Heimskringla - 10.08.1899, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.08.1899, Blaðsíða 4
HEIE3KRINJLA., 10. ÁGHJáT LS9 9. Winnipeg. Votviðrasamt hefir verið hér síðan nm helg'i. Hellirigning á mánudag- inn og þriðjudaginn. Inngöngupróf á Collegiate skólann hafa tekið Vigdís Bardal, Flora -Tuli- us og Anna Skaptason. Hegnhlíf fanst í sýningargarðinum á íslendingadaginu. Eigandinn get- ur vitjað hennar á skrifstofu Hkr. Lindseedolíu-verkstæði þeirra Boddy og Noaks á Point Douglas brann á sunnudaginn var. Skaðinn metinn $13,000. Fjórir íslendingar tóku nýlega kennarapróf hér í bænum og stóðust það vel. Þau eru: Hjörtur Leo (1.); Ingiríður Guðmnndsdóttir (2.) og Hildur-T. Peterson og Jóna Vopni(3.) Tveir menn hafa nýlega fyrirfarið sér hér í bænum. Annar þeirra drekti sér í Assiniboine áuni, en hinn tók inn eitur. Enga ástæðu vita menn til þessara óindis úrræða. Þau hjón, hr. Kristján Asgeir Bene- diktsson og kona hans, hafa orðið fyrir þeirri sorg, að missa 3. ára gamlan son sinn, Sigmar Baldur að naíni. Hann dó úr kíghósta þann 6. þ. m. Blaðið “Hallock Weekly News,” dags. 5. þ. m., getur þess, að landi vor, hr. G. Goodman haíi borið hæst- an heiður af hólmi sem skytta, á al- mennu skotmannaþingi er þar var haldið á föstudaginn var. Nýleg barnstreyja, svört að lit, fanst í sýningargarðinum, hefir tap- ast þar á Islendingadaginn. Eig- andinn getur vitjað hennar á skrif- stofu Hkr. — Einnig tapaðist þar treyja með gyltum hnöppum, af 9 ára gömlum dreng. Finnandi er beðinn að skila henni á skrifstofu Hkr. Hveitisláttur er nú byrjaður hér í Manitoba, en ekki búist við að hann verði almennur fyr en um eða eftir 20. þ. m. Blöðin gera áætlanir um, að hveitiuppskeran verði að meðal- tali frá 35 til 40 bushel af ekrunni, og er það fult eins mikið og nokk- urn tíma hefir þekst hér í fylkinu. Nokkrar myndir voru teknar í sýningargarðinum á Islendingadag- inn. Ein er af manntaflinu uppsettu, önnur af fólkinu f “grand stand’* meðan á taflinu stóð og þriðja af ræðupallinum og “grand stand” meðan stóð á ræðunum. Myndirnai eru eigulegar og kosta 50 cts. Dagblaðið “Morning Telegram” auglýsir, að frá þessum tíma og fram að nýári fáist það fyrfr að eins einn dollar. Þetta er mjög ódýrt og ættu Islendingar, sem ensku lesa, að nota tækifærið. Telegram er ágætt frétta- blað og vel ritað í alla staði. Mr. Farr, einn í f liberölu kjör- stjóruuum í West Iluron kosningun- unni f Ontari. játaði að hann hefði sjálfur greitt atkvæði við kosning- una í sinni kjördeild 22 sinnum sama daginn. Cg þegar hann var búinn að vinna þessa fáheyrðu svívirðiug, þá fékk hann fritt far með járnbraut til Dakota og $500 í peningum í launaskini fyrir dygga þjónustn. —Gott er að vera liberal. Hr. Eggert Jóhannsson, fyrverandi ritstjóri Hkr., var hér á ferð í vik- unni. Hann hefir verið norðnr á Winnipegvatni í síðastl. 2 mánuði og lætur hann vel yfir fiskiveiðunum þar nyrðra í sumar. En Htla trú hefir hann á því að fiskurinn verði þar til uppgripa í mörg ár, nema þvf að eins að veiði fiskifélaganna verði takmörkuð meira en nú er gert, og að meiri rækt verði lögð við að hleypa ungum fiski frá klakinu í Selkirk í suðurenda vatnsins. Blaðið Daily Plaindealer frá Grand Forks, dágs. 2S. Júlí, getur um gift- ingu landa vors, Mr. Th. Vatnsdal frá Larimore og Miss Önnu Johnson frá Grand Forks. Mr. Vatndal vann um tíma við blaðið Plaindealer, en hefir nú atvinnu við bankastofnun í Larimore, og í þeim bæ verður framtíðarheimili þeirra hjóna. Hræðilegt slys vildi til á Northern Pacific járnbrautarstöðvunum hér í bænum á máuudaginn var. Tveir menn voru að höggva í sundur járn- brautartein rétt við vagnsporið og rann þá flutningsvagn yflr þá og skaðskemdi báða mennina. Annar þessara manna var íslendiugur Snæ- björn Ólafsson að nafni, en hinn var svenskur maður. Suæbjöru skaðað- ist svo mikið að tvísýnt þykir um lff hans; er sagt að hann hafi þrífót- brotnað og fengið sár mikið á kvið- inn. Hinn maðurinn var minna skað- aður. Þeir voru báðir fluttir á St. Boniface spítalann. Rétt áður en blað vort fer í pressu, fáum vér telefónskeyti frá spítalanum þess ef'nis, að Snæbirni líði svo vel sem hægt sé að búast við, og að lækn- arnir vonist eftir að hann haldi lífi. Séra Magnús J. Skaptason kom heim aftur á sunnudaginn var úr ferð sinni um Dakota og Minnesota. Hann lætur mjög vel af líðan landa vorra þar syðra hvervetna er hann spurði til, og einnig af' viðtökum þeim er hann mætti þar. Akrarnir í Norður- Dakota segir hann að líti betur út nú en í mörg undanf'arin ár, og upp- skeruhorfur þvf hinar vænlegustu og peningavon mikil með haustinu. — í líoseaunýlendunni í Minnesota leist séra Magnúsi mjög vel á sig og nam hann þar heimilisréttarland og ætlar að flytja þangað með fjölskyldu sína alfarinn innan skamms. Land hans er um 2 mílur fyrir sunnan landa- merkjalínuna og um 10 mílur frá Suðausturbrautinni, sem nú er verið að byggja og sem búist er við að verði fullger þangað suður ettir 4—6 vikur. Séra Magnús ætlar að halda áfram trúboði sfnu hér í Winnipeg eins fyrir því þó hann fiytji suður, því að milliferðir verða hægar þegar brautin er fullgerð. Áritun séra Magnúsar verður þá : Pine Creek P.O., Eoseau Co., Minn. Sunnudagaskóla “Pic-nicers” frá Brandon komu hingað tíl bæjarins á þriðjudaginn var. Með þvi komu nokkrir fslendingar sem þar búa og urðum vór varir við Björn Jónsson, Magnús Jóhannesson, Hjört Lindal, Einar Lúðvíksson og Ingimar Magn- ússon. Allir meðlimir Unitarasafnaðarins eru beðnir að koma á fund sem hald- inn verður í Unitarrkyrkjunni ef'tir messu á sunnudaginn kemur. Séra M. J. Skaptason talar þar sérstaklega til meðlima safnaðarins, þar eð hann flytur búferlum í næstu viku suður til Minnesota. Gunnar Sveinsson. Loyal Geysir Lodge, I.O.O-F-,M.U. 71 lg, heldur sinn vanalega fund næsta þriðjudagskvöld, 15. þ. m., á Unity Hall. Innsetning embættis- manna fer fram og nýir meðlimir verða teknir inn. Áríðandi að allir meðlimir sæki fundinn. A. Eggertsson, F. S. Þjófurinn fundinn. Lesendur mun reka minni til þess, að stórkostlegur peningaþjófn- aður var framin hér í bænum í Okt- óber síðastl. haust og yfir $60,000 stolið úr Molsonsbankanum. Þetta hafði verið gert með svo mikilli kænsku og þekking á hinum ýmsu öryggisskápalásum bankans, að það lék strax mikill grunur á því að einhver þeirra sem þá unnu í bank- anum mundi vera valdur að þjófn- aðinum. Það var gerð rækileg leit eftir þjófnum og peningunum og æfðir njósnarar fengnir sunnan frá Chicago til þess að hjálpa lögregl- unni hér, til að hafa upp á hinu týnda fé. Aðalstjórn bánkans í To- ronto bauð að lanna hverjum þeim manni $10,000, sem gæti haft upp á þessum stolnu peningum. Það var því alt gert sem hægt var að gera til þess að veiða þjófinn. En ekk- ert dugði, og svo hættu menn að hugsa um þetta mál. Það var fallið í gleymsku og fáir munu hafa búist við að heyra nokkuð um það fram- ar. Menn vöknuðu því eins og af draumi í gærdag, þegar blöðin fluttu þá fregn, að Molsonsbankaþjófurinn væri fundinn, og $60,000 af hinu stolna fé hefði verið grafið upp úr jörðu, þar sem þjóiurinn hafði sagt það vera falið. Sá sem sakaður er um þetta rán, er John W. Anderson. Hann er sonur bankastjóra í bænum Hastings í Ontario, og vann nokk- urn tíma í Molsonsbankanu hér, bæði við bókfærslu í sjálfum bankanum og einnig sem prívat ritari bánka- stjórans. En engum manni datt í hug að þessi maður væri sá seki, því að hann hafði verið hér í Manitoba að eins síðan 1897, og var þvi að miklu leyti ókunnugur hér. Hann er 23 ára gamall. Maður sá sem með klókindum hafði upp á þjófnum og peningun- um heitir P, Davis. Hann er 26 ára að aldri, og kom hingað frá Chicago í síðastl. Marzmánuði, og fékk at- vinnu sem búðarmaður hjá J. Ro- binson á Main St. Hann er maður hæglátur og aðgætinn. Hafði hann frétt rán þetta og kynt sér allar kringumstæður að því, þær sem enn eru kunnar. Grunur hans féll strax á þennan Anderson. , Hann kom sér í kynni við hann og gerðust þeir góðir vinir.Davis lét á ssérkílja að ef hann gæti fundið manninn, er hefði verið svo flinkur að ná öllum pen- ingunum úr bankanum, þá mundi hann gera alt sem í sínu valdi stæði til þess að hjálpa honum til að koma þeim út fyrir aðra peninga. Ogsvo lét hann vingjarnlega, að Anderson sagði honum síðast að hann væri sjalfur þessí snjalli og heppni maður og að allir þessir $60 þúsundir væru í ieðurtösku, sem grafin væri í jörðu úti á sléttunum fyrir utan bæinn. Anderson lýsti staðnum, þar sem peningarnir voru faldir, og fór svo Davis þangað með öðrum manni og gróf þá npp. En í stað þess að hjálpa Anderson til þess að verða af með þá fyrir aðra peninga, þá lét hann taka hann fastan og setja í fangelsi. En leggur svo fram kröfu á hendur bankastjórninni fyrir þeim $10,000 launum, sem hún í fyrra hét hverjum’ þeim manni, sem flndi hið stolna fé. Kennara vantar til BALDURSKÓLA fyrir tímabilið frá 15. September til 15. Des- ember næstkomandi, fyrir það fyrsta- Umsækjendur tiltaki hve mikið kaup þeir vilja hafa. Tilboðum verður veitt móttaka af undirskrifuðum til 23. Ágúst næstkomandi til kl. 12, hádegi. Hnausa, 15. Júlí 1899. O. G. Akraness, ritari & féhirðir. Tjaldbúðin III. Jónatan.-Fjallkonan—Vestur- tslendingar—3íiss Canada. Verð 25 cents. Þessir eru útsölumenn Tjaldbúðarinnar, auk þeirra sem áður hafa verið augh: Kristján Vigfússon, Vestfold. S. Berg- mann, Garðar. Innkomið frá útsöiumönnum fyrir Tjaldbúðina : G. A. Dalmann, Minne- ota, 81.10; Jón Ólafsson, Selkirk, $1.30 Ari Egilsson, Brandon, $1.75 ; Jón Björnsson, Baldur, $3.40; Kr. Abra- hamsson, Sinclair, $2.00. Það verður “kvitterað” fyrir íblað- inu jafnóðum og peningar koma inn frá ú tsölumönnum. SJAIÐ! Til þess að selja alt sem enn er óseh af okkar miklu byrgðum af Muselin gluggatjöldum, þá seljum við nú alt sem enn er óselt af þeim, fyrir að eins helming vanaverðs. Allar aðrar vörur seldar með samsvarandi atslætti $3.00 gardínur fyrir $1.50. $1.50 gardínnr fyrir 75 c. 574 Main S#r. Telefón 1170. ########################## # i # # e # V 1 ft i * 3 3 # 3 3 # 3 3 3 DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “Freyðir einsog kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum. r>áJir þ°«sir drvkkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- Fæs^ # # # m. # # # jMl aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. # # # # # # Manntnctnrer & Importer, \VIAMl’FJJ. ########################## EDWARD L DREWRY. Nýar vörur ! Nýtt verð ! Vér höfum ekki rúm í blaðinu til að telja upp allar þær tegundir af vor og sumarvörum sem vér erum nýbúnir að fá, og ekki heldur verðið á þeim. En vér getum fullvissað yður um, að það er óvanalega lágt. Vér auglýsum ná- kvæmar um þetta framvegis Lesið þessa augl., henni verður breytt vikulega. Þér sem komið til Glenboro, komið í búð vora, skoðið vör- urnar og spyrjið um verðið Gargið ekki fram hjá búð vorri. Hún er troðfull af allskonar nýjum vörum, sem nú seljast með óvanalega lágu verði. Vér höfum ánægju af að sýna yður þær og segja yður verðið hvort sem þér kaupið nokkuð eða ekki neitt. Yðar þénustu reiðubúinn. William Noble, Glenboro, Han. Hæsta verð borgað fyrir UIJ, Smjiir og Ey;g. Mikil Kjorkaup! 50 Karlmanna og drengja alfatnaðir, sum- ir á $8 00, $9.00, $10.00 og alla leið niður í $4.00 og $4 50. Bláir vaðmáls alfatnaðir óheyrilega ódýrir, alt niður í $2.50. Elan- elett skyrtur fást fyrir 15 cents. Linen nærfatnaður á $2.50 — vanaverð $4.50. Buxur á öllu verði.alt Diður í 75 cents. Stórkostleg hattasala er nú daglega hjá PALACE CLOTHING STORE 450 nAIN STREET. WELLAND VALE BICYCLLS Eru beztu hjol sem buin eru til i Canada. KEÐJULAUSIR, PERFCT, GARDEN CITY, DOMINION. $35-00 og yfir. Áður en þér kanpið reiðhjól á sumrinu ’99, þá gerið svo vel að Iita á hjólin okkar. Þau hafa allra nýustu “Twin Roller” keðju, “Internal' Expanders”, færanleg handföng, “Crank hangers”-ístöð í einu stykki og sjálf-ábornings ása. Eftir að hafa skoðað hjólin okkar nákvæmlega, munuð þið sannfærast um að við erum á undan öðrum hvað snertir til- búning reiðhjóla í öllu Canadaríki. Umboðsmenn í Winnipeg TURNBULL & MACMANUS, Umboðsmaður í Vestur-Cauada 310 McDeriuott Ave. Walter Jackson, P. O. Box 715 VVinnipeg. THE WELLAND VALE MANUF. CO. St. €atherine$i, Ont. 66 Drake Standish. Mál þetta féll svo niður. Faðir minn virtist vera órólegur. Og ég fór að halda, að égáeinD eða annan hátt hefði kom- ið heim á mjög óhentugum tíma—eða ef til vill, er ég kæmist að sannleikanum—á mjög heppileg um tíma. Edna gerði sér upp mesta höfuðverk og fór í rúmið. .Kcckstave var þöguli eins og steinn og virtist ekki taka eftir neinu, þótt hann sæi greinilega, að hér var verið að leika dálítinn leik. “Ég held, Drake”. sagði hann, þegar við höfðum reykt einn vindil hjá föður mínum, “að þú hefir sagt Somerviile. að við mundum koma snemma. ímyndun Rockstave bjó þenna öomerville til. Hann hafði heyrt mig tala am heimboð, en vissi að éz hafði ekkert heimboð, svo hann vin- samlega bjó þetta tíl handa mér. Eg stóð upp og bjuggum við okkur til að ganga út. Þegar ég gekk í gegnum anddyrið, þá mætti ég ungri enskri vinnukonu, sem var uppáhald Ednu. “Herra minn”, hvislaði hún. “Ungfrú Edna óskar að þér komið aftur, þegar hin eru farin”. “Alveg rétt”, svaraði ég og gekk út. “Hvað er um að vera”, spurði Rockstave blátt áfram. þegar við komum út á gangstéttina. “Húsið er í uppnámi. Blindur maður gæti séð, að hór er hert á reipunum Faðir yðar er óstyrk- ur og stygglyndur, Dona Estella er syndsam- Drake Standish 71 sem Drakehefir sagt mér, þá hefi ég lítinn tíma til að tefla tafl mitt gegn stórveld-uium. Drake hefir sagt méí frá þeim ráðum, sem hafa verið lögð fyrir yður. Það eru allar ástæður til þess að komið sé í veg fyrir þessi ráð. Eigingirni er ein ástæða fyrir mig. Ég elsba yður. Ég hefi lengi i kyr- þey elskað yður. Timanum hefi ég eytt meir í skógum en skrautstofum. Ég er fátækur að orðum til að skýra frá ósk minni. Þetta er fyrsta tilraun mín. Ef til vill fer mér fram með æfingunni. F.g elske yður með eins heiðvirðri ást og nokkur maður hefir elskað konu. Ég býð yður hjarta mitt, hönd og nafn Þér eruð auðugri en ég. En ég er nógu ríkur til að komast undan þeim grun, að ég sé að sækja eftir auðæfum. Viljiðþér verða kon- an mín—greifafrú Rockstave?” Eg gat reyndar ekki heyrt svaiið. En mér nægði að verða var við, «ð þau voru að tala sam an í hálfum hljóðum hálfan klukkutíma. Þegar faðir minn og Dona Esteila komu aft- ur úr leikhúsinu. þá fvlgdi þeim drembilegur, spánskur herramaður, jdfngatnsll Doua Estella. Hann var næsta ólíkur nunum ellihnigna og hvíthærða föður. ‘ Greifi de Palma”, sagði Dona Estella um leið og hún nefndi okkur hvorn fyrir öðrum. “Þaðgleður nJg aðkynnast. senor Standist”, sagði greifinn. Eg tók eftir giampa í augnm l.ans, Eg ef- aðist ekki uno, að liann hefr i hi yrt alt um ein- vígin. Nafn Rocksfave og greifans voru einnig 70 Standish Drake. um fæii á þvi”. sagði hann. "Edna var hér—ég hugsaði—hún—”. “Þú ertaðgaDgaaf vitinu”, sagði Rock- stave. “Edna elskar ekki markgreifann”. “Hatar hann”. “Erþá nokkur annar?” “Enginn, sem ég veit af”, svaraði ég. “Þá geng ég á hólminn. Mig langar til að vita, hvort hún vill sjá mig”. “Eg veit ekki. Hún er undarleg, eins og þú veizt.. Gerðu hoð eftir henni og sjéðu”. Ég )ét Ilockstave sjálfan sjá ráð fyrir sér, og gekk út. Eg þurfti að fá mér vindil að reykja mér til taugastyrkingar. Eg heyrði Rockstave tala við þjóninn. Hann stóð, þar sem ég hafði staðið, meðan ég talaði við Ednu, og ég sat, þar sem hann hafði verið. Það var ekki langt á milli herbergjanna. Ef ég gat heyrt, hvað hann sagði, þá gat hann hafa heyrt, hvað við sögðum. Bretinn með viðar- andlitið hafði eflaust heyrt hvert orð af játning Ednu þó hann léti ekki á því bera. “Færiðungfrú Standis þessi skilaboð”,heyrði ég hann tegja. 1 Spyrjið hana hvoit hún vilji gera svo vel og sjá Rockstave, gamia vininn sinn”. Innan 10 rainútna heyrði óg gengið feimnis- lega um anddyrið. F.g laumaðist til að líta þangað—ÞaðvarEdna. Hún var róleg. Hún hlýtur að hafa vitað, að ég hafði ekki komið upp leyndarrráli hennar. “Ut gfrú Slandish—Fdna”. Keyrði ég Rcck- stas-e segja i rólegum, jöfnum róm. “Eftir þvi Drake Standish. 67 lega fögur, og Edna hálf þvegin hurtu af tárum. Hvað er um að vera?” ‘ Eg veit ekki”, syaraði ég. “En sið mun- um báðir vita það nógu snemma. Edna vill að ég komi aftur, þegar húshóndinn og frú hans eru farin”. Við gengum spottakorn áfram, svo komum við til haka aftur og gættum dyranna. Vagn- inn var keyrður fram. Dona Estilla kom út- Faðir minn fylgdi henni mjög kurteis, þótt hann væri orðinn 60 ára gamall. Þau stigu í vagninn og voru keyrðíburtu. “Kondu”, sagði ég. "Förum aftur heim og vitum hvaða leyndarmál þetta er”. Þjónn tók á móti okkur, og fórum við undir- eins inn i skemtisalinn. “Fyrirgefðu méi"’, sagði Rockstave. “Ég ætla að draga mig í hlé inn í reykiherbergið”. “Farðu inn í bókhlöðuna”, sagði ég. “Og reyktu eins og þú vilt”. Eg hafði ekki verið einsamall nema þrjár minútur, þegar Edna kom hljódlega inn í stof- una. Hún hljóp til mín, kastaði sér í fangið á mér ög faðmaði mig að sér. ‘ Ó, Drake”, sagði hún snöktandi, “Ó, Drake, ó, Drake. Mér líður svo illa. Hvað á ég að gera ? Hvað get ég gert ? Ég er svo glöð yfir því, að þú ert kominn”. ‘,‘Vertu róleg”, sagði ég, settist niður og dró liann til mín. “Segðn tnér alt um það. Hefir nokkur fariðilla ineð þíg?” “Nei—nei—ekki það—, en þau ætla -ætla að láta—mig giftast Spánverja”.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.