Heimskringla - 03.05.1900, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.05.1900, Blaðsíða 4
HEIM8KRINGLA, 3. MAI 1900. Winnipeg:. Sigurður Bárðarson heflr fengið leyfi bæjarlæknisins til að bóiusetja fólk, Séra Hafsteinn Pétursson biður þess getið, að adressa hans sé nu: Almegade 27. Kjöbenhavn, Denmark. Herra Einar Jochumson kom hing- að til bæjarins úr ferð um Dakota, þar Bem hann hefir dvalið síðastl. 2 mán- uði. Hann hefar í hyggju að ferðast til fslands i sumar. Þessir Selkirkingar hafa verið hér á ferð síðan blað vort kom út síðast: S. B. Benedictsson, Markús Guðnason og Ben. Samson, með konu sína. Miðvikudaginn 18. Apríf andaðist að heimili sínu í Álftavatnsnýlendu, konan Sigurlaug Jónasdóttir, 72 ára gömul* Hún var ættuð úr Höfða- hverfi í Þingeyjarsýslu. Oss láðist að geta þess í síðasta blaði, að hra. Nikulas Th. Snædal er alfluttur héðan úr bænum, vestur í Posen sveit. Hann dvaldi hér i bænum rúmt ár. Pósthús hans er nú Lundar, Man. Á sunnudaginn kernur, 6. Maí, pré- dikar sér Bjarni Þórarinsson á North- we'st Hall, kl. 7 síðd. Samskot tekin. Kvennstúkan Fjailkonan I.O.F. 149 helður fund áNorthWest Hall næsta þriðjudag 8. þ. m. kl 8. e. h. ínntöku- gjald í þessa stúku hefir verið sett niðnr í $1.50 fram að 1. Júlí næstkomandi. Mks. Kristin Thorgeirson R.S. Skattgjaldendur TFinnipeg verða bráðlega beðnir að greiða atkvæði um það, hvort bærinn skuli taka $60,000 lán til þess að byggja ný skólahús og til annara mentastarfa hér i bænum. Nokkuð af þessu fé, sem búist er viðað fá með 4% vöxtnm, á að notatil að af- borga skuldir, sem nú bera 7% vöxtu Skemtisamkoman, sem kvennfélag- ið “Gleym mér ei” hélt.á Albert Hall á fimtudagskvöldið var, var vel sótt. Salurinn var troðfullur og skemtanir á- gætar, en sérstaklega var dást að Mc Kenzie börnunum fyrir framkomu þeirra. Sagt að um 60 pör hafi dansað eftir að aðal programmið var búið. Samkoman hafði að sögn borgað sig vel. Cecil Taylor Flexon, 17 ára gamall piltur hér i bænum, fanst dauður undir framdyratröppunum á húsi föður síns, Flexons lyfsala á Cumberland St., um hádegi á mánudaginn var. Það hafði verið óreglu piltur, en faðir hans of harður við hann. Hafði hann fyrir- boðið syni sínum að koma i hús sitt, og bannað honum alla bjöfg þar. en pilturinn hafði orðið að sfoa í ýmsum nágrannahúsum og afla sér matar út í bæ. Þetta lagðist þungc á piltinn, og er haldið að hann hafi tekið eitur og lagst siðan fyrir undir tröppunum til að deyja. Það er víst óhætt að fullyrða að faöirinn með ofbeldis vandlætingum sínum og burtrekstri sonarins úr húsi sínu er óbeinlínis orsök í dauða sonar síns. Það er ilt að hegningarlögin ná ekki til þess kyns tilfella sem hér um ræðir. Kíllam yfirdómari hefir úrskurðað, að bærinn hafi gert rangt í að semja um leigu á landi Mr. Cummings á Hig- gin St. fyrir heymarkað, á þann hátt sem það var gert, og sem áður hefir verið getið um hér í blaðinu. Hann dæmdi einnig bæinn til að borga allan kostnað við málið, semhafið var móti bæjarstjórninni út af þessu heymark- aðsmáli. — Þetta er til þess að kenna bæjarstjórninni nauðsynlega lexíu. Gefnir hattar. Allan Maímánuð gefur Stefán Jóns- son hatt með hverjum karlmannsfatn- aði sem keyptur er í búð han-s. Missið ekki þetta tilboð, drengir, ef ykkur vantar fatnað. Það stendur aðeins einn mánuð. Einnig húfu eða stráhatt með drengjafatnaði. Allskonar fatnaður með ýmsum litum úr að velja, með sanngjörnu verði. Komið sem flestir og sem fyrst, því þetta er ykkar hagur STEFÁN JÓNSSON. í tilefni af beiðni þeirra sem vinna í sölubúðum. höfum við klæðasölu- menn á Ross Ave. og Alexander Ave. áformað að loka búðum okkar kl. 10 á hverju laugardagskvöldi frá þessum tíma, viljum því vinsamlegast mælast til að okkar kæru viðskiftamenn komi fyrir þann tíma sé þeim það mögulegt. Vinsamlegast. Stefún Jonsson. endanna vekur máls á því, Ihvort hann megi ekki lesa upp bréf, er kvæði við annan tón, og lýsi ástandinu ekki sem glæsilegast, þá segir klerkur, að þess gerist ekki þörf, það hljóti að vera ýkj- ur einar og geri ekki annað en rugla fólk o. s. frv. Svona prédikar nú þess: prestur fyrir söfnuði sínum, enda virð- ast prédikanir hans bera árangur, því að margir sveitungar mínir eru nú orðnir óðir og uppvægir að fara af landi brott í vor, þar á meðal nokkrir beztu TskvcrO’Ílprrlir fíiríllrliir bændurn>r. enda þótt þeir hafi litla von l«dld,iaur. | um að geta bú sín viðunanlegu Bærinn Hull og partur af Borginni Ottawa í ösku. frétt flaug um land alt á var, að bærinn Hull og Fyrsti lút. söfnuðurinn í TFinnipeg hefir í huga að selja kyrkjueign sína á horninu á Pacific Ave, og Nena St., en koma sér upp vandaðra húsi á öðrum hentugri stað í hænum. Sagt er að söfnuðurinn hafi samþykt að kaupa landspildu á norðvesturhorninu á Ban- natyne Ave. og Nena 8t. — þremur strætum sunnar en gamla kyrkjan er. Lóftin er 112 fet á Bannatyne Avenue og 182 á Nena Street. Verðið er $1400. Herra Þorgrimur Arnbjörnsson frá Grayling í Michigan kom hingað til bæjarins í síðustu viku, Hann hefir dvalið í Michigan í 18 ár og þar er heim ili hans og fjölskylda. Hann kom hing- al til að leita sér atvinnu við timbur- smíðl og býst við að tíytja fjölskyWu sína hingað vestur og setjast hér að, ef hann kann hér við sig og nær viðunan legri atvinnu. — Hann er ættaður úr Breiðdal í Suður-Múlasýslu. Á mánudaginn var fóru þessir ís' lendingar hér úr bænum skemtiferð til íslands: Jóhann Þorgeirsson meðkonu sína, Jóhann Bjarnason höfuðfræðingur og Halldóra Tomásdóttir, yfirsetukona, Þau búast við að dvelja um 10 til 12 vikur heimaágamla landinu lijá vin- um og vandamönnum, og koma svo hingað vestur í Septemher næstk. — Halldóra biður oss að bera kæra kveðju sína öllum kunningjunum vest- anhafs, og óskar þeiin gleðilegs sum ars._____________________ Það er venja á Grand Forks hóskól anum, að stúdentar þai halda opinber an kappræðufund á hverju vori. Er þá ætíð tekið til umræðu eitthvert þýðing armikíð stórmál, sem er á dagskrá þjóðanna í það og það sinn. Þessi kappræðufundur Grand Forks stúdeut anna, var haldiun í aðalfundarsal bæj arins þar21. Apríl; var bæjarbúum boð ið að vera þar og salvirinn því troðfull ur af tilheyrendum. Umræðuefnið var á þessa leið: Hvort er æskilegra frá sjónarmiði Bandamanna, að Bretar eða Búar verði hlutskarpari í stríðinu Suður-Afríku ? Málsvarar Breta voru þrír ameríkanskir stúdentar. En þeir Vilhjallfíur Stefánsson, Pétur Johnson og norskur piltur, Brantfjord að nafni héldu uppi svörum fyrir Búa. Kapp- ræðurnar stóðu í 2 klukkustundir og að þeirn loknum var málsvörum Bú- anr,a dæmdur sigur. — Auk læss voru og hr. Vilhjálmi Stefánssyni dæmd $20 verðlaun fyrir að halda beztu ræðuna, enda er hann sagður ágætur mælsku- er sem islenzkir remeudur í N. D. hafa skarað fram úr samtímis-nemendum Sú voða fimtudaginn partur af borginni Ottawa stæði í björtu báli. Og á föstudagsmorguninn færðu blöðin þá frétt að bærinn Hull væri brunninn til ösku, að 2,300 íbúðarhús væru brunnin, að 15,000 manna væru húsviltir og alslausir, að stór partur af Ottawa borg væri brunninn og að skað- inn næmi als 20 milj. dollara. Hrað- skeyti var sent tilToronto, Montreal og Brockvílle að senda tafarlaust eld- slökkvilið til Ottawa, og var það gert, en kom að lítlu liði með því að vindur var sterkur og eldurinn hafði náð mikium yfirráðum að ekki varð ráðið við hann. Nokkrar manneskjur brunnu til dauðir' Þessi eldur er einhver sá stórkostlegasti og skaðlegasti sem nokkurn tíma hefir komið uppíCanada. Ottawa-áin aðskilur Hull frá Ottawa. Eldurinn kom fyrst upp í óhreinum strompi í húsi einu í Hull, í þeim bæ eru um 15,000 manna og vinna mest að timbursögun og annari slíkri vinnu. Er talið að 5 milj. Jollara virði af sög- uðum borðvið hafi brunnið þar. E. B. Eddy, eigandi stóru eldspítna, sagfötu- og balaverkstæðanna hefir orðið fyrir miklu tjóni, með því að öll verkstæði hans þar i bænum hafa brunnið til ösku ,10 Þusund manna eru atvinnu- lausir sem afleiðirig af þessum eldi í bænum Hull. í Ottawa gerði eldurinn mikinn skaða, sum af kostbærustu hús- unam brunnu þar til ösku, þar á með- al íbúðarhús J. R. Booths, timbur kon- ungsins mikla, var þaðmetiðá $100,000. Eftirfylgjandi hús og iðnaðarstofn- anir eru eyðilagðar í Hull. Dómhúsið, posthusið, City Hall, enska kyrkjan, prentstofurnar, Eddys verksmiðjurnar, Hull timbur verksmiðjurnar, íbúðarhús Mr. Eddys og 800 önnur hús. I Ottawa: Booths timburverk- smiðjumar, Brown & Weston timbur- verkstæðin, McKays hveitimylnan, Ottawa Eiectric strætisbrantahúsið, Victoria járnsteypu-verksmiðjan, Ot tawa sagarverksmiðjan og Ottawa timburverkstæöið. Þess utan hafa brunnið, eins og að fiaman er sagt, mörg af vönduðustu íbúðarhúsum í Ottawa og rnargar aðrar byggingar. Mr. Eddy hefir orðið fyrir mestum skaða við það að allar verksmiðjur hans hafa algerlega eyðilagst. eitt verkstæð- ið bjó til 35 milj. eldspítur J. sóiar- hringnum, önnnr verksmiðjan bjó til 600 þvottabaia á dag, þriðja verkstæðið bjótið8000 sagfötur á dag. Pappírs- verkstæði hans bjó til 60 tous af pappír á sólarhring. Trjákvoðu verkstæðið bjó til 50 tons af trjákvoðu og önnur bjó til hálfa milj. pappírspoka á sólar hringnum, 1800 unnu á þessum verk- stæðum og fengu í kaup $1,200 á dag eða $400,000 á ári. Mr. Booth timbur konungurinn, tapaði og miklu við þenna bruna, hann gaf 4000 raanna at- vinuu árið um kring, af þeim nnnu 1500*inanna við verkstæði hans í Hull, hann framleiddi 110 milj. fet af timfcri ári. Bronson timburfélagið frarn- leiddi 85 milj. fet af timbri á ári og'hélt marga menn. Hveitimylnufél. höfðu og mörg hundruð manna í vinnu. og af þeim mylnum sem brunnu malaði eín 1000 tunnur á sólarhring. Af þessu litla sýnisborni er auðsætt hve undra mikili skaði hér hefir orði, og hve td , . , , , . , , , . . hnnanlegt það hlýtur að vera þeim sem maður. Þetta er ekki í fyrsta sinm hafa orðið fyrir vinnutjóni og nú stauda uppi alslausir með fjölskyldur sínar. Það er þegar byrjað að safua fé a Eng iandi og annarstaðar til hjálpar þessu fÓij£Í, (Eftir Þjóðólfi). Taugaveik.i, lungnatæring og iungna- bólga hafa mörgum körskum manni á kné komið hér álandi, sem annarsstað ar. Það er öllum ljóst. En það er þó önnur sýki, sem er miklu skæðari og farin að geysa yfir landið nú á síðustu timum. Það er einskonar ilikynjuð andleg “inflúensa” flutt til vor vestan um haf frá Ameriku, og það erþessi in- flúensa, sem menn nefna “vesturfara- sýki” eða “Vesturheimsæði” og kemur hún fram i ýmsum myndum, og gagn- tekur ekki að eins sálina. heldur einnig líkamann. Helztu einkenni veikinnar eru megn óþreyja og ólund til allra starfa, alirar áreynslu, ónota firðingur í kroppnum, eins og menn séu á nálum, og viti ekki, hvernig þeir eigi að standa eðaliggja, samfara hjartslætti oghugs- unarglundroða. Stundum ráða menn sér ekki fyrir óstillingu og taugaspenn- ingi og titra allir, og er sýkin að því leyti ekki ósvipuð svo nefndum “St. Veits dans”, er lækuar kannast við. En svo er veiki þessi undarleg, að ef hún grípur lasburða fólk, þá getur það alt í einu orðið hið hressasta og hlaupið til og frá, eins og það hefði aldrei nokk- ura meina kent. En hjá öllum lýsir ser hið sama óbifanlega trúnaðartraust sama tröllatruin, aðhvergi nema í Ame ríku só farsæld, velgengni og hvild að finna, og það standi skrifað í stjörnun- ummeð gullletri, að þar og ekki annars staðar só hið rétta heimkynni, rétta föðurland, erþeim byrji sáluhólpinn í að verða. Og það er sjaldnast til nokk- urs skapaðs hlutar að malda nokkuð í móinn gegn slíkum ímyndunum, þá er veikin er komin á þetta stig. Það er almælt, að veikin hafi fyrst flutzt hingað til lands með fauandmöun- um þeim frá Vesturheimí, er “agentar” nefnast, en hún hefir einnig flutzt og eigi síður í bréfum þaðan að vestan. Eitt einasta bréf hefir oft nægt til að sýkja heilt hórað og veikin hefir orðið einna mögnuðust eftir slikar sendingar. Svo komu prestarnir að vestan til að kynna sér eðli veikinnar og hversu út bieidd húu væri hér á landi. Þóttust svo þeir vera trúboðar og læknar, en gerðu ekki annað en hella olíu í eldinn með yfirsöngvum sínum og leynifortölum, svo að fólkíð varð hálfu vitlausara en áður. Kennimennirnir að vestan þurftu ekki annað en að strjúka úlfhaminn, er þeir báru undir sauðarklæðunum og taka svo yingjarnlega í höndina á fólki °S segja því sögur af dýrðinni vestan- hafs; þá greip þessi vestan-inflúensa fólkið óðfluga. íslenzku prestarnir störðu forviða á félaga sína að vestan furðuðu sig á, hvernig þeir hefðu get- að komizt um vota vegu og langa heim liingað, og það af eigin ramleik. En hinir glöddust i sinum hjörtum, brostu svo undirhyggjulega og sögðu : Þarna sjáiðþór, góðu vinir, hver mun- ur er á því að þjóna drottni þarna vest- urfrá, eða hér heima. Hafið þór vjð svo góð kjör aðbúa, að þér getiö farið svoua langa og kostnaðarsama ferð og það á fyrsta farrýmí á fínastaskipi yfir Atlautshaf? Hinir urðu að játa, að Þeir gætu það ekki, og horfðu öfundar augum á bræður sína að vestan, því að þeirn kom ekki til hugar, að þessir sakleysislegu drottinsþjónar væru sendlar í annara þjónustu og hingað komnir á annara kostnað að mestu eða öllu leyti til að fara hér um og útbreiða her í laumi ‘ influenzuna” að vestan — vesturfarasýkina. Atíeiðingin af þcssari umferð vest- an-klerkanna varð því sú, að fjöldi presta vorra “smittaðist”, svo sumir þeirra eru jafnvel farnir að búa sig und ir burtför sína héðan til fyrirheitna landsins. eu snmir prédika í tíma og ó- tíma evangelíum “andans mannarina” miklu að vestan. Þoir vissu það arid- ans inenuirnir, að það mundi ekki vera svo vitíaust aðkrækjaí prestana, því að eftir höfðinu dansa limirnir, og hver skyldi dirfast að efast um, að guðsmenn segi annað en það sem satt er og rétt. Sem dæmi skal ég geta þess, að sókn arprestur minn, sem annars er mesti sómakarl, er nú á gamalsald-ii farinn að taka upp nýja prédikunaraðferð, eða réttara sagt, hann er farinn að halda aukaguðsþjónustu á eftir venjulegri embættisgerð. Og þessi aukaguðsþjón usta er fólgin í því, að hann kallar sam an sóknarfólkið eftir messu.annaðhvort innj í kyrkjunni eða úti á hlaði, eftir þvíhvernig veðrið er, og les þar yfir því með hátíðlegi i og alvarlegri röddu útvalda kafla—ekki úrhellagri ritningu —heldur úr ýmsum Ameríkubréfum, erhann hefir fest hendnr á í söfnuðum sínum eða utan safnaðar, því að klerk- ur er sér úti um þessi bréf. Og það er ekki óskemtilegt nðheyra það sem hann les—eintómur lofsöngur um vellíðan mai na, yndi og ánægju þar vestra. Eu hverjum kafla fylgja skýrir.gar og unp- hvatuingar frá klerki um það, hve sjálf sagt það sé að menn bindi ekki skó- bvengi sína lengur á þessu horlandí, heldur fari sem fyrst í feitina og full- sæluna vestra. Óg efeinhver aheyr- verði. Þeir fara samt hverju sem taut- ar. T. d, um það, hver áhrif þessi vest- an-inflúenza hefir á fólkið, skal ég í san baudi við það sem áður er sagt, geta þess, að kona nágranna míns hefir mörg ár legið í rúminu í einhverjum undarlegum veikleika, en iþegar bóndi hennar sagði henni í vetur, að nú ætl- aði hann til Ameríku í vor, þá reis hún óðar á fætur og hefir síðan gengið um alt sitt sem heilbrigð. Fagnaðarboð- skapurinn hafði þessi áhrif á hana. Annar nágranni minn—einhver efnað- asti bóndi sveitarinnar, en ekki stór- gáfaður, segist fara til Ameriku af þvi, að þar sé vél, sem flytji alt frá manni og til manna á svipstundu, og geri alt, sem gera þurfi, svo að menn þurfi ekk- ert fyrir lífinu að hafa. Og þá er ég spurði hann, hvaða furðnvél þetta væri þá sagði hann. að hún héti járn- b r a u t. Ég ætlaði að reyna að koma honum í skilning um, að járnbraut mundi ekki gera alt sem gera þyrfti þar vestra, en hann stóð á því 'fastara en fótunum, sér hefði verið skrifað fíetta af nákunningja sinum þar vestra, og hann þekti hann ekki að neinni lýgi. Égsagði honum þá, að flestum eða öll- um bæri saman um, að í Ameríku yrðu menn nnnaðhvort að duga eða drepast. Það dygði ekki að liggja aðgerðarlaus uppi í rúmi hálfa og heila daga, eins og menn gerðu oft hér. Þar væri vinnan svo hörð, svo erfið, að slíkt þektist ekki hér á landi. En ekki trúði hann því. það var ávalt þessi undravél,—járn- brautin, sem stóð þversum í höfðinu á honum, og ég gat ekki bifað henni það- an. Svo sagði ég liálfgert í skopi, að hann mundi víst vilja komast nær yís- indunum með því aðflytja vestur, þvi það væri sagt, að þar væri alt fólk svo hámentað, ofan frá landstjóra niður að salernishreinsara. Jú, hann sagðist einmitt ætla að leggja sig þar alvarlega eftir vísindunum(I) hér hefði hann ekki getað það. Mér datt í hug, að hann hefði sannarlega tóm til þess, þá er járnbrautin hans gerði alt. En hitt er vafasamt, hvort höfuð hans getur rúm- að þessi vísindi. Það getur verið, að sumir ætli að þetta só tilbúningur einn og skröksaga, en svo er ekki. Þettaer gullsatt, og ég hefi tekið það sem dærni til þess að sýna, hve sorglega öfugar hugmyndir menn gera sér uiu lífið vestra.og hversu ískyggilegur faraldur þessi heimskul. vesturfarasótt er orðín í landi voru, — gróðursett af farand-prédikuruin að vestan leikum og lærðum, — mögnuð af ósönnum fróttaburði í bréfum að vestan til að fá skyldmenni sín sér til skemtuuar, ef til vill í eymd og volæði og það sem lakast er, studd og styrkt af lands vors eigin sonum, bæði með prédikuuum í blöðunum og af þessum og þessuw heima í sveitunum, þar á meðal ekki sízt af suuium prestunum, sem gagnteknir virðast af þessum auda, sem hvorki er lieilagur andi né ofan a-ð kominn, lieldur einhver villu- andi komiun vota vegu vestan um At- lantshaf, hvaðau sem hanri er í fyrstu upprunninn. Hvað mig sjálfan snertir, þá hefi ég í hyggju að kvongast og reisa bú í vor í dalnum mínurn, eréghefi lengst af dvalið í, og þar heti ég hugsað mér að bera beinin, því að mór virðist, að óg gæti ekki annairstaðar unað. Ég vonast eftir að fá með góðu verði gripi og húshluti hjá Ameríkuförunum, sem nú leggja---8umir á gamalsaldri-út á djúpið ókunna, þar sem þeir vita ekkert hvað um þá verður, hvort þeir fijóta eða sökkva, Ég hefi einuig þá von—og óg held að hún rætist—að ógsjái þann dag, að bændastótt Islands verði talin hin veglegasta og þýðingarmesta stétt landsiris. er þrif þjóðarinnar séu uudir komin, og að bændastaðan íslenzka verði álitin hin eftirsóknarverðasta og frjálsasta staða hór á landi. Og þá hygg ég, að vestan-infiúenzan deyi af sjálfu sér. "En nú sem stendur skulum vér lofa sjúklingunum—hinum vantrú- uðu og vonlausu—að fara, og ekkert tálnia þeim eða telja uin fyrir þeim að vera kyrruui, því að það er þýðingar- laus. Þeir eru orðnir lítt nýtir limir á þjóðlíkamanum íslenzka, ónýtir liðs menn í laridsins þjónustu, jafnskjótt sein vesturfarasýkin hefir hertekiö þá alvariega. Hugur þeirra er þá allur kominn hinurnegin hafsins, þótt líkarn- inu só hérna megin. Viunan hér verð- ur þeirn ú- því óbærilegjbyrði, sífeld krossfesting. því aO öil eljan, allurá- iiugi, öll framtakssemi er þá farin út uui þúfur, ekkert eftir, nema þessi eina hugsuu. liugsun um að losast í burtu. Og ég segi þeim að fara í friði og óska þeim allrar giftu. En ég fer hvergi, því að é'g hefi trú á kraftinum í sjálfum mér, og trú á frarntið landsins míns. Eg get heldur ekki farið úr dalnurn mínum, er mér þykir allra staða feg- urstur, og “Hór vil ég una æfi rniunar daga “alla er guð mór sendir. — G u n n a r. * * * m. w Jik. * DREWRY'S nafnfræga hreinsaða öl ************************** f t * * * t * * * * * “i'reyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Í Canadiska Pilsener * * * * * * * * * * * * Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum. uáCir þ^asir drykkir er seldir í pelaflöskum og sórstaklega ætl- f aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst * hjá öllum yín eða ölsölum eða með þyf að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWAllD L- DBEWRY Mannfacturer & Importer, WlSSirEG. »*****#*****#**«*9«##*##*5 s s * * ffelland Vale Bicycles. “DOMINION” “GARDEN CITY” “PERFECT” Verðið frá $33,50 upp í $90.00 Með keðju eða keðjulaus. Vér borgumflutiiing.Sdið.ISlendmga Útiá landi> «e*n ^rirtram borS0u. BRÚKUÐ HJÓL TIL SÖLU, Verð ftá $10.00 til $25.00 Aðgerðir á hjólum af öllum tegundum afgreiddar Vlfynr l»gstaverd. Alskyns reidhjólanaudsynjar til sölu med lægsta verði 1 bænum. Hjól seld með vægum afborgunarskilmálum. HcCULLOUGH & BOSWELL, 210 McDermott Ave. - Winnipeg. TILKYNNING. Hér með tilkynnist að ég undirrit aður afsala mór allri ábyrgð á skuldum þeim sem konan mín, Ena Gowler, kann að komast í, þar eð hún hefir skil- ið yið mig að borði og sæng, að ástæðu- lausu. John Gowlor. Netley Lake. Winnipeg. 13. Apríl 1900. Til Hamilton, N.D. er nýfluttur landi vor hr. G. J Goodman frá Cavalier. Ferða- fólk sem þarf að hafa aðsetur í Hamilton, á þyí kost á að halda til hjá Mr. Goodman, með betri kjörum en áður hefir verið. Mr. Goodman hetír góðan kyrzluhest og vagn og keyrir fólk hvert sem það óskar gegn mjög lágri borgun. Reýnið landann. Ull! Ull! Ull! er virði 18c. pundið, hvít, og 15c. mislit, óþvegin; 25c. hvít og 22c. mislit, þvegin eða að minsta kosti býd ég þetta verð, til að byrja með. Eg borga með alls- könar vörutegundum á lægsta almennu verði. Ef einhver vill selja ull fyrir peninga, þá er hægt að verzla við mig til mikils hagnaðar. Akra, N. D., 26. April 1900. S. Thoi'wiiIiImiii Ráðsmaður fyrir T. Thoi waldson. Kaupið Fleury’s “ 44 $13.50 alfatnað 12.00 tt << (( 10.00 (( ti íl 8.00 « ii (l 6.00 (( ll (( 5.00 U li « 4.00 (( Kaupið Fleury’s $ 8.00 yflrkót a (( 10.00 n (í 12.00 (( a (( 15.00 (( Kaupið Fleury’s $ 1.00 Buxur (< (4 1.25 (( <( (4 1.50 tt (( í( 2.00 tt Kaupið Fleury’s $ 0.50 Hatat <( (< 1.00 (( (< <( 1.50 (( (< (( 2.00 (( Kaupið Fleury’s $ 0.50 Nærföt << (( 0.75 (( <( « 1.00 (( D. W. Fleury 564 Main Street, Gagnvart Brunswick Hotel. Rafmagnsbeltin nafnfrægu eru til sölu á skrifstofu Hkr. Þau lækna liðagigt og alla aðra gigt, tannpinu, kirtlaveiki og allskonar verk og sárindi og kvalir ; svefnleysi, melt- ingarleysi, hægðaleysi, lifrarveiki,hjart- veiki, bakverk, nýrnaveiki, magaveiki, höfuðverk, kvefveiki, andarteppu.tauga sjúkdómaog allskonar kvennsjúkdóma. Beltin endast æfilangt og fara aldrei úr I lagi. Þau kosta í Canada $1.25, send til íslands $1.50. Tvær manneskjur ættu ekki að brúka sama beltið. Vór serid- um þau kostnaðarlaust til kaupenda gegn fyrirframborgun. gttmrnmmmmmmmt! Allir sem vilja reykja góða z y— vindla og fá fullvirði pen- “ inga sinna, reykja I Tlie Keystoiie Cípr i Okkar beztu vindlar eru - Su The Keystone, ^ l*lne Iturr ojj ^ 131 Morielo. Verkstæði 278 James St. | Kéystone Cigar Co. fmmmmmmíá -p--- Victoria llmploynient liurean 482 Main St. Winnipeg. útvegar stúlkum vistir, sem eldakonum og við borðstofu og uppiverk á gest- gjafahúsum, einnig vistir í prívathúsum Öeacon & Ross ■M erciiant Tailors á horninu á Princess og James Str. Búa til föt eftir máli. Alt verk velvand- að og mjög ódýrt. Reynið oss einu- sinni. Þér komið þá aftur, Orgel Pianos Og önnur hljóðfæri ódýr og góð og indislega falleg, þau beztu setn fást í bænum, selur Gunnar Sveinsson, AIanager Hsimskringlu. BOYD’S BRAUD er fyrir \ erkamanninn, keimgott, heilsusamlegt, nærandi og matar- mikið.—Það er meira selt af því en af nokkurri annari brauðtegund fyr- vestan Toronto og franleiðslan og saian eykst daglega. — Vér gefum fleiri og fleiri bökurum og keyrslu- mönnum vinnu árlega. Iíeynið það. Þér ættuð að hafa það bezta. Verðið er 20 brauð fyrir$100. W. J. Boyd, 370 og 579 Main Str. nafnfrægu eldunarvjelar. VERÐ FRÁ $11.00—$50.00 Verðið mismuiiandi eftir því hve vélarnar eru þungar, stórar og fallegar! Gilmer & Co. S5i JIAIS Ht, - WIK»1I‘E«. Næstu dyr fyrir norðan Heimskringlu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.