Heimskringla


Heimskringla - 06.09.1900, Qupperneq 1

Heimskringla - 06.09.1900, Qupperneq 1
 J XIV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 6. SEFTEMBER 1900. Nr 48. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Anarkisti að nafrit Carrara hefirver- ið handtekinn í Rómaborg, grunaður um að hafa átt þátt í samsæri til að ráða Victor Emanúel III, hinn nýja konung ítalfu, af dögum, Séra Jonesi í Raleigh N. C., var hengdur 31. Ágúst. Hann hafði myrt Mrs. Ella Jones og 14ára dóttur hennar, kveikt síðan í húsinu og brent þar inni 4 ungbörn. Elder Demster gufuskipalínan hefir keypt 25 gufuskip af British and Amer- ican Steamship félaginu, fyrir eína millión dollara. Stjórnarformaður Marchant í Que- bec, hefir verið veikur i nokkra mán- uði og sagður nú við dauðann. Bretar hafa nýlega látið byggja af- langt köfunarskip, það sekkur í sjó eft- ir vild og getur runnið undir stærstu bryndreka, fest við botn þeirra 500 pd. af öflugasta sprengiefni og skotist svq undan áður en sprengingín fer fram. Hermálastjórnin kveður skip þetta vera vel fallið til að sökkva herskipum af af allri stærð. Búar hafa nýlega látið lausa 1800 brezka fanga sem þeir héldu í Nooitged- acht, þeir höfðu verið illa aldir í fang- elsinu, haft ekki nema hálfan skamt af fæðu og lítinn fatnað, Kruger helzt við í fjöllunum nálægt Nylstrom, um 150 mílur norðaustur af Pretoria, og ekki alllangt frá Zwasiland landamær- unum. Karl er búinn að búa svo um hnútana að hann komist út fyrir landa- mærin þegar hann vill og Bretar gera sér enga von um að ná honum með því að fjalla bæli b»ns er mjög ilt aðsóknar. Búar eru að sundrast og uppgefast í ófriðnum. Pegar skerntifarþegjalestin sem fór til Shoal Lake á mánudaginn var, kom til baka aftur á þriðjudagsnóttina, og fór austur frá Minnedosa, sá vagnstjór- inn tvo dauða menn á brautinni. Menn vita ekki enn þá hverjir þessir menn hafa verið. Þeir eru báðír við aldur. Fregnriti blaðsins Daily Mail, segir að á laugardaginn var (1, Seft.) hafi fallið 4 menn í einvígum á Italíu, A síðasta ári fóru fram 2,400einvíg á Ital- íu, og 480 menn voru drepnir í þeim, Mest af einvígum þessum er á milli liðsforingia í hernum, og orsakir til þeirra oft og tíðum sama sem engar. Summit Hill heita kolamámur eigi alllangt frá Allentown í Pa. í kola námum þessum hefir verið óviðráðan- legur eldur um nokkrar siðustu vikur. í síðustu viku náði eldurinn sér í kola- æð, sem nýlega var byrjað að grafa, og sem er aðgangur að gnótt kola, og hafa allar tilraunir til að kæfa þann eld orð- ið árangurslausar að þessu. Það er merkilegt, að um 40 síðastliðin ár hetíi stöðugt verið uppi eldur i kolanámum þessum, Svo er þó talið íil, að Lehigh Coal and Navigation Company hafi eytt meira en einni milión dala í til- raunir til að kæfa þenna námaeld, en ekki tekisc enn þá. Og hefir endurinn aldrei verið hættulegri en nú. Iíann læsir sig eftir kolaæðunum niður í jörð- inni og brennur jafnt og stöðugt. Yfir 300 námamenn unnu við æð þó sem hann náði sér í, í síðustu viku. Náma mönnum og öllum verzlunarviðskiftum í nánd við námurnar stendur hin hin meata hætta af námaeldi þessum. Stérþingið í Bandaríkjunum hefir samþykt hin áætluðu fjárlög fyrir næsta ár. Eftirfylgjandi skýrsla gefur dálitið sýnishorn af þeirri frárlaga áætlun. Til akuryrkju............. $ 4,023,500 “ herkstnaðar............ 114,220,095 “ stjórnaraostpaðar...... 1,771,168 “ District of Columbia.... 7,577 309 “ víggirðinga ............. 7,383,628 “ Indian................... 8,197,989 “ Þingkostnaður.......... 24 175,652 “ herkenslu..........., .. 674,306 “ sjóhersins............. 65,14 ),916 Eftirlaun til hermanna 145,245,230 Til póstflutnings......... 113,658,238 “ viðg. á fljótum og höfn. 500,000 Ýmislegur opinb. kostnaðr 65,319,915 Óákveðin útgjöld. 15,688,330 Ýmsútgjöld....... 3,802,301 Föst útgjöld. 182,712,220 Samtals......... 8710,150 862 The Home Life Association of Canada. Aðalskrifstofa í Toronte. 'Höfuðstóll—ein millíóxi dollars.' I ull trygging í höndum sambandsstjórnarinnar. Lifsábyrgðarskýrteiui Home Life félagsins gildahvar í heimi sem er. Eng in höft eru lögð á skírteinishafa hvað snertir ferðalög. bústað eða atvinnu. Þan eru ömótmælanleg eftir eitt ár frá dagsetningu. Skírteinin hafa ÁBYRGST YERÐGILDI í uppborgaðri lífsábyrgð, pen ingum og lánsgildi, eftir þrjú ár. Leitið upplýsinga um félagið og ábyrgðarfyrirkomulag þess hjá W. H. WHITE, ARNI EGGERTSSON, MANAÖBR. GENBRAL AGBNT. Mclntyre Bluck, lYinnipev. P.O Box‘245. vi? S? ^ PENINGAR LANADIR. Hægar mánaðar afborganir. Yér erum umboðsmenn fyrir hið bezta og rikasta lánfélag sem bækistöðu hefir í Winnipeg. EIGNAST Laglegt og vel vandað einloftað hús (Cottage) á Alexander Avenue ? Það er úr timbri, á steinerunni og kostar $1200. TAKID VATRYGGING— { -Thk Phobnix of london”. Það er hið elzta og bezta vátryggingafélag í heimi. Nares, Robinson & Black, Itank of Hamilton Chamhers. Auk þess sen. hér er talið að ofan, eru ýms verk sem gefin verða út, sem hér eru ótalin með, svo sem verk og að- gerðír á sjóflotastöðum og opinberum byggingum, til og frá í ríkjunum, Hér til teljast tvöherskip, þrjár léttsnekkjur með hergögnum, og fimm torpedo bátar, sem til samans kostar am 43 miliónir dala, og þar að auki ný skipakvi m, fl. Tæplega mun samt hinn ótaldi kostn- aður fara fram úr 58J milión dala. Hraðskeyti frá Rómáborg segir að eftirtektaverður atburður hafi nýlega borið við í Genoa. Þar átti heima vell- auðugur maður, að nafni Giovanni Scaroni. Hann var kominn fyrir nokkru síðan frá Ameriku. Þar hafði hann dvalið samtíeytt í tuttugu og fimm ár. Hann var talinn aðeiga fulla mílión pund sterling (þ. e. 18 .miliónir króna eða vel það), Kona hans fór með honurn og dvaldi hjá honum þann tíma sem hann var í Ameríku, og enginn vissi annað en vel færi á með þeim. Litlu eftir að hann kom heim aftur til Genoa skrifaði hann bróður sínum, sem þá átti heima í Argentína. og bauð honum að koma til sín, og vera hjá sér það sem eftir væri æfinnar, Bróðir hans samþykti þetta bróðurlega tilboð hans, Litlu síðar lagði hann af stað á- leiðis til hans. En þegar hann kom til Genoa var honum sagt að bróðir hans væri dáinn og grafinn, en mágkona hans eða ekkja hins auðuga mans væri nú eigaudi að öllum eigum hans, sam- kvæmt erfðaskrá, sem honum var sýnd. En Pietro Scaroni kaus að vita fyrir víst hver eigandi miliónanna væri í raun og veru, því hann grunaði að ekki væri alt með feldi. Hann hóf stráx rannsókn i þessu máli, og kom það þá fljótlega upp úr kafinu að þessi kona sem taldi sig mágkonn hans, var ekki eigin kona bróður hans. Og þegar enn nú lengra var haldið áfram að rann- saka þetta mál, kom það i ljós, að hin lagalega kona Giovanna Scaroni var á lífi, en vissi alls skki að maður sinn hefði látið eftir aðrar reitur en þær er hann hafði fengiðhenni, Nú er rann- sóknin í þessu máli komin svo langt, að allar.sannanir lúta að því, að Giov- anni Sraconi hafi verið myrtur af völd- um þessarar fylgikonu sinnar, er haDn hafði kynst í Ameríkn og sem fiutti með honum til Genoa, án vitundar eigin- konuhans. Þeir sem kunnugastir eru málinu, halda að hún hafi myrt hann og ætlað að vera komin burtu með skildingana þegar Pietro kæmi til Ge- noa, en orðið ofseint fyrir með búveik in. Líka leikur grunur á, að þessi þokkakind sé eiginkona nafnkunnugs og háttstandandi mikilmennis í Banda- ríkjunum. Rannsókniu er ekki komin lengra. Frá löndum. MOUNTAIN, N.-D. 27. Ágúst 1900. Tíðin hefir verið mjög votviðrasöm nú um tíma, svo að hveitíð í “Shock”- unum lá við skemdum. En nú er útlit fyrír að rigningin só um garð gengin. Uppskeran verður líklega í meðallagi til jafnaðar hér i íslenzku bygðinni; hún er samt mjög misjöfn, sumstaðar nærri ónýt, en aftur aiinarsDiðar í bezta lagi. Eins og blöðin hafa getið um, þá æddi baglstormur yfir spildu norðaust- ur af Mountain, þ. 14. þ. m., og mistu nokkrir landar part af uppskeru sinni í þvíveðri. En meiriparturiun af því mun hafa verið vátrygt fyri hagli, svo að skaðinn verður þeim ekki eins til finnanlegur. Mr. og Mrs. Lúðvík Laxdal, frá Winpipeg, hafa verið hér i kynnisför nú um tima tfl vina og vandamanna. Lögfræðingur Barði G. Skúiason og kona hans, frá Grand Forks, eru að heimsækja foreldra Mr.Skúlasonar þessa dagana. Nú um mánaðamótin býst Mr. Skúlason við að ganga í félagskap við eicn með heletu lögmönnunum í borgiuni. Mr. F, B. Feetham. Mr. Björn Haldórson, frá Winnipeg, er hér um tíma hjá sonum sínum og býst viö að verða hér þar til kosningar eru um gaið gengnar i haust. McKin- ley og repúblikanar eiga þar traustan fylgistnann sem Mr. Haldórson er. Pölitíkin er fariu að verða býsna f jörug hja okkur, og alt útlit fyrir að kosninga rimman í haust íerði snarp- ari en nokkru sinni áður. Mark Hanna hefir skorað á alla sina menn að ganga nú vel fram, þvi nú sé ekki við lambið að leika sér, þar sem Bryan og hans iið sé. Svona lítur haDn á það mál, þó Bandaríkja Islendingurinn í Lögbergi 2. Ágúst þ. á., virðist ekki sjá mikið að hræðast þar sem Bryan er. En svo verður hann að fyrirgefa þessi landi, hvað miki) persóna sem hann kann að vera, þó bæði ég og aðrir taki meira mark á áliti Mark Hanna, en því sem hann segir om það málefnf. Mr. G. A, Dalmann tók svo verulega i lurginn á þeim ’ gútta” í Hkr. nr. 46 þ. á., að það er ekki líklegt að hann ónáöi les- endur Lögbergs með öðrum eins þvætt- ing nú í bráðina Nú rétt nýlega kom út skýrsla í blaðinu “Minneapolis Times”, yfir það hvað Philipine-eyjarnar hafa nú þegar kostað Bandaríkja stjórnina. Af því ég veit að mörgum kann að þykja það fróðlegt þá set ég útdrátt úr skýrsl- unni hér. Eins og menn muna, þá byrjaði McKinleystjórnin með því að borga Spánverjum $20,000,000 (tuttugu mill- íónir dollara) fyrir eyjarnar, síðan er stríðið búið að kosta $186,678,000, (eitt hundrað átta tugi og sex milliónlr, sex hundruð sjö túgi og átta þúsuudir doll.) og Bandáríkjaherinn hefir ekki vald á eyjunum þann dag í dag, nema yfir bletti þeirn sem herbúðirnar standa á. 533 hermenn hafa fallið í bardaga, 194 hermenn hafa dáið af öðrum orsök- um, svo sem drepsóttum og slysum, 2073 hermenn hafa særst. Alt þetta hefir McKinleystjórnin látið gera til að þóknast nokkrum einokunar félögum. Þotta er eitt af því scm kemur því ti^ leiðar að McKinley verður kosinn — til að sitja heima, við í höudfarandi kosn- ingar. S. Gubmundson, MINNEOTA, MINN., 23. ÁG. 1900. J(Frá fréttaritara Hkr Tiðarfarið allan þenna mánuð hefii' verið þurt og lieitt, oft frá 90—100 st. í skugga; í dag er norðaustan regn, — Kornskurður gekk hér mjög greiölega veður þur og hagstæð. Þresking er nú í hæsta gengi. Afurð hveitis mun vera frá 10—14 bush. af ekru hverri; hafrar °K byKK mjög rýrt; maiskorn lítur mjög vel út. Hveitiverð ernú60ds. —Þar eð út lítur fyrir að hveitiflutn- ingur verði með minna móti nú í haust, hafa járnbrautafélög það í hyggju að hækka tíutningsgjald á hveiti eftir því sem blöðhér segja. ÁRússlandi hagar því öðruvísi til. Þar á stjórnin sjálf allar járnbrautir. Þegar hveitiþurð er hjá bændnm. þá er fiutningsgjaldið á því sett niður, til aðdraga úr tapi bænda. — McKinley fóstrar einokunur fólögiu, en þröngvar kosti alþýðu. í sumar fór Rússastjórn þess á leit við Bandaríkjastjórn, að þær gengju i sam- bat d um að halda uppi hveitiverði, en McKinleystjórnin hefir víst ekki svarað því enn þá; mun ve-a htædd um að slíkt geti haft ill áhrif á fjárframlög auðmanna í kosuingakassann, því nú þarf i mörg horn að lita með mútugjaf ir; öll blöð keypt, sem hægt er áð kaupa og þeir einstaklingar sem til söLu eru- Þeim stendur stuggur af hinu viðfræga mikintenni Bryan. enda virðistnú svo sem fiokkur hans eflist nú á degi hverj- um. Dáinn er Eyjólfur Nikulásson, Gíslasonar, frá Brsiðavaði, bróðurson- ur Björns Gíslasonar dannebrogsmans. Eyjólfur Sál. var 50 ára gamall. Af íslandi hafa komið hingað i sumar, Jón Nikulásson af Eskifirði, Gunnar Bergvinsson frá Miðhúsum i Eiðaþingháog tvær dætur Björus frá Selstöðum í Seyðisfirði og fjölskylda úr Skagafirði. Landnámssaga Islendinga í Minnesota-nýlendu Eftir 8. M. 8. Askilnl. Nýlenda Islendinga er í Ly@n, Lincoln og Yellow Medicine hóruc- um,150 mílur suðvestur af borginni S Paul, sem er stjórnaraðsetur Minne- sotarikis. Nýlendan skiftist í tvær sveitir, sem nefnast Norður- og Vestur- bygð. Bærinn Minneota er aðalverzl- unarstöð nýlendunnar; 5 mílur norður af Minneota eru suðurtákmörk Norður- bygðar, en 7 mílur vestur af Minneota byrjar Vesturbygð, sem öll er í Lin- coln-hóraði. I Minneota búa nú margir Islend- iugar og nokkrir búa í bænum Mars- hail, sem er stjólnarbær Lyonhéraðs. Landnám. Það var árið 1875 að hinir fýrstu Islendingar fluttu hingað búferlum. Þeir voru; Gunnlaugur Pét- ursson frá Hákonarstöðum á Jökuldal og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir frá Snjóhölti í Eiðaþinghá ásamt börnum þeirra, er hétu Jón, Kristín (sem nú eru bæði dáin), Elísabet og Karólína, sem nú búa á föðurleifð sinni. Þá kom eínnig Pétur Pétursson frá Eiríks- stöðum á Jökuldal, Nam hann land, en haíði skamma stund, og seldi það Guðmundi H. Guðmundssyni. Framh. Mentun. Það gagnlegasta, sem maðurinn hefur er vísdómur. Það er það sem gefur manninum frægðog ánægju í líf- inu. Salorton kaus á ui.dan öllum öðr- um veraldar gæðum vizkuna, en fáir munu kjósa svo viturlega. Það fyrsta. sem ég vil hugleiða, er skólamentun. Það er ekkert til. sem er litið eins rangt á alment, eins og skólamentun; ekki að óg áliti skólana lítils virði, því í vissum skilningí eru þeir eitt af blessunarríkustu og mest á- ríðandi stofnunum þjóðanua, því án þeir;a mundi veröldin hverfa aftur í þekkingarleysisins ástand. En lær- dómur af bókum og vissum Jræðigrein- um, án þess að vita eiginlega hvernig maðnr á að nota það eða hafa nokkra verulega löngun til námsins, er mann: inum að litlu meira gagni, heldur en páfugli er gagn í að læra að herma eft- ir eitt einasta orð. Háskólamentun er aðeins að gagni þegar maðurinn notar hana til að koma sér áfram í þeim greinum, sem nátlúr- an hefir gefið honum mesta hæfileika fyrir. Ef hann hefir ekki löngun eftir mentun og kaun ekki að meta gildi iærdómsins, þá er honum mentunin til niðurdreps. í fyrsta lagi af því hann eyðir þeim tima, sem hann annars hefði notað til að fullkomna sig í þeirri grein, sem hann var hæfilegtw til að læia, í öðru lagi, tíminu sem hanu eyðir í skóla gefur honum, ef til vill, svo háa hugmynd um sjálfan sig, að liann hikar sér við að taka vissar stöð ur á lífsbiautinni, hversu gagnlegar og blessunat ríkar, sem þær gætuorðið hon- um sökum pese að hann er mentaður, álitur hanu þær fyrir neðtm sig. Svo mikill sannleiki er það, aðóhætterað segja, að aðeins fáir. sem útskrifast liafa af háskólum, eru betur að sér en hefðu þeir að eins notið uppfræðslu á alþýðnskólum. Þegar maður leggur út íhe'lminn, verðui hann að gera sér grein fyrir, tii hvers liann er ætlaður og fyrir hvað hann hefir hæfiieika. Ef hann vill verðafrægur, verður hann að gerast höfundur einhvers. sem er nýtt, einhvers sem aldrei hetír þekst fyrr. Það, að læra það sama, sem þúsundir manua hafa kunnað fyrir t uguni ára, gerir mann ekki frægan. Fólk alment álítur það framfarir þegar einhver ung- ur maður hefir barist í gegn um skóla og lielir með mesta striti eiguast lög- manns-titil, prests, læknís eða eitthvað því líkt. En svo detta þeir úr sögunni þeirra er aldrei meira getið. Það er alt of mikið til af slikum mönnum; það eru alt of margir, sem berjastum til að ná í slíka titla, án þess að hafa nokkra verulega ‘náttúru eða næga hæfileiba til þess að skara fram úr og gorast frægir. Þeir læra að eins til að fá at- vinnu, til að draga fram lifið, og væri s annarlega Rvoleiðis mönnum betra að vera í iægii stöðu og leysa hana vol af hendi, því sannarlega er góður bóndi eð.i einhver svipuð stuða meira virði. heldur eu hálf ónýtur lækuir, lögmað- ur, prestur eða annað því um líkt. Þess vegna segi ég: Ef að okkar upp- vaxandi nimsmemi, sem ná háskóia- mentun, stönzuðu dálítið við og hugs- uðu sig um áður en þeir fara lengra, og gerðu sjálfum sér-grein fyrir, til hvers þeir væru hæfir. Hvort þeir eru vissir um að sú staða, sem þeir velja sér að lífsstarfi, sé ekki ofurefli þeirra; hvort þeir hafi hæfileika til að leysa hana sómasamlega af hendi og veiða fræg- ir, því betra er að vera í lægri stöðu og leysa hana vel af hendi, heldur en að vera í hárri stöðu og ley.sa hana illa af hendi. Eg ætla ekki að fara fieiri orð- um utn þetta að sinni. Að vera hæfileikamaður og mentað- ur maðúr, er ekki það sama, því vér vitum að mentaðir menn geta verið langt frá að vera hæfileika nienn. Ef að maður er framúrskarandi að hæfi- leikum, kem-ur það fljótt í ljós og muu hann komast áfram og verða frægur, hvernig sem kringumstæðurnar ern. Saunarlegt mikilmenni lætur -ekkert ógert til þess að fullkomna sig í því sem náttúran hefir ætlað honum. Maður með lönpun til að verða mikill i ver- öldinni lætnr ekkert ógert þar til. Hann æfir líkama sinn, ekki til þessað herða vöðvana, heldur til að gera bústað sál- ar sinnar sem styrkastann, þvi pað tekur bæði sterkaun líkama og sterka sál að geyina mikin mann. Hami glímir við þyngstn spursmál lífsins með mestu ánægju, eins og heimskinginn lesblaðsiður hiuna ótrúlegustu “Róm- ana” með takmai kabu.sri áfergju. Að verða mikiil maður, er ekki keypt fyrir peninga. Þess vegna hefir fátæklingurinn alveg eins mikið tæki færi eins og sá ríki. Sem dæmi upp á það mætti nefua ótal stórmenni, sem voru sárfátækir í æsku, enuáðu síðar hárri stöðu í mannfélaginu. Ef að maðurinn er mikiil að hæfi- leikum, kemur það bráðlega i ljós, og eindreginn vilji og stöðuglyndi hljóta að gera hanu fiægann. Henry Clay var sonur fátæks prests Daníel Webster fókk litla skólamentun í æskur. Jay Gould var mangari. Vanderbilt eldri var ferjumaður Shakespeare var fátækur og liafðienga atvinnu í æsku. Robert Biooinfield var sonur skraddara og var á unga aidri yfirgefinn í veröldinni, bæði föð- urlaus og fátækur. John Briton var eiun af þeim ensku höfui.dum, er hafði litlu láui að fagua i æsku. John Hunt- er var ekki einungis fátækur drengur, heldur var hann einnig fullra tutcugu ára áður en hann lærði að lesa eða skrifa. En samt varð liann einn af heimsfrægustu læknum. Audrew John- son(?), 17. forseti Bandarikjanna, ejrddi æsku sinni í svoddan fátatkt, að hann þekti ekki stafiua þegar hann byrja ði að vera skraddari, og konan hans kendi honum aðskrifa. Hugh Miller segir að eini rétti skól- inn sem til sé, sé hörð lífsreynsla. Dr. Arnold talaði viturlega, þegar hann. sagði: “Eg vildi mikið heldur senda sou minn þangað sem hann þyrfti að leita sér brausts í sveita síns andlitis, heldur en senda hann til Öxford til að búa i alsnæktum”. Stóra bók af svona dæmum er hægt að skrifa, en slikt er þýðingat lanst. Skortur á mentuu er ekki algerc hiudr- un fyrir velgengni manns, þó mentun in sé óneitanlega mikil hjálp. Ef alt J safnast að þeim, sem bíður, sem ég álit mjög vafasamt, þá mundi það þó koma miklu fljótar til þess, sem ber sig eftir veiðiuni. Mentun er afl, segir gamalt mál- tæki. En eins og öll önnur máltæki þarf það að íhugast. Allir hlutir liafa atl til ills eða góðs. Mentun er að eins afl til góðs, þegar henni er viturlega og rétibeitt. Vér verðum að segja það, þó oss þyki fyrir því, eð mentunin er ekki æfinlega brúkuð í góðum tilgangi. Þess vegna verður maður að auðga hjarta sitt eigi síður en andaun af því sem gott er, og sjálfsálit og hugur til að reyna aftur, hversu hraparlega sem manni kann að misheppnast, er eitt af náttúrunnar beztugjöfum ungamanns ins sem mistókst. En sem samt reynir afiur og heldur áfram. liann er mikið líkleg; i til að verða frœgur, heldur en sá sem í fyrsta sinni gengur vel, eða tekur fyrstu verðlaun í skóla. Þess vegna segi óg um okkar ís- lenzku námsmeuu, að ég vona að þeir komist áfram, þiátt tyrir fátækt og örðugleika, ef þair aunars hafa nokkra verulega hæfileika. Enn ef þeir eru að reyua að troða sér inn í stöður, sem að þeir voru aldreí, ætlaðir til, veiða þeir aldrei miklir menn. Ef að jieir eru ekki betur að sér en svo, að þegar þeir eru komnir iun í skóla, hvort sem þeir nú eru lögmenn, læknar, prestar, söngfræðingar eða eittlivað annað, að þeir verða að setj- ast að í einhverju af þessum fátæku ís- lenzku bygðarJögum til að hafa ofan af fyrir sér, og ná ekki annara tiltrú en íslendinga, þá deyr saga þeirra og þeira verður hvergi getið á komandi tímum og eru þeir þáhvorki sjálfum sér nó Þjóð sinni til sóma. Og hefði þeim þá verið betra að búa sem góðir og mikiis metnir bændur, þar sem ögn hefði get- að borið á þeim meðal sinna jafningja. Með beztu óskum til allra, sesi berjast fyrir að ná sér mentun og þekk- ingu i þeim tilgangi að verða miklir raenn, enda ég þessar línur. A. J. Snyðal.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.