Heimskringla - 26.10.1899, Side 2

Heimskringla - 26.10.1899, Side 2
HKIMSKKINGLA 26. OKT 1899. Reiniskringla, Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um á.rið (fyrirfram borp;að). Sent til íslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir & aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afíöllum It. I,. Raldwinson, Útgefandi. Office . 547 Main Street. P O- BOX 305- Skörp ræða Þegar vélasmiðirnir hjá C. P. R. fé- laginu gerðu verkfallið hér fyrir fá- um dögum síðan, þá sendi aðalfélag vélasmiða í Ameríku hingað mann einn, Stewart Reid að nafni, til að líta eftir hag verkfallsmanna og reyna að fá kröfum þeirra framgengt. Þessi Mr. Reid er maður ötull mjög og hinn skarpasti ræðumaður. A hann öefað mikinn þátt í því, að verkfallsmönnum tókst að knésetja C.P.R. félagið í þetta skifti og neyða það til að þanga að öllum þeim kröf- um og skilyrðum, er þeir fóru fram á f bjrjun. Mr. Reid hélt skarpa ræðu á opinberum.fundi sem haldinn var í Selkirk Hall hér í bænum, að afstöðnu verkfallinu, og birtum vér hér stuttan útdrátt úr þessari ræðu. Hann kvaðst ekki ætla að tala um hið nýafstaðna verkfall annað en ad segja, að hann vonaði að C.P.R félag- ið hefði fengið þá lexíu, sem því yrði minnisstæð um næsta fjórðung aldar. En hann ætlaði einkum að tala um myndun ver.kamannafélaga frá byrj- un og fram á þessa daga. í fornöld bygðu þrælar stórhallir fyrir eigendur sína og létu þá lifa eins og konunga á vinnu sinni, en sjálfir urðu þeir að hniprast saman í hinum auðvirðilegustu hreysum, rétt eins og hinir verst komnu daglauna- slavar nfi ásdögum. Jafnvel á elztu tímum höfðu þrælarnir þekking á því að hafa félagssamband, og létta á þann hátt hver annars byrði og hjálpa þeim sem veikastir voru, því þeir höfðu á þeim tímum typtunarmeist- ara yflr sér, rétt eins og vinnuveit- endur vorir hafa umsjónarmenn yfir oss nfi á dögnm. Þrælarnir í Babi- lon mynduðu félagssamband, til að sporna við ofríki hinna rómversku auðkýfinga. Þegar Kristur kom til sögunnar, var það hans fyrsta verk, að leysa úr ánauð hina fátæku og undirokuðu. En hann var sakaður um uppreist móti lands lögum og rétti og kallaður skaðráður allri mannabygð. En hvers vegna? Vegna þess að hann ■j.'dðist að afhjfipa fari- seana hræsnisblæu þeirra, og flutti þann boðskap sem vér í dag köllum jafnaðarstefnu (Socialism). Næst talaði ræðumaðurinn um verkamanaafélög á síðari tímum og sýndi hvernig þau hefðu myndast á Englandi og hverjum framfórum þau hefðu náð þar. Hann mintist á iðn- aðarmannafélögin þar i landi á fyrri tímum, og sýndi að meðlimir sllkra félaga hefðu þá verið svo ofsóttir, að þeir hefðu orðið að fara ýmsa leynistigu til þess að komast á sam komustaðina og lesa þar upp sam- bandslög sín, og hefðu þeir orðið að grafa þau í jörðu á milli þess er þau voru lesin á fundunum, og gjalda varhuga við, að ekki kvisaðist um félagsskap þeirra. Því á þeim tfm- um var slíkt talinn svo mikill glæp- ur gagnvart ríkinu, að ef brezka stjórnin fékk hendur í hári fyrirlið- anna, þá lét hfin taka þá fasta og líf- láta þá opinberlega. Þeir voru hengd- ir sen örgustu glæpamenn, í því skyni, að það skyldi vera öðrum til viðvörunar. Þe^sir líflátnu menn voru meðlimir sama félagsins.sem nú gengurundir nafninu “Amalgamated Society of Engineers.” En hver varð svo afleiðingin af þessari barbarisku kúgun ? Engin önnur en sú, að rétt- lætistilflnning þjóðarinnar var svo greinilega vakin, að þúsundir manna gengu samstundis í félagið til þess meira en fylla skarð hinna líflátnu og félagið varð von bráðar svo öllugt, að það knúði í tjórnina til að veita 8ér löggilding og viðurkenna sig sem lðglegt verkamannafélag. Eins var það í Atlanta í Georgia fyrir ekki allmörgum árum, að 7 vélasmiðir unnu þar í einni verksmiðju. Þeir höfðu margoft farið til verkveitenda sinna, sinn í hvoru lagi, og beðið um kauphækkun, og var þeim öllum vel tekið. Þeim var klappað á bakið og sagt, að sapikepnin væri svo mikil, að ekki væri unt að hækka kaupið, enda væri verksmiðjunni haldið við aðein3 til að gefa þeim atvinnu. En hvenær sem góðæri kæini, þá skildi verða hugsað til þeirra, Svo var það einn dag, að einn þess- ara manna sagði við hina : “Við höf- um nú hver í sínu lagi margoft beðið um Iaunahækkun. En alt heflrorðið árangurslaust. Við skulum því fara allir í sameiningu og heimta að kröf- um okkar sé gaumur geflnn.” Þeir réðu svo þetta með sér og lögðu af stað. Dyrunum á skrifstofunni var lokað og þeim var neitað viðtals. En þeir lömdu á hurðina þar til dyrnar voru opnaðar. Húsbóndinn var hinn reiðasti, en mennirnir fengu samt kröfum sínum framgengt eftir aðeins tveggja klukkustunda bið. Þetta var upphaf ameríkanska vélasmiða- félagsins. í fyrstu var það álitið, að vélasmiðir væru til aðeins í Banda- ríkjunum, en síðar opnuðust augu manna fyrir því, að það voru einnig góðir vélasmiðir til í Canada og New Mexico. Brátt varð félagsskapur þessara manna svo víðtækur, að hanu náði yflr bæði ríkin. Nú eru í félag- inu 450 deildir og hafa þær samtals 35,000 meðlimi. Hinn nýafstaðni vottur um styrk- leika þessa félagsskapar er sönnun fyrir því, hve afaráríðandi það er fyrir menn að halda saman, þó þeir séu sinn í hvoru landi eða ríki. Margir halda að félagssamhand meðal verkamanna sé gert til þess eingöngu, að koma á verkföllum, og að þau séu skaðleg. Það er satt, að verkfðll eru skaðleg og til þeirra er aldrei tekið fyr en öll önnur ráð eru þrotin. Enda reyna þau mest á man: dóra og þolgæði verkamann- anna sjálfra. Hann kvaðst hafa séð hermenn Bandaríkjanna skjóta á fylkingar vélasmiða og fella þá til jarðar, fyrir þá einu ástæðu, að þeir kusu að hafa sjálfstæða hugsun og framfylgja skoðunum sínum. En hermennirnir framfylgdu skipunum auðvaldsins og stjórnarinnar, sem æflnlega fylgjast að málum, til að kúga og svelta verkalýðinn. Félagssambönd verkamannanna mynda verkföll, en það eru félags- samtök auðmannanua, sem gera verkföllin óhjákvæmileg, þegar verk- veitendur neita sanngjörnum kröfum þeirra manna, sera þræla til að auðga þá. Auðmenn segja að það sé rangt af verkamönnum að mynda vernd- arfélög, eu sjálfir eru þeir önnum kafnir að mynda einokunarfélög, til þess að margfalda sem mest auðæfi sfn. Fyrir 3 mánuðum voru 53 ein- okunarfélög í Bandaríkjunum, með samlagt 1000 millión dollara höfuð- stól. Þetta sýnir að þeim þykir fé- lagssamband ekki ranglátt fyrir sjálfa sig. Þeir mega ekki álíta vinnu- Iýðinn svo heimskan, að hann hafi ekki vit á því, að félagsskapur er að minsta kosti eins nauðsynlegur fyrir þá, eins og hann er fyrir auðmenn- ina. Það var sá tími. að verð á nauð- synjum manna var í samræmi við kaupgjaldið. En síðan einokunar- sambandið komst á fastan fót, heflr samkepnin verið kæfð, svo að menn eru nú neyddir til að borga hærra verð fyrir nauðsynjar slnar, en gjald- þol verkamanna leyfir. Eina ráðið fyrir verkamenn er því( að mynda svo traustan félagsskap, að hægt sé að halda uppi sanngjörnu kaupgjaldi. “Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.” Um uppfræðslu barna. Sir John Gorst, enskur stjórnmála- rnaður, hélt nýlega ræðu um samband foreldra við alþýðuskólana. Hann hélt með því að kenslu á barnaskól- um væri hagað á sama hátt alstaðar I landinu. En hann áleit það jafn- framt varða mestu, að foreldrar létu sér ant um að hafa eftirlit með börn- um sínum og námi þeirra á skólun- um. Það eru alt of margir foreldrar sem álíta allri bvrgðinni lvftaf herð- um sér, þegar börnin fara að ganga á skóla, með því að öll ábyrgðín á uppfræðslu barnanna, hvíli eftir það á kennurunum eingöngu. Enginn neitar því að kennararnir hafa all- mikla ábyrgð I þessu efni. En þó engan vegin alla ábyrgðina, því að I raun og veru er kennarinn að eins umboðsmaður foreldranna, til þess að kenna börnunum samkvæmt fyrir- mælum mentamálastjórnarinnar, þær námsgreinir sem ákveðnar eru. En á foreldrunum hvílir jafnan sú skylda að sjá um það, að kennararnir gegni skyldu sinni I þessu efni svo sem vera ber, og að styðja að því með ráði og dáð I heimahúsum, að börnin hafl sem bezt not af náminu. Þessi skylda foreldranna er þeim mun þyngri og ábyrgð þeirra stærri, sem kennararn- ir eru oft og tíðum ýmist skeytingar- litlir við skylduverk sín, eðaað þeim er ofþyngt með því að þeir hafa fleiri börn til kennslu I einu, en þeim er unt að sinna, svo vel sé, og eftir því sem börnin eru tornæmari, og skiln- ingssljófari, því meira ríður á að við þau sé lögð sem allra bezt rækt. Það þarf að þessu leyti að vera samvinna með foreldrunum og kennurunum. Bæði er það börnunum sjálfum fyrir beztu, og svo er það ánægjulegast bæði fyrir kennara og foreldra, með því að þá er mest trygging fengin fyrir því, að börnin taki öllum þeim framförum, sem hæflleikar þeirra gera mögulegt að þau geti tekið við námið. Þetta er einkum gert bæði með því, að foreldrar komi stundum á skólana í kenslutímum og heyri og sjái hvað fram fer, og með því að finna smámsaman kennarana að máli og ræða við þá um börnin og kensl- una. En þó mest af öllu með því að hjálpa bömunum áfram I lexíunum utanskóla. Þanniger það I Brooklyn I Banda- ríkjunum. Þar eru 7 foreldra og kennarafélög og mæta meðlimifnir einu sinni I hverjum mánuði I skóla- húsunum til þess að ræða um upp- fræðslumál og gefa hver öðrum góð- ar bendingar I þá átt. Einkum læra kennararnir með þessu móti aðþekkja eðli barnanna, betur en þeim mundi annars auðið verða, en slíkt er mjög áríðandi. Þetta uppfræðslumál er svo afar þýðingaimikið, að það er vel þess vert, að á það sé minst I blöðunum við og við og foreldrunum bent á skildur þeirra I þessu efni, ekki að eins gagnvart börnum sínum, heldur einnig gagnvart sjálfum sér og því borgaralegu félagi sem þau lifa I. Reynslan er ólýgnust. Bæjarstjórnin heflr látið prenta samanburðarskýrslu yflr að asphalt- leggja McDermott stræti beggja meg- in við Main Str. Asphaltlagningin fyrir vestan Main Str. var gerð af Kellybræðrum, contractors, en lagn- ingin fyrir austan Main St. lét bæj- arstjórnin gera með daglaunavinnu. Skýrslan er þannig: Kelly bræður, Contractors : 4009.5/9 ferhyrnings yards á $2.75 hvert yard " $21,026.28 1517 lengdarfet af steinstétt (curb) á $1.30 fetið 1,972.10 86 fet af bogmynduðum stein- stéttum á $1.50 fetið 129.00 Umsjón með verkinu 142.50 Aukaverk 496.66 ÚtmælinK og innheimtulaun 825.99 i. A13u8 kostnaður, med 5 ára ábyrgð á verkinu $14,592 53 Contract-verð á hverju fer- hyrnings yarði er $3.60. Verkið unnið með daglaunavinnu : 725 yards á $1.95......... $1,427.83 85.30 lengdarfet af stein- stéttum á $1.03......... 87 62 Aukakostnaður................. 29.57 Fyrir verkfæralán og áætlað- ur viðgerðakostnaður I 5 ár 145.04 Útmæling og innheimtulaun 101.40 Allur kostnaður........... $1,791,46 Daglaunavinnuverð á hvert ferhyrnings yard er $2.50 Þessi skýrsla er eftirtektaverð bæði fyrir verkamenn I bænum og gjald- þegna yflr höfuð. Hér er það ómót- mælanlega sannað, að daglaunavinn- an er bænum alt að þriðjungi ódýr- ari heldur en contractvinnan. Og lað er óefað, að verk það sem unnið er með daglaunavinnu, er að minsta kosti eins vandað og vel af hendi leyst, eins og contract-verkið. Þeir menn, sem hingað til hafa efast um að það væri hagnaður fyrir bæinn að láta vinna verk sín með daglauna- vinnu, I stað þess að fá þau I hendur contractors, ættu að hafa þessa skýrslu I minni framvegis. Hún ætti að lækna missýningar þeirra. Það er sennilegt, að bæjarstjórnin láti fram- vegis vinna öll opinber verk með daglaunavinnu, og láta þannig gjald- þegnana njóta þess ágóða, sem ann- ars rennur I vasa contractaranna. Fráhvörf blaða. Það eru fá hlöð í Canada um þess ar mundir, sem ekki lýsa hinni megn- ustu fvrirlitningu sinni fyrir öllum þeim svíkabrögðum, sem Liberalar hafa viðhaft I öllum þeim kosningura, sem fram hafa farið í Ontario í síðastl. 2 ár. Það hefir þegar verið sannað, ýmist fyrir rannsóknarnefnd þingsins I Otta- wa eða fyrir dómstólunum, að kosning- arnar í North Waterloo, West Elgin, West Huron, Brockville og South Ön- tario, hafi verið unnar af Liberölum með algerlega dæmalausum og áður ó- þektum svikúm og mútum, fyrir til- verknað hinnar alræmdu “þreskivélar” Liberala I Ontario, og svo er óánægjan orðin sterk út af þessum aðförum Li- beralflokksins, að ýms af þeim blöðum sem unnu öfiugast að því að koma þeim til valda. hafa nú ekki einasta hætt við að mæla þeim nokkra bót, heldur hafa þau yfirgeflð Liberaltíokkinn sum með eigin yfirlýsingu I þá átt, og önnur, með því að snúast á móti stefnu þeirra, án þess þó að segja beint út, að þau væru hætt að vera Liberöl. Vér skul- um hér nefna þau helztn og áhrifa- mestu af blöðum þessum; þau eru : The Frederickton The Buckingham The Ontario The Huntington The Weekly The Brantford The Kingston The Winnipeg La Tribune of Ste Gleaner; Independent; Reformer; Gleaner; Sun; Expositor; Whig; Tribune. Hyasinth; Þeir sem hafa nokkra hugmynd um þau áhrif, sem slík blöð og hér eru talin, hafa á almennings álitið, geta getið því nærri, hve mikið tap það sé fyrir Liberalflokkinn að missa stuðn- ing þeirra og áhrif við kosningar, En þetta verður svo að vera. Þetta eru alt heiðarleg, útbreidd og vinsæl blöð og vinsældirnar aukast eftir því sem lesendurnir sjá að þau eru samvizku- samari í landsmálum, og fráhverf þvi að halda uppi varnarskildi fyrir því sem þau sjá eins og allir aðrir hljóta að sjá að er glæpsamleg stjórnaraðferð. En svo er þá sú huggun fyrir flokkinn að enn þá hafa ekki nær því öll blöð yfir- gefið hann, enda sum af þeim sem ald- rei hafa með einu orði lýst óánægju sinni yfir kosningaaðferð Liberala. Eitt af blöðum þessum er Lögberg. Það sést ekki annað en að það sé hjart- anlega ánægt með sakirnar eins og.þær standa nú. Því er um að gera 'að Li- beralar haldi völdum, hvort sem það er með frjálsum eða stolnum atkvæð- um. Það er með atkvæðin eins og doll arana, að þeim Liberölu verður jafn- gottafþví sem er stolið, eins oghinu, og þakka guði að það fæst. Verksmiðjur væntanlegar. Stórkostlegar verkf-míðjustofnanir eru væntanlegar hér á landi fyrir for- göngu hr. Odds V. Sigurðssonar frá Lundúnum. Acetylen gas heitir efni. sem nú er að ryðja sér til rúms til lýsingar. Það er buið til úr samanbræddum kolum og kalki. Einkum mun það notað í Vest- urheimi. enda mest nýbreytni-vonin þaðan. A Englandi er það og töluvert notað, farið að lýsa með því stórhýsi þar. Eftirspurnin er enn miklu meiri en framleiðslan, og þar afleiðandi er efnið enn ; dýrara en það væntanlega verður síðar. Samt sem áður er það 15% ódýrara en venjuleg kolagtas. Ljós þetta þykir einkar þægilegt, langdkast dagsljósi af öllu tilbúnu ljósi. Og fyrirtaks handhægter það, svo hand hægt, að ekki má að eins nota það á hverjum kotbæ npp til fjalla, heldur og jafnvel hafa það með sér á ferðalögum. í Vesturheimi er t. d. mjög algengt að hafa það á hjólhestum, og þá ferðast menn í skæru ljósi um [niðdimmar næt- ur. Framan af gekk nokkuð örðugt með að nota þetta efni til Jjósmatar. Það er ekki eldfimt fyr en það kemur í vatn. En þá vildi koma af því sterk og vond lykt. Svo vftr það að landi vor, hr. Odd- ur V. Sigurðsson, fann upp vél til að vinna efnið úr kola- og kalkblöndunni, alls ólíka þeim vélum, eráðurhöfðu verið notaðar. Og aðalkostur hennar er sá, að hún útrýmir lyktinni með öllu. Hugvitsmaður þessi er 27 ára V etrar-yfirhafnir. Eyðileggið ekki heilsu yðar með því, að vanrækja að kaupa yður yfirhafnir. Vér höfum nú fengið stórmiklar byrgð- ir af ágætum vetrarfrtnaði, sem oss er ánægja að sýna yður. Verðið er frá $5 til $16, og hinar sérstöku treyjur okkar kosta $7.50, og betri treyjur fyrir jafn- lágt verð, fást vissulega ekki I Winnipeg. 556 Main Street Deegan’s PALACE CLOTHING STORE -^^^^►-^450 Main Street. Vér höfum fengið stórmiklar byrgðir af vetrarfatnaði, svo sem YFIRTREYJUM, ULL A R-NÆRFATNA ÐT, OGr DÚKSKYRTUM, sem vér seljum með ótrúlega lágu verði. Búðin er troðfull af allskonar karlmannsfatnaði og yflrhöfnum, og bjóðum vér ís- lendingum að koma og skoða þet a alt. Hr. Kristján G. Kristjánsson vinnur í búð- inni og lætur sér ant um að leiðbeina yður. PALACE CLOTHING STORE, 450 Iflaiii Mtreet. Gætið OS styrkið þess að þetta vörumerki sé á vindlakassamim, Onion-made Chrars. sersc: CM atvinnu- stofun vora Eftirfylgjandi eru nöfnin á þeim vindlum, sem búnir eru til af Winnipeg Union Cigar Factory. Up aml ITp. Rlne Rilthon. The Winnipeg Fern I.eaf. Nevado. The Cnban Itelles. Yerkamenn ættu æfinlega að biðja um þessa vindla. J. BRICKliIN, eigandi, Cor. Main og Rupert St. Búnir til af karlmönnnm en ekki af börnum. Prjonavjelar, hinar beztu sem enn eru búnar til í heiminum. Vér höfum einnig lak- ari og ódýrari vélar, en ráðum samt engum til að kaupa þær. Betri vólarnar ábyrgjumst vér í 20 ár, þótt þær séu brúkaðar 365 daga & ári hverju og 24 klukkutíma á dag. Þeir Islendingar sem vilja kaupa þessar vélar, geta snúið sér til okk- ar, eða til umboðsmanns okkar, IIr. lí. SveinsKonar, 195 Princess St., Winnipeg. Þetta er mynd af hinni ágætu “Davis” saumavél Só ég ekki viðstaddur til nð leiðbeina fólki sem vantar þessar vélar, þá geta menn'snúið sér til hr. Eyjólfs Eyjólfs- sonar, 522 Notre Dame Ave. G. SVEINSSON. ALK. cfe GEO. HALL, SÍ07 Alexamlei* Ave., Wimiipcg Selja meðal annars : Davis Sadmavjelak, Prjónavjelar og Þvottavjelar. Vér seljum meðal annars Tlie tlreat West Life AsHurance Company. Aðalskrifstofa í Winnipeg, Manitoba. Uppborgaður höfuðstóll - - $100,000.00 Varasjóður - $428,465.55 Tlie—— — Great West Life Assurance Go. Tlic Kreat IVest Ufe félagið selur lífsábyrgðir með öllum nýustu og beztu hlunnindum sem fylgt geta lífsábyrgð- um. Og þar eð þetta félag hefir aðal-' skrifstofur sínar hér, og ávaxtar alt fé sitt hér í Vesturlandinu, þar sem háar rentur eru borgaðar, þá getur það aflað méiri inntekta fyrir félagsmenn sína, heldur en nokkurt austurfylkja félag getur gert.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.