Heimskringla - 03.05.1900, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.05.1900, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 3. MAI 1900. Beiiiiskringla. PUBLISHED BY The Heimskriogla News & Pnblishing Go. Verð blaðsinsíCanada og Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent tii fslands (fyrirfram borgað af kaupenle «m blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist 1 P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Oraer. Bankaávísanir á aðra banka en Winnipeg að eins teknar með afföllum R. Ii. Raldwinson, Editor U. Swanson, Manager. Office : 547 Main Street. P.O BOX 305. Síðan vér ritnðam greinina í sfðasta blaði um útbolun íslendinga írá bæjarvinnu, hafa nokkrir menn látið þess getið að þetta væri orð í tíma talað um alvarlegt nauðsynja mal, og vér höfum orðið þess varir að óánægjan meðal landa vorra yflr útilokun þeirra frá vinnu þessari, er all almenn. En þeir virðast vera gersamlega ráðþrota með að flnna heppilega aðferð til að hrinda þessu máli í vænlegt horf. Fyrsta sporið er þegar stígið, það sem sé, að landar vorir flnna ó- réttinn rem þeir eru beittir. Næsta sporið þarf að verða félagsleg sam- tök meðal íslenzkra verkamanna. Þeir þurfa að koma saman og ræða um hagi sína, skiftast á skoðunum og komast að niðurstöðu um hvað gera skuli. Oss flnst hér liggja beint við að verkamenn taki sig fram um að senda áhrifamikla nefnd á fund nefndar þeirrar sem stendur fyrir bæjarverkunum og leggja mál stað sinn ljóst og greinilega fyrir hana. Til þessa Þurfa verkamenn talsverðan undirbúning til að safna sér nauðsynlegam gögnum. Þeir þurta að geta sýnt tölu ísl. og ann- ara útlendra þjóðflokka hér í bæn- um, hve mikla skatta ísl. borga í bæjarsjóð í samanburði við hina aðra þjóðflokka, hve margir ísl. æktu, að réttu hlutfalli við hina, að geta notið bæjar vinnu, og hve margir hafa hana af hverjum þjóðflokki út af fyrir sig. Þeir þurfa að geta sýnt ljóst og greinilega að landar vorir séu afskiftir og að rangindum sé beitt gagnvart þeim. Þeir þyrftu, ef mögulegt væri, að geta sýnt hverju þetta er að kenna og hvernig þeir vilja fá breytinguna gerða. Vér vitum vel að þetta kostar tíma og ó- mak, en ef margir landar vorir eru iðjulausir part af vetrinum eða vor- inu, þá hafa þeir einmitt tækifæri til þess að nota þann tíma til að kynna sér þessa hluti, og greiða með því veg nefndar þeirrar. sem send yrði til að mæla máli þeirra við bæjarstjórnina. Það eitt er víst að svo búið má ekki lengur standa! ísl. verka menn verða að láta duglega til sín taka í þessu máli, og þeir verða að gera það með félagslegum samtök- um. í þeim tilraunum geta þeir átt vissa samvinnu allra landa sinna í þessum bæ. anna svo úr garði að enginn kiós- andi hafi fleira en 1 atkv. í sama kjördæmi, og enda ekki nema 1 einu kjördæmi, og sanngimi virðist mæla með því að þessar breytingar verði gerðar. Annað ákvæði í lögunum, sem ekki verður vinsælt, er það, að svifta alla hermenn atkvæðisrétti og alla sem eru í lögregluliði Norðvest- urlandsins. Þetta þykir ranglátt I mesta máta, því engin skynsamleg grein getur orðið gerð fyrir því að svifta þá menn almennum borgara- og mannréttindum, sem eyða dögum sínum til að vernda líl og eignir landsmanna, eins og t. d. lögreglu- lið Norðvesturlandsins. Það heflr verið bent á það að ekki sé réttlátt að svifta þá menn atkvæðisrétti, sem nú eru í hernaði í Suður Afríku, en veita hann hjörðum útlendinga sem ekki kunna orð í ensku máli, og als enga þekkingu hafa á landsmálum. En á hinn bóginn er þetta fyrir- komulag ágætt fyrir Laurier stjórn- ina, því það eru miklu meiri líkindi til þess að hún fái haldið völdum ef allir þeir sem hafa vit og þekkingu landsins velferðarmálum, verða sviptir atkvæðisrétti, en hinir sem hvorki skilja landsins tungu né starfsmál, eru látnir ráða lögum lofum í landinu. / og Ar. VII. Fráfall gamla Ouðmundar stvdents. —Hálfstolið og hálffrjálst.— Eftir Stephan G. Stephansson. Nokkrar umræður hafa orðið í blöðunum um hið nýja kosninga- lagafrumvarp Laurierstjórnarinnar, og mælist alment illa fyrir því. Eins og menn vita þá eru Dominion- kosningar nú látnar fara fram sam- kvæmt kosningaskrám fylkjanna og er það ranglátt að því leyti, að allir kjósendur hafa ekki jafnan atkvæðis rétt undir því fyrirkomulagi, t. d. í Manitoba heflr hver maður 1 at- kvæði, en í Quebec eins mörg atkv. eins og hann á eignir í mörgum kjördeildum í sama kjördæminu því þar er atkv. bundið eignaskilyrði, en hér í vesturlandinu er það úr lögum numið. Þess vegna eru hér aldrei eint mörg atkv. greidd f nokkurri kjördeild eins og þau eru mörg á kjörskrá. En í Quebec á hinn bóginn eru oft fleiri atkv. held- ur en kjósendur eru f einni kjör- deild eða kjördæmi. Þetta kom vel í ljós við atkvæðagreiðsluna í Quebee um vínbannið, fyrir tæpum 2 árum. Þar voru greidd fleiri atkv. í sutnum kjördæmum, með víninu, heldur en tala kjósenda í þeim, eins og vér auglýstum þá í Ilkr. Því er haldið fram að þettaþurfl að Iagast, að það þurfi að gera kosningalög allra fylkj- [Niðurlag.] í þrönga afhýsinu í norðurendan um á lágu baðstofunni í Gerði, lág gamall maður í þilrúminu sem þar var inni; það var Guðmundur gamli stúdent. Séra Hákon settist við rúm- stokkinn. Það vóru lítil gugnunar- merki að sjá á höfðinu sem lág þar á koddanum, með langa þunna hárið, sem lagðist niður með vöngunum eins og slétt og silfurgrá silkislæða utan- um stóra ennið, jafnvaxið, nærri eins og sveigður tígull, á þessu föngulega höfði með mikilleita andlitið og löngu kinnarnar, sem elliogbanalega hafði svo litlu getað breytt á, nema blæ og yfirlit; þar hafði verið svo hörðu af að tálga, nærri tómri húðinni yflr sterklegum beinuml Nefið var hátt og bogið, augun myndu hafa verið kölluð dökk, vegna skorts á nákvæm- ara orði yflr hnökrana af svellbláma og sólskinsblettum í fjallshlíð, þenna sambreisking af ljósgulu og steingráu, sem ein»taka mannsauga er gert af. Brýrnar voru loðnar og miklar, hrukkurnar á enninu kringum þær sýndu, að þær höfðu oft ýmist verið léttar eða þungar; nú vóru þær ekki orðnar kviklátar undir veikinda- þreytunni. Annað stóð ekki út und- an rúmfötunum en höfuðið og hægri hendin, sem vafðist ennþá umfangs- mikil og hnúaber utan um hendina á séra Hákoni. Samt bar á því, jafn- vel gegnum sængurklæðin, að mað- urinn var stórvaxinn, eins og menn verða varir við stærð fallins trés í skógi, þó það sé orðið innskorpnað og hálfsokkið ofan í jörðina. Ég sendi til þín fomvinur,” sagði Guðmundur, “til að vera hjá mér seinustu gamlársnóttina sem við eig- um eftir að vera saman, og til að gera þig að ráðsmanni mínum við nýja árið, yflr þvf litla sem ég og það eigum saman að skifta; ég endist ekki til þess sjáifur. Ég hef allatíð soflð værast með morgunsárinu.” Séra Hákoni hálf-hnykti nú við þessari spá, en gat ekki svarað öðru eu þvi, að almætti guðs væri auðvelt það sem mönnum sýndist vonleysa, og að hann sjálfur hefði búist vjð að Guðmundur myndi vera óhressari, nú þætti sér líklegt að hann myndi endast nokkuð enn. Guðmundur þrýsti fast og alúðlega um hendina á séra Hákoni, eins og máttur hans leyfði. “Þreytum eng- ar vöflur um dauðann, félagi !”,sagði hann. “Hefði trcð í skóginum mál, gæti það oft sagt með vissu, að eitt högg til feldi sig, þegar það finnur sig riða á stofninum. Tvívegis hefir veikin sorfið svo að mér, að ég hef nauðlega raknað við aftur. í nótt gerir hún það í þriðja og seinasta skifti og svo er það úti. Við höfum marga skemtilega gamlársnótt saman átt, og svo er gott að klykkja út. Þarna á borðinu er gamla flaskan okkar og silfurstaupið og tóbakspíp- an mín: Gerðu það fyrir mig, haltu gamlársnóttina eins og við höfum æf- inlega gert, síðan við vórum dreng- hnokkar og reyndum okkur á tví- söng, I herberginu hjá henni mömmu. Það er ekki af því, að illa liggi á mér, að ég get nú ekki verið með.” Séra Hákoni var engin glaðværð í hug, en þó kom hann sér ekki fyrir að neita um það sem hann var beð- inn að gera. Svo kveykti hann í pípunni. Það var eins og hann irði rólegri, ef til vill af að hafast eitt- hvað að. “Nú er ég ánægður með þig,” sagði gamli Guðmundur og brosti, nærri eins og hann væri orðinn heilbrigður “Svona á það að vera. Það minnir mig á tímana í æfi minni, þegar þú var8t eini maðurinn af öllum, sem mig þektu, sem ekki áleit að ég væri týndur sauður; eini maðurinn stund- um, síðan hún mamma dó, sem treyst ir drengnum í mér, svo ég brást hon- um aldrei alveg heldur, jafnvel þeg- ar ég átti við aðra eins óhræsismenn eins og hann séra Jón prófast, sem kaups-kaups tilflnningunni minni fanst ekkert ilt sparandi við.” “Nei, nei,” sagði séra Hákon, “nú •rt þú ekki með sjálfum þér. Á bana- sænginni hatar þú engan, þú hefur fyrirgeflð—fyrirgeflð alt.” “Fyrirgefið!” endurtók Guðmund- ur. “Veiztu bvers þú ætlast til Há- kon ? Fyrirgefa, afsaka illmensk- una! Skrökva því uppá það sem göfugast var í eðli mínu, að ég sé á sáttur við varmenskuna. Nei, nei. Séra Jón prófastur mætti verða æðsti höfuðengill hinumegin mín vegna, ég skyldi ekki hamla því, þóég gæti, fyrir þetta litla misjafnt sem hann lagði til mín sjálfs; það var nú vel- komið. En hann var tuddi fram í andlátið. Ef ég segði annað, væri ég að miðla málum við ódrengskap- inn, og það vil ég ekki gera á bana- sænginni. Þó allur mannheimur bærl mig atkvæðum, með fyrirgefn- ingunni sinni, og yrði sáluhólpinn fyrir það, færi ég heldur norður og niður með sannleikanum og huggaði mig við, að við værum þó heiðarleg- ur minnihluti. En svo kemur nú ekki til þe*s, séra Jón er nú líklega orðinn engill—hann þurfti þess við— og ég fæ vonandi hvíld.” “Enganveginn,” svaraði séra Há kon, “þú flyzt sjálfur yflr á landið iar sem allur misskilningur okkar mannanna hverfur, þar sem engin kvöl né söknuður mun lengur til vera.” “Og hvað svo sem ætti ég þangað að gera, þar sem allir eru sælir, eink is málstað að taka, né neinum að rétta hjálpar-hönd, og við engan for- dóm að fást? Hann Guðmundur gamli stfident irði fljótt leiður á því móki. Hann kvæði spaugvísu um )að, rétt upp úr miðju Te Deum Hann Guðmundur gamli stúdent, sem heldur misti af konuefninu en að vígjast til prests, þegar honum var )»ð samvizkusðk, væri illa settur í skauti Abrahams, sem vildi fórna syni sínum, þó hann hafl fundið að það var rangt. Slíkur misskilning ur getur aldrei jafnast. Guðmunú- ur gamli stúdent lenti þar í skærum við hann Jakob ísaksson, eins og við prófastinn sáluga, út af því hvernig Jakob okraði á dauðhungruðum bróð- ur sínum með leifum af baunagrautn- um sínum forðum. En svo er ekki neitt hætt við því, ég er þrotinn og þreyttur á stímabraki; fyrir mér liggur ekki nema hvíld.” “Langt frá, langt í frá,” sagði séra Hákon, sem var ráðalaus með svar í svona kröggum og vildi svo ekki trúa þeim. . “Þér er ekki alvara með þessar gífurlegu hugsanir.” “Ég hef aldrei spaugað við þig um þesskonar, og núna sízt,” sagði Guð- mundur. “Þín trú er náttúrufar þitt sem sér gott í öllu. Þú ert hrein- skilinn, en hefur ekki auga umbóta- mannsins, sem sér ranglætið eins glögglega, eða betur, en sættina og málamiðlunina. Hugsun mín er ekki heldur gífurleg. Iíg á mér einkis ils von. Ég gæti ekki farið illa. í log- anum þarna niðri, irði ég ekki alveg huggunarlaus, ég sem veit ekki um aðra sælu en að gera sitt bezta, af því það þroskar mann sjálfann og gerir mann ánægðari. Eg sætti færi að skara neista frá einhverjum vesl- ingnum, sem þyldi hitann enn ver en ég. Ég blöskraðist ekki yfir þeim heldur, sem kveldust af samvizku- biti og örvinglan, þó mér kynni að þykja það nokkuð svæsið. Ég vissi, Bergur í Selhaga. Hann á ekki til dal í eigu sinni og ráðgerði að selja einu kúna sína, til að koma Gesti sem er, að þessi viðurkenning ræfl- litla suður til einhvers ættingja hans. anna um að þeir hefðu ekki breytt eins og þeir áttu að gera, og þessi eftirsjón eftir misindis skemtunum, sem þeir verða að venja sig af, væru fyrstu batamerkin í betrun þeirra þó þau sýndust nokkuð frekjuleg, úr því þeir eru eilífir, og geta ekki framar gert út af við sjálfa sig, eins og í þessu lífi. Eins og þú sérð, er ég ó- hafandi í báða staðina, sem trúin ætl- ar mönnum í; mig skortir hæflleik- ana fyrir þá og næ svo ekki tilgang- inum. Mér er einungis ætluð hvíld, og ég æski heldur ekki annars.” “Jú, þig langar til þess, sem þú sem býðst að kenna honum skólalær- dóm. Þeim hnokka verður fræði fýknin hefndar-gjðf, eins og Níels og Daða, ef ekki er að því gert. Skól inn eyðileggur líklega mannsefnið honum, en maginn verður eftir ó skemdur og honum gefur hann brauð Þú borgar Einari og Bergi sfna fim tíu dali hverjum, fyrir sama starf sem hinum er ætlað. Öðrum reitum mínum er ráðstafað. Góða nótt, Hákon félagi, og þökk fyrir sam fylgdina! Nú er helfróin mín nærri á enda; ég veit hvað líður. Eina bónina enn. Það er haldið að maður bráðum fær, að sjá hana mömmu þína lifi upp æsku sína með seinustu stund aftur,þar sem ykkur báðum líður vel” svaraði séra Hákon, handviss um að hann slóg þá viðkvæmasta strenginn. “Þvert á móti,” sagði Guðmuridur, “sízt af öllum hana, af því mér heflr þókt vænst um hana af öllum mönn- um. Hana mömmu, sem elskaði drenginn og treysti honum til að unum. Mér fanst eitthvað svipað því í köstunum, þegar ég var lengst leiddur; en hugurinn handsamaði ekki hvernig það var, þegar rænan kom aftur. Hvað væri á móti því þó meðvitundin væri hringur, sem lokaðist þar sem hann byrjar ? Seztu nú við borðið og syngdu mér “Rís verða sá maður sem hún hugsaði sér upp mín sál að nýju nú,” eins og þú beztan. Nei, það væru of mikil von- brigði, að maðurinn, karlinn hann Guðmundur stúdent, væri orðinn úr drengnum hennar, hún kannaðist ekki við hann. 0g þó varð dreng urinn hennar að verða einmitt þessi karl, til að svíkja ekki sjálfan sig og hana. Nei, henni vil ég ekki gera skapraun. Ég gæti það ekki held ur, hún yrði þá ekki lengur ahæl, eins og við trúum. Og komdu nú ekki með það, að yera okkar mömmu kunni að breytast svo við líkamsvið' skilnaðinn, að þetta irði okkur ekki til óánægju. Því það væru þá ekki lengur hún eða ég, sem þektumst og unnumst einusinni af' því við vórum eins og við vórum, heldur værum við einbverjar aðrar verur—Guðmundur gamli stúdent á sér hvíldína vísa.” Hákon þagnaði nú. Hann reykti fastara og hætti líka að hugsa, eins og sá sem sér barn sitt, sem hann treystir, taka þann veg sem honum sýnist muni ófær, gagnstætt viðvörun sinni, og getnr svo ekki aðhafst nema að vona einhvers góðs og forðast að hugsa það, sem haDn þóttist vita áð ur. .... “Við verðum að sleppa þessu vinur,” sagði Guðmundur svo, eftir nokkra þögn. “Ég er allur á förum, og verð að segja þér erindið. Láttu ekki séra Sveinbjörn halda ræðu yfir mér dauðum. Gerðu það sjálfur, og segðu hvað sem þú vilt um mig; það verður ekki annað en það sem þú heldur ég eigi skilið. Nútízku frjáls- lynjið hans sént Sveinbjarnar fellur mér ekki. Þetta óákveðna, sem vill koma sér í mjúkinn hjá öllum göml um bágbiljum og viðra sig upp við allar nýrri mótbárur, og hræra það saman. Það er stefnan hans garnla. eing og tltt hefir verið nú um langan Abrahams, sem vill fórnfæra Isak, þó Uúdur, og ekki heldur með þessum fögru manst hún mamma söng það fyrir okkur, nýárs-morgnana, þegar við vórum litlir drengir. Og vertu nú sæll.” * Séra Hákon gerði eins og hann var beðinn. Hann söng vers eftir vers með klökkum og lágum róm Það tók að birta í gluggann. Honum heyrðist þung andartök í rúminu bak við sig. Hann hrökk upp og leit við Guðmundur gamli stúdent lá þar hreyflngarlaus og rólegur eins og hann svæfi. Höfuðið hafði aðeins sigið ofan á bringuna og bjartað bærðist ekki. Hann var örendur. Hákon lagði hendurnar áhonum upp á brjóstið og dróg niður augna lokin. Hann efaði ekki að Guð mundur hefði sagt satt og vitað hvað sér leið. Hann strank með hendinni yfir kinnina, sem var að kólna, eins og menn kveðja sofandi barn. “Nei, nei, hvað sem sagt er. Ég irði heldur ekki sæll á himni, ef þú gætir ekki verið þar.” -----Úti rofaði tll nýárs-dags- ins. Inni bjarmaði fyrir nýrri trú. Ura skáldsögu J. Magnúsar Bjarnasonar, Greysir, Man. (Eftir Bjarka). Eiríkur Hansson kemurekki svo lítið tíatt upp á mann að ýmsu ley ti. Hann vantar mai'Rt af því sem maður vonast eftir og gengur jafnvel að sem vísu 1 nútfma skáldsögu; hann vantar alla fordild, bítur hvergi í sundur sög- una til þess að láta lesarann spreita sig á að yrkja inn í, skilur hvergi eftir ó- ráðnar gátur til þess að láta dularfulla óvissu pína þær kitlur út úr lesaranum sepi andi og efni gátu hvergi fundið. Hann byrjar heldur ekki í miðri sögu skynsemi og tilflnning segi látlaust aðþað sé glæpur, einungisafþvíein- hver sem hún óttast eða ber lotuingu fyrir, skipar henni að gera það. Þessi hræribgur af hjátrú og skynsemi, er ef til vill eðlilegt augnabliks-jafnvægi hins gamla, sem mist hefir máttinn, og hins nýja, sem er óþroskað; en ég hefl óbeit á honnm, hann er átumein í hreínlyndi þjóðarinnar. Ég sagði honum upp vistinni í lifanda lífl og hann á nú enga heimting á, að tala yflr moldum mínum. Svo eru tvö- hundruð dalir í skúffunni undir borð- inu mínu þarua. Fáðu hann Þor- vald í Fótaskinni til að taka að mér gröfina og bera mig í hana ; gefðu honum fimtíu dali fyrir það. Hann er bjargarlaus, og stelur frá einhverj- um ofan í sig og sína, áður en vetur- inn er úti. Honum er svo varið, að hann tæki það ekki eins nærri sér eins og bónbjörg. Svo kemst hann undir manna hendur og verður æfln- legur vandræðamaðar. Kannské æssir flmtíu dalir fleyti honum yfir jetta sinn. Svo útvegar þú Kolbein KaJdranda, tll hins sama, og borg- ar honuin jafnmikið. Hann lagði elju sfna og efni í einhverjar umbæt- ur á kotinu, og vann sér svo inn hærri landskuld og líklega flosnar upp. Þá er Einar gamli söngur. Forsjóninni láðist að gefa honum ráð deild og atorku, en bjó hann út með ijómandi fallega rödd og setti hann svo niður á það land, þar sem ekki fæst svo mikið sem einn munnbiti fyrir fallega rödd, nema ef slett er í mann máltíð við lágborðið í ögn fleiri veizlum. 0g loksins er gamli og skáldlegu orðum: “það var öld”, eða með neinum þeim snildar tilþrifum öðrum, sem einkenna meistara vorrar aldar. Mag'nús byr jar á upphafinu blátt á- fram og barnalega eins og höfundur Njálu og annara fornsagna frá þeim tima þegar menn voru ekki enn þá komnir á lagið með það að vera meist- aralegir. Þegar Eiríkur byi jar [sögu sina er hann drengur einhversstaðar hér á Ut- Héraði. Móðir hans er dáin, faðir hans larinn til Ameríku og hann er hjá afa sínum og ömmu og fer með þeim til Canada 7 vetra gamall. Þar deyr afi hans von bráðar, amma hans bregður búi og hann fer þá til irskrar ekkju, líð- ur þar afarilla og lánast loksað strjúka frá henni með hjálp stúlku, sem fengin var til að kenna konum og svo með að- beiningu föður stúlkunnar. Þá er amma Eiríks dáin og hann fer þá til landa síns þar í nándinni, Þar skilur höf. við piltinn 12 ára gamlann og endar þar þenn fyrsta þriðjung gögunnar. Sjálfur segir pilt- urinn sögu sína og er hún sögð öll svo sennilega. að manni finst nærri vafa- laust að höf. hafi sjálfur reynt þetta og lifað. Flestar myndir sögumanna eru vel skýrar og það jafnvel eins þær, sem teiknaðar eru iauslega og með fáum einum dráttum, og það gildir einkum afa hans og ömmu og þó gerir bæði FiTISM Oss heflr hepnast að ná kaupmu á miklum byrgðum af karlmanna- fatnaði, hálstaui, höttum húfum og skóm, frá ýmsum verksmiðjum„ með talsvert minna en vanalegu inn- kaupsverði. Þetta eru alt ágætar vörur, spánýjar og vandaðar, Vér kaupum að eins frá verksmiðjum, en ekki gamlar og legnar vörur úr heildsöluhúsum. Sérhver hlutur er beint frá verksmiðjum og keyft fyr- ir peninga út í hönd, og verða að seljast tafarlaust f Bankrupt Stock Sale Rooms á horninu á Rupert og Main St. 78 karlm- alfatnaðir úr skozkn vaðmáli, vana verð $8.00, okkar verð $3.75. 46 léttir sumar alfatnaðir, úr al-ull, frá útlöndum, vana verð $10.00 okkar verð $4.75! 95 karlm. alfatnaðir, úr al-ull, frá útlöndum, mjög vandaðir, vana verð $12.00 okkar verð $6.00 400 alfatnaðir úr ýmsum útlend- um fataefnum, vana verð frá $14— $18, okkar verð $7.50—$8.50. 268 karlm. “Tweed” buxur annarstaðar seldar $1.50, okkar verð 75 cents. 348 karlm. “Tweed” buxur vel sniðnar og sterklega saumaðar, vana verð $1.50 til $1.75, okkar verð $1.00 500 vaðmálsbuxur, frá útlönd- um, vana verð $3.00 til $4.50, verða að seljast tafarlaust fyrir $1.50, $1.75 $2.00. Sérstakar treyjur, vesti og “Bicycle”-buxur sem vérseljum með afar-lágu verði Þar til alt er upp- gengið. STÓRKOSTLEG strigabuxna- sala. Vör seljum þær fyrir 75c þrátt fyrir verðhækkun frá verk- smiðjunum. Karlm. nærfatnaðir. 100 tylftir fínir Balbriggan nær- fatnaðir 45e hver. 100 tylftir röndóttir nærfatnaðir, virði $1.00, hjá oss 45c fatnaðurinn. 100 tylftir enskir Merino nær- fatnaðir, virði $1.50, hjá oss $1.00. 27 tylftir Shetlands ullar nær- futnaðii, virði $1.50, hjá oss 65c. 12 tylftir karlmannapeisur, blá- ar og rauðar, kastað burt fyrir 25c. Skyrtur. og sokkar. 6 tylftir karlm. gráar flannel- skyrtur, virði 75c, hjá oss 25c. 25 tylftir karlm. mislitar lérefts- skyrtur, verð 75c, hjá oss 45c. 33 tylftir svartar Satin skyrtur virði $100 til $1.25, hjá oss 65c. 14 tylftir karlm. skyrtur með silkibrjóstum virði $1.50 til $2.00, hjá oss $1.00. Góðir karlmanna sokkar 3 pör lyrir 25 cents. Enskir Cashmere sokkar virði 40c, hjá oss 20c. Kvennsokkar á öllu verði en allir mjög ódýrir. Regnkápur. Vér höfum selt meiraaf þessum kápum I vor, en nokkur önnur búð í bænum. Af 700 kápum sem við höfðum fyrir fáum vikum, eru nú að eins 65 óseldar, og þær verða seldar fyrir $3.75 hver kápa. Þær eru gerðar úr ensku “Covert” klæði með flöjelskraga, tvíhneftar, og eru vanalega seldar fr $7 til $8, alger- lega vatnsheldar, Vér höfum 95 kvennkápur með slagi, þeim flegjum vér út í veður og vind fyrir 25c hverja. Ýmislegt brautbún einkum Ameríku um og s ui A ‘r11 iiPpat khplyi ur þeirra að heiman, og þegar þau standa félaus í þau einkar ljós fyrir lesaran- plyndi þeirra hvors um sig. Sagan sýnir mæta vel vandræðastríð fyrstu vesturfaranna héðan og hvern kjark þeir höfðu og þurftu að hafa. Þeir kotr.a vestur mállausir og aó kalla má handalausir og höf. kýnir oss mjðg vel hversu þeir fóru að brjótast fram úr hvorutveggja. Myndin af írsku kerlingunni er Vér höfum karl- og kvennskó, og sterka verkaskó fvrir menn og drengi. FlóKahatta, stráhatta, axla- bönd, hálsbönd, -vasaklúta, skyrtu- hnapba, þurkur, ábreiður, kjólatau, o. fl. alt með niðursettu verði. Vér kaupnm og seljum fyrir pen- inga út í liönd, hver sem í hlut á. ér skilum peningum aftur ef vör- urnar eru ekki þóknanlegar. V Það borgar koma 100 mílur að oss. sig fyrir yður að vegar til að kaupa The Bankrupt Stock Buying Company. 565 llaiu St., Cor. Rupert St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.