Heimskringla - 25.01.1900, Qupperneq 2
HEIMSKRINULA 25. JANÚAR lgOO.
PUBL.ISHED BY
Tlie Heiniikriiigla News & l’ublishing Ce.
Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50
um Arið (fyrirfram borgað). Sent til
íslauds (fyrirfram borgað af kaupenle
tm blaðsins hér) $1.00.
Peningar se«dist í P. O. Money Order
Registered T.etter eða Express Money
Order. Bankaávísanir á aðra lianka en í
Winnipeg að eins teknar með afföllum
Managing Editor :
B. I<. K»Idwlnson,
Office . 547 Main Street.
P o. BOX 305-
Hún dreit í hreiðrið.
Aldrei höfmn vér haft háar hug-
myndir um frdmlvndi eða heiðar-
legheit Greeway’s eða manna þeirra,
sem mynduðu stjórn þessa fylkis.
en þ<5 skulum vér fúslega játa að oss
hefir aldrei til hugar komið ar þeir
væru eins svívirðilega sviksamir í
stjórnmenskunni eins og nú er raun
á orðin. Conservativar höfðu að
vísu grun um að ekki væri alt með
feldu í stjdrnarfarinu og að ýmislegt
mundi koma upp við stjórnarskiftin,
sem fylkísbúum væri hulið meðan
Greenway væri við völdin. En að
önnur eins frámunaleg eyðslusemi
og sviksemi hefði verið höfð um
hönd, eins og nú er ótvíræðilega
sannað, það gat víst fáum heiðar-
lega hugsandi borgurum til hugar
komið. Nýja stjórnin er að eins
búin að vera stuttan tíma við völdin
og heflr því að sjálfsögðu ekki enn
þá haft tíma til að skoða gerðir
Greenwaystjórnarinnar ofan í kjðl-
inn, ennþá hefir hún þegar fundið
yfir $27,005,15 skuld á fylkinu, eins
og vér gátum um f síðasta blaði, og
er það út af fyrirsig stórhneyksli að
sú skuld skuli nú koma upp, eftir að
Greenwayflokkurinn allur er búinn
að halda því fram á ræðupfjllum um
þvert og endilangt fylkið, að fjár-
hagur fylkisins stæði í mesta blóma
og að stjórnin hefði fyrirlig-fjaifdi
stóra upphæð f fjárhirzlunni, sem nú
er sýnt að er gal-tóm og fylkið bund
ið stórskuldnm sem fylkisbúum voru
áður huldri. f síðasta blaði lofuð
um vér að sýna betu'- syndapoka
Greenwavinga, og nú getum vér, í
viðbót við það sem þar var talað,
skýrt lesendum vorum frá því að
Greewaystjórnin hefir gefið C.P.R.
félaginu $148,750 í dúsu og 20 ára
undanþágu frá skattgreiðslu á vissr
um brautum án þess að fá nokku-
hlunnindi í staðin, nokkuð af þess-
um dúsugjöfum var gefið eftir sið-
ustu kosningar, eftir að stjórnin var
fallin og kjósendumir höfðu lýst van-
trausti sínu á henni, og $73,500 hef-
ir Greenway g'efið félaginu fyrir
braut suður í Bandaríkjum, síðan
eftir síðustu kosningar. Hvernig
lýst yður á!
Þessi leynilega dúsugjöf Green-
waystjórnarinnar á nálega $150,000
af peningum fylkisbúa til C. P. R.
félagsins, er á þessa leið:—
Takið vel eftir.
1. Þann 14. Júlí siðastl. gerði
Greenway samninga við C.P.R. fél.
að veita því $1,750 fyrir hverja mílu
af Lac du Bonnet brautinni. Hún
er 22 mílur að lengd, styrkurinn
því $38,500.
2. Einnig $1,7.50 fyrir hverja
mílu af Snowfiake brautinni. Hún er
17 mílur, skyrkurinn því $29,500.
3. Þessar báðar brautir eru
undangegnar skattgreiðslu4til fylkis-
búa um 20 ára tímabil.
4. Hon. Robt. Watson, ráðgjali
opinberra verka hefir hluti í félag-
inu sem starfar að Lac du Bonnet,
sem vér gátum um í síðasta blaði,
svo að sem ráðgjafijvar hann að eyða
fylkisfé f persónulegar þarfirjsínar.
5. Til þessara tveggja brauta
heflr því C. P. R.J félagið fengið
$68,250 af fylkisfé.
Þes.'ir samningar voru gerðir
þann 14. Júlí á meðan [þingið sat,
og þó þinginu væri ekki slitið fyrr
en þann 21. Júlí, þá*|var"Jþví ekki
lofað að vita neittjaf þessu, og ráð-
gjafarnir voru samtakají þvf að Ijúga
því að fylkisbúum á fundum sínum
hér í bænumjogjút umfaltjfylkið, að
þessar brautir hefðu|.verið|'bygðar
án þess að eitt einasta'cent af fylkis-
fé hefði verið veitt til þeirra. Þeir
horrar hafa fauðsjáanlega vitað U
þessar dúsugjafir til C. P. R. félags-
ins væru ekki samkvæmar vilja
kjósendanna, og þess vegna reynt að
hylja þær með lygum svo lengi sem
því yrði viðkomið. Greewaystjórn-
in hefir þó ekki legið á liði sínu að
hæla sér af þeim styrk sem hún hefir
lagt til járnbrauta, og hún hefði að
líkindum ekki þagað vfir þessu, ef
hún hefði ekki verið sér þess með-
vitandi að eitehvað var bogið vfð
þessar styrkveitingar. Þess vegna
huldi hún það bæði syrir þingi og
þjóð.
6. Ennfremur hefir Greenway
stjórnin sett fylkið í ábyrgð fyrir
$40,250 styrkveitingu til North West
Central brautarinnar frá Hamiota til
Mineota, ásamt brautarstúf til að
tengja þann bæ við Rapid City.
Þessar braurir eru nú undir umsjón
C. P. R. félagsins, og það félag fékk
þennan styrk. Þegar nú tillit er
tekið til þess að Dominionstjórnin
var búin að veita C. P. R. félaginu
6,400 ekrur af landi fyrir hverja
mílu af brautum þessum þá munu
flestir verða oss samdóma um það að
ekki hafi verið ástæða fyrir Green-
way að kasta almennings fé út í fé-
lagið í ofanálag við það sem það
hafði áður fengíð, og því síður var
ástæða til að undanþyggja brautir
þessar skattskyldugreiðslu um 20 ár,
eins og gert var. Þetta er lík að-
ferð eins og höfð var við styrkveit-
inguna til Souris brautarinnar fyrir
nokkrum árum, að eins talsvert
glæpsamlegri og svívirðilegri en þá
var gerð. Ilvað halda kjósendur
um þetta brask?
7. Kjósendur munu kannast við
umræður þær sem urðu í síðasta
þingi, og á málfundum um kosninga-
tímann, um Wascada brantina.
Kjósendur í suðvesturhluta fylk-
isins óskuðu eftir braut frá Deloraine
til Wascada og vildu láta N. P. R.
félagið byggja hana. Það félag
kvaðst skyldi byggja brautina ef
fylkisstjórnin vildi veita því vana-
Iegan styrk tit þess. En Mr. Green-
way neitaði þvi af þeirri ástæðu að
C. P. R. félagið væri viljugt til að
gera það styrklaust. N. P. félagið
bauðst þá til að byggja braut þessa
án fylkisstyrks, ef stjórnin vildi
styrkja það til að framlengja Souris-
braut þess, Deloraine. Þessu lofaði
Mr. Greenway, en sveik það síðar,
af þeirri ástæðu að C. P. félagið
byðist til að byggja braut um það
svæði styrktarlaust, og að hann gæti
þess vegn i ekki réttlætt styrkveit-
ingu af fylkisfé til N. P. félagsins.
En nú er það upp komið af bréfum
Mr. Greenwrys til Mr. White, þá
verandi forstöðumans C. P. R. félags-
ins, að hann hefði bundist leynileg-
um samningum við C. P. R. fél. að
veita því fylkisstyrk $1,750 á hverja
mílu af þessarí braut. En á sama
tíma sagði hann N. P. fél., þinginu og
ijóðinni að C. P. R. ætlaði að byggja
æssa braut án styrks úr fylkissjóði.
Með þessum lygum sínum var hann
að koma f veg fyrir að fylkisbúar
)ar suðvestra gæti fengið nokkra
járnbrauta samkepni, en reira þá
sem fastast í bönd okurvalds C.P.R.
félagsins. Braut þassi er 23 mílur
á lengd og dúsugjöf Greenways af
almenniugsfé til hennar er $40,250
af fé ahnennings. Hvað halda kjós-
ennur um þessa ráðsmensku?
8. Þó að þessar lygar og fjár-
austur Greenways, geti að sumra á-
liti verið fyrirgefanlegar meðan
hann hafði þingið að baki sér, þá
munu þó flestir játa að samningar
æir, sem hann gerði um útaustur af
peningum kjósenua eftir sfðustu
kosningar, hefðu átt að vera ógerðir.
Því þá hafði maðurinn tapað völd-
unum að svo miklu leyti sem kjós-
endurnir máttu að gera. Þeir greiddu
atkv. á móti stjórn hans þann 7.
Des. síðastl., en 18. s. m. skuldbatt
hann fylkið með bréfi til W. R.
Baker.til þess að borga Saskatchewan
& Western Ry. félaginu $1,750 á
mílu hverja af 23 mílum af braut
sem það félag var að láta byggja—
als $40,250 af fylkisfé, eftir að kjós-
endurnir höfðu lýst vantrausti sínu
ástjórn hans,
Styrkveitingarnar eru þannig:
Lacdu Bonnetbrautin 23 míl. $38,500
G. N. W. C. brautin 23 míl. 40,250
Snowflake brautin 17 míl. 29,750
Wascada brautiu 23 mílur 40,250
Als 85 mílur $148,750
Ekki alt komið enn þá.
Bnn fremur skal þess getið, að
sfðan Greenwaystj. varð untíirí kosn-
ingunum, hefir hún bundið fylkið
skuldbindingu til þess að ábyrgjast
skuldabréf Winnipeg & Southeasnern
járnbrrutarfélagsins á þeim 42 míl-
um sem það félag leggur inn í Min-
nesota í Bandaríkjunum, $8000
á hverja mílu, eða alls $336,000
meira en J úr milíón. Þetta
gengur þjófnaði næst, og það má
óhætt gera þá staðhæfing að þeir
menn sem láta sér nokkuð ant um
sóma Blnn og tiltrú almennings hefðu
látið þetta ógert, ekki sízt þegar
þeir vissu að þeir voru búnir að
tapa tiltrú kjósendanna. Eftir því
sem nýja stjórnin hefir getað grafið
upp úr synda pokum fráförnu stjórn-
arinnar þá hefir hún skilið þannig
við að fylkið er nú í nærri hálfri
millión dollara skuld í stað þess að
eiga í sjóði, eins og kjósendum var
sagt að væri.
Síðar munum vér segja kjós-
endum enn aðra sögu, sem ekki er
betri en þær sem nú hafa verið gerð-
ar opinberar.
Landverðmætis-
skatturinn.
Niðurl.
Sem stendur er jörðin að sönpu
ekki öll eign einstaklinga, en allir hinir
æskilegu partar hennar eru háðir land-
eignarbréfum—og mikið af hinum ó-
æskdegu — og svo fljótt sem bygðin
dreifist, koma hinir partarnir undir þau
Hvort heldur er, þá er fyrirkomulagið
því líkt — þ. e. a. s. skiftingin á land-
inu, þar sem hinar siðuöu þjóðir
búa—að það er sem nokkrir af íbúum
jarðarinnar eiga hana. Þar af leiðandi
verða þeir sem ekkert eiga af henni—
og þeii sem eiga smálönd eða lítilsvirð-
ar bæjarlóðir, teljast með þeim — að
verða komnir undir náð þeirra sem
eiga hana. hvort þeir fá að lifa eða ekki
Og hver er árangurinn af þessu fyrir-
k.omulagi? Hann er þetta: Fyrst byrja
menn á því að kaupa land i gróðaskyni.
Þar af leiðir að stór óbygð svæði af
bezta landiliggja ónotuð. [Ekki ein-
ungis akuryrkjulandi, heldurlíka hinu
verðmætara landi i bæjunum. Hér í
Chicago t. a. m. eru 9/10 hlutar bæjar-
stæðisins óbygt land]. Bygðin dreifist.
Afleiðingin af dreifingunni verður sú,
að menn verða sífelt að vera að setjast
á lakara og lakara land. Ekki sérstak-
lega lakara sáðland eða gripaland. held
ur land sem minna gefur af sér af öll-
um þægindum lífsins. Bygðin færist
alt af nær og nær óbygðinni og endar
þar sem menn að eins geta dregið fram
lifið. Þessum flutningum fylgja svo
alt af meiri og meiri bágindi. Og bág-
indin koma ekki einungis niður á burt-
flytjendum. heldur lika á þeim sem eft-
ir eru; því þeir sitja við þau kjör sem
hinir gátu ekki verið við. Þetta er rás-
in, að minsta kosti í þessu landi.
Öllum þeim eymdum og bágindum,
sem hið rangláta land-fyrirkomulag
vorra tíraa hefir í för með sér, öllum
þeim kyrping í andlegum og líkamleg-
um þroska mannanna, er ómögulegt að
lýsa með orðum, [Öldum ’saman hafa
börn fæðzt, sem svift hafa verið hinum
náttúrlega erfðarétti sinum í 'landinu
( "sem drottinn þinn guð hefir gefið
þér”), fæðst af foreldrum. sem svift
hafa verið þessum sama erfðarétti.
Flestu af þvf sem gerir lifið ánægjulegt
heflr þeím verið sinjað. Allar hinar
æðri þrár mannsandans hafa ,þeir orð-
ið að kæfa, Hinum einföldustujífsnauð-
synjum er þeim sifeldlega sinjað,
Hversu marga þeirra má ekki segja
um: “Refar hafa greni og fuglar hafa
hreiður, en þessi æðsta vera jarðar-
innar veit oft ekki hvar hun á höfði
sínu að að halla". Þetta eru afleiðing-
ar landeinokunarinnar, eins og hún á
sér stað þann dag i dag,
Þungamiðja einskattskenningarinnar
er, að allir menn hafi jafnan rétt til að
nota. Þessum rétti verður fullnægt,
þegar menn borga fullu gjaldi til al-
mennings, það sem landsrótturinn, sem
þeir eru á, er virði, æfiniega án tillits
til umbótanna sem á landinu eru. Þeg
ar það er gert, þá er auðséð [að land
getur ekki gengið kaupum]7og’ sölnm,
því þegar vel er aðgætt, þá er það ekki
annað en leyfi til að mece. innheimta
leigu sem keypt er og selt. Þegar leig-
an gengur til hins opinbera, þá verður
þess vegna engin hvöt fyrir menn að
halda landi sem þeir ekkí Dota.
Þetta keinur þá því til leiðar, að
alstaðar verður nóg til af landi, sem
menn geta sezt á ókeypis. með þeim
einu skilmálum, að þeir borgi til al-
mennings þarfa þá upphæð, sera af-
staða landsins við miðstöðvar mannfé-
lagsins ákveða. Menn þyrftu þá ekki
að ferðast út í óbygðir, til þess að fá ó-
dýrtland — til akuryrkju, húsabygg-
inga eða hvers sem væri , því þeir
gætu sezt á gott land í bygðunum án
nokkurar borgunar.
Mundi þetta ekki hafa betrandi i-
hrif á ástand hins fátækasta meðlims
mannfélagsins — verkamannsins? Jú,
égheldþað! Égheld að með því yrði
loku skotið fyrir allan atvinnuskort og
þessa makalausu i ðnaðarhnikki, sem
guðirnir hljóta að hlægja að. Menn
sæktu þá ótvíræðir þarfir sinar beint í
skaut náttúrunnar—uppsprettulindirn-
ar allra góðra hluta. Með vélum, iðn-
aðaraðferðum og samgöngufærum. sem
altaf eru að gera vinnuna léttari og
léttari, fengju menn i sjálfsvald að
veita sér allar þær óskir, sem gæði
náttúrunnar og þroskun manufélags-
ins gætu veitt, meðan sól skini. regn
félli og gras sprytti.
Ég hefi nú reynt að gera grein fyr-
ir nokkrum aðalatriðum einskatts-
kenningarinnar, og skýra orsakirnar
fyrir þeim. En ekki veit ég hvernig
mér hefir tekist það. Málið er svo yfir-
gripsmikið, að þó að mönnum verði
skiljanleg höfuðatriði þess, þá geta
samt efasemdír sprottið út af smærri
atriðum. Þó held ég að ef þau verða
vel skilin, þá geti menn ráðið af þeim
öll hin smærri atriði. Auðvitað getur
enginn maður þótzt fullkunnugur þeim
án þess hann hafi lesíð bækur þær, sem
gefnar hafa verið út um það efni, Hen-
ry George !er höfuð-postuli þessarar
kenningar, og eru verk hans hin helztu
sem þetta mal ræða. Fyrsta bók hans
Progress & Poverty, ræða málið mest
til hlítar.
Mér finst næstum óþarfi nú að gefa
bein svör upp á spurningar yðar, þar
sem ég held að það megi ráða þau á því
sem þegar er sagt. Upp á það “hvað-
an ríkistekjurnar eigi að koma”, er
svarið: Áf landverðmætinu. Sumir
trúlausir Tomasar halda að landverð-
mætið verði ekki nóg fyrir allan stjórn-
arkostnaðinn; sumir, að það verði of lít-
ið. En þeir verða að jafna það sin á
milli, Einskatssmenn segja að það
verði mátulegt. Viðvíkjandi lækkun
kaups við járnbrautarvinnu, þá fellur
skatturinn á verðmæti járnbrautar-
landsins, en ekki á vinnuna á því. En
allir hagfræðingar — og þar á meðal
John Stuart Mill — koma sér saman
um það, að þeim skattt geti eigendurn-
ir ekki komið á aðra. Þaðer sá eini
skattur, sein hægt væri að leggja á
járnbrautarfélög, er þau mættu til með
að borga sjálf. Það eru landeignir járn
brautarfélaganna (the right of way), er
standa í mestu verði. Þegar þær eru
teknar af þeim, þá verða eftir einungis
vagnarnir, vólarnar, teinarnir o. s. frv.
sem þau hafa fullan rétt til. Annars
er það hugmynd flestra einskattsmanna
að hollast væri að almenningur ætt.i
járnbrautir eins og hverja aðra þjóð-
eign.
Viðvfkjandi auðmönnunum, Ein-
skattsmenn hafa ekkert á móti auð-
mönnum, svo framarlega að auður
þeirra sé sprottinn af atorku og fram-
kvæmdum þeirra sjálfra, og vilja því
engar tálmanir leggja fyrir það að
menn verði auðugir. Þeirra ósk er að
allir verði auðugir. Það getur verið að
það sé ranglega fenginn auður í margra
höndum nú, en hvernig sem það er, þá
viljum vér kom 1 í veg fyrir að árang-
urinn af vinnu eins manns komist i
annars manns hendur í framtíðinni.
Ef taldir eru upp ríkustu menn þessa
lands. þá skal ég sýna að mest af eign-
um þeirra eru landeignir eða einokan-
ir sem stafa af landokuninni.
Ég vona nú að þér sjáið, herra rit-
stjóri, að það er misskilningur að halda
að undír einskattinum muni hinir fá-
tækari borga skattana, en hinir ríkari
sleppa. hvenær sem hugmyndin kemst í
framkvæmd. Ef það sem hér er á
undan er ekki nógu sannfærandi. þá
get ég bent á staði, þar sem búið er að
reyna landverðmætis-skattinn, þó ekki
sé nema í smáum stýl, og hann hefir
hepnast vel. Eg gæti bent til Nýja
Sjálands t. a. m., sem kallað hefir verið
paradís verkamanna. Og ég gæti bent
á dæmi nálæ^t hýbilum yðar þar sem
þessi regla er viðurkend, mannfélaginu
þar til míkils góðs. En óg ætla að láta
hér nema staðar að sinni.
Ég mætti að endingu geta þess, að
til þess að koma einskattinum á er hug-
mynd vor þetta : Þar sem nokkrar af
tekjum stjórnarinnar eru nú íengnar af
landverðmæti, þá þarf ekki annað en
að afnema smámsaman aðra skatta og
eftir því sem þeireru afnumdir að auka
að sama skapi skattinn á verðmæti
landsins. þangað til loksins að alt land-
verðmætið gengur til almennings þarfa.
Chicago, Ills., 5. Nóv. 1899.
P. M. Glemens.
Frá löndum.
WICTORIA, B. C. 12. JANÚAR 1900.
Fylkisþingið i B. C. var sett4. þ.
og hefir verið að malda einhverja stund
næstum daglega siðan. Það lá við að
Semlin hrykki upp af, eins og ég drap á
um daginn, undir eins í þingbyrjun.
Það voru einungis mistök andstæðinga
sem björguðn stjórnarnefnunni .Stjórn-
in gerði uþpástungu u.n frestun þings
og var í henni borin atkvæðum af and-
stæðingunum, með Turner i broddi og
Martin í miðju. En þá tók einn stjórn
arsinni sig til—Att. gen. Henderson—
og bullaði daginn út, fsvo að fyrir vikið
höfðu Semlin-sinnar einum fleira á
næsta fundi og hafa síðan einn yfir,
auk forseta. Eru það heldur litlir yfir-
burðir og ólíklegt að stjórn sú fram-
kvæmi mikið á þessu þingi. Enda hef-
ir enn þá ekkl verið rætt um nokkurn
skapaðan hlut sem almenuing varðar.
Joe er gallharður á móti stjórninni, en
segist heldur ekkert hafa með Turner
að sýsla, sem er leiðtogi andstæðinga—
eftir að hann hafði hjálpað til að velta
Semlin úr sæti.
Bæjarstjórakosningar fóru fram i
gær. og munu þær ekki hafa bætandi
eða breytileg áhrif á þann steingerv-
iuga stympil. sem mótaður er á mann-
lifið hérna.
Engin ný stórtíðindi.
J. E. Eldon.
TINDASTÓLL, ALTA, 12. JAN. 190..
Veðurátt. Það sem af er þessum
vetri hefir verið sú bezta haust'og vetr-
ar veðurátta, sem komið hefir hér síðan
veturinn ’88 og ’89; eins langstæð góð-
viðri £og snjóleysi með hlýindum, man
ég ekki eftir síðan þann vetur. Nú,
12. Jan. er að eins lítið föl.T'varla spor-
rakt. 28. Desember síðastl. var heit.
astur dagur í þessum mánuði: 50 stig
fyrir ofan zero á Far. Á jólanóttina
fram yfir miðnætti rigndi, á milli jóla
og nýárs kalsaveður, þósnjólaust væri.
Nú unðanfarna daga 4—6 stiga frost á
nóttum og nokkura stiga hiti á daginn.
í fyrra mánuði kom hingað séra
R, Marteinsson. Hefir haun flutt guðs
þjónustnr á 3 stöðum í bygðinni, 2
messur annanhvorn sunnudag, og sagt
til börnum og ungmennum hvern !dag
vikunnar á víxl, á þremur stöðum,
með hér um bil 8—10 mílna millibili;
hefir hann orðið að leggja hartá sig að
ferðast á milli þessara barna, sem eru
að tölu 31 eða tleiri, og margt af þeim
komið yfir hinn íslenzka fermipgarald-
ur. Því miður hafa börnin ekki getað
notið kenslunnar eins vel og æskilegt
er. bæði vegna þess að kenslan fer fram
á þremur stöðhm í einu, og annað hitt,
að fæst af börnunum hefir nokkra
barnalærdómsóók. en bóka-pöntun
hans frá TFinnipeg er enn ókominn, er
voru nýustu barnalærdómsbækurnar,
Hvað lengi hann verður hér, er enn ó
víst.
J. Björnsson.
Spanish Fork, 9. Jan 1900.
(Frá fréttaritara Hkr.)
Herra ritstjóri:—
Síðan þetta blessaða nýja ár byrjaði
hefir oft mátt heyra mjög deildar mein-
ingar og skoðanir hjá fólki um það,
hvort hið hý-byrjaða ár, væri hið sein-
asta ár hinnar nítjándu aldar, eða fyrsta
árið af tuttugustu öldinni. Þeir sem
halda því fram, að þetta sé seinasta ár-
ið af 19 öldinni, segja að 99 séu ætíð
næst á undan hverju hundraði, og því
gildi hið sama með ártalið, að 1899 ár
séu ekki 1900, fremur en 1,899 dollars
séu $1,900.
Mótmælendur aftur á móti halda
sér fast við bókstafinn, og segja að á
bessu ári teljist liðin vera frá Krists
fæðÍDg 1900, og sé þetta ár því hið
fyrsta ár hinnar tuttugustu aldar.
Hvað virðist yður nú um þetta herra
ritstjóri, hverjir hafa réttara?
Um þessi síðastliðnu áramót, sem
flestir íbúar Zionar munu hafa notið
með gleði og ánægju, áttum vér Spanish
Fork búar þrennu nýju að fagna, nefni-
lsga: fyrst nýju ári, sem \oss er sagt
að byrji kl. 12 að miðnætti, nýrri bæj-
arstjórn, sem byrjaði kl. 12 á hádegi og
síðast nýju tungli, sem kom kl. 12.8u.
En nokkuð er tíminn mislangur sem
það vill taka oss að finna út gagn og
gæði þessara nýju þremenninga. Það
tekur oss einn mánuð að finna út hvað
gott tunglið verður, 12 mánuði að finna
út hvernig irið verður, an 21 aðj finna
út hvað hin nýja bæjarstjórn, vinnur
landi og lýð til menningar og frama,
eða hvert hún tekur í nokkruflffram
þeirri gömlu stjórn, sem sigldi, rúnt kl.
12 síðast liðin mánunag.
Tiðarfarið er all gottjdálítillj snjór
fóll skömmu fyrir jólin, en kuldar voru
mikið litlir. Upp úr nýári hlánaði,
rigndi heilan dag og tók upp allan snjó
af láglendi. er því nú sem stendur al-
autt í bygðum og bezta veður.
Heilsufar allgott að undanskildu
þvf, að einhver veiki hefir verið að
stinga sér niður hér og þar, í Zion’sem
haldið er að sé einhver tegund af
kúabólu; samt er sýkin væg, og ekki
hefi ég heyrt. að neinn hafi dáið úr henn
enn sem komiðer.
Sýki þessi barst hingað rétt'fyrirjjólin
og hafa siðan margir verið skelkaðir og
bólusettir. Alþýðuskólum"var lokað
fy.ir tíð, og allar mögulegar'*varúðar-
reglur viðhafðar. Hnekti þetta ftölu-
vert samgöngum á meðal ffólks, og
verzlanin fyrir jólin var ekkij eins fjör-
mikil og búast hefði mátt.Ivið. Telnr
hið íslenzka “ Verzlunar- ogj Iðnaðar-fé.
lag vort sig. sérstaklega, hafa beðið
tjón af sýkinni, frá verzlunar og at-
vinnulegu sjónarmiði, því' verkstæðum
varð að loka fyrir t.íð. og Svo’var mikið
minna keypt af “Candy miðum”, og
öðrum jólagjöfum hjá þvi, en verið
hefði, ef engin bóla hefði komið.
Um hátiðarnar skemtu [menn sér
samt eftir föngum. Jólatrésjsamkoma
vur haldin að v»nda, bæði hjá"Presby-
terum og eins i lútersku kyrkjunni, en
sérsiakt leyfi þurfti að fá til þess samt
hjá bæjarstjórninni, og bæjarráðinu.
Næst bólunni, tala menn bér nú
Góð tíðindi
hljóta það að vera öllum, sem veikireru
að rafmagnsbelti mín (Electric Galvao-
ic Belt) eru þau undraverðustu belti í
heiminum, þar eð þau lækna sjúkdóma
betur en önnur belti, sem kosta $5 til
$30. Þessi belti min endast æfilangt og
ganga aldrei úr lagi. Það ern áreiðan-
leg að lækna liðaveiki, gi-t, tnnnpínu,
kirtlaveiki, alskonar verk, sárindi og
kvalir. svefnleysi, hægalðeysi, lifrar-
veiki, hjartveiki, bakverk, nýrnaveiki,
magaveiki, höfuðverk, kvefveiki, La-
Grippe, andarteppu, taugasjúkdóma og
alskonar kvensjúkdóma. Engar á-
stæður að vera veikur, þegar þér getið
orðið læknuð. Þér verðið varir við
verkar.ir beltisins eftir 10 mínútur.
Af þvi ég vil að allir kaupendur
Heimskringlu eignist þessi belti, þá sel
ég þau á $1,00 hvert, eða 6 belti fyrir
$4,50 um næstu 60 daga, eftir 60 daga
hækkar verðið.
J. Iiaknnder.
Maple Park,
Kane County,
Illinois, U. S. A.
Hugsunarsamar
matreiðslukonur
vilja ætíð vanda sem bezt
það sem þær bera á borð.
Boyd’s brauð er hið bezta.
Margra ára reynzla heflr
sannað það. Heíurðu ekkí
veitt því eftirtekt hvað það
er ágætleg-a smekkgott ?
W. J. Boyd,
370 og 579 Main Str.
Army and i\avy
Heildsala og smásala á
tóbaki og vindlum.
Vér höfum þær beztu tóbaks og vindla-
byrgðir sem til eru í þessum bæ, og selj-
um þær ódýrara en aðrir. Enda gerum
vér meiri verzlun en nokkur annar.
Vér óskum eftii viðskiftum yðar.
I Brown & Co.
541 Main Str.
The LYONS
Shoe Company,
hefir riú á boðstólum
allar teg-undir af vetr-
ar-flókaskóm, sem þeir
selja með lægra verði
en aðrir skósalar hér
í bænum.
Verðlisti verður
auglýstur síðar.
The Lyons Shoe Co.
590 JI a i 11 Str.
ÍJrmakari
Þórður Jónsson,
SÍWSÍJ nain Str.
Beint’á móti rústunum af Manitoba
Hotelinu.
Bruda i fullri Stærd.
FÖT PASSA NU BRUDUNNI.
Eitt af síðustu ný-
brygðum og áreiðan-
leg að þókuast börn-
um. Með vorri
undraverðu aðferð
höfum vér framleitt
mjög stóra hand-
malaða brúðu. verk-
ið er gert af miklum
hagleik og likist lít-
litum. Það er ætlast
til að brúðan sé þan-
n úit með baðmull,
ains og fylgireglurn-
ar sýna. Brúðuefnið
er úr þykku ‘Sateen’
er m ekki rifnar. Það
£es bókstaflega óslít-
'AJ ÍVta lia andi. Það er málað
að“eins meðoliumáli semekki springur.
Með okkar nýja patent eru fæturnir
gerðir svo að brúðan stendur einsömul.
Brúðan hefir gullbjart hár, rósranðar
kinnar, blá augu, náttúrlega litaðan
hnk, ranða aokk i og svarta skó._
Frltt aii m þeim sem selja 6 brúð- I
ur, seridmn vér eina af þessum fagur
legu handmáluöubrúðum 33x23 kost-
naðarlaust. Koddablæjur, yfir 30
munstur að velja úr, seljastjbæglega
fyrir $5.00þegar þær eru útsaumaðar.
Sérhvert liarn el kar stóra brúðu, en
hvað munu þau segja um brúðu í fullri
stærð50c. send kostnaðarlaust, Einnig
brúðu-húsbúhaður, stofubúnaður (6
stykki) 35 c. Svefnherbergisbúnaður (3
stykki) 35c. send með pósti, burðar-
gjaldsfrí. Vér tökum lc. eða 2c. frí
merki eða póstávísan.
Amerirnn Art Noveltv Co.
No. 2 W. 14th St. New York.