Heimskringla - 28.06.1900, Side 2

Heimskringla - 28.06.1900, Side 2
HEIMSKRINGLA 28 JUNI 1900. Heimskringla. PUBLISHHD BY The Heimskringla News & Publishing Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 um árið (fyrirfram borgað). Sent til falands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Peningar seudist í P.O. Money Order, Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar meðaffðllum. R. L. Kaldwinson, Editor Office : 547 Main Street. P.O. BOX 305- Hveitibands-hneykslið Þeir sem halda með “Free Trade” segja nauðsynjar lækka í verðí við afnám tollanna. Því er haldið fram að Laurier s jómin hafl lækkað tollana, og eftir því ættu nauðsynjar manna að vera að mun ódýrari nú en þær voru fyrir 4 ár um. Er þessu nú þannig varið? Eru nauðsynjar manna, fóðurteg- undir, fataefni og byggingaefni ó dýrara, nú en áður. Er ekki hið gagnstæða staðreyndin? Er það ekki alveg áreiðanlegt, að flestar al- mennar nauðsynjar séu nú að mun dýrari en þær voru fyrir 4 árum? vér ætlum að ekki verði neitað að - svosé. Hvernig stendur þá á því, samkvæmt hugsjónum liberala, að vörarnar hækka í verði við afnám tollanna, eða öllu heldur, þrátt fyrir afnám þeirra. Reynslan er óiýgn- ust, og reynslan hefir sannað að að þetta er svona, síðan liberalar komust til valda í Ottawa. Því er haldið fram, og það með gildum rök- um, um að Laurierstjórnin hafi svik- ið hvert einasta loforð, sem meðlimir hennar gáfu kjósendum fyrir síð- ustu ríkiskosningar. Liberalar segj- ast hafa sett gaddavír og hveitiband á frílistann, og það skal játað, en líka skal minst á að það voru þeir sem eindregið greiddu átkvæði á móti afnámi tolls á þessum tegund- um fyrir fáum árum þegar Mr. Davin bar þá tillögu fram í þinginu, að þessar vörutegundir yrðu settar á frílistann. En, hefir hveitibandið lækkað í verði við afnám tollsins? Nei, en það hefir hækkað að miklum mun, fyrir sviksamlegt samsæri urðu að borga 11 til I4c- fyrir pd. Árið 1899 kostaði bandið tilbúið 6c. pundið, en var selt til Hobb3 & Co. fyrir fi|, en bændur urðu að borga frá 13 til 15c. fyrir hvert pund. Það sem sérstaklega er fundið að, er það að stjórnin skuli ekki lofa bændum að senda pantanir sínar beint til fangahússins og láta senda bandið þaðan beint til þeirra, í stað þess að selja það—stundum fyrir minna en það kostar að búa það til, til vissra félaga, til að stórgræða á því. Stjórnin hlýtur að vita að Mani- toba og Norðvestnrlandið er stöðugt aðbyggjast og að það eru aðalhveiti- ræktarhéraðin í Canad. Það mun láta nærri að Manitoba og Norvest- urlandið hafl 2J milj; ekrar undir hveitirækt, og akrarnir fara stöðugt vaxandi ár frá ári. Það þurfa að jafnaði 3 pund af hveitibandi fyrir hverja ekru, svo að þessi hlnti lands- ins þarfnast árlega um 7| milj. pd. Fyrir hvert cent sem bandpundið hækkar í verði, eða er dýrara en það þarf að vera, tapa bændumir $75,000, En einokunar félögin græða að sama skapi. Fangahúsið I Kingston býr til á hverju ári svo milíónum punda skiftir af þessu bandi, og Ottawa- stjórnin heflr það í hendi sinni að gera bændum vesturlandsins mögu- legt að kaupa það fyrir 3 til 4c. hvert pund minna en þeir verða nú að borga. En þetta lætur hún ógert. Henni þykir auðsjáanlega hagfeld- ara að láta gróðann renna í vasa auðfélaga á óþarfa kostnað bænd- anna í Canada. Því heflr verið haldið fram að stjórnin hafi orðið að selja rúmlega milfón pund afbandi frá fangahúsinu, þ. 6. Ágúst 189fi, af því að uppskeran f Ontario var þá um garð gengin, og stjómin vildi ekki geyma bandið til næsta árs. En þó varð stjórnin að játa að uppsker an í Manitoba byrjaði það ár ekki fyr en þ. 15. Ágúst, og að als engin tilraun var gerð til að selja bandið hér, né heldur var bændum veitt nokkurt tækifæri til að bjóða í það. Það sýnist liggja næst fyrir stjórnina að hafa sjálfa útsölu á öllu hveitibandi sem búið er til í fanga- húsinu, og gefa bændum ríkisns kost á að kaupa það fyrir það sem framleiðslan og útsalan kostar stjórn- ina. Með því móti gæti hún hæg- lega komist hjá að selja fyrir minna en framleiðslu kostnað, og um leið Laurierstjómarinnar við auðfjélögi eins og nú skal sýnt verða. Það var | gert bændunum f Manitoba og Norð- á stjórnarárum Sir John Thompsons, að hveitibandsverksmiðja var stofn- sett í sambandi við ríkisfangahúsið í Kingston f Ontario fylkinu. Þetta var gert í þeim tilgangi, fyrst, að hafa nægilega vinnu fyrir fangana svo að þeir eyddu ekki dðgum sínum í iðjuleysi, og annað, að koma, að svo miklu leyti sem því yrði við komið, í veg fyrir það að verð bandsins gæti orðið óhæfilega háttfyrir samtök þeirra félaga sem stunda framleiðslu þess. Þegar tekið var til starfa í fangahúsinu, þá gat hver sem vildi fengið þar band með hóflegu verði og bændur f landinu vora ánægðir yfir þessu fyrirtæki stjórnarinnar. En þetta breyttist alt þegar liberalar komust til valda, þeir tóku þá strax þá stefnu að selja alla bandfram- leiðsluna til vissra vina sinna fyrir minDa en það kostaði stjórnina að búa það til. En vinimir seldu svo með 200% ágóða, þeir græddu, en bændur töpuðu. Eftir innkaups- skrám stjórnarinnar fyrfr árið 1896 kostaði hvert pund af bandsefninu 3.66 hundruðnstu og tilbúningskostn- aðurinn, samkvæmt skýrslum stjórn- arinnar var £ hvert pund, als kost aði því bandið tilbúið $4.41 hver 100 pund. En stjómin seldi vinum sín um það fyrir $4.25, eða nokkuð minna en það kostaði. Þeir sem keyptu það, voru þeir herrar Call brothers. En þeir bræður gáfu það í hendur þeirra Hobbs and Company. Árið 1897 steig eínið í verði svo að bandið kostaði þá $4.87 hver 100 pund, en stjórnin seldi alla ársfram- leiðsluna til Hobbs og félaga fyrir $4.64 hver 100 pund og rænti með þvf ríkishirzluna um nokkur þúsund dollara, til þess að auðga þetta félag. En félagið seldi bændum bandið fyr- ir 10 til 13c. pundið. Árið 1898 kostaði bandið tilbúið 1 centi minna «n árið áður, eða $4.47 hver 100 pd. En þá seldi stjórnin alla ársfram- leiðsluna til'Bate & Son fyrir $4.60 hve hundrað pund. En bændur vesturlandinu greiða, sem sVaraði rúmlega $200,000 á ári. Það er engin ástæða að vera að gefa Mr. Hobbs allan gróðann af þessu bandi, þó hann sé liberal þingmaður fyrir London, Ont. Bændumir í Canada eru enn þá ekki orðnir svo ríkir að þeir geti ekki þegið að fá hveitiband sitt með sanngjörnu verði, án þess að hafa það með uppsprengdu okur verði liberal þingmansinsfrájLondon. Hveitiband er nú dýrara í Canada en það var meðan tollurinn var á því, svo nemur 3 centum á pundi, og þetta er að kenna sviksamlegu sam- særi Laurier stjórnarinnar við vini sína og fyrirlitningu fyrir hagsmun- um bændanna í ríkinu. Þingræða. Útdráttur úr ræðu eftir Mr. Rogers (frá Manitou), flutt í Manitoba fylk isþinginu 15. Maí 1900. Framh. Ein af aðal kærunum, er gerð ar voru, var sú sem þingm. fyrir Mið-Winnipeg mintist á í gærkveldi og nefndi “old chessnut”. Ég ætla ekki að þrátta við hann um nafnið, því að i þessu frjálsa landi á hver maður rétt á þvf að ráða nafni síns eigin afkvæmis. Ef þess vegna gamli féhirðirinn kýs að nefna þetta $315,000 sjóðþurðarmál þeirra fé- laga “Cld Chessnut”, þá á hann heimtingu á að mega það. Vér skulum athuga þetta atriði, því að það heflr verið á almennings vör- um í mörg ár, Ég hygg það geri oss öllum gott. í fyrsta lagi, að koma6t eftir því, hvenær þessi krógi fæddistjhvenær þessi Chessnut Green wayinga var fyrst getin, Fyrsta tilkynningin mun hafa komið frá Col. MeMillan sjálfum, í fjármála- ræðu hans, sem hann flutíi f þessu húsi I894. Þá sagði hann: “Eg gæti haldið svona áfram að telja þau atriði eftir atriði, öll í sömu áttina; til að sýna að sérstak ar fjárútláta ákvarðanir voru gerð- ar vanalegast til þess að borga auk- in stjórnarkostnað, en aldrei til þess að vinna neitt, sem almenningi gæti verið til hagsmuna. Afleiðingin af þessari starfsaðferð er það sama 8tjórnmálum eins og það mundi Verða í verzlunarsökum, Sjóðþurð og sjóðþurð gömlu stjórnarinnar, þegar hún fór frá völdum var sögð að vera $315,000”. Þér takið eftir þvf, að hann vildi tæplega gangast við króanum í þetta skífti. Hann nefndi það “var sögð að vera”, og síðar í sömu ræðu getur hann aftur um þetta með þess- um orðum: “Nú skal ég geta um hvað gert var við inntektir af skuldabréfum “E”. Þau voru gefln út af þessari stjórn í Maí 1888, 8kömmu eftir að hún tók við völd- um. Öll skuldabréfin voru fyrir eina og hálfa milíón dollara, með 5 pc. árlegum vöxtum, og það setn vér fengum fyrir skuldabréfln var $1,544,325,45. Af þessari upphæð gat réttilega borgast kostnaður; sem gerður heflr verið á árunum 1888 og 1889, og sjóðþurðin frá 16. Jan. 1888, þegar gamla stjórnin fór frá völdum, sem “var sögð að vera $315,000. Hann sjálfur lætur sér ekki verða það á, að gefa beinu og hreina yflrlýsingu um, að nokkur slík sjóðþurð væri til, en vinur minn þingmaðurinn trá Woodlands mót- mælti þessum sjóðþurðar dylgjum, og hélt þvf fram að enginn þing- maður hefði helmild til að segja að Það væri nokkur ákveðin sjóðþurð. En þá var honum svarað þvf að fjár- málaráðgjafl fylkisins, Hon. Jones, hefði augl. þessa ákæru um sjóð þurðinna, og á því væri bygt. Gott og vel, við skulum nú sjá hverju fjármálaráðgjaflnn svaraði staðhæf- ingu sinna eigin flokksmanna. Hann svaraði svo: “Ég hefl aldrei augl. þessa á kæru, 0g hefi aldrei skýrt þinginu frá hvað mikil sjóðþurð væri”. í viðbót við alt þetta, ætla ég að leyfa mér að taka upp nokkur orð eftir manni, sem þá átti sæti hér á þinginu, og sem hann viðhafði f ræðu sem hann fluttí. Maður sá var þá framárla í flokki Greenwaystjórn- arinnar, og ég er viss um, að það verður ekki reynt að hrekja það nú, að hann var maður góður fyrir orð- um sínum. Og ef nokkur teljandi sjóðþurð hefði verið skilin eftír á fylkinu af Norquaystjórninni, þá myndi þessi maður, sem ég nefni bráðum, bæði hafa vitað fyllilega um hana og orðið hinn fyrsti maður til að nota það gegn hinni fráfömu stjórn. Þessi þingmaður var Mr Isaak Campbell, þá fyrir Suður- Winnipeg kjðrkæmi, Hann stóð á fætur einmitt til að reyna að milda úr þessum sjóðþurðarákærum, af því hann vissi að þær voru bygðar á ranghermi, og virtnst hann vera áfjáður að jafna yflr þær. Ræða hans’ sem ég ætla að lesa nokkrar línur úr, var flutt 1890: það er fyrir 10 árum síðan, 0g það er ekki ó- sanngjarnt að ímynda sér, að ef yfirskoðunarmennirnir hefðu sýnt að til væri sjóðþurð, að vér hefðum fengið eitthvað að heyra um það, því stjórnin myndi hafa orðið óumræði- !ega glöð yflr því, að geta sannað kjósendum, að yfirskoðunarmennirn- ir gæfu þannig Iagaða skýrslu. Nú skulum vér vita hvað Mr. Isaak Campbell segir. “Þetta sjóðþurðarmál held ég sé að sumu leyti sprottið af misskiln- ingu á ímyndaðri skýrslu fjármála- ráðgjafa fylkisins, að stjórnin hafi brevtt $315,000 sjóðþurð í sjóðsinn- lag. Það var að eins sagt svonajfrá í fyrirsögn, sem blað það, sem iðu- lega er nefnt “Stjórnarmálgagnið”, flaksaðist með, og auðvitað heflr raargt af fólki ekki Iesið annað Jen fyrirsögnina og álitið að í benni feldist skýrsla fjármálaráðgjafans og af þessu er alt ragið sprottið”. Af þessu sézt, að hann heflr á- litið að fjármálaráðgjaflnn hafl ald- rei gert nokkra slíka ákæru. Þessi ákæra lá að eins í fyrirsögn, sem pólitiskt dagblað flaksaðist með og sem það af fólki er að eins Jas fyrir- síjgn, en ekki grein, áleit það vera skýrslu fjármálaráðgjafans síálfs, og af því eru sprottin öll ó- sköpin. Svona skýiir Mr. Isaak Campbell frá. Ef sjóðþurð hefði verið til, þá hefði Mr. Campbell hlot ið að vita það, en sagði að hún væri einungis til í mishermdri greinar fyrirsðgn í blaði, sem væri stjórnar málgagn. Eg geri þessa tilvitnun til þess að sýna að þar til 1890 vog- aði enginn sér að gera ákveðna sak argift um að sjóðþurð ætti sér stað Samt sem áður breyttist þetta aftur 1892 á sjónarsviðinu, þvi þá nrðu vorir heiðruðu mótstöðumenn nær því frávita. þá urðu þeir að ganga til kosninga, og þurftu að gera kjós endum skil á ráðsmensku sinni, og sýna hvað þeir hefðu gert við alla þá peninga, sem þeir höfðu tekið til láns upp á fylkið. Sá háttvirti þing- maður, sem nú er fyrir Mið-Winni peg, fékk snarlega þá andagift að nota ákæruna um sjóðþurðina, sem Mr. Campbell hafði skýrt frá, að hvergi væri til nema í mishermdri greinarfyrirsögn í málgagni stjórn arinnar. Hann notaði hana og tog aði fram í fjármálaræðu sinni. Áð ur en hann vogaði sér samt að gera ákveðnar staðhæfingar, þvældi það á ýmsar hliðar, eins og honum er gjarnt til að gera. Honum var mjög ant um að vera þar ekki maður ein samall. Hann vildi að minsta kosti fá sér guðföður handa afkvæmi sínu og—hann hrópaði á reiknings-yflr skoðunarmann fylkisins, og bað hann að gerað guðfaðir afkvæmisins Ég verð að segja, að þetta er harla merkilegt atferli. Ef vér getum haft fult traust og trú á nokkram embættismanni, þá á það að vera yfirskoðari fylkisreikninganna, því hann á að vera sá öryggisvörður, er vér þingmenn verðum að trúa og treysta á, þegar vér greiðum at- kvæði vor um fjármál fylkisins. Og vér verðum að treysta þessum embættismönnum til að sjá og vita fullkomlega um,að borganir úr fylk- issjóði séu borgaðar eins og ákveðið er í fjárlögunum. Og ákveðnar upphæðir séu borgaðar fyrir ákveð ið starf. Þess vegna er hann sá em- bættismaður sem þingið ætti að geta borið fult traust til. En mér þykir fyrir því, að hinn áðurnefndi reikn- ingsyfirskoðari, breytti eins og hann gerði. Samt sem áður lét hinn heiðr- aði þingmaður fyrir Mið-Winnipeg, sem situr hérna andspænis á móti mér, reikningsyfirskoðarann skrifa undir þessa sjóðþurð, til að slá ryki yfir hina fádæma kæruleysisfullu eyðslu flokks síns, þegar þeir gengu á kosningahólminn 1892. Ég ætla að lofa mönnum að heyra hvað fyrverandi fjármálaráðgjafi, nú bara þingmaður fyrir Mið-Winnipeg,sagði í fyrsta skifti, er hann opinberaði fylkisbúum þau stórtíðindi, að reikn- ings-yflrskoðarinn væri guðfaðir þessa afkvæmis síns- Hann sagði svo: “Þegar þeir tóku við stjórninni, var tekjuhalli er nemur $315,000 og þóttist hafa í hyggju að sýna greinilega hvernig á því stæði. Hann lagði fram vitnisburð frá fylkisreikn- ings-yflrskoðaranum, dags. 15. Júní 1888, að sjóðþurð fráförnu stjórnar- innar næmi $315,000”. Jæja, herrar mínir; mér þætti vænt um að mega lesa fyrir þingið, hvað hinn núverandi reiknings-yfir- skoðari fylkisins segir, viðvíkjandi þessu, þá hann mætti frammi fyrir hinni konunglegu yflrskoðunarnefnd (Iioyal Commission) ekki alls fyrir löngu, og sýnir fram á hvernig hann var nevddur til að skrifa undir sjóð þurðar-ákæruna, til afnota og hags muna fyrir hinn heiðraða þingm. andspænis mér, 0g sem ég er að tala um. Þegar reiknings-yflrskoðunar- maðurinn var spurður af forseti yf- irskoðunarnefndarinnar, þá gefur hann svohljóðandi andsvör: Spyrjandi: Þú útbjóst einhverj ar skýrslur um það leyti viðvlkj- andi eignum fylkisins; var ekki svo? Svarandi: Nei. Ég hefl aldrei nokkurntíma búið til svo Iagaðar skýrslur. Sp.: Bjóst þú til skýrslu yfir upphæð á skuldum fylkisins þann 16. Jan. 1888? t Svai ; Eg staðfesti skýrslu um þær. En hún var ekki upprunnin í skrifstofu minni. Ilún var búin til skrifstofu fj'irinálaráðgjafans, og ég staðíesti hana. Sp.: I hvaða tilgangi gerðir þú það? I þeim tilgangi, sem þú veizt nú uip; þær skuldir náiuu $315,000. Er þetta afrit af þeirri oss Sp.: skýrsluj? Svar: Ég held afriti af henni skrifstofunni, og ég gaf ekki afrit af henni, í það skifti. Auðvitað hafði ég afrit af henni, og ég skrifaði und ir það, en svo hvarf það úr minni umsjá. Sp.: Og þú varzt ánægður með að skrifa undir það sem rétt? Svar: Það leit svo út þá, að það væri nægilega áreiðanleg skýrsla Sp: Sú skýrsla sýndi mismun á skuldum, sem námu $315 þúsund um, ef ég skil rétt? Svar: Já. Sp,: Og þú hélzt þá að upp hæðin væri þessi? Svar: Já. Sp.: Svo þú bjóst ekki til þá skýrslu, að eins staðfestir hana? Svar: Já. Sp.: Veiztu hver bjó hana til? Svar: Hún var búin til á skrif- stofu fjármálaráðgjafans af Mr- Pto Iemy, 0g ég var beðinn að 'staðfesta hana. Sp.: Að hún væri rétt ? Svar: Já. Sp.: Gerðirðu þér nokkurt ó' mak til að komast fyrir, hvort hún væri rétt? Svar: Ég fór ekki mjög langt þær sakir. Sp.: Hvernig stóð á því að þú fórst að vitna það. að hú n væri rétt viltu gera svo vel og segja hvernig stóð á því? Svar: Ójá, — ég man það ekki Ijóslega núna, en ef ég man rétt, þá var komið til mín með skýrslur, er gengu út á að sýna að hver útgjalda liður væri réttur, og í því trausti staðfesti ég hana. Forseti: Skýrslurnar vora bún- ar til af Mr. Ptolemy; var ekki svo? Svar: Já. Mr. Halse,- Getur þú sagt okk- ur hvernig þessi skýrsla var, Mr. Black. Svar: Það ^get ég ekki: ég man það ekki.Ég man að eins að mismun- urinn var $315 þúsund að öllu sam- antöldu- en ég get ekki skýrt frá því nákvæmlega eftir minni, nema ég fái að líta á skjölin. Sp-: Það var að eins skýrsla yf- ir skuldir, er þú undirskrifaðir? Svar; Já. Sp.: Þú heflr ekki 'dregið neitt iar frá, sem eignir. Svar: Nei; ég var ekki beðin um skýrslu yfir'eignir. Sp.: Einungis skýrslu yfir skuldir? Svar: Já. Sp: Iíafðir þú þá búið til nokkrar skýrslur yfir eignir 0g skuldir fylkisins? Svar: Nei. Ég hefl aldrei búið til skýrslur yflr skuldir 0g eignir, síðan ég kom f þjónustu fylkisins. Sp.: 1 Hvernig stóð á þvf að þú fórst að staðfesta þessar skýrslur, um sjóðþurðina? Svar: Ja, — skýrslan var lögð fyrir mig, og töluliðirnir útskýrðir fyrir mér, og í góðu trausti þeirrar útlistunar, staðfesti ég skýrsluna. Sp.: Þú ómakaðir þig ekki á lesa hana, svo þú vissir hvort hún væri rétt? Svar: Ég rannsakaði hana ekki nærri því fullkomlega. Sp.: Þú varst beðinn um þessa skýrslu staðfesta; var ekki svo? Svar: já að minsta kosti var ég beðinn að skrifa undir hana. Sp.: Og þú hafðir engin skil- ríki á skrifstofu þinni, sem þú gætir hagnýtt þér til að vita hvort skýrsl- an væri rétt? Svar: Nei, það einasta sem ég hafði á skrifstofunni til sannangildis, voru bækur og fylgiskjöl, yfir það sem borgað hafði verið eftir 16. jan. 1888, upp í þjónustulaun fyrir 1887- Sp.: Það voru að eins útborgan- ir? Svar: já, upphæðin var um 26 þúsund dollara, að ég held, og það voru þeir einustu töluliðir, sem ég gat furið eftir, 0g til voru á skrif- stofunni. Sp: E,i að þv( leyti sem við- kom geyraslufé, hafðir þú ekkert með höndum. Svar: Nei. Ég lét mér nægja útskýringar þær, sem mér voru gefn ar frá skrifstofu Qármálaráðgjafans Sp.: Svo hliuurinn er sá, að af 565 og 567 Main Str. Næstu dyr fyrir sunnan Brunswick. FATiSALA. Dæmalaus kostaboð alla þessa viku. Kjörkaup á öllu því sem vér nefnum hér Vér höfum keyft ágætar vöra- byrgðir austur í ríkjum fyrir pen- inga út I hönd. Þar á meðal mikið af ágætum karlmannafatnaði, sem vér verðum að selja tafarlaust. Þessa viku bjóðum vér 150 blá 0g dökk karlmannaföt úr vaðmáli, vér ábyrgjums að það sé alull, fyrir að að eins $3.75, vanaverð heflr verið $8.00. 200 100 200 Karlmannaföt úr “Worsteds”, fyrir i verð $10.00. ensku og 6.50, vana- 200 “Tweed” föt, $8.00 virði, vér lálum þau fara fyrir $4.75. Alfatnaðir úr góðu skosku “Tweed”, vanaverð á slíkum fötum er hvervetna frá $10.00 tií $15.00. Vér látum þau fara fyrir gjafverð, eða á $6.00 og 8.50 alfatnaðurinn. drengjafíit, sem vér keyftum fyrir gjafverð. Þér getið fengið þau fyrir $1.25 til $4.00 alfatnaðinn. Agæt tegund af vinnubuxum, nærri óslítandi, fyrir 75c. Betri bux- ur fyrir $1.00, $1.50, $1.75 og $2.00. Vér höfum fullkomnar byrgðir af karlmanna-nærfatnaði fyrir 45c og upp. er af hvítu sem eru er að fá Vér seljum það sem eftir skyrtunum voram, eins góðar og hægt fyrir 55 cents. VÉR GEFUM Red Trading Stamps. Hattar með hálfvirði. Vér höfum mikið af svörtum og mórauðum Fedora höttum, vanaverð ð þeim er $1.00 $1.50 og $2.00. En vér seljum þá á 75c. 50 dúsin strá “Harvest” hattar 25c. virði, fyrir lOc. Kjörkaup á öllu skótaui. Sterkir karlmanna vinnuskór 95c. Fínir karlmannaskór á $1.25 Kálfskinnsskór, vanaverð $2.50 Vér seljum þá fyrir $1.85. 56511» 567 lain St. Cor. Rupert St.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.