Heimskringla - 28.09.1899, Side 1
XIII. ÁR
NR. 51
Heimskringla.
WINNIPEG, MANITOBA 28. SEPTEMBER 1899.
C. A. HOLBROOK & CO.
DEPARTMENTAL STORE,
CAVALIER, NORTH DAKOTA
ALLIR Á FERÐINNI
TIL STÆRSTU BÚÐAR-
INNAR t PEMBINA COUNTY.
Vetrarvörnrnar eru komnar og vér erum reiðubfmir
að selja yður þær með niðursettu verði. Já, fyrir lægra
verð en þér getið fengið samskonar vörur nokkurstaðar
annarsfaðar í ríkinu.
VörubyrgðirDar eru
feykilega miklar.
Vér höfum aukið við sölubúð vora svo að nú er hún
75 fet á breidd, þvert yflr stafn að framan. Öll búðin
er troðfull af vörum, frá gólfi og upp í rjáfur. Það er
sama hvar þér búið ( ríkinu, þá giæðið þér peninga á
að koma inn í þessa stóru búð. Þér fáið hvergi jafn-
mikinn afsiátt gegn peningum út í hönd.1
Miklar byrgðir af fínustu og liæðstmóðins kvenn-
fólksfötum og barnafötum.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Jackets, Loðhúfur, ♦
Loðkápur. X
Álnavara, Nærpils,
Utanhafnapils. X
Nærföt, Karlmannaföt, ♦
Daglegar nauðsynjavörur. ♦
Allar tegundir af skóm. ♦
Allar tegundir af járnvöru. ♦
Og óteljandi rnargt fleira. ♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Hluturinn er, að vér seljum alla skapaða hluti nema
viðskiftamennina.
C.A.HolbrooUCo.
CAVALIER, N DAK
ÁKAKNC
Til arðs fyrír 1. lútersku kyrkjuna.
TJndir umsjón nokkurra ungra stúlkna,
..........verður haldin á.....
Northwest Hall - - -
5. Október næstkomandi.
PROGRAMME:
Solo: Dr. Stephensen.
Ræða ; Séra Rúnólfur Marteinsson.
Dialogue : “Matrimonial hunt”.
Cornet solo : Mr. H. Lárusson.
Reoitation : Mr. Day.
Uppiestur : Séra Bjarni Thorarinson
Solo : Mrs. W. H. Paulsson.
Ræða : Mr. B, J. Brandson.
Pickolo solo • Mr, Day.
Stuttur íslenzkur leikur.
Cornet solo : Mr. H. Lárusson.
Inngangur 25c. fyrir fullorðna,
I5c. fyrir börn,
Samkoman byrjar kl. 8 e. h.
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
t Það er sagt að allar milíónir Corne-
liusar Vanderbilts eigi að standa óskift-
ar og órótaðar þangað til Alfred Van-
derbilt, sonur þess dána, kemur heim
úr ferð sinni til Japan. Svo í raun og
veru er enginn eigandi að öllum milíón-
unum i næstu 4 mánuði. Hinn dáni á
þær ekki lengur, því allur eignarréttur
kemst að eins að hinu hármjóa tak-
marki. sem er á milli lífs og dauða. En
eins lengi og erfiugjar fá ekki lögskifti,
á meðan hafa þeir engan eignarrétt á
erfðafé sínu. Samt verður Wm. K.
Vaiiderhilt ráðsaðill þessara milióna,
þangað til lögskifti fara fram á þeim.
Og það'hefir hann líka verið síðastl. 3
ár að mestu leyti, vegna heilsulasleik
Corneliusar Vanderbilts.
Þessar feykimiklu eignir nema um
$100,000,000 að upphæð, sem skiftast á
milli lögerfingjanna. Erfðaskattur, er
ríkið fær, nemur $1,000,000. En þar
af gengur 1 pr ct. eða $'000 til Bird S.
Coler skattheimtumanns í innköllunar-
laun. Annar skattur liggur á éignum
þessum, sem innkallaður verður af toll-
heimtumanni innanrikistekjugreina, og
nefnist herskattur og gengur í fjár-
hirzlu Bandaríkjanna. Lögin ákveða
2J% skatt á eignum, sem nemur milíón
dollars eða meira. Sá skattur nefnist
arfleiðslugjöf.gengur til barnaarfgafans
4J% arfleiðslugjöf til bræðra- os systra-
bama, og 15% arfleiðslugjöf til annara
en blóðskyldra ættingja. Ef eignir
þessar eru hundrað miliónir, eins og
sagt er. þá fær rikissjóðurinn að minsta
kosti $2,500,000, svo upphæð sú sem
ríkið og þjóðin fær nemur $3.500,000,
og dfegst sú upphæð af óskiftu erfða-
fénu. Sem næst $4,000,000 dragast frá
höfuðupphæðinni, því ríkið tekur 5%
fyrir að láta bera saman og grandskoða
öll arfleiðsluskjölin. Það er enginn efi
að lögin og ríkið hafa aldrei áður haft
með höndum önnur fjárskifti einstaks
manns jafnstór, og hér er um að ræða.
Senator Depew segir, að Vander-
bilthafi ætíð miðlað miklu fé til liknar
og hjálpar nauðstöddum. Hann álítur
að þær útgjaldagreinar hafi að meðal-
tali numið árlega $500,000.
Sir Charles Tupper er nýkominn frá
Englandi. Hann sagði nýlega, þegar
hann var spurður eftir, hvort hann
héldi að sambandskosningarnar færn
fram bráðlega: “Ég yrði meira en for-
viða, ef samhandsstjórnin vogaði sér að
5 J A I Ð !
Til þess að selja alt sem enn er óseh
af okkar miklu byrgðum af Muselin
gluggatjöldum, þá seljum við nu alt sem
enn er óselt.af þeim, fyrir að eins
helming
Vanaverðs. Allar aðrar vörur seldar
fneð samsvarandi atslætti
13.00 gardínur fyrir $1.50.
$1.50 gardínur fyrir 75 c.
574 Main
Telefón 1176.
kalla til kosninga, undir núverandi á-
standi, sem hugir kjósenda eru í. eins
og ég þekki frekast fram og aftur í Ca-
nada. Ég held, ef hún gerði það, þá
kæmist hún að raun um, að flokkur i-
haldsmanna er alhúinn að mæta henni
á orustusviðinu. Ég skyldi taka því
með ánægju, en þaðer ekki minsti efi á
hver endir ornstunnar yrði, eins og alt
stendur nú. Eftir stjórnar-ástandinu
í Ontario, virðist vera ómögulegt að
stjórnin geti lengi hangt, nema /anga
til almennra kosninga nú hráðlega. I
Manitoba verður ómögulegt að draga
kosningarnar lengi héðan af, og eftir
þeim síðustu upplýsingum, sem ég hefl
fengið þaðan, þá er það lítill efi, að
Greenway verður undir þegar vilji
fólksins fær að skera þar úr málum. —
Ég hald bæði í sambandskosningum og
Ontario-fylkiskosningum að stór á-
kvörðun verði sjáanleg hjá meiri hluta
fólksins, hvenær sem það fær tækifæri
til að útreka, og neyta öflugrar aðferð-
ar tii að hindra endurtekna mútu að-
ferð, sem nú s.endur deginum ljósara,
að notaðar hafa verið til að sigra vilja
kjósendanna, sem annars hefði orðið
úrskurður og dómsatkvæði í úrslitum.
Sú aðferð er hryggileg og óheiðarleg,
að hamla kjósendum með nokkrum
meðölum frá að sýna vilja sinn og úr-
skurð, og er slík aðferð alveg ómögu-
leg oftar”.
11. þ. m. brann hús og áhöld Fra-
zer River Oil and Guano-felagsins í
B. C. Áhöldin og vélarnar var alt
splunkurnýtt og kostaði $150.000. Alt
brann til kaldra kola. Skaðinn er um
$) 00,000. Vátryggingin er $65,000.
Verkstæðið var nýtt, og verður tafar-
laust bygt upp aftur. Orsök brunans
er ókunn enn þá.
20. þ. m. dó Mrs. Wm. O’Conner í
Lincoln-héraði, 106 ára gömul, Hún
var lang-elzt af öllum þeim sem húa í
því héraði. Hún var irsk. Hún hafði
svo góða sjón til dánardægurs, að hún
þræddi fínustu saumnál, og yfir höfuð
hélt hún öllum sönsum nær óskertum.
Kaft. Dreyfus var látinn laus úr
varðhaldinu í Rennes. 20, þ. m. kom
hann til Nantes á FrakklHndi. Fylgdi
bróðir hanshonum. ásamt yfirlögreglu-
stjóra Vigeur og lögregluþjóni; gekk
það alt rólega og slysalaust. Ekki er
en'n þá kunnugt hvort Dreyfus kaft.
ætli að halda ferðinni. Sagt er að
sama dag hafi Dreyfus komið til Bor-
deaux á Frakklandi. Því er haldið
fram af sumum, að Dreyfus eigi skamt
eftír ólifað. Einnig hefir frétzt að
fiutningur Dreyfusar sé kominn áleiðis
til New York, og Dreyfus sé á leið
inni þangað til Amoríkn.
I brófi frá Dreyfus á hann að segja
á þessa leið: “Stjórnin hefir gefið
mér frelsi mitt aftur. En frelsi mitt
er. einskis virði, nema ég haldi fullutn
heiðri og mannorði. Eg ætla að halda
afram að heimta uppreisn fyrir glöp
þau, er ég hefi verið ákærður og gerður
fóinardýr fyrir. Ég kýs að alt Frakk-
land verði þess meðyitandi, með dóms-
atk/æði, að ég er saklaus. Ég verð
ekki rólegur fyrr en hver einasti maður
á Frakklandi veit að þessi svívirðilegi
glæpur, sem á mig er borinn, sé alveg
ósannur og óverðskuldaður að öllu
leyti”.
Á Trades Congress (verkamanna-
þingi), sem haldið var í Montreal ífyrri
viku, var borin tram ákvörðun viðvíkj-
andi innflutningum, er erindreki J.
Mortimer frá Winnipeg hafði meðferð-
is, en borin ,var upp af Armstrong er-
indreka frá Toronto, Hún hljóðar á
þessa leið :
Trades Congress ætlar ekki að mót-
mæla innflutningi heiðarglera, spar-
samra fog dugandi akuryrkjumanna.
sem flytja hingað á eigin kostnað og
með frjálsum vilja, og nema auð lönd.
Ea á hinn hóginn mótmælum vér fast-
lega þeirri aðferð sambandsstjórnar-
innar, að sóa neningum almennings í
að styrkja fólk til að flytja hingað, eins
og nú viðgengst, þar sem innflutnings-
fyrirkomulagið miðar að eins til að
auka hag þeirra sem selja og erja fé
upp úr landasölu, og þeiirar stéttar,
sem hefir hag af því að vinnulaunin séu
sem lægst. Það er ekki hið sanna og
rétta augnamið fólks innfiutningsins,
að stórauðga viss gróðafélög, því slík-
ar stofnanir mæla það aldrei rétt á
mælikvarða réttvfsinnar, hverjir séu á-
kjósanlegustu innflytjendurnir í þetta
land. Erindreki Mortimer mótmælti
þeim breytingum, sem nefnd, er verka-
mannaþingið setti, oggerðiá þessari
ákvörðun. Hann kvaðst hafa ætlað
sér að reisa skorður við niðursetningu á
kaupgjaldi, sem nú ætti sér stað vest-
ur í fylkjum, og Galiciumenn og Douk-
hohors væru ollandi. Þessir þjóðflokk-
argætulifaðá 25 centum á dag, og
hann hefði sjálfur séð Galiciumenn
saga viðar-cord fyrir 40 cents í Winni-
psg, í staðinn fjn-ir að annara þjóða
menn hefðu getað fengið $1.50 fyrir að
gera það. Eftir töluverðar umræður
var þessi ákvörðun iamþykt með meiri
hluta atkvæða. Verkamannaþingið
hefir lýst yfir að það væri með þessari
tilvitnun. Ákvörðun þessi álítur og
færír rök fyrir, að augnamið allra lýð-
valdsstjórna ætti að miða aðþví, að fá
og sýna fulla stefnu almennings eða
þjóðarinnar í því sem áhrærir ákvarð-
anir og lög stjórnanna, i staðinn fyrir
að nústarfandi framkvæmdarvald
stjórnarinnar sækist eftir allra handa
nefnda stjórnmensku, sem af af sér leið-
ir næstum full umráð í löggjafarvald-
inu, og sera verða til hagsmuna stór-
ríkum fjárplógsmönnum. Verkamanna-
þingið lýsir því yfir, að það fallist á
það grundvallaratriði, sem þessi á-
kvörðun fer fram á í stjórnarfyrirkomu
lagi sem ákjósanlegustu, er hægt sé að
stinga upp á og framfylgja, til að fá
stjórnina til að vinna að hagsmunum
almennings af einlægni, og útiloka sér-
staka flokka frá að vinna nonkurs kon
ar einkaleyfis vinnu fyrir sjálfa sig, og
einstaka menn og félög.
Stjórnin í Transvaal hefir nú loks
svarað bréfi Mr. Chamberlains, uý-
lenduráðgjafa Breta, og neitar að ganga
að þeirri málamiðlun, sem Mr. Chamb-
erlain fór fram á, að veita útlendingum
er húa í Transvaalríkinu full þegnrétt-
indi, með svipuðu fyrirkomulagi er
tiðkast i nýlendum Breta. Segja sum
blöðin á Énglandi, að Transvaalbúar
vilji ekkert annað en stríð. Nú sem
stendur er friðarútlitið milli þessara
þjóða sknggalegt, en getur breytst í
frið og sátt á hverju augnabliki. og er
óskandi að svo verði.
Sex farþegjar fórust af járnbrautar
vagna samrekstri 23. þ. m. nálægt bæn
um Denver í Colorado, og 5 raeiddust
rneira eða minna.
Ræðuskörungar í London á Eng-
Iandi ætluðu að hafa alsherjarfund á
Trafalgar Square og ræða um misklíð
þá, sem er milli Brota og Búar.r.a, eða
Transvaai-manna. Fund þenna var
reynt að hafa eftir miðjan dag 24. þ. m.
Mörg þúsnnd manna voru þar saman
söfnuð, en ræðumennirnir fengu ekkert
tækifæri að tala. Múgurinn veifaði
Union Jacks flöggum og söng í einu
hljóði þjóöarlofsönginn: “Rule Britan-
nia” (Stjórnið Bretlandi”). Ræðumenn-
irnir, sem eru háttstandandi menn
þjóðarinnar, fengu enga áheyrn fyrir
óhljóðum, og var hent á þá rotnum epl-
um og úldnnm eggjum. Gleöióp var
hrópað fyrir nýlenduráðgjafa Englarids
Mr Chamberlain, en nafn stjórnarfor-
setansí Transvaal, Mr. Krugers. var
blásið og blístrað niður. Þeir ræðu-
menn, sem eru á móti ófrið, og mæltu
þarna í nafni ýmsra félaga, fengn varla
að segja orð. En nokkrir Sósíalistar,
og verkamanna foringjar, sem voru
þar. fengu að tala nokkurnveginti ó-
hindrað. Þó fekk aðalforinvi S isíal-
manna, Mr. Henry Hyndinan, verstu
útreið á fundi þessum. Allir sem
höfðu stafi og regnhlífar, miðuðu þeim
í andlit homftn, og sumir hentu þeim á
hann, á meðan múgurinn söng þjóðar-
lofsönginn og æpti fyrir Chamberlain.
Hermenn, sem viðstaddir voru, æptu
með múginum, og sungu sönginn :
“Soldiers of the Queen” (Hermenn
drotningarinnar). Að síðustu var kall-
að á herliðið itil þess að koma múgnum
burtu af staðnum. Nokkrir voru troðn
ir undir hestafótum, og margir teknir
og settir inn á lögreglustöðina.
Strax og rátíaneytið kemur saman
verður ákvarðað að auka 10,000 til
20,000 hermönnum víð her Breta í Suð-
ur Afríku-!
Guadalaye Varques, sem heima á í
Mexico, og er 85 ára gömul, ásamt
dóttur hennar, sem er ekkja, voru
ræntar 23. þ. m. Mæðgurnar héldu að
þær geymdu peninga sína betur í stál-
skápheima hjá sér, en hafa þá á banka.
Upphæðin nam $50,000, sem ókendir
raenn tóku úr skápnum að þeim ásjá-
andi. Þeim var ekki misþyrmt, en
keflaðar og haldið á meðan verkið var
framið. Lögreglan er á þönum eftir
ræningjum þessum, en ekki hefir henni
enn þá orðið neitt ágengt i að finna þá.
Sambandsstjórnin i Canada hefir
neitað 48 Hásketum, sem eru hermenn
í Toronto, um leyfi til að vera viðstadd-
ir komu Deweys í New York. Stjórnin
álítur að hermenn sem lúta brezku
krúnunni hafi enga heilild né ástæðu til
til 8Ö taka þátt í herhátiðum Banda-
raanna.
Það er álitið, að Sir Wilfred Lau-
rier og Israel Tarte, séu búnir að koma
sér saman um, að sambandskosningar
fari fram í Janúar næstkomandi. Þeir
eru.að líkindum komnir að þeirri nið-
urstöðu, að stjórnin tapar dagsdaglega
fylgi, og að fyrsti tími er beztur. Þetta
er alveg rétt gert af þeim, því tapi þeir
völdum, sem eflaust verður, þá hafa
þeir afsökun á því, að þeir hafi ekki
hangt við stjórnarvöldin til síðasta
dags, eins og Mr. Greenway gerir.
—Enginn er Áka líki.
Hraðskeyti frá Manila 25. þ. m.
segir, að uppreistarmenn hafi hertekið
kanonubátinn Urdaneta fiá Banda-
mönnum. Um skipshöfnina vita menn
ekkort enn þá. Bandamenn sendu þeg-
ar i anónubát til að rannsaka þetta.
Hann kom aftur með þær fréttir, að
Urdaneta væri fjöruð upp andspænis
bænjm Orani við Orani-ána. Urda-
neta væri öll sundurtáin af skotum og
mikið brunninn. Allar byssur og her-
hún i.ður væri burtu tekið. Skipshöfn-
in væri annaðhvort í fangelsi, eða hefði
verið drepin.
rTvö þýðingarmikil hraðskeyti komu
til Vi'ashingtoi' 25. þ. m., frá Otis hers-
höfðingja í Manila. Hið fyrra segir að
uppreistarmenn á Svertingjaeyjunni
(Island of Negros) séu i þann veginn að
viðurkenna yfirráð Bandaríkjamanna
Hitt skeytið segir að bráðlega verði
dreg-.ð upp flagg Bandarikjanna í Zúlu
Island. Yfiruppreistarmennirnir á Za-
usboiuga eru sagðir fúsir til að viður-
kenna yfirráð Bandamanna. en æskja
eftir skilyrðum, sem Otis hershöfðingi
vill ekki ganga að.
TINDASTÓLL, ALTA.18. SEPT 1S99.
....Þurviðri með smáskúrum annað
slagið, og gátu menn verið flesta daga
vikunnar sem leið við heyskap, sem nú
getigur allvel, og sumir voru alla dag
ana við vinnu. — Heilbrigði manna
góð hér í bygð. Nú eru þeir herrar,
Jón Rafnsson, Ólafur Rafnsson Og
Guðmundur Eyjólfsson með familíur
sínat á förum, að sagt er, til Minnesota
ailur. Komu þaðan í vor. Eru þeir
að selja gripi sína og annað af ýmsu
tægi, er þeir voru búnir að kaupa.
Heillaóskir margra kunriingja þeirra
fylgja þeim héðan til fyrri átthaga
þeirra þegar þeir fara. Þeir herrarnir
Yillacus, Borgstrom og Myerstrom,
landskoðunBrmennirnir frá Finnlandi,
komu að norðan á laugardaginu var og
leiðsö^umaður þeirra W. J, White úr
Intorior deildinni. Af ðllu þurlendi.sem
þeir fóru yfir norður af Calgary. leizt
þeim bezt á land í Innisfeil og Red
Deer-héraðinn. Nálægt Red Deer
fundu þeir sér óvænt tvo landa sína
bændur, sem líður vel. Þeir seijast
vel ánægðir með landið frá Calgary til
RedReer. Er því ekkert líklegra en
að |>að i ísi upp innan skams stór finsk
nýlenda eii hverstaðar nálægt Red
Deer.
(Þýtt úr Calgary Herald.
Jóh. Björnsson.
Athugasemd.
Herra ritstjóri :—
Gerid svo vel að ljá eftirfylgjandi
athugasemd rúm í yðar heiðraða blaði.
Mér er ekki vel við að þurfa að gera
athugasemd við fréttapistil þann, sem
birtist í 26. tölublaði Heimskringlu þ.á.
með undirskriftinni P. Reykdal. * En
af því mér finst að tilraun sé gerð í á-
minstri grein, til að sverta mig í augum
lesendanna, þá ætla ég að skýra rótt frá
tilyeru þessa þjóðminningardags.
Eyrir nokkrum árum komum við
upp fundarhúsi, sem við köllum félags-
hús. Á hverju ári höfum við kosið 3
menn í nefnd til að sjá um húsið, nefni-
lega endurbæta það sem af sér gengi,
lána það fyrir fundi eða samkomur og
hafa inn peninga með öllu leyfilegu
móti svo að húsið geti borið sig sjálft,
og hefir það alt gengið vel og íriðsam-
léga. En nú er þessi nefnd skipuð 5
mönnum. — Þá er að minnast á þjóð-
minningardaginn, sem helzt ætti enginn
að vera, meðan hann getur ekki verið
einsoghjá siðuðum þjóðum. Einusinni
héldum við 2. Ágúst sem þjóðminning-
ardag. í hitt eð fyrra héldum við fund
til að ræða þetta mál, og var 17. Júni
þá samþyktur sem þjóðminningardag-
ur ; en frestað að halda hann það ár. í
*) Það var ekki eitt einasta orð í
26. tölubl. Hkr. þ. á. með þessari undir-
skrift. En greinin sem höf. á hér etíaust
við, var í 46. tölubl. Hkr,—li.tstj.
fyrra heldum við hka fund, en hann var
frernur illa sóttur. Var þá þá samþykt
að hhlda þjóðminningardag 17. Júní
ineð 8 atkv. á móti 3. En í ár var eng-
inn farinn að hng-a um þetla mál, þeg-
ar Sskorunin eða bænarskráin frá Ar-
gyle kom ut 1 blöðunum. Égfyrir mitt
leyti. og tnargir sem ég hafði rætt við
um þetta mál, voru ánægðir að bíða ef
ske kynni að heti a samkomulag fengist
og var þvi ekkert minst á þjóðminning-
ardag, þangáð til á áminstu “pic-nic”
(ekki stuttum tíma á eftir o. s. fi v). að
nokkrir af óður áminstii nefnd fóru að
tala um að hafa samkomu, sem þeir
hefðu ætlað að hafa einhverntíma að
voiiiiu, og hafa hana 9. Ágústog kalla
hana ' pic-nic.” Fóru þeii svo að leit-
astfyiir um ræðumenn og forseta, og
var víst fyrst leitað til við Thcrvald
skólakennara á Marv Hill. En þegar
til kom. neitaöi hann að tala nema það
væri kallað Þjóðminningardagur. Hann
vantaði náttúrlega ekkert samkomulag.
Heilir þurfa ekki læknis við. Nokkrum
dögum seinna hélt nefndin éminsta
fund með sér og voru 3—4 með að hafa
það þjóðminningardag. Þeir vildu
heldur traðka rétti i.ábúa sinna, en að
móðga tilvtmandi stúdent. “Þá” segir
Mr. Reykdal, “sendu þeir út auglýs-
ingar.” (Því segir hann ekki -við?).
Engin kom á Lundar P. O., sem er þó
elsta og stærsta pósthúsið í bygðinni.
Svo segir Mr. Reykdal • “Menn vökn-
uðu við þetta eins og af draumi.” Hann
hefði átt að segja : við vondan draum.
því eins og siðar mun sjást voru ekki
allir ánægðir með tiltæki nefndarinnar
í þessu máli. Þá segir hann að menn
hafi farið að stinga saman nefjum. Öll
netin hafa þó ekki komist óskemd úr
bardaganum, enda hefir ekki þurft að
stinga þeim hart saman til að finna út,
að þeir höfðu ekkert vald til að boða
okkur þjóðminningardag, án þess að
kalla til almenns fundar. Það vissu
bæði þeir og við. Mr. Reykdal segir,
að ég hafi boðað fuud til að ræða mál
þetta. Það er ekki satt. Ég boðaði
fundinn til að la.a þá sjá. að þeir hefðu
ekki gert okkur rétt. Fundurinn byrj-
aði með því, að ég mintist nokkrum
orðum á ófrelsi íslands, að það væri al-
ment sagt i ræðum og ritum, að við
hefðuin fiúið ófrelsið en værum uú í
frjálsu landi. Svo bar ég upp svohljóð-
andi tillögu : '‘hvort menu ekki vildu
hafa fult frelsi til að fjalla um almenn
mal bygðariunar svo laugt sem borgara-
leg lög levfðu.” Greidðu 33 atkvæði
með þvi, en 7 á móti. Þar liæst bar ég
upptillögu svohljóðandi : “hvort þjóð-
minningatdagsinál okkar væri ekki al-
menningsmál.’ Allir moð, enginn á
nióti. Þar iiæst skýrði ég húsnefnd
þessari frá, að mitt piógram væri búið,
og ég væii heuni og fundinum þakklát-
ur fyrir atkvasðagieiðsluna. Þar næst
gengu þeir til atkvæða uni hverjir væru
með þjóðminningardegi 2. Ágúst, sem
nefndin hafði boðað til fyrir 3 vikum.
Þar skífti ég mér ekkert af, en greiddi
atkvæði á móti. og voru 24 með en 1* á
móti. Hvort þetta eru § geta lesend-
urnir reiknað út. Þá segir Mr. Reyk-
dal: “Og svo var sá dagnr haldinn há-
tíðlegur samkvæmt álmennum vilja
bygðarbúa, eins og hann kom fram á
fundinum 2. Ágúst.” Þá er nú þjóð-
minningardagurinii þeiria orðinn fund-
ur, enda á það betur við að kalla harin
fund en thatíð, því eftir þuí sem einn
heiðvirður maður hefir sagt, sein á fund-
inum var, iþá hefir honum ekki þótt
hann hátíðlegur. Auðvitað munu skóla-
kennararnir hafa talað vel, og kannske
fleiri, eins og vant er þegar verið er að
baktala.einn mann og ekki þarf aðgera
það formlega"eða rökstyðja það) sem
sagt er- Þá er tungan ekki ónýt þeim
breisku, Eins og að ofan er sagt, höf-
um við haldið 2 jíslendingadaga áður,
2. Águst og 17. Júni, og alt gengið vel
og friðsamlega. Við höfum auðvitad
ekki haldið miklar ræður, en fyrir það
getad talað saman eins eftir sem áður ;
og ég imynda mér að það só affarasælla
fyrir hverja bygð, að hafa gott sam-
komulag, en þó maður heyrði sagða
sögu Canatla.einu sínni. Á fundinum
sem ég hélt, voru 15 familíufeður fjær-
verandi, en á fundinum 2. Ágúst voru
24 sem ekki komu af 53 familíufeðrum,
eða iandhöfum sem eru í bygðinni.___
Þarna getið þið fundið út almenna vilj-
ann. Enda er það rangt að bera öllum
bygðarbúum það á brýn, að þeir séu
ekki stefnufastari en svo, að taka þad
gott ogjgilt i dag, sem þeir vildu ekki
hafa í gær, svo lengi sem það hetír ekki
breytst til batnaðar.
Lundar, Man. 2. Sept. 1899.
Hali.iiór Halldórsson.
Til sölu.
Mjög ódýrar húslóðir, Nr. 17, 18 og
19 á Mabel Streei, gegnt Heatherstone
Ave. Fort Rouge. Nánari upplýsingar
hjá JE. Tnrner, Citý Hall.