Heimskringla - 31.08.1899, Page 1

Heimskringla - 31.08.1899, Page 1
Heimskringia. XIII. ÁR WTNNIPEGr, MANITOBA 31. ÁGtJST 1899. NR. 47 Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Senator Teraple frá, Frederickton, N. B., andadist þann 25. þ. m. Maccabees-félagið hélt nýlega Pic- nicíSt. Joseph, Michigan. Var þar margt fólk saman koraið. Hafði félag- ið auglýst að það setlaði að yeita frí giftingarleyfi öllum þeira sem yildu giftast opinberlega þar á samkomunni. 40 brúðhjón létu sér þetta að kenningu verða, fengu þarna giftingarleyfisbréf ókeypis og voru gift úti á bersvseði að viðstöddum miklum mannfjölda. J. B. Charleston, umsjónarmaður yfir lagningu telegrafþráðarins til Daw- son City, segir, að 15. Sept. næstkom- andi verði sá hær tengdur við allan hinn mentaða heim með fréttaþræði. 600 mílur af þræði hafa þannig verið lagð- ar á 5J mánuði, eða sem næst 110 mil- ur á mánuði, og er það vel gert í landi, sem er eins hrjóstugt yfirferðar eins og Yukonhéraðið er sagt að vera. Joseph Martin hefir haft þau áhrif að koma B. C. stjórninni í minni hluta. Það var honum að þakka, að Semlin- stjórnin nú komst að vöidum og það verður honum að kenna, ef hún tapar völdum. Óvanalegir þurkar ganga í Ontario- fylkinu, einkanlega í Brant, South Ox- ford og Norfolk. Ár og lækir hafa hart nær þornað; skógartré hafa skrælnað og jarðvegurinn er svo þur. að kornteg- undir geta ekkisprottið; grasið skræln- aráengjunum. Skógareldar hafa og gert afartjón á stóru svæði. Bændur eru ráðalausir með vatn handa fólki og gripum. Einn bóndi, sem hefir upp- Sprettulind á landi sínu, græðir stórfé á þvíað selja nábúum sínum vatn. Ófriðarskýið í Suður-Afríku er alt af að sortna. Gamli Kruger og stjórn hans er að safna að sér ógrynni af skot- vopnum og öllum mögulegu.*n tegund- um vopna, og eru að þvi leyti orðnir hættulega vel útbúnir. Herliðinu hefir verið safnað samanávissa staði, þar sem það geti gert Englendingum sem mestan skaða, og um leið veitt þeim mest viðnám, ef til orustu kemur. Þjóð- verjar og Hollendingar eru i anda með Kruger, en veita honum ekki lið opin- berlega. Á hinn bóginn eru Bretar ekki aðgerðalausir. Senda þeir stöð- ugt þangað straum af skipum, hlöðn- um með hermönnum, hestum, vopnum og vistum. Ekkert er tilsparað að hafa alla útgerð sem bczta og undir- búning sem fullkomnastan. Hér við situr enn sem komið er. Ellistyrks frumvarp er nú fyrir þinginu í Victoria í Ástralíu. Það fer fram á að veita £18 árlegan ellistyrk hverjum þeim sem nær 65 ára aldri, og í tilfellum, þar sem maður verður fatl- aður svo hann verður ófær til vinnu, þá fær hann þennan styrk, þó hann hafi ekki náð aldurstakmarkinu. Sama er að segja um þá menn, sem hafa óholla vinnu. Þeir þurfa ekki að verða 65 ára til þess að öðlast þennan ellistyrk. Frumvarp þetta fer fram á að ná sam- an með erfðaskatti öllu því fé sem út- heimtist til að borga ellistyrkinn. Allanlínuskipið “Parisian” heflr ný- lega farið þá fljótustu ferð yfir Atlants- hafið, sem nokkru sinni hefir faiin verið til Montreal eða New York. Skip- ið fór frá Movell á írlandi til Faure Point við St. Lawrence-flóann á 5 sól- arhringum, 10 kl. stundum og 49 mín- útum. Skip þetta hefir nýlega verið bætt að ýmsu leyti og nýjar vélar hafa verið settar í þaö miklu betri en þær, sem það áður hafði. Svertingjar í Bandaríkjunum eru orðnir leiðir á þessum sífeldu henging- um, sem svertingjar verða fyrir svoað segja vikulega í sumum suðurfylkjun- um, mjög oft fyrir að eins imyndaðar sakir. Nú vilja þeir láta gera lög sem geri stjórn Bandaríkjanna ábj-rgðar- fulla fyrir öllum slíkum manndrápum og ofbeldisverknaði, sem framin er á þegnum Bandaríkjanna án þess að þeir sem fyrir slíku vorða, liafi áður verið dæmdir sekir af dómstólunum um glæpi þá sem þeim er hegntfyrir. Frumvarp þetta er á þessa leið : Hvenær sem nokkur flokkur manna kerour saman í nokkru ííki eða héraði í Bandatíhjunum, með þeim tilgangi að taka af lífi nokkra persónu, sem hef- ir verið sökuð um glæipi, án þess að sá glæpur hafi verið sahnaður á löglegan hátt fyrir dómstólum Bandaríkjanna, eða sem fremja nokkurn glæpsamlegan verknað, svo sem að hengja (linch), brenna, skera, skaða eða á ólögleg- an hátt taka af lífi nokkurn þann sem sakborinn hefir verið, þá skal slíkur verknaður teljast glæpur móti Banda- ríkjastjórninni, og hver sem hefir ver- ið frumkvöðull að, eða verið nálægur og hjálpað til að fremja slíkan glæp, þá skal sá hafa mál sitt prófað fyrir dóm- stólum Bandaríkjanna, og ef sá hinn sami reynist sekur, skal honum hegnt með Iífláti. Og það er enn fremur á- kveðið, að stjórn Bandarikjanna skuli hafa rétt til þess að skerast í leikinn í öllum ríkjum og héruðum Bandaríkj- anna, þar sem menn safnast saman til þess að hengja nokkurn marn. Hver sem hótar, eða á annan hátt hræðir eða ógnar nokkru vitni, sem hefir verið stefnt tii þess að bera vitni í nokkru hengingarmáli, skal, ef hann verður sannur að sök, sektast um $1000, eða dæmast í 8 ára fangelsi, eða hvor- tveggja. Brezka stjórnin hefir pantað 14 milíónir rifflakulur frá skotfærafélagi i Birmingham á Englandi. Þær verða sendar tafarlaust til Öuður-Afriku. Allmikið uppþot er á ýmsum stöð- um á Rússlandi yfir því, að mikill fjöldi af ómentuðum verkalið hefir feng ið þá grillu, að heimsendir sé í nánd. Þeir sem vinna í verkstæðum í borgun- um yfirgefa vinnu sina i stórhópum og flytja sig út á landsbygðina til þess að búa sig þar undir dauðann. Svo mikil brögð eru að þessu, að vinnuveitendur hafa orðið að leita hjálpar hjá lögregl- unni til þess að halda mönnum við vinnu, svo að þeir þyrftu ekki að loka verkstæðum sínum og eyðileggja með því atvinnuveg sinn og þessara mann- ræfla. Dewe.y admiral hefir í samtali við fréttaritara New York World, í Naples, sagt skoðun sína á stríði Bandamanna við Fihppeyjabúa. Hann álíturaðbar- daginn við Canila hafi gert útum styrj öldina og að síðan hafi alt gengið Bandamönnnm í vil. Hann segir enn fremur: "Ég hefi Filippseyjamálið nú meir i huga mínum en nokkur annar Bandamaður, vegna þess að ég er ná- kvæmlega kunnugur eyjabúum. og þeir vita að ég er þeim vinveittur, því síð- asta uppreist þeirra er afleiðing af stjórnleysi þvi sem svo lengi hefia rikt þar í eyjunum. En uppreistarmenn verða að sætta sig við að hlýða lögum, þó þeir hafi vanist hirðuleysi fram að þessum tíma. Eg trúi þvi samt sem áður, að Filippseyjamálið verði bráðlega leitt til lykta. Filipseyjamenn eru hæf ir til að stjórna sér sjálfir. Þeir hafa alla hæfileika til þess. Það er að eins tíma spursmál. En eina ráðið til þess að leiða uppreistina til lvkta og koma á friði í eyjunum, er að veita íbóum þeirra sjálfstjóin. Það mundi verða fullkominn gerðardómur í mörgum þrætumálum og mundi gera Filipseyja- menn ánægða. Þeir fengju þá það sem þeir álíta að þeir eici heimtingu á að fá og sem þeir eru verðugir að fá. Eg hefi aldrei haldið með ofbeldi gagnvart Filippseyjamönnum. Eyjarn- ar eru á þessari stundu í ófriði og hafn- ir þeirra lokaðar af herskipum Banda- nianne. Það ætti að binda enda á þetta ástand. Ég vildi að eyjarbú- um yrði fyrst veitt sjálfstjórn og síðan mætti svo tala um innlimun þeirra í Bamlarikin. Þetta er mín skoðun, Of- beldi ætti að aftakast tafarlaust, að raínu áiiti. Þá er sjálfstjórn eyjabúa sú réttlátasta og viturlegasta aðferð til að binda enda á ófriðinn”. Mr. Wilson, ritari akuryrkjumála- deildarinnar i Washington, hefir verið að gera áætlun um þessa árs uppskeru. Telst honum svo til, að það verði 100 milíónum hush. minna hveiti í ár i Bandaríkjunum, en i fyrra. Þá fram- leiddu þau 675 milíónir bush. En á hinn bóginn heldur Wilson því fram að mais uppskeran verði miklu meiri nú en þá. í fyrra var hún als 1600 milión- ir bush., en nú verði hún 1300 milíónir bush. aðeins í 4 ríkjum : Kansas, Ne- braska, Iowa oglllinois. Fréttir frá Vancouver segja, að það eigi að lengja White Pass & Yukon- brautina frá Bennets til White HOrSe Rapids. Vegalengdin er 98 mílur. Er búist við, að braut þessi verði fullgerð innau 8 mánaða frá þessum tfraa, og að 1800 manna hafi vinnn við að bygga hana. Bandaríkja hermenn á Cuba hafa drepið nokkra Cubamenn þar, í stað þess að borga þeim herpjónustukaup. 22. þ. m. átti að borga Cubahermönn- um af Bandaríkjafé, og 5000 eyjar- skeggjar komu til að krefjast borgunar en að eins 580 þeirra voru á borgunar- listanum. Þetta gramdist hinum og létu þeir svo ófriðlega að Bandamenn skutu á þá, drápu 5, en særðu 13. Tveir Finnar eru hér í landi í þeim erindagerðum að velja nýlendusvæði fyrir nokkur þúsund Finna, sem búist er við að flytji hingað á næsta sumri. Hafa þeir Jhelzt augastað á Alberta eða British Columbia, og ætla að skoða þau fylki nákvæmlega áður en þeir snúa heim aftur. Otis herstjóri hefir sett i hreyfingu á Filipj seyjunum lög, sem banna inn- flutning Kínverja i eyjarnar. Þau eru sniðin eftir lögum Bandaríkjanna um sama efni. Hundur í Dawson City færði hvolp- um sínum mannshönd til að eta. Haid- ið er að hún muni vera af Birt Scott, er druknaði þar í ánni nýlega. Scott átti verðmikla námalóð á Bonanza-læknum, og hafa skyldmenui hans lofað $1000 hverjum þeim sem findi líkið. Hermálaritari Bandaríkjanna í Was- hington segist ætla að senda 20 her- sveitir til Filippseyjanna svo snemma, að þær verði komnar þangað fyrir jól. Forsetinn hefir ákveðið að senda þang- að nægan liðsafla til þess að binda skjótan enda á ófriðinn. ef annars sé mögulegt að gera það. Um leið er þess getið, að uppreistarmenn láti hægtund an siga þar eystra og að engin sönnun sé fyrir því að Bandamenn verði færir um að bæla eyjarskeggja á næstu 2 ár- um, að minsta kosti. Maður fór nýlega frá London á Englandi til Dawson City á l7 dögum. Er þetta sú fljótasta ferð sem enn þá hefir verið farin milli þessara staða. Frá Denver, Colorado, er sagt að hin svonefndu “Armyormor” séu orðn- ir'svo áleitnir, að þeir fylli sum bænda- húsin svo að fólkið nej-ðist til að flýja úr þeim. Þessi pæst hefir aldrei fyr orðið svo skæð og nú i sumar. Sumir bændur vörðust þeim lengi með því að sópa þeim íhrúgum af veggjum og gólfum í húsum sínum. En það fór svo að þeir entust ekki til að halda húsum sinum hreinum og hafa nú orð- ið að yfirgefa þau. Nú eru þeir að svæla maðkana burtu með brennisteini og Þykir líkiegt að það ráð dugi. Indverska pestin (Bubonic Plague) er komin til Rússlands í Evrópu. 20 menn hafa dáið í þorpinu Kolobohoffha í ^suðaustur Rússlandi. Evrópu-stór- veldin eru tekin til að gera alvarlegar ráðstafanir til þess að sporna við þvi, að þessi hættulega veiki nái að útbreið- ast í Evrópu. Til íslenzkra kjósenda. Ritstjóri HeimskrÍBgiu, Winnipeg, Man. r Herra:—Eg hefl frétt að sú saga sé borin út meðal Í3lenzkra kjósenda í Gimlikjördæmi, að Conservátivi flokknrinn ætli sér, ef hann kemsttil valda hér í fylkinu við næstu kosn- ingar, að svifta atkvæðisrétti alla þá útlendinga sem ekki geta lesið ensku. r Eg álít sanngjarnt gagnvart hin- um íslenzku borgurum sem búa í Gimlikjördæmi og annarstaðar hér j fylkinu, að ég riti yður þetta bréf og segi hreinskilnislega álit mitt og fyr- irætlan 1 þessu máli, sem er á þessa leið. Það er ekkert atriði í stefnuskrá Conservativa, sem gengur í þá átt sem ofangreind frétt talar um, eins og hver og einn getur sannfærst um ef hann les stefnuskrána, sem þegar hefii verið prentuð í blöðunum. Þessi frétt er ef til vill þannig til orðin, að ég hefi sagt á ýmsum fundum sem ég hefl haldið, að ég sé persónulega sterklega meðmæltur því, að atkvæð- isréttur þeirra Galiciumanna og Doukhobors, sem nýlega hafa flutt til jessa lands, sé bundinn einhverju mentaskilyrði. Og vissulega mun ég, ef ég verð stjórnarfonnaður hér ; fylkinu, nota öll mín áhrif til þessað fá grein um þetta efni setta inn í kosningalög þau,sein flokkurinn hef- ir lofað að bera fram á fyrsta þingi eftir að hann kemst til valda. Þessi breyting heflr anðvitað engin áhrif á nokkurn þann, sem nú þegar hefir öðlast atkvæðisrctt, og er á engan hátt beint að íslendingum, Frökkum, Þjóðverjum, Svíum, Dön- um eða Norðmönnum, eða nokkrum öðrum mönnum sem koma frá þeim löndum, sem hafa og skilja ábyrgðar- fulla þingbundna stjórn. Þetta á- kvæði miðar að eins að því, að úti- loka stórhópa af slavneskum mönn- um, sem hingað hafa komið á síðustu árum og sem vegna fjölda þeirra, eru orðnir hættulegir fyrir vorar frjálsu þjóðfélagsstofnanir (free Institutions of the Country), með því að ákveða, að þeir fái ekki atkvæðisrétt þar til þeir[skilja enska tungu nægil.til þess, að geta lesið stjórnarskrá vora á því máli. Þetta tryggir hagsmuni vora um stundarsakir að minsta kosti, því þegar þeir eru búnir að læra nóg í ensku til þess að geta uppfylt þetta skilyrði, þá hijóta þeir að hafa búið hér í landi í nokkur ár, og hafa að líkindum á þeim tíma fengið nokkra hugmynd um þýðingu frjálsra þjóð- félagsstofnana og um þingbundna stjórn. Ég óska að þér vilduð prenta þetta bréf í blaði yðar, því mér er ant um að skoðun mín og tilgangur sé rétt skilinn af öllum og sérstaklega at þeim sem búa í íslenzku bygðun- um í Gimlikjördæmi, þar sem sú saga sem ég hefi nefnt hefir verið út- breidd af andstæðingum vorum. Eg bið velvirðingar á því, að taka svo mikið rúm upp í blaði yðar og er yðar einlægur Hugh J. Macdonald. * * * * * * * * * Bréf það sem hér að framan er prentað, þarf í rauninni engra skýr- inga við. Eins og það ber með sér og eins og sjá má á illkvitnisgrein- inni í síðasta Lögb. (“Vér og útlend- i..garnir”), þá hafa liberölu leiðtog- arnir íslenzku gripið það örþrifaráð, að útbreiða meðal íslendinga þá lyga- sögu, að Conservativiílokkurinn ætli að svifta alla útlendinga atkvæðis- rétti, sem ekki lesa og skilja enska tungu. Og þeir hafa enda verið svo óskammfeilnir, að segja að þetta sé í stefnuskrá Conservativa. En auðvit- að eru þetta tilhæfulaus ósannindi, eins og hver maður getur sannfærst um með því að lesa stefnuskrána. í þessu bréfl tekur Mr. Macdon- ald það skýrt og skorinort fram, hver sé hans persónulega skoðun á þessu máli, og hverju hann vilji fá til leið- ar komið í því sambandi, ef hann nái völdum. Ilann tekur það skýrt og skorinort fram, að með þessu sé að- eins átt við menn af slavneskum þjóð- flokkum (Galiciumenn og Doukho- bors o. fl.), af því að þetta fólk heflr aldrei lifað undir frjálsu fyrirkomu- lagi eða þingbundinni stjórn og vita því ekki hvað slíkt þýðir. Af slík- um skríl er allri þjóðfólagsskipun vorri hin mesta hætta búin. Þessir menn hafa enga eða mjög ófullkomna hugmynd um frjáls lög eða siðierði, eins og þegar heflr sýnt sig, þar sem t.d. í vetur sem leið einn manna þess ara seldi öðrum manni konuna sína, hér í Wpg, og af því að konan vildi ekki láta kasta sér mann frá manni og neitaði að fara til kaupandans, þá klagaði hann hér fyrir lögreglurétti, eins og hann hefði lögmætt mái að flytja, þegar í sannleika báðir menn- irnir voru sekir um alvarlegan glæp. Þessir menn höfðu auðsjáanlega enga hugmynd um siðferði eða mannrétt- indi. Það virðist því ekki ranglátt, þótt einhver takmörk séu sett við þvi að veita slíkum mönnum rétt til að taka þátt í stjórnmálum landsins, þar til þeir hafa öðlast meiri og betri þekkingu. Allir vita að Indíánar hafa ekki atkvæðisrétt hér í landi, fyr en þeir hafa fullnægt vissum þekkingarskilyrðum og sýnt sig hæfa til að taka þátt í landsmálum. Hinsvegar er það kunnugt um heim allan, að Skandínavisku þjóð- irnar og íslendingar hafa um marg- ar kynslóðir alist upp undir þing- bundnu stjórnarfyrirkomulagi og þessvegna er engin ástæða til að setja þeim nein slík skilvrði,einsog hinum, sem aldrei hafa þekt neitt slíkt og sem þessutan eru á svo lágu siðferðis- stigi, að það er fyrir náð yfirvald- anna að þeir eru látnir ganga lausir. Islendingar þurfa því alls ekki að óttast þessa flugu. Hún er bara vanskðpuð eiturnaðra frá lygafakto- ríinu á fjósloftinu á Elgin Ave. Ritstj. TINDASTÓLL, ALTA., 21. ÁGÚST’99. Tíðarfar svo votviðrasamt, að elztu landnemar hér muna ekki aðrar eins rigningar. Allar engjar eru yfirflotnar með vatni og öll gömul tjarnarstæði, sem verið hafa að undanförnu ágæt- is engjar, eru nú stórar tjarnir, sem ekki hafa verið þar áður. En nú er þar stararengi og stendur að eins brodd urinn lítið eitt upp úr vatninu. Harð- velli er ágætlega sprottið. Heyskapur gongur seint. Menn eru altaf að von- ast eftir þurki. en hann er ekki komin enn, og útlit fyrir meira regn. Innflutningur í þessa íslenzku bj-gð hefir verið með mesta móti þetta sum- ar, þó ekki nema tvær fslenzar fjöl- skyldur. Nú nýlega komu sex karl- menn frá Nebraska, sem allir tóku hér lönd inn í miðri bygð, og 4 eða 5 Skotar og Englendingar er settust að fram með Red Deer ánni. Af löndum er það helzt að segja, að þeir héldu 2. A gúst hátíðlegann, sem Islendingadag, en ég kom þar ekki, en hej-rt hefi ég sagt að hátíðarhaldið hafi verið með þvi bezta sem nokkru sinni hefir sést hér í bygð. Framfarir mega það teljast að laná ar i suður- og vesturparti bygðarinnar hafa komið á fót hlutafélagi með eitt- hvað á ellefta hundrað dollara höfuð- stól, til að kaupa út bæði smjörgerðar- og ostagerðarverkstæðin, sem þeir herr ar áttu. H. Jónasson (annað óstagerð- arverkstæði er áttu) Benediktson Bros, og koma því undir umsjón Dominion- stjórnarinnar. Byrjaði stjórnin að láta vinna á smjörgerðarverkstæði H. Jon- sons, að mig minnir, 8. Júlí. Mest smjör. sem smjörgerðarmaðurinn hefir búið til á einni viku, eru 1092 pund. En ekki veit ég fyrir víst frá hvað mörgum bændum smjör þetta var; lík- lega um 20 bændum. Smjörgerðar- maður þessí, herra D. Morkeberg, er danskur að ætt og útlærður smjör- og ostagerðarmaður- Hefir veriðlengi á ýmsum stöðum hér i landi; er hið mesta lipurmenni, og þykir honum mikii mjólkhjájafn fáum bændum, og alt segir hanD gangi vel. Hann er eins cg allir aðrir verkamenn stjórnarinnar á smjörgerðarverkstæðum með fram Cal- gary < g Edmonton-brautinni agent fyrir The De Laval Separator Co. í New York. Telja þeir mönnum trú um, að þessar skilvindur séu þær beztu sem hægt sé að fá, og No. 1 selja þeir á rúma $100. Hann er nú búinn að selja 3 skilvindur til landa, og nú rétt nýlega flutti hann 5 skilvindur heim til sin. sem hann segist hafa sölu fjrir. J. B. é é m é é é é é Betri og stórkostlegri en áður. Verkamannadagurinn 1899! Mánudagmn 4. September nœstkomandi. s SUenitniiiriiar fai-a fram í YNINGAR G ARDINUM í sambandi við •‘Jockey Club” samkomuna. Liíándi skáktafl, Gengið á vír, Trapeze-Leikfimi. nrn PlflDI E hjólreiðakappi Canada, sýnir list sýna ULUi nlUULL, á hjóli í garðinum (riding against time). Skrudgangan byrjar kl. io ardegis. Inngangur í gaiðinn 25c.; börn innan 14 ára lOc Aðgangur að Grand Stand 25c fyrir karlmenn, konur og börn frítt. Music og Dans. Komid og skemtid ykkur a Labor Day. R. Underwood, Formaður. Wm. Smaii, Sec'y-Manager.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.