Heimskringla - 30.08.1900, Side 4
HE1M5KRINGLA, 30. AGXJST 1900.
Uakid eftir!
Þar eð óg hef keypt verzlun J. G. Dalman s, á horniru á
King St. & James Ave., hér í bænum, og verzla þar fram-
vegis með alskonar
NÝJA OG GAMLA INNANHÚSMUNI,
svo sein:
Borðogstóla, rúmstæði, l,Bed Springs”, dvnur og alskonar rúm-
fatnad, kommóður, “Sideboards”, þvottaborð (Wash Stands), hitunar-
ofna, matreiðslustór, rörpípur, glasvöru og glertau, og margt og margt
annað, sem yrði oflangt að telja hér upp, þá vona eg, að þeir landar
mínir, sem þarfnast einhvers innanhúss, komi til mm áður en kaupa
annarsstaðar.
AÍt ódýrt fjrir borgun út í liönd.
Gamlir munir keyptir, eða teknir í skiftum fyrir nýja muni.
K. 5. Thordarson. - 181 King St. & Jaraes Ave.
♦
\
*
)
Winnipe^
Hra. Ktistian Benidiktsson, frá
Point Boberts, sem fór í kynnisför til
íslands í Febrúar síðastliðnum, kom til
baka hingað á íslendingadaginn. Hann
hefir verið veikur síðan hann kom vest-
ur, en er nú kominn til heilsu aftur og
fij-ggur á heimferð til Kyrrahafsins í
þessari viku. Ekki leist honum vel á
landbúnað eða verzlun á íslandi, og
kvað hann heimkomuna hafa orðið sór
vonbrygði. Mikill vesturfarahugur er
nú í fólki á ísl. ef ekki skorti fargjöld.
Hra. Sigfús Sigurðsson, frá Mikley,
var hér á ferð f síðustu viku með konu
sina, þau voru á leið til Norður-Dakota
í kj-nnisför til systur Sigfúsar, sem býr
nálægt Mountain.
Jóhann Grímúlfsson og Jakob Guð-
jónsson, frá Hecla P. O., voru hér í
bænum í síðastl. viku, þeir hafa unnið
við fiskveiðar norður á vatni í sumar og
láta vel yfir vistinni þar.
Mr. F. T. Griffin hefir verið settur |
aðal-"Land Commissioner fyrir C. P-
R. fél. í stað Mr. L. A. Hamilton, sem [
nú er á eyjunni Cúba._ Mr. Griflin hefir
\urið mörg ár í þjónustu félagsins og
gegnt stöðu sinni svo óaðfinnanlega vel
að haun verðskuldar þetta nýja og
ábyrgðarmikla embætti.
Hra. Sigurður Magnússon, frá Rat
Portage, kom til bæjarins í fyrri viku.
Sigurður er formaður áGufubát á Dan-
markvatni í Rainy River héraðinu, um
öOmílur frá Rat Portaga. Sigurður
segir að gullnámarnir í Rainy River
héraðinu líti vel út og að fjöldi fólks
hafi atvinnu við gullgröft, segir hann
að við suma námana vinni á annað
hundrað manna. Sultana- og Mikado
námurnar segir hann að séu auðugastar
þar í grend. Sultananáman var í fyrra
seld nýju félagi fyrir hálfa millj. dollara.
,í Tslendingar fóru með Sigurði austur á
fó tudagínn i fyrri viku, þeir ætla að
vinua í námunum. Það er álit Sigurð-
ar að nokkrir duglegir menn gætu
fengið þar atvinnu árið um kring með
sæmilegu kaupi. Minsta kaup sem þar
ci borgað er »1.75 á dag fyrír ofanjarð-
ái vínnu, en fyrir neðanjarðarvíunu og
pprengingar er kaupið frá »2,50 til »5 Cmj
á dag, sumar ög Vetur. Félag það sém
tíigurður vinnur fýrir hetir 15 námalóð-
ir Við Seine River, að eins 2 mílur frá
suðaustur járnbrautinni, rett norðan
við Minnesota landamerkin. Félagið
hefir þar nokkra náma í undirbúningi
undir gröft þann sem félagið ætlar að
láta gera þar að ári. Þetta mikla náma-
félag heitir "Anglo Canadian Gold
Estate” og ráðsmaður þess í Canada er
Allan Sullivan Box 23G Rat Portage.
Sigurður hefir sömu utanáskrift.
Hafst. Sigurðsson i Keewatin er orð-
inn umsjónarmaður á Lake og the
Wopds hveitimylnunni miklu í Kee-
watin. Allir landar þar í bænum eiga
íbúðarhús sín og líður mæta vel, þeir
hafa allir sæmilega atvinnu. 3 íslenzk
liörn hafa dáið þar í bænum á síðastl.
4 vikum, þau dóu úr hinni vanalegu
s nnarhita veiki.
ing þessa árs, og að næsta ár muni
skattur félagsins til fylkisinsekki verða
undir 75—80 þúsund dollars.
Á sunnudaginn kemur, 2. næsta
mánaðar, verður guðsþjónusta haldin í
Unitarakyrkjunni. Umræðuefni: “He-
resy”, Byrjar kl. 7. e. m.
Fylkisstjórnín auglýsir í þessu blaði
Hkr. útdrátt úr dýra og fugla friðun-
arlögunumfrá siðasta þingi. Vér bend-
um íslendingum á að lesa þá auglýs-
ingu og gera sér kunnugt hvern tima
ársins hver fugla- og dýrategund er
friðuð. Það er nauðsynlegt að kynna
sér ákvæði laganna, svoað menn geti
forðast brot gegn þeim og þvi fylgj-
andi hegningu.
Fylkisstjórnin hefir gert samninga
við Kelly-bræður um að byggja viðbót
við heyrnar- og málleysingjaskólann
hér í bænum. Þeir höfðu gert lægsta
tilboð að vinna verkið.
Hra. Guðm. P. Paulson frá Giml;
er orðinn verkstjóri við sögunarmillu
Mr. Hookers í West Selkirk. Hann
æskir að landar vorir þar í bænum, sem
þurfa að íá sér bygginga- eða annan
við, vilau finna sig að máli áður en þeir
kaupa annarstaðar. Það getur verið
hagur fyrir þá.
Nýkomið er hingað vestur 3. hefti
Eimreiðarinnar þessa árgangs, og Bó.ka
safn alþýðu. Rita þessara verður nán-
ar getið síðar í Hkr.
Eftir að hætt var að safna í Þjóð
ræknissjóðinn bárust honum gjafír frá
eftirfj’lgjandi: Jóh. Magnússon, Árnes P. O., 25c.
Stefán Jónsson “ “ 30
Jónas Magnússon tt t( 25
Rebekka Stefánsd. it 11 25
Sigurður Olafsson (t 11 50
Isleifur Helgason it t. 50
Guðm, Sturluson Wild Oak 1 00
Samtals $3,05
Herra J. M. Courtney, féhirðir
Þjóðræknissjóðsins í Ottawa, hefir með
bréfi nýlega meðteknu vottað íslend
ingum innilegt þakklæti fyrir gjafir
þeirra í sjóðinn. Segir Mr. Courtney
að Merchant bankinn hafi sent sér
$277,70 gjöf frá Islendingum og mælist
til þess að sér verði send nöfn þeirra
allra, svo þau verði auglýsti bæklingi,
sete áformað sé að prenta meö nöfnum
alíra gefenda. Nöfnin voru rend.
Mrs MargrétSkaptason, frá Hnaus-
um, kom til bæjarins í síðustu viku í
kynnisför til vina hér. Hún fór heim-
leiðis um síðustu helgi.
Fjórir bæjarbúar voru sektaðir 15.
þ. m. fyrir að keyra hesta sína vinstra-
megin á götum bæjarins. Landar
vorir ættu að varast það.
J. E. Anderson, frá Peguis P. O ,
kom til bæjarins fyrra laugardag.
Hann segir uppskeruhorfui rýrar í sinni
bygð en heybyrgðir A’erði í meðallagi
mep því að þar er talsvert votlendi
Heilbrigði segir hann góða og almeuna
vellíðe.n.
Danskur maður að nafni Anderson
hefir verið hér í fangelsi í síðastl. 6 mán.
fyrir þjöfnao, betrunarvinnutími hans
var uppi á mánudaginn í siðustu viku,
og var honum þá slept. En sama kvöld-
ið og um nóttina eftir stal hann úr 2
húsum hér í bænum og vann sér með
því 10 ára vist í fangahúsinu.
Brennivargar kveiktu eld f 3 hus-
um hér í bænum á sunnudaginn var.
Skaðinn metinn um »3000. Það vildi
»vo til að eitthvað af sýningamunum
Manitobastjórnarinnar, sem áttu að
sendast á sýningarnar í Toronto og Cal-
gary, voru geymdir uppi á lofti í einu
af þessum húsum og brunnu þeir allir.
Hon. J. A Davidson gerir áætlun
um að fylkið fái »35,000 í skattgreiðslu
frá C. P. R félaginu fyrir síðari helm-
3,707 innflytjendur komu til bæjar-
ins í síðastliðnum mánuði.(Júlí). Það
voru 227 Englendingar, 1,151 Galiciu-
menn, 507 Islendingar og 350 frá Banda-
ríkjunum, hinir voru frá ýmsum lðnd-
um. Nokkuð á níunda hundrað ís-
lendingar hafa komið hingað vestur í
sumar og von á fleiri, svo að als er bú
ist við að um 1000 manna komi á árinu
frá íslandi.
2 menn hafa beðið bana af sólslagi
í bæþessumí síðastl. viku. Annar var
umsjónarmaður Brooksidegrafreitsins;
hitt var bóndi sem heima átti hér ná-
lægt bænum. Engir aðrir hafa látið líf
ið af völdum sdlarbitans hér á þessu
sumri.
Hra. Jón Sigurgeirsson frá Hekla
P. O og Miss Sigurlín Hallbórsdóttír
'frá samastað, vóru gefin saman í hjóna-
af séra Bjarna Þórarinssyni 16. þ. m.
Þau lögðu af stað heimleiðis daginn
eftir. Hkr. óskar þessum ungu hjón-
um til heilla og góðs gengis.
C. P. R féiagið fékk gull medalíu á
Parisarsýningunni fyrir sýningarmuni
þá, sem það hafði þar. Einnig fékk
það silfurmedaíu fyrir sýnishorn af
svefnvagni. Akuryrkjudeildin í Ottawa
fær hæstu verðlaun fyrir sýnineu á
landsaforðum. Formaður fyrirmynd
arbúanna í Canada fær gull medalíu.
Stjórnirnar í Manitoba, Ontario og
Nova Scotia fá hæstu verðlaun fyrir
sýning á afurðum frá þeim fylkjum.
Sömuleiðis fær Quebecfylki hæstu verð-
laun. En Prince Edward eyja, New
Brunswick og Norðvesturheruðin fá
hvert um sig gullmedalíur fyrir afurðir
er hvert þessara fylkja hafði á sýning-
unni. Ýms fleiri verðlaun voru gefin
þessum fylkjum fyrir sýningarmuni.
Canada hefir fengið hæstu viðurkenn-
ingu á þessari sýningu.
Maður að nafni Donnelly kom hér á
spítalann í þessari yiku og lét sauma
saman skurð mikinn á hélsinum. Hann
hafði verið í stælum við annan mann
út af gripum og hafði sá skorið Donne-
ley á háls. Eftir að skurðnrinn var
saumaður saman fór maðurinn heim til
sín, en neitaði að segja hver hefði veitt
honum áveJkann.
Ákaft þrumuveður með rigningu
æddi yfir Manitoba á sunnudagskvöld-
ið var og gerði talsverðan skaða á ýms-
um stöðum.
Orsök taugaveikinnar.
Þegar það fór að kvisast fyrir
nokkrum vikum, að taugaveikin væri
að ná talsverðri fótfestuhér í fylkinu þá
fól heilbr.gðisráð fylkisius Dr. Bell
það verk á hendur að raunsaka heil-
brigðisástandið í fylkinu og gefa skýrslu
um það. Dr, Beil hefir nú lokið starfa
sínum og er útdráttur úr skýrslu hans
á þessa leið:
Það er vafalaust að óhreinindi
drykkjarvatns uppsprettum eru oft or-
sök taugaveikinnar. En að það sé að-
al orsök hennar.er að minsta kostimjög
efasamt. Skolþpollar, salerni og sorp-
haugar hafa miklu nán ra samband við
taugaveikina en fólk i lment ætlar.
Frumagnir sýkinnar berast berast með
alskonar flugum úr þessum sorphaug-
um o. s. frv. í fæðu fólksins, en þar
sem skolp er grafið í jörð og sorpi er
brent, þar þrífst ekki sýkin að neinum
mun. Frumagnir sýkinnar þrífast
bezt í mjólk og það er áríðandi að ílát
séu iðulega þvegin úr sjóðandi vatni og
að flugum só ekki leyft að komast að
mjólkinni. í mörgum íveruhúsum eru
sorphaugar or skolpilát látin vera of
nálægt eldhúsiuu og það er mjög líklegt
að frá þessum óhreinindum berist frum-
agnir sýkinnar á fótum flugna, í fæðu
fólksins. Enda er veiki þessi vanalega
skæðust í Ágúst, Seft. og Okt., þegar
flugurnar eru mestar, Það er og hugs-
ánlegt að frumagnir þessar Íifi í salern-
um allan ársins hring, Tilgangur þess-
aaar skýrslu er ekki sá að gera lítið úr
hreinlæti hvað drykkjarvatn og annað
snertir, heldur sá, að benda á hættuna,
sem að þessum tima hefir verið gengið
fram hjá athugunarlaust. Að koma
sem fyrst öllum óhreinindum neðan
jarðar eða brenna þau. Næst fylgja
varúðarreglur í átta liðum, mest um
það hvernig eigi að halda hreinum sal
ernum og sorpgörðum m. fl.
Þessi útdráttur úr skýrslu læknis-
ins er auðvitað mjög samaudreginn, en
aðalmeiningin er að frumagnir tauga-
veikiunar kvikni og hafist við í skolpi,
sorphaugum, kömrum og öðrum óhrein-
um stöðum, og að þær berist með flug-
um í fæðu fólksins og inn í likami þess,
og að hreinlæti sé eina óbrigðula varn-
armeðalið gegn útbreiðslu sýkinnar.
Séra Bjarni Þórarinsson messaði i
Selkirk á sunnudaginn var, að morgni
og kvöldinu. Svo var mikil aðsóknin
um morguninn, að húsið rúmaði ekki
alt fólkið og urðu menn að hverfa frá.
Þeir sem urðu fyrir þvf, hugsuðu sér að
tapa þó ekki af kvöldmessunni, sem
ætti að fara fram kl. 7 Fólkid fór að
þyrpast að staðnum strax eftir kl. 6 til
þess að ei ga vfst að fá 'sæti, og löngu
fyrir kl. 7 var húsiðorðið fult, en marg-
ir sem yoru á lei ; til messunnar þegar
þrumuveðrinu laust á, sneru rakleiðis
heim aftur. Það er talið áreiðanlegt
að ef veður hefði verið þurt það kvöld,
þá hefði aðsóknin til að hlusta á ræðu
séra Bjarna verið svo mikil að ekki
fleiri eu helmii.gur fólksins hefði rúm-
ast í húsinu.
*
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
t
m
s
9
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
DREWRY’S
nafnfræga hreinsaða öl
“Freyðir einsog kampavín.”
Þett er óáfengur og svalandi sælgætis-
drykkur og einnig hið velþekta
Canadiska ^ilsener Lager-öl.
Ágætlega smekkgott og sáínandi 1 bikarnum
■DÚOir þ“osir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl-
aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst
hjá öllum vín eða ölsölum eða með því að panta það beint frá
REDWOOD BREWERY.
EDWARD L- DllEWRY-
mannfactTtrei' & Importer, WlMilFEG
*•*»****•»***»«»•***#•*«*§
Fáein orð hafa fallið úr upphafi á
ræðu J. J. Samson, sem birtist 45.
tölubl þ. árg. Hkr. les: . .hlutverk að
tala fyrir minni Vesturheims..
Sex húsbrunar urðu hér á miðviku
dagsnóttina. 3 hús brunnu á Stephen
Street og á Ross Ave. kvíknaði í húsi,
en á Portage Ave. varð mesturskaðinn.
Þar brunnu nokkrar búðir og er sá
skaði metinn á $100,000. Það er áreið-
anlegt. að þessir eldar eru kveiktir af
einhverjum brennuvörðum, en lögregl-
an hcfir enn þá ekki getað náð í þá.
Eitt af húsunum, sem brunnu á Point
Douglas, vareign herra Jóh. Sigtryggs-
sonar og var fjölskylda hans í pví, en
það fólk komst óskemt úr eldinum ,og
húsið varð varið algerðum bruna.
Búðirnar, sem brunnu á Pcrtage Ave.
voru setnar afMcLeod & Holiday, Mr,
Convey og Mckenzie & Co. Þeir fyr-
nefndu urðu fyrir mestum skaða.
Safnaðaríandur
á að haldast í Tjaldbúðinni á föstudags-
kvöldið 31. þ. m. kl. 8 e. m. Þaðliggur
mjög mikilsvarðandi málefni fyrir
fundinum, svo það er óskað eftir að all-
ir þeir sem nokkuðer ant um söfnuðinn
og málefni hans sæki þenna fund.
J. Gottskálksson
forseti.
Rafmagnsbeltin
nafnfrægu eru til sölu á skrifstofu Hkr.
Þau lækna liðagigt og alla aðra gigt,
tannpinu, kirtlaveiki og allskonar verk
og sárindi og kvalir ; svefnleysi, melt-
ingarleysi, hægðaleysi, lifrarveiki,hjart-
veiki, bakverk, nýrnaveiki, inagaveik.
höfuðverk, kvefveiki, andarteppu.tauga
sjúkdóma og allskonar kvennsjúkdóma.
Beltinendast æfilangt og fara aldrei úr
l,agi. Þau kosta í Canada $1.25, send til
íslands $1.50. Tvær manneskjur ættu
ekki að brúka sama beltið. VTér send-
um þau kostnaðarlaust til kaupenda
gegn fyrirframborgun.
Heilir þurfa ekki læknis við.
en hlutir, sem úr lagi fara, þurfa end-
urbóta, þess vegna er tekið á móti
klukkiim, úrum og saumavélum til
lagfæringar á Maryland St. 482.
TAKIÐ EFTIR!
Ég gef yður 8 pd. af sveskjum á 25c
4 laxbauka á 25c, Rassberry eða straw-
berry Jam 7 pd. fötur á 35c. Alt mitt
Grocery er fádæma ódýrt næstu daga.
J. Joselevich,
303 Jarvis St.
AUKA-FUNDUR.
íslenzkur
raálaflutningsmaður
Thomas H. Johnson
Barbister, solicitor etc.
Room 7 Nanton Block, 430 Main Street,
W'innipeg Manitoba.
TELEPHONE 1220 - - P. O. BOX 750.
Það er engin góð mat-
vara eins ódýr og eng-
in ódýr vara eins góð
sem sú, er vér bjóðum yður í búð vorri
daglega og viku eftir viku, það eru
kostaboð á öllum brauðtegundum i
samanburði við það sem öunur bakarí
bjóða, því varan er g ó ð .
.W J. Boyd,
370 og 579 Main Str.
W. W. COLEMAN, B. A.
SOLICITOR ETC..
Winnipeg aml Stoncwall.
308 McIntyre Block.
Takið þetta geíins.
Vér gefum ljómandi fallega og að
því skapi verðmæta hluti, með okkar á-
gæta tei. af hvaða verði sem ei: kalfl,
Cocoa, súkkulaði, pipar, sennips, engi-
fer o. fl. Sendið okkur $3 eða $5 með
pósti fyrir einhverja, eða allar, af þess-
um upptöldu vörum, og gefið okkur
tækifæri til að velja fyrir ykkur prís-
ana. Sendið frímerki fyrir gjafalist-
ann. Okkur vantar alstaðar agenta-
borgum kaup og sölulaun.
GREAT PACIFC TEA CO.
1464 St. Catherine St.
Montreal, Que.
föölne Restaurant
Stærsta Billiard Hall í
Norð vestrlandinu.
Fjögur "Pool”-borð og tvö “Billiard”-
borð. Allskonar vín og vindlár.
Lennon & Hebb,
Eigendur.
OLI SIMONSON
MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA
Skanöinavían Hotel.
718 jUain Str
Fæði $1.00 á dag.
Loyal Geysir Lodge,
7119,1.O.Ö.F., M.U.
heldur aukafund á North West Hall á
mánudagskvöldið þann 26. þ m. Á-
riðandi að allii sæki fundinn, hann
byrjar kl. 8 e. m.
Árni Eggertsson
P.S.
Kennara
vantar við Baidurskóla, fyrir það fyrsta
frá 20. Seft. til 20. Des. 1900. — Umsæk-
endur tiltaki hvaða kaup þeir viljahafa,
geti um hvaða mentastig þeir hafi og
æfingu sem kenuari.—Tilboðum verður
veitt móttaka af undirrituðum til 11.
Seft næstkoiuandi, til kl. 4 e. m.
Hnausa 13. Ágúst 1900.
0. G, Akraness
ritari.
Liiton ltraud
. Im*rnntion»l
HEFIR ojSÆjgji; KAUPIÐ
ÞETTA EKKERT
MERKI ANNAÐ
imaitTinc*)
Auglýsing.
Hér með lej’fi ég mér undtrskrifuð að
bjóða þjónustu mína til hjáveru og
hjúkrunar, þeim sem parfnast kynnu,
svo sem sængurkonum sjúklingum og
öðrum.
Heimili mitt er Ross Ave. 778.
VIGDÍS JOHNSSON.
Victoria Eniployment Knrenu
Foulds Block, Room No. 2
Corner Main & Market St.
Vér þörfnumst eÍDmltt núna vinnu-
kona, stúlkur til að bera á borð “Din-
ing rcom girls”. uppistúlkur “Chamber-
Maids” og einnig stúlkur til að vinna í
familíuhúsum og fleira, gott kaup.
A ctina
Ekkert
meðala-
sull.
Varnar
blindu
Endurlífgar
sjónina.
Vér höfum gert rnarear sterkar staðhæfingar um
“Actina” og vér erum jafnan við því búnir að standa við þær
Uinl8ára tímabil hefir “Actiaa” verið undur verald-
arinnar, og læknað veik og veikluð augu, “Catar”, andar
teppu, kvef, lungnaveiki o. fl. o. fl. Það gefur áreiðanlega
og vissa hjálp.
“Actina”, óviðjafnanlegt vasa,-rafmagns “Batterji” og er
jafn þénanlegt fyrir unga sem gamla, og brúkun þess er
algerlega tempruð eftir þörfum þess sem brúkar.
Það er engin þörf að brúka meðöl, “Actina” er einhlýt. Ef
þú líður, þá er það þess virði fyrir þig að rannsaka þessst
makalausu lækninga-aðferð. —
"Actina” og Prof. Wilson’s rafmagns conservative-
undirfatnaður verður sérstaklega til sýnis á iðnaðarsýning-
unni frá 22. til 28.yJúlí.
Fríar ráðleggingar gefnar hvenær sem vera vill,
Karl K. Albert,
268 McDermott Ave.
WINNIPEQ, HAN.
Kostar ekki cent.
Davidson’s ágæta, steinda jámvara,
hið allra farflegasta til heimilisbrúkun-
ar, gefið, kostnaðarlaust. með $2 pönt-
un «f tei, kafli. Bnking Powder, sinnep,
engifer og öðru.kryddi m. fl. Vana-
söjuverð 25, 30, 35 og 40 cents pundið,
Sendið okkursmáar pantanir til reynslu
og fáið ykkur góða prísa og lista yfir
það sem við höfum til að gefa fólkina.
— Okkur vantar agenta alstaðar um
landið. Vér borgum bæði kaup og
sölulaun. Sendið fríraerki fyrir verð-
og premíu-lista.
GREAT PACIFIC TEA CO.
1464 S:. Catherine St.
Montreal, Que.
E, KNIQHT & Co,
biðja yður vinsamlega að lita inn í búðarglugga þeirra. Ef þér hafið of-
miklar annir að deginum til, þá komið að kvöldinu, þá er búðin vel upp-
lýst og kjörkaupin á skófatnaði því öllum sjáanleg. Enginn annar
staður i Winnipeg hentugri og vöruverðið sanngjarat.
Okkar ágætu verkamanna skór seljast fljótt á $1.15, sumir selja þá
fyrir $1.50,
Konurnar ættu að koma við i búð vorri, ef þær eru ekki nú þegar
búnar að því.
E' KIVIGHT c
Gegnt Portage Ave. 351 main Street.