Heimskringla


Heimskringla - 17.07.1900, Qupperneq 2

Heimskringla - 17.07.1900, Qupperneq 2
HEIMSKRINULA 17 JULI 1900. PUBLISHED BY The IleimskrÍQgla News & Pnblishing Co. Verd blaðsins í Canada og Bandar. 81.50 um árið (fyTÍrfram borgað). ' Sent til ís’ands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist i P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar meðaiíöUuro. R. L. Italdwinson, Editor Office . 547 Main Street. P.o. BOX 305- Horfurnar. Það liggur í eðli mannkynsins að vilja láta sér líða vei, haía sem mestan arð af vinnu sinni og yfirleitt að þurfa sem allraminst að leggja á sig fyrir líflnu. Allir eru með sama markinu, þessu marki brendir, og þeir sem að jafnaði búa við beztan kost, finna mest til, og eru möglun- arsamastir þegar nokkuð ber út af því vanalega. Því heflr verið hald- ið fram af ýmsum, að af öllum stétt um mannkynsins, sé bændastéttin vanþakklátust við gjafarann allra góðra hluta fyrir veittar veigerðir, og kvarti sárast hvenær sem árferðið veitir bóndanum minni arð vinnu sinnar, en hann heflr átt að venjast, eða álítur sjálfan sig eiga sanngjarna og siðferðislega heimtingu á að fá fyrir strit sitt og áhyggju fyrir dag- legu brauði. Til þessa er nokkur á- stæða, því að auk þess, sem bónd- inn á landsbygðinni þarf, samkvæmt stöðu sinni að halda sig fast og jafnt að vinnu sinni allan ársins hringinn, og verður þó oftlega fyrir ýmsum áföllum sem honum eru mjög til- finnanleg fyrir uppskerubrest, gripa- missir og fleira þess háttar, þá vita bændurnir, ekki síður en aðrir menn, að undir velgengni þeirra er komin velgengni annara mannflokka f landinu. Undir afrakstri bóndans er það komið hvort landsbúum vegnar vel eða illa. Ef bóndinn verður ár eftir ár fyrir uppskeru- bresti, eða öðrum hnekki, af völdum náttúrunn ir, þá hefir það deyfandi áhrif á alla verzlun og iðnað. Þess vegna er það svo áríðandi, og öllum mönnum kært að bændastéttinni geti vegnað sem allra bezt, að þeir fái árlega góða uppskeru og sem hæst verð fyrir allar afurðir búanna. Hér í Manitoba eiga bændur yfirleitt því láni að fagna að njóta góðs arðs af atvinnu sinni. Löndin í þessu fylki eru yflrleitt með þeim frjóvsömustu sem hægt er að fá á jarðríki, til kornyrkju og kvikfjár- ræktar. Bændur eru því miklu vanari að græða fé en að tapa þvf við búskapinn, og víst er um það, þegar árferði bannar þeim gróða, þótt þeir annars haldi við, þá eru þeir hvergi nærri ánægðir með af- komuna. Ef að ársarðurinn af erf- iði þeirra gerir ekki betur er fæða búið og klæða skuldalið þeirra, þá hættir þeim til að líta svo á að harð- æri sé í landi. Að bændurnir séu vanir að græða, má marka að því, að ýmsir raenn af vorum þjóðflokki, sem byrjnðu búskap kringum árið 1680, eiga nú eignir sem nema frá tíu til tuttugu þúsund dollars, þrátt fyrir það að þeir voru þá ekki nokkrum efnum búnir og skorti alla þekkingu á búskap, eins og hann er stundaður hér í landi. Þessa framfór geta bændur ekki sýnt á jöfnu timabili nema þeir búi á frjóvsömum löndum, og slík lönd fást óvíða nema í Mani toba fylki. Auðvitað er það aðgætandi, að þeir eru tiltölulega fáir, íslenzku bændurnir, sem hafa grætt svona mikið fé á jafnfáuin árura En eins er það líka satt að öllum fleygir þeim áfrarn á löndum sínum. þó árlegi gróðinn sé ekki feyki mikill, þess vegna er það líka, að þegar landar vorir eiga íirðugt uppdráttar í bæjunum, eða þykirframför sín þar vera of seinf'ara, þá fara þeir út á land og reisa þar bú. Þetta er greinileg viðurkenning þess að mönnum hér er ekkert ókunnugt um að það borgar sig að búa í Manitoba. Stundum kemur það fyrir að árferðið í þessu fylki hnekkir korn. uppskerunni. Þegar það er af völdum votviðra, þá hefir það ekki áhnf á griparæktina nema að litlu leyti, heldur að eins á gæði kornteg- unda, uppskerumagn og markaðs- verð. Þegai svo ber undir, þá heflr það skaðleg áhrif, ekki einasta á bændur, heldur einnig á almenning manna. Lakara miklu er það þeg- ar ofþurkar koma fyrir, því það hnekkir grasvexki og við það verður gripastofn manna, ekki síður en korntegundir, í veði. En þetta kem- ur, sem betur fer, mjög sjaldan fyrir og það er víst óhætt að segja, að síðan Islendingar komu til þessa lands hafl grasspretta aldrei brugðist- Þetta yfir8tandandi sumar hef- ir verið með mestu þurkasumrum sem hér heflr komið í mörg ár. En þó hefði það ekki haft tilfinnanleg á- hrif á uppskeruna, ef síðasti vetur hefði ekki verið eins snjólítill eins og raun varð á. Jörð var þurr undan yetrinum og vanalegar vor. rigningar brugðust því nær alger- lega- Svo leið allur sáðtíminn og fram í Júnílok að ekki rigndi svo neinu nam, og bændur voru orðnir vonlausir um meir en í mestalagi hálfa uppskeru í haust. En svo kom regnið í stórskömtum, yfir alt fylkið, og setti nýtt líf oð þroska í allan jarðargróður. Heybyrgðirnar, sem áður virtust mundu verða rýrar, verða nú í meðallagi að vöxtum, og meir en nægar fyrir allan gripa- stofn fvlkisins, auk þess sem mikið er til af gömlum heyjum frá síðasta ári. Sömuleiðis verða hafrar og bygg í meðallagi að vöxtum víðast í fylkinu og hveitiuppskeran verður sumstaðar í meðallagi og sumstaðar minni en það. Á hinn bóginn er útlit fyrir að verð á hveiti og öðrum korntegundum, verði í haust tals- vert hærra en það var í fyrra, og mörgum búfróðum mönnum telst svo til að verðmunurinn á kornteg- undum muni sem næst vega upp á móti mismuninum á uppskerumagn- inu á þessu og síðasta ári. Sé þetta rétt álykun, og vér sjáum enga á- stæðu til að efa að svo sé, að því er snertir Manitoba fylki, þá eru horf- urnar alt annað en ískyggilegar, þær mega heita sæmilega góðar, og betri miklu en þær voru fyrir 4 vik- um, og betri en víðast hvar annar- staðar í þessu landi. Þetta ættu menn að hafa hugfast, og þetta ættu nýkomnir landar vorir frá íslandi að athuga. Það er auðvitað nokkru minni daglaunavinna fjTÍr höndum fyrir þá, sem koma að heiman í ár, en æskilegt væri, en þó mun reyndin verða sú, að þessa árs vesturfarar, engu síður en þeir, sem hingað hafa flutt á fyrri árum, munu flnna hér víðlent starfsvið og nægilegt verk- efni. Vér berum engan kvíðboga fyrir velgengni þeirra sem koma hingað frá íslandi á þessu ári. Þínglok, Manitobaþinginu var slitið á flmtudaginn var, þann 5. þ. m., eftir 14 vikna setu, faá 29. Marz síðastl. að undanteknum tæpum þriggja vikna tíma sem þingmönnum var veitt í Aprílmán. til þess að sinna sáningu á löndum sínum, og öðrum nauðsynjaverkum. Þessi þingseta heflr verið með þeim allra lengstu sem nokkru sinni heflr verið i Manitoba, og lagasmíð- ar langtum meiri en nokkru sinni fyr. Als voru 114 lagafrumvörp lögð fyrir þingið, af þeim voru yfir 90 staðfest og gerð að lögum, og þannig bætast yfir 600 blaðsiður við Iagabálka fylkisins. Mörg af lögum þessum eru mjög naúðsynleg og þýð- ingarmikil, svo sem fasteignalögin, giftra-kvennalögin, kosuingalögin, vínbannslögin o.fl, Vínbannslögin voru staðfest af þinginu í einu hljóði. Eitt af fyrstu frumvörpum sem lögð voru fyrir þingið, eftir að ?50.000 bráðabyrgða fjárveiting haíði verið gerð, var breyting við skattlögin. Samkvæmt Þeirri breyt- ingu eru kirkjur og aðrir helgisiða- staðír ásamt með grunnlóðum þeii ra, alt að tveim ekrum að stærð, undan- skildar skattgreiðslu. Þessi lög settu einnig reglur fyrir því, hve mikinn verzlunarskatt skuli heimta af Brandonbúum, og á hvaða grund- velli sú skattheimta skuli gerð. En fremur gáfu lög þes3i bæjarstjórn- inni í Brandon valdtil þess að leggja sérstakan ákveðin framleiðsluskatt á sérstakar stofnanir, svo sem rafljós, vatnsleiðslu o. fl. stofanir, og er sá ársskattur frá $50 til $100, á hverri slíkri stofnnn. Þessi Iög ennfremur gera ákvæði um skattalögur bæjarlóða í Winnipeg og um sölu landa fyrir vangreiðslu á sköttum og um skrátetningu “re- gisteration” slíkra landa. Lög um fasteignir í Manitoba. Þetta er langt frumvarp, það nær yflr 40 þétt prentaðaðar stórar blað- síður. Frumvarp þetta er samdrátt- ur fyrri fasteignalaga og gerÍK skír ákvæði um öll efasöm atriði í fyrri fasteignalögum, um sölu og “re- gistration” landa sem seld eru fyr- ir skatt i og annara landa, ákveður skyldur og vald skrásetjara, gerir ákvæði um leigumála veðsetningar landa o. fl. þ. h. Lög um eignir giftra kvenna, samdráttur fyrri laga og við- bætir við þau. Það markverðasta í lögum þessum eru ákvæði réttinda giftra kvenna til að gefa séreignir sínar hverjum sem þeim þóknast, án þess að þurfa samþykki bænda sínna til þess, á sama hátt eins og ef þær væru ógiftar, með þessu ákvæði er þeim veittur sami réttur sem giftir og ógiftir karlmenn nú hafa að lögum. Á hinn böginn skylda lög þessi gift- ar konur til þess að sjá fyrir upp- eldi barna sinna, að jöfnum hlutföll- um við feðurna. Lög um íifggilding á stjórnar- ráði fyrir Presbyteriönsku kyrkuna Canada, þessi lög veita stjórnar- ráðinu, sem valið er af söfnuðunum, um fult vald yflr eignum kirkjunnar. Lög um löggilding Wesley há- skólans í Manitoba fylki. Lög um friðun dýra. Eftir þeim lögum má skjóta karldýrin frá 15. Seft. til 1. Des., en kvenndýr eru al- gerlega friðuð. Otter og Beaver eru einnig algerlega friðuð og sömuleiðis er bannað að stinga muskrottur. Akurhænur má skjóta á tímabilinu frá 1. Okt. til 15. Nóv., og endur frá 1. Seft. til 1. Jan Brot gegn þessum ákvæðum varða sekáum frá $25 til $100. Lög um giftingar. Þau skíra ákvæði fvrri laga um lýsingar, Tiög sem leyfa ‘ Canada Per- manent and Western Canada Mort- gage Corporation” að taka við og stjórna öllum eignum “Canada Per- manent and Western Canada”, og “Freehold Loan” og “London and Ontario Investment” félaganna. Lf'ig sem sameina undir eina stjórn “Manitoba Trust Company” og “National Trust Company”, und- ir nafni fyrnefnds félags. Lög sem veita “Lc du Bonnetts” námafélaginu að byggja verksmiðj- ur á landeign sinni við du Bonnet vatn og að leggja járnbrautirþangað. Lögildingalög Brandon háskól- ands og Baptist Convention fyrir Manitoba og Norðvesturhéruðin. Lög um erfðaskatt til fylkisins af eignum Wm. sál. Ogilvies og lög sem breyta erfðrskattslögunum þann- ig að erí'ðaskatturinn er lækkaður á litlum en hækkaður á stóruin dánar- búum. Lög sem veita formönnum bún- aðarfélaga leyfi til að vera einnig íormenn bændafélaga, þegar hvor- tveggja þessi félög eru í sama héraði. Lög sem leyfa Winnipegbæ að á- kveða með aukalögum hvenær verzl- unarbúðum skuli vera lokað á kvöld- in og hvernig þeim lögum skuli frain fylgt. Lög sem ákveða aðöll þau lönd, sem fylkisstjórnin nú áreða kann að eignast, skuli vera f'ylkislönd og að andvirði fyrir sölu þeirra landa skuli renna í fylkissjóð (Consolidated Revenue). Lög sem veita verkamönnnm, sem vinna við þreskingu, rétt til að fá alt kaup sitt út borgað áður en sá sem á þreskivélina fær nokkuð fyrir vinnu hennar. Áður höfðu akur- yrkjuve.kfærafélögin lagahald á vél- unum og tóku allan vinnuarð þeirra áður en verkamenn gátu fengið kaup sitt, eða nokkurn part af því. Þetta eru þýðingarmikil lög, og al- gerlega í hag verkamanna, enda fengu þau mikla mótspyrnu frá ak- uryrkjuvéiasölum. Lög sem gera verkstæðaeigend- nm að skvldu að verja vinnuvélar í verkstæðnm sínum svo, að fólki sem þar vinnur só engin hætta búin af þeim. Þessi lög voru samin í tilefni af því að ung ísl. stúlka lét líf sitt í verkstæði einu í Þessum bæ fyrir nokkrum mánuðum, á þann hátt að föt hennar flæktust um járnmöndul sem hreyfði vélarnar. En möndull þessi var ekki vf rinn með tréstokk eins 6g átt hefði að vera. Laga- bálkur þessi er langur og þýðingar- mikill með því að hann leggur strangar skyldur af ýmsu tagi á herðar þeirra sem hafa verksmiðjur, sem allar eru til hagsmuna og vernd- ar vinnendur í verkstæðunum. Lög þessi voru samin að tilhlutun verka- manna hér í bænum, og eru félög þeirra vel ánægð með þau, Yfir- umsjónarmaður verður settur til þess að hafa strangt eftirlit með því að lögunum verði hlýtt, og liggja sektir við broti á þeim. Lög um tilbúning atkvæðalista. Aðal ákvæði þessara laga eru, að kjorskrárnaF skulu hér eftir samdar eftir sveitalistunum undir umsjón sveitaskrifaranna. Kjörskrárnar skulu samdar árlega. Þær eiga að vera í þremur deildum. 1. Þeir seð eiga atkvæði við sveitakosningar að eins. 2. Þeir sem eiga atkvæði að eins við fylkiskosningar og 3. þeir sem eiga atkvæði við bæði sveitar og fylkiskosningar. Lög um samning atkvæða- skránna fyrir Winnipeg-borg. Þessi lög gera hverjum kjosendaað Skyldu að mæta persónulega fyrir þar til settri nefnd, til þess að láta rita nöfn sín á kjörkskrá. Með þessu er komið í veg fyrir að nafn sama mannsins sé sett oftar en einu sinni niður á kjörskrárnar, eða að hægt sé að setja fölsk nöfn á þær. Lög um sameiginleg (mutua'/i hagl-ábyrgðar félög. Þessi lög á- kveða að engir aðrir en bændur geti verið stjórnendur slíkra félaga. Lög viðvíkjandi bæjarstjórninni í Winnipeg. Þessi lög ákveða að skattgreiðendaskrár bæjarins megi hér eftir fullgerast af matmanni bæj- arins, en ekki af skrifara eins og áður var. Þessi lög voru samin sam- kvæmt beiðni fleirtölu þeirra. sem skipa bæjarstjórnina. Iiög sem ákveða vald Ekóla- stjórna til þess að taka peningalán í skólaþarfir. Lög sem leyfa stjórninni að legg3a skatt á sveitir f'ylkisins til þess að borga nauðsynlegan dóms- kostnað, að undanteknum kostnaði við dámhusið í Winnipeg. Það er ætlað að $20,000 haflst saman á þenna hátt. Lög um að leggja skatt á járn- brautir í Jlanitoba fylki, 2% á allar inntektir til enda ársins I9O2, eftiv það 3% af öllum inntektum. Lög um að leggja skatta á banka og aðrar peninga- og auðfé- lagsstofnanir. Lög um friðun vissra fuglateg- unda. Lög uin að veita tveim félögum leyfi til að byggja raf'magn-spor- brautir milli Winnipeg cg Selkirk og norður að Winnipegvatni. Lög um verndun gífta kvenna í vissum tilfellum. Þessi lög veita konum rétt til þess að heimta upp- eldi sitt af eignum mans síns, þó hún hafl skilið við hann, ef ill meðlerð á konunni, sífeldur drykkjuskapur eoa vanrækslu framfærslu skyldunnar heflr’vei ið orsök til skilnaðarins. Lög um að lækka laun þing- manna, úr $500 í $400, fyrir hverja lingsetu. í þetta sinn var þó þingmönn- um borgað $600 hverjúm, samkvæmt beiðni allra þingtnanna, að ráðgjöf- unum undanteknum, vegna þess hve þingsetan var löng og á arð- sömum tfma ársins. Lög um að rakarabúðir skuli vera lokaðar á sunnudöguin. Lög sem tryggja réttindi þeirra sem halda hótel og greiðasölnhús, gagnvart kostgöngurum, sem ekki borga fæði sitt skilvfsMga. Lög um bann gegn vínsöiu í fiilanitoba fylki, takmarka vínnu- nautnina meira en verið hefir. Uin þessi löjí; verður rætt síðar hér í blaðinn. Mörg fleiri lög voru samþykt af þinginu, sem vér nennum ekki að telja upp, en sem öll hafa þýðingu, mörg frumvörp voru einnig endur- bætur á eldri lögum og viðbætir við þau, og látum vér þeirra ógetið. Nokkur frumvörp voru feld í þing- inu, tvö þeirra veru flutt af Dr. Neilson, eitt af Mr. Roblin, eitt af ritstjóra Hkr., það var viðvíkjandi krabbameinalækning, og skal þess síðar getið. Laurier fer lengra en Kruger. Bandarikjamenn, sem eru nýkomnir frá Klondike, segja sig furði ekki á því, þó Bretar fari í ófrið við hina fámennu en harðfengu þjóð í Transvaal. Þeir segja að meira en helmingur af íbúum i Dawson City séu Bandaríkjamenn. Fyrir tveimur árum voru þar 2/3 Banda ríkjamenn, en nú liafa námurnar við Cape Nome dregið meira en helming af uámamönnum burtu frá Dawson, sem eru þegnar Bandarikjanna, er höfðust við innan Bretaveldis veturinn 1898 og 1899. Þeir Bandarikjamenn, sem nú búa í Dawson City, eru duglegustu og atorkusömustu mennirnir, sem þar eiga heima. I tilefni af óþolandi stjórn- arfyrirkomulagi í Canada viðvíkjandi námuvinnu, hafa námamenn orðið fyr- ir ýmsum óþægindum, og jafnvel glæp- samlegum rangindum, svo er náma- reglugjörð stjórnarinnar óhentug og afieiðinga-ill. Nú hafa námamenn hafið almenna umkvörtun um hana og heimta lagfæringar. Þeir mótmæla námatollinum, sem er 10 cents af hverju dollarsvirði af gulli, sem unnið er í námunum, og heimta hann afnum- inn. Sömuleiðis heimta þeir að fá rétt til að senda fulltrúa á sambandsþingið, fyrir Yukonhéraðið. Þeir uppástanda að þeir fái lagaleg réttindi til að hafa hlutfallslegan þátt í löggjöf og stjórn Norðvesturlandsins. Þeir lýsa þvi yfir að þessi 10 centa skattur sé hreinasta okurgjald, og hafi Kruger forseti i Transvaal ekki leyft sér einu sinm að ganga eins' langt í því t illiti, sem stjórnin í Canada. En hvað svo sem sé um það, þá hafa Dawson búar ný- lega staðhæft það, að þeir bí.rguðu meiri peninga i tekjulið Canadastjórnar í samanburði við fólksfjölda, heldur en stjórnin i Pretoria fengi frá útlending- um í Johannesburg. Um þetta getur hver og einn fengið nægilegar sannan- ir, sem þess óskar. Um hungursneyðina á Indlandi. Sú greinilegasta og fnllkomnasta lýsing á ástandinu á Indlandi, er lýs- ing sú sem lávarður Curzon sendi ný- lega til borgaistjórans í Lundúnum á Englandi. Lvsingin er bygð á þeim grund- velli sem ómögulegt er að hrekja. Hún sýnir eínnig hvernig hjálparfénu er varið í þarfir uauðlýðandi fólks. Meðal regnfall á Iudlandi hefir verið um síðastliöin 30 ár, 41 þuml. á ári. Árið 1896 nam regnskorturinn ð þuml. Árið 1899 gekk “monsoon” (stað- vindur á Iudlandi) sem olli uppskeru- brestinum i ár, og var regnskorturinn síðasta ár 11 þuml. Svona mikill regn- skortur að staðaldri, sem hér er t.alinn, hefir aldrei átt sér stað fyr í veður- skýrsluin Indlands. I miðjum Maí- manuði 1897 voru 205,000 ferh.mílur undir sániriKU, og f .Ikstalan sem atti að lifa af þessu, var 40 milliónir. En una raiðjan Mhí í vorerleiö, var búið að sá i 417,000 fei h.mílur (eðft nálega þ'iéja p'.11 af l„i di , indterska keisaradæinis- íns) og 54 milliónir mauný' eiga að framíærast á uppskei unni- 1 Maímán. lí-97 þáðu 3 milliónir. 811 þúsundir manna styrk fra stjórninni. eu í vor á saraa tíma náði þurfalingatalan 5 mil. 607 þús. Nú í yfirstandandi mánuði (Júuí)eru það 15 af hundraði af allri brezk-indversku þjóðinni, sem stjórnin annnst um að öllu leyti. Viðvikjnndi útbýtingu á gjafafé, segir lávarður Curzon svo: Fiá Október byrjun 1899, þegar neyðin byrjaði og til Desember uæstk. áætlar stjóruin að hún eyði fimm mili- ónum og einum fjórða pund sterling beint í mat handa alsleysingjum. Tvæi milión pd. sterling til útlána og ófyrir- sjáanlegs brúks. Emnig J úr mil. til beinna útlána sem í flestum tilfellum verða aldrei endurgoldin, fyrir fénað og útsæði rn. fl J úr mil. til tveggja þriirgja héraða, sem hallærislán. Þrátt fyrir þetta, er neyðin og bágindin tak- markalausari en svo, að þetta ait nánda- nærri hröknvi undir núveraridi kring- umstæðnm”; bætir Curzon lávarður við. Þessi síðustu orð gerðu íbúar Canada vel í að athuga, og leita svaru hjá drenglyndi síuu og samvizku. 565 ofr 567 llsiin Str. Næstu dyr fyrir sunnan Brunswick. Fremstir allra Gestir á sýninguna munu finna hér baztu bg ódýrustu búðina í bæ þessum til að kaupa í alskyns karlmanna fatnað, skótau, tösk- ur o. s. frv. Allar vörur vorar eru af beztu teg- und. Vér kaupum ekki gamlar vörur sem kunna að hafa legið á búðarhyllum svo árum skiftir. Vér kaupum að eins frá verkstæðun- um, og ætíð fyrir peninga, og og fáum því afslátt frá vana- verði. Af þessari ástæðu er það að vér getum ætíð selt ódýrar en keppinautar vorir. Sýningin — kjörkaupin í öllum deildum búðarinuar Stígvél og skór. Sterkir karlmannaskór $1.15 með einföldum sólum fyrir sumarið. Beztu kálfskins Dongola skór frá $2.75 til $3.00 virði, vér fleygjum þeim nú í kaupendur fyrir að eins $1.25. Kaiimammfatnaður. 5.000 karlmannaskvrtur af öllum tegundum. Tweed skyrtur enskar Oxford-skyrtur og sterk- ar dúk-skyrtur, léreftsskyrtur, enskar og ameríkenskar, með stífuðum og óslífuðum brjóstum. Svartar satin-skyrtur og allar mögulegar tegundir af skyrtum vanaverð $1.00 til $1.50, okkar verð er 55 cents. Karlmanna sumarnæifainaðir á 45c, 65c, 85c og $1.00 hver fatnaður. ICarlmanna strigabuxur fyrir 75c. Karlmarina ullarföt, með vaðmáls- vígindum, $3.75, $6.50, $9.50 0g $9.75 hver fatnaður. Þetta eru alt ensk föt. Töskur, sjónpípur, af öllum stærðum og gæðum, alt með lágu verði. Nýjar vörur á búðarborðinu á hverj- um degi. VBÓR GEFUM Red Trading Stemps. Cor. Rupert St.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.