Heimskringla - 25.01.1900, Qupperneq 1
XIV. ÁR
WINNIPEG, MANITOBA 25 JANtJAR 1900.
Frjettir.
Markverðustu viðburðir
hvaðanæfa.
Herfréttir þessa viku eru með meira
móti Brstum í vil. Þeireru nú komn-
ir með nokkurn hluta af her sínum og
hergögnum yfir Tugela ána og eru að
nálgast Ladysmith. Hafa háð all-
snarpa bardaga i síðastl. nokkra daga
*eg þokað Búunum undau sér, en engan
'’stórsigur hafa þeir unnið. Bardaginn
á laugardaginn var, á hœðunum norð
an við Tugela ána, milli hersveita
Cleary, TVarrens og Littletons og Bú-
anna, stóð yfir í 13 klukkust. í þeim
bardaga mistu Bretar um 300 sserða,
auk þeirra sem drepnir voru, sem ekki
er sagt hve margir voru, en á hinn bóg-
inn náðu Bretar nokkrumh æðum sem
áður voru stö ðvar Búauna, og þokuð-
ust 3 mílur áfram áleiðis til Ladysmith.
Þess er þó getið að aðal-Búaherinn só
settur milli þess bæjar og aðsígandi
Breta hersins, og má því búast við
snarpri ornstu áður en umsátinu um
borgina sé afiétt og Búar fiæmdir á
brott þaðan. Mr. H'illiamson sagði á
fundi í Brandford, að hann vissi til þess
að félag eitt í Shofiield á Englandi væri
að búa til nýja saildi í þúsundatali fyrir
Búana. Skildir þessir sagði hann að
væru 7 pund hver að þyngd og svo
sterkir að byssukúla færi ekki gegnum
þá nema henui væri skotið á styttra en
400 yards færi, Þykir fregn þessi
merkileg, og líklegt að enska stjórnin
láti rannsaka það mál. Það er nú bor
ið út að áreiðanlegar fréttir telji mann
skaða Búanna í þessu stríði fram að
þessurn degi 6,425 manna, en þaðjjer
nokkuð íærra en Bretar hafa tapað á
sama tímabili.
Síðustu fréttir frá Otis í Filipseyj
um, segja að uppreistarmenn hafi náð
frá mönnuui hans matyælum .af 20
hestum sem þeir voru að Hytja milli
Santo Tomas og Sau Pabio í J leguna-
fylkinu. Þessi hestalast var varin af
50 Bandaríkjahermönnum, 2 þeirra voru
drepnir, 5 særðir og 9 týndir, en hinir
lögðu á flótta eir skildu hestana og mat-
inn eftir hjá Auginaldos mönnum. Síð
ar lögðu Bandamenn aftnr á stað að
hefna fyria þessa hrakför sína, þeir
fundu hóp af uppreistarmönnum í Bat
angarfjöllum og drápu 8 af þeim, særðu
3 og náðu 17 föngum og 6 riflum. Ekki
er getið um hve margir Bandamenn
féllu fyrir uppreistarmönnum í þeim
slag.
W. W, Ogilvie, hinn alþekti hveiti-
kóngur Canada. lésit í Montreal þann
12. þ. m. Ogilvie var einn af allra
mestu ‘'husiness”-mönnum þessa lands
og mjög riðinn við ýms verzlunar og
gróðafyrirtæki. Hann hafði setið á
stjórnarfundi í Montrealbankafélagsins
um daginn og lét hann keyra sig þaðan
af fundinum beint lieim að húsi sínu.
Hann komst að eins heim til sín og do
þar. Læknar segja að æð hafi slitnað
nálægt hjartastað og ollað bana.
Lord Strathcona (Sir Donald A.
Smith)hefir boðið Canadf stjórninni að
kosta að öllu leyti útbúnað og sending
400 riddara frá Canada til Suður-
Afríku. British Columbia hefir einnig
boðið stjórninni að leggja til 100 ridd-
ara til hornaðar, og verður það ásamt
boði Lord Strathcona þegið með þökk-
um. Það má því búast við að þriðja
lierdeildin, að miusta kosti 500 riddarar
verði sendir héðan innan skaras tíma.
Það er ætlað að sending 400 riddara
héðan til Afríku muni kosta um halfa
milíón dollars, og er sá kostnaður á-
ætlaður þannig:
Utbúnai ur fyrir 400 menn,
8100 fyrir hvern 840,000
Vopn, $50 virði fyrir hvern 20,000
400 hestar, $100 hver hestur 40,000
Útbúnaður fyrir hestinn $50 20.000
Fargjald hvers manns $200 80.000
Fargjaid hvers hests $100 40,000
Kaup 400 manna, 50c. á dag 73,000
Fæði 400 manna, 50c. á dag 73 000
Fæði hestanna 50c. á dag 73.000
Ýmislegur annar kostnaður 20,000
mokrataflokksins í Bandaríkjunum.
Skoðanir hans á silfnrmálinu eru sagð-
ar ástæður fyrir vantráustinu.
Fólkstalan í Ontario er nú talinað
yera 2.000,350. Skattskyldar eignir eru
þar taldar rúmar 800 milíónir dollara,
og skatturinn 4 fylkisbúum 2J milíón
dollara á ári, eða $6,10 á hvern mann
Stjórn Bandaríkjanna mótmælir
kröfu þeirra Dewey admíráls og manna
hans fyrir að hafa eyðilagt spanska
flotann við Manila og náð skiputn
þeirra á sitt vald. Stjórnin segir að
það hafi verið auðunnið verk. með því
að skip Bandamanna hafi verið miklu
betri og byssur þeirra dregið lengra en
hinna. Enda hafi enginn áf mönnum
Deweys mist lífið eða orðið sár og skip
hans öll hufi verið í eins góðu ástandi
eftir bardagann, eins og þau voru fyrir
hann. Málþettaernú fyrir dómstól-
unum.
Canadiski hermannasjóðurinn er
nú orðinn yfir $63,000 og ler stöðugt
vaxandi.
Mbs Stripp í Brandon hefar verið
dregin fyrir dómstólana í Brandon og
kærð um að hafa gert tilraun til að
hjálpa Hilda Blake, sem hengd var þar
um daginn, til að strjúka úr fangelsi,
Sagt er að nú séu um 50 milíónir
manna í vandræðum með að lífa í
Indía, fyrir þurkum og hitum sem þar
hafa gengið. Hefir lifandi peningur
fallið í hundruð þúsunda tali og fæðis-
tegundir eru af mjög skornum skamti.g
Bæjarstjórnin í Chicago hefir til
meðferðar uppástungu um að borga
$200 hverjum þeim sem drepur ræu-
ingja eða innbrotsmann í hús þar í
borginni. Þetta ætti að reynast gróða-
bragð fyrir góðar skyttur, um leið og
það gefur glæpamönnum bendingu um
að fara varlegar þar i bænum hér eftir
en hingað til.
Sagt er að Ogilvie milling félagið
eigi héreftir að verða gert að hluta-
félagi. Dauði Ogilvie er orsök til þess-
arar breytingar.
Maður að nafni Maurice Herzfelder,
i »f meðlimum verzlunarsamkund-
unnar íLondon á Englandh var barinn
til óbóta á samkundufundi þar fyrir fá-
um dögum, vegna þess að hann vildi
ekki lofast til að veita verkamanni sin-
um, sem fór í Transvaal-stríðið, stöðu
sína þegar hann kæmi til baka úr stríð-
inu, sem hann hafði yfirgefið til þess að
fara í herþjónustuna. Herzfelder var
svo illa leikinn að það varð að hjálpa
honum undan höggum og fótasparki ó-
vina hans.
‘‘Grand Trunk” og C. P. R. félögin
hafa hvort um sig gefið $15,000.00 eða
$30,000.00 bæði, í hermanna-hjálpar-
sjóðinn, og einstakir menn og félög um
allan Canada eru aitaf að gefa til hans.
ekki lengur dulið sannleikann með því
að fréttin var farin að berast út með
prívat bréfum til ættingja þeirra á
Englandi.
Jarlinn af Ava hefir dáiðaf sárum
sem hann fókk í hernaði í Suður Afríku,
hann var sonur Dufferins lávárðar, sem
einusinni var landsstjóri í Canada.
Þýzkaland og Bandaríkin hafa
hvort í sínu lagi gert kvörtun til brezku
stjórnarinnar yfir því að skip þeirra
hafa verið kyrsett og allar vörur í þeim
skoðaðar, sagt er að Bretar hafi gefið
þau andsvör að þeir væru ekki ánægðir
með að reiða sig að öllu Jeyti á skjöl
skipanna um það hvað þau flytji innan
borðs, en að öðru leyti höfðu svörin
verið svo vingjarnleg að báðar þjóð-
irnar gerðu sig ásáttar með þau.
C. P. R. félagið er að láta mælinga
menn sina mæla út járnbrautarstæði
beint norður af gömlu vagnstöðvunum
Tlrest Selkirk. Mælingin er nú full
gerð nokkuð norður fyrir Clandeboy,
hvar braut sú á að enda, þegar hún
verður bygð, veit enginn maður enn þá,
en ekki er ólíklegt að hún verði lögð
norður til Nýja íslands.
Star Blanket, Indiánahöfðingi nokk-
ur i Norðvesturhéruðunum, hetír beðið
um að hann og tíokksmenn hans verði
sendir í stríðið í Traasvaal, til að berj-
ast þar með Bretum.
Þrjú kvæði.
fyrir stofnhátíð stúkunnar Heklu
Lftir
JÓN KJÆJRNESTED.
Ávarp til gestanna.
Þér háttvirtu gestar, sem heiðrið vorn
Og horfið á stúkunnar merki, [fund
Vér óskum þér réttið oss ramgjörva
mund
Og reynið að styikja’ oss í verki.
Því enn þarf að stemma elfar-flóð,
Er orsakar dauða vorri Jijóð.
Vér óskum þér eflið vort áhugamál
í örðugu bindindis stríði.
Vér óskum þér burtrýmið banvænni sk&l
Því Bakkus er sjaldnast til prýði.
Ver óskum þér heiðrið hvern Heklufund
Með heitri og einlægri bróðurlund.
Skákmenn
Alls $479.000
Þetta er myndarleg gjöf og sýnir
að Lord Straheona er einlægur föður-
landsvinur.
Tala Búahersins í Transvaal er nú
álitinn að vera 100.000 inanna, með 200
fallbyssur. Um 10 manns á dag deyja
úr ýmislegum sjúkdómuin í Ladystnith.
Carleton-kjördæmið í New Bruns-
wick hefir verið þingmannslanst um
tíma. Ennúhefir Conservative verið
kosinn þar til að fylla andstæðinga-
flokkinn. Þar var áður Liberal þing-
maður.
Demokratar í Maryland neita að
viðukenna W. Bryan sem leiðtoga De-
Það atvik vildi til, að Mrs. Ellen
Crosby, í Indianapolis, andaðist þar
fyrir nokkrum dögum eftir stutta sjúk-
dómslegu. Það var farið að búa undir
jarðarförira þegar dóttir hennar, 19
ára gamla, dreymdi að móðír sín kall-
aði til hennar og sagði: “Maria! Láttu
ekki grafa mig lifandi”. Stúlkan hrökk
upp við draumiun og heimtaði að inóðir
sí yrði tafarlaust tekin úr kistunni og
lögð i rúm sitt. Fólki var þetta óljúft
en lét þó að orðum dótturinnar sem svo
sat hjá líkinti i nærfelt 8 klukkutíma
eftir að það var Jagt í rúmið. Að þeim
tíma liðum sázt lifsmark með Mrs.
Crosby. Hún opnaði augun og leit á
dótturina Er hún nú talin á góðum bata
vegi Það var draumur dótturinnar
sem aftraði því að gamla konan var
grafin lifandi.
Fréttir frá Dawson segja að stór
hluti bæjarins hati brunnið þ. 10. þ. m.
og að skaðinn sé metinn hálf millión
dollars. Frostið var 40 stig fyrir neðan
zero þá nótt sem eldurinn kom upp.
Sagt er að 19 smá eldar hafi komið þar
upp í vetur, en litinn skaða gert.
Þæ r fréttir berast frá Afríku að
tvær enskar herdeildir hafi mæzt á næt
urþeli og hafi hvor herdeildin fyrir sig
álitiö hina vera Búa heideild, afleiðing-
in af þeim útreikningi varð sú að deild-
irnar byrjuðu að skjóta hver á aðra og
börðust að síðustu rneð sverðum og
spjótnm. Mannfall varðmikið, og þeg-
ar mennirnir Joksinsgáðu sín ogsáu að
þeir voru að drepa landa sína, þá kom
að þeim Bua herdeild og drap margt
af þeim sem eftir stóðu en rak liina á
tíótta. Búar tóku þar rnajor Hobbs og
aðra Inezka menn fanga. Þessar brezku
herdeildir eru Jiluti af her Gen. Bullers
og voru á leið til að leysa LadysmitJi.
Segja blöðin að stjórnin hafi um nokkra
daga spornað við því að fregn þessi
næði að berast út nm heiminn, en gat
Laugardagskv. 20. þ. m. var al-
mennur taflmannafundur lialdinn í sal
H pg. skák “Clubsins” til að undirbúa
hið alinenna tatímannasanikvæmi “The
All Commers Chess Tournament”. Á
fundi þessum var ákvarðað að allir skák
menn sem eiga heimili í vestur Canada
austur til Port Arthur, hafi rétt til að
tefla um verðlaun þan sem gefin eru. og
taflkappaheiður vestur Canada sem
fylgir fyrstu verölaunum. Þá kom
fram tilboð frá fylkisstjóra Hon, Mr.
Patterson um að gefa ein verðlaun. sem
;ullbúið m&nntafl og var það þakk-
samlega meðtekið. Síðan var 3 manna
nefnd kosin til að undirbúa reglngerð
sem g,ldir sem lög meðan ákappskákum
stendur. Sama nefnd ákveður hvað
mörg verðlaun verða gefin, líklega 5 eða
7, talað er um að gefa ein verðlaun fyrir
þá skák sem álitið verður að bezt sé
tefld. Samþykt var að inngaugsgjald
verði einn dollar fyrir hvern mann.
Ákveðið var að byrja að tefla 10. Febr.
kl 2 e. h., i sal H pg, Chess Clubsins,
svo verður teflt næstu 2 vikur á þriðju-
dags og fimtudagskvöldum 4 kl.tima í
hyert skift.i, en á laugardögum byrjað
kl 2 og teflt í 8 tíma. Það kom grefni-
lega í ljós á þessum fundi að Manitoba-
menn eru fyrir alvöru vaknaðir til
meðvitundar fyrir þeirri djúpu speki
sein liggur til grundvallar fyrir hinni
eldgömlu listfengu skák. Það erenginn
maður í heiminum er svo mentaður eða
svo hátt standandi að hann sé upp úr
því vaxinn að skemta sér við manntafl.
A meðal þeirra sem skrifuðu sig á fund-
inum, til að taka þátt í Jiessari andlegu
oruBtu, eru prestar, lögmenn og há-
skólakennarar. En það einkennileg-
asta Og eft rtektaverðasta við þietta er,
að viö þetta tækifæri koma metin sam-
an til að þreyta sitt ai dlega atgjörfi, af
tleiri mismunandi þjóðflokkum heldur
en nokkurn tíma áður hefir átt sér stað
í þessum bæ, það lítur út, fynr að allir
þjóðflokkar í Manitoba sem eiga merka
taflmenn sín á meðal, séu eindregnir í
&d hafa fulltrua á þessu þingí og eru
allareiðu bókaðir Bretar, írlendinvar,
Canadamenn, þýzkir. franskir, svenskir,
íslenzkir, færeyiskir og Gyðingar hafa
góðan fulltrúa.
Fyrir hönd íslendinga má telja vísa
flesta eða alla þiessa: Magnús Smith
Jón Júlíus, Árna Thorðarson, Eiiil
Beuson, M O. Smith, Paul Johnson,
Thord Johnson og tíeiri þó þeir hafi
ekki gefið sig fraui þegar þessar n'nur
eru skrifaðar. Olever Djurhuus, Fær-
eyingur, sem mörgum íslendingum er
góðkunnur, verður í bardaga þessum.
Heunskringla ætlar sér að flytja lesend-
um sínum greinilegar fréttir frá víg
vellinum jafnótt og eitthvrð sögulegt
gerist.
Jólatré Heklu.
Hér stendur um hávetur iðja-græn eik,
Með ástgjafir fagrar á greinum.
Hér logar svo öflugtá kærleikans kveik
Að kólnar ei blómknappi neinum.
Hér blómgast sá meiður mæta vel,
Er mennirnir sýna ástarþel.
Og alt eins og greinar í litfögrum lund
Og lifandi kvistir á meiði,
Er stöðugt í heimi hver starfandi muud,
Með styrkleik á tímanna skeiði.
Og þess vegna á stúkan þennan meið,
Að þjóðin er hér á róttri leið.
Því óskum vér heitt að hvert Heklu-tré,
Þótt hrím sé á laufanna beði,
I blikandi framtíð mjög blómlegt sé,
Og börnunum einkum til gleði.
Og safnist niðjar und nefndan baðm,
\ ið nafnfrægan Heklu rnóður-faðm.
Auglýsin
O’
n
Eins og að undanförnu hefi ég tvó
lokaða sleða í förum í vetur milli Sel-
kirk og Nýja íslands Animr sleðinn
leggur af stað frá Selkirk á hverjum
fimtudegi kl. 8 f, h , kemur aftur til
Selkirlt kl. 6. á mánudagskvöldum.
Hinn sleðinn leggur af stað frá Selldrk
kl 8hvern mánudttgsinorgun og kernur
aftur Jiangað á föstudagskvöld, Fanir,
góðir keysslumenn, þeir Kristján Sig-
valdason og Helgi Sturtögsson.
Geo. S. Dickinson,
tFEST SELKIBK, -• MAN.
Tímamót.
Oss gaml’árið kveður, sein leiðandi ljóð,
Er líður af skáldanna tungu
Og tekið er þegar í timanna flóð;
Ei tapast saint vorblómin ungu
Ur aldanna djúpi því annað rís,
Sem ástúðleg fögur töfradís.
Hið liðua-er hoifið. Vér leitum á braut
Og lítum til komandi stunda.
En áform og vonir við aldarina skaut
Með útliðna tímanum blunda.
Ef endurvekja þau ókomiii tíð.
Vér eigum f væudum líf og stríd.
Því mikiðer stríðið, ef markið er hátt
A margbreyttum tfmanna vegi.
Að reyna’ ekki mátt sinn er lítiðog lágt
Og landsmönnum hæfir það eigi.
Þvi skulum vér starfsamir slefna þá
braut,
Er sterka oss gjörir, þótt fylgi þraut.
Já.drögum upp fánann á frelsisins storð
Til frægðar og ættjarðar starfa.
Og sýnum að kraft eigi kærleikans orð,
Er hvetji’ okkar lif til hins þarfa.
Þá geyma mun framtíðin fríð okkar
nöfn
Og flytja’ okkur vel i tímans höfn.
O, þjóð mín, hver eru þín afrek og spor?
Hvað orkar þín lifandi tunga ?
Ó, þú geuur jafnvel breytt vetri i vor,
Ef varpar þú ómensku’ og drunga
Og þannig lægt stríðan storma blæ
Og staðið sem hetja á tímans sæ.
Nú ýtuiu með tápi úr tímanna vör,
Oss tefja’ ekkert hugarvíl skyldi.
Og sýnum með áhug vort íslenzka fjör
Og óvægni samfara mildi.
Því enn sé á verði vor vikingslund,
Er vogar á óslótt tímans sund.
Eg sagði, að það blundaði vonin vor
Og vitið og áformin sofa !
Því enn þarf að vekja vort íslenzka þor
Og enn þarf að hrinda burt dofa.
Við liggjum í dvala, oss dreymir fátt,
Sem dáðlítil þjóð, meðhugvit smátt.
Ó, brun'andi Ægir, þín báruljóð,
Þín brennandi Ránar kvæði.
Þau kenui þjóð minni kraft og móð
Og kveði burt deyfð og næði.
Þvi sízt er nú tími að blunda’ á beð,
Ef bjargar sér þjóðin, er heppnin með.
Og blessi nú drottinn hvert blóm á
grund
Hvert blaktandi strá á heiði.
Og yfir alt tímanna ólgandi sund
Hjá öllum só skínandi leiði.
En gnfistei byrinn, þá beint á mót
Um brunaudi tímans öldurót.
Fundarboð.
Almennar hlathafafundur vérður
haldinn I “The Heimsknngla News
and Publishing Company, Ltd.” 9.
dag Febrúarmánaðar næstkomandi.
Fundurinn verður haldinn á Unity
Hall, á horninu á Pacific Ave. og
Nena Str., og byrjar kl. 8 e. h.
Winnipeg, 6. Janúar 1900.
GUNNAR SVEINSSON,
Forseti.
The Home Life Association
of Canada.
Hon
Incorporated by special act of Parliament.
R‘ HARCOURT, a. J. PATTISON, Esy,
PresidtíUt' Gen. Manager.
■'Höfuðstóll—ein millíóíi dollars.'
hundruð þúsund dollars af hofuðstól HOME LIFE félaesins
hafa leidandi verzlunar- menta otr peinntra-menn í Mrtiiitnhu n«r Na.a S
landinu keypt. HOME LIFE hefi? þesfvegna meira^á bak^við sig i Mlni:
toba og Norðvesturlandinu en nokkurt annað lífsábyrgðarfélag. k 1
. - Uffsábyrgðarskýrteini HOME LIFE eru af öllum er sjá þau álitin að vera
hin fullkomnustu bfsábyrgðarskýrteini, er nokkru sinni hafa boðist,
Þau eru skirt prentuð, auðskilin, laus við tvíræð orð. Dánarkröfur borv-
aðar samstundis og sannanir um d&uða félagslima l.afa borist félagiuu Þau
eru omótmælaiileg eftir eitt ár. s UUl ^au
Ö!1 skýrteini félagsins hafa ákveðið peningaverðmæti eftir 3 ár. oe eru nen-
býðurr! Hr>lr Ut A ÞaU rtie''’ betri skihnálL,ni en nokkurt annað lífsábjTgðai féíag
Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomulag Jiess hjá
W. H. WHITE, ARNA EGGERTSSON,
MANAGEK.
II<• I tityre Block,
Winnipej;. I’
GENERAL AGENT.
• ö Box 245.
Aðsent
Ritstjórnaigrein sú, er út kom í
Lögbergi dags. 18. Janúar, og Sem
fjallar um sambandsþingskosning-
una í Winnipeg, er eins og annað er
Lögberg ber á borð fyrir lesendur
sína. Auðvitað á þessi grein að
^hafa þau áhril á ísl. kjósendur að
þeir greiði atkvæði sín í þetta sinn
með Mr. Martin. AJt það sem sagt
er um Mr. Puttee er ekkert annað
en þessi gamla upptekna lygi, um
alla þá er að einhverju leyti hafa
aðra skoðun áalmennum málum en
Lögberg. Það að Mr. A. W. Puttee
sé Conservative, eða að nokkru leyti
háður þeim'’fiokk, er algerlega ó-
satt Allir setn þekkja nokkuð til
hans, eða blaðs þess er hann hefir
gefið út í síðasl. fjögur ár, vita þetta,
enda bendir stefnuskrá hans á alt
annað. Það er vonandi að Islend-
ingar láti því ekki þessa ástæðu
hindra sig frá að greiða atkvæði sín
með Mr. A. W Puttee.
Það mun annars varla koma til
æss að Islendingar snúist hugur
við þessa grein, ekki síst þegar
tillit er tekið til þeus að margir af
leiðandi mönnum af liberalfiokknum
hafa lofað Mr. A. W. Puttee fyigi
sínu í þessum kosningum.
Landar, munið eftir að greiða
atkvæði yðar með W. A. Puttee á
llmtudaginn.
Bókarfregn,
(Aðsent).
Fyrir skömmu er útkominn Ný-
kyrkjuiaaðurinn. Þýðandi og kostnað-
armadur: Ari Egilsson. Bók þessi
skýrfr ýtarlena trúarskoðanir þeirra
manna, er nefna sift “Ný kyrkjumeun”,
og koma fram i henni all-víða al-nýjar
skoðanir og skilningur á ýmsum atrið-
um kristíndómsÍDS er flestar virðast
bæði fagrar og bráðskarpar,
Bókin er þýdd úr ensku og hefir
orðið all-vinsæl meðal enskumælandi
uianna.
Útsölumenn eru:
H. S. Bardal. IFinnipeg.
Guðl. Magnússon, Gimli.
Og útgefftiidinn, í Brandon.
Verð: 55 centti-
IkílenzUur Iniiítiitnliigiir.
ísleridinguni i Canada, sem lang&r
til að hjálpa löndum sinum á íslandi til
að fiytja til Canadu þetta ár, er hór með
tiJkynt. að Dominionstjórnin hefir feng-
ið fargjaldið frá íslandi til Winnipeg
sett niður í $35.00 fyrir fullorðna og
$17.00 fyrir börn innan 12 ára. Um-
boðsmaður stjórnarinnar, sem aðstoðar
útfiyténdur, fer á stað iil íslands
snemma i næsta mánuði og peningar
sendir héðan upp í fargjöld ættu að
sendast hið allra fyrsta til The Com-
missioner og Imigration eða til W. H.
Paulson, Imigration Ofiiee li innipeg,
með ítarlegum skýringum viðvíkjandi
nöfnum, aldri og heimilum þeirra, sem
peningarnir eru ætlaðir.
Öllum slíkum peningum verður var-
id eins og fyrir verður mælt af þeim,
sem þá senda. Komi ekki þeir sem
peningarnir eru ætlaðir verða Jieir end-
urborgaðir að fuliu.
IFinnipeg 23. Jan, 1900.
W. F. McCreary,
Commissioner of Iinmigration
Frá Selkirk.
Heiðraði ritstj. Hkr.!
Það er tíðiudalitið hór um þessar
muudir. Menn hafa hagað sér. það ég
veit. heldur skikkaniega um jólia hvad
sabbats helgihaldið snertir, og verður
vist ekki síður eftirleiðis. Jrar sem sab-
bats árgalinn í Lögbergi áminiór okkur
íslenzku Selkirkinga að gæta varúðar
með að brjóta ekki “Guðs og manna
lög” um sabbats helgiiialdið. Það má
vel vera og ekki lastandi varkárni í því
efni. En [>eir sem eru bæði viðkvæmir
og nákvæmir, að uppfylt séu sabbats-
lögin ættu ekki síðiir að áminua og
koma í veg fyrir að meinlausum hús-
dýrum séhvorki misþyrmteða mif boð-
ið að óþörfu, t. d. hundum.
Það er bæði sorglegt og í fylsta
máta óhæfilegt af húsfeðrum, sem hvor-
tveggja Þykjast vera, og líklega eru,
gi#- og Krist elskandi, og að sjálísögðu
iðka velsæmss skyldur sínar, skuli leyfa
strákum síniun, yngri og eldri, að píska
og berja með spítum (ef ekki) þá með
höndum og fótum hunda grey, sem ekki
hafa þolog matt ti) að draga þá eins
hratt yfir og Jæir vilja, og það á auðri
jörð, eins og verið hetíi til þessa tíma
í vetur.
Það er þó ekki síður guds iög og
boð (en sabbats helgihaldið) að misbjóða
ekki þeim dýrum sem maðurinn er sett-
ur yfir, og hvílir sú ábyrgð mest á
hverjum húsföður.
Þptta ætti að nægja til endurbóta f
áminstu efni, fyrii> íslenzka húsfvður í
West Selkirk, að minsta kosti þeim,
sem þykjast vera, eða eru, brennheitir
guös og kyrkjufélagslimir. Einnig ætti
hið glöggskygna ‘ Sabbatsfélag” að af-
stýra því aðslík svívirðingarbreytni só
framin um sjáifa sabbats-helgina, eins
og undanfarið hefir átt jér stað.
Heldur þykir okkur, lesendum Lög-
bergs, það blað vera dauft í dálkum sín-
um, og ritstjósnin vandræðaleg með
efni og inuihaid þeirra, oger álit ýmsia
að það muni vera nppdráttarsýki og
jafnvel dauðatæring að færast yfir blað-
skekkil þann. Einnig er prentsverta
blaðsins heldur þunn, þvf óskýrt er les-
málið i dálkum þt'ss og allar líkur virð-
ast benda á að farið sé að minka i
svertu brúsanum. Sumir eru að geta
þess til að þeir (liberalar) hafi í fáti og
ógáti þrifið “svertubrúsann” í stað
*‘Whiskey”-brúsa, að svala sér á í næst-
liðnu kosninga braski, en “Greensi’i
ekki bætt í brúsann fj-rir sapivinnu
stritið enn þá. Það væri gerlegt fyrir
aumingja ritstjóra Lögbergs að spíta
tóbakslögnum frá sér í brúsann og hafa
fyrir prentsvertu, það yrði svipað “sót-
blekinu” sem brúkað var á “Fróni” um
næstliðaldamót, 1800, og fram um miðja
J>essa öld. En hvað gerir það tL? auð-
vitað í framtíðinni væri það kölluð
“tóbaks- prent8verta Lögbergs um alda-
mótin 1900, ritstjóri Sigtryggur Jónas-
son sem var þingmaður í Manitoba, og
tapaði því sæti 14, Des. 1899. En ef
hann hefði fengið 5—9 atkvæðum tíeira,
þá hefði hann haldið sæti og svert&n
Lögbergjverið s skýrari.
Selkirk búi.
WINNIPEG.
‘ill!
i
Fyrir Sambandsþingic
Atkvæða yðarjog Ahrifa cr öskað'fyn
A. W. Puttee,
þingmannseíni verkatnanna-fóiaf
anna. Lesið stefnuskrá fiokksins o
ávarp til kjösendanna frá Mr. Puttei
í blaðinu “The Voice.”