Heimskringla - 07.09.1899, Side 1
XIII. ÁR
NR. 48
Meiri peninga
þarf Heimskringla að fá nú strax.
Þessi árg. blaðsins er bráðum á enda
liðinn, og hafði átt að borgast fyrir
fram. En margir eiga enn þá ógold-
ið andvirði blaðsins. Vér mælumst
til þess, að allir þeir sem enn þá
hafa ekki borgað, geri það nú fyrir
lok þessa mánaðar.
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
William J. Bryan, sá er síðast
sótti um forsetaembættið í Bandarikj-
unum, en náði ekki kosningu, vegna
stefnu hans í silfurmálinu, sagði ný-
lega í ræðu :
“Mér virðist útlitið um sigur De-
mokrataflokksins við næstu kosningar
vera svo góðar, að þær hafa aldrei áður
verið betri. Vér erum sameinaðir og
öflugri að því er snertir hin ýmsu flokks
mál, sem rædd voru í kosningunum
1896 og í uýrri málefnum flokksins,
erum vér stööugt að eflast.
Chicago stefnuskráin verður eflaust
samþvkt breytingarlaust á næsta árs
flokksfundi, og mér er næst að halda
að enginn mótspyrna komi fram gagn-
vart henni á fundinum. Tvö stærstu
af hinum nýrri málefnum, sem eru á
dagskrá þjóðarinnar, er fyrst: einveldi,
annað, Filippseyjamálið.
Það hefir verið stungið upp á mörg-
um meðulum til þess að eyðileggja ein-
okunarfélögin. Einna aðgengflegast
þeirra allra virðist mér vera það, að
skylda hvert slíkt félag til ad útvega
leyfi frá sambandsstjórninní til þess að
mega hafa starf3við sitt utan takmarka
þess ríkia, sem það er löggilt í. Það
má gera slík lög svo öflug, að þau
kreisti vatn út úr kletti og fyrirb.yggi
samtök félagaí sömu atvinnugrein.
Þessi þjóð verður að velja um lýð-
valdsstjó.-n eða keisarastjórn. Það er
okki hsegt að verja keisarastjórnar-
stefnu með nokkru móti. Frá hags-
munalegu sjónarmiði skoðað mundi
hún þýða aukin útgjöld fyrir alþýðu,
og hagnað að eins fyrir anðmennina,
sem mundu stofna félagsskap til þess
að vinna að framförum Filippseyjanna.
Ekki heldur getur það orðið varið á
trúarlegum grundvelli. Harðstjórn á
Filippseyjunum er ekki samsvai'andi
lýðstjórn í Bandaríkjunum. Þessi þjóð
getur ekki staðist. ef helmingur borgar-
anna er frjáls, en hinn helmingurinn ó-
frjáls.
Fréttaskuldir blaða. Þetta spurs-
mál hefir verið fyrir enskum dómstól'
um um nokkurn undanfarin tíina. —
Spursmálið hefir verið um það, hvort
það væri löglegt fyrir eitt blað að
prenta upp úr öðru blaði útlendar frétt
ir eða eftirtektaverðar ræður, sem það
blað hefir borgað fyrir. Nú hefir einn
af Englands dómurnm ákveðið að slík
endurprentun sé ólögleg.
Drottningin í Kina gerði út sendi-
menn til þess að reyna aðkomaá sam-
þyktum meðal fólksins i hinúm ýmsu
fylkjum ríkisins, að henni verði fram-
vegis veitt launaviðbót svo nemi 1J
milíón taels á ári. En fólkið neitaði.
Þýzkur maður að nafni Schinnber-
ger, ferðaðist nýlega yfir þvera Síberiu
og reið á úlföldum um 1000 milur af
leiðinni. Hann lét þá skoðun í ljósi
að Síberíubrautin mundi, þegar hún
Væri fullgerð, verða meira til hagnaðar
Bretaveldi. en Rússlandi, og sagði að
S J A I Ð !
Til þess að selja alt sem enn er óselx
af okkar mikiu byrgðum af Muselin
Rluggatjöldum, þá seljum við nú alt sem
enn er óselt af þeim, fyrir að eins
helming
vanaverðs. Allar aðrar vörur seldar
*neð samsvarandi atslætti
$3.00 gardínur fyrir $1.50.
$1.50 gaidínur fyrir 75 c.
574 Main St'\
Telefón 1176
þá mætti búast við þjóðlegum stórtið-
indum, þegar braut sú væri fullgerð.
Eldur mikill varð í Yokohama 1 Ja-
pan að kveldi þess 12. f. m. Heil ferh.
mila af þéttbygðasta parti borgarinnar
brann til ösku. Skaðinn er 86,000,000.
16 manna létu þar lífið. Eftir brunann
tóku menn sig saman og börðu og mis-
þyrmdu manni þeim sem eldurinn
kviknaði fyrst hjá, og varð það honum
að bana. Stórgjafir í peningum streyma
nú til þeirra, sem fyrir skaða urðu, og
þykir líklegt að hið brunna svæði verði
fljótlega bygt upp aftur.
Stórar koparnámur hafa fundist
Canada megin landamæranna og ná frá
White Horse Rapids í Yukon-ánni alla
leið að Dalton-veginum- Koparbelti
þetta er yfir 50 mílur ’á lengd, frá 38 til
53 pr. ct., það erhreinn kopar og svoer
mikið af honum þarna að hann virðist
vera óþrjótandi. 4000 ekrur hafa verið
mældar út í lóðir. Á einum stað ijast
150,000 tons af kopar, sem er $60 virði
hvert con. í þessu belti er einnig tals-
vertafgulli og silfri, Námur þessar
verða unnar með rafmagnsvélum.
Blöðin á Þýzkalandi ráða Kruger
gamla til að gera samninga við Eng-
lendinga, og koma þannig í veg fyrir
stríð í Suður-Afríku.
McKinley forseti hefir sent ávarp
til Cubamanna, og segir það skyldu
Bandaríkjanna að hjálpa þeim til að
koma þingbundinni og frjálsri sjálf-
stjórn á hjá sér á Cuba. Hann kveðst
hafa sett hæfa menn af þeirra eigin
þjóðflokki til þess að taka manntal á
eyjunni, og biður eyjarbúr að veita
mönnum þeim alla þá hjálp og upplýs-
ingar, sem nauðsynlegar eru til þess að
verk þeirra geti orðið sem fullkomnast
og bezt af hendi leyst.
Vinnulausir verkamenn í Póllandi
láta ófriðlega; brjóta og brecna verk-
smiðjur og verzlunarhús. Rvissastjórn
hefir sent út herlið og látið handtaka
600 af þessum óeirðarseggjum.
Hermálaritari Bandaríkjanna Root
hefir skipað svo fyrir, aðallar tilraur ir
með skotvopn og sprengiefni skuli fram
vegis gerðar leynilega, svo að Evrópu-
þjóðirnar fengi enga vitneskju um þessi
hernaðarfæri Bandarikjanna. Mr.Root
var nýlega að Sandy Hook, til þess að
vera þar við tilraunir með nýtt sprengi
efni, sem nefnt er “Theorite”, og þar
gerðu hann þessa skipun sína um þess
ar leynilegu tilraunir.
Maður að nafni Bergeron hefir gert
opinbera kvörtún um það að hann hafi
verið beðinn að borga $300 til þess að
ná i stöðu í lögregluliðinu í Montreal.
Hann hafði sent' beiðni um að gerast
lögregluþjónn og var vísað til manns,
sem sagði að hann skyldi sjá hvað hægt
væri að gera fyrir hann' og sagði um
leið: ''Þú verður anðvitað að vigta
300pund. Við segjum ekki að þú verð-
ir að borga $300. Við köllurn það að
vigta 300 pund”. Bergeron tók $300 að
láni og setti þá í Vnle Marie bankann,
til þess að geyma þá þar þangað til
hann fengi stöðuna og þyrfti að vigta
300 pund. Fáum dögum síðar varð
bankinn gjaldþrota. Bergerori tapar
peningunum og fær því ekki stöðuna.
—Svona hafa þeir það i Montreal.
Nú er lögreglustjórnin á Frakk-
landi tekin upp á að leita á hverjum
manni, sem kemur til þess að hlusta á
Dreyfus-prófið í Rennes. Er þetta gert
i tilefni af því, að ýms hótunarbréf
hafa borizt lögreglunni um að skjóta
Droyfus og Labori lögmann bans, og
ýmsa aðra, sem vinna fyrir hinn
ákærða.
Maður að nafni Trevithich, frá Cai-
ro á Egyptalandi, er nú að ferðast um
Canada. Hann kom hingað til að fræð
ast um járnbrautagerð og allan útbún-
að hér því viðvikjandi. Ætlar hann að
koma sama skipulagi á brautagerð á
Egyptalandi eftir því sem hér tíðkast.
Er auðséð af þessu, að hinn mentaði
heimur hefir Jmikið álit á járnbrauta
fyrirkomulaginu í Canada.
Maður dó úr hixta í NeW Yorkrík-
inu á mánudaginn. Hann fékk hixta
á sunnadaginn, sem læknar gátu með
engu móti stöðvað. Eftir rúman sólar
hring dó maðurinn af þreytu.
Kona O' 3 börn mistu lífið í hús-
bruna nálægt Letellier hér í fylkinuj29.
f. m.
Núnýskeð er horfinn W. J. S. Gor-
don, sem hafði á hendi að telja peninga
í Molson-bankanum í MontreaL Hann
er ákærður fyrir að hafa falsað banka-
nótur og dregið $3,900 út úr sparisjóðs-
deild bankans, sem Bnndaríkjam. átti.
Vinir og vandamenn Gordons hafa boð-
isc eð jaina þessa upphæð við bankann,
en yfirmenn bankaris neita, og er hans
nú leitað alstaðar.
Einn af þeim fáu.
Það er ekki á hverju strái, að
menn hitta fyrir presta með heil-
hrig'ðri skynsemi eða nægilegri hrein-
skilni til að segja hispurslaust sann-
færing sína á trúmálum. En svona
maður heflr þö nýlega komið fram í
hænum St. Amathre í Quhecfylki.
Það er ungur prestur Grath að nafni.
Hann sagði það skýlaust í einni stól-
ræðu sinni, að hiblían væri ekki inn-
blásin og að engum manni hefði
nokkurntíma verið veitt sú gáfa að
vera óskeikull. Hann kvað söguna
um Adam og Evu og Jónas og hval-
inn vera heilaspuna og ekki byggj-
ast á nokkrum sanninda grundvelli.
Bihlían væri að eins sýnishorn af
hókmentum Gyðinga og að sama
skapi innblásin og rit þeirra Shake-
speares og Brownings. Og að eins í
Ijósi þessara sanninda yrði maður að
skilja ritninguna.
Ferð út á vatn.
Um 30 leiðandi menn hér í bæn-
um ferðuðust nýlega í einum nóp
norður á Winnipegvatn og komu við
á ýmsum stöðum meðfram vatninu
beggja megin. Þeir eru nú kommr
heim aftur og láta vel yflr ferðinni.
Eftir að hafa lesið skýrslu þeirra um
þessa ferð, kemst maður ósjálfrátt að
þeirri niðurstöðu, að þeir hafl áður en
þeir fóru að heiman haft mjög óljósa
hugmynd um landið í kring um vatn-
ið eða atvinnuvegi þá sem reknir eru
þar nyrðra. Ferðamennirnir komu
fyrst við f Fort Alexander, austan-
megin vatnsins, og segja þeir að þar
sé gnægð af góðu timhri og gott hú-
skaparland, að þar muni rísa upp
ýmiskonar iðnaðarstofnanir strax og
búið sé að gera svo við strengina í
Rauðá, að skipaferðir hingað til bæj-
arins, geti orðið greiðari en nú. Næst
héldu þeir norður til Grand Rapids,
en komu við á ýmsum stöðum þar á
milli. Allve) er iátið af landinu og
atvinnuvegum þar nyrðra og af auð-
æfunum sem þar séu, ef svæði þessu
væri nokkur veruleg rækt sýnd, og
þykir ferðamönnunum það leitt, að
Winnipegbúar skuli ekki hafa geflð
því meiri gaum. Fiskifólögin þar
senda út úr landinu árlega um 3
milíónir punda af fiski, en það eru
100 járnbrautarvagnhlöss. Þessutan
er allur sá fiskur sem seldur er á
heimamarkaðinum, og nemur það
afarmikilli upphæð. Það þykir þéim
mesta ómynd að vatnið skuli ekki
hafa verið mælt og vitar og bryggj-
ur gerðar víða meðfram því, annar-
staðar en í Gimlisveit, sem þeir segja
að bátar eigi sjaldan erindi til. Þetta
þurfi strax að brýna sterklega fyrir
stjórninni. Síðast í skýrslunni er
það tekið framjað nauðsynlegt sé að
mynda strax öfluga nefnd til að halda
þessum málum stöðugt vakandi hjá
þingi og þjóð : viðgerð á strengjun-
um í Rauðá, mæling Winnipegvatns,
bvgging vita og bryggja, og hafn-
bætur meðfram vatninu. Þetta séu
einhver hin mestu nauðsynjamál fyr-
ir Manitobafylki.
Skýrsla þessi er að því leyti góð,
að hún fer fram á að gerðar séu um-
bætur á vatnavegum hér í fylkinu,
sem menn hafa fyrir löngu séð og
játað að væru nauðsvnlegar og til
hinna mestu hagsbóta fyrir fylkiðog
einkum fyrir Winnipegbúa og alla
þá sem búa meðfram Rauðá og Winni-
pegvatni. En manni verður ósjálf-
rátt að hugsa, að þessir ferðamenn
hafl séð ofsjónum yfir því sem gert
hefir verið í Gimlisveit að bryggju
og vitasmíði, og óþarfi var það af
þeim að fara að geta þess sérstaklega
að skip þau sem um vatnið fara,
hefðu þangað sjaldan erindi Það
var skaði að enginr. dugandi íslend-
ingur var í þessum ferðamannahóp ;
því hefði hann verið þar, þá heíði
hann getað komið í veg fyrir það, að
Gimlibygð væri lítilsvirt með ástæðu-
lausu slúðri, eins og gert heflr verið
með þess". Og þótt vér viljum eng-
an vegin halda því fram, að þetta
hafi þau áhrif að tefja fyrir þeim um-
bótum í nýlendunni, sem væntanlegt
er að verði gerðar af almanna fé, þi
er þó svo mikið víst, að slílct miðar
ekki til þess að hraða sramkvæmd-
um. Islendingar í Gimlisveit verða
að líta í kringum sig í þessu máli og
láta ekki draga úr höndum sér það
sem þeir hafa nú þegar full loforð
fyrir, svo sem bryggjuna á Gimli.
Oss getur greint á í öðrum málum,
en vér megum ekki vera tvískiftir
þegar um þau mál er að ræða sem
geta orðið oss til sameiginlegs hagn-
aðar sem þjóðflokks. Þar eigum vér
allir að fylgjast að sem einn maður.
Frá löndum.
SPANISH FORK, UTAH, 1. SEPT 99.
Frá fréttaritara Hkr.
Herra ritstj.
Héðan er yfir höfuð að tala mjög
lítið að frétta. Tiðin hefir verið góð í
alt sumar. Heilsufar bærilegt. Upp-
skeruhorfur í góðu meðallagi. Atvinna
og verzlun með bezta móti. Pólitisk-
ar hreyfingar mjög litlar enn sem kom-
ið er, en vonandi að þær byrji bráðum,
og lifnar þá væntanlega í skákinni.
Hjá löndum vorum ber litið til
tíðinda. Þeim líður öllum bærilega,
Þeir héldu íslendingadagshátið að
vanda 2. Agúst, og tókst það prýði-
lega. Mr. E. C. Christinson var for-
seti dagsins og nefndarinnar, og leysti
hann þann starfa vel af hendi. Skemt-
anir voru miklar og margbreyttar, eins
og vanalega gerist við slík tækifæri.
Séra R Runólfsson mælti fyrir minni
Islands, -E C. Christinson fyrir minni
Ameríku, G. E. Bjvrnason fyrir minni
Utah, Halldór B. Johnson fyrir minni
Islendinga í Utah og E. H. Johnson
fyri' minni Vestur-íslendinga, og þótti
þeim öllum vel segjast, eins og við var
að búast, því flestir þeirra eru orðlagð-
ir ræðusnillingar, Ný kvæði voru
engin flutt, en mikið var sungið af eld-
fjörugura þjóðhátíðarsöngum m. fl., er
menn höfðu sér til skemtunar, auk
dansins, til kl. 2 nm morguninn, að for-
seti sagði samkomunni slitið, og allir
skunduðu heim til sín. mikið vel á-
nægð:r með skemtanir og bátiðarhald-
ið um daginn.
Nokkrir landar frá Scofield veittu
oss þá ánægju að vera viðstaddir, og
tókum vér sérstaklega eftir þessum:
Hon. J. P. Johnson, J. P. í Scofield,
Þorbjörn Mi.gnússon skósmiður og .Tón
Heinson, o. fl. Ræður þær sem haldn-
ar voru um daginn, tel ég vist að verði
birtar If íslenzku blöðunum áðar en
langt um liður.
Tilraun til að gera hroðalegt níð-
ingsverk hér nýlega verið gerð hér í Zi-
on. Maður að nnfni John C. Smith,
gamall tukthúslimur, sem verið hefir í
fangelsi um 20 ár, 10 ár i Salt Lake
City og önnur 10 í Montana, sendi ný-
lega 2 kassa fulla af sprengiefni, eld-
spitum og fleiru rusli frá Eureka til
Salt Lake City, til tveggja manna þar.
að nafni O. W. Powers. gamals dómara
o annars, sem Dow heitir, og sem er
fangavörður við ríkisfangelsið. Eureka
er námabær, og kemur þaðan daglega
mikið af flutningi. som sendur er í allar
á'ttir. Litu kassar þessir út eins og
smákassar, sem sendir eru oft frá nám-
um til prófs á málmbræðsluhús nálægt
Salt LakeCíty, en voru svo útbúnir, aö
þeir hefðu bæði drepið mennina, sem
þeir voru sendir til, og margafleiri, ef
viðstaddir hefðu verið, en til allrar
lukku varð þaðekki, því Powers fekk
grun um að eitthvað væri bogið við
kassa þessa. Þegar hanu var að taka
umbúðirnar af kassanu.n, tók hann
eftir fáeinnm kornum af púðii, sem
slæðst höfðu út um rifu. Skoðaði hann
það litið eitt og sendi síðan efiir lög-
regluþjóní. Kom það þá upp að Ex-
pressfélagið hefði fengið tvo kasia sams
konar, sem vigtuðu 5 og 9 pund, ea var
ekki búið að skilahinum. Kassar þess
ir voru svo settir í vatn í 3 kl. tíma, og
síðan opnaðir, kom þá í ljós hve háska-
legt var irr ihald þeirra.
Smith þes.-ú hefir nú náðst og verið
settur i faugelsi, og biður þar laga og
dóms Hann hefir samt ekkei t með-
gengið eun, en alt bandir til þess að
hann sé sekur, því bæði þekti agentinn
hann fyrir sama manninn, sem sendi
kassana, og svo hafði Smith oft áður
heitast við þessa menu: dómarann fyr-
ir að hafa dæmt hann. og fangavörðinn
fyrir að hafa gætt hans í fangelsinu á
meðan hann var þar. Verði þessi sök
sönnuð á hendur Sinith, sem lítill efi er
á, fær hann aö nýu að g'Sta í fangelsi
um 43 ára tíma.
TINDASTÓLL, ALTA., 28. ÁGÚST’99
Versta ótíð hefir gengið hér að
undanförnu. Stöðugar rigningar og
dimmviðri, svo ált er komið á flot í
vatni, og brýr eyðilagðar á ám og lækj-
úm. Má heita að ekki sé fært yfirferð-
ar fyrir menn eða skejnur. Red Deer-
áin hefir ver verið alveg ófær, svo ekki
var hægt að ná seinasta pósti (21. þ.
m.), og er enn mjög óvíst hvenær að
yfir hann verður komist. Horfir til
stór vandræða með heyskapinn. TJm
þetta leyti hafa mena vanalega verið
að enda við heyskap, en nú má heita,
að enginn maður sé búinn að ná heim
strái. Það litla sem náðst hefir saman
af heyi, er meir og minna skemt af
bleytu. Mnna menn hér ekki eftir
öðru eins óþurkasumri. Þó eitthvað
stytti upp og þorni um, er ekki hægt að
slá, því alt er á kafi í vatni, nema rétt
hæsta sléttan, en vanalegar engjar óslá
andi vegna vætu.
Heiðrikt veður í dag. I gær snjó-
aðí á fjöllurn, en nú standa há og tign-
arleg, eins og ísjakar upp úr hafinu.
J. K.
Bodsrit.
Suburban Park Railway Company.
SÉRSTAKLEGA LÖGGILT AF MAFITOBAÞINGINU 1899.
Med $10,000 höfutístol,—10.00 hver hlutur.
Forset :— HUGH ARM3TRONG, fiskikaupmaður, Portage La Prairie.
V araforseti :—J. G. HARGRAVE, kaupmaður, Winnipeg.
Féhirðir :—GEO. LEARY, kornkaupmaður, Winnipeg.
Ritari :—SOLOMON McDONALD, rafmagnsfræðingur, Winnipeg.
Félagið hefir viðskifti við Bank of Hamilton.
Bráðabyrgðar-stjórriarnefnd :
T. W. Taylor, Hugh Armstrong, S. McDonald, Gco. Leary,
Jos. Lacomte, J. G. Haryrave, C. Chamberlin, W. D. Douglas.
Stjórnarnefndin býður hér með almenningi til kaups 4000 tíu dollara
hluti í ofangreindu félagi, fyrir $5.00 hvern hlut, og leyfir sér um leið að skýra
tilgang félagsins. fyrirkomulag þess og hagnaðarvonir.
1. Að fráskildu brautarlagningarleyfinu, þá hefir félagið einnig ýms önnur
mikilsverð einkaleyfi, svo sem til þess að leggja fréttaþræði og málþræði
að verzla með eldivið, hreyfiafl ng Ijór, byggja kornblöður og hafa á
hendi vatnaflutninga á fólki og vörum.
2. Félagið hefir leyfi til að eiga og stjórna almennum skemtigarði. Og þar
eð íbúatalan hér fer svo óðum vaxandí, þá virðist stofnendum félagsins
heppilegt að nota þetta leyfi nú strax, og það er til þess að koma.þessu i
framkvæmd, að þessi hlutabréf eru nú boðin til kaups fyrir hálfvirði.
3. Félagið hefir leigt 100 ekrur af landi í þorpinu St. Norbert, iim 9 mílur
suður frá Winnipeg, á bökkum La Salle og Rauðá. Þetta er með feg-
urstu stöðum í fylkinu og er þakið stórum eikar, ask og álmtrjám, alt
fram á árbakkana. Þessi staður er að öllu leyti ágætlega lagaður fyrir
skeintigarð.
4 Land þetta hefir verið leigt til 30 ára f vrir $100 árlega leigu. Samning-
urinn getur orðið endo nýjaður þegar sá.tíml er útrnnninn, með vax-
andi rentu eftir verðhækkun landsins.
5. Samningar hafa verið gerðir við N. P. og M. R. járnbrautarfélagið að
lækka fargjald frá Winriipeg til St. Norbert, úr 70c. niður í 25c. fyrir
báðar leiðir. Aðgangur að garðinum innifalinn í þessu, Af því fær járn-
brautarfélagið 15c., en garðfélagið 10c., og er áætlað að félagið hafi af
þessu $10.000 árlegar tekjur, því brautirnar muni flytja þangað 100,000
farþegja á ári.
6. Þessar áætlanir eru álitnar sanngjarnar af þeirri ástæðu.að skemtitíma-
bilið frá 24. Maf til 24. Sept. er lengra en vanalega gerist i austurfylkj
unum, þar sem opinberum skemtigörðum er lokað 1. Sept. En sá máa-
uður er arðsamasti mánuðurinn fyrir oss hér.
7. Ferðir verða daglegar, að sunnudögum meðtöldum. Fariðhéðan kl. 8
að morgni og komið aftur kl. 9 ; farið svo aftur kl. 2 e. h. og svo reglu-
legar ferðir á hverjnm klukkutíma úr því til kl. 11 að kveldi. Tíðari
ferðir þegar þörf gerist.
8. Félagið ætlar að byggja “Water Toboggan Shute” fyrir $6,000. Á slíku
vei kfæri græddi félag eitt i Boston á síðastl. ári, $16,427.48. að öllum
kostnaði frádregnum. Winnipeg, sem hefir, 1/10 af íbúatölu Boston og
er óðum að vaxa, ætti að gefa $5,000 árlegan arð af þessu fyrirtæki.
9. Félagið ætlar einuig að bygt ja smájárnbraut, er hafi llf þuml.úil milli
teinanna. Hún á að hafa 10 fólksflutningsvagna sem hver taki 2 menn.
Dráttarvelin verður lítil að sama skapi. Þetta verður mlnsta járnbraut
í heitni. Hún getur gefið af sér $15 á klukkutíma.' Það er áætlað að
hagnaöur við þessa brant verði $2000. I Omaha var hann $30.000 s.l. ár.
10. Einnig er áformað að koraa hér upp “Japanese Maze.” Það er alveg ný
o*r áður óþekt skemtun. sem í fyrra var sýnt í Bandaríkjunum og reynd-
ist afbragðs gróðafyi irtæki. Þetta kostar um $2000, og eftir fólksfjölda
hér, ætti þaö að gefa af sér að mínsta kosti $2000 árlegan arð,
11. Capr. Paul Boyntons síðasta gróðabragð, er að syna vatnsföll. Útbún-
aður við það kostar um $3000. Með því má sýna mjög náttúrlega t. d.
Mississippi, Rhine, Hudson-ána, St. Laurence-tíjótið o. s. frv. 60 far-
þegjar eru látnir lenda á hverjum 4 mínútum. Ágóðinn af þessu í Bost-
on á siðastliðnu ári, var $30,000. Hér ætti ágóðinn að verða um
$3000 á ári.
12. Önnur einkaleyfi og aðdráttarfæri, svo sem sala 4 vindlum, aldinum o.fl.
er ætlast til að gefi af sér alls um $4000 á ári. ÞeHa er álitin nægileg
upphæð til að borga öll laun og annan kostnað við garðinn.
13. Ljósagei'ðarstofnun kostar um $1300.
14. Félngið æt ar að verja $4700 til húsabygginga í garðinum.
15. Félagið ætlar einnig að leggja einnar mílu kappreiðabraut, sem, vegna
jarðlagsins þar, verður eflaust með beztu brautum í fylkinu.
16. Útgjöld og inntektir verða því, eftir áætlaninni á þessa leið :
ÚTGJÖLD. ' INNTEKTIR,
“Toboggan Shute”.....$6,000
Smá-járnbraut........ 1,500
“Japanese Maz«”...... 2.000
Vatnasýuingin........ 3 000
Rafmagnljósa-stofnun .. 1,800
Byggingar............ 4,700
Vinnukostnaður........ 4,000
Allur kostnaður.......$22.500
........................$5,000
........................ 2,000
........................ 2,000
.................... ... 3 000
Járnbrautargróði .......10,000
Ymsar tekjur............ 4 000
Tekjur alls.............$26,000
Þetta sýnir hreinan gróða $3,5C0, eða 15% úf innstæðufé, eftir að allur
kostnaður er borgaður. Stjórnarnefi din er sannfærð um, að eftir fyrsta árið
verði hægt að borya hluthöfuni áilega 50% af stofnfó þeirra.
Stjórnarnefndin býður þessvegna að selja almenningi fjögur þúsund $10
hluti fyrir $5 hvern hlut, uppborgaða og álögufrýja. 20% borgist við móttöku
hlutabréfanna, en eftirstöðvai nar borgist mánaðarlega með 50c. á mánuðifyrir
hvern hlut, þar til hlutirnir eru borgrðir að fullu.
Hluthafabækur eru til á sknfítofum þessum :
Geo. Leary, Gnin Exchange. Wpeg. J. G. Haksrave, 328 Main St., Wpg.
J. Lbcomte, 366 Main St.. Witmipeg. Dixox & Todd, 375 Main St„ Winnipeg.
McDonai.d Bros, 463 Main St. Wpeg. Crotty & Cross, 515 Maia St. Wpeg.
Wm. Brown & Co., 511 Mah. St.. W, g. Hbimskringla, 547 Main St., Wpeg.