Heimskringla - 05.10.1899, Qupperneq 4
HEIESKRINGLA, 5. OKT I89g.
Winnipeg.
Dr. Ólafur Stephensen er fluttur
að 563 Koss Ave.
í síðastl. m&n. voru 42 giftingar,
49 dauðsföll og 65 fæðingar hér í
bænum.
Safnaðarfundur verður haldinn í
Tjaldbúðinni miðvikudagskvöldið 11
þ. m., kl. 8.
Ríkisherstjóri Hutton kom hing-
að til bæjarins frá Ottawa í síðustu
viku til að yfirlíta ásigkomulag her-
deildanna hór í bænum.
Það á að byggja háskóla (Uni-
versity) hér í bænum og verður byrj-
að á því í haust. Byggingin sjálf á
að'kosta $40,000.
Sveinbjörn Sigurðsson og Jón
Jónsson frá Markland P. O, komu
hingað til bæjarins á máuudaginn
/ar. Þeir fóru heimleiðis aftur í
gærdag.
Blaðið Tribune getur þess, að það
sé í vændum, að haldinn verði fund-
ur meðal allra helztu Doukhobors hér
í Canada til að ræða um hvort Douk-
hobors skuli eta kjöt hér í landi.
Mr. D. F. Reid, flskikaupmaður
í West Selkirk, heflr verið útnefndur
af liberölum til að sækja um þing-
menskufyrir Kildonan & St.Andrews
kjördæmið á móti Dr. Grain, sem
Conservativar hafa útnefnt.
Það er í ráði að koma upp sorp-
brenslustofnun hér i bænum og að
leita vilja kjósendanna í þvf efni við
næstu bæjarkosningar. Er því hald-
ið fram, að bærinn geti sparað sér
$5000 kostnað á ári með því að koma
á fót slíkri stofnun.
Járnbrautakóngarnir McKenzie
og Mann hafa látið gera uppdrætti
að hóteli og leikhúsi, sem sagt er að
þeir ætli að láta byggja hér í bænum
Leikhúsið á að verða prýðilega vel
vandað og standa þar sem nú er Mac-
Intyre Skating Rink, en hótelið verð-
ur á hominu á Main St. og Portage
Avenue-
D.W. Fleury.
Tilkynnir hér med viðskiftavinum
sínum, að hann hefír stækkað búð
sína i samræmi við vaxandi verzlun
hans, og að hann hefir nú fengið
miklar byrgðir af karla og kvenna
Grávöru allskonar
Yfírhafnir, húfur, kraga, vetlinga,
úr Coon, Bulgarian. Lamb, Astra-
chan, Wallaby, Wambot, Russian
Dog og Opossum skinnum.
Verðlisti verður prentaður síðar.
Ritað i flýtir.
D. W. Fleury,
564 Main Str.
Andspænis Brunswick Hotel
Munið eftir samkomunni á N. W.
Hall í kvöld. Sjá augl. í þessu blaði.
Vér höfum fengið bréf frá hr.
Eiríki Sumarliðasvni í Dawson City,
dags. 6. Sept. Hann lætur ekki illa
af sér og virðist fremur vongóður
um framtíðina þar vestra. Hann er
í félagsskap með hr. Bergvin Jóns-
svni frá Seattle. Hann sendi oss
einnig mynd af mönnum þeim sem
hann vinnur með; eru þeir 14 tals-
ins, hraustlegir náungar, en kulda-
lega búnir, með skinnhúfur niður
fyrir eyru.
Herra Jón Einarsson frá Hall-
son, N. D., komhingað til bæjarins
um síðustu helgi, til þess að flnna
Snæbjörn Ólafsson, sem liggur & St.
Boniface spítalanum. Herra Einar-
son segir oss að Snæbjörn sé vel á
veg komin til heilsu og verði fluttur
af spítalanum heim til sín í dag. —
Hr. Einarson fer heim aftur í þess-
ari viku.
Kvennfélagið “Gleym mér ei”
hélt ágæta skemtisamkomu 29. f. m.
í Can. Foresters Hall hér í bænum.
Samkoman var svo fjölsótt, að sam-
komusalurinn reyndist heldur lítill
fyrir allan mannfjöldann, sem kom.
Prógrammið var vel vandað og veit-
ingar ágætar- Að síðustu fór fram
dans. — Kvennfélagið “Gleym mér
ei” er að eins 6 mánaða gamalt. Og
á þessum 6 mánuðum hefir það gef-
ið fátæklingum 50—60 dollars úr fé-
lagssjóði. Félagið heflr nú haldið 2
samkomur og farist það mjög vel og
myndarlega.
Borgið Heimskringlu.
Heimskringla á að borgast fyrir-
fram og hafa margir at kaupendum
hennar uppfylt þá skilmála með
heiðri og sóma. En þó eru æði marg-
ir kaupendur fjær og nær sem hafa
gleymt þessu. Vér viljum nú biðja
alla þá er skulda oss fyrir blaðið, að
borga það tafarlaust. Mjög drengi-
lega gert af þeim, ef þeir geta, að
senda oss einuig um leið andvirði
næsta árgangs, sem byrjar með 1.
Október næstkemandi.
SPURNINGAR OG SVÖR.
Eg hefi lifað saman við mann í 18
til 14 ár, en aldrei giftsi honum og enga
skilmála gert, hvorki munnlega né
skriflega.
1. Á ég ekki samt fullan rétt á helm
ingi allra eigna fðstum og lausum, sem
afgangs eru skuldum á þeim tima er
við skildum, og
2. allra þeirra þeninga, sem ég hefi
lagt til fráupphafi samverutima okkar.
og
3. full ráð á núlifandi börnum, sem
við höfum eignast, og
4. fulla heimtingu á því að maður-
inn arfleiði mig og börnin að þeim eign-
um, sem hann kann að skilja eftir á
sínum dánardegi.
Svar, sp. 1. Nei;
“ 2. Nei;
“ 3. Nei;
“ “ 4. Nei.
En siðferðislega skyldugann ætti
maðurinn að skoða sig til þess að arf-
leiða börnin sín. Enda eru þau lög-
erfingjar hans.
Labor and Liberty.
Eugene V. Debs, verkamanna-
foringinn alkunni, heldur fyrirlestur
á Selkirk Hall næstkomandi þriðju-
dagskvöld, 10. þ. m. Efni þessa
fyrirlesturs er: Vinnan og frelsið.
Islerizkir verkamenn, sem skilja
ensku, ættu að hlýða á þennan fyrir-
lestur. Mr. Debs er framúrskarandi
mælskumaður, svo að nú getur fáa
hans líka hér í Ameríku. Hann hefir
verið pantaður hingað alla leið sunn-
an úr Bandaríkjum til þess áð tala
hér mádi verkamanna, og má ekki
minna vera en að þeir virði hann
þess að hlýða á haun. — Aðgöngu-
miðar kosta 25, 35 og 50 cents og
eru til sölu á skrifstofu Heimskringlu.
Menn ættu að kaupa aðgöngumiða
sem allra fyrst til þess að vera vissir
um að ná sæti. — Það heflr komið
til orða, að Demokratar útnefni Mr.
Debs. til.að sækja um forsetaembætt-
ið í Bandaríkjunum við næstu kosn-
ingac, ef Bryan gefur ekki kost á sér.
Kæru skiftavinir.
Um þessar mundir er ég að senda
reikning hverjum þeim sem nokkuð
skuldar mér. Sá reikningur sýnir
upphæð af skuld hvers eins upp að
1. Okt. ’99. Enn fremur er minst á
að ég óski eftir að ekki yrði beðið
um að skrifa neitt í reikning manna
frá i5. Okt. þar til eftir nýár.
Um leið og ég vil nú biðja alla sem
skulda mér nokkuð, að standa vel og
drengilega í skilum við mig, með þvf
að borga mér sem allra fyrst að þeir
mögulega geta, og helzt sem allra
mest fyrir 1. Nóv. næstkomandi, því
að fyrir þann tíma hefl ég miklar
skuldir að borga, þá vil ég minna á
og um leið mælast til, að menn kaupi
eins af mér f þarflr sínar, þó menn
hafl peninga að borga með vöruna,
þvf þeir verða teknir með fullu gildi
og á móti þeim verður látið eins mik-
ið og gott í flestum tilfellum, eins og
hvar annarstaðar og f sumum tilfell-
um meira.
Með þökk fyrir heiðarleg viðskifti.
Yðar einlægur.
Elis Thorwaldson,
Mountain, N. Dak.
DREWRY’S
nafnfræga hreinsaða öl
* m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
“Jb’reyðir einsog kampavín.”
Þett er óáfengur og svalandi sælgætis-
drykkur og einnig hið velþekta
■Öl.
££ Canadiska
«
«
«
«
«
«
«
«
«
Piisener Lager=
Agætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum.
uáílr þ“asir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl-
aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst
hjá öllum vin eða ölsölum eða með því að panta það beint frá
REDWOOD BREWERY.
EDWARD L DREWRY-
Kanntactnrer A Importer, WlAMl’EG.
#*m*m»*#**m*m#m#&m*m*#*mm*
570 Jlain Street.
Ef yður langar til að eignast föt sem bæði eru endingargóð og með
nýjasta sniði, þá komið til vor og skoðið alfatnaði vora sem vér seljum
frá $5.00 og þar yfir. Ennfremur höfum vér nærfatnaði, hatta, sokka,
hálstau, hvítar skyrtur og yfir höfuð alt sem tilheyrir karlmannafatn-
aði. Vér seljum alt með lægsta verði.
J GENSER, eigandi.
Brot úr ættartölu.
Af því að fyrirspurnir eru sífeld-
lega að berast til Heimskringlu um ætt
erni Magnúsar Smiths, taflkappans yfir
Canada, þá höfum vér fengið og setj-
um hér eftirfylgjandí upplýsingar, sem
vér vonum að nægi spyrjendum.
Ritstj.
Móður-ætt
M. Smith Magnússonar
taflkappa Canada.
Móðir M. Smith var Ragnheiður
dóttir Elíasar Sigurðssonar og Hall-
dóru Björnsdóttir, er bjuggu lengi í
Straumfjarðartungu í ;Miklaholtshreppi
í Hnappadalssýslu. Bræður Ragnheið-
ar voru þrír, sem náðu fullorðins aldri:
Jón Hrútfjörð, sem lærði snikkarasmíði
á Isafirði, og kom hingað vestur með
Jóhanni Straumfjörð bróður sínum,
dvaldi 3 ár í Winniqeg, fór svo heim
aftur og býr þar. Annar bróðir Ragn-
heiðar, Jóhann Straumfjörð, sem býr í
Engey (Goose Island) i Nýja íslandi.
Þriðji bróðir, Kristján, sem býr að
Lágafelli í Miklaholtshreppi í Hnappa-
dalssýslu.
Börn Jóhanns Straumfjöiðs eru 6.
öll uppkomin; 3 synir og 3 dætur; allir
synir hans giftir og 1 dóttir: Ragnheið-
ur, semjer gift Ágúst Magnússyni, sem
nú er Ijóshússvörður við Gull Harbour
Mikíey. Synir Jókanns eru: J. E.
Straumfjörð, bóndi í Mikley, Nýja ís-
landi, J. J. Straumfjörð, á heima f
West Selkirk. Kristján Straumfjörð,
í Winnipeg.
Elías Sigurðsson bjó i Straumfjarð-
artungu, sem fyr segir, og dó þar. Var
hann gáfumaður og góður smiður á
járn.
Bræður Elíasar Sigurðssonar voru
sex. Vigfús Sigurðsson, í Brokey á
Breiðafirði, faðir Hildar, sem þar er
enn.—Sæmundur Sigurðsson, skipa-
smiður í Stykkishólmi, Sonur hans,
Lárus, einnig skipasmiður i Stykkis-
hólmi. —Jón Sigurðsson, bjó í Geitar-
eyjum. lærði gullsmíði og var mjög vel
hagur maður. Hann var faðir Kristj-
áns frá Geitareyjum, sem er alkunnur
þjóðhagasmiður, og bræðra hans. Hann
býr í Winnipeg.— Benedikt Sigurðsson.
bjó i Galtardal á Fellsströnd, járnsmið-
ur góður. Hann var hreppstjóri. Dótt-
ir hans Júliana Ragnheiður, sem er nú
hjá syni sinum, Agúst Grfmssyni, í
í Víðinesbygð i Nýja íslandi. — Kristj-
án Sigurðsson bjó i Hvítárvallakoti á
Mýrum. Þrjár dætur hans eru á lífi.
Ein þeirra er Seselía kona Andrésar á
Hvftárvöllum. — Lárus Sigurðsson
varð útlærður úr Reykjavikurskóla, og
dó litlu síðar, ógiftur.
Sigurður frá Setbergi á Skógaströnd,
faðir þessara framan nefndu bræðra.var
útlærður úr Skálholtsskóla, en sótti
aldrei um embætti. Hann var tví-
giftur og átti 14 |börn; 2 dóu i æsku,
en 12 komust af æskuskeiði, og giftust
öll nema Lárus, sem fyr segir. Það
voru 7 synir og 5 dætur. Öll voru börn
Sigurðar vel gáfuð og nutu mentunar
fyrir áhuga starfandi anda.
Bræður Sigurðar voru Vigfús Fjeld-
sted. Hann lærði gullsmíði í Kaup-
mannahöfn. Varð tvígiftur og bjó að
Stórutungu á Fellsströnd til dauða-
dags. Með seinni konu sinni átti hann
Eggert og Andrés Fjeldsteí. Andrés
Fjeldsted bjó að Hvitárvöllum og dó
þar. Hann var faðir Andrésar, sem
búið hefir á Hvítárvöllum til skamms
tíma. Bróðir Andrésar er Þorbergur
Fjeldsted, sem heima á i Winnipeg.
Eggert Fjeldsted Vigfússon bjó á
Hallbjarnareyri i Eyrarsveit. Hann
var velgáfaður og málaflutningsmaður
mikill og smiður góður. Hann átti
mörg börn. Tvö þeirra komu hér vest-
ur, Ingibjörg og Sturlaugur, sem voru
í Selkirk börn Ingibjargar og SigvaWa
Þorvaldssonar raanns hennar eru þeir
Kristján, Hjörtur og Þorvaldur, sem
allir eru giftir og eiga heima i West
Selkirk.
Sku/ason & Coger,
----Lögmenn----
Skrifstofur í
Hrantl Forks og Bathgate,
Nortli Ðakota.
Til arðs fyrir 1. lútersku kyrkjuna.
Undir umsjón nokkurra ungra stúlkna,
.........verður haldin á.
Northwest Hall - - -
5. Október næstkomandi.
PROGKAMME :
Solo: Dr. Stephensen.
Ræða ; Séra Rúnólfur Marteinsson.
Dialogue: “Matrimonial hunt”.
Cornet solo : Mr. H. Lárusson,
Recitation : Mr. Day.
Upplestur : Séra Bjarni Thorarinson
Solo : Mrs. W. H. Paulsson.
Ræða Mr. B, J. Brandson.
Pickolo solo • Mr, Day.
Stuttur íslenzkur leikur.
Cornet solo : Mr. H. Lárusson.
Inngangur 25c. fyrir fullorðna,
15c. fyrir börn,
Samkoman byrjar kl. 8 e. h.
DR.J. J. WHITE,
Tannlæknir,
dregur og gerir við tennur eftir nýjustu
aðferð ár als sársauka, og ábyrgist alt
verk þóknanlega af hendi leyst.
Hornið á Main og Market St. Winnipeg.
Wm. Noble,
GLENBORO.
Það sem eftir er af
þessum mánuði og1 næsta
mánuð, seljum við öll
okkar “prints’ ’með nið-
ursettu verði. Mikið af
tau og lérefta afgöngum
fyrir minna en innkaups-
verð. Allar sumarvör-
urnar verða að seljast
svo við getum komið fyr-
ir haustvörunum, sem nú
eru í búðinni. Munið
eftir að hér er búðin þar
sem þið fáið beztar vör-
ur fyrir minsta peninga.
Fatnaður og skótau sem
er hæfilegt fyrir upp-
skeravinnuna, fæst hér
með mjög lágu verði.
Hœðsta verð borgað fyrir ull,.
smjör og egg—smjör 12 l/2c.
egg 15c.
Wm. Noble,
Glenboro, flan..
130 Drake Standish.
gestur hjá mér um borð í listiskipinu mínu Mar-
querita. Það eru viss formskilyrði sem þarf að
fullnægja áður en hægt er að láta yður lausan.
En mig langar ekki til þess að halda vður hér
lengur en þörf gerist, og vil ég þvi biðja yður
að koma með mér og klára þessar sakir. Ég
skal svo fara með yður til Senorita Duany og
siðan flytja yður um borð i yðar eigið skip”.
Ég var alveg forviða á öllum þessum vina-
hóturo og frarokomu Arteaga yfir hofuð í þessu
máli. Þessi maður, sem ég bjóst ekki við neinu
öðru frá, en fjandsamlegu hatri, var nú alt i einu
orðinnvinur minn og frelsisgjafi.
Það var ekki laust við að ég efaðist um ein-
lægni hans. En reynslan varð að leiða það i
ljós. Ég var á valdi hans hvort sem var, og
mátti því eins vel fylgja honum, eins og sitja
kyr.
“En hvað er um þennan unga vin minn ?”
Bpurði |ég.
“Þessi spurning er í rauninni alveg óþörf”,
svaraði Arteaga. "Þér hljótið að hafa tekið eft-
ir því. að það var ég sera frelsaði líf hans fyrir
fáumdögum síðan. Undir venjulegum kringum-
stæðum hefði slíkt verið alveg ómögulegt En
ég sýndi dómaránum fram á það, að yður hefði
rerið gert mjög svo rangt til. og yður mundi
þykja mjög vænt. um, ef þessum nngling væru
gefnar upp sakir, um leið og þér væruð beðnir
forláts fyrir misgripin”.
Það var vissulega ekki hægt að neita því,
að Arteaga hafði koroið í veg fyrir að Carlos
Drake Standish. 135
ingjum, sem öðlast frægð og frama. án þess þó
að hafa nokkurntima i ornstu verið eða komið i
mannraun.
Hann reyndi að gera sig svo fyrirmannleg-
an sem unt var; sprangaði aftur á bak og áfram
um þilfarið, eins og páfagaukur, og reykti bréf-
vindlinga. Og þegar hann skipaði fyrir um eitt-
hvað, reyndi hann að gera sig svo digurróma sem
honum var unt.
Ég gat tæplega áttað mig fyrst eftir þessa
viðureign. Breytingin var svo snögg og alveg
fyrirvaralaus, — fyrir að eins fáum minútum
hélt ég að ég væri frjáls *g fri og fengi von bráð
arað sjá Inez og Ednu og fylgja Carios í faðm
systur sinnar, en nú—breytingin var svo sntgg
aððg var fyrst á eftir eins og i leiðslu. En þeg-
ar ég svo gat farið að hugsa um þetta og sá i
hvaða gildru við höfðum verið leiddir, þá varð
ég yeikur af ótta og ;skelfingu.
Þangað til nú hafði ég fyllilega treyst Wíl-
kins til að vernda Ednu. En riú greip mig voða-
leg hræðsla um að þar væri heldur ekki alt með
feldu.
Því hafði skip mitt, sem ég skildi við rétt
upp við landsteina, verið fært í burtu tvær míl-
ur undan landi ? Höfðu Spánverjar tekið það
hertaki? Voru menn mínir allir drepnir eða i
fangelsi ? Hvar var Edna ? Og hvar var hinn
leyndardómsfulli Godtchorkna ?
Jú, ég þóttist viss um að Nomad hefði verið
tekin hertaki. Og þá var ekkei t likara, en að
Edna væri fangi í höndum þra lmennisins Arte-
aga.
134 Drake Standish.
grimmilega gjalda fyrir þessa meðferð á mér.
En þeir bara hlógu að öllum hótunum mínum.
Eftir fáar mínútur sat ég á þilfarinu með
báðar hendur bundnar á bak aftur, — gjörsam-
lega hjálparlausi höndum fjandmanna minna.
Aumingja Dnany hafði tæplega reynt að
verja sig. Hann var orðinn svo vanur við svik
og þrælabrögð Spánverja. að þegar hann sá að
við vorum aftur umkringdir af þeim, í stað þess
að vera alfrjálsir, eins og lygarinn Arteage taldi
okkur trú um, þá lét hann taka sig án þess að
sýna nokkra vörn, og var því ekki eins illa út-
leikinn eftir slaginn, eins og ég. Eg var allur
með eymslúm og marinn eftir viðureignina.
Eg undraðist yfir því þá, og hefi oft hugsað
um það siðan, hvers vegna flónin átitu það nauð
synlegt að stökkva á okkur eins og óargadýr
svo margir i einu ogberjaokkur og binda okk-
ur, úr þvi við vornm einu sinni koranir um borð
og vopnlausir. En það er stundum örðugt að
skilja i eða gera sér grein fyrir atferli Spánverja.
Það virðist svo sem þeim sé það ætíð mest hug-
leikið að sýna sem argasta þrælmensku.
Það var auðséð að það var ekki neinn asi á
þeim að leggja skipinu af stað. Þegar sjomenn
irnir voru búnir að binda okkur ramlega, gengu
þeir til verka sinna hægt og letilega og litu ekki
við okkur framar. .
Sá sem virtist vera yfirmaður á skipinu,
var ungur sjóforingi, skrautlega búinn og með
heiðursme'ki á brjóstinu. Hann var svo ung-
gæð^slega spilagosalegur, að ég sá strax að hann
mundi vera einn af þeim mörgu spönsku sjófor-
Drake Standish. 181
væri drepinn. Og fyrst að þetta var satt, því
skyldi þá hitt ekki geta verið einnig satt?
Eg fór svo með Arteaga vongóður út í fang-
elsisgarðinn og fylgdi Carlos mér eftir.
Við hittum þar fyrir sama dómarann, sem
ég stóð áður frammi fyrir. og mér til hinnar
mestu undrunar, talaði kafteinn Arteaga við-
hann á sömu leið og hann hafði mælt við mig,
en þó alt ítarlegar. Var framkoma hans öll svO'
vingjarnleg, að ég gat ekki lengur efast um ein-
lsegni hans.
“Það er þá óefað skylda okkar að biðja þenn-
an herramann fyrirgefningar fyrir öll þessi ó-
þægindi, og gefa honum fult frelsi”, mælti dóm-
arinn. “Beiðni yðar um að Duany fáiaðfylgja
honum er hér með veitt. Það er að vísu mjög
óvanalegt að auðsýna slika mildi. En kringum-
stæðurnar eru líka óvanalegar, og er ástæða til
að taka tillit til þess. Duany, þú ert frjáls”.
Vesalings Carlos saup hveljur afforundrun.
Dómarinn skrifaði svo undir tvö skjöl og fékk
de Arteaga þau.
“Og nú skal það vera mér ánægja að sjá um
að þér komist með heilu og höldnu um borð {
lystiskip yðar”, mælti Arteaga vingjarnlega.
Hann bauð okkur svo vindla úr veski sinu
og þáðum við þá. Svo gengum við með honura
niður til strandar. Var þar lítill gufubátur og
sátu i honum sex spánskir sjómenn auk véla-
stjóra.
AUlangt úti á höfninni sá ég hvar NomaA
lá við nkkeri. En nokkru nær lá annað lysti-
skip og blakti á því spánskur fáni.