Heimskringla - 28.09.1899, Blaðsíða 3
HEIMSKKÍNGIiA 28. SEPT 1899.
Waterloo.
8. þ. m. var haldinn rannsóknar-
réttur út af hinum viðbjóðslegu kosn-
ingasvikum, sem liberalar viðhöfðu í
Waterloo kjördæminu í Ontario, sem
vér höfum minst 4 áður hér í blaðinu.
Fyrst var byrjað á að rannsaka 4-
kærur á hendur manni nokkrum, sem
heitir Albert Bossard og er hótelshald-
ari. Var því fylgt fast fram. að hann
hefði verið aðalmaðurinn sem hafði til
umráða mútusjóð stjórnarinnar, sem
notaður var til að kaupa atkvæði handa
þingmannsefni liberala, Mr.Breithaupt.
Fjögur vitni, sem heita Wm. Pell-
emski, C. Wernke, H. Shaetz og C. Boll,
staðfestu hver annars vitnisburð. Þeir
báru það samhljóða, að á laugardags-
kvöldið á undan kosningunum hafi þau
séð Bossard (hótelshaldarann) og Tom
Lewis frá London, Ont., sem er alþekt-
ur og háttstandandi meðlimur hins svo-
nefna “kosninga-þreskifélags” liberala,
meðhöndla á milli sín stóran bunka af
bankaseðlum, sem hafi numið um 20
þúsund dollars. Þessi Lewis sagði þeim
að til væru $30,000 meira af mútúfé frá
stjórninni, ef nauðsyn krefði og þess
þyrfti við. Hvert þessara vitna aflagði
skuldbindingareið um aðstoð sma, og
fengu svo peninga úr seðlahrúgunni, en
hrykkju ekki hinir meðteknu peningar,
var þeim lofað, að reikningar þeirra
skyldu verða borgaðir að fullu að afstað-
inni kosningu. Vitni þessi öll eiga
heima í bænum Berlin í Ontario, og eru
álitnir dugandi áhrifamenn i kosninga-
braski.
Múturnar sem þeim voru lofaðor
upphaflega þetta kvöld, af þessum áður-
nefnda “þreskivélar” Lewis, voru $25
hverjum þeirra, og $5 fyrir hvert at-
kvgeði sem þeir gætu keypt handa Mr.
Breithaupt. Hver þeirra um sig náði
upp úr þessum samningi það sem hér
segir :
C. Wernke $30.00.
C. Boll $35.00.
H. Shaetz $37.00.
Wm. Pallemski $75.00.
Þessi síðastlaldi hefir talsverð áhrif
í norðurhluta bæjarins Berlin á meðal
Þjóðverja sem búa þar, og er kallaður
þar Majór Pallemski. Þetta var ástæð-
an til þess að hann fékk hæðstu mútuna.
Pallemski sagði í vitnisburði sínum
að Lewis hefði komið til sin og farið
með sig til Bossard og hefðu þeir báðir
greitt sér mútuna fvrir atKvæði sitt
með Breithaupt. Hann kvaðs ekki hafa
séð þennan þokkapilt Lewis síðan, en
lýsti honum nákvæ.nlega. Var þáLew-
is leiddur fram á vitnasviðið. “Sjáðu
Þennan mann og segðu mér hvort þú
hefir séð hann nokkurn tíma áður,”
sagði lögmaður McPherson við Pell-
emski.
“Já, þetta er einmitt maðurinn sem
kom heim til min og keypti mig til að
greiða atkvæði með Breithaupt, liberala
þingmannsefninu,” svaraði Pallemski
hiklaust.
“Er þessi maður Mr. l.iewis ?” spurði
rannsóknardómarinn.
“Já, þetta er maðurinn, en hann
var altöðruvísi klæddur þá,” svaraði
vitnið.
“Er þetta maðurinn sem meðhöndl-
aði peningana á hótelinuhjá Bosssard
kvöldið fyrir kosninguna, þann 23. Maí
síðastliðinn ?”
“J4," svaraði vitnið og sýndi það
með svip og látbragði, að hann var sann-
færður um að hann hefði rétt að mæla.
Þeir sem kærðu þessi kosningasvik,
hafa. komið með 140 sakargiftir á hend-
ur Breithaupt og flokki hans, og þar að
auki 83 ákærur fyrir glöp, rangindi og
svik, á hendur eiðsvörnum embættis-
mönnum stjórnarinnar, sem stjórnuðu
þessari kosningu. Um 200 vitnum hef-
ir verið stefnt í þessu máli. Dómsalur-
inn var troðfullur og múgurinn tróðst 4
í dyrunum og utan við í ganginum með-
an á rannsókninni stóð. Umsækjendur
vorú báðir viðstaddir, Breithaupt og
Dr. Lackner. Þar að auki var hver
krókur og kymi fullur af snuðrandi
liberal snápum.
Strax og réttur var settur. gaf Mr.
McPherson skýrslu yfir rannsókn í máli
þessu, sem haldin var í Toronto fyrir
fáum vikum. Hann skýrði frá því, að
þau 119 atkvæði, sem sagt hefði verið
að Breithaupt hefði framyfir gagnsækj-
anda sinn, hefðu hrapað ofan í 58 atkv.
við rannsóknina í Toronto. Á kjör-
staðnum Nr. 2 i Berlín, hefðu fundist
21 atkv. sem Dr. Lackner hefði att, en
sem í fyrstu var stolið undan. 21 atkv.
hafði verið bætt við Breithaupt, sem
aldrei hefðu verið til, o. s. frv., o. s. frv.
Það er enginn minsti efi á því, að
þrátt fyrir allan peningaaustur stjórn-
arinnar og mútur og svik leigutóla
hennar, þá hafa kjósendur í Waterloo
gefið Dr. Lackner langtum fleiri at-
kvæði en Breithaupt, því fleiri hundruð
atkvæða hafa verið ónýtt með bliants-
krossi, sem sumir erkibófar stjórnarinn-
ar fólu undir nöglum sér. En allir þess-
ir atkvæðaseðlar voru upphaflega merkt
ir fyrir Dr. Lackner.
Önnur eins kosningasvik eru hvergi
þekt i víðri veröld, ág sú, er liberalar
hafa svert og svívirt Canada með, enda
ómögulegt að komast framar.
ÞAKKARÁVARP.
Þann 18. Júlí síðastl. veiktist ég
hastarlega, og hefi þar af leiðandi ekki
getað unnið neitt fullar 9 vikur. Hefðu
kringumstæður mínar því orðið erfið-
ar allan þann tima, þar ég hefi nokkuð
stóra fjölskyldu fram að færa, ef ekki
hefði komið góð hjálp utan að. FÍDn
ég þvi skyldu mína að geta fyrst nafna
3 heiðursmanna, er höfdu lagt töluvert
á sig mín vegna, með því að ganga mill
um fólks að leita samskota mér og
fjölskyldu minni til hjálpar,og svo nöfn
gefenda, sem hafa tekið svo áþreifan-
lega mikinn þátt í kringumstæðum mín
um, og eru þau sem fylgir: Jóh. Gott-
skálksson $2, Jón Árnason $5, L. Jör-
undsson $1, Valdim. Pálsson 25c., G.
Árnason 25c., Ó. Ólafsson $2, J. Jóns-
son 50c., V. Lund $1, Oddur Jónsson $1
G. Guðmundsson 50c., E. Þórðarson $1
G. Egilsson $1, Th. Johnson $1, H.
Hjaltalín 25c., H. Halldórsson $1,50. A.
Anderson $2, O. Þormóðsson 75c. Svein
björn Gíslason 50c., V. J. Vopni$l. J.
Sigrjónsson 25c., C. J. Vopni $2, J. G.
Gunnarsson 25c., Björg Ögmundsdóttir
5oc., J. Þorgeirsson lOc,., Teitur Hann.
esson $1. Ásg. Friðgeirsson 50c, J
Sveinsson 50c., Ingvar Guðmundsson
25c., S. Gíslasort 30c., Hjörtur Pálsson
25c, Þorv. Jónsson 25c., Jóh. Grímúlfs-
son 25c.. Th. Thorkelson $1, Alb. Jóns-
son $2, J. Miðdal $1, Lilja Jóhannesd.
25c.—Saml. $33,45. — Sigfús Pálsson
$5, J. Hallsson 50c., St. Johnson 50c.,
E. ErleDdsson 10c., Páll Sigfússon $1,
E. Þorkelsson 50c., E. Einarsson $1, B.
Lindal 50c., G. Guttormsson 25c , V.
Þorvaldsson 50c., I. Böðvarsson 50c.,
K. Valgarðsson $1, Andrés Árnason$l,
J. Sigfússon $1, St. Ólafsson 50c., R.
Eiríksson 25c. — Alls $14,10. — J. Jón-
asson: Mr. & Mrs. Jónason $1, Mrs Th.
Thordarson $1, Mrs S. Anderson $1,
Mrs M. Oddson 65c., Miss S. Sigfúsd.
$1, Mr.& Mrs Anderson $1, ívar Jónas-
son 50c., Bergþ. Kjartansson 50c., Mrs
G. Thorarinson 25c.. Mrs Þ. Elden lOc,
B. Árnason 50c. Mr. & Mrs. M. Mar-
kússon $1, S. Magnússon I0c., Mrs Una
Jónsdóttir 25c., Miss G. Olson 25c.
—Saml. $9,10. Fyrir utan alt þetta
hafa margir fært mér stórar gjafir
heim til min, svo sero Kvennfélag
Tjaldbúðarsafnaðar $10. J. Vopni $10,
Helgi Einarsson $3. St. Thorson $1, B.
Levis $2. Jóna Eirikssou $1, Mrs S.
Dalmann 5')c,, Páll Dalmann $1, G.
Grímsson $1, Júlíus Jónasson $1, Mr. &
Mrs G, Ólafsson (Maryland) $2, Agnes
Steinsd. $1. — Öllu þessu heiðursfólki
þakka ég af hjarta þetta stórmikla
göfuglyndi tii mín, og bið þann sem
ekki lætur einn vatnsdrykk ólaunaðan,
að launa því á hvern þann hátt, sem
hann sér einum sg sérhverjum fyrir
beztu.
Winnipeg, 23. Sept. ,1899.
Ó. J. Vopni.
Úrmakari
Þórður Jónsson,
2«« Nain Str.
Beint á móti rústunum af Manitoba
Hotelinu.
Windsor Hotel
«55 os «57 Nain St.
WISnUpEG.
Fæði og húsnæði $1.00 á dag eða $4.00
um vikuna. Borgist fyrirfram.^3 Öll
heimilisþægindi. Beztu vín og vindlar
W. fí. Burton,
—Eigandi.—
WooflHine Restaurant
Stærsta Billiard Hall í
Norð vestrlandinu.
Fjögur “Pool”-borð og tvö “Billiard”-
borð. Allskonar vin og vindlar.
Lennon & Hebb,
Eigendur.
THE CRITERION.
Beztv vin og vindlar. Stærsttog bezta
Billiard Hall í bænum. Borðstofa
uppi á loftinu.
John Wilkes,
ei gandi.
Ef þið viljið fá góð og ódýr
— VINFONG —
Þá kaupið þau að «2« Nain Str.
Besta Onturio berjavín á $1.25 gallónan
Allar mögulegar tegundir af vindlum,
reyktóbaki og reykpipum. Verðið mis-
munandi eftir gæðum, en alt ódýrt.
Beliveau & Co.
Corner Main og Logan St.
OLI SIMONSON
MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA
718 Nain 8tr
Fæði $1.00 á dag.
Braud!
Brauð af öllum tegundum og úr
bezta efni, flutt ókeypis að hvers manns
dyrum. Það er a.kunnugt, að brauð
vor eru hin ágætustu, hvað efni og bök-
un snertir, og það er einmitt þetta, sem
hefir komið brauðverzlun vorri á það
háa stig sem hún er á.
Biðjið keyrslumenn vora að koma
við í hýsum yðar. Það borgar sig ekki
fyrir yður að baka heima, því vér keyr-
umtilyðar 20 braud fyrir einn
ilollar,
W. J. B0YD.
Tlic Eastem íliiis Iib
570 Nniu Street-
Ef yður langar til að eignast föt sem bæði eru endingargóð og raeð
nýjasta sniði, þá komið til vor og skoðið alfatnaði vora sem vér seljum
frá $5.00 og þar yfir. Ennfremur höfum vér nærfatnaði, hatta, sokka,
hálstau, hvítar skyrtur og yfir höfuð alt sem tilheyrir karlmannafatn-
aði, Vér seljum alt með lægsta verði.
J- GENSER, eigandi.
Mikil Kjorkaup!
50 Karlmanna og drengja alfatnaðir, sum-
ir á $8,00, $9.00, $10.00 og alla eið niður í
$4.00 og $4 50. Bláir vaðmáls alfatnaðir
óheyrilega ódýrir, alt niður í $2.50. Flan-
elett skyrtur fást fyrir 15 cents. Linen
nærfatnaður á $2.50 — vanaverð $4.50.
Buxur á öllu verði.alt niður í 75 cents.
Stórkostleg hattasala er nú daglega hjá
PALACE CLOTHING STORE
450 HAIN STREET.
#######################*#*
#
#
#
#
#
#
#
#
#
f
#
#
#
1
Hvitast og bezt
—ER-
Ogilvie’s Miel.
Ekkert betra jezt.
#
#
#
#
#
*
#
#
#
#
#
#
#
#
# #
##########################
MUNID EFTIR
Hinni stóru fatasölu hjá oss, sem byrjaði laugard. 10. Júni
Spurningin er ekki um verðið—Vér verðum að selja þær
----o-----
30 alfatnaðir af ýtnsum tegundum, vanaverð $9.50 $11 00.
Vér seljum þá fyrir $7.50. Mikið upplag af alfatuaði fyrir
$5.00 hver. Fyrir $10 getið þér kosið um 100 alfatnaði.
Vanaverð á þeimm er frá $10.50 til $17.00.
Missið ekki af þessum kjörkaupum.
Deegan’s
Gætið þess að þetta vörumerki sé á vindlakassanum,
atvinnu-
stofun
vora
O*
£>
styrkið
MaKet? aœs
Union-made Cigars,
OOPTBIOBTED
mrth bo> ma» * • fiöOcsWlB*
__’WIM0WOT* ***«•, martMbm* NMmi 4
TUKMf NI-HOOSf WJHAUyÖSU* Tlu i!■ i i l HIMBU
Eftirfylgjandi eru nöfnin á þeim vindlum, sem búnir eru
til af Winnipeg Union Cigar Factorv.
Up aml I p. ISlue Ribbon.
The Winnipeg; Pern Leaf.
jVevado. The Cuban ilellesi.
Verkamenn ættu æflnlega ao ^iðja um þessa vindla.
J. BRICKIjIN, eigandi, Cor. Main og Rupert St.
Búnir til af karlmönnum en ekki af börnum.
McCLARY’S FAMOUS PRAIRIE-
Þetta er sú bezta eldastó í lamlinu, hún bakar Pyramid af brauðum með
jafnlitlum eldlvið og aðrar stór baka að eins fáein brauð. Hefir sórstök þæg
indi svo sem hitamæli í bökuitarhólfinu er sýnir hitann áreiðanlega. bökunar-
ofn úr stáli með fóðruðu eldgrjóti, bakar tneð þriðjungi minni eldivið en nokk-
ur önnur stó. Hreint loft gengur um ofninn og gerir brauðin holl og ljúfeng.
aupið McClary’s eldstó ef þér viljið beztu stá. Ef kaupmaður yðar hefir
hana ekki þá'ritið oss.
The MeClary Mfg. Co.
WINNIPEG, MAN.
124 Drake Standish.
þekkja mig. Hann óttaðist, að aunars kynni
ég að verða fyrir sömu hegningu og hann sjálfur
átti í vændum. Svo alt f einu breyttist svipur
hans. Æðarnar þrútnuðu í andlitinu og augu
hans fyltust tárum af sorg og angist. Hann
sneri sér til mín aftur og mælti þetta eina orð :
“Inez !”
“Ég gat ekki svarað honum með orðum.
Hvílíkar fregnir hafði ég að færa þessum hug-
rakka unglingi, sem hafði nú að öllum likindum
fyrirgert lifinu fyrir sannfæring sína. Heimili
hans var i rústum. Faðir hans myrtur. er hann
var aðfram kominn af hungri ! Móðir hans var
dauð úr sorg og eymd! Systir hans á valdi
hinna sömu niðinga, sem hann sjálfur stóð nú
Irammi fyrir.
Ég hristi höfuðið. Hanu skildi mig. Ef til
vill hefir hann skilið meira en ég ætlaðist til.
rak upp lágt hljóð, þreif ríting úr barmi sinum,
^to hermennirnir höfðu gleymt að taka af hon-
ura, og stökk svo eitt skref áfram.
Á næsta augnablikí hefði þessi dómari, sem
,raðkaði og svivirti lög bæði guðs og manna.
°rðið sjálfur að standa fyrir æðra dómstóli, ef
aó tveir hermenn hefðu ekki stokkið fram og
f?rt])ið um handlegg Carlos og tekið af honum
hnífinn:
Hómarinn náfölnaði og skalf i sætinu. Það
var auðséð að hann vas ekki að sama skapi hug-
rakkur, eins og hann var digurmæltur, er hann
var að dæma til dauða varnarlausa aumingja.
‘Tigni herra”, tók einn hermaðurinn til
raáls, “þér þekkið þennan náunga. Það er
Drake Standish. 125
Duany, sonur auðugs landeiganda. Við höfum
haft nægilega ilt af því liyski”.
“Já, þér hafið rétt að mæla”, svaraði dóm-
arinn. “Farið með hann út, og......”.
Rétt í þessum svifum vatt sér inn í her-
bergið, sjóliðsforingi einn, klæddur í skrautleg-
legan elnkennisbúning. Ég mundi þegar að ég
hefði einhverntíma séð mann þennan áður, en
gat þá ekki komið honum fyrir mig í svipinn
hver hann var.
Hann staðnæmdist á miðju gólfi og horfði
skörprtm augum á fangana á víxl. Síðast leit
hann á mig og horfði á mig fast og lengi með á-
nægjubrosi. Og þá þekti ég hann. Það var
kafteinn Rafael Arteaga, sá hinn sami sem
Rússinn háðieinvígið við í opna bátnum á haf-
inu framundan Moroccoströndinni.
Artaega gekk lóttilega til dómarans og hvísl
aði einhverju að honum. Hann kinkaði kolli
til svars, og gaf þá Arteaga skipanir hermönn-
unum sem stóðu við hlið mér og Carlos Duany.
Arteaga sagðiekkí orð við mig og leit ekki
einu sinni við Duany. Við vorum leiddir út úr
þessum svo kallaða réttarsal. Eftir fáar min-
útur vorum við lokaðir inni báðir í sama her
bergi, var það stærra og að öllu leyti mikið
betra en myrkraholan, sem ég var lokaður inn i
fyrst.
“Carlos, vinur minn”, sagði ég og tók utan
um handlegginn á honum, “hversu það hryggir
mig að sjá þig í þessum kringumstæðum”.
“Það er ekki annað en það sem við megum
fpfinlega húast við, þegar við berjuiust fyrir
128 Drake Standish.
færður í myrkraholuna, og svo fylgdu því ekki
nein fúkyrði eða 'skatomir.
Maturinn var fyllilega nógur handa okkur
báðum, og leit þvi alls ekki út fyrir að okkur
væri hugaður bráður bani.
Við vöktum alla næstu nótt og gengum um
gólf eða sátum saman og töluðum um stríðið,
því það var okknr báðum hugðnæmt umtals-
efni. Það varekki fyr en að komið var undir
morgun, að Carlos, sem hafði haft litinn svefn í
margar undanfarnar nætur, sofnaði út af.
Allan næsta dag vorum við aleinir, eins og
fyrra daginn. Við sáum ekki nokkra lifandi
sál, nema hermanninn, sem færði okkur mat.
Hann sagði ekki eitt orð að fyrrabragði, en
um nónbilið daginn eftir, er hann færði okkur
miðdegisverð, varð forvitnin mér yfirsterkari,
og mælti ég við hann :
“Senor, það er hyggja mín, að okkur só
haldið hér inni líklega samkvæmt skipunum
frá kaftein Arteago. Getið þér sagt mér hvar
hann er nú staddur ?w
“Kafteinn Arteaga er í Havana nú sera
stendur”, svaraði hann.
“Hvenær er von á honum þaðan?”
“Ég veit það ekki. Éf til yill á morgun”.
En svo liðu þrír dagar þar til kafteinn Ar-
teago kom og sátum við Carlos allan þann tíma
tveir einir í fangaklefanum. Á fjórða degi kom
svo hermaðurinn að venju og opnaði dyrnar fyr-
ir tveimur mönnum.
“Kafteinn Arteaga”, mælti hann háum
rómi.
Drake Standish. 121
Næsti fangi sem fram var leiddur, var kona,
ung og einkar fríð sýnum, enda þó hún væri
grindhoruð og tötralega búín.
"Tðar hátign”, mælti sá sem kærði hana,
“þessi kona eitraði brunn, sem ætlaður var her-
mönnunum til að drekka úr”.
“Nei, nei, nei! Ó, ég sver þess dýran eið
að þetta er ósatt! hrópaði hún i dauðans ang-
ist.
“Þegiðu ! Haltu þér saman !” hrópaði einn
af yfirmönnunum.
Dómarinn gaf henni nákvæmar gætur. Hún
var nú ekki lengur falleg. Dauðans angist hafði
sett mark sitt á hvern einasta drátt í andliti
hennar, og hún var föl eins og liðið lik, Svo
hvíslaði dómarinn einhverju að yfirmanni, sem
stóð við hlið hans og glotti hann við.
Spánverjar glotta æfinlega ánægjulega, ef eitt-
hvert nýtt djöfulegt kvalaráð er fundið upp.
Þessi foringi vék rér til hliðar, og kom svo aftur
og leiddi fram kynblending í spönskum her-
mannabúningl.
Þetta hræðilega afskræmi í mannsmynd
brosti flagaralega og skein í beran tanngarðinn,
girndin brann i augum hans, eins og glóðir elds,
Hann beygði sig niður og tók stúlkuna í fang
sér.
“Vægö, vægð!” hijóðaði hún. “Vægð,
vægð ! í guðs bænum drepið mig heldur, en að
láta mig i hendur svarta Michaels !”
Það var auðséð að þessi djöfullegi sláni var
alþektur i Matanzas. Ert enginn skeytti ura