Heimskringla - 26.10.1899, Síða 1
XIV. ÁR
NR. 3
Heimskrsngia.
WINNIPEGr, MANITOBA 26. OKTÓBER 1899.
sH.
Opening
Sale.
Best snidin föt i
Canada.
Fatnaður vor heflr sérkenni,
leika, bæði að sniði og áterð-
sem engin annar búðarfatnaður
heflr. Efnið sem notað er í
hverja spjör, er vandlega valið
á beztu klæðaverksmiðjum
heimsins. Allur vor fatnaður
er tilbúinn af skröddurum, á-
gætlega fóðraður og saumaður
svo vel, að vér ábyrgjumst að
ekki rifni. Sérstaklega lágt
verð á öllum vörum á fimtudag,
föstudag og laugaidag í þessari
viku.
Aliur fatnaður hjá okkur er
svo vandaður, að hvergi annar-
staðargefurslíktaðlíta. Keyn-
$1.00 skyrturnar okkar. ! Við
höfum þær á 9 mismunandi
stærðum. Vér höfum miklar
byrgðir af ágætum skófatnaði.
Þér faið peninga yðar aftur
ef yðar líka ekki vörurnar.
Stewart & Hyndman,
" 58(> & 588 Hain 8treet-
W W W W W W •*<> TWT >»>- W -»<- W W W -»í* W -áf 1
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Admírál Dewey hefir lofað að koma
til Chicago 15. næsta mánaðar og aft-
ur 1. Desember. Nefnd hefir þegar
verið kosin til að fagna honum með
tveggja daga viðhöfn og veizlum. Það
er og mælt að honum muni þá verða
gefin borðbúnaður úr skíru gulli.
Fertugasta og sjötta herdeildin, frá
Massachusetts, á leiðinni til Manila,
var kyrsett í Cincinnaty, og 50 her-
menn dregnir fyrir herrétt fyrir drykku
skap. Við rannsóknina kom það i ljós,
að herdeildin var vel útbúinn með
Whiskey, og að hún hafði aukið byrgð-
ir sínar af því á leiðinni, þar sem það
Var fáanlegt. Col. Hegel lét halda
strangt próf í málinu og hefna þeim er
sekir voru.
Skólastjórnin i Hamilton, Ont. ,
hefir samþykt að opna kveldskóla þar í
bænum með byrjun næsta mánaðar, og
verða þeir kostaðir af skólasjóði bæjar-
ins.
Kappsiglingin milli skipanna Col-
umbia og Shamrock endaði þannig, að
Columbia, skip Bandamanna. vann 3
kappsiglingarnar, en Shamrock, skip
Englendinga, enga. Þannig haida
Bandamenn enn þá silfurbikar þeim
hinum mikla, sem Bretar ,hafa verið að
keppa um i síðastl. 48 ár. Bendir
þetta til þess að Bandamenn séu bæði
betri siglingamenn og skipasmiðir heldr
en Bietar. Þó er viðurkent að Sham-
rock sé bezta skipið, sem Bretar hafa
enn þá sent tíl að keppa um bikarinn.
Hermálastjóri Breta hefir gefið sam
þykki sitt til þess að þeir 1000 hermenn
sem Canada ætlar að senda til Suður-
Afríku, skufi mynda eina sérstakaher-
deild og hafa sinn eigin canadiska yfir-
mann. Col. Otter Jfrá Toronto verður
yfirmaður þessarar herdeildar.
Oeo. E. ’Tucker & Sons félagið í
Hamiiton, Ont., sem búa til hið nafn-
fræga T & B reyktóbak, hafa boðist til
að lofa,hverjum sinna vinnumanna, er
vilja að fara í Transvaal hernaðinn.
Félagið lofar að horga þeim 50 cents á
dag meðan þeir séu i burtu, og kaupa
$1000 lífsábyrgð fyrir þá og borga ið-
gjöldin af þeim á meðan mennirnir eru
að heiman, og veita þeim svo atvinnu
strax og þeir koma heim aftur.
General Otis hefir sent til Washing-
ton beiðni um að sér verði sendir tafar-
laust 20 herlæknar og 30 hjúkrunarkon-
ur. Það er og sagt að þegar allir þeir
hermenn sem nú hafa verið kallaðir
til herþjónustu á Filippeyjunum, séu
þangað komnir, þá hafi Bandamenn
þar 63,872 hermenn á landi, auk 1500
manna, sem ekki bera vopn. Auk þeSs
eru þar 45 skip með 4,997 hermönnum
og 1184 sjómönnum.
Bóndi nokkur nálægt Minneapolis
skaut konu sína og 3 syui og síðast
sjálfan sig, í jvikunni sem leið. Oll
skotin di ápu samstundis. Engin veit
orsök til þessa glæps; en haldið er að
maðurinn hafi orðið snögglega brjálað-
ur.
Mikið er um húsabyggingar í Nel-
son, B. C., um þessar mundir, og eru
laun múrara þar $6 á dag.
Mr. Tarte er orðinn mjög óvinsæll
í Ontariofylki. Líking af honum var
brend á götunum í Toronto og King-
ston í síðustu viku Er það talið
hið mesta óvirðingarmerki. sem hægt
er að sýna nokkrum stjórnmálamanni
i Canada.
Elias Foxton frá Bellville skar sig
^MJÖG STÓR
Flaniielettes Teppi
Hvít og grá að lit
75C.
parið. Einnig hvít ullateppi
ágæt, 7 pund að þyngd
$2.75 >
574 Mttin 8f»*.
Telefón 1176.
á háls í síðustu viku. Hann var 70 ára
gamall og orðinn saddur lífdaga.
Mr. Hardy, stjórnarformaðurinn í
Ontario, hefir sagt af sér þingmensku
og þar með stjórnarformenskunni. I
bréfi til kjósenda sinna segir hann að
heilsubilun banni sér að standa lengur
i opinberri þjónustu, og að hér eftir
ætli hann að eyða æfinni i kyrð og
næði.
Hon. G. W. Ross hefir verið settur
stjórnarformaður í stað Mr. Hardy.
North Waterloo kjördæmið i Ont.
er nú þingmannslaust. Mr. Briet-
haupt,Liberal- þingmaðurinn,var dæmd
ur úr sætinu fyrir atkvæðakaup og
önnur kosningasvik.
Bell Telefone-félagið hefir beðið
Ottawastjórnina um leyti til að mega
hækka yerðið á notkun talþráða félags-
ins í Toronto. Félagið heldur því fram
að það hafi stórkostlega tapað á tal-
þráðunum i þeim bæ, með því verði er
það nú selji árleg notkunarleyfi þess.
1895 á tap félagsins að hafa verið$79-
877, eða sem næst $17 á hvern mann,
sem kaupir ársleyfi af félaginu til að
nota þræðina. En á hinn bóginn er
það sannað, að í þessum reikningi hefir
félagið talið sér 15% tap í því að þurfa
að gera ýmsar breytingar á leiðsln
þráðanna um borgina, sem væri það
frá dregið, mundi sýna gróða, en ekki
tapi. Félagið setur $36,67 fyrir hvert
ársleyfi fyrir notkun þráðanna, og vill
fá leyfi til aó hækka það.
Verðið á neyzluvatni í Toronto hef-
ir verið sett niður um helming við það
sem það kostaði áður. Þessi verð-
lækkun nemur 140,000 dollars á ári.
Pappírsgerðar-verksmiðjurnar í
Bandarikjunum ihafa gert einokunar-
samband og er samanlagður höfuðstóll
þeirra $50,000,000.
Prentara verkfallinu í Toronto er
lokið. Þeir heimtuðu $14 kaup á viku,
en sættuðt upp á $13,50 vikukaup.
Molsonsbankinn hefir gefið út, skýrslu
yfir starfjsitt á síðasta ári, og sýnir
hún að bankinn hefir grætt $289,888,l'.2.
Það er sem næst 14J pc. á útborgaðann
höfuðstól bankans.
D.uninionstjórnin hefir gert samn-
inga við Demster gufuskipafélagið um
að flytja póstbré.f og sendingar milli
Canada og Englands á komanda ári.
Bóndi nokkur að nafni Gro, nálægt
Altona, skaut á séra Ott og syni hans 2
á föstudaginn var. Hélt hann þá vera
fugla. Einn feðganna beið bana, en all
ir nokkuð særðir.
Frá Albany kemur sú frétt, að 20
bókhaldarar, sem unnu við bækur heil-
brigðisdeildanna í Michiganríkinu, hafi
dáið úr tæringu, sem þeir hafi fengið úr
bókunum. Bækurnar voru skoðaðar
af læknum, og fanst það þá að þær
voru fi llar af''bacilli” þeim er mynda
tæringarsýkina. Þykir frétt þessí mjög
merkileg að því leyti, að hún sýnir
hvernig tæringarveikin berst út meðal
fólks. Orsökin til þess að bækurnar
höfðu frumagnir þessa sjúkdóms, er
haldin sú, að einn af bókhöldurunum
sem ritaði í þær hafi Jverið tæringar-
veikur, en hann hafði þann sið að bleyta
fingurgómana á tungunni þegar hann
var að flettahlöðum bókanna.
Herfréttir eru helztar þær, að
Brezka þingið kom saman í síðustu
Viku til að veita stjórninni fé til þess
að standast kostnaðinn við stríðið í
Suður-Afríku. Það er talið vist að ó-
friðurinn muni standa yfir í allan vet-
ur, og að kostnaðurinn muni verða um
£40.000,000 (nm $200.000.000. Bretar
firu önnum kafnir að senda menn og
vistir til Transvaal. Um 70 skip eru
nú í Jförum. 6 gufuskip eiga að fara
daglega fiá Englandi fra 21. þ. m. með
menn og herbúnað þar til 70,000 her-
menc, verði komnir til Afríku. Það er
búist við að það þurfi nokkra mánuði
til að koma öllu þessu liði og herbún-
aði og vistum suður, því bæði er sjó-
ferðin afarlöng og yfir 100 mílur að
fara eftir á land er komið, og er nosk-
uð af þeirri leið mjög ógreið yfirferðar.
Enskir stjórnmálamenn viðurkenna að
það sé við raman reip að draga þar sem
Búarnir eru, sem með hjálparmönnum
sinum frá Orange Free State, hafi um
50,000 vopnfærra manna. General Sir
Redvers Buller verður aðalherforingi
Breta. Hann hefir lengi dvalið í Afríku
og er landi og þjóð þar kunnugri en
nokkur annar brezKur herforingi. Er
hann sagður mjög óvinveittur Búunum
og liklegur lil að lita kné fylgja lcviði í
viðureigninni við ] á. Með 70,000 æf?-
um hermönnuin að baki sér ætii hann
að geta unnið si^ur.
Bretar feldu 900 Búa nálægt Glen-
co í Afríku á föstudaginn og laugar-
daginn og náðu 17 fallbyssum. Gener-
al Seymor var særður hættulega i bar-
daganum og 10 hershöfðingjar féllu af
Bretum og margir aðrir særðust. Alls
féllu af Bretum um 250 manns. Dag-
inn eftir var annar bardagi háður við
Elandslaagte og var sá hinn mannskæð-
asti. Fóll þar einn af yfirhershöfðingj-
um Búanna og fjöldi annara liðsmanna
þeirra. Tölu vert mannfall varð og af
Bretum. Náðu Bretar þar miklum
hergögnum, svo sem tjöldum, vopnum
hestum og fallbyssum ásamt öðrum
skotfærum. Er sagt að Búar hafi haft
í bardaganum um 11000 manna. Ann-
ars eru fréttirnar um mannfallið mjög
á reiki og óáreiðanlegar, því þær eru
jafnaðarlega sendar áður en hægt er að
fá rétta tölu á föllnum á særðum. En
á hinn bóginn er það víst að háðir hafa
verið tveir stórbardagar og mannfall
því orðið töluvert á báðar hliðar. Enda
stóð Glenco bardagínn yfir i 8 klukku-
stundir, en hinn síðari allan daginn.
eða til kl. 6,30 að kveldi.
Mr. Borassa, einn af helztu þing-
mönnum Lauriers frá Quebecfylki hef-
ir sagt af sór þingmensku, út af því að
Laurier hetír látið tilleiðast að senda
canadiska herdeild til að hjálpa Bretum
í Transvaal. Þetta atriði er íjós vott-
ur þess, að það eru til ekki all-fáir
menn í Qubee-fylki. sem enga löugnn
hafa til að láta Canada leggja nokkurn
skerf til þess að hjálpa Bietum í viður-
eign þeirra við Suður-Afríkubúa, og
þessi tilfinning hlýtur að vera allsterk,
þar sem hún knýr einn af allra öflug
ugustu fylgjendum Lauriers frá Que
bec til þess að yfirgefa flokk hans á
þinginu. Það er lítill efi á því, að þó
þessi herdeildar sending sé höfðsem á-
stæða fyrir fráhvarfi Mr. Borassa frá
Liberalflokknum, þá ern óefað eínhverj
ar aðrar og dýpri til fráhvarfs hans frá
flokknum. Má vera að honum finnist
Mr, Laurier hafi farist í þessu máli eins
og öðrum, að hann hafi breytt i því
þvert á mótisínni eigin sannfæringu og
ákveðnum loforðum til flokksmanna
sinna. Mr. Borossa kveður Laurier
hafalýst yfir því að hann væri mót-
fillinn því að senda Canada hermenn
úr landi burt til þess að taka þátt í
þessum ófriði, og að hann hafi látið
undan vilja almennings í þessu máli,
eins og hann kom fram í blöðunuru.
Þykir þetta vera veikleika merki og
þess vegna hefir hann nú snúið bakinu
víð flokksforingja sínum, Staða Mr.
Lauriers er »lt annað en öfundsverð.
Blöðin og mennirnir sem fylgdu honum
í blindnri trú við síðustu kosningar,
eru smátt og smátt við ljós betri þekk
ingar á honum og stjórnaraðferð hans,
að snúa við honum bakinu. Það er ó-
hugsandi að hjá því geti farið að þetta
ha^ ill áhrif fyrir Liberalflokkinn við
næstu kesningar.
Kaft. Dreyfus, sem svo mikið hefir
verið talað um í öllum blöðum, hefir
nú látið það boð útganga, að h»nn ætli
til Egyptalands, til þess að eyða þar
æfiuni- Kveðst hann ófús til þess að
nafn sitt sé notað af pólitisku flokkun-
um á Frakklandi til þess að Vekja ó
eirðir. Hann óskar því að franska
þjóðin gleymi sér, sem ailra fyrst. I
Egyptalandi kveðst hann ætla að
stunda iðu sína sem Englendingur og
leggja þar að auki alla stund á að
menta börn sín.
Tvö börn 4 ára gömul, i Godderick,
Ont, náðu í eldspítur og kveiktu í
gluggatjöldum hússins. Annað slapp
en hitt brann til ólífis. Foreldrarnir
voru ekki heima.
“Sér grefur g. öf þó grafi.”
Eftir að hafa lesið athugasemd Mr.
H. Halldórssonar. sera kom útíðl.tölu-
blaði Hkr., finst mér að þessi orð hér að
ofan eiga séistaalega vel við afstöðu
hans og aðfarir i Islendingadagsmáli
þessarar bygðar. Ég neyðist til að
móttnæla atbugnsemdnm hans með fá-
um orðum. Það er ekki svo að þessi
grein Mr. Halldórssonar sé nokkur at-
hugasemd við íréttagreiu Mr. Reykdals.
Mr. Halldórsson kemur að eius meö
nokkra útúrsnúninga, en meiri hluti
greinar hans gengur út á að svívirða
húsnefndina og okkur skólakennarana,
og þar við bætist, að utumæli hanshvað
okkur stiertir eru ósannindi ein.
Að því leyti setn máleft ið snei tir
mig, þá eru upptök þess þannig : Á
skólasamkomu þeirri, er við Mr. Gutt-
orrasson héldum 8. Júlí, yar minst á
það við okkur skólakennarana, að hald-
in yrði samkoma 2. Ágúst og vissi ég ] á
ekki annað en það yrði kallaður íslend-
ingadagur. Bað húsnefndin mig að
halda þar ræðu og gaf ég heldur vilyrði
fyrir því. Mr. Halldórsson segir að ég
hafi neitaðað tala, nema það væri kall-
aður þjóðminningardagur. Þetta er ó-
satt. Ég setti ekki neina þvílíka skil-
mála, og á nefndin heiðurinn af þvi að
koma upp með íslendingadagsuppá-
stunguna, svo glósur Mr. Halldórssonar
falla sjálfkrafa.
Næst ber svo Mr. Halldórsson á
móti þvf, að hann hafi boðað fundinn
góða til að ræða mál þetta. Ég get
borið því vitni, að Mr. Reykdal segir
sannleikann í þessu máli. Ég var stadd-
ur á Lundar P' O. þegar fundarboðið
var ritað, og sagði hann mér þá að hann
boðaði þeunan fund í því skyni, að ræða
málið á friðsamlegan hátt. Þar að auki
stóð í fundarboðinu : ' ‘Áriðandi mál
verðnr rætt á fundinum.”
Þvínæst kemur aðalmergur greinar-
innar, það er að segja framkoma okkar
skólakennaranna. Um það farast hon-
um orð á þessa leið : ‘‘Auðvitað munu
skólakennararnir hafa talað vel og kann
ske fleiri. eins og vant er þegar verið er
að baktalr einn mann og ekki þarf að
gera það formlega e-'a rökstyðja það
sem sagt er. Þá er tungan ekki ónýt
þeim breisku.”..Þrír skólakennarar
komu fram á prógraminu, Mr. A. And-
erson. forseti, Miss B. Thorkelsson og
ég. Ég viðurkenni það, og svo veit ég
að allir sem voru á samkomunni gera
(nema ef vera skyldi þessi eini heiðvirði
maður, sem Mr. Halldórsson talar um)
að það var ekkert það í ávarpi Mr. And-
ersons, sem skerti að nokkru mannorð
Mr. Halldórssonar eða nokkurs annars
Mr. Halldórsson ætti að íhuga betur
orð sín, áður en hann ber svona sakar-
giftir á sér langtum heiðarlegri mann.
Sama er að segja um framkomu Miss
Thorkelsons. Hún mintist ekki á Mr.
Halldórsson, enda var efnið í kvæði þvi
er hún bar fram, ekkert honunr viðkom
andi. Hvað mér sjálfum viðvíkur, þá
skýrskota ég því óhræddur til allra sem
þar voru, hvort ræða mín hafi gengið
út á þi ð sem Mr, Halldórsson gefur í
skyn, og sama er að segja um efni hertn-
ar, sem hann gerir svo illkvitnislega til-
gátu um. En hvernig getur hann sagt
nokkuð um þetta mál, þar sem hann
var ekki á samkomunni ? Hann ma
hafa fyrir sir slúður þessa heiðvirðai?)
manns ; en ég skal gefa honum tæki-
færi, og skora ég nú á Mr. Halldórsson
að sanna þessa sakargift á hendur okk-
itr kennurunum, ef í honum er nokkur
æVleg tilfinning.
Mr.Halldórsson má æðrast svo sem
hantt vill út. af því, að við skólakennar-
arnir skyldum ekki ganga í lið með hon-
um, að sverta húsnefndina fyrir íslend
ingadagsáformið. Hans eigin ofstæki
varð honum að fótakefli. Eftir að hann
varð að viðurkenna það á fundinutn,
frammi fyrir um 40 manns, að bann
hefði þjófkent nefndina fyrir aðgerðir
hennar í þessu máli, þá var engin von
að nokkur maður, sem hefir nokkra
sómatilfinning, vildi ganga í lið með
honum. Ekki er smáræði í fangtekist,
að þjófkenna 4 heiðursmenn, sem hver
maður hér í bygð, nema Mr. Halldóis-
sou einn, virðir sem ærlega menn i alla
staði. Þetta athæfi hefir steypt Mr.
Halldórssyni í djúp fyrirlitningarinnar
og er ófyrirsjáanlegt að hann eigi þaðan
afturkvæmt. Hver myndi fylgja slík
um að málum ?
Mary Hill, 10. Okt. 1899.
Þ. ÞORVALDSSON.
NY VERZLUN.
Hr. Júlíus Davíðsson, ungur landi
vor sem kom frá Islandi í sumar, er að
flytja sig út í íslenzku nýlenduna á
vesturströnd Manitobavatns, um 20
mílur norður fi á Westbourne. Hanner
bróðir Bjarna bóuda Davíðssonar, þar í
nýlendunní. Júlíus ætlar að byrja
verzlun þar nyrðra,með því að nýlendu-
búum þykir langt að sækja allar nauð
synjar sinar til Westbourne. Fer haun
með vörur sínar héðan í dag og vonar
að geta byrjað verzlun snemma í næstu
vikn. Hann óskar eftir viðskiftum ís
lendinga þar vestra.
Willlaiu Tliornton,
----bakari----
á Notre Dame Ave., býður að selja ís-
letidingum ágætt brauð af ýmsum teg-
undum, þyngri að vigt eu önnur bæjar-
brauð, 22 brauð l'yrir $t 00. — Til hægð-
urauka geta íslendingar pantað brauð-
in hjá Þorsteini Þorkelssyni, verzlunar-
inarini á Ross Ave., sem selur þeim
tikket fyrir þau móti peningum. En
ég flyt þau heinr til fólks.
Wm. Thornton.
Lesið það sem hér fer á eftir Það
borgar sig.
Ég Þorsteinn Þorkelsson, grocer.að
539 Ross Ave., kunugeri hér með ný-
lendumönnum það að ég óska eftir að
fá keypt 5000 |itiml nf mnijtfri.
Év borga fyrir það hæzta marVaðsverð,
í vörum og peningum út í hönd.
Eins ov nú stendnr er búð min svo
full af allskonar nauðsynjavörum, að
ég hefi ekki húsrúm fyrir jólavörur þær
sein ég hefi pantað ausr.an frá Toronto
og Montreal, og neyðist ég því til að
selja allar þær vörur sem ég hefi nú i
búð minni. með lítið meira en innkaups-
verði, fyrir peninga út í hönd. , Þrtta
boð stendur tíl mánaðarloka. Ég mæl-
ist til þess að bændiit úr nýlendunum
komi viðí búð ininni og sannfæri sjálfa
sig um það, að ég hefi allar þær vöru-
tegundir, sem þeir þarfnast, svo sem
ofnpípur með innkaupsverði, þjalir,
skóflur, skjólur, katla, luktir. og vasa-
hnífa í hundraðatali, af öllnm te^undum
fyrir laugtum minna en innkaupsveið.
Sömuleiðis hefi ég mikið af allskonar
“granite” rnatarílátum. viðarsagir, ull-
arkamba, leirtau. Alt með lægsta sölu-
verði. :l,Svo hefi ég þetta áður óþekta
en ágæta kaffi, setn ég sel 10 til 11 pund
fyrir$1.00. En 12 pund af því kaffi,
sem mennJJengu að eÍLS 8 pund af áður
en ég byrjaði verzlun.
Gleymið ekki að koma með smjörið
eða senda það til mín sem fyrst.
Yðar þénustuskyldugur
Þorsteinn Þork elsson,
539 Ross Ave.
C. A. HOLBROOK & CO.
DEPARTMENTAL STORE,
CAVALIER- NORTH DAKOTA
Mikil kjorkaupasala
afilSkofatnadi.
Hér með bjóðum vér allar skófatnaðarbyrgðir
vorar,—3250 pör—með 20 prósent afslætti, þar
til 4. Nóvember næstkomandi.
$3.00 Skor fyrir^'einungis $2.40
2.50
2.00
1.50
1.00
2.00
1.60
1.20
8oc.
Vér gefum einnig hin beztu kjörkaup á nœr-
fatnaði, ntanyfirfatnaði og allri matvöru.
Yfirskór eru miklu dýrari nú en þeir voru
í fyrrahaust. En vér bjóðum 1200 pör af þeim
fyrir sama verð og í fyrra.
Vér viljum kaupa handprjónaða sokka, en
engar smáar stærðir verða keyptar.
.A.Holbrook&Go.
CAVAUER, N DAK-