Heimskringla - 18.10.1900, Page 3
HEIMSKRINGLA 18: OKTÓBER 1900.
um, sællar minningar, þegar átti að
hefja landsmenn upp úr niðurlæging
unni'með ,,fabrikkum‘‘, trjáplöntunum
akuryrkju, og ýmsu þess konar; nú á
að taka stórþjóðirnar til fyrirmyndar
og fá sér alt sem þæi hafa, þótt það
eigi hér^ekkert við og sé ófáanlegt—
um það hugsa þessir menn ekkert, en
þvaðra á pappírnum fram og aftur,
þangað til fólkið er orðið ruglað og óá-
nægt, af því að fá ekkert af þessnm
fyrirheitnu gæðum. HvTer sem ekki
samsinnir þessu, hann er lýstur aftur-
faramaður og honum er úthúðað með
allri þeirri mælsku, sern sumir blaða-
menn eru kunnir að. Þeir vilja ekki
sjá, að dáð og dugur eflist ekki með
tómum peningum og bankastofnunnm,
ekki með því að þrælbinda menn á
skuldaklafann, sem þeir áður vóru að
bölva og ragna, en vilja nú láta leggja
á menn æfilangt Gamli orðskviðurinn
“sá hefir nóg sér nægja lætur”, er nú
orðinn að tómri vitleysu; menn eiga að
vera óánægðir með alt, með það sem
guð og náttúran hefir lagt þeim upp í
hendurnar, og þetta hefir þeim ágæt-
lega tekist að keyra inn í fólkíð. Þá
þykist það ekkert geta gert, finst land-
ið óbrúkandi og bölvar því i sand og
ðsku, eins og verulega hefir átt sér stað,
að ýmsir Vesturheims-íelendingar hafa
gert.
En fyrir utan blöðin og agentana,
þá eiga sjálfir Vesturheims-íslendingar
ekki all-lítinn þátt í að tæla héðan fólk
ið, með því að þeir vilja fá skyldfólk
sitt hér til þess að flytja þangað, og
þetta er oft, lfklega oftast nær, gert
með ósönnum lýsingum á högum
manna þar, sagt frá hversu vel þeim
líði, þar sé nóg atvinna og alt í bezta
gengi. Þetta er í rauninni vel kunn
ugt hér, en vér getum nú sýnt fram á.
að Vssturheimsmenu úr öðrum löndum
beita sömu brögðum til þess að fá sem
flesta í súpuna, eftir reglunni að ‘‘sætt
er sameiginlegt skipbrot”. Vér þýð-
um hér kufla úr útlendu blaði um
þetta efni:
“Það eru ekki einungis samvizku-
lausir útflutningaagentar, heldur einn-
ig samkvæmt skýrslum konsúlanna í
Kanada, fátækir vesturfarar, sem sjálf-
ir eru þar í neyð og volæði, sem leitast
við að tæla aðra þangað í sama ástand
ið. Þeir gera það af nevð; ætla að
hagur þeirra muni batna, ef þeir gefa
tælandi lýsingar á ástandinuog að þeir
geti þar með fengið vini og vandamenn
til að flytja þangað. Svía konsúllinn í
Quebec, að nafnt Lihware, hefir aug-
lýst mörg dæmi upp á þetta, bæði frá
Svíum og Dönum. Einhvern dag kom
til hans maður nokkur, sem hann ætl-
aði að væri norskur, en var raunar
danskur og beiddi um mat og frimerki
til þess að senda biéf til ættfólks síns.
Hann sýndi kensúlnum bréfið, og réði
hanu bróður sínnm og systur til að
koma til Kanada, sagði að sér liði þar
ágætlega og' hann mundi að vörmu
spori geta útvegað þeim góða staði,
þar sem þau mundu græða stórfé.
Manninum datt alls ekki í hug, að
hann breytti ranglega með slíkum for-
tölum, en hann hafði reiknað það út,
•að bróðirinn og systirin mundu koma
tneð eitthvað af peningum, og gætu þau
þá öll lifað á þeim nokkra stund, hvað
svo sem seinna tæki við. Konsúllinn
hefir sannanir fyrir þvi, að fólk hefir
látið tæla sig af öðrum eins bréfum, þar
sem ýmsir’hafa komið til hans, aumir
og volaðir og hjálpar þurfandi, og sýnt
honum þessi tálbréf”.
Þetta á alveg við tslendinga. Það
er alls ekki launungarmál, hversu
glæsilegar iýsingar koraa hingað i prí-
vatbréfum frá Ameríku, fyrir utan
blaðagreinir, sem stundum hafa birst
hér, þar sem alt er kallað “bull”, ef
nokkuð er sagt misjafnt um þetta sælu-
'land. Vér skulum hér segja eina sögu
af fleirum. Stúlka nokkur, sem var
þjónustumær { húsi hér í Reykjavík,
•átti i Ameríku gifta systur, sem altaf
var að skrifa henni og hvetja hana til
að koma til sín, sagðistlifa í nægtum
■og hana skyldi ekkert skorta. Stúlk-
unni var aldrei um að fara, en lét samt
tilleiðast eftir margítrekaðar áskoranir,
og fór til Ameríku; kemst til Winnipeg
og spyrst þar fyrir. Henni er loksins
vísað á einhvert hús og upp stiga.hæst
upp á loft; þar finnur hún systur sína í
lélegu hreysi. rúmföt engin nema hálm
ur og varla nokkur húsgögn. Þá varð
stúlkunni það að orði, að hún spurði
hvort þetta væri þessi Paradís, sem »»„•.. , . .
, . er Aðalbjorn heitir.
nenni hefði verið heitið, En systirin
bað hana i öllum bænum að segja ekki
‘frá þessu, eða hvernig sér liði, Stúlk-
an fór burtu að vörmu spori og komst í
vist, safnaði sér peningum með spar-
semi fyrir fargjald og komst aftur hing
að heim.
Þetta er alls ekki ritað i þeim til
gangi að fæla fólk frá að gefast upp og
verða ónýtt hér og ómögulegt; ef það
endilega vill, þá er því bezt að fara í
súpuna,
(Eftir Fjallkonunni', 17 Ágúst 1900)
[Ath. Vér höfum tekið f raman-
prentaða grein til þess að sýna lesend-
um Hkr. hverjum brögðum sum blöðin
heima beita til þess að fæla fólk frá því
að hugsa til vestuiferða, og auka með
því óvild til þessa lands, Einnig vilj
um ver benda lesendum á það, sem
nokkrir Vestur-íslendingpr hafa eflaust
veitt athygli, en það er, að það stóðst á
endum, að Fjallkonan stækkaði um
sama leyti og hún snerist öndverð gegn
vesturferðum. Þetta er náttúrlegt.
Það má enginn ætla, að blaðið hafi
fengið neinn aukapeninga bakhjall við
það að breyta stefnu sinni í vesturfara-
málinu, heldur er stækkunin vitanlega
eðlileg afleiðing af því, að blaðið varð
að stækka til þess að hafa nægilegt
rúm fyrir andmæli sín gegn vesturferð-
um fram yfir það sem það þurfti meðan
það lét þau mál afskiftalaus. Það
gleður oss hér meira en frá verði sagt
i fám orðum, aðblaðið viðurkennir að
vesturferðirnar séu nú komnar á það
stig að þeim verði ekki hamlað. ÞeDa
er eflaust rétt ályktun hjá blaðinu, enda
er Það nálega það eina atriði í grein-
inni, sem nokkuð er sláandi, að undan-
teknu því, sem tekið er eftir Bjarka.
Þar situr sá maður við stýrið, sem
bæði hefir vit á að dæma um vestur-
ferðirnar og orsakirnar til þeirra og
einurð til að segja skoðun sína á því
máli. Hr. Erlingsson getur ekki um
það með einu orði, þessar ferðir séu að
kenna agentum eða prestunum. Hann
lætur bara skuld skella þar sem hann
álítur að hún eigi heima, og ber honum
þar vel saman við bréf það úr Þingeyj-
arsýslu, sem vér birtum i síðasta blaði.
En þar er víst rétt skýrt frá skoðun al-
þýðunnar á málinu. Á það vildum vér
°g benda fólki á íslandi, að allar laga-
tálmanir mót vesturferðum eru tálman-
ir gegn frelsi manna, til þegs að leita
sér fjár og frama á fjarlægum stöðum,
geta eftir hlutarins eðli ekki haft önn-
ur áhrif en þau, að vekja óánægju hjá
alþýðunni á íslandi og koma inn hjá
henni kergju til yfirvaldannaog hvetja
þyí löngunina til þess að leita ávaxt-
arins af forboðna trénu: leita vestur um
haf. íslendingar eru búnir að fá svo
mikla þekkingu á Ameríku og hvernig
hér er að vera, að fæstir munu nú þurfa
að flýja á náðir Fjallkonunnar til að
leita þar uppjýsinga um Vesturheim.
Það eru fargjöldin i tugum þúsunda
króna tali árlega, sem send eru að
vestan, sem tala hæst og sannast um
ástand Islendinga í Ameríku.
Ritstj.
F(OBINSOJM &©°
Allir fslendingar þekkja Robinsons klæðasöludúðina á Main 8t. og
margar konur kaupa þar kjólatau sitt og alt annað er að klæðnaði lýtur.
Vér höfum meiri, fjölbreyttari og ódýrari vörur en aðrar búðir í
Winmpeg. þess vegna seljum vér meira en nokkurannar kaupmaður hér.
ver bjóðum öllum isl. konum að koma í búð vora og skoða vörurnar
sjón er sögu rikari, Kvennkjólaefni úr öllum dúkefnum, svo sem:
h riezes, Tweeds, Coverts, Whipcords, Beavers og Plait. verðið er $10.00
Hvert kjolefm er vel virði þess se n upp er sett. Kvenntreyjur úr beztu
du“.u™ með niðursettu verði nú $4.50 Barna yfirhafuir úr hlýjum og
voðfeldum efnum raeð niðursettu verði, Kyennhatt .r af öllum tegund-
um, með nýjasta lagi og fagurlega skreyttir. Vér höfum alt er að
kvennbunaði lýtur, vér gefum 3« Trmlinjr Stamps með hverju
Qollarsvirði af nýjum kjólefnum sem keypt eru. Allar konur ættu að
koma í búðina.
ROBIfíSON & Go. 400-402 Main Street
ALEXANDRA RJÓMA-SKILVINDUR
eru þær beztu og sterkustu.
Vér höfum selt fleiri “Alexandra” vindur á þessu
ári, en nokkru sinni fyr, og þær eru enn þá laigt á
undan öllum keppinautum.
Vér erum að búa oss undir að selja enn þá meira af
þeim á næsta ári. Vér afgreiðum fljótt og skilvís-
lega allar pantanir, sem umboðsmaöur yor Jlr.
(innnar Sveiiinoii tekur á móti, eða sendar
eru beint til vor.
R. A. LISTER á C° TD
232 KING ST WINNIPEG-
Landnámssaga Islendinga
í
Mi nnesota-nýlend u
Eftir
S. M. 8. Askdal.
Sumarið 1878 kom hingaö Jósep
Jósepsson frá Hauksstöðum í Vopna-
firði (hann er nú annar ríkastur bóndi i
nýlendunni og heimili hans eitt af þeim
tilkoraumestu og rausnarlegustu sem
hér sjást). Yellow Medicine áin rennur
ur í gegnum land hans og stendur bygð
in á árbakkanum, Hann er tvigiftur.
Fyrri kona hans var Kristin Péturs-
dóttir frá Hákonarstöðum á Jökuldal.
Af börnum þeirra lifir 1 stúlka, Ingi-
björg, Seinni kona hans er Helga Jóns
dóttir út Papey. Þau eiga 2 börn á
lífi, er heita: Victor og Elfira. J. J.
er vel sýnt um margt. Hann er járn-
smiður góður og hagfræðingur mikill.
Nábúi Jósefs er Óli Sigfinnson Pét-
urssonar frá 11 \konarst.öðutn og sonur
fyrri konu hans Guðrúnar Óladóttur
frá Merki á Jökuldal (ógiftur),
Þar næst fyrir sunnan býr Eyj-
ólfur Björnsson, Bjarnasonar danne-
brogsmanns Gíslasonar frá Hauksstöð-
um í Vopuafirði og fyrstu konu hans
Ólafar Eyjólfsdóttir frá Hjarðarhaga á
Jökuldal. Eyjólfur er svo vinsæll mað-
ur, að um hann hefir enginn ilt orð að
segja. Mætti vel um hann mæla, sem
Gunnar um Njál: "Hann er óljúg-
gjarn". Hann er rúm 6 á hæð, fagur-
lega vaxinn og hraustlegur og að öllu
leyti drengur hinn bezti. Bygð hans
stendur við vegamót og er þar gest-
nauð meiri ea víðast hvar annarstaðar,
en öllum vel fagnað. Kona hans er
Guðrún Guðraundsdóttir frá Bratta-
gerði á Jökuldal, bræðrungur Jóns
Jónssonar alþingismanns á Sleðbrjót í
Jökulsárhlið. Hún er gáfuð kona og
skörungur mikill. Þau eiga einn son,
Þau komu hing-
að 1880.
Þar næst fyriraustan býr Hermann
V igfússon, sonur Vigfúsar Jósefssonar
frá Leifsstöðum í Vopnafírði, Jósefs
Jósefssonar, sem fyrr er getið. Her-
mann er starfsmaður mikili og búhöld-
ur góður. Hann er giftur bræðrungu
sinni, Aðalbjörgu Sigfúsdóttir Jósefs
sonar frá Mel i Vopnafjarðarheiði.
Börn þeirra eru: Stefán, Jóhann og
Vilborg.
Framh.
Hugur manns.
Hraðari víndi heims á enda
hendist þú yfir sæ og strendur,
skýst um jörð með skelfingar hasti,
skundar jafnt yfir vötn og grundir,
fer um loft með feikna krafti,
flýgur hátt og skýin smýgur,
frárri öllu, er finst og bærist,
faðir máls og niður sálar.
Hraðari vindi heims á enda
hvarflar þú og stanzar varla,
horfir inn í hjörtu manna,
heilögu máli fyllir sálir,
leiðir straumkast Ufs, og glæðir
Ijóðhöfunda brennandi móði;
ræður sælu, sorg og gleði,
sáir um slóðir vondu og góðu.
Undra krafta heims þú heftir,
xcat heldur í stál-kví vatni og eldi,
rekur iðn með rafi og gufu,
ræðurí senn bæðistarfiog menning,
stýrir gangi stjómvitringa, -•—****
styrjöld magnar, ófrið byrjar, .
breytir ást í heift og hatur,
herðir hjörtu, stendur á verði. j —I
■ Jr
rvwean
Hraðari vindi heims á enda
himingeiminn um þú sveimar r
þig ei heftir ljós né leiftur, ,-j;
leiðin dimm eða stormar grimmir.jjj
Gat ei annar augum litið
alheiminn og vitiskvalir,
háttreikandi hnetti alla,
himinelda og guðaveldi.
Andi Braga, söngs og sögu,
syngi lof þór óðmæringar;
endist þú meðan þjóðir anda,
endist þú meðan heimur stendur.
Rót og upphaf orða og gjörða,
enginn hefir til jafns þér gengið,
Veldur þú um allan aldur
auðlegð, velferð, lífi og dauða.
Erl. J. Ísleifsson.
ÞRJÁR SAUÐKINDUR.
Hvit ær með hvítu lambi og svart-
ur hrútur með mark: sneitt framan
hægra, lögg aftan, hvatt vinstra, komn
til mín 3. Sejitember. Eigandi vitji
þeirra^em allra fyrst, en borga verður
áfallinn kostnað.
Sigurður Eyjólfsson.
Vestfold P. O., September 19q0.
Lyons Shoe Go.
Ltd.
5 íMJ JM a i n] is treet.
Þeir selja beztu og ódýr
ustu morgunskó (slippers).
Hvergi í borginni hægt að
fá betri, hvar sem leitað er.
T. EYOJMS
490 Main St. •• Winnipeg Man
Nortberu Paciic B’y
Samadags tímatafla frá Winniþeg
MAIN LINE:
Morris, Emerson, St.Paul, Chicago,
Toronto. Montreal, Spokane, Tacoma,
Victoria, San Francisco...
Fer daglega......... 1,45 p.m
Kemur „ ............ 1,30 p. m
PORTAGE BRANCH.
Portage la Prairie and inte-
rmediats points .......
Fer dagl. nema á sunnud. 4,30 p. m
Kemur dl. „ „ „ 11,59 a.m,
íslendingar.
Takið eftir! Verzlun undirskrif-
aðs er nú vel byrg af öllum nauðsynja-
vörum með afargóðu verði; og eigi nóg
með það, heldur verður fyrst um sinn
gefin 10% afsláttur á vörum, sem eru
keypiar og borgaða- út í hönd. íslenzk-
ur maður vinnnr í búðinni, sem mun
gera sér alt far um að afgreiða Knda
síua svo fijótt og vel sem unt er.
Crystal, 22. September 1900.
Samuel F. Waldo.
MORRIS BRANDOF BRANCH,
Morris, Roland, Miame, Baldr,
Belmont, Wawanesa, Brandon
einnig Souris River Branch,
Belmont til Elgin.........
Lv. Mon., Wed., Fri..10,45 a.m
___Ar, Tues, Tur., Sat... 4,30 p.m
CHAS. s fee h swinford,
p. & T. A St.Paul, Agen
Depot Building. Water St
Canadian Pacific
RAILWAY-
Hægt að velja um
leiðir til allra staða í
Austur Canada.
Eimskipin fara fr\ Fort wil-
liam á hverjum þriðjadegí, fimta-
degi og sunnudegi.
Svefnvagnar fyrir ferðamenn
fara áleiðis til TOROIfTO hvern
mánudag og þriðjudag. Til MONT-
REAL hvern laugardag. Til VAN-
COUVER og SEATTLE hvern mánu-
dag, fimtudag og laugardag.
Eina brautin sem rennir vögnum
skiftalaust austur og vestur.
Ritið eftir frekari upplýsingum eða
snúið yður persónulega til næsta vagn-
stöðva umboðsmanns eða
Wm. Stitt, C. E. McPiierson.
Asst. Gen. Pass. Agt. Gen. PassjAgt.
WlNNIPEG.
III
t
Stærsta Billiard Hall i
Norð vestrlandinu.
Fjögur "Pool”-borð og tvö “Billiard”-
borð. Allskonar vín og vindlar.
Lennon A Hebb,
Eigendur,
OLI SIMONSON
MÆLIR MEÐ SÍNU NÝJA
Stanðinavian HoteL
Fæði $1.00 á dag.
718 Klain 8tr.
Það er engin góð mat-
vara eins ódýr og eng-
in ódýr vara eins góð
j sem sú, er vér bjóðum yður i búð vorrí
daglega og viku eftir viku, það eru
kostaboð á öllum brauðtegundum £
samanburði við það sem öunur bakarí
bjóða, þvi varan er g ó ð .
. W J. Boyd,
370 og 579 Main Str.
Undarleg fæðing.
Stundum hefir það borið við að föðurlaus börn hafa fæðst, en móður
laus aldrei. En nú hefir Mr. K. J. Bawlf, 195 Princess 8tr.
á þessu siðastliðna ári, getið af sér móðurlausan dilk, — sina stóru
kola-, eldiviðar- og gripafóður verzlun, sem nú er að vaxa yfir höfuð
allra annara verzlana af sömu tegund hér í bænum, og orsakirnar
eru hans lága verð, góða viðmót og áreiðanlegu viðskifti. Komið
og kaupið, þá munuð þér ánægðir verða.
»5 Princess 8treet.
E. J. BAWLF,
Gætið þess að þetta vörumerki sé á vindlakassanum.
O g
styrkið
atvinnu-
stofun
vora
FiftÍr/Ö?ja“dÍ ei;V nöfnin á Þeim vindlum, sem búnir eru
til af Wmmpeg Umon Cigar Factory.
Up and IJp. Blue Kihbon.
The Winnipeg Fern I.eaf.
Nevado. The Cnban Kelles.
; ^Vei kamenn ættuæfinlega að biðja um þessa vindla.
J. BRICKLIIV, eigandi, Cor. Main og Rupert St.
Búnir til af karlmönnum en ekki af bðrnu
HANITOBa.
HnnaI/taðiryðUr k<>StÍ *** ^ ** ^ ákV6ðÍð að taka Yður bólfestu
íbúatalan í Manitoba er nú........... 0-n
Tala bænda i Manitoba er.................... 86 000
Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushéls.............. 7,201 519
„ “ 1894 “ “ ............ 17,172.883
1899 " " .......... 27 929 9RO
Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar............ 102 700
Nautgripir.............. 230,075
Sauðfé.................. 35,000
Svm........................ qqq
Afurðir af kúabúum í Mac itoba 1899 voru...... *47o'559
Tilkostnaður við byggingar bænda í ^Janitoba 1899 var. $1,402^300
Framförin i Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af auknum
afurðura lau.lsms, af auknum járnbrautum, af fjölgun skóKnna, af vax-
aímenidngs/ b°rga °g bæja’ °g af vaxafldi veliiðan
í siðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum. 50 000
UPPiekrur..............................................2 500 000
í fylkinuSÍðaStnefn<Í að 6ÍnS e'nn tíUndÍ MUtÍ af ræktanlegu Kndi
Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflyténdur, þar er
enn Þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg
uppvaxandi blómleg þorþ og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir
karla og konur. 3
í Manitoha eru ágætir frískólar fyrir æskulýðinn.
í Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn sem aldrei bregðast.
í bæjunum IVinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú
vera vfir 5,000 íslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba,
eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru í Norðvesturhéruðunum
og British Columbia um 2,000 íslendingar.
. ,Yff.10 mi,,i«"ír ekrur af landi í Manltoba, sem enn þá
hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver
ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum.
Þjóðeignarlönd í öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með
fram Mamtoba og North Western járnbrautinni eru til sölu.
Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, til:
J«HN A. DAVIDSOtf,
Minister of Agriculture and Immigration,
WINNIPEG, MANITOBA.
OKKAR MIKLA_____
FATA=SaI A heldur
1 ^ ENN AFRAM
Vvið höfum ennþá fínlega og endinffare-öða Af/i c n
Tweed alfatnaði tyrir. O I U.uU
$10.50
12 svarta worsted stutttreyja-
alfatnaði (square cut)...
Þessa viku gefuin við einnig1 helmingi meiri
‘ Trading Stamps” með öllum drengjafötum
10 dusin hvitar skyrtur
25C. hver.
Drengjabuxur á 25 og 50 cents.
DEEQAN’5
556Main Str.
Á
I