Heimskringla - 05.10.1899, Síða 1
XIII. ÁR
NR. 52
WINNIPEGr, MANITOBA 5. OKTÓBER 1899.
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Eldur eyðilagði i fyrri viku stórt
niðursuðuverkstæði á Prince of Wales-
eyjunni í B. C. í sama eldi eyðilagð-
ist 800 kassar af niðursoðnum laxi, 15
íveruhús og aðrar byggingar. Tapið
er metið á 100,000, sem engin vátrygð
var á.
Austanfréttir segja að Ottawastjórn-
in hafi í ráðagerð að senda 1300 her-
menn ,héðan frá Canada til Suður-
Afríku, til þess að hjálpa Bretum, ef
þeir lenda i stríði þar syðra. Það er
sagt að Col. Otter verði formaður þessa
herflokks. — Sir Charles ssgði í ræðu,
sem hann hélt ,í Halifax fyrir 8000
manna, að Conservatíva-flokkurinn
skyldi gera alt sem í hans valdi stæði
til þess að hjálpa stjórninni í þessu
máli.
öríska stjórnin hefir fengið tilkynn
ing um að ákafur jarðskjálfti hafi orðið
i Smyrna-héruðunum þann 27. f. m., og
hafi þar farizt lOOOímanna, 800 meiðst
og 2000 hús hrunið til grunna, og 2
þorp eyðilagst,
Grufuskipið ‘ Scotsman”, eign Do-
minion-línunnar, strandaði 28. f. m. á
klettum í Bell Isle sundinu við St. Lau-
rence-flóann. Skipið kom frá Liver-
pool, en lenti í þoku og strandaði. Par
þegjar og skipshöfn öll komust af.
Allstór hríðarbylur æddi yfir Win-
nipag á miðvikudagskvöldið var. Vind-
ur var mikill og veður kalt. Er þetta
með haustlegasta veðri, sem menn eiga
að venjast i Manitoba í Septembermán-
uði.
Sú frétt er borin út í blöðum, að Hilda
Blake, sú er skaut til dauðs Mrs Lane
í BraDdon fyrir nokkrum vikum, og
bíður nú dóms í fangelsi, hafi ritað
fyrri húsmóður sinni, Mrs Stewart í
Virden, og játað sig þar seka um að
hafa myrt son hennar, sem álitið var að
hefði framið sjálfsmorð. — Sé saga
þessi sönn, þá sýnir hún að stúlka
þessi er þaðsemá fyrri tímum var
nefnd djöfulóð, og því vel farið að hún
er nú geymd, þar sem fólk er óhult
fyrir henni.
Lord Minto, landstjóri í Canda,
hefir látið þaðhoðút ganga, að hann
ætli að ferðast um alla Vestur-Canada
snemma á næsta sumri. Hann fylgir
í þvi þeim sið, sem fyrirrennarar hans
í landsstjórasætínu hafa haft á umliðn-
um árum.
Mr. Laurier hefir ákveðið að hefja
pólitiskan leiðangur um Ontario um
miðjan þennan mánuð. Hann heldur
fyrstu ræðu sína i Bowmanville þann
16. þ. m. Er það sagt að Fielding og
Blair, ráðgjafar, verði með honum á
þessu ferðalagi.
Aðaldeiluefnið i Transvaal milli
Breta og Búanna hangir nú á veikum
þræði. Eftir ræðum þeim að dæma,
sem brezku ráðgjafarnir halda, er svo
að sjá sem strið sjé óhjákvæmilegt,
nema með þvi eina móti, að Búarnir
láti undan. Þeir segja að Bretar hvorki
geti né vilji slaka neitt til í kröfum
sinum. En Búarnir á hinn bógÍDn eru
hinis æstustu. Segja þeir að Bretar
hafi látið of digurmannlega alt að þessu
og að þeir þori nú ekki að halda fram
kröfum sinum með hernaði. Bóararn
ir hafa nú 50,000 manna undir vopnum
og eru að öllu vigbúnir. Bretar hafa
og allmikinn herafla þar í landi, og eru
nú að eins örfáar mílur á milli hinna
andvigu herdeilda. Hvort þeim lendir
saman, eðahvenær, það veit enginn.
En líkurnar eru þær, að striðið verði
h afið áður en margir dagar liða, Fari
það svo, þá má óhætt fyrirfram álykta
að Bretar vinni sigur, og að sá sigur
bindi enda á sjálfsforræði Búanna i
Transvaal.
Jarðskjálftar miklir hafa orðið í
Litlu Asíu og ollað miklu tjóni. Hús
hrundu niður i hundraðatali ofan á fólk-
ið. Um 2000 manna er sagt að hafi
orðið þar fyrir liftjóni.
Dublfesti með akkeri hefir fundist
á norðurströnd King Charles eyju. Var
það merkt: ‘’Andrée Polar Expedit-
ion.” Dubl þetta var opnað í
Stokkhólmi í Svíaríki þann 1. þ. m. í
viðurvist sumra ráðgjafanna og ýmsra
annara st.órmenna. Það sannaðist að
vera hið svonefnda “Norðurpóls-dubl”,
sem Andrée hafði ætlað að kasta út
C. A. HOLBROOK & CO,
DEPARTMENTAL STORE,
CAVALIER, NORTH DAKOTA-
ALLIR Á FERÐINNI
TIL STÆRSTU BtJÐAR-
INNAR I PEMBINA COUNTY.
Vetrarvörurnar eru komnar og vér erum reiðubúnir
að seija yður þær með niðursettu verði. Já, fyrir lægra
verð en þér getið fengið samskonar vörur nokkurstaðar
annarstaðar f ríkinu.
Vorubyrgdirnar eru feykilega miklar.
Vér höfum aukið við sölubúð vora svo að nú er hún
75 fet á breidd, þvert yfir stafn að framan. Öll búðin
er troðfull af vörum, frá gólfi og upp í rjáfur. Það er
sama hvar þér búið f ríkinu, þá græðið þér peninga á
að koma inn í þessa stóru búð. Þér fáið hvergi jafn-
mikinn afslátt gegn peningum út í hönd.
Miklar byrgðir af fínustu og hæðstmóðins kvenn-
fólksfötum og barnafötum.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
_ _ _ J
♦
:
:
Jackets, Loðhúfur,
Loðkápur.
Álnavara, Nærpils,
Utanhafnapils.
Nærföt, Karlmannaföt,
Daglegar nauðsynjavörur. ♦
Allar tegundir af skóm. ♦
Allar tegundir af járnvöru. |
Og óteljandi margt fleira. ♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Hluturinn er, að vér seljum alla skapaða hluti nema
viðskiftamenn ina.
C.A.Holbrook&Co.
CAVALIER, N DAK
byrðis, þegar loftfar hans kæmist yfir
póllinuna. Eftir þessu að dæma hefir
hann þá komist að norðurpólnum áður
en hann sendi þetta skeyti.
Guluveikin er svo mannskæð á
Floridaskaganum um þessar mundir að
skrifstofum hefir verið lokað um tíma
og blöðin hafa hætt að koma út i bæn-
um Jackson, af því að menn þeir sem
við þau vinna, eru nú allir veikir af
sýki þeSsari.
Canadian Development félagið er
að láta gera uppdrætti af 4—6 skipum
sem það ætlar að láta smíða í vetur og
nota svo 4 Klondike ánni að sumri
komandi.
Laurierstjórnin hefir bætt einum
ráðgjafa við ráðaneyti sitt. Sá heitir
James Sutherland, frá North Oxford i
Ontario. En engin umráð á hann að
hafa yfir nokkurri sérstakri stjórnar-
deild.
6 þumlunga djúpur snjór féll í
London, Ont., um siðustu helgi.
24 kyndarar af gufuskipinu “Scots
man,” sem straDdaði í Bell Isle sundinu
fyrir utan Laurenceflóann, í síðastl.
viku, hafa verið handteknir í Montreal
fyrir að ræna farþej,- jana eftir að skipið
var strandað. Fundust í vösum þeirra
svo tugum skifti af gullhringum og
brjóstnálum, auk peninga og annars
verðmætis, er þeir höfðu stolið. Þegar
skipið strandaði, þutu allir farþegjarnir
í dauðans ofboði upp á þilfar, en á með-
an notuðu þessir skálkar tækifærið til
að rupla og ræna í káetunum.
Dewey fagnað.
Það var mikið um að vera í
New York þann 26. Sept., þegar her-
skipið Olympia rann þar ir.n á höfn-
ina, með Aðmírál Dewey og föru-
neiti hans, tveim dögum fyr en aug-
lvst hafði verið að hann ætti að koma
þangað. Þetta kom öllum á óvart,
og nefnd sú sem stóð fyrir fagnaðar-
móttöku hans, var ekki við því búin
að mæta honum svo snemma. Dewey
fór ekki í land þann dag, en netnd
manna var send út á skipið til að
bjóða hann velkominn og láta hann
vita, að fagnaðarhátíðin færi fram á
ákveðnum tíma, þann 28. Sept. En
Dewey rendi skipi sínu yfir til Brook-
lyn daginn eftir og sté þar á land
sem herskipakvíarnar eru, í fyrsta
skifti eftir 20 mánaða útivist. Mesti
aragrúi af fólki var þar samankomið
að fagna honum og var hann hinn
glaðlegasti í bragði, óg lét vel yfir
að vera aftur heim kominn til föður-
landsins og vina sinna og ættingja.
Svo leið tíminn. Fólk strey ndi
inn til New York frá öllum áttum, í
þeirri von, að geta komið auga á
Dewey, og að morgni hins 29. voru
milíónir manna aðkomandi þar f
borginni. Þá strax um morguninn
hófst aðal-fagnaðarathöfnin með kan-
ónuskotum frá landi í Tomkinsville,
þar sem skip aðmírálsins lá frammi á
höfninni, og umhverfis það allur
Norður-Atlantshafsfioti Bandamanna.
Höfnin var þess utan alþakin skipum
af öllum stærðum og tegundum, sem
öll höfðu safnast þangað frá öðrum
stöðum til þess að taka þátt 1 fagnað-
arhátfðinni. Þegar fyrstu kanónu-
skotin riðu af, um nónbil, þá hóf
Olympia, skip aðmírálsins, skrið sitt
upp hina svonefndu Norðurá. Svo
lagði allur flotinn í kjölfar hennar, f
þeirri röð sem hér segir: New York,
Brooklyn, Indiana, Massachusetts,
Texas og Lancaster. Þar næst komu
torpedo bátarnir Porter, Morris, Win-
slow, Dupond og Stilettoogbrynskip-
ið Marietta. Þá komu 5 gufUskip,
sem báru borgarstjórann f New York
og ýms önnur stórmenni. Á eftir
þeim kom fjöldi mikill af verzlunar
og flutninga eimskipum, yflr þúsund
að tölu. Svo var þessu vel og reglu-
lega niðurraðað, að ómurinn af fall-
byssuskoti sem hleypt var af á 01-
ympia þegar hún lagði af stað, hafði
ekki dáið út fyr en öll skipin sem
tóku þátt í förinni, voru komin í röð
og á skrið upp ána. Meðfram ár-
bökkunum var alt fult af fólki, og
segja blöðin að þar hati verið saman-
komnar milíónir manna til að fagna
Dewev með gleðiópum og öðrum
fagnaðarlátum. Svo var og látlaus
skothrið úr fallbyssum bæði frá landi
og frá skipunum, sem öll voru skreytt
með flöggum og veifum. Þegar tíot-
inn skreið fram hjá skotvirkjum
Bandamanna, er taiið að hávaðinn
og drunurnar af skothríðinni hafi
yflrgnæft alt þess konar, sem menn
höfðu áður séð eða heyrt.
Að kvöldinu var öll borgin New
York og höfnin þar uppljómuð með
sífeldnm flugeldum. Eneinkumkvað
að þessu á Brooklynbrúnni, sem helst
líktist því að hún væri I einu báli
fram :;ð miðnætti. Úr hverjum ein-
asta glugga á flestum húsutn í borg-
inni, héngu flögg og skrautlampar og
var af því hin mesta prýði. Þeir
sem höfðu gert sér ferð langar leiðir
með ærnum kostnaði til að sjá Dewey
komust að raun um, að það var ekki
eins auðgert að nálgast hann eins og
þeir liöfðu gert sér von um. Fólkið
raðaði sér eftir árbökkunum og sá
öll skipin, nokkuð á annað þúsund
að tölu, en aðeins fáir sáu Dewey.
Ýmsir fengu lánaða sjónauka til að
geta komið auga á hann, þar sem
hann gekk um gólf í lyftingunni á
skipi sínu; borguðu menn $1 um
mínútuna fyrir lánið á sjónaukanum
og þótti gjafverð. Sumir buðu jafn-
vel $5—10 fyrir lánið á sjónaukaum
mínútuna, svo var ákefðin mikil. En
ýmsir sem fengu þessa sjónauka að
láni, sáu aldrei Dewey, því skip hans
var þá komið svo langt frá þeim, að
stðari skipin huldu það að mestu.
Það olli og nokkrum misskilningi, að
þegar kom nokkuð upp eftir ánni,
skreið herskipið Chicágo fram fyrir
skip aðmírálsins, samkvæmt skipun
frá honum, svo að þeir sem ekki vissu
um þess i breytingu á afstöðu skip-
anna, gláptu sífelt á fyrsta skipið, í
þeirri hugmynd, að það væri skip
aðmíráisins.
Það er talið að 2£ miltón manna
hafi verið viðstaddir þessa fagnaðar-
athöfn, og er þetta að því leyti hin
Jan'j. ta rsta hátíð sem nokkurn ttma
heflr farið fram á nokkrum einum
stað t Bandaríkjunum.
Næsta dag—laugardag—var svo
fagnaðarhátíðinni haldið áfram með
heræfingum á landi. Tóku 50,000
manna þátt í þeim og milíónir manna
flyktust að til að horfa á þær. Þar
voru samankomnar herdeildir frá 15
rtkjura; gengu þeir í skrúðgöngu um
borgina og var hún margar mtlur á
lengd. Ahorfendurnir héldu uppi
stöðugu fagnaðarópi f marga klukku-
tíma og fallbyssuskotin dundu við-
stöðulaust. Aðmíráll Scheely var
fagnað náiega eins mikið og vel eins
og Aðmírál Dewey. Um kvöldið var
mikil veizla haldin og voru í því
boði flestallir foringjar, sem tóku þátt
í stríðinu gegn Spánverjum og allir
hermennirnir af Olympia. Dewey
sjálfur er svo þreyttur eftir áreynsl-
una og fagnaðarlætin, að hann kveð-
ur séi óraögulegt að þiggja nú strax
heimboð það til Chicago, sem bæjar-
stjórnin þar heflr gert honum. Seg-
ir hann að bardaginn við Manila og
eyðileggingin á flota Spánverja þar,
hafl verið létt verk f samanburði við
áreynslu þá, sem hann og menn hans
hafl orðið að þola meðan á þessari
fagnaðarhátlð stóð.
Út úr eftirmálum
við Jón Einarsson.
I.
Jón Einarsson hefir útkljáð kynja-
mál sitt, una vorið, i 48. blaði Hkr., ný-
prentuðu. Svo fitjar hann upp ýms eft-
irmál. Ég skal ekki kynoka mér við að
svara þeim heldur ; um margt má
skrafa, meðan Hkr. hrekkur til.
Arangurslaust er að kvarta um það
við mig, að frelsi blaðakaupenda til að
spauga og skellihlægja, sé að réna. Ég
hefi aldrei beizt fyrir neinu sh’ku ofbeldi.
eins og aliir vita. Sé einhver að þess-
konar ónotum og haldi hann geri mér
þægð með þvf, má Jón skila frá mér. að
ég hafi öiuan á þeim firrum, og vor-
kenni honum þó hanu svari mönnum
út í hött, ef hann fær þess ekki ráðið,
að láta liggja vel á sér. Ég hefi heldur
ekki haldið því fram.að Steing. skáld
hafi sagt þessi tvö orð, sem Jón A einn
og hefir gæsarlappað sér i Hkr. Þau
eru heldur ekki útgengileg og mig grun-
ar að enginn ágirnist þau.
Ég hefi aldrei iatið á mér heyra. að
Schiller né Tennyson hafi kveðið á is-
lenzku, eða látið sér ant um hana. Þeir
rituðu skyldmál hennar, sem hafa til
samkynja nöfn yfir vorið og hún, en að
því fóru samt þessir menn ekki, ef þeir
töluðu um vorið i persónugervi, fremur
en margir sem rita ósnjallar. Hyort
ég hefi lesið verk þeirra, varðar engu ;
ég mintist ekki á það til ué frá.
Það er lítil frægð að geta gleypt
stærri bita en aðrir, né hraflast fram úr
tneiri bókamergð. Hitt skiftir máli,
hversu gott lag roaður hefir á, að beita
sér til andlegs gagns því litla, sem roað-
ur hefir lesið, ef á reynir.
Eins og orð hefir leikið á, er kann-
ske heimurinn, og Jón með, svolítið
breyskir. En að þeir fari æfinlega að
hugsa um eitthvað ljótt, ef þeir sjá rófu,
finst mér getsök ; ég trúi því ekki, og
afsegi líka að bera ábyrgð af þeirra
vondu hugrenningum.
Ekki skal ég dæma um hvert ég
hefði átt að tala vsegra. Hitt var örð-
ugt, að láta Jón njóta þess sem mér var
hulið. Nánustu k.vnni sem ég hafði af
honum, voru þau, að hann hártogaði
orð úr smákvæði eftir mig og reyndi að
nota það sem sýnishorn af málspjöllum
blaðs, sem mér ei hlýtt til og sem bæði
fleygir og hálffiðraðir máifræðingar vest
an hafs, hafa sífelt verið opinbeilega að
draga að, fyrir illa ritað mál. í grann-
leysi tok ég þetta ekki fyrir eftirlætis-
roerki, og svaraði þvi eftir föngum og
fullum hálsi. Jón getur, óséð og yfir-
heyrslulaust, borið vitni um aðég kunni
íslenzku og þekki ekki þýzku og önnur
mál; hann er ekki einhama i tungu
málaspekinni. Sá er munur okkar, að
ég hvorki sé né heyri betur en það, að
ég veit ekkert hvað Jón er að stauta, né
bvað hann segir um kvæðin mín við
kunningja sína, þúsund mílur frá, aust-
ur f Winnipeg. Eg get hvorki látið
hann njóta þess né gjalda, fyr en hann
segir mér það sjálfur, fvrstur manna í
Hkr. Mér er eins og öðrum, hlýtt til
þeirra manna sem hlýlega hugsa til mín
og segi því : Guðsást fyrir mig, Jón
minn góður ! Lengra næ ég ekki í bráð-
ina.
Þó get ég ekki varist að minnast
enn á eitt. Ég tók það fram, að með
ferð málsins væri hið .-iiia, sem svipaði
saman hjá mér og skáldum þeim, sem
ég nefndi. Jón laumast á bak við það,
en reynir að smeygja því inn i huga les-
ara síns, að ég álíti mig þeirra mestan.
Það er viðsjáll ritháttur, þeim sem heita
vill góður drengur. Það er of göngu-
kvennalegt, að dylgja að ástæðulausu
um hugsanir annara, þó þeir séu einir
til frásagna.
Þvi sem ósvarað er af grein Jóns,
vík ég af með þeirri gletni, að þegar
marglytta rennur á færið manns, verð-
ur hún að leka af sjálfkrafa ; það væri
heimska að reyna að festa fingur á henni
Samt efast ég ekki um, að Jón sé fræði-
maður og mesta dygðablóð. þó mér
þyki hann klárvígur í vorönnunum.
Stephnn G- Stephnnsson.
Ættfræði Lögbergs.
Einhver sú hlægilegasta eða réttara
sagt, grátlegasta blaðamenskufáfræði,
sem ég rainnist að hafa nokkurn tíma
séð, gaf oss á að lita í dálkum Lögbergs
fyrir eitthvað 2 vikum.og sem ekki hefir
enn verið leiðrétt. Ég ætla því að biðja
þig Heimskringla min, að gera svo vel
og gefa mér jæti á bekk, þar sem ég með
föðurlegri ástúð og umhyggju vil setja
Lögberg á kné mér, og reyna að kenna
þvi fáeinar kenningar í ættfræði og
sögu.
Jægja, Beggi minn (“Beggi” er stytt
úr “Lögbergur," eins og blaðið var kall-
að hér á árunum !) Þú segir oss frá því
i fréttaskyni. að Cornelius Vanderbilt
hinn nki só látinn, og að hann hafi ver-
ið “sonur William H. Vanderbilt, sem
fyrstur græddi Vanderbilts auðinn.”
Fyr má nú vera fáfræði en svona
sé ! Þú sást nefnilega hér i dagblöðun-
um, að Cornelius sá er dó fyrir skömmu.
var sonur William H. Vanderbilt, og er
það því rétt hermt. En svo nær þin
þekking ekki lengra, veslingur, og mun
það þó vera hér um bil eins dæmi, að
strákhnokki á þínu reki skuli ekki hafa
heyrt getið um Cornelius Vanderbilt,
sera var faðir William H.
Cornelius gamli, eða Commodor Vand-
eibilt, eins og hann var stundum kall-
SJAIÐ!
Til þess að selja alt sem enn er óselt
af okkar miklu byrgðum af Muselin
gluggatjöldum, þáseljum viðnú alt sem
enn er óselt af þeim. fyrir að eins
helming
vanaverðs. Allar aðrar vörur seldar
með samsvarandi atslætti
$3.00 gardínur fyrir $1.50.
$1.50 gardínur fyrir 75 c.
Gilisons Carpet Store.
574 Hain Sfr.
Telefón 1176.
aður, var sá fyrsti Vanderbilt sem
græddi hinn mikla Vanderbilta-auð.
En hann var í 4. lið í beinan karllegg
frá Vanderbilt hinum hollenzka, sem
fyrstur af þeim Vanderbiltum kom til
Ameríku.
Commodor Vanderbilt átti skozka
móðir og er sagt að hann hafi m jög líkst
í móðurætt sína. Hann var tröll að
vexti og ramur að afli, eins og móður-
kyn hans, einbeittur og ósveigianlegur.
virtist vera samvizkulaus barðstjóri og
notaði öll þau meðöl, sem ekki voru
beinlinis á móti lögunum, til að græða
peninga. Þegar karl var 90 ára gamall,
sagði hann þessi minnisstæðu orð, sem
líklega enginn annar maður hefir getað
sagt með sanni: “Nú hefi ég lifað 90-
ár og grætt eina milíón dollara á hverju
ári sem ég hefi lifað”.
En nú skal ég segja þér, Beggi litli,
af hverju hann varkallaður Commodor.
Orðið“Commodor” þýðir flotaforingi. og
fékk Cornelius gamli það nafn af hinum
raikla skipaflota er hann hafði i förum,
en ekki fyrir það að hann réði fyrir her-
skipaflota. Þó stýrði hann einu sinni
herskipi og er sú saga til þess : í þræla-
stríði Bandamanna voru Norðanmenn
algerlega ofurliði bornir á sjónum fyrst
lengi vel, því hið mikla skip sunnan-
manna, Merrimac, mölvaði fyrir þeim
hvei t skipið á fætur öðru roeð sinni voða
legu stáltrjónu. og höfðu þeir nú ekkert
skip er þeir treystu á móti | essu trölli
Sunnaninanna. Það var þá sem þing-
menn Bandamanna fóru fram á það við
Cornelius, að hann léði þeim skip til að
fara á móti Merrimac og buðu honum
ærið fé fyrir. “Ekki níðist ég á fóstur-
jörð minni þegar hún er í nauðum stðdd.
Ég skal láta búa til skip sem ekki fari
halloka fyrir Merrimac. Að eins verð-
ið þið að leggja til mennina, en ég borga
þeim og stenzt allan kostnað. En skipi’
mínu stýri ég sjálfur." Þetta voru svör
karls. En hann fékk aldrei að reyna
sig við Merrimac, þvi Jón Eiriksson
varð fyrri til að leggja að honum með’
hinum litla Monitor sínum, og sú at-
laga reið Merrimac að fullu.'
A þessu má sjá, að þegar Cornelius
gamli gerði eitthvað, þá gerði hann það
mannlega. Hann var óragur á aðhætta
auðæfum sínum í fyrirtæki og lá stund-
um við sjálft að hann tapaði, en þraut-
segja hans og óbifanlegt viljaþrek vann
jafnan sigur.
Comodora átti 9 börn og var eitt af
þeim William H. Vanderbilt, eins og áð-
ur er sagt. Erfði hann mikið fé eftir
föður sinn og margfaldaði svoeigur sin-
ar, þar til hann átti um $200.000,000.
William var þó að mörgu leyti ólik-
ur föður sinum. Hanu var hversmanns
hugljúfi og áður en hann dó, gaf hann
svo mikið af eigum sínum til fátækra
og ýmsra góðra fyrirtækja, að tæplega
munu slfks dæmi. Cornelius yngri, eða
sá sem nýdáinn er, var sömuleiðis bezti
mnðjir. Hann var stórgjöfull og höfð-
ingi f lund. Mun hann hafa átt hið
fegursta og dýrasta ibúðarhús sem til
er á hnettinum. Það kostaði »5,000,000..
Þesair Vanderbiltar eru nú orðnir
margir og eru þeir rétt eins alminlegir
menn, eins og menn geta búist við af
þessum millíónakonungum.
Jæja Beggi litli. Ég er nú búinn að
segja þér dálítið af Vanderbiltunum,svo
þu ert nu fróðari eftir en áður, og ég
skal bæta því við, að ef William K.
Vanderbilt skyldi nú deyja áður en þú
hrekkur af klökkunum, þá geturðu sagt
að hann hafi verið albróðir Corneliusar
yngra, sonur \ illiatn H. en sonarsonur
Comodor Vandnrbilts. sem fyrstur
græddi hinn mikla auð Vanderbiltanna,-
Wlnnipeg, 30. Sept. ’99.
S. J. A.