, að hann hefði viljað ná í öll þessi Iönd til þess að geta selt þau aftur með ágóða. Það út af fyrir sig sýnir, að hann hettr álitið þau nokkurs virði, og að sú áætlun sem vér gerum um það, hve mikið hann hafi gefið félaginu, er ekki of há. Það hefir ekki verið Hvernig stendur á þessu ? Er það af þvl að þessi blöð eða mennirnir sem þeim stjórna, séu hættir að bera velferð lands og þjóðar fyrir brjóst- inu nú, eins og þeir reyndu að telja þjóðinni trú um að þeir gerðu þá ? Eða þegja þeir nú sem múlbundnir hundar ve’gna þess að það er þeirra eigin flokkur sem nú stjórnar, og af því að þeir eiga, ef til vill sjálflr von á bita og sleikju fyrir trygga fylgd ? Ef $38 inilj. árleg útgjöld voru alt of þung skattbyrði fyrir þjóðina árið 1896, er þá ekki auðsætt að 56 til 60 milj. er enn þyngri shattbyrði 1899 ? 0g ef gamla stjórnin átti skilið að falla fyrir eyðslusemi, hversu miklu meiri ástæða er þá ekki að reka þá stjórn frá völdum, sem heflr aukið byrðina svo nemur 40 af 100,—-sem helir svikið hvert eitt og einasta lof- orð sem hún ginti kjosendurna með í síðustu kosningarimmunni. Þetta er eitt af því sem kjósendum ber að athuga fyrir og við næstu kosningar. sýnt að félagið hafi lagt nokkra beiðni inn til stjórnarinnar eða þingsins um að fá þessum samningum komið á Ekki heldur hefir Mr. Greenway eða fylgismenn hans í þinginu eða nokk- urt blað eða prívatmaður nokkurn tíma hreyft þvf, að fylkið hefði ekki næga trygging fyrir skuldinni og að þess vegna væri nauðsynlegt að ganga að því nú þegar, 11 árum fyrir á- kveðinn skiladaga. Á hinn bóginn er mönnum kunn- ugt um það, að Greenway hefir hvað eftir annað reynt að fá Dominion- stjórnina til að selja sér í hendur $300,000 af skólasjóði fylkisins, en honura hefir mishepnast það. Þetta kom sér auðvitað illa svona rétt fyr- ir kosningar, því hann býst ekki við að vinna þær næst á eintómUm svika loforðum, og þegar hann náði ekki I skólasjóðinn til atkvæðakaupa, þá varð svo sem að sjálfsögðu eitthvað til bragðs að taka. Það er ekki ó- hugsandi að þessi samningur við M. N.W. járnbrautarfélagið, með upp- gjöfinni á 160,000 ekrum af landi, kunni að auðga eitthvað mútusjóð liberala við næstu kosningar. En svo er þá einnig mjög hætt við því, að það sem Greenway kann að græða á þennan hátt, því muni hann tapa margfaldlega víð atkvæðagreiðslu skynbærra og heiðarlegra kjósenda við næstu kosníngar. Það ætti að minsta kosti að fara|(svo, að þetta síðasta gjörræði, með öðrum stór- syndum, yrði þessum óaldarflokkað fótakefli. Ef einhver kynni ad vita hvar syst- ir niín. Guðiún Hel»ca Þórðardóttir er niðurkominn. vildi éx biðja hann (eða þá) að |íera svo vel og láta mÍK vita um það sem fyrst, Hún er ættuð af Skóg- arstrðnd í Snæfellsnessýslu; var hér í Wintiipeg fvrir nokkrum árum síðan, en mun svo hafa fiutt eihvað vestur á Kyrrahafsströnd. Allar npplýsin(;ar viðvíkjandi þessari konu verða þakk- sainle.a þeftnar. Winnipeg, 18. Júlí 1899. Gtiðmundur H. I’órðarson. 757 Ross Ave. Elvki alt gull sem glóir. Herraritstj. Hkr. í Lögb., sem út kom 23, Marz þ. á. birtist grein eftir mig um innihaldið í ræðu McKinleys forseta, er hann hélt í Home Market klúbbhúsinu í Boston. Fyrirsögnin var: Athugasemdír við ræðu McKinleys. En nafni mínu leyndi ég, af því ég hefði ekki um þær mundir getað sint andmælum móli greiniuni. Ritstj. Lögb. gerði nokkrar góð- fúslegar tilgátur um greinina, — sem honum er svo lagið—, en enga tilraun til að hrekja eitt orð eða atriði sem í henni stóð. Hann lofaði að gera það síðar meir, en hefir ekki gert það enn þá; liklega af því að hann hefir ekki nægan tíma tíl að hugsa sig um ! Af því nú að ofangreint blað erein- asta fréttablaðið, sem margir af lesend- um þess hafa tækifæri til að lesa, þá er ekki alllítið tjón fyrir þá að fá ekki áreiðanlegri fréttir, en það blað flytur um mál eins og það, sem grein mín ræddi um—Filippseyjamálið. Að það er tilgangur ritstj. að villa sjónir lesenda sinna í þessu máli, er augljóst og sést einna bezt á grein, sem út kom í Lögb 22. Júní siðastl..—þýdd úr Literary Digest. sem, ef dæma má af greinafjöldanum, sem þýddar eru úr því blaði í Lögb., er eina Bandaríkja- blaðið, sem ritstj. hefir að styðja sig við í Bandaríkjamálum. Það á víst að vera sterk sönnun fyrir réttmæti málsins, að höf. greinar- innar er savður að veraFilippseyjamað- ur. Af því að margir geta glapist á þessu, ætla ég að fara nokkrum orðum um greinina, og svo um málið í heild sinni, og vil ég leita á náðir Hkr. með það, því að Lögbergsritstjóranum finst það eflaust ekki eiga rétt á sér í Lögb. Hver sá sem les grein Mr. Ramon Rayes Lalas, hlýtur að finna iil ósam- kvæmni í hinum ýmsu staðhæfingum hennar. Strax og ég las hana, fanst mér hún mjög einkennileg. Hún byrj- ar með sterkuin mótmæluro, en endar með mjög snjallri vörn fyrir hðnd eyja- manna, og ósk um að þeir megi öðla-t sjálfstjórn. Fyrst telur hann npp galla þjóðar sinnar. g hlutareru viltar fjalla þjóðir...., sem Spánverjar hafa aldiei yfirunnið, og sem eru eins fjandsamleg ar í garð hinna siðuðu eyjabúa á lág lendinu, eins og þeir eru gagnvart Evr- ópuþjóðunum, segir hann. En hinir eiginlegu Filipseyjamenn "Viseyanar” og "Togalogar” (ég tilfæri nöfnin eftir útleggingu Lögb.), segir hann að beri þungan hug hVer til annars. Um stjórn ina, sem hann ætlast til að þeir fái, segir hann: “Hvort fylki, hver kyn- þáttur eða ættkvísl, hefir sinar sérstöku þarfir, og þarf að vera stjórnað með sérstöku lagi, eftir þvi sem við a”. Og þetta eiga Bandamenn að gera. “Þér sem eruð svo voldugir”, segir hann að endingu, "og hafið svo mikið traust á mætti yðar. hjálpið oss til að öðlast, þó ekki sé nema nokkurn hluta af frelsi yðar og velgengni.(I) Vér trúum því, að vér höfum hæfileika til þess. með eftirliti yðai og aðstoð. að ná því full- komnunarstigi, sem vér óskum og von- um að geta náð”. Slík ósk gæti maður hugsað að send væri guði almáttugum i staðinn fyrir að hún er send útlendri stjórn, margar þúsundir mílna í burtu, sem illa gengur aðhalda góðu skipu- lagi í sínu eigin landi. í hinni villandi fyrirsögn sinni hefð ritstj. mátt segja nákvæmar frá hver þessi Lala sé, hvort hann tilheyri Vi- seyunum eða Togalogum, eða hvort hann heyri til Múhametdstrúarmönn- um, eða kaþólskum. Múhametdstrú- armenn, þ. e. a. s. soldáninn og 1 and- stjórnin, hafa um langan aldur þáð mútur frá spáösku stjórninrii, til þess að halda Súlueyjarmönnum að nafninu til undir yfirráðum Spánverja, en kaþ- ólska kyrkjan hefir svælt undir sig mest af beztu landeignunum á eyjunum. — Hver er þessi Ramon Reyes Lala? Eft- ir því sem éu kemst næst. er hann son- ur einhvers auðusasta kaupmannsins í Manila. Hann hefir mjög lítið hafst við á eyjunum, er uppalinn að mestu leyti í Evrópu og hefir stundað skólanám á Englandi. Undirforingi Andreé, sem nýkominn er frá Filipseyjunum, hefir frætt mig á þessu. Hann sagði að Mr. Lala væri algcr'.ega ‘Englishised’’— samgróinn enskuiu hugsunarhætti og siðum. Hvort eyjarmeun séu færir um að stjórna sér sjálfir er alment skoðað sem álitamál. Ef Mr. Lala álítur að þeir seu ekki færir um að stjórna sér sjálfir meðan þúsund.r af landsmönnum hans eru að leggja lífið í sölurnar til að geta öðlast sjálfstjórn, hversu léttvægt verð- tir ekki álit (hans eins á móti öllum fjöldanmn. En það þnrf ekki að vitna til eyjamanna, því það má koma með vitnisburð fjölda Bandamanna þessu til stuðnings. Það var skorinort og djarfmann- legt skeytið. sem Chas. King hershöfð- ingi sendi blaðinu Milwaukee Journal fyrirskömmu—djarfmannlegt að þvi leyti hvað hann leggur mikið í sölurnar við að lá a skoðun sína svo skýlaust í ljósi. Herforingi King er nýkominn frá Filipseyjunum, þar sem hann hefir haft hei stjórn á he di. Skeytið hljóðar þanuig: • Við ihugun hiyiðskeytis yðar dags. 7. Júní. finn ég miíf í mjög miklum vanda staddann. Sem yfirmaður í hern- um eru margar ástæður fyrir þvi að éggetekki gefið álit mitt um ástandið á Filipseyjunum, hversu lengi stríðið muni standa og ágizkanir um hluttöku Bandaríkjanna í framtíð eyjanna. Hæfi leiki eyjamanna til að stjórna sér sjálf- ir, getur engum vafa bundist. Menn eins og árralono, Aguinaldo og margir fleiri, sem ég gæti nefnt, eru hámentnð- ir. Níu tíundu hlutar eru læsir og skrifandi, og allir ern þeir á einn eða annan hátt verkhagir handiðnamenn. Þeir eru starfsamirog sparsamir, og með nokkuri aðstað í byrjnn gætu þeir séð fyrir sér sjálfir miklu betur en lands menn vorir ímynda sér. Að mínu áliti eru þeir á miklu hærra stigi, en Cúba- menn eða hinir ómentuðu svertingjar. sem vér höfum efið atkvæðisrétt”. Þetta álit herforingja Kings er ó- hætt að fullyrða að sé álit allflestra Bandaríkja hermanna í Filipseyjunum. Ef að hæfileiki til sjálfsstjórnar er bundin við eitthvert menningarstig, þá er nóg til af vitnurn. og þeim góðum, sem ótrauðir bera Filipseyjamönnum vitni að þeir hafi álitlega hæfileika. Én að sjálfstjórn sé ekki b'-.ndin við neitf menningarstig, það er sann- leikur, sem hvert barnið í þessu landi ætti að vita. Hvað er sjálfstjórn ? í ínsta eðli sinu hvilir sjálfstjórn á rétti hvers eins innnns til að ráða sin- um eigin gerðuin. Hver maður hefir rétt til að gera eins og honuin sýnist, svo framarlega sem hann gerir ekki á hluta aunara. Þetta er lögmál frelsis- ins og framfaranna. Því nær sem mennirnir komast að uppfylla þettalög- mál, því fullkomnai a og betra verður ástandiðí heiminum. Um leið og mað- ur játar þetta, þá neitar maður |iví, að nokkur maður hafi rétt til að ráða yfir öðrum manni, svo framarlega að hann hefir ekki brotið rétt annara. Þetta hlýtur að gilda jafnt um þjóðir og fó lög, sem einstaklinga. Alt stjórnar- fyrirkomulag á að miða að þvi að hver maður njóti sem bezt krafta sinn.i. Þetta verður ekki með öðru móti gert, en því, að láta hvern raanii hafa at- kvæði í opinberum málum, og ákveður þá meiri hluti atkvæða hven ig þetta eða hítt skuli haft. Meiri hlutinn er hinn sterkari og er það þes3 vegna ó hjákvæmílegt að hann ráði. Með þessu stjórnarfyrirkomuja i á sínu fvllkomn- asta stigi, má komast hjá öllum inn- byrðis óeirðum í hvaða landi sem er. Það voru þessi atriði, er Banda- menn lögðu til grundvallar fyrir stjórn arfyrirkomalagi sínu, þegar þeir sögðu sig úr lögum við Englendínga. Hin frægu orð sjálfstæðis-yfirlýsingarinnar hljóða þannig : “Vér álítum þessi sannindi sjálf- sönnuð, að allir menn séu skapsðir jafnir; að þeir sóu gæddir af skagaran- um vissum réttindum, óafhendilegum réttindum; að á meðal þeirra sé líf, frelsi og eftirsókn gæfunnar. Að, þess- um réttindum til styrktar séu stjórnir settar meðal mannanna, er fái sín rett- mætu völd með samþykki þeirra, sem stjórnað er.....” Þessi yfirlýsing var samþykt 4. d. Júlimán. 1776. Hefir sá dagur síðan verið hátiðlegur haldinn í minningu um hina mikilvægu athöfn, og er hann hinn langmesti hátíðisdagur í árinu meðal Bandaríkjamanna. Það eru þessi grundvallaratriði sem gera Banda- ríkjastjórnina fiábrugðna Evrópu- stjórnunum. Þó að þeim hafi verið fylgt ófullkoralega á liðnum tímum, þá hafa þær samt ætíð verið sá leiðar- steinn, sem þjóðin hefir reynt að rétta sig eftir, Fjórða Júlí á ári hverju hefir "Declaration of Independence” verið lesin í skólum og heimahúsum um alt landið, sem hinn dýrmætasti fjársjóður þjóðarinnar. Árið 1898 leit út fyrir að verða merkisár í sögu þessarar frægu yfirlýs- ingar, því Bandamenn höfðu hjálpað hinni undirokuðu nágranna þjóð sinni á Cúba til að öðlast hið sama stjórnfrelsi og þeir sjálfir höfðu. En árið 1899 hefir því miður sýnt alt annað. Bandaríkja- stjórnin hefir ásælst nokkuð af hinum fríðu eyjuin. Hún hefir hafið strið á Filipseyja-menn, sem ekki krefjast annars en að þei n sé lofað sjálfforræði á eyjum sinum. Eyjamenn á að gera þegna Bandaríkjanna, sem hingað til hafa einungis kannast við borgara Þetta stríð, sem búið er að kosta fleiri mannslíf en spánska strí',ið, hefir stjórnin háð og viðhaldið að þinginu fornspurðu, sem eitt hefir vald til að hefja strið. Sannleikanum um fram- gang stríðsins hefir þjóðin verið leynd og dreginátálar meðósönnum fregnum, um framgang þess. Fregnritarnir og hermennirnir á eyjunum og blöðin heima, hafa verið keypt til að leyna á- standinu Hermönnum sem gáfu sig sjálfviljugir út í striðið við Spán, og áttu heimtingu að vera leystir úr her- þjónustunni þegar því stríði var lokið, hefir verið hnldið á eyjunum nauðugum til að berjast viðmennsnm þeirskömmu áður skoðuðu sem vini sína.. Getur það verið að stjórn sem gerir sig seka í þessum ytírgangi breyti eftir "Declar- ation of índependence?” Er það mögu- legt að hún trúi því "að allir menn séu skapaðir jafnir,” ‘ að stjórnir fái sin réttmætu völd með samþykki þeirra sem stjórnað er?” Það er hægt að svara þessutn spurn inguin ineð einu orði. Og svarið er hiklaust neí! ‘‘Declaratioii of Independ- ence” er máð af dagskrá hinnar nú- verandi stjórnar. Hún hefir verið fyrir dæmd með aðgerðum stjórnarinnar, og henni margoft neitað með skýrém orð- um af vinuin stjórnarinnar. Á fundi sem haldinn var hér í Chicago, til að af- saka stjórnina, lýsti prestur einn, H. P. Henson að nafni, ‘‘Declaration of Iudependence"’ að vera eina af hinuni stærstu lygum sem djöfullinn heföi nokkurntíma svikið inn í trúvja; na ver- öld.” Og allir hinir dyggu fylgifiskar stjórnarinnar taka undir með pi estinum og segja amen. Þetta er einastl og bezti vegurinn út úr vandræðunum. Stefna stjórnarinnar ætti héðan af að vera öllurn Ijós. Hún er sú, að koma þjóðinni til aðyfirgefa alveg hug- sjónir þær sem vakað hafa fyrir henni í 123 ár og snúa sér að stefnu Evrópu einveldanna. Ef herni tekst það, þá er það ekki einungis Filipseyja lýðveldið sem statt er í hættu, því Bandaríkja- lýðveldið hefir Þá gengið götu róm- verska lýðveldisins.—Lýðstjórn Banda- ríkjanna er þá lokið. P. M. Clemens. Chicago, 111. 21. JÚ1Í1899. Kennari. Big Point School district No. 926 óskar eftir barnaskólakennara — karli eða konu—um eitt ár. Kenslan á að byrja 15. Agúst. Þeir sem vilja sinna þessu tilboði. geri-svo vel að gefa sig fram tafarlaust og tilkynna jafnframt hvaða kaup-uppbæð þeir vilja fá. ISAAC C. LEWIS, Sec. Treas. Ekkcrt því líkt. IIEILSUSALTIÐ ÁGÆTA, ÞORSKALÝSIÐ ALKUNNA frá Noregi (alveg eins og og þið höfðuð á Islandi. PHOENIX LITIRNIR NOlíSKU með íslenzkri foi'skrift, sein lita alt mögulegt, silki jafnt sem vaðmái. — Ait þetta og ötal margt fleira af Norður- landavörum íást í Lyfjabúðinni í Pembina, N.D. Er sú bezta viðarbrennsluvél sem til er Glare Brothers tfe co. Eldstór, hitunarvélar og hitaleiðarar 180 Narket St. Win^ilpeg Ódörasti staðurinn í bænum. Cash Goupons. $3.00 í peningum gefnir fyrir alls ekki neitt. Th. Thorkelsson, 539 Ross Ave, G. Johnson, corner Ross & Isabel Str„ og Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa þessar Coupons og gefa viðskiftamönn- um sinum þær fyrir hvert 10 centa virði sem keypt er í búðum þeirra og borgað ut í hönd. Coupon bækur fást í þessum buðum, eða hjá The Buyers and Merchants Benefit Association, Room N Ryan Blk. 490 Main Street H. W. A. Chambre, landsölu- og eldsábyrgðar- umboðsmaður 373 Main St., Winnipeg. Mjög ódýrar bæjarlóðir á Sherbrook St. 50+132 fet. Verð að eins $200. Peningar lánaðir móti veði í bæjarlóð- um og bujörðum. Lán sem veitt eru á hus í smíðum eru borguð út smátt, eft- ir Því sem meira er unnið að smíðinu. Eldsábyrgð. Hús til leigu Anny and \avy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vér höfum þær beztu tóbaks cg vindla- byrgðir sem til eru í þessum bæ. og selj- um þær odýrava en aðfir. Enda gerum vér meiri verzluu en nokkur arniar, Vér óskuui eftii viðskiftnm yfar. I. Brown & Co. 541 Main Str. á horninj á James St Ganadian Pacific RAILWAY EF ÞÚ hefir í hyggju að eyða vetrinutn í hlýrra lofts- lagi, þá skriíaðu oss og spyrðr. um farnjald til California, Hawaii-eyjanna, Japan, Bermuda og Vest-Indía eyjanna, eða heim til gamla landsins Niðursett far. Snúið ykkur til næsta C. P. R, um - boðsmanns, eða skrifið til Robert Kcrr, Traffic Manager, Winnipro, Man. NoÉerii Pacific B’y Samadags tímatafla frá Winniþeg. MAIN LINE: Morris, Emerson, St.Paul, Chicago, Toronto. Montreal, Spokane, Tacoma, Victor'a, San Francisco.. Fer daglega........ 1,00 p.m. Kemur „ ........... 1,50 p.m. PORTAGE BIUVNCH. Portage la Prairie and inte- rmediats pojnts ......... Fer dagl. nema á sunnud. 4,54 p. m. Keraur ál. ii ii ii 10,45 a. m. MORRIS BRANDOF BRANCH, Morris, Roland, Miame, Baldr, Belmont. Wawanesa, Brandon einnig Souris River Branch, Belmont til Elerin..... Lv. Mon.. Wed„ Fri.... ’ 10,55a.m. Ar. Tuos, Tur., Sat. 3,55 p.m. G. P. & 1. A,„St.Paul. General Agent, Portago Ave., Winnipeg. 1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.