Heimskringla - 01.02.1900, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.02.1900, Blaðsíða 2
HEIMSKKINGLA 1. FEBRÚAR 1900. PUBLISHED BV The lleiiihkrÍDgla News & Publishiog Ci. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 ?m é.rid (fyrirfram bornað). Sent til slauds (fyrirfram borgað af kaupenle im blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist i P. O. Money Order Segistered Letter eda Expres-a Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum Managing Kditor : It. Ií. Baldwinson, Office . 547 Main Street. P o BOX 305 Sjóðþurðin, Síðasta Lögberg eyðir rínnlega 5 dálkura til þess að verja sjöðþurð Greeuwaystjórnarirmar sálugu, og flytur lesendum sínum tangt svar frá Mr. McMillan. en eftir því sem rér skiljnm það svar, þá má svo heita að hvert orð f því sé bein við- urkenning um sjððþurð. Mr. McMillan segir: •‘Þér spyrjið, hvers vegna útgjöldin hafi verið meiri en tekjurnar. Jseja. það er létt að skýra það atriöi. Þér vitið, að þer?ar Aætlunin um útRjöldin er lögð fyrir þingið. þá er um leið lögð fyrir það áætlnn um tekjurnar. Ef þér viljfð g@ra yður það ómak að líta yfir áætlunirnar fyrir árið sem leið, þá finnið þér þar. auk annara tekjuliða. að vér gerðum áætlun um að fá $300,000 frá sambands-stjórninni. úr skólalanda- gjóði fylkisins. peningnm, er vér eig- um hjá sambands-stjórninni, en þessi upphæð ($300.000) var ekki borfjuð oss. Ef vér hefðum fengið hana, þá hefði ekki orðið neinn tekjnhalli, heldur þvert i móti mikill tekju afgangur”, Þarna er svarið. Df inntekt- irnar hefðu verið 1800,000 meiri en þær voru á liðna árinu, þá hefði ekki orðið neinn tekjuhalli, Þetta er bein viðurkenning þess að tekju- halli hafi orðið á síðastaári, og sann- ar það að eonservativar fóru með rétt mál. Aftur segir hann : "enginn hélt því fram. að vér gæt- um borgað allar þessar miklu fjárveit- ingar. borgað allau kostnað við stjórn- ina sjálfa., löggæzlu kosr.að, o. s. frv , og samt haldið útgjöldunum innan tak- marka tekjanna, án þess að fá eitthvað úr hinuro mikla skólalands-sjóði fylk- isins.” Þetta er önnur viðurkenning þess að útgjöldin hafi verið meiri en inntektirnar. Næst segir hann: "Vér höldum því ekki fram og höf- um aldrei látið sem vér gætum horgað þessi "capital” útgjöld og vexti af þess- um járnbrautastyrks skuldabréfum af hinum vs.nalegu tekjum fylkisins". Þarna er aðalmergur málsins: Það kemur nú upp úr kafinu að Greenwaystjórninni heflr aldrei dott- ið í hug að láta inntektir fylkisins mæta útgjöldunum, enda hafa þeir herrar rækilega passnð að það skildi ekki verða. En því sögðu þeir ekki kjósendum frá þessu áformi sínu um undanfarnar kosningar, í stað þess *ð vera altaf að hjala um sparsemi, lem oss er ný sagt að þeim hafi aldrei áottið í hug að viðhafa. Mr. McMillan getur þess að fjár- hirslan sé ekki tóm af þvf að $691, 883.34 séu til í bönkum þessa bæjar. En hann gleymdí að geta þess að $476,864.67 af því fé eru geymslu- $jóðir—“Trust Funds” — sem ekki ▼ar stjórnar fé og sem hún þess ▼egna átti ekki með að skerða um •itt einasta cent. Svo hafði hálfa- árs tillagið frá Dominionstjórninni að ■pphæð $241,000 komið til Green- way stjórnarinnar þann 4. Janúar, rétt tveim dögum áður en hún skildi ▼ið vöidin. Þeir peningar voru þeasa árs tillag, og áttu því ekki að notast til að borga síiasta ára út- «jöld, en þó hefir verið tekið af þeirri upphæð til að borga þaor. Tflrlít yfir stjórnarbækurnar aýna Ijðslega að þegar sfðustu ára út- ttgjöld eru borgnð of þessa ára in*- fwkíum, þá er sjóðþurðin, eina og ▼ér höfum áður sýnt, $227,00§.l&. ln með því að nýja stjórnin heflr aett nefnd til þess að athuga fjár- hagsástand fylkisins, þá flnnum vér ekki ástæðu til að fara frekar orðma *na, þetta að svo stöddu. “Bak við tjöldin.” í þessu blaði flytjam rér greim sam'kom út í Þjóðólfi áaga. 24. Nav, sfiaat!.. Erþað kafll ár hréfl frá eiahvmrjam óncfáaai graúmf hflf- undi héðan frá Winnipeg, og á að vera lýsing á ástandi Vesiur Islend- inga—lifnaðarháttum þeirra og hugs- unarhætti, og hugarfari þeirra gagn- vart löndum þeirra heima, á fslandi. Því er haldið fram: 1. Að aðalmál Vestur fslendinga sé útflutningamálið. Það að koma öllnm fslendinnm frá fslandi út til Ameríku. Þetta er að því leyti of talað, að oss vitanlega hefir engum landa vorum komið slíkt til hugar, en hitt höldnm vér, sem þekkjum land þetta og kosti þess nokkurn- vegin til hlýtar, og þekkjum einnig vort eigtð fsland og ástæður manna þar heima, að Amerfka sé stórmiklu betra land en fsland er, og að hver vinnandi og vinnnfús karl eða kona geti komist hér af með vinnnafla sínum margfalt betur en það er mögulegt á íslandi. Það hefir því verið og er enu þá skoðun vor að það væri dugandi fólki mjög f hag að geta komist hingað vestur. En með því er ekki sagt að vér 'vildum tæma lanöið, eða vildum fá alla Is- lendinga út hingað. Það er stór fjöldi manna og kvenna þar heima sem svo langt frá því að vilja sjá þá hér úti, vildum vér Vestur-ís- lendingar gjarnan leggja nokkurn skerf til þess að halda því kvrru á fslandi, og höfum enda gert það á umliðnum árum. 2. Að það sé skoðun vor Vestur- fslendinga, að það eigi að liggja fyr- ir Íslandí að verða flskistöð að eins fyrir Englendinga og aðrar útlendar þjóðir. Það mun vera óhætt að segja að fæstir af þeim sem á nm- liðnum árum hafa flutt út frá Islandi haíi gert sér nokkra hugmynd um framtfð Islands. Þeir hafa borið sínar eigin framtíðarvonir á sam- viskunni en ekki landsins sem þeir yfirgáfu. En á hinn bóginn vitum vér til þess að á meðal mentaðra manna á íslandi er það nú ríkjandi skoðun að einmitt þetta flskistaðar ástand. eigi að liggja fyrir föður- landinu. Þetta hefir oss verið sagt í fyrirlestrum hér, sem haldnir voru af mönnum nýkomnum frá íslandi. Síðastur þeirra er sagði oss sögu þessa var séra Bjarni Þó arinsson, sem kom þaðan á síðastl. sumri, og hið sama höfðum áður frétt eftir flðrum presti í grend við Reykjavík. Þ?ssi fisklvers hugmynd virðist því al gerlega eiga rót sína að rekja til hinna mentuðu embættisraanna í höfuðstað landsins og þar í grend, samkvæmt yfirlýstum skoðunum þeirra á mál- inu. Þessir menn ættu að sjálfsögðu að vita bezt um ástand landsins og framtíðarhorfur þess. Það er því ekki einasta réttlætandi þó vér smælingjarnir hér fyrirhandan hafið höfum tekið upp þessa skoðun og gert hana að vorri skoðun, heldur mætti það heita að vér sýndum mik- ilmennunum þar heima óverðskuld- aða vanvirðing ef vér hefðum van- rækt að taka tillit til þeirra í þessu máli og fallast á þessa skoðun sem oss virðist vera eins sennileg eins og hún er orðin alraenn þar heima. 3. Að vér Vestur-íslendingar töl- mn illa um ættland vort og óskum að mannbygð eyðist þar. Fyrsti liður þessarar setningar er víst á- reiðanlega bygður á mjög röngum skilningi á skoðunum manna hér vestra. Að vísu geta verið hér til þeir menn sem tala illa ura ættland •itt, en þeir eru áreiðanlega undan- tekning frá því almenna. Menn hér reyna að unna ættlandi sínu sann- mælis og yfirleitt að tala um það með ▼irðingu, en dómar einstaklinga ▼erða yfirleitt samkvæmt reynslu þeirra á föðurlandinu, og fólk vort hér er nógu hreinskilið til þess að segja hispnrslaust skoðanir sínar, eins á íslandi eins og á öðrum mái- efnum. Þeir sem því tala illa um land sitt, gera pað af þvf að þeir hafa haft illa reynslu á þvf, hafa lið- ið þar skort, bágindi og lagalega kúgun. Þeir geta því ekki talað ▼el uuj landið nema með þvf að gera það mót eigin reynslu, mót betri vit- unfl og móti sinni eigin sannleiks- ást. JSn síðari liðurinn, að vér ósk- mra að mannbygð þ&r eyðist, er svo fjarstari öllu ▼iti að vér látum hon- aas óararað. 4. Að þeir aem f hjarta nnna ls- laadi hér, þori ekki afl aatela þvl líkaaryrði vegna Lögbergs. Þetta er í fyrsta skifli sem vér höfam heyrt þnss getífl að Iögberg væri það #*ór. ▼alfli aseflal Taetar-fslendinga afl iþeir jsjrfla ekki afl itu« |rl faU- um hálsi, í hvaða máli sem vera skal, og þessi staðhæfing bréfritans er ó- hrekjandi vottur um vanþekking bans á þjóðlífi Vestur-íslendinga, og þvf ekki takandi til greina. 5. Að hagkvæmast verði að hafa leynilega utflutnings agenta og að Sí'-ra Jón Bjarnason sé bezt fallinn tfl að útvega slíka menn. Þetta at- riði einnig er nýung. En hitt er al- ment álitið að hver sá maður sem héðan fer til fslands, hvort heldur til framtíðar aðseturs eða að eins snöggva ferð, hljóti að hafa óbein á- hrif í þá átt að örfa útflutningshug fólks þar heima, svo framarlega sem þeir þekki land þetta og ástand fólks vcrs hér, og þjóðarinnar í heild sinni, og skýri satt og rétt frá þvi í við- ræðum við menn á íslandi. 6. Þótt hér komi fyrir uppskeru- brestur, vinnuleysi o. s. frv. á ýms- nm stöðum, þá er þess aldrei getið í blöðunnm, segir bréfritinn. Það er óhngsandi að hann hafi lesið vestan blöðin til hlýtar, því annars hefði hann ekki getað gert þessa staðhæf- ing nema mót betri vitund. Allir sem lesa fréttadálka blaðanna og bréf núlendu manna, hljóta að sjá að þar er sagt jafnt það mótðræga sem hitt er að óskum gengur. Blöðin hér hylja aldrei neitt sem kemur fram við landa vora eða þjóðina hér. Þvert á móti er oss ant um að frænd- urnir á íslandi fái sem sannas' ar og réttastar sögur héðan, vitandi það, að eftir því sem þekking fólks þar heima vex á þessu landi, eftir því fjölga þeir sem hingað vilja komast vestur. FTernaðurinn. Eitt af því sem ekki fer fram hjá lesendnm blaðauna er það að þau eru full af stríðsfréttum. Það er sama hvort þau eru gefin út í Bandaríkjum eða í brezka ríkinu. Þau flytja öll fréttir frá Transvaal stríðinu, og mega heita full af þeim. En Philippine stríðið, hvað er um það? Blöðin hafa ekki minst á það f marga mánuði svo teljandi sé, ekki einusinni að Bandaríkjablöðin, hafi neinar fréttir af þeim hernaði svo teljandi sé. Hvers vegna er þetta? Er Bandaríkja herinn sofandi og að- gerðalaus þar eystra, eða er gerð- um þeirra, ef nokkrar em, haldið leyndum af því að þeir fái ekkert á- unnið þar í eyjunum, Þar eru þó nm, eða nær því, 70,000 Bandaríkja- hermenn og það virðist ekki ósann- gjarnt að ætlast til að þeir gætu á- orkað einhverju því sem í fréttir væri færandi. En blöðin skýra svo ekki frá neinu þess háttar fremur en þar væri enginn ófriður í landi eða þá að Bandamenn hefðu nokkra hlutdeild f lionum. Það eru nú liðn- ir 4 mánnðir síðan lesendum var skýrt frá því að General Otis væri búinn að gera mjög djúpviturlegar ráðstafanir til þess að umkringja Agunialdo og alt hans stjórnarráð, og að hann mundi áreiðanlega verða í höndum Bandahersins þá eftir fáa daga. En síðan hafa bbiðin ekki minst á þetta með einu orði og Agunialdo leikur jafn lausuin hala nú og hann gerði fvrir hartnær 2 árum, rétt áður en Bandamenn hófu hernað sinn þar á eyjarskeggja. Það mun þó ekki vera svo að Aguníaldo hafl umkringsOtis og her hans allan, og haldi þeim í gísling þar til Banda- menn skila honum aftur konu hans og pilsum hennar og öðrum fatnaði, sem sagt var að þeir hefðu náð á sitt ▼ald fyrir 2—3 mánuðnm. Ettir því sem séð verður af blóðunum þá er ekki sjáanlegt að berinn þar eystra hafl meira svigrúm til að vinna, en ef hann vseri í fangelsi. Vera má að vísu að aðgerðaleysi þetta orsak- ist að einhrerju leyti af skipunum frá stjflrninni f Washington. Hún er sér þess meðvitandi að hernaður þessi er beint brot gegn Munro regl- ■nni og að þvt er oss er sagt, á móti stjórnar»krá Bandarík. Hún ▼eitað allmikil óánægja meðal fjölda manna þar í rfkjunum út af öllu þessu her- braski sínu, og að þessi óánægja «r stöðugt að ▼axa og fá ákveðnara form, með þrí að sá flokkur rnanna, »em andmelir þesaum garðumjstjórn- arinnar fer einlagt ag öfluglega vax- andi eftir þvf sem íyrnist yíir Man- illa •' Santiago sigurvinningarnar. Hýn vait að það er fariðj að“llða að nastu forsata késningum og að öll ▼arasemi er nú nauðsynleg aaeðan kfca er afl kiaasaat aikvtMalefa wftír skoðun manna á þessu máli. Það getur og haft talsverð áhrif á hana að admiral Dewey ogaðrir málsmet- andi menn, sem injög eru kunnir Eyjarskeggjum, lyndiseinkunnum þeirra, mentaástandi og þjóðlífi öllu, hafa sagt það afdráttarlaust að þeir væru vel færir til sjálfstjórnar, og víst er það að eftir öllu sem enn þá er framkomið í sambandi við stríðið þar eystra, þá hafa þeir sýnt að þeir séu svona hér um bil færir um að sjá um sig sjálfir. Það væri því ekkert sérlega undarlegt, þó stjórn- in kjósi fremur að fara hægt í sak- irnar um stund, og láta sem minst bera á ófriðar störfum sínum í Philp- pine eyjum. Hún getur ekkigengið gruflandi að því að þetta stríð getur ekki orðið útkljáð fyrir næstu forseta kosningar, óg hvernig svo sem það lyktar, þá hljóta afleiðingar þess að verða þannig að hún getur ekki vonað að það slái nokkrum Ijóma yfir stjórnartímabil sitt, ef það verð- ur ekki beinlínis til að fella hana.’ Fylkis fjárþurðin. í tilefni af staðhæfingum Mr. McMiIlans og bréfum bankastjór- anna um peninga eign tylkisins f þeim, þann 6. Jan. síðastl., þar sem sýnt var að um $699,883.34 voru þá ábönkum. Nú hefir bankastjórinn á Imperial-bankanum ritað annað bréf, þar sem hann segir að 31. Des. síðastl. hafi verir að eins $174,725.48 í bankanum, en 6 dögum siðar voru það orðin $493,490.75. Þetta sann- ar það að þessa árs inntektir hafa verið notaðar í millibilinu til þess að drepa í þau skörð sem orðin voru á nýári, Hvernig Greenway fór að spara! Blaðið Weekly Echo í Dominion City, skýrir frá því hvernig Greeway stjórnin sál. fór að borga $6,500 fyrir einnar mílu langan skurð hjá Dominion City, og sýnir blaðið rneð reikningum að það hefði verið hægt að byggja að minsta kosti 10 mílur fyrir þesea peninga. Green- way borgaði því 10 sinnum meira en nokkur nauðsyn var til ef fróm- Iega hefði verið farið með almenn- ings fé. Þetta mál verður rann- sakað af fjármálanefndinni nýju og má þá búast við sögulegum fréttum. T. d. má geta þess að J. A. Mac- donnell, er rekinn var úr þjónustu stjórnarinnar um daginn, hefir hand- Ieikið um $400 af þessum peningum og C. A. Millican, annar mælinga- maður, hefir haft hendur á $200 af •fénu. Þetta er aukreitis kaups og fæðispeninga þessara manna. Afneitar Greenway, Cbarles A. Young, nýkosni fylk- isþingmaðurinn fyrir Deloraine-kjör- dæmið hefir sagtaf sér þingmensku. Astæðuna fyrir þessari afsögn segir hann vera uppljóstur Conservatíva um járnbrautasvik Greenway-stjórn- arinnar; segir Mr. Young að Green- way hafi logið því að sér og kjós- endum sínum, að C. P. R. félagið bygði Wascada-braut sína án þess að fá nokkurn styrk frá fylkinu. ln nú hafl Greenway orðið að játa að hann hafl í sumar gert samning um að veita því $1750 fyrir hverja míiu af þeirri braut. í góðu trausti til Greenway kveðst Mr. Young hafa náð kosningn sem Liberal, með því að leggja drengskaparorð sitt við því að þessi braut værí bygð styrk- laust. Kjósendurnir hafi þannig verið gabbarir og kosningin ætti að vera ómerk. Hér eftir segist hann ekki viðurkenna Greenway sem leið- toga sinn, né heldur virða hann sem heiðarlegan mann. Bak. við tjöldm, Knfl tér prttnl brtA til rítntjóra Þjóðólfi, di.í WinnipcQ 4. Scft. --------Kg hef lengi ætlftð mér að skrifa pér um eitt atriði, af þvf ftð þú ert góð- ur drengur eg elskar wttland þitt. Vestur-íslenáingar hafa eitt mál m»ð hönáum, þeirra aðalmál, að efla út- tíutniug frá íslandi til Kanada. “Lög- berg” »r málgagn þessa máls. Blaðið fwrárl. hitt á anuað þúsund dollara f/rir að rera innfiutningsblað (immi- gration paper); þessir peningar koma frá Manitobastjórn, ogeigasumir rá$- kerrar fylkisins hluti! blaðina. M»ðal annars kaupir Manitobaatjórn aitt þú»- •aflaigtökaf "Lögbergi” til að senda kaira *ii íalaafle, krarteara "Lágkerg” gerir það, eða lætur peningana borgun- arlaust. í vasa sinn. Þessar peuiuga- upphæðir sjást í stjórnarreikningum fylkisins. Séra Jón og séra Friðrik og aðrir formenn kirkjufélagsins eru eig- endur "Lögbergs”. Aðalmál kirkjufó- lagsins er í raun og veru orðið fyrir löngu innflutningur frá íslandi. Það er skoðun þeirra. að allir íslendingar eigi að fiytja vestur um haf, að það eigi að liggja fyrir Islandi að verða að eins fiskistöð Euglendinga eða annara er- lendra þjóða. Þetta er prédikað fyrir fólki hér við öll möguleg tækifæri. Með þvi að “Lögberg” lifir á þvi að vera innflutningsblað og "aðstandendur” blaðsins hafa uppeldi sitt af innflutn- ingi frá íslandi, þá nota þeir öll tæki- færi til þess að níða ísland og telja fólki trú um, að fandið sé að eyðileggjast. Af þessu er hér komið eitt fram meðal "Vestur-íslendinga, sem er eins dæmi í sögunni: Allir innfluttir þjóð- flokkar hér, Norðmenn, Danir, Svíar, Þjóðverjar o. s. frv. tala vel um ætt- lönd sín og óska þeim blessunar. Vest- ur-íslendiugar er einasti þjóðfiokkur í V'estur heirni, sem talar ílla um ætt land sitt og óskar, að mannbygð eyðist þar. Þeir, sem i hjarta unna Islandi hér, þora eigi að mæla því líknaryrði vegna ‘ Lögbergs” og þeirra formanua kirkjufélagsins, sem stjórnarstyrk hafa fyrir að efla iunflutning frá íslandi. Þessu fargi er eigi auðvelt að létta af. Það berast nú hallærissögur heiro- an af ísiandi. enda segist Vilhelm Páls- son eiga að fara heim í haust til að tíytja fólk af landi burt. Það er gróða- ferð fyrir haun, því hann reiknar sér yfir sex dollara fyrir hvern dag, sem hann er í þeirri ferð. Auðvitað er það margfalt msira en kostnaður hans og kaup er, en Manitobastjórn er ókunaug ferðakostnaði á íslandi og trúir því öllu, sem henni er sagt. Þessi reikn- ingfærsla er alseigi agentinum til neins ámælis eftir hugsunarhætti Vestur- heimsmanna. Hér er talið sjálfsagt, að hvor, sem getur, reyni að svæla sem mest út af opinberu fé. Það er álitið Vesturheimsþjóðamein, sem ómögulegt sé að lækna.— En þó agent fari heim héðan við og við, þá er það samt skoðun manna hér, að hagkvæmast verði að hafa leyni- lega útflutninga-agenta heima á Islaudi og er álitið, að séra Jón Bjarnason sé bezt falliun til að útvega slíka menn. Ank Einars Hjörleifssonar, sem auðvit- að er sjálfsagður. er talinn fenginn fyr- ir nokkru eiun prestur í núnd við Reykjavík, hvað sem hæft er í því. Um efnahag íslendinga hér þarf ég eigi að fjölyrða. Fyrirlestur Jóns Ólafssonar í ‘Sunnanfara” er algerlega sanuur. Ef nokkuð ei, þá gerir hann sumt glæsilegra hér, en það er. Hvorki Einar Hjörleifsson né "Lögberg” hefur ritað á móti þeiin fyrirlestri, enda er þar eigi hægt að mótmæla. Fyririest- ur Einars, Báldvinso. s. frv. eru vöru- gyllingar (reklamer) á því stígi. sem Vesturbeimsmenn einir geta gert. En það er skoðun mín, að þú og aðrir blaðamenn á íslandi vinnið óaf- vitandi að útfiutningi frá íslandi miklu meir, en þið hafið nokkra hugmynd um. —(Og þess vegna skrifa ég þér nú alt þetta mál); Blöð ykkar — auðvitað einkum Isafold — flytja sí og æ hall- æris- og harðindasögur frá ýmsum hér- uðum íslands. Getur verið, að sögur þessar sóu sannar. Eg held samt, að þær séu töluvert yktar, því það mun vera álit'enn 4 ættlandi okkar, að það sé eigi búmaður, sem eigi kann að berja sér. Fregnir um góða og hagstæða tíð eru fátíðari í blöðum ykkar. Og lítið er getið um vellíðan manna, þar sem hún kann að vera. En hefur þú ihug- að hvað verður um hallærissöguruar í olöðunum ykkar? Þær eru fyrst allar teknar upp í Lögberg og berast þannig út um allar nýlendur Vestur-íslend- inga. Síðan taka prestar og aðrir for- menn kirkjufélagsins við sögunum og prédika fyrir fólki, sem les ekkert ís- lenzt blað nema "Lögberg” eitt, að nú verði manndaudi á íslándi; það sé því skylda bvers mans; sem eigi ættingja á Islandi, að skrifa honum og koma hon- um vestur. (Ef hallærissögurnar eru eigi nógar, þá birtast nafnlaus hallæris- bróf í “Lógbergi” heiman frá íslandi). Og fólk vort er að eðlisfari gott. Menn reyna þess vegna á allan hátt að telja ættingja sína á að koma vestur og leggja fram sinn slðasta eyri til þess að styrkja þá til þess. Þannig eru hall- ærissögurnar í blöðunum ykkar notað- ar til að efla útflutning frá íslandi. Að "ísafold” flytur flestar hallærissögur, kemur auðvitað af þvi, að Einari Hjör- leifssyni er eigi ókunnugt um, til hvers þær eru notaðar, þegar þær koma hing- að vestur. Fyrsta frumregla fyrir blöð hér i Manitoba — sérstaklega innflutnings- blöðeÍDs og "Lögberg” — er þetta: Að segja alnrei annað en það, sem gerir landið glægilegt og “aðalandi” fjrrir innflytjendur. Þótt hér komi fjrrir uppskerubrestur, vinnuleysi o. s. Irr. á ýmsum stöðum, þá er þess aldrei g»t- iðí blöðunum, heldur flytja þau langar lofgrainar uin það, hvað öllu líði yel, og það einmitt úr þeim héruðum, þar aem hagui manna er erfiður Hugsunarháttur Vestrheiiasmanna er i því efni gagnstæður hugsuuarkætti íslendinga og aunara Norðurálfumanna: Hár teljasig allir undantekningarlaust auðugri, »n þeir eru. Við framtal msnna •>■ hér »ngln útgjöld kuudin. Sa kátt framtal eykur auðritaá Uaa- traunt ▼iráiag. H»ima 4 Í»laa&í »g1 i öðrum löndum Norðurálfunnar segja menn sig oft fátækari en þeir eru, (draga undan) vegna þess að útgjöld þeirra fara að sumu leyti eftir framtali. Frá löndum. ÚR BRÉFI FRÁ DAWSON CITY, dags. 23. Desember 1899. Tiðin var hér mjög góð til Nóv,- mánaðar loka, og varð þar,af leiðandi vetrarvinna byrjuð seint, og yfir höfuö minna unnið en síðastl. vetur, sérstak- lega á beztu lækjunum: Bonanza og El- durado. Litið er befra að fá vinnu hér nú en síðastl. vetur, því þó fólkið hafi fækkað að mun, þá er þó mikils til of margt fólk enn þá, og svo hjálpar til. að minna er nú unnið að námalóðum.— Gufubátarnir héldu áfram að tiytja vörur niður til Dawson þangað til áin fraus, og urðu svo tveir þeirra seint fyrir og brotnuðu í isnum, er þeir voru að fara síðustu ferðina. Á öðrum bátn um voru 26 sekkir fullir með póstbréf og höggla, eralt saman týndi»t; litlu varð bjargað af hvorugum bátnum, en menn allir komust lífs af; einnig var fjöldi af siuábátum á ferðinni ofan ána uui sama leyti, og urðu sumir þeirra fastir í ísnurn, en sumir brotnuðu, og er uú verið að flytja vörurnar af þeim á sleðum hingað ofan eftir. — Heldur munu vörur vera hér ódýrari enn í fyrra, að undanskildu nýju kjöti, það er nú I hærra verði, — Ósköpin öll er hér talað um Cape Nome, og gera inargir ráð fyrir að faia þangað á næsta vori, og er löngu búið að kaupa upp alt plúss á öllum þeim bátum, .-.em hérliggja, og von er á að fari niður til St. Michael þegaráin losnar. Menn eru nú öðru hverju að leggja á stað með sleða sína niður á; leiðist að bíða vors- ins, og vilja heldur þramma með sleða sína á eftir sér þenna litla kipp til Cape Nome; það er nú ekki langt — að eins 2000 mílur héðan. Síðustu fréttir þad- an komu hingað með með mönnum, er fóru út frá Cape Nome með síðustu skipum í haust, en eiu nú komnir hing að, á leið þangað aftur. Ekki veit, bg hvað ég geri með ferd þangað. Eg býst við að vei kamönnum fækki hér til muna, ef svona æsingar verða i vor, sem nú eru, og þá muni betra að fá hér vinnu og kaup liklegt ad verði betra en nú er. Kr. S. Góð tíðindi hljóta það að vera öllnm, sem veikirera að rafraagnsbelti mín (Electric Galvao- ic Belt) eru þau undraverðustu belti í heiminum, þar eð þau lækna sjúkdóma betur en önnur belti, sem kosta $5 til $30. Þessi belti min endast æfilangt og Kanga aldrei úr lagi. Það eru áreiðan- leg að lækna liðaveiki. gi :t, tnnnpínu, kirtlaveiki, alskonar verk, sárindi og kvalir. svefnleysi, hægalðeysi, lifrar- veiki, hjartveiki, bakverk, nýrnaveiki, magaveiki, höfuðverk, kvefveiki, La- Grippe, andarteppu, taugasjúkdóma og alskonar kvensjúkdóma. Engar á- stæður að vera veikur, þegar þér getið orðið læknuð. Þér verðið varir vi$ verkanir beltisins eftir 10 mínútur. Af þvi ég vil að allir kaupendur Heimskringlu eignist þessi belti, þá sel ég þau á &L,00 hvert, eða 6 belti fyrir $4.50 um næstu 60 daga, eftir 60 daga hækkar verðið. J. Lakaniler. Maple Park, Kane County, íllinois, U. S. A. Bugsunarsamar matreiðslukonur vilja ætíð vanda sem beat það sem þær bera á borð. Boyd’s brauð er hið bezta. Margra ára reynzla heflr sannað það. Hefurðu ekki ▼eitt því eftirtekt hvað þai er ágætlega smekkgott ? W. J. Boyd, 370 og 579 Main Str. Army and Aavy Heildsala og smásala á tóbaki og vindlum. Vár höfum þær beztu tóbaka og vindl*- bjrrgðir aem til eru I þessum bæ, og aelj- nm þær ódýrara en aðrir. Enda gerdta rér meiri verzlun en nokkur annar. Vér óskum eftii ▼iðskifturn yðar. I. Brown & Co. 541 Main Str. Úrmakari Þórður Jónsson, M*r. MfirnHA a»óti rÚBtammai af MaaiteW ■etíáimm.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.