Heimskringla - 25.01.1900, Blaðsíða 4

Heimskringla - 25.01.1900, Blaðsíða 4
^iESKRINGLA, 25. JANÚAR 1900. m m DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl w * W Jtdc. W # # # # # # “Jí'reyðir einsog kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sselgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Xgætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum. x>AC:r þ*>«sir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir 82.00. Fæst hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWABD L- DKEWRY- Uaiinfadnrer & Importer, WIHKirEU ************************** * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * X= ^mwmmmwmw mmmmmmmmmm | LESARI. Vér eru að reynaað ná tiltrú yðar, lijálpið þér oss með rannsókn. §E MINNIST ÞESS SÍ: að þegar vér auglýsum einhverja vöru með sérstaklega lágu y' verði. Þá þýðir það að niðurfærslan frá vana verði er þess verð að þér athugið hana. ” _ ÞÉR GETIÐ aldréi þekt oss, nema með því, að reyna oss. Finnið oss að máli nú með nýárinu og komist að hvort vér breytum samkvæmt y lofarðum vorum. £ SPARIÐ PENINGA með því að nota þau einstöku kjörkaup sem vér bjóðum yður |e Á NÆRFATNAÐI frá þessum tíma til laugerdags bjóðum yér öllum eftirfylgjandi: yi Karlmanna al ullarföt hvert stykki 35c. Karlmanna al-ullarföt hvert stykki 45c. Karlmanna al-ullarföt, þykk, hvert stykki 5Gc. Karlmanna “Fleece lined” ullarföt með breiðum röndum y hvert stykki 05c. gi Karlmanna “Fleece lined” ullarföt tvöföld á brjóstinu og framan, hvert stykki 65c. MIKLAR BYRGÐIR af ýmiskonar skyrtum og nærbuxum. Þér getið valið úr ’þeim gE fyrir 75c. Lítið inn { gluggana hjá oss. | Stewart & Hyndman, j L 580 & 588 main 8treet. Undarleg fæðing. Stundum hefir það borið við að föðurlaus börn hafa fæðst, en móður- laus aldrei. En nú hefir Mr. E. J. Itawlf. 195 l'rincess JSfr. á þessu síðastliðna ári, getið af sér raóðurlausan dilk, — sína stóru kola-, eldiviðar- og gripafóður verzlun, sem nú er að vaxa yfir höfuð allra annara verzlana af sömu tegund hér í bænum. og orsakirnar eru hans lága verð, góða viðmót og áreiðanlegu viðskifti. Komið og kaupið, þá munuð þér ánægðir verða. 95 Prinress 8treet. £. J. BAWLF, Winnipeg. ’ Séra B B Johnson messar i Tjaldbúð- Jnni á sunuudaginn kemur kl. 11 f. h. Aukakosningarnar í Suður Winni peg og Emerson fara fraro þann 6. Feb oæstk., en útnefningar 80. þ. m. Danskir bændur hafa tekið sig sam nn um að senda prinsessunni af Wales 12,000 kassa af smjöri handa brezkum hermönnum í Transvaal. Séra Magnús SkaptSson messaði í Unity Hall á sunnudagskvöldið var og hélt síðan heimleiðis með South East ern-brautinni á þriðjudaginn. Aldina og matvöru (eggja, smjör og osta) salar hér í bænum hafa mýndat' félagsskap sín á meðal, til þoss að halda ttpp verði á vörum sinum. Þeir herrar Páll Andrésson og Jón Björnsson (Jónssonar) frá Brú P. 0. Man , fóru héðan á mánudaginn var alfzrnir vestur til Seattlo í Baudarik. iir. Thomas Kelly hefir að sögn byrjað að undirbúa undir aðgerð St And rews strengjanna. Hann hafði byrjað að vinna þar neðra með nokkra menn laust fyrir síðustu helgi. Samkoma Unitara á Albert Hall á föstudaginn var, var ve> sókt. Húsið var fullskipað og program og veitingar var hvort\feggja gott, en svo er oss sagt að tilkostnaður við samkomuna muni éta upp allan arðinn af henni. Hra. Sveiubjörn Gíslason, trésmið- ur liér í bænum, brá sér á fimtudftginn var suður til Duluth. Þaðan ætlar hann suður til St. Paul og Minneapolis. í bakaleið ætlar hann að ferðast um N. Dakota. Hann bjóst við að verða 2 vikur í þessu feröalagi. » Mr. M. R. Miller, frá Lakeland P. O. Manitoba, var hér á ferð í siðastl- viku í þaifir bændanna í sínu héraði. Hann hafði meðferðis bænaskrár um framræslu, vegagerðir og opnun bleyti- landa fyrir heimilisréttarlönd. Yér biðjum afsökunar á þvf að í næst siðasta blaði skýrðum vér skakt frá því hvor Good Templar stúkan það hefði verið sem hélt opinbera samkomu á North il'est Hall þann 3. þ. m. Það var stúkan SKuld sem hélt þá samkomu. í Hkr. nr, 13 ‘‘Nokkur orð að vest- an” eru þessar prentvillur: “liðskap” fyrir liðekraft. i tveim sérstökum vísu- orðum.—í annari stöku steudur í byrj- un: “Heiðar” f. Hlíðar og í sömu st.: "börg” f. berg. John A. Macdonell. sem mörg und- anfarin ár, hefir verið verkfræðingur Manitobastjórnarinnar. og fengið um $7.50 í laun á dag, og sem notaði vinnu- tfma sinn um kosnin arnar til þess að vinna á móti þingmansefni conserva tiva í Gimli-kjöidæmi, hefir verið vikið úr þjónustu fylkisstjórnarinnar,—Svo munu fleiri á eftir fara. Lister & Company hafa nýlega lát- ið prenta mjög snotran bækling. á fs- lanzku, með myndum og söluverði á rjómHskilvindum þess félags, og öðrum hlutum sem notaðir eru til smjörgerðar. Hver sem vill getur fenglð bækling þenna okeyis, með þvf að rita eftir hon- nm til Gunnars Sveinssonar )95 Prin- cess St. Winuipeg. Hon Hugh J.Macdonald, hefir tekið að sér að gerast herforingi nýju her- deildarinnsr sem verið er að mynda hér í bænum. Það eiga að verða 8 “Com- panies” f deildinni, uálege 400 menn hafa þegar boðið sig fram. Hún á að heita: “Winnipeg Light Infantry”. Meun frá 18 til 45 ára að aldri eru teknir í deildína, til þriggja ára. ‘ Brunnur sá í nýja vatnspumpuhús- inu sem.bærinn lét gera í sumar er leið, reynist vel. Það hefir um unðanfarna daga verið pumpað úr þeim brunni hálft fjórða millión gallons aí vatni á dag. Gnægð vatns er sögð í þessum brunni. “Gleym mér ei” félagið á stóra þökk skiiið fyrir þessa samkomu, og fyrir allar þær samkomur sem það hef- ir haldið, þvi þær hafa allar verið góð- ar þó þessi hafi skarað lang fram úr hinum öllum. Tilgangur félags þessa er og mjög lofsverður, sá sem sé, að styikja nauðstaddar ísl, fjölskyldur í Þessum bæ. Landar vorir ættu að styrkja þetta félag með því ,að sækja vel samkomur þess. Eldur kom upp í 4 lofta múrhúsi á horninu á Princess St. og Notre Dame Ave. hér í bænum á sunnudaginn var. í byggingunni, sem er ein af stærstu og vönduðusu húsum í þessum bæ. voru haildsðlu klæðaveizlanir þeirra J. W. Peck & Co. klæðasalar og The Consoli- dated Stationary Company — bóka- pappírs- og ritfæra salar. Slökkvilið- ið vann með ákafa mest allan daginn að því að kæfa bálið og tókst það að síðustu undir kvöld. Skaðinn er met- inn um $40.000- Magnús Smith, taflkappin íslenzki, lætur þess getið að hann hefir nú eina af þeim frægustu málvélurri sem komið hafa í þenna bæ, og býðst hann til að sýna hana á opinberuro samkomum og í p ívat húsum fyrir sanngjarna borgun. Vél þessi flytur ræður, söngva og alls- konar hljóðfæraslát t, bæði á ensku og íslenzku, islenzku flytur hún svo skýrt að hvert oi ð heyrist, hvort sem það eru læfiur eða söngvar. Hann óskar eftir að allir þeir, sem vildu hafa skemtun af vél þessari, hvort heldur á samkomum eða í prívat húsum, láti sig vita þaðað 351 Sheibrooke Street. Samkoma kvennfélagsins “Gleym mér ei” á Albert Hall á fimtudaginn í siðustu víku var sjálfs gt bezta sam- koman sem Isl hafa haldið á þessum vetri. og þó að aðgöngumiðarnir væru seldir á 35c. hver, sem er talsvert hærra ijalden vanalega á sér stað, þá var salurinn svo fullur að hvert einasta sæti var skipað. Allir sem tóku þátt í prógraminu leystu verk sín velaf hendi, en langt sköruðu þau Miss B McKenzie og Mr. A Wylie fram úr öllum hinum. Söngur þeirra tveggja var í sjálfu sér nægur til þess að gera samkomuna vel hálfsdollars virði fyrir hvern áheyr- Hiida, og má búast við að þeirra verði aftur leitað tilað skemta á samkomum. Það er talað hér í bænum að enskt skemtiroannafélag hafi gert ráðstafanir til þess að næsta fylkisþing verði beðið að veita félaginu einknleyfí til þeis að skjótafugla og villidýr á bleytulöndum i kringum TFinnipegvatn. Það er á orði að félagið bjóði afarhátt verð fyrir þetta aukaleyfi. Manitobabúar lát.a illa við þessum fréttum. Kveða þeir bleytilöndin vera opinbera eign og þess vegna ættu allir að hafa jafuau rétt til að skjóta þar. Ýmsir menn hér í fylkinu hafa látið prenta mótmæli gegn því aðlðnd þessi séu leigð á þennan þátt. Safnaðarfundur var haldinn f Tjald búðinni fyrra miðvikudagskvöld. Fyrir sifnaðarfulltrúa voru kosnir: A. And- erson (forseti), H, Halldórsson (ritari), K. Valgarðson (féhirðir), G. Johnson og M. Markússon. Fundurinn var vel sóttur. Reikningar safnaðarins standa nú með lang-beztíi móti, Söfnuðurinn er nú skuldlaus, en kyrkjuskuldin er hin sama. Að eins hafa verið borgað- ar rentur siðastl. ár. Enga ráðstöfun gerði söfnuðurinn um prestþjónustu fyrir þetta ár. en líklega verður safnaðarfundur haldinn fljótlega aftur. Heimskringla hefir fengið mjög snotra Calanders fyrir árið 1900, frá þeim herrum G. Swanson, Gísla Ólafs- syni, Benidikt, Samson, (Selkirk) Thorst. Thorkelsson, Grocer á Ross St. Enn fremur hafa Blackwood Bros. sent oss uppdrátt af þeim hluta af Suður Afríku sem nú er orustu völlur þeirra Breta og Búa. Það sýnir Cape Colony. Natal, Transvaal og Orange Free State. Bæir, brautir, fljót og fjöll er sýnt þar ná- kvæmlega og er þetta “kort” eins og Calanders kaupmannanna, hin eiguleg- asta eign.—Vér þökkum þessar gjafir og biðjum velvirðinvar á því að þeirra hefir ekki verið fyr getið. Eins og auglýst var í síðasta blaði Hkr. hélt Sig. Júl. Jóhannesson bind- indisfyrirlestur á sunnudagskvöldið var Samkomuhúsið var troðfult. Fyrir- lesturinn var vel tíuttur. aö vísu hafa flestir heyrt áður það sem fyrirlesarinn sagði, en ekki fór það með leynd. að hann er mjög hlyntur bindindismálum og bindindisstefnunni, Þegar fyrir- lesturinn var búinn, voru tekin sam- skot, eins og getið var um í auglýsing- unni. Töluvert munhafa komið inn. Síðan var skorað á tilheyrendur, sem standa utan stúkna, að skrifa nöfn sfn niður og gangft inn á næstu fundu.Ti Skuldar og Heklu. 7 skrifuðu sig nið- ur að ganga í Skuld, en 15 í Heklu, á næstu fundum. Það má því óhikað segja, að fyrirlesturinn hefir haft stór- an árangur. Tónskáldið og söngfræðingurinn íslenzki, sem getið vnr um í síðasta blaði er Steingrimur Hall. Hann er sonur Jónasar Hall, að Edinburg P. O. N.-D., og nú að eins tvítugur að aldri. er hann hið mesta mansefni og skarar langt fram ur öllum þ»>ím piltum sem áður hafa lært sönglyst á Gustavus Adolphus söngkénslu skólanum, eins og ráða má af útskriftar einkun þeirri, er hann fékk frá skólanum í Maí í vor. Verk það sem hann þá vann þar, var að semja um 60 fylgiraddir við Piano Solos þær sem notaðar vor.. í Oratorio: “Tonbilder ur Jesu liv,” gerði hann á tæpum mánuði, og var það talið meist- arastykki, og engum lærisveini þar fært að gera nema Steingrími einum. Maður þessi, ef honum endist ald- ur er sjálfsagður að verða þjóð vorri hér til mesta sóma, og nú þegar orðinn það. Þeir Dakota ísl. virðast óðum vera að skara fram úr oss norðanmönn- um, hver.nig sem á því stendur. A fimtudaginn 18. þ m. voru þessir menn settir i embætti í stúkunni “ísa- fold” No. 1048 I O. F. Chief Ranger: Stefán Sveínsson. Vice C. R.: Walter Paulson. Record. Sec.: Jón Eínarsson, endnrk. Financial Sec.: S. Melsted. Treas.: G. Ólafsson, endurkosinn. Orator: G. Sölvason. Senior Woodward: T. Gillies Junior W.: P. Olson. S Beadle: S Sveinsson (tailor). J. B. S. Sveinsson (Elgin Ave.). Organist: S. Anderson. Physisian: 0, Stephensen M. D. Court Deputy H.C.R. S, Sigurjónsson. Past Chief Rangers eru: St. Thorson og 8. Sigurjónsson. Vér sjáum að síðasta Lögberg neyðist til að viðurkenna að FJÁR- HIRZLAN SÉ TÓM. Það er hrein- skilningsleg viðurkenning. og hefði átt að gerast á undan og um kosningarnar, í stað þess að koma nú pegar alt er um seinann. En lakast af öllu var þó það að sópa innan fylkið af öllum málsmet- andi íslendingum og teima þá um þvert og endilangt Gimli-kjördæmið, eins og gert var með sveitartudda á Islandi, til þess að ljúga kjósendurna fulla um: 1. Afstöðu flokkanna eftir koSning- arnar. 2. Fjárhagsástand fylkisins, sem þeir sögðu vera stór ágætt. 3. Frómlyndi Greenwaystjórnarinn- ar í meðferð hennar á fylkisfé. 4. Um Isl. fargjalda stuldinn o. fl. Það h^fði eflaust verið betra fyrir sumaaf þessum mönnum, þá að minsta kosti sem að þessum tíma hafa borið heiðarlegan Karakter, að sitja heima. Síðar við tækifæri skulum vér koma lítillega við kaun þeirra klíkunga i sam- bandi við ísl. fargjaldaþjófnaðinn. Horíinn. Maður að nafni Pétur Snorrason, hvarf úr Argyle nýlendunni seint í síð- astl. Júlí mán,, og hefir ekki spurzt til hans síðan. Sá er kynni að vita um núverandi verustað þessa mans er beð- inn að gera ritstj. Heimskringlu aðvart um það. íslendingar ! Undirskrifaður kennir piltum og stúlkum, ungum og göralum, íslenzku, einnig að skrifa og lesa ensku. Sig. Jvl. Jóhannesson. 558 l*acific Ave. Töfra-dúkurinn. Þessi dúkur er tilbúinn á undra- verðan hátt. Hann fægir og gerir var- anlegan gljáanda á allar málmtegundir sem eru nuggaðar með honum. svo sem hnífapör og annan borðbúnað og als- konar hluti úr látúni, gulli, silfri. nickel, eir og gleri og gluggarúður. einnig fægir hann Bycycles. Plated varning og annað þess háttar. Dúkur þessi er í sannleika undraverður. Hann er nýuppfundinn og nýkominn á mark aðinn. 800 gross voru seld í síðastl. mánuði og þykir sú undraverðasta framleiðslutegund aldarínnar. Nauð- synlegnr í hverju húsi- Vér þurfum 50 þúsund umboðsmenn til að selja þenna dúk, þeir geta grætt $150.00 á mánuði, ungir og gamlir, karlar og konur. _ Sérhver fjölskylda sem vill hafa hluti sína hreina, þarfnast þessara dúka. Þeir eru sendir hvert sem vera skal gegn fyrirfram borgun í peninga- ávísun, silfri eða frímerkjum. 25c. hver. J, Lakander, MAPLE PARK KANrt CO Illinois, U. S. A. MJÖG STÓR Flannelettes Teppi Hvít og grá að lit 75C. parið. Einni^ hvít ullateppi ágæt, 7 pund að þyngd $2.75 574 iTlaiii Stv. Telefón 1176 íslendingar í Dakota. Ef þér þurfið að fá peningalán, þú finnið mig að máli og spyrjið um lánskilmála. 7 til 8 procent renta. Enginn aukakostnaður. Lfind og bújarðir til sðlu. Pall Johannson, AKRA P. O. N.-DAK. Gash Coupons. $3.00 í peningum gefnir fyrir alls ekki neitt. Th. Thorkelsson, 539 Ross Ave, G. Johnson, corner Ross & Isabel Str., og Th. Goodman, 539 Ellis Ave, hafa þessar Coupons og gefa viðskiftamönn- um sínum þær fyrir hvert. 10 centa virði sem keyft er í búðum þeirra og borgað út i hönd. Coupon bækur fást i þessum búðum, eða hjá The Buyers and Merchants Beneíit Association, Room N Ryan Blk. 490 Main St.reet 262 Drake Standish. 20. KAFLI. Fegirnd Lallana. “Þiælslegi svíðingur !” hrópaði ég í bræði minni. “Þú skammast þín ekki fyrir að viðhafa slík orð, rétt eftir að þú hefir tilkynt okkur. að þeir sem við uniium heitast, hafi farist vofeiflega á höfninni í Cadiz ? Eru engin takmörk á spanskri svívirðing. JJvernig dettur þér í hug að ég geti horgað þér tvöhundruð þúsund peseta áður en ég fer héðan ? Hvar á ég að fá það fé? Hefir þú iiokkuð hugsað um það?” “Það er ómögulegt að þér sé alvara með þetta, Lallana”. mæltí Carlos, og hann gat tæp- lega kounð upp orði fyrir sorg. “Þéi getur tæp- lega verið alvaia með þetta. þú sem hefir veiið svo uniöiiuunar8.amur og góður við okkur 1 tvær vikur”. Lallana bandaði út hendinni til roerkis um að við skyldum veita því eftirtekt, er hann ætl- aði að segja. “Þið eruð of bráðlyndir, báðir tveir”, roælti hann. ‘ Þið skiljið ekki ástæðurnar. Þið....”. ‘ Skiljum ekki ástæðurnar !” tók ég frarn í og færði mig um leið feti nær honum. ‘ Ég skal sýna þér að ég skil þæi vel”. Og i sömu svifum stökk ég að honum með reiddan hnefa og ætlaði að berja hann framan á höfuðið; hann vék sér að nokkru ieyti undan höggiuu, en ég hitti hann samt á hökuna, og var það höggsvo mik ð. að hann féll við það niði r maitíatur fyrir fætur mér. Drake Standish. 267 senor Standish og komst okkur báðum til fullrar heilsu. Skýrðu þetta fyrir okkur. Hvernig steridur á því að þú hefir breytzt svo snögglega og ert, nú orðinn óvinur okkar?” Hið veðurbitna andlit Lallana kipraðist saman i ótal hrukkur, og átti það víst að tákna btos. “Þú hefir gert þér skakka hugmynd, ungi maður”, mælti hann. “Ég hefi í engu breytzt og ég er heldur ekki óvinur ykkar. Þú mintist á það, að ég hefði hjálpað ykkur til að koniast undan Spánverjunum. Haldið þið að nokkur maður hætti lífi sínu í slíka svaðilör. að eins að ganmi sínu ? Nei, maður býst. þá um leið við, að hafa eitthvað fyrir sinn snúð. Þú mintist einnig á það, hve góður osr umhyggjusamur ég hefði verið við ykkur i veikindnm ykkar. Held urðu að það hefði verið þjóðráð fyrir mfg að láta ykkur deyja, eftir að ég hafði .á annað borð stofnað mér í hættu ykkar vegna?” “Hefðuð þið báðir dáið hér í hellinum, hvað hefði ég þá fengið fyrir alt ómakið' og hættuna sem ég lagði mig i ? Ég get ekki rekið atvinnu mína framar í Ceuta sem fiskimaður, og verð að fara hcldu höfði. Ég er ekki óvinur yfckar. Ég er vinur ykkar. rétt rins lerigi og það borgar sig fyrir mig að vera það. Mér er varið hbt og manni, sem á góða hesta. Honum þjrkir vænt um þá og h8nn rejnir með öllu móti að halda þeiir. í sem heztu ástandi, En hann álítur þá saint virði svo eða svo mikils í gulli, og ekkert meira”. ‘‘Eininitt þannig skoða ég ykkur, vinir min- '266 Drake Standish. Og svo að hinu leytinu var það líka vel mögulegt. að Bonilla hefði logið að mér, og að hvorug þeirra Edna eða Inez hefði verið þar um borð. Mér hafði oft áðar dottið þetta í hug en ég hafði æfinlega slept þeirri hugsun aftnr, af þeirri einföldu ástæðu, að ég kaus heldur að vita af þeim sem föngum um borð hjá Arteaga heldur en að þær hefðu orðíð eftir varnarlausar i höndum Spánverja á Cuba. En svo, ef alt )etta var satt, sem Lallana sagði, þá var enn ástæða til að lifa til þess að koma fram hefndum, eins og Carlos sagði. “Gott og vel”, mælti ég kalt og stillilega; “Þú hefir undii tökin. Lallana. Við skulum tala um þctta með ró og stillingu”. Ég settist syo niður á gamlan pintrjánings- scól, sem þar var. Carlos settist pinnig niðnr rétt hjá mér. með undrunarsvip Það var auð- séð að hann skildi ekki fullkomlega hve mikil á- hrif orö hans höfðu haft á mig. “Þetta Kkar haér; svona á það aðvera”, sagð Lallana, og tók hann 'sér einnig sæti, en hinfr fjórir fylgifiskar hans stóðn þegjandi álengdar. “Égfullvissa yður um það, senOr, að það verð- ur mikið happadrýgra að athupa þetta alt með Stillingn, Þér ernð ekki svo skyni skrojpnir, senor; i ð þér sjáið ekki. að æsing og mótþrói hefir í 1 essu tilfelli enga þýðingu”. “En ég skil ekki enn í því. Lallana”, mælti Catlos, ‘ hvers vepna þú bieyttist, svona snögg- le/a. Þú sem bjálpaðir okknr úr greipum Spán- verjanna ogfhjúkradir okknr svo eius og bezti bróðir. Þú, sem græddit sát mín og læknaðir Drake Standlsh. 263 “Ó. senor !”, varð Carlos að orði; “þetta er ekki viturlegt”. Fylgisveinar Lallana, sem höfðu setið við spil skamt frá okkur, urðu varir við riskingarn- ar og komu nú allir til okkar. Ég hafc'i gleymt þeim rett í svipinn, en nú sá ég hve heimsku- iega fljótfær eg hafði verið. En eigi að síður var ég svo reiður við Lallana. að ég yðraðist þess alls ekki, að hafa barið hann. Ég gat auðvitað búist við því að Lallana stykki á fætur og hlypi að mér með opinn morð- kuta, samkvæmt almennum Spánverja sið. En hann aðhafðist ekkert þvílíkt. í stað þess reis Iihi n á fætur hægt og seinlega og sneri sér að okkur brosandi. “]\fér er auðvitað innan handar að hefna grimmlega fyrir þetta högg”, raælti hann stilli- lega. neri saman höndunnm og hneigði sig háðs- lega. “En ég geri það nú ekki, af því að ég er vitrari maður en þér. Við lifum á þessari jörðu lengur eða skemur, eftir ,ivi sem forlögin á- kveða. Einhverntíma í lífi hvers ínanns kemur fyrir atvik. sem gerir honum mögulegt að bæta sv<> kjör sín. að hann geti lifáð í ró og alsnægt- um, — ef hann að eins skortir ekki stillingu og ráðdeild. Ég hefi orðið að bíða Jengi eftir þvf, að slíkt atvik bærist mér að höndum. Hefðu forlögin ákveðið mér stuttan aldur, þá gat verið að gæfan hefði fyrr fallið mér í skaut. Nú fyrst hftfir gæfan flutt mér gullkálf í skaut — og það eruð þér” ‘Eg er fátækur maður. Fátækur, heimskur cg fyrirlitinn fiskimaður. Aldrei á æfi minni

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.