Heimskringla


Heimskringla - 11.01.1900, Qupperneq 1

Heimskringla - 11.01.1900, Qupperneq 1
XIV. ÁR íieimsKringia. WINNIPEG, MANITOBA 11. JANÚAR 1900. The Home Life Association of Canada. Incorporated by special act of Parliament. 'Höfuðstóll—ein millíón dollars." Yfir fjÖKur hundruð þúsund doliars af höfuðstól HOME LIFE félaesins hafa le.ðandí verzlunar- raenta og: peninga-menn í Manitoba og Norðvestur- landinu keypt. HOME LIFE hefir þessvegna meira afl A bak við siK i Mani- toba og Norðvesturlandinu en nokkurt annað lifsáb^’rgðarfélag. LífsAbyrgðarskýrteini HOME LIFE eru af öllura er sjá þan álitin að vera hin fullkomnustu lifsábyrgðarskyrteini, er nokkru sinni hafa boðist, Þau eru skírt prentuð, auðskilin, laus við tvíræð orð.’i Dánarkröfnr borc aðar samstundis og sannanir um dauða félagslima hafa borist félaginu Þífu eru ómótmrelanleg eftir eitt ár. ” ' Öll skýrteini félagsius hafa ákveðið peningaverðmreti eftir 3 Ar otr eru nen býður anað'r Ut A þaU med betH skilmálum en “okkurt annað lífsábyrgðarfélag Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomuli^ þess hjá W. H. WHITE, ARNA EGGERTSSON, MANAGER. Hlcliityre Rloek, Winnipeg. GENERAL AGENT, I*. O Box 845. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Meðeimskipi, sem nýkomið er frá Kína, hefir frézt að nokkur hús í Shau- tung, sem trúboðar héldust við í, hafi gersamlega verið eyðilögð. Sumt af þessum trúboðaflokki var héðan úr Ame- riku. Einnig hafa nokkrir prestar og trúboðar fallið í skærum, sem hinn svo nefndi Anti-Fering-herflðkkurinn og hið keisaralega herlið hafa átt i. 13 familiur, er tiiheyrðu trúboðafélagi Tsing Tschang nálægt Thsu, lentu fyrst í höndura þessa óaldartiokks. Hus þeirra voru hertekin, síðan rændu þeir aleigu þeirra, sem var 4000 taels (um $2,500). Fleiri urðu fyrir sömu kjörum. Yfir 200 þessara trúboða hafa veriö drepnir og nokkrir kaþólskir menn. Blöðin í Manila segja að landfar- sótt sé þar, og virðist hún hafa full ein- kenni tii þess að það sé stórkostleg drepsótt. Er hún að gera vart við sig mjög víða einkum í þéttbygðnm bæj- um, svo sem Guanalouge, Mandalsanas Bueða, Malabon og víðar. Það er haldið að orsök þessarar drepsóttar sé sú, að fólk hafi etið kjöt af pestdauðum skepnum. En hvort það er eða ekki, þá er sótt þessi hin viðsjárverðasta. Hún drepur fólk innan 48 klukkutíma, því ekki er farið eins varlega og skyldi; lík liggja ógrafin svo dögum skiftir ut um land sumstaðar, og engin varasemi né sóttvörn hefir verið viðhöfð enn þá. Innfæddir ibúar skeyta lítið um hrein- læti og varkárni, en kasta allri þannig lagaðri fyrirhöfn upp á forsjónina. Samkvtemt ráðum Kínverja hefir fjármálaráðgjafinn á Rússlandl afráðið að senda flokka af læknum og hjúkr- unarkonum til Manchuria, ti! að hjúkra og lækna kínverska verkamenn sem meiðst hafa við Mánchuria járn- brautina. Það er nú fullyrt að Bretar séu búnir að láta laust eitt af þeim 4 skip* um, sem þeir hafa tekið frá Bandaríkja- ntönnum, og var hlaðið hveiti. Bretar héldu að hveitið ætti að fara til Búanna en sem nú er álitið sannað að ekki hafi verið. Það er haldið að ríkisritari Banda- ríkjanna, Col. Hay, hafi tilkynt Hon. J. H. Choate, Bandarikja sendiherra, anum, að Bandaríkin ætli ekki aðbíða eftir hervalds úrskurði um uppgjöf hinna herteknu skipa, heldur vilji þau fá tafarlaust úrskurð brezka ríkisins sjálfs um hvort það ætlar að halda eða gefa upp hið hertekna hveiti. Á föstudaginn var kom sendiherra tilYictoriu drottningar frá Vilhjálmi Þýzkalands keisara, til að ræða um Delagoaflóamálið og hertöku hinna hinna þýzku skípa. Englendingár eru í vandræðum og órólegir út af þessari aðferð keisarans, og halda að eitthvað muni búa undir, fyrst keisarinn fór ekki hina vanalegu stjórnarleið í þess- ura málum. Það er mælt að öll störveldin hafi fengið tilkynningu frá portúgisku Stjórninni þar sem hún harðlega mót- mælir kyrsetningu Englendinga á þeim skipum á Delagoahöfninni, sem eru eign þeirra þjóða, sem standa utan við Transvaalófriðinn. Þjóðverjar eru mjög gramir þessa dagana við Englendinga út af skipatök- unum. Blöð þeirra segja ýmislegt, bæði í garð Vilhjálins keisara og Eng- lendinga. Eitt þeirra segir að þolin- mæði Þjóðverja gangi út yfir öll tak- mörk, ef þeir liði Euglendingum að að- hafast alla hluti bótalaust, og spyrja hvort Bretar séu að reyna með ofbeldi að koma Þjóðverjum til að grípa til vopna í sameiningu við Bússa og Frakka. Annað blað segir, að för keis- arans til Englands sé hryggileg, því aldrei hafi Bretar sýnt Þjóðverjum meiri óvináttu enn nú, en einmitt síð- an. Stjórnarmenn og hærristéttar- menn segja ótvírætt, að Bretaveldi hafi sýnt Þjóðverjum lireina og beina smán, með skipatökunum, og það þurfi fliót- lega og rækilega aö lækna þetta ótta- leysi, sem Bretar beri fyrir þýzka fan- anum. Þingið í British Columbia kom sam an 4. þ. m. Við fyrstn atkvæðagreiðslu varð Semlin-stjórnin í minni hluta. Hún fékk 17 atkv. móti 18. sem mót- parturinn hafði. “Svarti Joe” gokk úr liði Semlins < g greiddi atkv. með Tur- ner, sera er formaður mótstöðuflokks- ins. Á þingsetu aftur um kvöldið varð stjórnin í meiri hluta- Var þá Wells, þingmaður fyrir Kooteney, kominn og greiddi atkv. með Semlin. svo atkv. urðu jöfn, en þá réði atkvæði forseta, sem greiddi það með stjórninni. Þing- maður Prentice frá Lillvett, er enn þá ókominn, og er því óvíst hvernig leikar fara. Sá flokkurinn sem nær honum á sína hlið, ber sigur úr býtum. Þeir eru skrítnir óvinir, Búarnir. Þeir tóku sig til á nýársdagsmorgun og skutu sprengikúlum inn í Ladysmith; voru það stálhólkar fyltir með brjóst- sykri og alskyns sælgæti, með bréf spjöldum, þar sem þeir óskuðu Bretum góðs og gleðilegs nýárs og árnuðn þeim allrar hamingju á komandi ári. Bret- um fanst mikið til um þessa kurteisi, og nú ganga stálhólkar þessir kaumum og sölum í herbúðum Breta, og borga kaupendur alt að £5 o, s. frv. fyrir hvern þeirra. Þykir sennilegt að hólk- ar þessir komist í afarhátt verð með tímanum, með því að þeir eru vottur um áður óheyrða siðprýði í hernaði. — Búai hafa moð þessum nýársgjöíum sínum sýnt, að þeir standa sjálfum Bretum framar að göfuglyndi. Annað þýzkt skip hafa Bretar tek- ið fast til þess að skoða hvort ekki find- ist í því vopn eða skotfæri, sem ætluð væri Búunum. Það var póstgufuskip- ið ‘General’. Þýzka þjóðin er í mjög æstu skapi út af þessu. Gufuskipið General er annað skiplð, sem Bretar hafa tekið fast fyrír Þjóðverjum nú á fáum dögum. Þetta atvik hefir Vil- hjálmur keisari gert að ástæðu til þess að biðja þýzku þjóðina um stórkostlegt fjárframlag til þess að auka herskipa- fiota Þjóðverja. Hann heldur fram þeirri kenningu, að til þess að geta haft frið við þjóðirnar, sé það nauðsyulegt að láta þær vita, skilja og finna til þess að það sé sverðið sem sé á bak við penn- ann, og að í öllum bréfaviðskiftum meðal þjóðanna séu það sverðin og fallbyssurnar, sem knýi fram rnesta virðingu og komi þjóðunum til að hafa gætur á gerðnm sínum. Eldur kom upp i stóru klæðasöl u- húsi í Montreal3. þ. m. og gerði 30,000 dollara skaða. Muður að nafni Daniel Mackenzie hefir alið aldur sinn i Brantford, Ont., um tíma, undir því yfirskyni að hann væri prestur. Hann hélt þar guðsþjón- ustur og gifti fólk, lreyrði hann á milli manna í finum vagni með fjörugum hestum fyrir. Nú er það komið upp, að hann er að eins flækingur, er hafði stolið hestunum og vagninum áður en hann kom til Braritford. Þær persón- ur, sem hann gifti, eru því ógiftar i augum laganna, Maðurinn hefir verið tekin fastnr og fangelsið biasir ný við honurn. Hiti mikillhefir verið í Xstralíu um undanfarna daga; frá 98—120 stig í skugga. Hjarðmenn tapa gripum sín- um í þúsunda tali af hita o£ þorsta. Það er talið líklegt að | hlutar alls lif- andi penings í þessum hitahéruðum muui deyja, ef ekki koma rigningar von bráðar. Þessum hitaöldum fylgdi vindur mikill og moldryk, sem barst um 49 mílur út"á sjó, Fréttir frá Suður-Afríku eru mjög ógreinilegar. Sigurvinningar Breta sem birtar eru í blöðunum héreru jafn- harðan bornar til baka. Ástandið í Ladysmith er ilt, um 20 manna deyja þar a dag |úr sjúkdómum af illu og litlu viðurværi,: og nokkur hundruð manna liggja þar veikir. General Buller hefir gert eina tilraun til að bjarga þeirri herstöð, en gat ekki kom- ið liði sínu þangað. Talið er víst að hann muni bráðlega gera aðra tilraun tilraun til að hjálpa Bretum þar úr úlfakreþpu þeirri, sem Búarnir hafa sett þá i. Er búist við að allharðri or- ustu áður en Buller kemst til Lady- smith. Fundur var haldin í Victoria, B.C., í síðustu viku af Þjóðverjum, Belgum og Skandinövum, til að ræða um að hjálpa Búunum. og var um $1000 skot- ið sáman á fundinum í þessu skyni. Það er búist við að þessir menn, sem sumir eru brezkir þegnar, verði kærðir fyrir landráð. Joseph Chamberlain, nýlenduráð- gjafi Breta, hefir seut hraðskeyti til Minto landstjóra í Canada og óskar Canada til lukku með hreysti þá sem canadiska herdeildin hafi sýnt á víg- vellinmn við Sunnyside í Suður-Afríku í viðureign þeirra víð Búana. Jarðskjálftar miklir urðu í Tellas héraðinu á Rússlandi á nýársdag. 600 manna mistu þar lífið. THE LAST HOUR. Eroni “The Student.’ The midnifcht lamp was burnin}? by his bcd, IIis breath froze on the counterpane, his ear Was strained to hear the wailinR of the wind And wand’ring footstep of the passerby. No friend was near, no faithful hand to hold His frail. weak one, or press the fevered brow As dealh crept over it—cold and cruel death That comés to many as a thief at night, Unwelcome and unbidden ; but to him Welcomed and watched for; welcomed as a friend Whose voice, tho’ cold and harsh to those who fear, Is swreet to him who suffers, and has felt The sorrows and the burdens of existence, Who, with a purpose to do good and right, Has fought the battle of the weak, to earn The idiot jeers of those he strove to raise. * * * The winter night grew calmer and the steps Grew fewer on ihe street, and when the last Had died away, with sudden feverish strength He raised himself and with quick, failing brcath Broke bittor on the silece of the night: “Why was I born ? O, why ? Why had I the power to know and feel The suffering of self-delud^d fools Who see not and cannot be nihde to see, That Iheir own ignorance is the one great cause Of all they suffer ? Proud of puny mind They praise themselves, extol their fancied gifts And feigned possessions, glorifying in Not w hat they arc, but wfhat they ought to be. “O they are old in folly, babes in sense ; Their babble is of Freedom, ’tis a word That means but little in tho mouths of those Whose thoughts are bound up in the past, whose hearts Pay slavish worship to the w ooden gods Themselves have fashioned, or their ancestors. Free ? In a land of Freedom ? They are free To do as others do, or not and starve; To think as others think or keep their thoughts Sccurely hidden from all prying eyes, Not jar catholic ears with heresies. For even truth is but a heresy If it confutes a ‘science’ or a creed, Or custom iron-bound and guarded well By dotirfg crankage. Slaves are lulled to rest, Kach by each with chants of liberty. And, each by each deceived, they round them weave A cage of Good Old Customs, Sacred Faiths And Immutable Follies, whoso durst To touch is curscd by all, and spat upon, And flung to earth and tramped, and cursed again.” “O thoughts that burn and torture! Canting world, I leave you now. But on a brighter day A stronger arm than mine may lift thy yoke, My Brother, and may teach thy eye to see Thyself as God hath made thee; and to know Thy pow’er and thy wTeakness; and to do Full justice to thyself, and thus, to all. Toach thee to feel thy higliest duty is To walk thy path with open ear atid eye, Hreatbing love’s sweet-ness whilc tby lovo is young And living life as if ’twere good to life.” * * * In the gloomy, gloomy chamber Gathers slow the light of moi ning And the silent sunbeams creeping Through the lattice, past the snowdrift, Meet a steady, steel-cold eye. —V. Sr. [Þetta anska kvæði sem vér prent- um hér að framan, er eftir landa vorn, Vilhjálm Stefánsson, sem nú stundar nám við háskólanní Grand ForksíNorð- ur Dakota. Kvæði þetta þótti oss lýsa svo djúpri hugsun or vera svo prýðileua vel gjört, að vér gátum ekki still oss um að taka það í blaðið, þar eð það er eftir íslending. Vér höfum séð fleiri kvæði eftir sama höfund, og er þau í svipuðum stíl og þetta ofanprentaða kvæði. Þar er sami skirleikinn í hug- sjóninni og kraftur í framsetningu efn- isins. — Ekki getum vér sagt raeð vissu hvaðan piltur þessi er af íslandi, en oss er sagt að hann eigi móður og aðra ætt- iogjk á lífi í Norður Dakota, og vildum vér mælast til að einhver þeirra sendi oss upplýsingar am ætterni hans o. fl. —Ritntj ] Frá löndurn. Tindastóll 29. Des. 1899. (Frá fréttaritara Hkr.) Sama gæða tíðin helzt hér enn. Um miðjan þenna mánuð gerði hér kuldakast, að eins fáa dag«, með tals- verðu frosti en lítilli snjókomu; nú er að eins grátt í rót en nokkru kaldara síðan á jólum. Alt fram A þenna dag’ hafamenn orðið að fara á vögnum, því sleðafæri hefir enn ekki fengizt. er það að vísu óþægilegt fyrir bændur, sem hafa nú venju fremur mikið með drátt arfæri að gera, einkum hvað aðflutning snertir á heyjum, sem vegna votviði - anna í sumar voru að meira leyti stökk- uð á engjunum, en þó munn flestir gera sig rólega með góðu tíðina þó akfærið sé ekki gott, Á stöku heimilum hefir kvefsýki gert vart við sig nú að undanförnu. Rétt fyrir jólin kom hingað séra R. Marteinsson, frá Winnipeg, ,eftir ráð- stöfun kyrkjufélagsins, til að veita hér prestsþjónustu. Hann hefir flutt mess- ur A ýmsum stöðum, skírt, og er byrj- aður á barnauppfræðslu. Hann býst við að starfa hér að prestsverkum til næstu mánaðarloka; hann heldur til á Tindastóll P. O. meðan hann dvelur hér, Skemtanir hafa verið her talsverðar í vetur. Þess er áður getið i Heimskr. að “Vonin”, kvennfélag bygðarinnar hélt góða að myndarlega samkomu, snemma í næstliðnum mánuði. Önnur skemtisamkoma var haldin 11. þ. m. í vcrzlunarhúsi Mr, H. Jónassonar, aðal- lega að tilhlutun og undir forstöðu Mr. D, Morkebergs, smjörgerðarmans, sem í það skifti, eins og endra nær, gerði sig kunnan að stakrimannúð ogkurteisiog lét ekki sparað, að gera samkomuna skemtilega og fjölbreytta, Skemtanir voru: Söngur, á ensku, islenzku og dönsku, upplestur, hljóðfærasláttur og dans. Samkoman var fjölsótt, og nútu allir hinnar beztu skemtunar, enda voru skemtanírnar vel og myndarlega af hendi leystar. Samhliða þessu voru rausnarlegar veitingar, alt ókeypis. Fyrir þetta, sem annað í franskomu sinni meðal vof, á Mr. D. Morkeberg heiður og þökk skilið.—Kvennfélagið háfði jólatré aðfangadagskvöld jóla (24 þ. m.) á Tmdastóll P. 0 , með gjöfum til barnanna; sagt er að það hafi verið mjög myndarlegt að öllum frágangi. Séra R. Marteinsson flutti þar kvöld- messu.—Ungafólkiðer heldur ekki að-'" gerðalsust, hver fagnaðar- og dans- samkoman rekur aðra; það sem er að koma heim úr vinnu eftir langa útivist, er nú að heilsa því sem fyrir er, en hitt að fagna því og segja það velkomið heim, svo úr þessu verður einn óumræði- legur fögnuður. Þetta er gott, vel sé þeim sein geta glaðst og glatt aðra, svo leugi sem gleðin er innan réttra tak- marka. Það ætla ég víst að flestir hér sam- fagni Manitóbabúum í kosningaúrslit- unum, fagni yfir pví, af einlægum bróðurhug, að þeir núloksins hafa hrist af sér ánauðarok liberala; einungis að conservatives gætu nú sópað frá sér við næstu sambandsþingskosningar, þá gæti Canada vænst árs og friðar. Að Mr. B. L. Baldwinson náði stöðu sem þingmaður, mun flestum íöndum hans, sem þekkja hann, kær- komin fregn; þeir hafa líka gilda ástæðu til þess frá tveimur hliðum skoðað. Engum sem þekkir Mr, Baldwinson mun blandast hugur um, að hann hafi bæði góða hæfileika og yfirgripsmikla pekkingu á stjórnmálum þessa ríkis, og'.tð liinu leytinu er hann svo vel þektur meðal landa sinna að fáir munu efa, að hann vinni eindregið að sóma og hagsæld þjóðar sinnar. íslendingar í Cauada munn því eflaust við þetta tækifæri, senda honum hvaðanæfa heillaóskir, treystandi því, að starf haus í þarfir þeirra, verði greypt með gullnum rúnum íheiðri ogsóma á sögu- spjöld hinnar nýju komandi aldar. Gleðilegt nýár, kæru landar! íslendingar! Undirskrifaður kennir piltum og stúlkum, ungum og gömlum, ulenzku, einnig að skrifa og lesa ensku. Sig. Jvl. Jóhannesson. 558 l'acific Ave. Glímur oru eins og kunnugt er, mjög tíðkaðar eima á Islandi hjá forfeðrum vorum, en sú íþrótt hefir algerlega lagst niður, að heita má, og er það illa farið, því hún er hæði fögur í sjálfu sér, þegar rétt er glímt og einkennileg fyrir oss íslendinga. Nú fyrir fáum árum var stofnað félag i Reykjavík, er Ármann nefndist, í þvi skyni að vekja upp aftur þessa íþrótt og halda henni við, Fyrir félagsmyndaninni gekkst hra. Pétur Jónsson blikksmiður ásamt nokkrum ungum mönnum; höfðu þeir refingar all oft og héldu svo opinberar samkom- ur þar sem glímur voru sý..dar. Luku allir upp einum munni um það að hetri skemtun væri tæpast um að velja, enda voru þeir ýmsir í flokki glimumanna, sem mjög höfðu gertsér far um að nema íþrótt þessa sem allra hezt. Ég er einn þeirra manna, sem álít að Vestur-ísl. rettu sem fæstu að týna niður af betri háttum forfeðra sinna og ísleudinga austan hafs, Og vildi ég því hvetja til þess að ungir landar hér reyndu að halda uppi glímunum gömlu. Tæki- færið til þess hefir aldrei verið eins gott og það er nú, þar sem einn af þeitn, er stofnaði glímufélagið heima ag var tal- inn einna fremstur þeirra, er nú til heimilishér íWinnipeg, 358Pacific Ave.. og kennir glítnur fyrir mjög litla borg- un. Maðut- þessi er hra. Chiistinn Zimsen og hefir hann hlotið heiðurs- pening á þjóðhátíð íslendinga fyrir glimur. Þetta ættu vestur-ísleudingar að athuga; þaö er ekki ofmargt, sern vér kunnum, þótt vér reynum að halda því við, sem hægt er, einkum þegar þess er kostur áu nokkurs verulegs kostnaðar eða fyrirhafuar. Sig, Júl. Jóhannesson. Bicjarráð.skosning-ar í þriðju kjördeild. Ritfstj. Hkr. Þér rnunið eflaust eftir því, að á fundinum sem haldinn var hér urn kvöldið til þess að útnefna einhvern mann til þess að fylla sæti það í bæjar- ráðiuu, fyrir þann tíma sem eftir er af yfirstandandi kjörtímabili og sem varð autt fyrir það að bæjarfulltrui Dyson sagði af sér. Þá voru þrír menn nefnd- ir nefnil. Mr. Latimer, Mr. West og ég sjálfur. Við Mr. West mæltum báðir með því að fundurinn væri látinn skera úr því með atkvæðum hvern þessara þriggja hann vildi nafa, til þess með því móti, að kemast hjá þeim kostnaði sem bæjarfulltrúa kosning hefir I för með sér. En Mr, Latimer vildi ekki láta hafa þessa aðferð. Mér þykir leitt að hann sá sér ekki fært að fylgja oss að málurn í þessu efni, og þar sem nú Mr, West hefir hætt við að sækja, þá er nú að eins um okkur Latimer að velja. Viljið þér gera svo vel að leyfa mér að bera til baka eina staðhæfing, sem borin hefir verið út af andstæðingum minum sem eru að útvega Mr. Latimer atkvæði. Sumir kjóseudur liafa sagt mér að þeir gætu ekki greitt mér atkv. af þeirri ástæðu að sér hefði verið sagt að ég væri að sækja um þessa stöðu að tilhlutum C. P. R.-félagsins, með sér- stöku tilliti til stólpahrúarinnar yfir MainSt., sem líklegt er að verði gerð að umtalsefni í bæjarráðinu á næsta ári. Þeir sem heyrðu mál mitt á fund- inum, og ýmsir aðrir, vita að þetta er ekki satt, og þess vegna er óþarfi að neita þvi við þá menn. En það getur verið nauðsynlegt vegna nokkurra annara sem virðast leggja trúnaðá þessa kosningagildru. Eg get að eins sagt að ég neita al- gerlega slíkri aðdróttun, og lýsi það helber ósannindi. Eg geri kjósendum það kunnugt að ég er ekki útsendari neins auðfélags eða annara flokka, og hef ekkert annað augjiamið en það, að þjóna kjósendum með þvi að líta eftir hagsmunum þeirra eftir því sem vit og kraftar leyfa. R. Ross Sutherland. Winnipeg Jan. /. SKIPSTJÓRI Jón Einarsson Dalsted. Fæddur 21. Seftember 1855, dáinn 20. Október 1899. Jón Einarsson Dalsted var fæddur 21. Seft. 1855 í Borgarfjarðarsýslu; ólst hann upp i Andakýlnum og dvaldi lengst hjá Hjálmi Jónssyni, efna- og merkisbónda í Þingnesi, þar til hann fór til Ametíku. Vildi Hjálmur bóndi ekki'missa hann, því Jón var snemma vinsæll öllum sem kyntust honum. Settist hann fyrst að í Oakfield, Nova Scotia, og var þjónn Laurie óbersta í 3 ár; tók„hann sér þá nafniö “Dalsted”. Frá honum fór hann í Shipharbour, og var þar,3 ár, sem stýrimaður á “skon- ortu”. \ oru Islendingar, sem þar voru þá, að flytja sig til Manitóba og fór Jón með þeim til Winnipeg; hafði hann þá um tínia póstflutning til Nýja-íslands á hendi. Frá Winnipeg flutti hann til Nýja-íslanks, ogjnam land rétt vestur af bænum Gimli. 18. Seft. 1881 gekk hann aðeiga ungfrú Solveigu Ásmunds- dóttur, Þorsteinssonar, eignuðust þau hjón 5 börn, af þeim lifa 4, en 1 er dáið. Ekki var Jón að staðaldri á Gimli, því hann hafði stöðuga atvinnu hjá fiski- félögum i Selkirk, sem ráku iðn sína á Winnipeg-vatni, fyrst sem stýrimaður og síðar sem skipstjóri á aufuskipum þeirra, og fórst það vel, og var hann skipstjóri, águfubátnum “Fisherman”, þegar hann drukknaði, 20. Okt. síðastl. var hann þá norður á vatni í nátt- myrkri, “dekkið” var þakið ís og hált mjög, og áminti hann menn sína um að fara varlega; litlu síðar féll hann út- byrðis og skaut aldrei upp eftir það. Hann hafði lifsábyrgð í tveimur fé lögum. Það er mannskaði^að Jóni sál. Dal- sted. Hunn var hvers manns hugljúfi, utan heimilis og á, og seint og snemma þótti félagsbót tnikil í að hafa hann með, og mikið tillit tekið til hans. Það er stórt skaið höggvið i hóp okkar við fráfall hans, Skyldmenni hins látna. Concert Social og Dance Verður haldinn á Albert Hall, Fimtudaginn 11. Janúar 1900. undir umsjón kvennfélagsins “GLEYM MF.R EI.” Programme. 1. Samspil: Mrs Murrell & Mr. And- erson; 2. Miss B. Mackenzie; 3. Upplestur: Miss E. Cannell; 4. Solo: Mr. J. Jónasson; 5. Duett: Miss B. Mackenzie & Mr.A. Wylie; 6. Ræða: Mr. R. J. Buckingham; 7. Solo: Miss B. Mackenzie; 8. Uppl.: Aíiss R. Egilson; 9. Duett: Miss B. Mackenzie & Mr, A. Wylie. 10. Solo: Dr. O. Stephensen; 11. Solo: Mr. Wylie; 12. Duett: Miss B. Mackenzie & Alr. Wylie; 13. Solo: Miss B. Mackenzie; 14. Samspil: Mrs Merrell & Mr. And- erson. Byrjar kl. 8 e. h. Iniigitngni- 35c. WINNIPEG. Mataiiiig Fyrir Sambandsþingið Atkvæða yðar.og áhrifaer óskað fyrir A. W. Puttee, þingmannsefni verkamanna-félag- anna. Lesið stefnuskrá flokksins og ávarp til kjósendanna frá Mr. Puttee, í blaðinu “The Voice.” Til kjósenda í Eg óska eftir atkvæðum yðar og áhrifum við kosningu bæjarfulltrúa fyrir 3. kjördeild, sem fer fram þann 16. þ. m. fí. fíoss Sutherland

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.