Heimskringla - 30.11.1899, Qupperneq 1
Heimsknngia.
XIV. ÁR
WINNIPEG, MANITOBA 30. NÓVEMBER 1899.
NR. 8
Gimli-kjördæmið.
Til kjósenda í Gimli-kjördœmi:
Fyrir ýtrekuð tilmæli fjölmargra
kjósenda í kjördæmi yðar, leyfi ég
mór hér með að tilkynna yður.að óg
hefi fikveðið að bjóða mig fram sem
fulltrúa fyrir Gimli-kjördæmi á
fylkisþinginu í Manitoba, við næstu
almennar fylkiskosningar, sem eiga
að fara fram í Gimli-kjördæminu
þann 14. Desember næstkomandi.
Yður er kunnugt að óg sæki
Um kosningu þessa undir merkjum
Liberal Conservative-flokksins og
sem staðningsmaður Hon. Hugh J.
Macdonalds.
Mörgum af yður eru einnig
kunnar skoðanir mínar og stefna f
ýmsum opinberum málum sem varða
hagsmuni þessa fylkis. En vegna
þess að kringumstæður mínar hafa
ekki leyft mór að finna yður alla að
mfili og vegna þess, að tíminn til
kosninga er mú orðinn svo naumur
að mér verður algerlega ómögulegt
að ferðast um svo víðlent kjördæmi
á einum þremur vikum, þá nota ég
þessa aðferð til þess að láta yður vita:
1. Að ég er andvígur járnbraut-
arstefnu núverandi stjórnar í því að
hún hefir bakað fylkinu afarmikla
skulda- og skatla-byrði með peninga-
framlögum sínum til einstakra
manna og fólaga,án þess að hafa séð
fyrir því, að fylkisbúar fengju til-
svarandi lækkun á flutningi á af-
urðum bænda og annarri framleiðslu.
2. Ég held því fram að járn-
brautir eigi að vera eign hins opin-
bera og að hagnaðurinn af starfi
þeirra eigi að renna í fylkissjóð, en
ekki í vasa einstakra manna. En að
á meðan þetta ekki fæst, þá só styrk-
veiting af opinberu fé til járnbrauta,
háð þeim skilyrðum, er tryggi
fylkinu þann hagnað í lækkun á far-
gjaldi og vdruflutningsgjaldi, er sam-
svari styrkveitingunni.
3. Ég er meðmæltur því, að
fylkið fáí takmörk* sín aukin norður
að Hudsonsflóa og að fylkið byggi
járnbraut, þangað á eigin kostnað.
4. Ég er meðmæltur því, að
fylkisstjórnin heimti af ríkisstjórn-
inni full umráð yfir öllum opinber-
um löndum innan takmarka sinna.
5. Ég er meðmæltur því, að
fylkið heimti yflrráð yfir fiskiveið-
um í öilum ám og vötnum innan
takmarka sinna.
6. Ég er meðmæltur því, að
fylkisstjórnin setji þær lagaskorður
við tilbúning og sölu áfengis, sem
grundvallarleg réttindi þess frekast
leyfa, samkvæmt yfirlýstum vilja
fleirtölu kjósendanna við tvennar
kosningar.
7. Ég er meðmæltur því, að
kosningalögin séu þannig endurbætt
að eðlilegum mannréttindum sé ekki
hallað og að hinn sanni viiji kjós-
endanna fái ráðið úrslitum við
kosningar.
8. Ég er meðmæltur því, að
þýðingarmikil lagaákvæði séu lögð
undir dóm kjósendánna til endi-
legra úrslita. Með því móti nýtur
þjóðin síns eðlilega réttar, við
samning þeirra laga sem hún á að
búa undir og hlýða.
9. Ég er meðmæltur frjálsri og
flokkadráttarlausri tilhögun á menta-
málum fylkisins, grundvallaðri á
Því höfuðatriði, að aðgangur alþýðu
til mentastofnana landsins, hinna
hærri sem hinna lægri, sé gerður
greiður og ódýr og mentunin sem
notadrýgst fyrir framtíðarvelferð
einstakhngsins.
10. Eg er meðmæltur því, að öll
sanngjörn varúð ogsparsemi sé við
höfð í meðferð á fylkisfé, og að til-
lit sé tekið til þess að íylkið fái fult
verðmæti útgjaldanna.
H. Ég er meðmæltur því, að þörf
sólátin ráða í úthlutun fylkísfjárins
til sveitafélaga' og umbótum þjóð
vega, með framræslu og brúm.
12. Ég er meðmæltur því, að inn-
flutningur i þetta fylki sé efldur
eftir því sem efnahagur fylkisins
leyfir það, og að áherzlan sé lögð á
að velja þá helzt, sem líklegastir eru
til að verða nýtir borgarar.
13. í kjörréttarmálinu er ég sam-
þykkur Conservative-stefnunni, að
takmarka atkvæðarétt óupplýstra
manna af slavneskum þjóðflokkum
við ákveðin mentaskilyrði.—Con-
servative-flokknum dettur ekki í hug
að takmarka atkvæði Islendinga,
hvorki þeirra sem hér eru fyrir, né
þeirra sem hér eftir kunna að koma
hingað til landsins.
Að endingu skal ég taka það
fram að verði mér s/nd sú tiltrú
kjósenda, að ég nái kosningu á kjör-
degi, þá skal það verða mín helg-
asta skylda að vinna af alefli að
sameieinlegum hagsmunum yðar á
þinginu.
Samkvæmt þessu leyfi ég mér
að mælast til þess að þér veitið mór
traust og öruggt fylgi við þessa
kosningu og greiðið atkvæði yðar
með mér og Conseavative-flokknum
á kjördegi.
B. L. Baldwinson.
Winnipeg 25. Nóv. 189 9.
Mr. A. J Andrews
j
borgarstjóri Winuipegbæjar, sækir
um fylkisþingsetu fyrir mið-Winni-
peg kjördæmið við þessar kosnining-
ar, undir merkjum Conservativa-
flokksins, eins og hann auglýsir í á-
varpi til kjósendanna, sem prentað
er á öðrum stað hér í blaðinu. Vér
viljum alvarlega hvetja Islendinga
til að veita Mr. Andrews eindregið
fylgi, þvf hann á það allra manna
bezt skilið. Ástæðurnar til þess eru
ekki svo mjög þær, að hann er Con-
servative, eins og hitt, að hann hefir
margfaldlega sýnt það, að hann er
einlægur og áhrifamikill vinur verka
manna. 011 hans framkoma í bæjar-
málum á undanförnum árum, bæði á
meðan hann sat í bæjarráðinu sem
óbreyttur bæjarfulltrúi, og einkum
þó síðan hann varð borgarstjóri, hefir
sýnt það og sannað, að honum er ant
um hag verkamanna og vill að hver
og einn fái sómasamlega borgun fyr-
ir unnið verk. I ræðum sínum á
bæjarráðsfundum hefir hann jafnan
dregið taum verkamanna cg hlynt
B. L. Baldwinson,
Hugli John.
Þess mun tæplega gerast þörf, að
fjölyrða um kosningu Hugh Johns í
suður-Winnipeg, því vér erum vissir
um að allur fjöldi íslendinga þar
fylgja honum örugglega. Vér fylgj-
um ekki Hugh John aðeins fyrir
það, að hann er leiðtogi Conservativa
flokksins, þótt sú ástæða væri í sjálfu
sér fullgild. En vér mælum með
honum fyiir það, að hanner gæddur
þeim hæfileikum og mannkostum, að
hann verðskuldar bæði tiltrú og virð-
ing almennings. Stefna hans í stjórn-
málum er berlega tekin fram í stefnu-
skrá Conservativa flokksins, sem vór
prentum hér í blaðinu og höfum áð
ur útskýrt.
Mr. Hugh John Macdonald er allra
manna kunnugastur stjórnmálum
landsins, þar eð hann hefir verið svo
að segja vakinn og sofinn í þeim síð-
an hann var barn í föðurhúsum.
Þetta út af fyrir sig gerir hann hæf-
an stjórnarformann. En svoerhann
einnig prýðilega vel gáfaður og ment
aður og einn með hinuni færustu
mælskumönnum þessa lands. Mr.
Macdonald er mjög vinsæll af alþýðu
enda er hann hvers manns hugljúfi.
Væri ekki Mr. Macdonald sjálfur af-
bragðsmaður, þá hefði hann ekki
fengið það úrval af þingmannaefnum
sem hann hefir nú, til að fylla flokk
sinn. En síðan hann tók við forustu
flokksins fyrir 3 árum, hefir afl hans
og flokksins aukist svo stórkostlega
að undrum sætir. Nú á degi hverj-
um eru menn, sem í síðastliðin 20 ár
hafa fylgt liberalflokknum, að snúast
í lið með Mr. Macdonald, og það leik-
ur ekki lengur nokkur eti á því, að
Conservativar vinna þessar kosning-
ar.
Alls þessa vegna vonum vér að
íslendingar í suður-TVinnipeg greiði
atkvæði með Mr. Macdonald. Vér
erum sannfærðir um að þeir sjá ald-
rei eftir því-
af alefli að öllu því sem gæti miðað
þeim til hags. Þetta veit hver einasti
verkamaður hér í bænum. Þessvegna
er það líka, að verkamannablaðið
“The Voice” fylgir Mr. Andrews
eindregið við þessar kosningar, og oss
er sagt að veikamannafélögin séu
mjög ákveðin í að veita honum ein-
dregið fylgi. Enda er nú enginn efi
talinn á því, að hann muni ná kosn-
ingu með miklum meirihluta.
Verkamenn hafa ekki gleymt því,
að það var Andrews, sem ásamt með
bæjarráðsfulltrúa Horace Wilson scfm
nú sækir um borgarstjórastöðuna,
gátu áunnið það fyrir 2 árum, að
bæjarstjórnin samþykti að borga
verkamönnum sínum I7|c. um kl,-
tímann, þegarþeir fengu að eins 12Jc.
og sumstaðar ekki nema lOc. um
tímann hjá öðrum vinnuveitendum
(contractors). Vér munum það, að
menn unnu þá í skurði suður á
Young St. og höfðu aðeins 90c. fyrir
9 tíma vinnu á dag. Þá var það að
þeir Andrews og Wilson tóku sig til
að fá kaupið hækkað upp í $1.75 á
dag, og gerðu það. Síðar korn Mr.
Andrews því til leiðar, að sem mest
af bæjarvirihu er nú gert með dag-
launavinnu og með hærra dagkaupi
en áður var. Það er óhætt að full-
yrða, að Mr. Andrews hefir með
dugnaði sínum og hlýjum hug til
verkalýðsins, fært mörg þúsund doll-
ara í vasa verkamanna á síðastl. 2
áruro. Það er því siðferðisleg skylda
allra verkamanna, og allra manna
sem eru verkalýðnum hlyntir, að
styðja Andrews af alefli við þessar
kosningar, bæði með því að greiða
honum atkvæði og fá aðra til þess.
Fjárinálaráðgjafi McMilian er nú bú-
inn að vera þingmaður fyrir mið-
Winnipegí 8árogáöllum þeim tíma
er oss ekki kunnugt um að hann hafi
gert nokkurn skapaðan hlut fyiir
kjöi dæmið. Og þó hann, sem ráð-
gjati í stjórninni, hafi átt sinn þátt í
að sökkva fylkinu I hálfa þriðju mil-
íón dollara skuld, þá getuin vér ekki
séð að það séu nein sérstök meðmæli
með honum. En á hinn bóginn hefir
Mr. Andrews sýnt það ómótmælan-
lega, að hann er hagsýnn maður og
framúrskarandi duglegur og fram-
kvæmdasamur.
Islenzkir verkamenn! Vér treyst-
um því að þið látið ekki leiðast til
ganga á móti þeim sem ykkur hafa
reynst bezt. Mr. Andrews ætti að
fá atkvæði hvers einasta verkamanns
í mið-Winnipeg.
A. J. Andrbws.
Dr. Neilson
Hann er umsækjandi í norður-
Winnipeg undir merkjum Conserva-
tiva. Dr. Neilson er maðar gáfaður
og hálærður. Hann heldur prófess-
orsstöðu við læknaskólann hér S
Winnipeg, og er vel þektur og mjög
vel látinn maður. Hann er enginn
sérlegur mælskumaður, en hugsar
Ijóst og skýrt. Hann hefir lagt mikla
stund á að lesa hagfræði, og er það
mikill kostur við hvern stjórnmála-
mann, að hann hafi góða þekkingu á
þeim málum, með þvS að störf þing-
manna, til þess að getaorðið almenn-
ngi að góðum notum, verða að byggj-
ast að miklu leyti á hagfræðislegum
grundvelli: Di'. Neilson er einl.vinur
verkalýðsins, og það má treysta hon-
um til að halda taum þeirra á þingi.
Það er efalaust að hann nær kosn-
ingu með miklum meirihluta at-
kvæða. Oss er sagt að Islendingar
í norður-Winnipeg fylgi Dr. Neilson
eindregið, og er það vel farið.
w. J Neilson, M D
J. T. Gordon.
gripakaupmaðurinn mikli, semíund-
anfarin 16 ár hefir stundað þá verzl-
nn hér í fylkinu, og er allra manna
bezt þektur og vimælastur, sækir nú
um þings<-tu undir merkjum Con-
servativa í Mountain kjördæmi, mótl
Mr. Greenway- Það hefir enginn
efi leikið á því, að Mr. Gordon mundi
verða sigursæll í þessu kjördæmi.
0g svo viss var Mr. Greenway sjálf-
urum þetta, að hann lét breyta þessu
kjördæmi ir.eð lögum á síðasta þingi,
eins og vér höfuin áður skýrt frá hér
í blaðlnu En þrátt fyrir það, þó að
um 150 Conservative atkvæði væru
þannig færð út úr Mountain kjördæmi
og inn í Manitou kjördæmið, — þrátt
fyrir þetta klækjabragð, þá er eng-
inn efi á því, að Mr. Gordon vinnur
þar ji ægan sigur. Islendingar í Ar-
gylenýlendunni, sem flestir eru í
þessu kjördæmi, hafa að undanförnu
nálega eindregið fylgt Greenway við
kosningar, en riú er oss sagt að ali-
margir þeirra séu þeirrar skoðunat
r ð það sé kominn tími tll að skifta
um stjíiru, óg mun i þvi fylgja Mf.
Gordou við þessa kosningu. Vér
drögum engan efa á það að Mr.
Gordon, með sínum miklu hæfileik-
um, muni fá svo mikið fylsi að
hann vinni kosninguna, og vér vit-
um að hann gerir kjósendum sínum
mikinn | sóma sem fulltrúi þeirra
á þingi.
Mr, Gordon er vinur bænda og
verkamanna yfir höíuð ög mun líta
eftir hagsmunum þeirra á þinginu
af fremsta megni,
Vér treystum því að landar
vorir í þessu kjördæmi sýni honum
þá tiltrú sem hæfileikar hans, vel-
vilji til bænda og áhugi fyrir fram-
förum fylkisins verðskulda og gefi
hanum á kjördegi nægan atkvæða-
fjölda til þess að gera kosningu
hans alveg vissa.
J. T. Gordon.
Skýring,
Vér höfum feníið áreiðenlegar
fregnír um það, að sumir Liberölu
atkvæðasmalarnir hér í Mið-Winnipeg,
reyni að telja íslendingum trú um það,
að ef Mr. Andrews nái ekki kosningu
á fylkisþing, þá haldi hann áfram að
vera borgarstjóri hér. Ollu heimsku-
legri grýlu en þetta. er tæplega hægt
að hugsa sér. I fyrsta lagi vita það
allir, að útnefningar til borgarsljóra og
bæjarfulltrúa fara fram 5. Desember
næstkomandi, tveimur dögum áður en
fylkiskosningar fara fram, og væri það
því lögum gagnstætt og algerlega ó-
mögulegt að Mr. Andrews gæti verið
þar í vali, þar sem hann er á sama tíma i
vali til fylkisþings. Þetta ætti að
vera og er hverjum heilvita manni full-
ljóst. Og svo er langt síðan að Mr.
Andrews lýsti því yfir opinberlega, að
undir engum krinpurastæðurn gæfi
hann kost á sér fyrir borgasrtjóra við
þessar í hönd farandi bæjarkosningar.
Þetta ætti að vera riæg skýring, og
Islendingar meiga reiðasigá, að hún
er alveg sönn.
En þessi aðferð veslings smalanna
bendir óneitanlega á það, að þeir hafa
komist að þeirri niðurstöðu, að Mr.
Andrews er svo vinsæll á meðal ís
lanzkra verkamanna, að það er þýð-
ingarlaust fyrir þá að reyna til að
Ijúga lýtum á hann. Svo fundu þeir
upp þetta göfugaf!) bragð, að reyna að
narra Islendinga tilað vreiða atkvæði á
móti Mr. Andrews við fylkiskosning-
una, í þeirri trú. að hann verði þá
endurkosinn sem borgarstjóri!
Di nkknandi maðnr grípur æfinlega
í há.mstráið. ef ekki er annað fyrir
hendi. og svo er með þessa “Liberölu”
sniala.
“Melo=drama”
i einum þætti
Leiksviðið : Prentstofa Lögðergs
(á fjósloftinu)
(Magnús Paolson og Ólafur Thor-
geirsson standa út í dimmu horni,
báðir í þungum þönkum.)
Ól. Thorg.: “Og svo er annað.
Þessi b.. hraðpressa er orðin alveg
ónýt. Það verður að beita einhverj-
um brögðum til að fá aðra nýja.”
M. Paulson: “J—a—á en það er
ekki til neins að tala um neitt slíkt
nú. Það er meir en tvísýnt um
hvernig þessar kosningar fara. Við
höfum ekki eins gott tangarhald á
fólkinu eins og áður var. Ef að
Greenway gamli vinnur, þá verða
engin vandræði að íá hraðpressu,
eða hvað annað sem okkur kann að
vanhaga um. En ef að déskotans
Conservatiyunum tekst að velta
honurn úr völdum, þá býst ég við
að við vetðum að baslast af án þess
að fá nýja pressu. En ég má til að
fara og líta eftir smölunutn.”
(Magnús fer út. Tjaldið fellur.)
Dr. W. S. Mclnnis, sem sækir um
þingmensku í Brandon, fyrir hönd
Con83rvatíva, er gáfumaðnr, !æiður og
hinn bezti drengur. Á móti honum
sækir Mr. C. Adams, sem einusinni
átti heima í Brandon, en er nú búsettur
austur í Toronto, Ont, Hann hefir set-
iðhér á fylkisþinginu áður og lítið að
honum kveðið. Það ætti að vera svo
mikið nýtra drengja Yal i Bin don, að
þeir ættu ekki að þurfa að sækja þing-
manhsefni í önnur fylki, Vér vonum
að íslendingar í Brardon fylgi Mr. Mc-
Innis við þessar kosningar. Hann er
óefað hið bezta þingmannsefni.
/
Islenzkir kjósendur,
Þar eð ég hefi afráðið að bjóða mig
fram sem skólanefndarmaður fyrir 4,
kjördeild við í hönd farandi bæjar-
kosningar, þá vil ég vinsamlegast mæl-
ast til þess. að þér veitið mér atkvæði
yðar og fylgi
Ég held því fram og mun leggja alt
Rapp á að fá því framgengt, verði og
kosinn, að allar kenslubækur við
barnaskólana bér ættu að vera ókeypis,
eða með öðrum orðum, að foreldrar eða
umsjónarmenn barnanna ættu ekki að
þurfa aö borga fyrir þær. Þetta á sér
st msum borgum hér í Canacla, og
sé ég enga ástæðu til að hið sama ætti
ekki að gilda hér.
Einnig held ég því fram og hefi
þegar stuðlað til að koma því máli í
hreyfingu, að hér ættu að vera ókeypis
kvöldskólar fyrir konur og karla yfir
16 ára að aldri, þar sem kend séu
undirstöðuatriði almennrar mentunar,
svo sem skrift. reikningur, landafræði,
saga og tungumál, einkum enska.
Ég skal taka það fram, að ég hefi
stuðning og fylgi enska verkamannafé-
lagsins hér í bænum, sem ég hefi til-
heyrt um all langan tíma.
Yðar meðvirðingu.
JACOB BYE.
Mayors-kosning.
fslenzkir kjósendur.
Ég leyfi mér hér með virðing-
arfyllst að mælast til þess, að þér
veitið mér atkvæði yðar og stuðn-
ing, sem borgarstjora fyrir Win-
nipeg, við í liöndfarandi bæjar-
kosningar.—Ég hefi nú setið full 5
ár í bæjarstjórninni, og vona ég að
framkoma mínþar hafi verið þannig,
að kjósendur, og einkum verka-
meDn, geti borið fult traust til mín.
Virðingarfyllst
Horace Wilson.
Mayors-kosning.
Til íslenzkra kjósenda.
Atkvæða yðar og áhrifa er
virðingarfyllst óskað til handa
T. G. Mathers,
sem sækir um borgarstjórastöðuna
við í hönd farandi kosningar.
IILLIiI SGOTT,
forseti vei kamannafélagsins,
býður sig fram sem skóla-
nefndarmann fyrir
5. kjordeild,
Yeitið athvgli úvarpi frá
honum sem kemur í nœsta
blaði.
Atkvæða yðar og álirifa
er óskað til handa
JCHN flPPLETON
sem bæjarráðsmanns fyrir
4. kjördeiid.
/